Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Eysteinn Árnason (1923-2012)

  • S02296
  • Person
  • 06.09.1923-20.11.2012

Eysteinn Árnason fæddist 6. september 1923 á Nunnuhóli, sem var hluti jarðarinnar Möðruvalla í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar Eysteins voru Árni Björnsson, kennari á Akureyri og Jónína Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir og leikkona. Hinn 28. desember 1948 kvæntist Eysteinn Önnu Valmundardóttur, þau eignuðust tvo syni. ,,Eysteinn tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði auk þess tungumálanám meðfram vinnu í kvöldskólum. Hann dvaldi í Svíþjóð árið 1947 við nám í almennum verksmiðjurekstri með sælgætisframleiðslu sem sérsvið og vann sem stjórnandi framleiðslu hjá Nóa-Síríusi hf. til ársins 1956. Þá fluttist hann til Akureyrar og tók við starfi hjá Lindu hf. og stofnaði m.a. fyrirtækið Ískex hf., en sú vara er enn á íslenskum markaði. Var framkvæmdastjóri Sana hf. 1965-1969. Árið 1971 stofnaði Eysteinn innflutningsfyrirtækið E. Árnason & Co hf., sem hann rak til starfsloka. Áhugamál Eysteins voru fjölmörg, hann var í stjórn Lionsklúbbs Akureyrar, sat mörg ár í stjórn Félgs íslenskra stórkaupmanna og hlaut gullmerki FÍS að loknu starfi. Var um áraraðir félagi í karlakórnum Geysi og um áratuga skeið virkur félagi í Frímúrarareglunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstöðum."

Árni Björnsson (1894-1966)

  • S02297
  • Person
  • 24. jan. 1894 - 29. apríl 1966

Bóndi og kennari á Stóru-Brekku í Möðruvallasókn í Eyjafirði 1930. Seinna kennari á Akureyri. Kvæntist Jónínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, húsmóður og leikkonu, þau eignuðust tvö börn.

Gísli Páll Sigmundsson (1851-1927)

  • S02302
  • Person
  • 23. júlí 1852 - 31. mars 1927

Gísli Páll Sigmundsson fæddist 23. júlí 1851 á Ljótsstöðum í Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Ljótsstöðum. ,,Hann sigldi til Danmerkur og nam trésmíði, hann smíðaði meðal annars fyrstu taðkvörnina og plóg. Bóndi á Ljótsstöðum 1890-1914. Á búskaparárum sínum á Ljótsstöðum gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hrepp sinn." Gísli kvæntist árið 1889 Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur (1854-1939) frá Miklabæ. Hún hafði áður verið gift Páli, bróður Gísla, en hann dó árið 1884. Gísli og Friðrika áttu eina dóttur saman en Friðrika hafði eignast aðra dóttur með Páli.

Jón Þorlákur Ágúst Sigmundsson (1856-1887)

  • S02303
  • Person
  • 18. ágúst 1856 - 31. des. 1887

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Ágúst fæddist 18. ágúst 1856. Samkvæmt manntali var hann á Ljótsstöðum 1870. Flutti svo til Siglufjarðar 1879 og þaðan til Raufarhafnar þar sem hann starfaði sem verslunarþjónn. Er skráður sem verslunarmaður á Seyðisfirði 1885-87. Réði sig til faktors í Keflavík árið 1887. Virðist hafa drukknað þar.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

  • S02323
  • Person
  • 23. nóv. 1941-

Guðbrandur Þorkell er fæddur í Ólafsvík 23. 11.1941. Giftur Droplaugu Þorsteinsdóttur. Starfaði lengi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Býr nú í Reykjavík.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

  • S02493
  • Person
  • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Ásmundur Þorsteinsson (1944-2013)

