Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Fyrir utan Popps verslun

Fyrir utan Poppsverslun, menn á tröppum óþekktir, Christian Valdemar Carl Popp stendur neðan við tröppur

Ingrid Hansen (1884-1960)

Fyrir utan Poppsverslun

Fyrir utan Poppsverslunina á Sauðárkróki, Kona stendur við barnavagn, kona situr með barn á tröppum og barn stendur hjá.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Paul Arvid Severin Paulsen

Paul Popp við mynd er ártalið 1904 en Paul fæðist ekki fyrr en 1906 og tilgáta er um að þessi mynd er tekin 1909.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Uppboð úr Emanúel

Mynd tekin við uppboð úr norska seglskipinu Emanuel en hann strandaði 13. september 1906, í sunnan fárviðri á Sauðárkróki og rak upp sunnanvert við Gönguskarðsárnes. Mannbjörg varð.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Ungmennafélagið Tindastóll: Skjalasafn

  • IS HSk N00457
  • Fonds
  • 1907 - 2004

Gögn sem tengjast Ungmennafélagi Tindastóls. Bókhald, fréttabréf, samningar, skýrslur og fleira.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Jón Nikódemusson: Skjalasafn

  • IS HSk N00244
  • Fonds
  • 1908-1930

11 skjöl úr dánarbúi Jóns Sigvalda Nikódemussonar. Ýmis afsöl og kaupsamningar ásamt persónulegum gögnum.

Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983)

Árgeislinn 1908-1952

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Sveitarblaðið Árgeisli

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Barnaskóli Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00187
  • Fonds
  • 1900-1951

Gögn er varðar Barnaskólann á Sauðárkróki frá 1914 til 1951, flest með hendi Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra. Einnig gögn er varðar "Ungmennaskóla Sauðárkróks".

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga

Sumarið 1908 reisti Kaupfélag Skagfirðinga sláturhús úr steinsteypu. Ingimar Sigurðsson kennari gerði teikninguna en Rögvaldur Ólafsson húsameistari í Reykjavík lagfærði hana. Árið 1908 var vesturhluti hússins byggður.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

Bréfabók 1908-1925

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Í bókinni eru skráð bréf og erindi sem hafa borist U.M.F.T. einnig erindi og bréf sem félagið sendi á tímabilinu 1908-1925. Í bókinni er skráð reglugjörð fyrir glímuverðlaunapening U.M.F.T., dags. í desember 1911. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í góðu ástandi en nokkuð blettótt. Bókin er bundin með bandi og með fallegri skrift.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Ýmsar bækur og gögn

Vélritað pappírsgögn með erindi til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu er varðar tímaritið "Tindastóll", einnig er samskonar blað sem fylgir og er með tillögu og greinargerð um sama blað. Gögnin hafa varðveist vel og voru innan um bókhaldsgögn U.M.F.T. Ákveðið var að setja þau með öðrum gögnum óskyldum bókhaldi félagsins.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Móðurmálsvörður 1910-1936

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Bókin heldur skrá utan um orð sem félagsmenn hafa látið falla á fundum og merking þeirra.
Bókin er slæmilega varðveitt en kápa hennar er orðin snjáð, kjölurinn er límdur og bindingin er orðin léleg.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Reikningabók 1911-1926

Bókin inniheldur lista yfir greiddum aðgangseyri inn á skemmtifundi félagsins auk ársreikninga félagsins einnig bókhaldsfærslur fyrir orgels og húsbyggingarsjóðs U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningar og bókhaldsgögn

Innbundnar og handskrifaðar bókhaldsbækur. Bækurnar eru allar í góðu ásigkomulagi og hafa varðveist ágætlega. Pappírsgögnin eru vélritaðar skýrslur með efnahagsreikningi U.M.F.T. fyrir árin 1961-1964.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Pétur Sighvatsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00326
  • Fonds
  • 20.01.1912

Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.

Pétur Sighvatsson (1875-1938)

Haraldur Júlíusson: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00063
  • Fonds
  • 1912-1915

Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson.
Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson.
Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

cab 868

Helga Þorleifsdóttir frá Breiðabólsstað; Tunguhálsi. Myndin er tekin fyrir utan Ljósmyndarahúsið á Sauðárkróki.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Ungir menn á Sauðárkróki 1912-1915

Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson.
Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson.
Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Fundargerðabók 1912-1922

Innbundin og handskrifuð fundargerðarbók, tímabilið 1912-1922. Þetta er stofnfundabók Sngmennafélags Tindastóls og í henni eru fyrstu lög þess. Nokkrar blaðsíður hafa verið klipptar eða skornar úr, ein blaðsíða er laus í bókinni. Binding bókarinnar er orðin mjög léleg.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Mælingabók fyrir skólabörnin í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1913-1953. Í þessari bók skráir hann niður mælingar á nemendum frá 1913 til 1931. Nemendurnir eru frá níu ára og upp í tvítugt. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Ónafngreind kona og ónafngreint barn

Mannamynd. Ekki vitað af hverjum myndin er. Hún er merkt "Pétur Hannesson Sauðárkróki" svo hún hefur verið tekin á tímabilinu 1914 til 1928 þegar Pétur rak þar ljósmyndastofu.

Pétur Hannesson (1893-1960)

Skýrslubók um líkamsþroskun skólabarna í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók virðist hann taka saman upplýsingarnar frá öðrum skrám, eins konar samantekt með reiknuðu meðaltali og þess háttar. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Results 86 to 170 of 2517