Sleitustaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Sleitustaðir

Equivalent terms

Sleitustaðir

Associated terms

Sleitustaðir

5 Authority record results for Sleitustaðir

5 results directly related Exclude narrower terms

Gísli Sigurðsson (1911-1966)

  • S01956
  • Person
  • 10. okt. 1911 - 2. jan. 1966

Foreldrar: Sigurður Sólmundur Þorvaldsson bóndi og hreppstjóri á Sleitustöðum í Kolbeinsdal og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Gísli var þriggja ára er foreldrar hans fluttust frá Ísafirði að Sleitustöðum. Bóklegt nám fyrir fermingju hlaut Gísli í föðurgarði en gerðist bílstjóri um tvítugt. Fyrsta bílinn keypti Gísli ásamt Sigurmoni í Kolkuósi 1931. Árið 1933 keypti hann hinn helminginn af Sigurmoni og gerði bílinn út næstu fjögur árin. Á næstu árum vann Gísli sem bílstjóri hjá öðrum. Fyrst um tíma hjá Kristjáni Kristjánssyni, sem rak Bifreiðastöð Akureyrar, en síðan fór hann suður og ók leigubíl á Bifreiðastöð Steindórs. Þegar hann hætti hjá Steindóri keypti hann vörubíl, þriggja tonn Ford. Þennan bíl var hann með í vinnu hjá breska setuliðinu við flugvallargerð í Kaldaðarnesi við Ölfusá. Eftir ársvinnu hjá setuliðinu kom Gísli norður og hóf að aka mjólk fyrir bændur í Hofs- og Viðvíkurhreppi. Hann var þá kominn með fjölskyldu og hafði árið 1938-1939 stofnað nýbýlið Sigtún úr landi Sleitustaða. Um þetta leyti má segja að hin eiginlega bílaútgerð Gísla væri hafin. Auk mjólkurflutinga fyrir bændur tók hann að sér yfir sumartímann mjólkurflutninga frá Sauðárkróki til Siglufjarðar. Til þeirra flutninga keypti hann sérstakan flutningabíl með yfirbyggðri körfu. Fyrsta rútubílinn keypti hann í félagi með Kjartani Haraldssyni frá Unastöðum og þann bíl notuðu þeir félagar til hópferða. Árið 1950 var Gísla veitt sérleyfið á leiðinni Sauðárkrókur - Varmahlíð. Seinna fékk hann sérleyfið Siglufjörður - Varmahlíð og loks Siglufjörður- Reykjavík tvisvar í viku. Á tímabili átti fyrirtækið sjö bíla til fólksflutninga og var þá eitt öflugasta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Árið 1945 stofnsetti Gísli bifreiðaverkstæði á Sleitustöðum. Maki: Helga Margrét Magnúsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Gísli Sigurðsson (1964-

  • S02228
  • Person
  • 01.07.1964

Sonur Sigurðar Björnssonar og Ragnhildar Svölu Gísladóttur. Framkvæmdastjóri Tengils.

Gísli Sigurjón Björnsson (1871-1937)

  • S00262
  • Person
  • 18. júní 1871-1937

Fæddur á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar: Björn Jónsson (f. 1822) bóndi á Frostastöðum og Vöglum og þriðja kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Þegar þau fluttu til Vesturheims 1876, með börn sín, var Gísli sem enn var á barnsaldri ófáanlegur til að fara með þeim. Var hann þá tekinn í fóstur af Gísla móðurbróður sínum og ólst upp þar, fyrst á Hjaltastöðum og svo á Frostastöðum. Gísli stundaði nám í Hólaskóla og lauk prófi þar 1891. Var síðan næstu vor í jarðabótavinnu í sveit sinni og við barnakennslu einhverja vetur. Bóndi á hálfum Stóru-Ökrum 1897-1918, Vöglum 1918-1937. Hafði þó nytjar á hálfum Ökrum að nokkru leyti 1918-1919. Vagla með Vaglagerði keypti hann um 1912 og hafði nytjar af 1/4 Vagla frá 1913 þar til hann fluttist þangað. Frá 1921 bjó Magnús, sonur Gísla, á móti föður sínum á Vöglum en höfðu þeir þá Vaglagerði með til ábúðar. Gísli var oddviti Akrahrepps 1901-1937, sýslunefndarmaður 1915-1937. Einnig hafði hann fleiri störf með höndum, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, safnaðarfulltrúi, sá um lögferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðsreikninga og hafði á hendi jarðabótamælingar.
Maki: Þrúður Jónína Árnadóttir (1876-1965) frá Miðhúsum í Blönduhlíð. Þau eignuðust einn son.

Sigurður Rúnar Gíslason (1948-

  • S02904
  • Person
  • 7. ágúst 1948-

Foreldrar: Gísli Sigurðsson sérleyfishafi í Sigtúnum í Kolbeinsdal og kona hans Helga Margrét Magnúsdóttir starfsmaður á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maki: Heiða Sigurðardóttir frá Fitlum, f. 1947. Búsettur á Sauðárkróki. Bifvélavirki og rak lengi útgerð fólksflutningabíla þar.

Sigurður Þorvaldsson (1884-1989)

  • S00656
  • Person
  • 23. jan. 1884 - 21. des. 1989

Sigurður var fæddur í Álftaneshreppi á Mýrum 23. janúar 1884. ,,Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum við nokkra fátækt og hrakhólabúskap en komst snemma á unglingsárum í sumarvinnu við vegagerð og gat þannig safnað saman fé fyrir námsdvöl í Flensborgarskóla. Þaðan tók hann gagnfræðapróf 1904 og kennarapróf 1905. Haustið 1905 réðst hann kennari að Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann kenndi í tvo vetur en sigldi svo til Danmerkur vorið 1907 til frekara náms, fyrst við Lýðháskólann í Askov og síðan við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Sneri aftur til Íslands vorið 1910 og kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Blönduhlíð. Það sama ár fluttu þau til Ísafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem kennari. Vorið 1914 keyptu þau Sleitustaði þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 40 ár. Samhliða myndarlegum búskap starfaði Sigurður sem kennari í Óslandshlíð og Hólahreppi, einnig tók hann að sér kennslu í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og á Skagaströnd. Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveit sína um áratugaskeið, var hreppstjóri í rúma fjóra áratugi (1930-1971) og sat í hreppsnefnd um tíma. Var formaður Búnaðarfélags Óslandshlíðar og endurskoðandi Kaupfélags A-Skagfirðinga um langt skeið, umboðsmaður Esso og rak verslun með olíuvörur á Sleitustöðum um langt árabil." Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.
Sigurður náði 105 ára aldri.