Showing 243 results

Authority record
Ísland

Runólfur Jónsson (1864-1943)

  • S02082
  • Person
  • 23. júlí 1864 - 4. júní 1943

Runólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, en hóf sjósókn ungur að aldri og reri í ýmsum verstöðvum. Kom frá Akureyri til Sauðárkróks 1903 og dvaldist þar síðan til æviloka. Fyrstu árin á Sauðárkróki átti hann dálítinn bústofn og stundaði garðyrkju með góðum árangri jafnframt sjósókninni. Árið 1915 eignaðist hann einn eigin bát, fjögurra manna far, og sótti þá sjóinn fast, var oftast einn á bátnum og aflaði vel. Árið 1918 taldi hann sig hafa aflað 950 stórþorska, 2000 þyrsklinga og 7050 ýsur af ýmslum stærðum. Veiddi einnig hafsíld í net með góðum árangri. Oft herti hann mikið að afla sínum og seldi bændum fyrir landbúnaðarafurðir eða peningagreiðslur. Gaf einnig oft nágrönnum sínum sínum á staðnum og kunningjum af afla sínum. Varð fyrir trúaráhrifum frá Lárusi farandpredikara Jóhannessyni og tók eftir það að predika úti á götum Sauðárkróksbæjar og kenndi þá í anda hinnar gömlu bókstafstrúar á Biblíuna. Kvæntist Soffíu Ólafsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Hannes Jónasson (1877-1957)

  • S02112
  • Person
  • 10. apríl 1877 - 2. maí 1957

Húsmaður í Saurbæ í Siglufirði 1910. Bóksali á Siglufirði 1930. Bóksali og ritstjóri á Akureyri og á Siglufirði.

Barði Brynjólfsson (1909-1970)

  • S02131
  • Person
  • 19. des. 1909 - 21. ágúst 1970

Foreldrar: Brynjólfur Eiríksson b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi. Bjó á Akureyri. Gagnfræðingur og nam síðan í iðnskóla. Lærði húsamálun hjá Jóni Þórarinssyni Þór á Akureyri, fór síðan til Danmerkur í framhaldsnám. Starfaði síðan við húsamálun í Akureyri og nágrenni. Kvæntist Guðríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu.

Einar Örn Björnsson (1925-2015)

  • S02140
  • Person
  • 8. júlí 1925 - 7. maí 2015

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Einar Örn ólst upp á Húsavík. Hann lauk búfræðinámi við Hvanneyri 1945 og stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950 og lauk prófi í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Ósló 1957. Einar starfaði sem dýralæknir í Laugarásumdæmi í Biskupstungum árið 1956. Hann var héraðsdýralæknir á Húsavík 1958-1977 og á Hvolsvelli 1977-1995. Eftir það starfaði hann um skamma hríð á Hvolsvelli en fluttist síðan á Seltjarnarnes. Frá 2011 bjó Einar Örn í Reykjanesbæ." Einar kvæntist Laufeyju Bjarnadóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Arnviður Ævarr Björnsson (1922-2013)

  • S02146
  • Person
  • 27. ágúst 1922 - 17. júlí 2013

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Arnviður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Hann varð garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og vann við garðyrkjustörf í nokkur ár, aðallega í Hveragerði. Arnviður kvæntist 19. október 1944 Þuríði Hermannsdóttur frá Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, þau eignuðust fjögur börn. Árið 1944 fluttu þau til Húsavíkur þar sem þau bjuggu í 62 ár en fluttu þá til Akureyrar þar sem hann lést. Arnviður vann sem pípulagningameistari á Húsavík og nágrenni til ársins 1970 þegar hann varð starfsmaður Hitaveitu Húsavíkur sem þá var að taka til starfa. Þar vann hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Arnviður tók þátt í ýmsum félagsstörfum og var meðhjálpari í Húsavíkurkirkju um árabil."

