Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Páll Hermannsson

  • Person

Skrifaði Sögu Kaupfélags Héraðsbúa.

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir (1910-1998)

  • Person
  • 1910-1998

Fædd á Gautastöðum í Holtshreppi. Foreldrar hennar voru Pétur Benediktsson afgreiðslumaður og Kristín S. Björnsdóttir húsfreyja. Móðir hennar fæddist í Borgargerði í Skarðshreppi í Skagafirði.

Bjarni Jónasson Rafnar

  • Person
  • 1922-2005

Bjarni fæddist á Akureyri 1922. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson Rafnar yfirlæknir á Kristnesi og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja Bjarni kvæntist Bergljótu Sigríði Haraldsdóttur. Í fyrstu bjuggu þau í Reykjavík, síðan á Akureyri. Börn þeirra eru: Björg, Haraldur, Kristín og Þórunn.
Bjarni ólst upp á Kristnesi. Hann lauk námi við MA árið 1940 og cand. med- prófi frá HÍ 1948. Hann stundaði nám í fæðingarhjálp og kvensjúkdómun í Danmörku. Frá

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Össur Kristjánsson (1869-1921)

  • S02977
  • Person
  • 26.08.1869-28.10.1921

Össur Björn Kristjánsson, f. 26.08.1869, d. 28.10.1921. Móðir: Ragnheiður Pétursdóttir. Össur stundaði lengst af jarðabótavinnu og túngirðingar. Hann var einna fyrstur til að vinna að útrýmingu bráðadauða í sauðfé með bólusetningu í Ísafjarðarsýslum. Hafði hann það starf á hendi í 25 ár.

Eggrún Arnórsdóttir (1895-1975)

  • S02980
  • Person
  • 22. apríl 1895 - 10. apríl 1975

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938) prestur í Hvammi í Laxárdal og seinni kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir (1862-1937). Maki: Steingrímur Guðmundsson frá Gufudal í A-Barð, prentsmiðjustjóri hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu m.a. í Kaupmannahöfn og síðar á Grettisgötu 46 í Reykjavík.

Elísabet Elín Arnórsdóttir (1892-1980)

  • S02981
  • Person
  • 23. jan. 1892 - 19. maí 1980

Fædd á Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal (1860-1938) og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður (1857-1893). Maki: Martin Bartels bankafulltrúi í Kaupmannahöfn. Þau eignuðust eina dóttur. Hún ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni þar, og konu hans, Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet Arnórsdóttir fluttist eftir lát Ólafs læknis með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7. Hún fluttist síðar til Kaupmannahafnar.

Margrét Arnórsdóttir (1887-1920)

  • S03011
  • Person
  • 9. júlí 1887 - 18. ágúst 1920

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur í Hvammi í Laxárdal og víðar og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893). Foreldrar Margrétar bjuggu á Felli í Kollafirði 1886-1904, á Ballará á Skarðsströnd 1904-1907 og síðan á Hvammi í Laxárdal. Maki: Gísli Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og síðan verslunarmaður á Seyðisfirð, þau eignuðust fimm börn.

Hákon Guðmundsson (1904-1980)

  • S03014
  • Person
  • 18.10.1904-06.01.1980

Hákon Guðmundsson, f. á Hvoli í Mýrdal 18.10.1904, d. 06.01.1980. Foreldrar: Guðmundur Þorbjarnarson og Ragnhildur Jónsdóttir, síðar búsett á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Þangað fluttu þau er Hákon var á þriðja ári og ólst hann þar upp. „Hákon fór ungur í skóla, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1925 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1930. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði í Svíþjóð og Noregi og síðar Englandi. Hákon starfaði sem fulltrúi lögmanns i Reykjavik fyrstu árin, en árið 1936 var hann skipaður ritari Hæstaréttar og gegndi þvi starfi tíl 1964 er hann var skípaður I émbætti yfirborgardómara I Reykjavik, en af þvi starfi lét hann I byrjun árs 1974. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun hans 1938 til 1. okt. 1974 eða 36 ár. Formaður Siglingadóms i 10 ár frá 1964-1974. Þá var hann lengi formaður stjórnar Lifeyrissjóðs starfsmanna rlkisins. Auk þessa kenndi hann vissa þætti i lögfræði á námskeiðum og var lengi prófdómari við lagadeild Háskólans. Hann átti sæti i Náttúrverndarráði 1967-1972, og sem varamaðurfrá 1972-1975 og starfaði þá jafnan nokkuö fyrir það sem lögfræðilegur ráðunautur. Hann átti sæti í mörgum stjórnskipuðum nefndum til undirbúnings löggjafar. Í félögum áhugamanna og frjálsum félagsskap lét Hákon að sér kveða á svo ólikum sviðum sem félagsmál lögfræðinga, flugmál — kirkjumál, skógræktar og landgræðslumál eru. Formaður Skógræktarfélags Íslands var hann frá 1961-1972 er hann lét af því starfi að eigin ósk.
Maki: Ólöf Árnadóttir frá Skútustöðum. Þau eignuðust þrjár dætur.