  • S02351
  • Person
  • 1. jan. 1944 - 13. sept. 2013

Ásmundur fæddist í Móakoti í Norðfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson sjómaður og Sigríður Elíasdóttir húsmóðir. Ásmundur stundaði sjómennsku og fékk skipstjórnarréttindi frá Sjómannaskólanum 1966. Hann lauk svo prófi í rennismíði 1976. Árið 1996 hóf hann störf við Verkmenntaskóla Austurlands og gegndi því starfi til vorsins 2013 þegar hann lét að störfum vegna aldurs. Ásmundur kvæntist Hildi B. Halldórsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Vilhjálmur Jónasson (1935-

  • S02368
  • Person
  • 22. júní 1935-

Vilhjálmur er minkaveiðimaður og bóndi á Sílalæk í Aðaldal. Kona hans er Sigrún Baldursdóttir.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jón Steingrímsson (1928-2011)

  • S02372
  • Person
  • 20. mars 1928 - 9. des. 2011

Jón fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1928. Foreldrar hans voru hjónin Lára Margrét Árnadóttir og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948. Var eitt ár í verkfræðinámi við Háskóla Íslands, en fór síðan til náms í vélaverkfræði við Worcester Polytecnhnic Instetute í Massachusetts í Bandaríkjunum og síðan við Massachusetts Instetude Technology, M.I.T. og lauk M.Sc.- prófi þaðan 1954. Um tveggja ára skeið starfaði Jón í Stálsmiðjunni. Frá 1955 - 1966 var hann deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, uns Landsvirkjun var stofnuð, að hann flutti sig þangað. Um miðjan áttunda áratuginn vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og lauk starfsferli sínum þar. Jón kvæntist árið 1950, Sigríði Löve frá Ísafirði, foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jónsdóttir og Sophus Carl Löve. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Svavar Sigmundsson (1939)

  • S0
  • Person
  • 1939

Svavar fæddist árið 1939. Stúdent frá ML 1958 .Kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni. Var skipaður forstöðumaöur Örnefnastofnunar Íslandsstil fimm ára. Cand.mag. í íslenskum fræðum frá HÍ. Lektor við HÍ .Rannsóknarprófessor. Ritstörf : Orðabók um slangur, slettur, bannorð, Íslensk samheitaorðabók ofl.

Ingibjörg Hauksdóttir (1939-

  • S02375
  • Person
  • 19. júní 1939-

Ingibjörg er eiginkona Hannesar Péturssonar skálds, þau eiga einn son.

Þóra Sigurðardóttir (1920-2001)

  • S02389
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 9. sept. 2001

Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, skáld og bóndi á Arnarvatni og k.h. Sólveig Hólmfríður Pétursdóttir. Þóra giftist Jóni Kristjánssyni, bónda og starfsmanni Kísiliðjunnar hf. ,,Þóra var húsfreyja á stóru heimili á Arnarvatni í hálfa öld þar sem hún gekk í öll störf, innan heimilis sem utan. Þóra söng í kirkjukór Skútustaðakirkju frá 1946 og sá um bréfhirðingu á Arnarvatni í aldarþriðjung."

Ingibjörg Björnsdóttir (1918-2014)

  • S02384
  • Person
  • 20. nóv. 1918 - 28. feb. 2014

Ingibjörg var fædd á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1918. Dóttir hjónanna Björns Helga Guðmundssonar bónda og konu hans Dýrólínu Jónsdóttur kennara. ,,Ingibjörg stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1940-1941 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1944. Eiginmaður Ingibjargar var Jónas Guðjónsson kennari, þau eignuðust fimm börn. Jónas og Ingibjörg ráku á heimili sínu Smábarnaskóla Laugarness ásamt Teiti Þorleifssyni kennara 1949-1958. Hún kenndi við Laugarnesskóla 1957-1961, við Laugalækjarskóla frá 1962-1968 og Laugarnessskóla 1969-1986."

