Showing 8543 results

Archival descriptions
File English
Print preview Hierarchy View:

68 results with digital objects Show results with digital objects

Ágrip úr sögu kvenfélaga í Skagafirði

Á meðal gagna eru handskrifuð og vélrituð blöð með sögu kvenfélaganna í Skagafirði, stofnár þeirra og starfsemi og fjölritað hefti með forsíðu þar sem stendur "Samtök Skagfirzkra Kvenna 100 ára, 7.júlí 1869-7.júlí 1969. Í safninu er einnig vélritað bréf, dagsett 17.11.1968 frá Kristmundi Bjarnasyni til Pálu Pálsdóttur um kvennaskólamál í Skagafirði. Einnig eru handskrifaðar athugasemdir, líklega Kristmundar og listi með heimildum. Vélrituð skjöl með ágrip sögu hins Skagfirzka Kvenfélags (ódagsett og án ártals). Vélritað ágrip af sögu Kvenfélags Sauðárkróks, dags.9.5.1969. Öll skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ágrip af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna

Pappírshefti, heftað saman á langhlið með ágripi af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna frá stofun sambandsins í tilefni 40 ára afmælis sambandsins sem var 1983. Forsíðan og bakhlið heftsins er í gulum lit, hvít blöð þar á milli. Forsíðan er myndskreytt með merki S.S.K og ártalinu 1943 en ekki dagsett, bakhliðin er án skreytingar og texta. Ágripið um sögu S.S.K. er eftir Pálu Pálsdóttur einnig er í heftinu afmælisljóð og vísur eftir Emmu Hansen, Guðfinnu Gísladóttur og Hólmfríði Jónasdóttur, einnig er texti eftir Kristbjörgu S. Bjarnadóttur frá Litlu-Brekku sem heitir "Minningabókin" og er um starfsemi S.S.K.
Heftið í góðu ásigkomulagi .

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Afsöl

Afsöl, bæði vegna bifreiða. Með liggja skuldabréf og yfirlitsblað úr banka.
Alls 4 blöð.
Ástand skjalanna er gott.

Tónlistarskóli Skagafjarðar (1999-)

Afrit af bréfum Tónlistarskólans til ýmissa viðtakenda

Afrit af bréfum Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu til ýmissa aðila.
18 handskrifuð bréf frá árunum 1977-1979 sem undirrituð eru af Heiðmari Jónssyni.
55 vélrituð bréf frá árunum 1979-1981 sem undirrituð eru af Knúti Ólafssyni og Ófeigi Gestssyni. Ófeigur virðist hafa verið formaður skólanefndar skólans.
Ástand skjalanna er gott.

Tónlistarskóli Skagafjarðar (1999-)

Afmælisrit

Afmælisrit Sambands skagfirskra kvenna, 100 ára afmælisrit Samtaka skagfirzkra kvenna og 80 ára afmælisrit Sambands norðlenskra kvenna.

Afmæliskveðja

Afmæliskveðja í bundnu máli frá SSK til Kvenfélagasambands Suður-Þingeyjarsýslu er það varð 100 ára árið 2005. Kvæðið er eftir Ingibjörgu Jóhannesdóttur, Mið-Grund.

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen frá Sauðá sem hún virðist hafa ritað að mestu sjálf. Með fylgja eftirmál eftir barnabarn hennar, Björgvin Brynjólfsson frá Skagaströnd.

Björgvin Brynjólfsson

Ættfræði

Minnisgreinar v/ætta sem standa að ritaranum Pálma Péturssyni kaupmanni á Sauðárkróki. Minnisblöð varðandi ísl. forsögur, þ.á.m. um ættir landnámsmanna í Skagafirði o.fl. svo sem ræður og drög að tölum e. Pálma Ehdr.

"Aðsendur draumur sannleiksins ..."

Hluti af umfjöllun um Norðra sem sögumaður virðist bendla höfðingjana við. Annars er fjallað almennt fjallað um villu Íslendinga á vegum syndarinnar og fjallað um dýr drottins.

Results 8246 to 8330 of 8543