Eining 4 - Vor Í Skagafirði

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00042-2016-B-4

Titill

Vor Í Skagafirði

Dagsetning(ar)

  • 1900-1940 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

2 vélritaðar síður.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(31.05.1892-05.08.1940)

Lífshlaup og æviatriði

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran, fæddur á Undirfelli í Vatnsdal 31. maí 1892, d. 05.08.1940. Foreldrar: Sr. Hjörleifur Einarsson prestur á Undirfelli í Vatnsdal og Björg Einarsdóttir, seinni kona hans. Tryggvi var unglingur þegar hann missti föður sinn, árið 1910, en móðir hans lifði til 1946 og bjó síðustu árin á Mælifelli hjá Tryggva og fjölskyldu hans. Hann lauk stúdentsprófi 1913 og hóf þá nám í læknisfræði en í febrúar 1918 lauk hann kandidatsprófi í guðfræði. Sótti hann um Odda á Ragnárvöllum en fékk ekki. Gerðist hann aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli og var vígður þangað 1918. Haustið 1921 brann bærinn á Mælifelli en var byggður aftur upp sumarið eftir. Tryggva var veittur Glaumbær 1937 en ekki flutti hann búferlum þangað heldur þjónaði Glaumbæ, Mælifelli og Víðimýri og sat áfram á Mælifelli.
Maki (g. 29.06.1919): Anna Grímsdóttir Thorarensen (06.09.1890-7.11.1944). Þau eignuðust tvær dætur og ólu upp fóstursoninn Kristmund Bjarnason. Tryggvi kvæntist Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Þau eignuðust tvær dætur. Uppeldissonur þeirra var Kristmundur Bjarnason.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Vor í Skagafirði - tileinkað félaginu í "Varmahlíð"
Vor í Skagafirði (tileinkað félaginu „Varmahlíð“)

  1. Nú er vor yfir jörð.
    Yfir fjall, yfir fjörð
    Hellast fossar af skínandi, blikandi ljóma.
    Hér er unaður nýr,
    Þegar árdagsblær hlýr
    Leysir allt, sem að lifir úr kveljandi dróma.
    Hið „ónýta“ og visna að hauðrinu hnígur,
    Til himinsins ilmur frá jörðinni stígur.
    Yfir bjartsýna þjóð,
    Með sín blíðustu ljóð,
    Vorsins brosandi herskari ástfanginn, syngjandi flýgur.

  2. Nú ber Mælihnjúk hátt.
    Upp í heiðloftið blátt
    yfir héraðið rís hann í konungstign sinni.
    Eins og vörður í kring
    raðar hamranna hring.
    Hvílík tign, hvílík dýrð yfir sveitinni minni.
    Um Kaldbak og Tindastól tíbráin glitrar.
    Niður tignfríða Blönduhlíð berglindin sitrar.
    Út við eyjar og sund
    sefu8r Ægir sinn blund.
    Yfir öll´ eru ríkjandi blessaðar listdísir virtar.

  3. Ó, þú sólvermda land;
    Ó, þú sagnauðga land;
    Þú ert sólarbros Guðs, á hans albesta degi.
    Þú ert allt, sem er hlýtt,
    sem er fagurt og frítt,
    sem er framsækið, ljósþyrst, á betrunarvegi.
    Þú er máttugt, sem Hólastóll goðborins siðar.
    Yfir Skaga og Fljót,
    yfir fald þinn og fót,
    breiðist friðarblær vorsins, sem skjókróna allaufgaðs viðar.

  4. Hér þarf frjálshuga þjóð.
    Hér þarf framsækna þjóð.
    Hér skal forystumenning frá grundvelli rísa.
    Hér þarf listelska lund,
    Þó að lúin sé mund.
    Hér skal ljóssækin æska á brautina vísa.
    Í ljóselskar sálir skal guðtraustið grafið,
    sem glampandi breiður á sólarþyrst hafið.
    Hér þarf raunsterka sál.
    Hér þarf rammíslenskt mál.
    Þá er ramminn og myndin í samræmdri einingu vafið.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

í skjalageymslu HSk 2016:8

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SFA

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

10.02.2016 frumskráning í AtoM

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Related genres

Tengdir staðir