Sýnir 6495 niðurstöður

Nafnspjöld

Barði Brynjólfsson (1909-1970)

  • S02131
  • Person
  • 19. des. 1909 - 21. ágúst 1970

Foreldrar: Brynjólfur Eiríksson b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi. Bjó á Akureyri. Gagnfræðingur og nam síðan í iðnskóla. Lærði húsamálun hjá Jóni Þórarinssyni Þór á Akureyri, fór síðan til Danmerkur í framhaldsnám. Starfaði síðan við húsamálun í Akureyri og nágrenni. Kvæntist Guðríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.

Sigurður Pétur Björnsson (1917-2007)

  • S02139
  • Person
  • 1. nóv. 1917 - 13. nóv. 2007

Sigurður Pétur Björnsson fæddist í Ási við Kópasker í N-Þingeyjarsýslu 1. nóvember 1917. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Silli lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1940, var í framhaldsnámi í London 1948. Hann var starfsmaður Landssíma Íslands á Húsavík og sýsluskrifari áður en hann gerðist starfsmaður Sparisjóðs Húsavíkur frá 1.11. 1941, sparisjóðsstjóri frá 1.11. 1943 til ársloka 1962 er hann varð útibússtjóri Landsbankans á Húsavík, sem hann gegndi til 1987. Spítalaráðsmaður var Silli 1.2. 1943 til ársloka 1958 og trúnaðarmaður verðlagsstjóra. Fréttaritari Morgunblaðsins frá 1937 til æviloka, umboðsmaður Morgunblaðsins á Húsavík í fjölda ára. Hann tók urmul af myndun allt frá 1930, meðal annars myndir af því þegar strandferðaskipið Súðin kom til Húsavíkur eftir árás Þjóðverja. Silli var félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur frá 7.3. 1944 til æviloka. Formaður Íþróttafélagsins Völsungs var hann í átta ár og safnaðarfulltrúi í þrjá áratugi. Þegar hann var að komast á eftirlaun 1987 byrjaði hann að huga að skráningu á kirkjugarðinum á Húsavík, og hefur síðan unnið að því að skrá alla kirkjugarða og heimagrafreiti í Þingeyjarsýslum auk kirkjugarðana á Hofsstöðum í Viðvíkursveit, Reynistað í Staðarhreppi og á Hólum í Hjaltadal."

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Anna Guðmundsdóttir (1902-1985)

  • S03398
  • Person
  • 19.04.1902-30.11.1985

Anna Guðmundsdóttir f. á Skálanesi í Vopnafirði 19.04.1902, d. 30.11.1985. Foreldrar. Stefanía Benjamínsdóttir og Guðmundur Ólafsson, veitingamaður á Seyðisfirði. Anna fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1917 og bjó í Reykjavík alla tíða síðan. Anna lærði ung ljósmyndun en gerði leiklistina að ævistarfi sínu. Hún stofnaði ásamt fleirum Leikfélag Templara. Árið 1929 lék hún sitt fyrsta hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur. Hún svo þar allt þar til Þjóðleikhúsið var stofnað 1950. Sitt síðasta hlutverk lék hún þar 35 árum síðar. Hún var einnig mikil söngmanneskja og söng t.d. í Dómkirkjukórnum í 40 ár.
Maki: Páll Þorleifsson bókhaldari. Þau eignuðust ekki börn.

Þorsteinn Andrésson (1901-1990)

  • S02162
  • Person
  • 11. maí 1901 - 27. des. 1990

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Verkamaður á Sauðárkróki. Vann meðal annars við sjóróðra með Pálma Sighvats, við síldveiðar og var í vinnuflokk Þórðar Sighvats á sumrin við lagningu og viðgerðir á símalínum. Hann var þekktur skotveiðimaður. Kvæntist Sigríði Þorkelsdóttur.

Páll Bergsson (1871-1949)

  • S02164
  • Person
  • 11. feb. 1871 - 11. júní 1949

Kennari, útgerðarmaður, hreppstjóri og kaupmaður í Ólafsfirði og Hrísey. Verzlunarmaður í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.