Margrét Kristjánsdóttir (1933-2002)

  • S02176
  • Person
  • 14. des. 1933 - 18. feb. 2002

Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1933. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson smiður á Siglufirði og k.h. Sigrún Sigurðardóttir. Margrét var alin upp hjá Finnboga Bjarnasyni og Sigrúnu Eiríksdóttur föðursystur sinni. Kvæntist árið 1955 Þórhalli Stefáni Ellertssyni vélstjóra frá Akureyri, þau eignuðust þrjú börn, Þórhallur drukknaði árið 1963. Margrét giftist aftur árið 1974, Jóhannesi G. Haraldssyni vaktmanni, þau eignuðust ekki börn.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Valgarður Hjörtur Finnbogason (1953-

  • S02178
  • Person
  • 7. ágúst 1927 - 10. júní 1953

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Valgarður bjó hjá foreldrum sínum, ókvæntur og barnlaus.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

  • S02179
  • Person
  • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991)

  • S02180
  • Person
  • 19. ágúst 1897 - 7. feb. 1991

Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson b. í Sölvanesi og s.k.h. Jórunn Guðnadóttir. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi. Kvæntist árið 1917 Finnboga Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm syni og tóku tvö fósturbörn.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Kristján Níels Jónsson (1859-1936)

  • S02095
  • Person
  • 7. apríl 1859 - 25. okt. 1936

Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdóttur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður-Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenska kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.

Páll Andrés Pálsson (1946-

  • S02209
  • Person
  • 18. mars 1946

Fósturforeldrar: Páll Andrés Pálsson (1913-1974) og Dalrós Baldvinsdóttir (1914-1985). Ljósmyndari á Akureyri.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • S02293
  • Person
  • 4. okt. 1902 - 16. jan. 1990

Páll fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, sonur Tómasar Pálssonar og Þóreyjar Sigurlaugar Sveinsdóttur. Árið 1938 gekk hann að eiga Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, þau eignuðust fjórar dætur. Trésmiður á Akureyri.

Árni Björnsson (1894-1966)

  • S02297
  • Person
  • 24. jan. 1894 - 29. apríl 1966

Bóndi og kennari á Stóru-Brekku í Möðruvallasókn í Eyjafirði 1930. Seinna kennari á Akureyri. Kvæntist Jónínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, húsmóður og leikkonu, þau eignuðust tvö börn.

Rannveig Þorkelsdóttir Hansen (1901-1988)

  • S02306
  • Person
  • 10. júní 1901 - 21. sept. 1988

Rannveig Þorkelsdóttir fæddist 10. júní 1901 í Gagnstöð í Hjaltastaðarþinghá. Faðir: Þorkell Stefánsson bóndi í Gagnstöð. Móðir: Guðríður Magnúsdóttir, húsmóðir í Gagnstöð.
,,Rannveig ólst upp á heimili foreldra sinna austur þar. Hún sótti hannyrðanámskeið á Seyðisfirði á ungmeyjarárum sínum og stundaði um langt árabil hannyrðakennslu við barnaskólann á Sauðárkróki, eftir að hún settist að þar. Byrjaði hún hjúkrunarstörf við sjúkrahúsið á Akureyri, en varð frá að hverfa af heilsufarsástæðum. Rannveig réðst í sumarvinnu að Framnesi í Blönduhlíð og síðan að sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1930. Rannveig giftist Árna Hansen árið 1931. Þrátt fyrir að Rannveig þjáðist mestan hluta ævinnar af sjúkdómi sínum (nýrnaveiki), stýrði hún um mörg sumur mötuneyti hjá vegavinnuflokki bónda síns." Rannveig og Árni eignuðust ekki börn.

Þorsteinn Arngrímur Einarsson (1902-1979)

  • S02309
  • Person
  • 11. júní 1902 - 3. jan. 1979

Þorsteinn Arngrímur Einarsson, bóndi í Tungukoti á Kjálka, fæddist í Flatatungu á Kjálka, Skagafirði, 11. júní 1902. Faðir: Einar Jónsson, bóndi í Flatatungu. Móðir: Sesselja Sigurðardóttir, húsmóðir í Flatatungu. Þorsteinn kvæntist Ingibjörgu Sigurjónsdóttur (1899-1989) árið 1923. Ingibjörg var frá Sólheimum í Blönduhlíð. ,,Ingibjörg og Þorsteinn hófu búskap í Flatatungu 1925, fóru búferlum að Tungukoti 1930 og bjuggu þar til ársins 1974, brugðu þá búi, seldu jörðina og fluttust til Akureyrar." Þau eignuðust þau þrjú börn.

