Víðimýri

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Víðimýri er bær í Skagafirði, fyrir sunnan og ofan Varmahlíð, og tilheyrði Seyluhreppi áður. Bærinn er gamalt höfuðból og var í lok 12. aldar og á 13. öld bústaður helstu höfðingja héraðsins af ætt Ásbirninga, frá Kolbeini Tumasyni til Kálfs sonar Brands Kolbeinssonar, sem vitað er að bjó þar 1262. Á 17. og 18. öld var jörðin löngum sýslumannssetur. Víðimýri hefur nú verið skipt niður í átta eða níu sjálfstæðar jarðir.

Display note(s)

Hierarchical terms

Víðimýri

Víðimýri

Equivalent terms

Víðimýri

Associated terms

Víðimýri

8 Authority record results for Víðimýri

8 results directly related Exclude narrower terms

Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1855-1939)

  • S03415
  • Person
  • 05.09.1854-24.01.1939

Anna Vigdís Steinsgrímsdóttir, f. 05.09.1854, d. 24.01.1939. Foreldrar: Steingrímur Jónsson bóndi í Saurbæ í Myrkárdal og kona hans Rósa Egilsdóttir.
Anna Vigdís og Þorvaldur Ari bjuguu á Flugumýri 1882-1896 og á Víðimýri 1896-1921.
Maki: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Ari Þorvaldsson Arason (1892-1967)

  • S03422
  • Person
  • 18.03.1892-15.07.1967

Ari Þorvaldsson Árason, f. 18.03.1892, d. 15.07.1967. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926) og Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Ari ólst upp á Víðimýri í Skagafirði.
Hann hóf störf hjá Landsbankanum 1929 og starfaði þar til starfsloka.
Maki: Karítas Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Helgi Sigurðsson (1913-2008)

  • S01596
  • Person
  • 19.09.1913-19.12.2008

Helgi Sigurðsson fæddist í Torfgarði á Langholti í Skagafirði 19. september árið 1913. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Helgason bóndi í Torfgarði á Langholti og Helga Magnúsdóttir húsfreyja. Helgi kvæntist árið 1939 Þóru Jóhannsdóttur húsfreyju í Stóru-Gröf syðri, þau eignuðust tvö börn. Þóra átti þrjú börn af fyrra hjónabandi.
,,Helgi ólst upp í foreldrahúsum í Torfgarði en fór snemma að vinna utan heimilis sem kaupamaður á ýmsum bæjum og verkamaður víða, m.a. við lagningu þjóðvegarins um Blönduhlíð í Skagafirði. Helgi var bóndi á Víðimýri 1939-1941, á Reykjarhóli 1941-1943, á Kárastöðum í Hegranesi 1943-1944 og í Geitagerði 1944-1957 en það ár keypti hann jörðina Stóru-Gröf syðri á Langholti þar sem hann bjó um margra ára skeið þar til hann flutti til Sauðárkróks árið 1969. Starfaði hann þar um árabil í fóðurvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga."

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Steingrímur Arason (1898-1986)

  • S01684
  • Person
  • 27. 01.1898-06.12.1986

Steingrímur Arason, f. 27.01.1898, d. 06.12.1986. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Kaupmaður á Víðimýri og Sauðárkróki. Síðast búsettur í Reykjavík.

Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)

  • S03414
  • Person
  • 23.09.1849-03.03.1926

Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Þorvaldur Ari Steingrímsson Arason (1928-1996)

  • S02078
  • Person
  • 11. maí 1928 - 26. nóv. 1996

Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Var í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína árið 1967.