Jón Guðmundur Gunnlaugsson (1924-1988)

  • S02172
  • Person
  • 6. júní 1924 - 15. feb. 1988

Sonur Gunnlaugs Jónssonar b. í Víðinesi og k.h. Sigríðar Guðmundsdóttur. Bóndi á Hofi í Hjaltadal, kvæntist Sveinbjörgu Árnadóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Hörður Jónsson (1952-

  • S02174
  • Person
  • 24.05.1952-

Sonur Jóns Guðmundar Gunnlaugssonar b. á Hofi í Hjaltadal og k.h. Sveinbjargar Árnadóttur. Bóndi á Hofi. Ókvæntur og barnlaus.

Harpa Jónsdóttir (1954-

  • S02175
  • Person
  • 1. apríl 1954-

Dóttir Jóns Guðmundar Gunnlaugssonar b. á Hofi í Hjaltadal og k.h. Sveinbjargar Árnadóttur. Bóndi í Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

  • S02179
  • Person
  • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Tómas Jóhannsson (1894-1929)

  • S02191
  • Person
  • 3. mars 1894 - 4. sept. 1929

Fæddur og uppalinn á Möðruvöllum í Eyjafirði, sonur Jóhanns Jóhannssonar b. og smiðs þar og k.h. Guðrúnar Skúladóttur. Lauk prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1915 og var áfram á Hvanneyri fjósamaður 1917-1919. Á árunum 1920-1922 dvaldist hann við nám í Danmörku, lauk leikfimiprófi við íþróttaskólann í Ollerup og tók einnig próf í smíðum og járningum frá búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir það fór hann til Svíþjóðar og kynnti sér þar leikfimikennslu og járnsmíðar. Kom heim að Hólum árið 1922 og tók við leikfimi- og smíðakennslu við bændaskólann. Tómas vann einnig að verkstjórn fyrir búið og byggingum. Árið 1924 kvæntist Tómas Ástríði G. Magnúsdóttur frá Laxnesi í Mosfellsdal, en þau höfðu kynnst á Hvanneyri, þau eignuðust tvær dætur. Á árunum 1924-1927 hafði Tómas á leigu jörðina Hlíð í Hjaltadal en bjó þó ekki þar nema eitt sumar en hafði húsfólk á jörðinni. Þá var hann ráðsmaður á Hólabúinu hjá Steingrími Steinþórssyni 1928-1929. Tómas lést aðeins 35 ára gamall.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Jakob Benediktsson (1907-1999)

  • S02195
  • Person
  • 20. júlí 1907 - 23. jan. 1999

Jakob Benediktsson var fæddur þann 20. júlí 1907 og lést 23. janúar 1999. Jakob var frá Fjalli í Seyluhreppi, sonar hjónanna Benedikts Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans Sigurlaugar Sigurðardóttur. Jakob tók stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára námsstyrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Jakob lauk cand. mag. prófi í latínu og þýsku árið 1932 og síðar dr. phil. prófi frá Hafnarháskóla. Kvæntist Grethe Khyl fornleifafræðingi, þau voru barnlaus. ,,Jakob var forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri af Íslands hálfu fyrir Kulturhistorisk Leksikon. Hann gaf einnig út fjölda rita, þeirra á meðal Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, VII, X og XI bindi. Hann skrifaði einnig mikið sjálfur og munu titlar rita hans vera á sjöunda hundrað. Jakob þýddi einnig fjölmörg verka Halldórs Laxness á dönsku og naut við það verk aðstoðar konu sinnar Grethe Benediktsson (fædd Kyhl) sem var dönsk."

Stephan G. Stephansson nefndin (1945-1953)

  • S02198
  • Félag/samtök
  • 1945-1953

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Friðrik Jón Jónsson (1925-2017)

  • S02200
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 19. júlí 2017

Friðrik Jón Jónsson fæddist á Græn­hóli í Borg­ar­sveit þann 7. ágúst 1925, sonur Jóns Eðvalds Friðrikssonar (1894-1974) og 1.k.h. Ólafíu Elísa­betar Rós­ants­dótt­ur (1897-1931). Eiginkona Friðriks var Þóra Friðjónsdóttir (1922-2005) og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik starfaði í áratugi sem trésmiður á Sauðárkróki.

Ólafur Áki Vigfússon (1877-1961)

  • S02202
  • Person
  • 29. jan. 1877 - 7. maí 1961

Ólafur Áki Vigfússon (1877-1961) starfaði lengi sem vinnumaður og verkamaður í Skagafirði og Reykjavík. Þekktur hagyrðingur. Varðveittir eru nokkrir gamanbragir hans.