Jóna Kristín Jacobsen (1911-2012)

  • S02329
  • Person
  • 23. des. 1912 - 3. ágúst 1991

Faðir Jonnu var Baldvin Jónsson verslunarstjóri Gránuverslunarinnar á Sauðárkróki. Síðast búsett í Hafnarfirði.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • S02343
  • Person
  • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Sigurgeirsson (1909-2000)

  • S02369
  • Person
  • 14. apríl 1909 - 11. sept. 2000

Jón var fæddur 14. apríl 1909 á Helluvaði í Mývatnssveit og ólst þar upp. Sonur hjónanna Sigurgeirs Jónssonar bónda og konu hans Sólveigar Sigurðardóttur. Hann var kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit og eignuðust þau fjögur börn. ,,Framan af ævi stundaði Jón ýmis störf í Mývatnssveit, einkum þó húsasmíðar. Árið 1940 fluttist hann til Akureyrar og starfaði þar sem lögregluþjónn næstu 13 árin. Árið 1954 gerðist Jón umsjónarmaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þegar það flutti í nýja byggingu á Eyrarlandsholtinu. Því starfi gegndi hann þar til hann fór á eftirlaun. Jón var ætíð mikill áhugamaður um ferðalög og var í hópi frumkvöðla í könnun óbyggða Íslands á öðrum fjórðungi 20. aldar. Hann lagði víða hönd á plóg við að gera fólki hálendið aðgengilegt og áhugavert, m.a. með þátttöku í skálabyggingum og vegabótum auk þess að hafa frumkvæði að könnun nýrra leiða og brúarsmíði. Vegna víðtækrar þekkingar sinnar á hálendi Norðurlands tók Jón þátt í fjölmörgum björgunarleiðöngrum. Ferðafélag Akureyrar gerði hann að heiðursfélaga sínum á 85 ára afmæli hans. Þá söng Jón í fjölmörgum kórum frá unga aldri, lék með Lúðrasveit Akureyrar og var um margra ára skeið organisti í Hríseyjarkirkju. Í hjáverkum lagði Jón stund á bókband og ýmiss konar smíðar. Eftir að Jón var sestur í helgan stein sneri hann sér æ meir að fræða- og ritstörfum. Um áttrætt eignaðist hann tölvu og eftir það dvaldi hann löngum fyrir framan skjáinn og sló inn fjölmargt er á daga hans hafði drifið og margan fróðleik um náttúrufar og mannlíf í Þingeyjarsýslu. Sumt af þessu efni hefur birst í norðlenskum og austfirskum tímaritum."

Jóhann Ólafsson (1891-1972)

  • S02386
  • Person
  • 10. sept. 1891 - 30. sept. 1972

Jóhann fæddist í Grafargerði á Höfðaströnd árið 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson bóndi og kona hans Engilráð Kristjánsdóttir. Til tíu ára aldurs ólst Jóhann upp hjá foreldrum sínum, en þá fór hann til föðurbróður síns Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlíð og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur. Dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára.
Jóhann naut hefðbundinnar barnaskólafræðslu og haustið 1914 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi vorið 1916. Síðar fór hann á námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri og stundaði töluvert dýralækningar um margra ára skeið. Hann var bóndi í Miðhúsum lengst af (1936-1970). Hann var félagslyndur maður og var kosinn til ýmissa starfa í sveit sinni. Jóhann þótti lipur hagyrðingur og allvíða birtust ljóð eftir hann. Kona Jóhanns var Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Málmfríður Sigurðardóttir (1927-2015)

  • S02378
  • Person
  • 30. mars 1927 - 28. des. 2015

Málmfríður fæddist á Arnarvatni í Mývatnssveit 30. mars 1927, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar skálds og bónda þar, og konu hans Sólveigar Hólmfríðar Pétursdóttur frá Gautlöndum. Málmfríður lauk kvennaskólaprófi árið 1947 og var húsmóðir á Jaðri í Reykjadal 1948 til 1992. Á sumrum var hún ráðskona hjá Vegagerð ríkisins 1968 - 1985. Aðstoðarkona við Kristnesspítala á vetrum 1981 - 1985 og í fullu starfi frá 1985 - 1987. Málmfríður var kennari við grunnskóla Reykdæla 1967 - 1979 .Hún var bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri frá 1992 -2001. Málmfríður var kjörin á Alþingi fyrir Samtök kvennalista árið 1987 og sat á þingi til 1991 og var formaður þingflokksins 1990 - 1991. Var í Vestnorræna þingmannaráðinu 1989 - 1991. Málmfríður kvæntist Haraldi Jónssyni frá Einarsstöðum í Reykjadal, þau eignuðust sjö börn.