Valdimar Stefánsson (1910-1973

  • S03017
  • Person
  • 24.09.1910-23.04.1973

Valdimar Stefánsson, f. í Fagraskógi við Eyjafjörð 24.09.1910, d. 23.04.1973. Foreldrar: Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnheiður Davíðsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1930 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1934. Eftir það sinnti hann ýmsum lögfræðistörfum í Reykjavík og víðar. Haustið 1936 gerðist hann fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Árið 1940 varð hann fulltrúi sakadómara. Skipaður sakadómari 1947 og yfirsakadómari 1961.
Maki: Ásta Júlía Andrésdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Solveig Pétursdóttir Eggerz (1876-1966)

  • S03023
  • Person
  • 1. apríl 1876 - 22. júní 1966

Fædd á Borðeyri við Hrútafjörð. Foreldrar: Pétur Friðriksson Eggerz og Sigríður Guðmundsdóttir. Húsfreyja á Völlum í Svarfaðardal.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

  • S03110
  • Person
  • 5. apríl 1933 - 5. sept. 2019

For­eldr­ar hans voru Gísli Eylert Eðvalds­son hár­skera­meist­ari og Hulda Ein­ars­dótt­ir. ,,Ein­ar lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri vorið 1951, var í verk­legu bú­fræðinámi í Dan­mörku og Svíþjóð næstu tvö árin og út­skrifaðist bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri 1955. Ráðunaut­ur í naut­griparækt fyr­ir Naut­griparækt­ar­sam­band Borg­ar­fjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kol­beinsstaðahreppi 1958-60, bú­stjóri og til­rauna­stjóri fjár­rækt­ar­bús­ins á Hesti í Borg­ar­f­irði 1960-74, héraðsráðunaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Skag­f­irðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjár­rækt, hross­a­rækt og loðdýra­rækt. Ein­ar var mik­ill frum­kvöðull í fé­lags­starfi bænda. Hann sat í stjórn Fé­lags hrossa­bænda frá stofn­un 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sam­bands ís­lenskra loðdýra­rækt­enda í 13 ár og var formaður þess 1984-93. Hann var fram­kvæmda­stjóri Hross­a­rækt­ar­sam­bands Skag­f­irðinga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofn­un Loðdýra­rækt­ar­fé­lags Skag­f­irðinga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofn­andi og formaður Fé­lags hrossa­bænda í Skagaf­irði 1975-94, aðal­hvatamaður að stofn­un fóður­stöðvar­inn­ar Mel­rakka hf. á Sauðár­króki og stjórn­ar­formaður henn­ar fyrstu fimm árin, vann að stofn­un Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Ein­ar var jafn­framt aðal­hvatamaður að stofn­un Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og sat í stjórn fyrstu árin."
Maki: Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-, þau eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar kjördóttur.

Vagn Jóhannsson (1906-1971)

  • S03024
  • Person
  • 14. des. 1906 - 24. mars 1971

Fæddur í Sveinatungu í Norðurárdal. Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Jóhanna Sigurðardóttir. Var um tíma einn besti glímumaður landsins. Var um skeið gjaldkeri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur en fór síðan að fást við gipsmunagerð. Vann ýmis trúnaðarstörf fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Maki 1: Guðrún Bjarnþóra Guðmundsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona. Þau bjuggu allan sinn búskap í Goðatúni 1 í Garðahreppi.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Jóhannes Bogason (1901-1995)

  • S03026
  • Person
  • 29. ágúst 1901 - 19. sept. 1995

Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir bændur á Minni-Þverá í Fljótum. Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum og naut kennslu í foreldrahúsum. Hann fór snemma að vinna og stundaði m.a. síldar- og hákarlaveiðar. Árið 1924 hóf hann búskap á Gautastöðum og bjó þar til 1962. Hann vann meðfram búskapnum og var m.a. vegavinnuverkstjóri nokkur vor. Er hann hætti hefðbundnum búskap fluttist hann til Siglufjarðar og vann m.a. á síldarplani. Síðustu árin bjó hann á dvalarheimilinu Skálarhlíð.
Maki: Guðrún Anna Ólafsdóttir (1902-1988). Þeim varð ekki barna auðið en þau ólu upp þrjú fósturbörn.

Kristinn Jónasson (1914-1996)

  • S03028
  • Person
  • 17. ágúst 1914 - 24. ágúst 1996

Foreldar: Jónas Jósafatsson og síðari kona hans, Lilja Kristín Stefánsdóttir. Maki: Guðrún Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Tungu og Knappstöðum í Stíflu þar til 1974 er þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar.

