Kappastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kappastaðir

Equivalent terms

Kappastaðir

Associated terms

Kappastaðir

6 Authority record results for Kappastaðir

6 results directly related Exclude narrower terms

Ármann Rögnvaldur Helgason (1899-1977)

  • S01552
  • Person
  • 1. jan. 1899 - 3. jan. 1977

Foreldrar: Helgi Pétursson og k.h. Margrét Sigurðardóttir. Ármann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi á Höfðaströnd 1899-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrolleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1911, en foreldar hans bjuggu þar til 1915. Árið 1913 fór Ármann sem hjú að Ríp í Hegranesi og var þar til vors 1917. Þá fór hann að Eyhildarholti og var þar í eitt ár. Síðan að Ási og var þar til vors 1924, að hann fór í Vatnskots til vorsins 1927. 1927-1930 var hann við vega- og símavinnu í Suður - Þingeyjarsýslu. Árið 1930 var hann talinn til heimilis að Hamri í Hegranesi hjá Hróbjarti Jónassyni mági sínum, þá skráður sem símamaður að atvinnu. Árið 1931 flutti Ármann til Sauðárkróks og hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar vann hann margvísleg störf, s.s. við fiskvinnslu, sláturhússtörf og fl. Hjá KS vann hann samfellt fram á sjötugsaldur.
Kvæntist Sigurbjörgu Stefaníu Pálmadóttur frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Jón Hallgrímsson (1883-1961)

  • S02734
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 16. des. 1961

Foreldrar Hallgrímur Jónsson, f. 1849 og Ingibjörg f. 1856, lengst af búsett á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Jón var húsmaður á Árbakka á Neðri-Skútu í Siglufirði 1906-1908, bjó í Neðri-Skútu í tvíbýli við móður sína og stjúpa 1908-1909. Fór þá til Noregs og var þar næstu ár en kom svo aftur heim og bjó á Siglufirði eftir það, síðast að Túngötu 10b. Maki: María Einarsdóttir, f. 1882. Þau slitu samvistum þegar Jón fór til Noregs. Þau eignuðust einn son.

Margrét Sigurðardóttir (1871-1932)

  • S02913
  • Person
  • 23. okt. 1871 - 26. jan. 1932

Margrét Anna Sigurðardóttir fæddist árið 1871. Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Guðbjörg Pétursdóttir bændur í Garðshorni á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Péturssyni frá Fjalli í Sléttuhlíð, þau eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það voru þau meira og minna búsett hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Vilhelmína Helgadóttir (1894-1986)

  • S02915
  • Person
  • 4. okt. 1894 - 3. okt. 1986

Dóttir Helga Péturssonar og Margrétar Önnu Sigurðardóttur, þau bjuggu m.a. á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal og á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Giftist Hróbjarti Jónassyni múrarameistara frá Hróarsdal í Hegranesi, þau eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst af á Hamri í Hegranesi. Vilhelmína starfaði um árabil með Kvenfélagi Rípurhrepps. Síðast búsett á Sauðárkróki.