Aðalsteinn Sigurðsson (1921-2015)

  • S02410
  • Person
  • 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

Bjarni Pétursson (1947-2008)

  • S02429
  • Person
  • 10. feb. 1947 - 5. apríl 2008

Foreldrar: Pétur Gauti Pétursson og Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir frá Grímsstöðum í Svartárdal. Bjarni var fæddur á Kvígsstöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði, en flutti ungur að Gautlöndum í Mývatnssveit ásamt foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann var menntaður bifvélavirki og starfaði við þá iðn alla tíð. Bjó í Hafnarfirði. Kvæntist Þórunni Kristinsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson (1922-2011)

  • S02432
  • Person
  • 16. júní 1922 - 21. feb. 2011

Guðmundur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Sonur hjónanna Halldóru Ólafsdóttur húsmóður og Sigurðar Guðmundssonar skólameistara Menntaskólans á Akureyri.
Guðmundur lauk stúdentsprófi 1941 og cand. mag.juris frá HÍ. Árið 1947 -1948 var Guðmundur við nám í afbrotafræðum í Kaupmannahöfn, en hann nam einnig sömu fræði í Bandaríkjunum 1954 -1955. Hann var sakadómarafulltrúi 1947 - 1959. Guðmundur stofnaði lögfræðistofuna LEX ásamt Sveini Snorrasyni 1959 og stundað lögmannsstörf til ársins 2001. Hann kenndi við Fósturskóla Sumargjafar, var prófdómari við lagadeild HÍ og í stjórn Lögfæðingafélags Íslands 1958 - 1963. Guðmundur sat í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna 1972 - 1984 og var formaður Námssjóðs Lögmannafélagsins 1974- 1984.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Helgi Hallgrímsson (1935-

  • S02472
  • Person
  • 11. júní 1935-

Helgi er fæddur í Holti í Fellum, en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1955. Helgi nam líffræði og grasafræði við háskóla í Göttingen og Hamborg 1955-1963. Hann kenndi við Eiðaskóla og M.A. 1957-1969. Helgi var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 og rannsóknarstöðina Kötlu á Arsskógsströnd 1970-1976. Helgi hefur fengist við margskonar rannsóknir á íslenskri náttúru, einkum vatnalífi og sveppaflóru landsins og skrifað kver um þau efni, Sveppakverið og Veröldin í vatninu; hefur einnig ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann stofnaði og stýrði Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi 1969-1980 og Vísindafélagi Norðlendinga 1971-1987. Helgi stofnaði og ritstýrði tímaritinu Týli, tímarit um náttúruvernd og var í ritstjórn Glettings, tímarit um austfirsk málefni.Árið 2005 gaf hann út veglega bók um Lagarfljót.
Hann hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar á ýmsum vettvangi. Hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá 1987.

Hörður Geirsson (1960-

  • S02487
  • Person
  • 9. maí 1960-

Rafvirkjameistari að mennt. Nam einnig ljósmyndafræði í Kalifornínu. Ljósmyndari á Akureyri. Ráðinn safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri 1987.

Steinunn Sveinbjörnsdóttir (1917-2005)

  • S02522
  • Person
  • 12. maí 1917 - 17. jan. 2005

Steinunn fæddist á Sólgörðum á Dalvík, dóttir hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns. Steinunn giftist Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, þau eignuðust þrjú börn. Steinunn stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og síðan nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, 1940-1941. Steinunn vann um hríð skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Svarfdæla á Dalvík, en síðar hjá Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Hún var mjög virk í starfsemi Slysavarnarfélagsins á Dalvík.

Hjalti Kristgeirsson (1933-

  • S02532
  • Person
  • 12. ágúst 1933-

Hjalti er fyrrverandi forstöðumaður Árbókar ferðafélags Íslands. Kvæntur Jónínu H. Gísladóttur. Búsettur í Hafnarfirði.