Broddi Reyr Hansen (1970-

  • S02888
  • Person
  • 1. okt. 1970-

Broddi Reyr Hansen, f. 1970. Starfsmaður við Háskólann á Hólum.

Valdimar Briem (1848-1930)

  • S02936
  • Person
  • 1. feb. 1848 - 3. maí 1930

Fæddur á Grund í Eyjafirði. Foreldrar: Ólafur Briem timburmeistari og Valgerður Dómhildur Þorsteinsdóttir, þau bjuggu á Grund. Valdimar ólst upp frá tíu ára aldri hjá föðurbróður sínum, Jóhanni Briem, prófasti í Hruna og konu hans, Sigríði Stefánsdóttur Briem. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1872. Hann var barnakennari í Reykjavík 1872-1873. Prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi 1873-1880 og á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Fluttist hann þangað 1880 og bjó til æviloka. Prófastur í Árnesprófastdæmi 1897-1918. Vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi 1909-1930. Valdimar var eitt helsta sálmaskáld þjóðarinnar fyrr og síðar og afkastamikill þýðandi. Fjölda sálma eftir hann er að finna í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og einnig í færeysku sálmabókinni.

Sölvi Helgason (1820-1895)

  • S01403
  • Person
  • 16. ágúst 1820 - 27. nóv. 1895

,,Sölvi Helgason fæddist á bænum Fjalli í Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð 16. ágúst árið 1820. Foreldrar Sölva voru Helgi Guðmundsson og Ingiríður Gísladóttir. Þegar Sölvi var fjögurra ára missti hann föður sinn. Hann bjó ekki hjá móður sinni frá sex ára aldri heldur var vistaður á hinum og þessum bæjum á svæðinu. Móðir hans dó svo þegar Sölvi var fjórtán ára. Munnmælasögur segja Sölva snemma hafa verið ófyrirleitinn og óþægan en sýnt nokkur merki um gáfur. Einnig eru til sögur um að hann hafi hlotið illa meðferð sem barn og nokkuð harkalegt uppeldi. Björn Þórðarson hreppstjóri á Ysta-Hóli lét ferma Sölva 16 ára gamlan. 18 ára er hann síðan sendur að Möðruvöllum í Hörgárdal til Bjarna Thorarensen skálds og amtmanns. Þar er hann í það minnsta í eitt ár áður en hann fer austur í Þingeyjar- og Múlasýslur. Þaðan fór hann svo að flakka um landið. Í október árið 1843 var Sölvi tekinn fastur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Reglur um vistarskyldu voru í gildi og því mátti ekki ferðast um nema með leyfi frá sýslumanni; reisupassa eða vegabréf. Sölvi hafði undir höndum falsað vegabréf og var dæmdur 8. mars 1845 fyrir falskan reisupassa og flakk. Refsing hans var milduð í 27 vandarhögg og 8 mánaða gæslu. Í mars 1850 var Sölvi aftur tekinn fastur fyrir stuld á bókum og buxnagarmi. Hann var svo dæmdur til að hljóta 20 vandarhögg fyrir flakk og lausamennsku þar sem ekki tókst að sanna á hann stuldinn. 1854 var Sölvi enn dæmdur, nú til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn, fyrir að virða ekki vistarband og að hafa sennilega stolið hinu og þessu, aðallega bókum. Árið 1858 kom hann aftur til Íslands og er sendur aftur í sveit sína. Þegar hann ræddi um dvöl sína í Danmörku seinna lét hann eins og hann hefði verið þar sem frjáls maður og hlotið mikinn frama. Sölvi hélt áfram að flakka um landið. Árið 1870 var hann dæmdur til að þola 3x27 vandarhögg fyrir flakk og þjófnað."

,,Sölvi var alltaf að mála myndir og skrifa eitthvað, bæði upp úr sjálfum sér og þýðingar á verkum erlendra meistara. Ljóst þykir af skrifum Sölva að hann var veikur á geði. Hann var t.d. haldinn ofsóknaræði einkum gagnvart veraldlegum höfðingjum. Þá sem höfði komið nálægt því að fá Sölva dæmdan kallaði hann öllum illum nöfnum og málaði jafnvel af þeim skrípamyndir og líkti við djöfulinn. Yfir hundrað myndir hafa varðveist en þær myndir eru oft skreyttir stafir, blómaskraut og sjálfsmyndir. Myndir Sölva eru oft með fagurlega dregnum línum og ótrúlega vönduðum litum miðað við hvaða aðstæður þær hafa verið teiknaðar. Skrif Sölva eru af ýmsu tagi. Má þar nefna spekimál, hugleiðingar, sagnfræði, vísindalegar upplýsingar, frásagnir af því þegar hann reyndi að kristna landið og Frakklandssaga. Hann skrifaði líka um ferðir sínar þegar hann sagðist vera að ferðast um landið til að sinna vísindarannsóknum."

