Litlidalur í Lýtingsstaðahreppi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Litlidalur í Lýtingsstaðahreppi

Equivalent terms

Litlidalur í Lýtingsstaðahreppi

Associated terms

Litlidalur í Lýtingsstaðahreppi

2 Authority record results for Litlidalur í Lýtingsstaðahreppi

2 results directly related Exclude narrower terms

Agnar Baldvinsson (1885-1947)

  • S01785
  • Person
  • 4. sept. 1885 - 2. des. 1947

Foreldrar: Baldvin Bárðdal kennari og k.h. Guðrún Jónatansdóttir. Agnar var fæddur á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans slitu samvistum er hann var barn að aldri, fluttist hann þá með móður sinni til Skagafjarðar og ólst þar upp. Dvöldust þau á ýmsum stöðum austan og vestan Vatna. Hann stundaði nám í Hólaskóla einn vetur. Agnar var bóndi á hálfum Vöglum 1910-1912, Litladal 1912-1925, er hann brá búi og fór að Flugmýri, þaðan að Miklabæ og loks í Víkurkot, á öllum stöðum í húsmennsku. Fluttist frá Víkurkoti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki stundaði hann ýmis störf, átti þar nokkrar kindur og var fjallskilastjóri þar í nokkur ár. Einnig kenndi hann krökkum, heima hjá sér, allmarga vetur og var vinsæll við þau störf sem önnur. Kvæntist Árnýju Jónsdóttur frá Borgarlæk, þau eignuðust fjögur börn.

Sesselja Ólafsdóttir (1909-2005)

  • S01513
  • Person
  • 27. jan. 1909 - 27. feb. 2005

Sesselja Ólafsdóttir fæddist á Krithóli á Neðribyggð 27. janúar 1909. Foreldrar: María Guðbjörg Árnadóttir og Ólafur Sigfússon (þau voru ekki í hjónabandi). Sesselja ólst upp hjá móður sinni. Hún var í vistum og vinnumennsku á ýmsum bæjum í Víðimýrar- og Mælifellssókn. Hún vann fyrir sér þegar aldur leyfði og lengst hjá hálfsystur sinni Sigríði Ólafsdóttur og manni hennar, Jóhannesi bónda Guðmundsson í Ytra-Vallholti. Þar kynntist hún bónda sínum, (Jóni) Jóhanni Jónssyni (1908-1965). Þau fluttust frá Ytra-Vallholti árið 1935 og settu saman bú í Litladal. Árið 1947 fluttu þau að Daðastöðum á Reykjaströnd og bjuggu þar til æviloka Jóhanns 1965. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sesselja og Jóhann eignuðust fimm börn.