Einar Baldvin Guðmundsson (1894-1977)

  • S02507
  • Person
  • 25. okt. 1894 - 7. des. 1977

Foreldrar: Guðmundur Davíðsson b. og hreppstjóri á Hraunum og k.h. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1910, stúdentsprófi frá MR 1913 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1915. Stundaði jafnframt nám í landbúnaðarhagfræði við danska Landbúnaðarháskólann til 1916. Sneri aftur heim til Íslands árið 1917 og tók við búskap á Hraunum 1918 og bjó þar til 1945. Nokkur síðustu búskaparár sín hafði Einar ekki kvikfénað og vann þá á ýmsum stöðum á vetrum. Var hann m.a. nokkra vetrarparta bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Einar sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag. Sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í þrjú, mörg ár í stjórn Samvinnufélags Fljótamanna og um tíma formaður þess. Eftir að hann brá búi og seldi jörðina flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Starfaði þar við skrifstofustörf til 73 ára aldurs og eftir það í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Einar skrifaði talsvert um hugðarefni sín, m.a. langa grein um þróun fæðuöflunar og atvinnuhátta og áhrif hennar á siðferðislega þróun mannsins og hamingju hans. Grein þessi var birt 1954. Um svipað efni fjallaði hann í bók sinni Þungir straumar sem kom út árið 1951. Hann fékkst einnig töluvert við þýðingar, veigamest af því er bókin Of Human Bondage sem fékk íslenska nafnið Fjötrar. Einar kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Þrúði Ólafsdóttur Briem.

Hjörtur Þórarinsson (1920-1996)

  • S02538
  • Person
  • 24. feb. 1920 - 1. apríl 1996

Hjörtur fæddist á Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja og Þórarinn Kristján Eldjárn, hreppstjóri og bóndi. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn í Svarfaðardal frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Hjörtur var kvæntur Sigríði Árnadóttur Hafstað frá Vík í Staðarhreppi, þau eignuðust sjö börn.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • S02546
  • Person
  • 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

Hjálmar Sveinsson (1913-2004)

  • S02554
  • Person
  • 14. jan. 1913 - 28. sept. 2004

Hjálmar var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Bakkakoti. ,,Hjálmar var á ýmsum stöðum í Skagafirði eftir að foreldrar hans skildu. Skömmu eftir fermingu flutti hann til föður síns á Giljum í Vesturdal og hinn 17. júní 1944 flutti Hjálmar ásamt föður sínum í Syðra-Vatn í Efri-byggð í Skagafirði. Þar bjó Hjálmar til ársins 1979 er hann brá búi og flutti til Akureyrar. Á Akureyri var Hjálmar næturvörður hjá Slippstöðinni þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir." Hjálmar varð ekki mikillar skólagöngu aðnjótandi, en hann var bókhneigður og fróður maður og hafði góða þekkingu á sögu lands og þjóðar. Hann giftist Soffíu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur; þau eignuðust sex börn.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Þórdís Haraldsdóttir (1902-1989)

  • S02565
  • Person
  • 31. júlí 1902 - 28. des. 1989

Fædd og uppalin í Múlasýslu. Kvæntist Brynjólfi Sveinssyni frá Ásgeirsbrekku, menntaskólakennara á Akureyri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Ágúst Sigurðsson (1938-2010)

  • S02569
  • Person
  • 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010

Ágúst fæddist á Akureyri 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson prestur, síðar vígslubiskup og María Ásgeirsdóttir húsfreyja. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1965. Hann var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal 1965. Var prestur í Möðruvallaprestakalli, í Vallanesi á Völlum, Ólafsvík og á Mælifelli í Skagafirði. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði, eða þar til hann lét af störfum. Hann stundaði fræða - og ritstörf, m.a. komu út fjórar bækur, Forn frægðarsetur. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 lauk Ágúst réttindanámi í dönsku kirkjunni.

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Stefán Grímur Ásgrímsson (1899-1968)

  • S02593
  • Person
  • 26. sept. 1899 - 1. des. 1968

Foreldrar: Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum og víðar og k.h. Sigurlaug Sigurðardóttir. Verkamaður á Akureyri og síðar á Siglufirði, bjó þar lengi, síðast búsettur í Reykjavík. Kona: Jensey Jörgína Jóhannesdóttir.

Auður Guðjónsdóttir (1930-2008)

  • S02602
  • Person
  • 6. júlí 1930 - 27. apríl 2008

Auður Guðjónsdóttir f. á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi, dóttir Guðjóns Jónssonar b. á Tunguhálsi og k.h. Valborgar Hjálmarsdóttur. Maki: Stefán Arnbjörn Ingólfsson frá Víðihóli á Hólsfjöllum í Fjallahreppi, N-Þingeyjarsýslu, þau eignuðust sjö börn. Stundaði almenn sveitastörf á uppvaxtarárum sínum að Tunguhálsi. Árin 1947-1948 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Árið 1952 fluttist hún til Akureyrar. Hóf störf við Útgerðarfélag Akureyringa 1965 og starfaði þar til ársins 2000. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum tengdum starfi sínu bæði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hjá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri. Virk í félagsstarfi aldraðra á Akureyri.