Elínborg Margrét Jónsdóttir (1921-2007)

  • S02217
  • Person
  • 30. júní 1921 - 7. jan. 2007

Elínborg fæddist að Másstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Jón Kristmundur Jónsson bóndi og Halldóra Gestsdóttir húsfreyja. Elínborg flutti til Skagastrandar 1950, eða þar um bil og bjó þar alla tíð síðan. Hún lærði til kennara og kenndi einn vetur á Eyrarbakka, en síðan við Höfðaskóla á Skagaströnd 1945-1995. Ættfræði var hennar helsta áhugamál og kom hún að útgáfu bókana Ættir Austur-Húnvetninga. Elínborg var ógift og barnlaus.

Páll Sigurvin Jónsson (1886-1965)

  • S02573
  • Person
  • 3. ágúst 1886 - 6. ágúst 1965

Páll Sigurvin Jónsson var smiður á Sauðárkróki í upphafi 20. aldar. Hann teiknaði mörg hús á Sauðárkróki. Fluttist síðar til Siglufjarðar og gegndi þar stöðu byggingarfulltrúa og bæjarverkstjóra.

Guðmundur Davíðsson (1866-1942)

  • S02671
  • Person
  • 22. jan. 1866 - 23. sept. 1942

Foreldrar: Davíð Guðmundsson, prestur og alþingismaður á Felli og síðar prófastur á Hofi í Hörgárdal og kona hans Sigríður Ólafsdóttir, f. 1839. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum og fékk hjá þeim uppfræðslu. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1883. Vann að búi foreldra sinna næstu árin en reisti síðan bú með konu sinni að Hofi í Hörgárdal og bjó þar móti föður sínum 1892-1896. Bóndi á Hraunum í Fljótum 1896-1918, er Einar sonur hans tók við búsforráðum. Hafði ýmis trúnaðarstörf á hendi, m.a. hreppstjóri Holtshrepps 1889-1938, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1898-1904 og 1906-1919. Var ritari sýslunefndar um áratuga skeið. Sat í Fasteignamatsnefnd Skagafjarðar. Formaður Kaupfélags Fljótamanna í 10 ár og Sparisjóðs Fljótamanna í 22 ár. Átti sæti í hreppsnefnd og var forgöngu- og stuðningsmaður allra helstu félags- og menningarmála í sveitinni. Guðmundur lagði mikla stund á að efla æðarvarpið á Hraunum og fann upp dúnhreinsunarvél sem hann notaði til þæginda og vinnusparnaðar. Safnaði þjóðlegum fróðleik og ýmsu er tengdist sögu Skagafjarðar.
Maki: Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum. Ólöf var bústýra Einars sonar síns fram á gamals aldur, er hún flutti til Reykjavíkur. Einar var eina barn þeirra hjóna sem náði fullorðinsaldri.

Þórarinn Jónasson (1910-1989)

  • S02808
  • Person
  • 8. mars 1910 - 18. feb. 1989

Þórarinn Jónasson, f. 08.03.1910 í Hróarsdal. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi og smáskammtalæknir og þriðja kona hans Lilja Jónsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Hróarsdal. Árið 1936 tók hann formlega við búi þar ásamt bræðrum sínum Páli og Sigurði en þeir höfðu lengi ásamt Leó eldri bróður þeirra, sinnt öllum búrekstri í nafni foreldra sinna. Á þessum árum sótti Þórarinn talsvert vinnu út frá heimili sínu, allt þar til hann gifti sig árið 1949. Vann hann m.a. við símalagnir hjá Þórði Sighvats, húsbyggingar hjá Ólafi Eiríkssyni mági sínum og bræðrum sínum Sigurði og Páli. Komu þeir m.a. að byggingu Steinstaðaskóla. Eftir það fór hann víða og setti upp útvarp á bæjum og síðar vindrafstöðvar.
Þórarinn gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Sat ég hreppsnefnd 1954-1966 og 1974-1978. Var bæði varamaður og aðalmaður í sýslunefnd um tíma, hreppstjóri 1955-1956, sat í skattanefnd, skólanefnd og stjórn Búnaðarfélags Rípurherepps ásamt fleiru. Maki: Anna Sigurjónsdóttir frá Nautabúi í Hjaltadal. Þau eignuðust tvær dætur og dó Anna frá þeim ungum. Eftir það tók Sigurbjörg Gunnarsdóttir við heimilishaldi innanbæjar þar til hún lést 1964.