,,Sölvi eignaðist dótturina Stefaníu Kristínu með Júlíönu Sveinbjörnsdóttur. Stefanía fór til Vesturheims 1899."

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir (1893-1980)

  • S03343
  • Person
  • 04.11.1893-03.12.1980

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir, f. 04.11.1893, d. 03.12.1980. Foreldrar: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955) og kona hans
Húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón ísleifsson verkfræðingur.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Sesselja Helga Jónsdóttir (1916-2006)

  • S03344
  • Person
  • 07.08.1916-30.11.2006

Sesselja Helga Jónsdóttir, f. 07.08.1916, d. 30.11.2006.
Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsdóttir.
Maki: Jóhann Salberg sýslumaður.

Jónas Kristjánsson (1940-2018)

  • S03348
  • Person
  • 05.02.1940-29.06.2018

Jónas Kristjánsson, f. 05.02.1940, d. 29.06.2018. Foreldrar: Kristján Jónsson (1914-1947) og Anna Pétursdóttir (1914-1976).
Maki: Kristín Halldórsdóttir ritsjóri og alþingiskona. Þau eignuðust fjögur börn.
Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnendar og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. útgáfustjóri Eiðfaxa 2003-2005.

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Andrea Jónsdóttir (1881-1979)

  • S03396
  • Person
  • 20.09.1881-12.01.1979

Andrea Jónsdóttir, f. 20.09.1881, d. 12.01.1979. Foreldrar: Jón Andrésson (1842-1882) og Guðrún Jónsdóttir. Kornung missti hún foreldra sína og var sett niður sem sveitarómagi að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Fimm ára gömul var hún komin að Felli í Kollafirði í fóstur hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur.
Andrea og Franklín hófu búskap í Þrúðardal 1904 en fluttu ári síðar að Litla-Fjarðarhorni. Árið 1940 lést Franklín af krabbameini. Andrea bjó áfram í Litla-Fjarðarhorni til 1947 en þá brá hún búi og flutti til Siglufjarðar með yngstu börnin. Árið 1973 fór hún á elliheimili á Siglufirði.
Maki: Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn.

Jón Sigfússon (1890-1969)

  • S03572
  • Person
  • 21.04.1890-01.01.1969

Jón Sigfússon, f. á Krakavöllum í Flókadal 21.04.1890, d. 01.01.1969. Foreldrar: Margrét Jónsdóttir og Sigfús Bergmann Jónsson, bóndi þar, þau voru ættuð frá Svarfaðardal. Jón fluttist með foreldrum sínum um fimm ára aldur að Höfn á Siglufirði. Um tvítugt fór hann til Páls Kröyers á Siglufirði og lærði hjá honum skipasmíði. Að námi loknu stundaði hann sjóróðra, m.a. frá Bolungarvík og Skagaströnd. Um 1916 fluttist hann í Viðvíkursveit, fyrst með Hólmfríði systur sinni að Ásgeirsbrekku og síðar í Ásgarð. Þar hóf hann búskap með eiginkonu sinni. Þaðan fluttu þau að Ytri-Hofdölum árið 1927. Hann sat lengi í hreppsnefnd, skattanefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Meðfram búskapnum var hann formaður á árabátum. Hann vann mikið björgunarafrek þegar hann var á veiðum á bát frá Brimnesi og bjargaðist naumlega í aftakaveðri. Árið 1946 fluttist Jón til Akureyrar. Þar vann hann lengst af við skipasmíðar.
Maki: Sigríður Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Heiðdal Jónsson (1916-1981)

  • S03425
  • Person
  • 28.03.1916-14.11.1981

Heiðdal Jónsson, f. 28.03.1916, d. 14.11.1981. Foreldrar: Björg Sveinsdóttir (1890-1959) og Jón Guðnason (1888-1959).
Frá Heiði í Sléttuhlíð. Pípulagningamaður á Siglufirði og í Keflavík. Síðast búsettur í Reykjavík.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

María Markan (1905-1995)