Sigurlaug Stefánsdóttir (1917-2002)

  • S02607
  • Person
  • 1. okt. 1917 - 23. maí 2002

Sigurlaug Helga Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 1. október 1917. ,,Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi og kona hans, Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Sigurlaug bjó á Akureyri alla ævi. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og einnig frá Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann á heimili foreldra sinna og síðan hjá Höldi um árabil við rekstur söluskála. Sigurlaug giftist Braga Svanlaugssyni, verkstjóra á BSA. Bragi var ekkjumaður og átti tvö börn fyrir, þau eignuðust ekki börn saman."

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.

Stefán Stefánsson (1885-1964)

  • S02501
  • Person
  • 5. nóv. 1885 - 1. júní 1964

Foreldrar: Stefán Guðmundsson b. á Giljum í Vesturdal o.v. og k.h. Sigurlaug Ólafsdóttir. Stefán lærði járnsmíði á Akureyri stuttu eftir fermingu og stundaði þá iðn allar götur síðan. Kvæntist Steinunni Eiríksdóttur frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Helga Brynjólfsdóttir (1937-2019)

  • S02625
  • Person
  • 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

Sigurður Haraldsson (1919-1998)

  • S02629
  • Person
  • 20. apríl 1919 - 28. jan. 1998

Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Sigurður var þríkvæntur og eignaðist alls níu börn og þrjú stjúpbörn. ,,Sigurður ólst upp undir Eyjafjöllum. Hann var við nám í Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðingur. Í iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokkur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962- 1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973-1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950- 1962, bústjóri á Hólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938-1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyja-fjöllum 1939-1941, Hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norðurlands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssambands hestamanna 1979- 1985, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1970-1978, forseti Rotary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa 1977- 1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hestamannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. "

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Kjartan Ragnars (1916-2000)

  • S02646
  • Person
  • 23. maí 1916 - 7. jan. 2000

Kjartan var fæddur á Akureyri 1916. Foreldrar hans voru Guðrún Johnson húsfreyja og Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1942 og árið 1949 varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður árið 1958. Árabilið 1942-1956 starfaði Kjartan í Fjármálaráðuneytinu; einnig var hann í stjórn Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Kjartan hlaut fræðimannastyrk Atlandsbandalagsins árið 1958 til rannsókna í París. Tveimur árum síðar var hann skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og Osló, en þar sat hann til 1970. Var hann deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu árið 1972 og sendifulltrúi 1983, en hann lét af störfum 1985 fyrir aldurs sakir. Kjartan kvæntist Ólafíu Þorgrímsdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Daníel Þorsteinsson (1963-

  • S02651
  • Person
  • 19. jan. 1963-

Daníel er fæddur í Neskaupstað, sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Daníel er tónlistarmaður og píanisti, var við nám í Hollandi. Eiginkona hans er Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Akureyri.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Pétur Kristófer Guðmundsson (1923-2009)

  • S02677
  • Person
  • 28. júlí 1923 - 17. maí 2009

Pétur fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal. Foreldrar: Guðmundur Pétursson og Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir. Maki: Rósa Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. Um fermingu flutti Pétur að Nefstöðum í Stíflu. Hann var tvo vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Árið 1945 keypti hann jörðina Hraun í Fljótum ásamt tveimur bræðrum sínum og foreldrum þeirra. Var í tvíbýli þar með Vilhjálmi bróður sínum til 1962. Pétur sinnti ýmsum félagsstörfum, m.a. formennsku í Búnaðarfélagi Holtshrepps og sat um langt skeið í hreppsnefnd. Pétur og Rósa fluttu til Akureyrar 2002 og þar var hann búsettur til dánardags.