Vigfús Helgason (1893-1967)

  • S03246
  • Person
  • 12.12.1893-31.07.1967

Vigfús Helgason, f. 12.12.1893, d. 31.07.1967.
Foreldrar: Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson. Vigfús fæddist að Hóli í Hörðudal í Dalasýslu en fluttist í æsku með foreldrum sínum að Ketilstöðum í Hörðudal. Hann vann á búi foreldra sinna til ásrsins 1916 en fór þá til Noregs og stundaði nám í Lýðskólanum Klep einn vetur og ári eftir við búnaðarskólann á Stend. Þar stundaði hann bæði bóklegt og verklegt nám og lauk prófi vorið 1918. Sumarið eftir dvaldist hann á fleiri stöðum í Noregi og stundaði verklegt nám. Haustið 1918 fór hann til Danmerkur til framhaldsnáms í búfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1920. Veturinn eftir dvaldi hann í Reykjavík og hlýddi á fyrirlestra í Háskóla Íslands. Árið 1921 dvaldi hann nokkra mánuði í Englandi og Skotlandi og kynnti sér nýjungar í sauðfjárrækt. Haustið 1921 var hann skipaður kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og gengdi því starfi til ársins 1963 er hann hætti vegna aldurs. Árið 1927 fór hann í námsferð um Norðurlönd og dvaldi einnig nokkurn tíma við framhaldsnám í búsvísindum árin 1928 og 1929. Fyrstu árin í kennslu vann hann ýmis önnur verkefni á sumri, var m.a. við mælingar á Flóaáveitusvæðinu og trúnaðarmáður Búnaðarfélags Íslands í Skagafirði og Húnavatnssýslu þar sem hann tók út jarðabætur. Frá því um 1940 hafði Vigfús smábúskap á Hólum. Árið 1932 keypti hann nýbýlið Varmahlíð í Seyluhreppi og hóf sama ár allmikla garðrækt á jörðinni. Hana rak hann í sex og hafði nokkurn annan búskap á jörðinni. Reisti einnig veitingaskála á staðnum og dvaldi þessi sumur í Varmahlíð. Um þetta leyti stóð til að byggja Héraðsskóla í Varmahlíð og var Vigfús þvingaður til að selja jörðina.
Maki (g. 10.08.1935) Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Þau eignuðust 8 börn.

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Ingimar Jónsson (1957-

  • S02232
  • Person
  • 10.05.1957-

Sonur Jóns Stefánssonar verkstæðisformanns á Sauðárkróki og k.h. Petru Gísladóttur.

Guðmundur Þorláksson (1852-1910)

  • S02240
  • Person
  • 22. apríl 1852 - 2. apríl 1910

Guðmundur Þorláksson. ,,Magister í norrænum fræðum frá Háskólanum í Khöfn. Sinnti kennslu og ritstörfum. Vegna heilsuleysis fluttist hann að Frostastöðum 1906 og andaðist þar 1910 hjá Magnúsi bróðursyni sínum. Hann var ókv. og bl."

Rúnar Kristjánsson (1951-

  • S02241
  • Person
  • 15.11.1951-

Guðmundur Rúnar Kristjánsson er fæddur í Litlateigi á Akranesi. Faðir: Kristján Arnbjörn Hjartarson (1928-2003) verkamaður á Skagaströnd. Móðir: Sigurbjörg Björnsdóttir (1930-1981) verkakona á Skagaströnd.
Rúnar er ..húsasmiður og skáld, búsettur á Skagaströnd. Hefur starfað mikið að félagsmálum, birt fjölda greina og ljóða í blöðum og tímaritum."

Björn Pétursson (1867-1953)