  • S03436
  • Person
  • 25.06.1905-16.05.1995

María Markan, f. 25.06.1905, d. 16.05.1995. María var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Foreldrar: Einar Markússon (1864-1951) og kona hans, Kristín Árnadóttir (1864-1930). María æfði píanóleik frá 8 ára aldri, var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði söngnám í Berlín í Þýskalandi frá 1927. María lærði bæði fyrir konsert og óperu og tók óperupróf við Buhnen Nachweis í Beriín 1935. Maria var konsert- og óperusöngkona og starfaði í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykjavík 1935-39, í London, Glyndebourne (Englandi), Kaupmannahöfh og Ástraíu 1939-40, í Vancouver og Winnipeg í Kanada 1940-41 og í Metropolitan óperunni í New York 1941-42. María fluttist heim tíl Íslands og settist að í Keflavík þar sem hún stundaði einkakennslu og þjálfun Karla- og Kirkjukórs Keflavíkur. Hún var búsett í Reykjavík frá 1962 og rak þar Raddþjálfunar- og óperusöngskóla. María hélt hér konserta 1949 við mikla aðsókn og söng í íslenska útvarpinu. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með tíu íslenskum sönglögum til sölu erlendis.
María var sæmd riddarakrossi 1939 og stórriddarakrossi 1. janúar 1980. Hún var heiðursfélagi i Félagi íslenskra tónlistarmanna, Félagi íslenskra einsöngvara, Young Icelandic League of Winnipeg, Imperial Order of the Daughters of the Empire í Winnipeg og í Icelandic- Canadian Club of Winnipeg. María var skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna og er fyrsti söngvari og fyrsta kona sem þann heiður hlaut.
Maki: George Östlund (1901-1961). Þau eignuðust einn son.

Kolbeinn Högnason (1889-1949)

  • S03459
  • Person
  • 25.06.1889-14.05.1949

Kolbeinn Högnason, f. í Kollafirði á Kjalarnesi 25.06.1889, d. 14.05.1949. Foreldrar: Högni Finnsson frá Meðalfelli og Katrín Kolbeinsdóttir. Kolbeinn tók við búi í Kollafirði af afa sínum, Kolbeini Eyjólfssyni. Bjó hann þar til 1943, er hann flutti til Reykjavíkur. Kolbeinn varð þjóðkunnur fyrir kveðskap sinn. Hann gaf út nokkrar smá sögur og einnig ljóðabækurnar Kræklur, Olnbogabörn, Hnoðnaglar, Kurl og Kröfs.
Maki 1: Guðrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Maki 2: Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli. Þau eignuðust tvö börn.

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Jón Helgi Ingvarsson (1917-1941)

  • S03489
  • Person
  • 20.09.1917-30.12.1941

Jón Helgi Ingvarsson, f. á Hóli í Tungusveit 20.09.1917, d. 30.12.1941 á farsóttarhúsinu í Reykjavík.
Foreldrar: Marta Kristín Helgadóttir (1894-1917) og Ingvar Jónsson á Hóli í Tungusveit. Móður sína missti hann skömmu eftir að hann fæddist. Hann ólst upp hjá föður sínum og ömmu sinni, Margréti Björnsdóttur, sem þá stóð fyrir búi hjá föður hans um margra ára skeið. Hin síðari ár dvaldi hann öðru hvoru á heimili móðurbróður sins, Magnúsar Helgasonar í Héraðsdal. Jón var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1938-1940. Haustið 1941 fór hann að Reykjum í Mosfellssveit til vetrardvalar en um jólin kenndi hann þess sjúkdóms er skyndilega dró hann til dauða.

Ólafur Ragnar Grímsson (1943-)

  • S03508
  • Person
  • 14.05.1943-

Ólafur Ragnar Grímsson, f. 14.05.1943.
F.v. stjórnmálamaður og forseti Íslands.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Herdís Ásu Sæmundardóttir (1945-)

  • S03559
  • Person
  • 30.07.1954-

Herdís Ásu Sæmundardóttir, f. 30.07.1954.
Búsett á Sauðárkróki. Fyrrum kennari og fræðslustjóri, starfar á fræðslusviði sveitarfélagsins.

Hólmfríður Haraldsdóttir (1942-)

  • S03513
  • Person
  • 21.08.1942-

Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 21.08.1942.
Maki 1: Björn Ásgeirsson (f. 1933). Þau skildu. Þau eignuðust einn sön.
Maki 2: Kristján Jónsson (1928-1982). Sjómaður í Bolungarvík. Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 3: Barði Þórhallsson (f. 1943) lögfræðingur. Þau eignuðust tvö börn.
Einnig átti Hólmfríður einn sön með Sigurjóni Úlfari Björnssyni bifreiðarstjór (f. 1938).
Hólmfríður var um nokkurra ára skeið ráðskona hjá Ríkharði Jónssyni á Brúnastöðum í Fljótum.

Guðbrandur Jón Guðbrandsson (1964-)

  • S03543
  • Person
  • 19.06.1964-

Guðbrandur Jón Guðbrandsson, f. 19.06.1964.
Foreldrar: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) og Hallfríður Eybjörg Rúdolfsdóttir (1927-).
Tónlistarkennari á Sauðárkróki.

Sveinn Allan Morthens (1951-)

  • S03536
  • Person
  • 10.06.1951-

Sveinn Allan Morthens, f. 10.06.1951.
Bjó í Skagafirði, var framkvæmdastjóri svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Búsettur í Reykjavík.

