Ungmennafélagið Framför: skjalasafn
- IS HSk N00525
- Safn
- 1941-1999
Safn sem afhent var af Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur sem hafði umsjón með Félagsheimilinu Árgarð þegar afheningin fór fram, skjalamyndarar voru formenn Ungmennafélagsins Framfarar tímabilið 1941-1999. Safnið voru alls 9 öskjur og samanstóð af innbundnum fundagerðarbókum, höfuð- og færslubókum. 1 ljósmynd var í safninu, hún var skönnuð inn og tengd við safnið undir almenn erindi og bréf. Mikið af forprentuðum og handskrifuðum skýrslum, eyðublöðum, einnig vélrituðum og útprentuðum skjölum. Mikið safn af fylgigögnum bókhalds voru varðveitt í gömlum umslögum og var það safn gróflega flokkað og umslögin grisjuð úr safninu.
Talsvert er af skjölum er varða fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum á félagsheimilinu Árgarði, sundlauginni og gögn er varða uppbyggingu á íþróttavelli á Steinsstöðum. Erindi og bréf frá ÍSÍ, UMFÍ og sérstaklega frá UMSS um íþróttamót, fundi og annað því tengt.
Grisjað var úr safninu tvítök, auglýsingabæklingar, handbækur frá utanaðkomandi félögum og samtökum.
Umslög, skýrsluform, auð blöð, ársskýrslur UMSS 1982-83 og 89, félagatal og tilkynning til félaga.
Listi yfir aðstandendur nemenda Réttarholtsskóla var fjarlægt, hluti af fréttabréfi UMSS 2. tbl.1991 á því voru bankaupplýsingar einstaklings. Launatöflur, 3 plastkilir og plastvasi í A4 stærð.
Ungmennafélagið Framför (1905-)