  • S02242
  • Person
  • 04.10.1867-13.05.1953

Björn Pétursson fæddist 4. október 1867 á Sléttu. Faðir: Pétur Jónsson (1836-1909) bóndi á Sléttu. Móðir: Björg Stefánsdóttir (1832-1912) húsfreyja.
Björn kvæntist Dóróteu Friðriku Jóelsdóttur (1874-?) árið 1892. "Þau hjón reisa hús að Bakka í Fljótum 1895, en vorið 1898 flytja þau að Höfn og 1899 að Stóru-Þverá. Bjuggu þar til 1904, er þau fluttust til Ameríku. Mun fátækt og fleira hafa verið orsök þeirrar farar. Þau fóru með börn sín að undanskildum Pétri, sem varð eftir á Bjarnagili hjá afa sínum og ömmu, Halldóri og Þórönnu. Þegar þau hjón fluttu vestur, verða óefað mikil þáttaskil í lífi þeirra. Þau eru búsett þar í 26 ár, og vann Björn við póststörf að undanskildum 3 árum, er hann vann að hernaðarstörfum í Bretlandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar bilaði heilsa Björns. ... Var hann sæmdur heiðursmerki fyrir vel og prúmannlega unnin skyldustörf. Þjóðhátíðarárið 1930 kom Björn heim, og nú skyldi Ísland ei kvatt öðru sinni. ... En síðustu 8 ár ævi sinnar átti hann heimili hjá hjónunum Guðrúni Halldórsdóttur, er var hálfsystir konu hans, og manni hennar, Júlíusi Geirssyni að Móskógum. Þar lést hann ... og var jarðsettur að Barði." Saman áttu Björn og Dórótea átta börn en Dórótea lést í Ameríku.
Íslendingabók segir að þau hafi flutt til Vesturheims 1904 og að Björn hafi verið í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Birgir Örn Hreinsson (1961-

  • S02246
  • Person
  • 25.10.1961

Sonur Hreins Þorvaldssonar og Guðrúnar Þrúðar Vagnsdóttur. Ökukennari á Sauðárkróki.

Vigdís Gunnarsdóttir Blöndal (1963-

  • S02248
  • Person
  • 12. apríl 1963

Dóttir Gunnars Flóventssonar Blöndal og Halldóru Hafdísar Karenar Hallgrímsdóttur frá Siglufirði.

Ragnar Pálsson (1972-

  • S02272
  • Person
  • 10.08.1972-

Sonur Páls Ragnarssonar tannlæknis á Sauðárkróki og Margrétar Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings. Kjötiðnaðarmaður á Sauðárkróki.

Hannes Hannesson (1893-1958)

  • S02276
  • Person
  • 13. jan. 1893 - 14. jan. 1958

Sonur Hannesar Hannessonar b. á Daufá og k.h. Kristjönu Kristjánsdóttur. Bóndi á Daufá, sambýliskona hans frá 1936 var Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir frá Hring í Stíflu. Þórunn hafði áður verið tvígift og misst menn sína báða, hún átti tíu börn úr fyrri samböndum.

Þorsteinn Sævar Jensson (1958-1994)

  • S02283
  • Person
  • 2. júlí 1958 - 15. feb. 1994

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari í Borgarnesi.

Ingibjörg Jósafatsdóttir (1940-

  • S02289
  • Person
  • 13.05.1940-

Foreldrar: Jónanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofsósi og Jósafat Sigfússon frá Gröf á Höfðaströnd. Kvæntist Sveini M. Friðvinssyni, þau eignuðust þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Svava Svavarsdóttir (1950-

  • S02290
  • Person
  • 14.09.1950-

Foreldrar: Svavar Ellertsson frá Holtsmúla og Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Eyrarbæ á Sauðárkróki.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Páll Þorgrímsson (1895-1969)

  • S002294
  • Person
  • 09.03.1895-28.06.1969

Páll Þorgrímsson, f. 09.03.1895, d. 28.06.1969. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Páls lést þegar Páll var fimm ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1922. Stundaði síðan vinnumennsku og lausamennsku á ýmsum stöðum næstu árin en vorið 1928 réðst hann í Hóla og vann á búinu. Árið 1930 tók hann svo við ráðsmennsku á Hólabúinu og gegndi því um fjögurra ára skeið. Vorið 1935 kvæntist hann Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal og hófu þau búskap þar sama ár og bjuggu óslitið til ársins 1969. Páll sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1954-1958, sýslunefndarmaður 1957-1969, gjaldkeri Sjúkrasamlags Hólahrepps um hríð og deildarstjóri Hóladeildar K.S um langt skeið. Páll og Dagbjört eignuðust ekki börn en tóku þrjú fósturbörn.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Eysteinn Árnason (1923-2012)