Kristinn Bjarni Jóhannsson (1942-

  • S02470
  • Person
  • 20. feb. 1942-

Kristinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Baldvinu Bjarnadóttur og Jóhanns Hólm Jónssonar. Er hjartaskurðlæknir. Kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur kennara. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Sigtryggur Þorláksson (1928-

  • S02480
  • Person
  • 5. okt. 1928-

Fyrrum hreppstjóri í Svalbarðshreppi. Kvæntur Vigdísi Sigurðardóttur. Búsettur á Þórshöfn.

Ari Ívarsson (1931-

  • S02421
  • Person
  • 21. júlí 1931-

Frá Melanesi á Rauðasandi. Sonur hjónanna Ingibjargar Júlíönu Júlíusdóttur og Ívars Rósinkrans Halldórssonar bænda þar. Eiginkona Ara er Arnfríður Ásta Stefánsdóttir. Hann er fyrrum ýtumaður á Patreksfirði. Ari skrifaði í Árbók Barðastrandasýslu um vélvæðingu báta, bíla, dráttarvéla og jarðýta.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • S00383
  • Person
  • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Kristján Árnason (1929-2008)

  • S02422
  • Person
  • 14. mars 1929 - 4. feb. 2008

Kristján fæddist á Skarði í Lundareykjardal 14. mars 1929 og ólst upp á Stálpastöðum í Skorradal. Hann var elstur níu barna hjónanna Elínar Sigríðar Kristjánsdóttur og Árna Kristjánssonar. Lengst af bjó fölskyldan á Kistufelli í Lundareykjardal. Kristján var í Ingimarsskóla og lauk þaðan landsprófi. Hann var einn vetur í M.R. og einn vetur í trésmíðanámi á Hólum í Landbroti. Árið 1975 fór hann í smíðavinnu í Sléttuhlíð í Skagafirði. Kristján bjó í Skagfirði upp frá því. Hann byggði sér íbúðarhús og smíðaverkstæði á Skálá. Kristján þótti handlaginn og góður smiður. Hann gaf út tvær ljóðabækur.

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Geir Stefánsson (1915-2004)

  • S02454
  • Person
  • 19. júlí 1915 - 11. júlí 2004

Geir fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður - Múlasýslu. Hann var bóndi og sláturhússtjóri. Geir kvæntist Elsu Ágústu Björgvinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn.

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Knútur Bjarnason (1917-2013)

  • S02431
  • Person
  • 23. maí 1917 - 23. mars 2013

Knútur var fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði 23. maí 1917. Foreldrar hans vorur Bjarni Magnús Guðmundsson og Kristín Margrét Guðmundsdóttir. Knútur ólst upp hjá föður sínum og eiginkonu hans, Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi í tvo vetur. Knútur sótti vorvertíð frá Salvogum og Hrafnabjörgum og var um nokkurt árabil á vertíðum á Akranesi. Búskapurinn, sem var hans aðal áhugamál, var þó aðalstarf hans, en á Kirkjbóli bjó hann alla sína ævi. Knútur naut búskaparins mjög, ekki síst að rækta og bæta landið. Hann hafði einnig næmt auga fyrir ræktun búfjár. Knútur tók mikinn þátt í félagsstarfi í sveitinni; var forðagæslumaður og formaður búnaðarfélags sveitar sinnar um árabil. Hann sat í stjórnum Kaupfélags Dýrfirðinga og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps um hríð. Árin 1954-1958 var hann oddviti Þingeyrarhrepps. Einnig var hann kjötmatsmaður um áratuga skeið. Knútur var ókvæntur og barnlaus.

Helgi Hallgrímsson (1935-

  • S02472
  • Person
  • 11. júní 1935-

Helgi er fæddur í Holti í Fellum, en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1955. Helgi nam líffræði og grasafræði við háskóla í Göttingen og Hamborg 1955-1963. Hann kenndi við Eiðaskóla og M.A. 1957-1969. Helgi var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 og rannsóknarstöðina Kötlu á Arsskógsströnd 1970-1976. Helgi hefur fengist við margskonar rannsóknir á íslenskri náttúru, einkum vatnalífi og sveppaflóru landsins og skrifað kver um þau efni, Sveppakverið og Veröldin í vatninu; hefur einnig ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann stofnaði og stýrði Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi 1969-1980 og Vísindafélagi Norðlendinga 1971-1987. Helgi stofnaði og ritstýrði tímaritinu Týli, tímarit um náttúruvernd og var í ritstjórn Glettings, tímarit um austfirsk málefni.Árið 2005 gaf hann út veglega bók um Lagarfljót.
Hann hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar á ýmsum vettvangi. Hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá 1987.