Jón Trausti Pálsson (1931-2019)

  • S03533
  • Person
  • 05.01.1931-20.09.2019

Jón Trausti Pálsson, f. í Nýjabæ á Hólum 05.01.1931, d. 20.09.2019. Foreldrar: Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar búsett á Laufskálum.
Trausti fluttist ungur með foreldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Hann byggði Laufskála með foreldrum sínum og þar var félagsbú þar til þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum árið 1965. Trausti gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1952. Hann fór einnig suður til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum vann hann ýmis önnur störf, svo em akstur á vörubíl og skólabíl og við ökukennslu.
Trausti og Alda brugðu búi 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Þaðan fluttu þau í Hóla 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau til 1999 er þau fluttu aftur á Sauðárkrók.
Trausti sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti rá 1980-1982 og 1990-1994. Hann var einnig virkur í starfi UMF Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hólahrepps. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd Hólakirkju. Þá átti hann sæti í stjórn byggingasamvinnufélagsins Búhölda sem byggði m.a. íbúðir við Hásæti og Forsæti á Sauðárkróki, en þau voru meðan fyrstu íbúa í Hásæti.
Maki: Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007). Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Steinar Jóhannsson (1953-2015)

  • S03532
  • Person
  • 12.06.1953-01.11.2015

"Fæddur á Dalvík 12. júní 1953, dáinn 1. nóvember 2015. Foreldrar: Jóhann Helgason (fæddur 20. nóvember 1920, dáinn 9. apríl 1963) og kona hans Valrós Árnadóttir (fædd 3. ágúst 1927), móðursystir Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingismanns.
Gagnfræðapróf Dalvík 1969. Nám í Eau Claire Wisconsin U.S.A. Memorial High 1971, Garðyrkjuskóla ríkisins 1971–1974 og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974–1979.
Garðyrkjustjóri á Akureyri 1979–1986. Umhverfisstjóri á Akureyri 1986–1999.
Stjórnarmaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar 1994–1998. Tók þátt í Evrópusamvinnunni Urban Forest and Trees 1997.
Alþingismaður Norðurlands eystra 1999–2003 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1996 (Alþýðubandalag), október–nóvember 1998 (þingflokkur óháðra), október–nóvember 2003 og október 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

  1. varaforseti Alþingis 1999–2003.
    Iðnaðarnefnd 1999–2003."

Páll Pétursson (1937-2020)

  • S03529
  • Person
  • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."

Þorsteinn Pálsson (1947-)

  • S03527
  • Person
  • 29.10.1947-

"Fæddur á Selfossi 29. október 1947. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 17. október 1916, dáinn 16. september 2007) skrifstofumaður á Selfossi og síðar í Reykjavík, hálfbróðursonur Sveins Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingigerður Nanna Þorsteinsdóttir (fædd 23. maí 1920, dáin 5. júní 1982) húsmóðir. Maki (1. desember 1973): Ingibjörg Þórunn Rafnar (fædd 6. júní 1950, dáin 27. nóvember 2011) hrl. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Börn: Aðalheiður Inga (1974), Páll Rafnar (1977), Þórunn (1979).
Stúdentspróf VÍ 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1976.
Blaðamaður við Morgunblaðið jafnframt námi frá 1970, fastráðinn blaðamaður 1974–1975. Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá júlí 1975 til 1979. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979–1983. Skipaður 16. október 1985 fjármálaráðherra, fór einnig með Hagstofu Íslands, jafnframt iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 forsætisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 11. maí 1999. Sendiherra í Lundúnum 1999–2003 og í Kaupmannahöfn 2003–2005.
Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1969–1970. Í stúdentaráði HÍ 1971–1973 og í háskólaráði 1971–1973. Formaður Orators 1972–1973. Í skólanefnd Verslunarskóla Íslands 1972–1977. Í nefnd til að endurskoða stjórnsýslu Háskóla Íslands 1973–1974. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977. Í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1979–1983. Í kauplagsnefnd 1979–1983. Í kjararannsóknarnefnd og verðlagsráði 1979–1983. Skipaður 1980 í nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um réttarstöðu og aðbúnað farandverkafólks, 1983 formaður nefndar til að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands og viðskiptabankana (bankalaganefnd), sama ár í nefnd til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og í nefnd til að gera tillögur um breytingar á skattalögum í því skyni að örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983–1991. Í Þingvallanefnd 1984–1988. Í Norðurlandaráði 1988–1991. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
Alþingismaður Suðurlands 1983–1999 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999."