  • S02296
  • Person
  • 06.09.1923-20.11.2012

Eysteinn Árnason fæddist 6. september 1923 á Nunnuhóli, sem var hluti jarðarinnar Möðruvalla í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar Eysteins voru Árni Björnsson, kennari á Akureyri og Jónína Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir og leikkona. Hinn 28. desember 1948 kvæntist Eysteinn Önnu Valmundardóttur, þau eignuðust tvo syni. ,,Eysteinn tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði auk þess tungumálanám meðfram vinnu í kvöldskólum. Hann dvaldi í Svíþjóð árið 1947 við nám í almennum verksmiðjurekstri með sælgætisframleiðslu sem sérsvið og vann sem stjórnandi framleiðslu hjá Nóa-Síríusi hf. til ársins 1956. Þá fluttist hann til Akureyrar og tók við starfi hjá Lindu hf. og stofnaði m.a. fyrirtækið Ískex hf., en sú vara er enn á íslenskum markaði. Var framkvæmdastjóri Sana hf. 1965-1969. Árið 1971 stofnaði Eysteinn innflutningsfyrirtækið E. Árnason & Co hf., sem hann rak til starfsloka. Áhugamál Eysteins voru fjölmörg, hann var í stjórn Lionsklúbbs Akureyrar, sat mörg ár í stjórn Félgs íslenskra stórkaupmanna og hlaut gullmerki FÍS að loknu starfi. Var um áraraðir félagi í karlakórnum Geysi og um áratuga skeið virkur félagi í Frímúrarareglunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstöðum."

Árni Björnsson (1894-1966)

  • S02297
  • Person
  • 24. jan. 1894 - 29. apríl 1966

Bóndi og kennari á Stóru-Brekku í Möðruvallasókn í Eyjafirði 1930. Seinna kennari á Akureyri. Kvæntist Jónínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, húsmóður og leikkonu, þau eignuðust tvö börn.

Gísli Páll Sigmundsson (1851-1927)

  • S02302
  • Person
  • 23. júlí 1852 - 31. mars 1927

Gísli Páll Sigmundsson fæddist 23. júlí 1851 á Ljótsstöðum í Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Ljótsstöðum. ,,Hann sigldi til Danmerkur og nam trésmíði, hann smíðaði meðal annars fyrstu taðkvörnina og plóg. Bóndi á Ljótsstöðum 1890-1914. Á búskaparárum sínum á Ljótsstöðum gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hrepp sinn." Gísli kvæntist árið 1889 Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur (1854-1939) frá Miklabæ. Hún hafði áður verið gift Páli, bróður Gísla, en hann dó árið 1884. Gísli og Friðrika áttu eina dóttur saman en Friðrika hafði eignast aðra dóttur með Páli.

Jón Þorlákur Ágúst Sigmundsson (1856-1887)

  • S02303
  • Person
  • 18. ágúst 1856 - 31. des. 1887

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Ágúst fæddist 18. ágúst 1856. Samkvæmt manntali var hann á Ljótsstöðum 1870. Flutti svo til Siglufjarðar 1879 og þaðan til Raufarhafnar þar sem hann starfaði sem verslunarþjónn. Er skráður sem verslunarmaður á Seyðisfirði 1885-87. Réði sig til faktors í Keflavík árið 1887. Virðist hafa drukknað þar.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

  • S02323
  • Person
  • 23. nóv. 1941-

Guðbrandur Þorkell er fæddur í Ólafsvík 23. 11.1941. Giftur Droplaugu Þorsteinsdóttur. Starfaði lengi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Býr nú í Reykjavík.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

  • S02493
  • Person
  • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Ásmundur Þorsteinsson (1944-2013)

  • S02351
  • Person
  • 1. jan. 1944 - 13. sept. 2013

Ásmundur fæddist í Móakoti í Norðfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson sjómaður og Sigríður Elíasdóttir húsmóðir. Ásmundur stundaði sjómennsku og fékk skipstjórnarréttindi frá Sjómannaskólanum 1966. Hann lauk svo prófi í rennismíði 1976. Árið 1996 hóf hann störf við Verkmenntaskóla Austurlands og gegndi því starfi til vorsins 2013 þegar hann lét að störfum vegna aldurs. Ásmundur kvæntist Hildi B. Halldórsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Vilhjálmur Jónasson (1935-

  • S02368
  • Person
  • 22. júní 1935-

Vilhjálmur er minkaveiðimaður og bóndi á Sílalæk í Aðaldal. Kona hans er Sigrún Baldursdóttir.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Niðurstöður 5441 to 5525 of 6495