Orðabók Háskólans (1944-

  • S02637
  • Opinber aðili
  • 1944-

,,Á fundi í háskólaráði hinn 29. september 1944 var samþykkt að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrimælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykkt háskólaráðs markar upphaf starfsemi Orðabókar Háskólans. Í kjölfar hennar var Árni Kristjánsson, síðar menntaskólakennari á Akureyri, ráðinn til orðtöku og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverksins. Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók Háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með fyrstu reglugerð um Orðabók Háskólans árið 1966. Orðabókin var upphaflega til húsa í Aðalbyggingu Háskólans en fluttist þaðan 1969 í Árnagarð við Suðurgötu þar sem hún var til 1991 þegar stofnunin fluttist í núverandi húsnæði á Neshaga 16."

Þórður Tómasson (1921-

  • S02436
  • Person
  • 28. apríl 1921-

Þórður fæddist í Vallatúni undir Eyjafjöllum. Safnvörður á Skógum. Eftir hann liggur fjöldi bóka um íslenskt þjóðlíf fyrri tíma.

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurjón Sæmundsson (1912-2005)

  • S02479
  • Person
  • 5. maí 1912 - 17. mars 2005

Sigurjón fæddist í Lambanesi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sæmundur Jón Kristjánsson útvegsbóndi og Herdís Jónsdóttir húsmóðir og verkakona. Sigurjón missti föður sinn á fjórða ári, þá fór hann til móðursystur sinnar og síðar var hann léttadrengur á ýmsum bæjum milli þess sem hann var hjá móður sinni. Sigurjón fór til Siglufjarðar tólf ára gamall, var þar til sjós og vann í síld. Hann var sextán ára þegar hann flutti til Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum. Þar hóf hann prentnám og festi síðar kaup á Siglufjarðarprentsmiðju. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15 ár. Sigurjón var mikill söngmaður og söng í kórum áratugum saman; söng auk þess einsöng. Hann var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskólans Vísis. Eiginkona Sigurjóns var Ragnheiður Jónsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Borga Jakobson (1918-

  • S02484
  • Person
  • 1918-

Borga er fædd í Kanada. Dóttir hjónanna Indíönu Sveinsdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Eiginmaður Borgu var Bjarki Sigurðsson læknir og einnig alíslenskur. Þau eignuðust átta börn. Indíana var ættuð úr Skagafirði. Indíana flutti ung til Vesturheims.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Vigdís Kristjónsdóttir Bauernhuber

  • S02494
  • Person
  • ?

Vigdís er dóttir Kristjóns Sigurðssonar og Indíönu Sveinsdóttur sem ættuð var úr Skagafirði, en hún flutti ung til Vesturheims. Vigdís er systir Borgu Jakobson. Bræður þeirra voru Ólafur og Sveinn. Indíana var móðursystir Kristmundar. Vigdís giftist Joseph Bauernhuber og eignuðust þau þrjú börn.

Steinunn Jónsdóttir Inge (1874- 1974)

  • S02505
  • Person
  • 1874- 1974

Foreldrar Steinunnar voru Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir Syðstu -Grund í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar fæddist Steinunn. Var í vist á bænum Garði í Hegranesi 1889-1891. Fór til Kanada árið 1893.