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Sigurgeir Einarsson heildsali í Reykjavík

  • S03211
  • Person
  • 29.04.1871-11.04.1953

Sigurgeir Einarsson, f. að Miðkrika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 29.04.1871, d. 11.04.1953. Foreldrar: Sigríður Sigurðardóttir og Einars Einarsson. Sigurgeir ólst upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf. Hann stundaði síðan sjóðróðra um nokkurt skeið. Hann sigldi til Danmerkur og stundaði þar nám og verslunarstörf um skeið. Eftir heimkomuna vann hann við Lefolis verslun á Eyrarbakka, en 1898 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við verslun Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafnarstræti. Þegar sú verslun hætti störfum stofnaði Sigurgeir umboðsverslun sem hann starfrækti meðan heilsa leyfði. Einnig fékkst hann við útgerð um tíma. Hann var mikill bókamaður og lagði stund á ritstörf. Gaf út þrjár bækur, auk blaða- og tímaritsgreina. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945)

  • S03324
  • Person
  • 23.03.1893-11.03.1945

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd 23.03.1893, dáin 11.03.1945. Foreldrar: Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933).
Skráð húsfreyja á Tungunesi í Auðkúlusókn í Austur-Húnavatnssýslu árið 1930.

Einar Baldvin Guðmundsson (1841-1910)

  • S02187
  • Person
  • 04.09.1841-28.01.1910

Einar Baldvin Guðmundsson, f. á Hraunum í Fljótum 04.09.1841, d. 28.01.1910 í Haganesvík. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (1811-1841) bóndi, hreppstjóri og umboðsmaður á Hraunum og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir (1822-1880) frá Neðra-Ási í Hjaltadal. Guðmundur lést rúmum mánuði eftir að Einar fæddist en hann ólst upp á Hraunum með móður sinni og síðari manni hennar, Sveini Sveinssyni frá Haganesi. Hann lærði undir skóla hjá sr. Daníel Halldórsyni í Glæsibæ við Eyjafjörð en sótti ekki um skólavist í latínuskólanum eins og til stóð heldur lagði fyrir sig trésmíði, járnsmíði og skipasmíði. Bóndi á Hraunum 1866-1893 en brá búi er hann missti aðra konu sína. Var þó áfram á Hraunum næstu árin en börn hans tóku við jörðinni. Auk búsins rak Einar útgerð og gerði út á þorsk og hákarl. Einnig stundaði hann skipasmíðar og aðrar smíðar. Hann reisti stórt timburhús á Hraunum 1874-75 sem var annað í röð timburhúsa til íbúðar í sýslunni. Einnig jók hann æðarvarp á jörðinni til muna. Árið 1878 sigldi Einar til Noregs að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna, fiskverkun, bátasmíði og ýmsar tæknilegar nýjungar. Eftir heimkomuna hóf hann tilraunir með síldveiðar ásamt mági sínum, Snorra Pálssyni verslunarstjóra á Siglufirði. Einar stóð fyrir miklum brúarbyggingum í Skagafirði framundir 1890 en einnig fór hann í Borgarfjörð og byggði fyrstu stórbrúna þar, yfir Hvítá á Barnafossi. Hann smíðaði fyrstu dragferjuna hér á landi á Vesturós Héraðsvatna. Nokkru eftir að hann brá búi stofnsetti hann verslun í Haganesvík, um 1898 og rak hana í samlagi við Gránufélagið til æviloka. Einar var hreppstjóri Holtshrepps 1866-1872 og 1890-1898, oddviti 1882-1884 og 1886-1892. Sýslunefndarmaður 1874-1877 og 1889-1895. Alþingismaður Skagfirðinga 1874-1878 er hann sagði af sér þingmennsku og hélt utan til Noregs. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna og veitt verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX.
Eftir Einar liggja ýmsar greinar í blöðum, m.a. grein um bátasmíði sem birtist í Andvara.
Maki 1: Kristín Pálsdóttir (1842-1879) frá Viðvík. Þau eignuðust átta börn sem upp komust.
Maki 2: Jóhanna Jónsdóttir(1839-1893) frá Glaumbæ. Þau eignuðust eitt barn sem dó í æsku.
Maki 3: Dagbjört Magnúsdóttir (1865-1937). Þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Bergsdóttir (1867-1956)

  • S02918
  • Person
  • 14. okt. 1867 - 29. feb. 1956

Guðrún Bergsdóttir, f. á Mjóafelli í Stíflu. Foreldrar: Bergur Jónsson bóndi á Þrasastöðum í Stíflu og kona hans Katrín Þorfinnsdóttir húsfreyja. Maki 1: Magnús Gunnlaugsson (1845-1912) frá Garði í Hegranesi. Guðrún var seinni kona hans. Þau eignuðust níu börn sem upp komust. Með Magnúsi bjó Guðrún fyrst að Hamri í Stíflu, árið 1886, en ári síðar fluttu þau að Tungu í Stíflu og bjuggu þar næstu þrjú árin. Þaðan að Saurbæ í Kolbeinsdal og voru þar í ellefu ár. Árið 1901 keyptu þau Ytri-Hofdali. Magnús lést árið 1912 en Guðrún kvæntist aftur árið 1916 Sigtryggi Jóhanni Guðjónssyni sem áður hafði verið ráðsmaður á Hofdölum. Þess er getið að Guðrún hafi gengið í öll störf, svo sem vefnað, vegghleðslu, trésmíði og tóvinnu. Hún átti sæti í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1910-1914, líklega fyrst kvenna í Skagafirði til að gegna slíku trúnaðarstarfi. Sigtryggur og Guðrún eignuðust ekki börn saman en ólu upp tvo dóttursyni Guðrúnar.