Ásta Karlsdóttir (1929-

  • S02686
  • Person
  • 22. des. 1929-

Ásta Karlsdóttir, f. 22.12.1929 á Akureyri, Maki: Ólafur Sveinsson læknir.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Ingibjörg Árnadóttir (1883-1979)

  • S02703
  • Person
  • 17. sept. 1883 - 1. ágúst 1979

Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Sólveig Jónsdóttir (1917-2007)

  • S02054
  • Person
  • 25. sept. 1917 - 9. jan. 2007

Sólveig Jónsdóttir fæddist í Smiðsgerði í Kolbeinsdal hinn 25. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir frá Fornastöðum í Fnjóskadal og Jón Ferdinandsson, þau bjuggu um tíma í Smiðsgerði. ,,Sólveig giftist hinn 13. apríl 1941 Óla A. Guðlaugssyni frá Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1944 hófu Sólveig og Óli sinn búskap á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Fjórum árum síðar fluttust þau hjónin með dætrum sínum til Akureyrar að Lækjargötu 6 þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Árið 1955 fluttust þau í Oddeyrargötu 10. Sólveig vann nokkur sumur í mjólkursamlagi KEA á Akureyri og þaðan lá leið hennar í klæðskeraverslun Sigurðar Guðmundssonar þar sem hún vann í nokkur ár. Árið 1974 fluttust Sólveig og Óli að Ásvegi 13 þar sem þau bjuggu til ársins 1994 er þau fluttu í Lindarsíðu 4. Þar bjuggu þau til ársins 2003." Sólveig og Óli eignuðust fjórar dætur.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Halldór Ásgeirsson (1893-1976)

  • S02786
  • Person
  • 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Jón Jóhannesson (1860-1932)

  • S03056
  • Person
  • 27. júlí 1860 - 15. júlí 1932

Foreldrar: Jóhannes Jónsson, lengst af bóndi í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi og f.k.h. Anna Bjarnadóttir frá Sjávarborg. Jón var bóndi í Árnesi 1891-1929. Flutti þá að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Jón átti sæti í hreppsnefnd um nokkurt árabil og sat einnig í stjórn búnaðarfélags hreppsins. Jón kvæntist árið 1894 Gróu Sveinsdóttur frá Litladal í Svínavatnshreppi, þau eignuðust saman tvær dætur, fyrir átti Jón son með Ólínu Ingibjörgu Ólafsdóttur.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

  • S02800
  • Organization
  • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.

Ólafur Jónsson (1895-1980)

  • S02801
  • Person
  • 23. mars 1895 - 16. des. 1980

Ólafur Björgvin Jónsson, f. 23.03.1895 að Freyshólum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar: Jón Ólafsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Fór til náms við Búnaðarskólann á Hvanneyri og síðan í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi 1924. Sama ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands og settist að í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Árið 1949 lét hann þar af störfum og gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og síðar hjá sambandi nautgripartæktarfélaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjötugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsóknir og sinnti skáldskap. Hann hóf útgáfu á Handbók bænda og ritstýrði henni frá 1950-1960. Ritaði margt um jarðfræði Íslands og bar þar hæst rit hans Ódáðahraun í þremur bindum, Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum og ritin Dyngjufjöll, Askja og Berghlaup. Einnig sendi hann frá sér skáldsöguna Öræfaglettur og ljóðabókina Fjöllin blá. Loks komu út nokkkrar frásagnir og smásögur í bókinni Strípl. Æviminningar hans komu út á árunum 1971-1972 og bera heitið Á tveimur jafnfljótum.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Jón Jónsson (1861-1931)

  • S02823
  • Person
  • 29. sept. 1861 - 5. des. 1931

Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Hreppsendaá í Ólafsfirði og kona hans Anna Símonardóttir. Jón fæddist í Skarðsdal og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austur-Fljótum og bjó þar til ársins 1871 en þá drukknaði faðir hans af hákarlaskipi frá Hraunum. Varð þá ekkjan að láta frá sér börnin nema það yngsta, Rögnvald. Jón fór því snemma að vinna fyrir sér og var á ýmsum stöðum í Fljótum til fullorðinsára. Þá fluttist hann inn í Hofshrepp og kvæntist þar. Maki: Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 á Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust sjö börn. Var bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brá þá búi en reisti aftur bú á Torfhóli 1911. Var þar til 1918 en brá þá búi og fluttist til Hofsóss. Fluttust þau hjón þaðan til Siglufjarðar til Halldóru dóttur sinnar. Þar lést Anna Kristín og fór Jón þá til Akureyrar til Guðbjargar dóttur sinnar og bjó þar til dauðadags.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Privat company
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Results 86 to 170 of 243