Sigurbjörg Benónýsdóttir (1890-1977)

  • S02503
  • Person
  • 1890-1977

Sigurbjörg fæddist á Sæunnarstöðum í Hallárdal, í Austur - Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Andrésdóttir og Benóný Ólafsson. Árið 1935 flutti hún til Reykjavíkur, en þar vann hún lengst af við aðhlynningu gamals og lasburða fólks sem bjó heima. Síðustu árin var hún á elliheimilinu í Hveragerði og Grund þar sem hún lést.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir (1898-1985)

  • S02502
  • Person
  • 1898-1985

Sigurlaug fæddist í Háagerði í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Sveinsson og Björg Björnsdóttir. Eiginmaður Sigurlaugar var Jónas Þorbergsson fyrrum útvarpsstjóri. Þau eignuðust tvö börn, Björgu og Jónas.

Sigurjón Jónasson (1877-1959)

  • S02516
  • Person
  • 9. mars 1877 - 10. nóv. 1959

Sigurjón fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir bændur á Hólakoti á Reykjaströnd. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1903-1922 og á Skefilsstöðum á Skaga 1922-1953, bjó áfram á Skefilsstöðum hjá syni sínum. Sigurjón kvæntist Margréti Stefánsdóttur frá Daðastöðum og eignuðust þau fimm syni.

Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (1919-2011)

  • S02521
  • Person
  • 15. nóv. 1919 - 3. sept. 2011

Sigríður fæddist í Reykjavík. Hún var kennari frá Kennaraskólanum og síðar prófessor í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún var einnig með doktorsgráðu í menntasálfræði. Sigríður veitti forstöðu fyrstu alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Hún skrifaði bækurnar Gömlu dansarnir - brot úr íslenskri menningarsögu og Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Hún giftist Hjörleifi Baldvinssyni - þau eignuðust þrjú börn.

Ögmundur Jónasson (1948-

  • S02527
  • Person
  • 17. júlí 1948-

Ögmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónas B. Jónsson og Guðrún Ö. Stephensen. Ögmundur er kvæntur Valgerði Andrésdóttur.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

  • S02109
  • Félag/samtök
  • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Þuríður Kristjánsdóttir (1921-1991)

  • S01812
  • Person
  • 9. jan. 1921 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þuríður stundaði nám í Laugaskóla 1940-1942. Árið 1943 kvæntist Þuríður Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá. Þau byggðu nýbýlið Varmalæk úr landi Skíðastaða á Neðribyggð og ráku þar saumastofu, gróðurhús og verslun. Gunnar glímdi við hrörnunarsjúkdóm og árið 1954 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur til þess að hann gæti fengið betri læknisþjónustu. Þuríður og Gunnar slitu samvistir árið 1970, þau eignuðust átta börn. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur vann hún í mörg ár sem gangbrautarvörður við Langholtsskólann og síðan á barnaheimili í Kópavogi. Þuríður var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og söng einnig í Drangeyjarkórnum, hún var mjög virk í öllu kórastarfi. Seinni sambýlismaður Þuríðar var Jóhann Jóhannesson frá Reykjum í Tungusveit, hann lést árið 1982.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jón Guðmundsson (1857-1940)

  • S02774
  • Person
  • 23. mars 1857 - 8. sept. 1940

Jón Guðmundsson, f. á Hömrum 23.03.1857. Foreldrar: Guðmundur Hannesson bóndi á Hömrum og kona hans María Guðrún Ásgrímsdóttir. Jón var bóndi á Fremri-Kotum 1883-1884, á Hömrum 1884-1919. Fluttist þá með Jóel syni sínum að Ökrum og átti þar heima til æviloka. Maki: Katrín Friðriksdóttir (1857-1930) frá Borgargerði í Norðurárdal. Þau eignuðust 4 börn.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Agner Francisco Kofoed Hansen

  • S03555
  • Person
  • 1869-1957

Anger Fransisco Kofoed Hansen fæddist í Danmörku árið 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda, bæði frá Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Hann lést í Reykjavík árið 1957.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Niðurstöður 5441 to 5525 of 6397