Angantýr H. Hjálmarsson (1919-1998)

  • S0
  • Person
  • (1919-1998)

Angantýr var Eyfirðingur. Hann var kennari og skólastjóri og formaður Náttúruverndarnefndar í Eyjafjarðarsýslu. Var í Syðri-Villingadal í Saurbæjarsókn.

Aníta Björnsson (1929-)

  • Person
  • 1929

Eiginmaður Anítu var Geir S. Björnsson prentsmiðjustjóri á Akureyri.

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs (1930-2021)

  • S03629
  • Person
  • 27.11.1930-19.04.2021

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.

Kristín Benediktsdóttir (1867-1943)

  • S02994
  • Person
  • 16. sept. 1867 - 6. apríl 1943

Foreldrar: Benedikt Sveinsson (1826-1899) sýslumaður og alþingismaður og Katrín Einarsdóttir (1843-1914). Kristín var alsystir Einars Benediktssonar skálds. Kennslukona í Reykjavík. Kvæntist Árna Pálssyni prófessor, þau voru barnlaus. Þau skildu.

Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922)

  • S03368
  • Person
  • 22.09.1893-24.06.1922

Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. á Akureyri 22.09.1893, d. 24.06.1922. Foreldrar: Hallgrímur Hannes Sigurðsson stýrimaður á Akureyri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Sigurlaug lést af barnsförum. Hún og Brynleifur bjuggu á Akureyri.
Maki: Brynleifur Tobíasson. Þau eignuðust einn son.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981)

  • S03594
  • Person
  • 17.07.1885-07.06.1981

Guðný Jóhannsdóttir, f. 17.07.1885, d. 07.06.1981. Forleldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir. Guðný ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og Eyjafirði. Hún vann á búi þeirra á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, Staðartungu í Hörgárdal og Bakka í Öxnadal. Bjó með fyrri manni sínum á Þverá í Öxnadal 1910-1915, að hann andaðist. Hún bjó áfram á Þverá efrtir lát mans einn vetur. Hún hafði lært saumaiðn á Akureyri og stundaði hana á vetrum. Hún fluttist til Sauðárkróks 1917 ásamt börnum sínum af fyrra hjónabandi. Stundaði ýmsa vinnu, m.a. fiskvinnslu og síldarsöltun.
Maki 1: Steingrímur Stefánsson (1885-1915). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsfaðir: Ingvar Jónadab Guðbjónsson. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984). Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Daníel Júlíusson (1959)

  • Person
  • 1959

Árni Daníel fæddist í Reykjavík. Hann er sagnfræðingur að mennt og er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands

Árni Óla

  • Person

Árni var fæddur á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hóf blaðamennsku hjá Mbl.og starfaði þar og meira og minna til dánardægurs. Hann var einnig auglýsingastjóri þar 1936-1946. Árni skrifaði fjölda bóka nátengdar landi og þjóð, einnig fjölda greina.

Árni Tryggvason (1911-1985)

  • S03624
  • Person
  • 02.08.1911-25.09.1985

Árni Tryggvason, f. 02.08.1911, d. 25.09.1985. Foreldrar: Tryggvi Árnason trésmiður og Arndís Jónsdóttir. Árni var settur til mennta og lauk studentsprófi 1930 og lögræðiprói 1936. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík. Hann var skipaður borgardómari 1944 og gegndi því starfi til 1. maí 1945, er hann var skipaður hæstaréttardómari. Hann fékk lausn úr því embætti 24.03.1964. Gekk hann þá í utanríkisþjónustuna og var sendiherra. Fyrst hafði hann aðsetur í Stökkhólmi en síðan í Bonn og Osló. Árni var sæmdur fjölda heiðursmerkja, bæði innlendra og erlendra.

Baldvin Bjarnason ( 1916-2004)

  • S0
  • Person
  • 1916-2004

Baldvin var fæddur að Reykjum í Tungusveit í Lýtingsstaðarhreppi árið 1916. Sonur hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Bjarna Kristmundssonar bænda þar. Baldvin var bróðir Kristmundar.

Benedikt H. Líndal (1892-1967)

  • S0
  • Person
  • (1892-1967)

Benedikt var fæddur 1892 á Efra-Núpi. Foreldrar hans voru Hjörtur Líndal Benediktsson og Pálína Ragnhildur Björnsdóttir. Benedikt var ungur við nám í Reykjavík um tíma og einn vetur í Danmörku. Eiginkona hans var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Svertingsstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Niðurstöður 3656 to 3740 of 3772