Kaupsamningur Upprekstrarfélags Staðarfjalla á Reynistaðarafrétt árið 1898. Bréfið er líklega eftirrit af upprunalega kaupsamningnum en samningurinn er dagsettur 28.03.1898 á Hafsteinsstöðum.
Í samningnum segir "Afréttarfélagið er: allur Staðarhreppur, allir Rípurhreppur að undanteknu Eyhildarholti, af Seyluhreppi Langholtið fram að Litlu-Seylu að henni meðtaldri, Geldingarholt, holtskot, Fjall, Vatnskarð og Elvogar innan sama hrepps, af Sauðárhreppi allir bæir í Borgarsveit."
Einnig fylgir frumvarp til reglugjörðar fyrir notkun Staðarafréttar, skyldum og réttindum sem eign þeirri fylgir.
Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.
Upprekstrarfélag StaðarafréttarAskjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.
Ungmennafélagið Æskan (1905-)Ein hreppsbók frá árunum 1836-1870. Innbundin og nokkuð heilleg, en skítug af sót.
Staðarhreppur (1700-1998)Harðspjalda handskrifuð bók um stofnfund félagsins. Bókin er í ágætu ástandi en einhvað blettóttar blaðsíður inn við kjöl en ekki ryð.
Skógræktarfélag StaðarhreppsFundagerðabók sáttanefndar Reynistaðar- og Stóru-Seylu sáttaumdæmis frá 1903-1936. Í nefndinni hafa yfirleitt setið prestur og hreppstjóri af svæðinu.
Sáttanefnd Reynistaðar- og Stóru-Seylu - sáttaumdæmisTvær fundargerðarbækur, innbundnar og handskrifaðar og hafa varðveist mjög vel, sú elsta er síðan 1908. Tölvuútprentað söguágrip í þremur heftum í A4 stærð, gert 2008.
Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)Skjalasafn Jóns Sigurðssonar frá Reynistað. Safnið innheldur bæði hans eigin einkaskjöl og einnig nokkur opinber skjöl frá tíð hans sem hreppstjóri í Staðarhreppi í Skagafjarðarsýslu.
Jón Sigurðsson (1888-1972)Gögn er varða Félagsheimilið Melsgil, Staðarhreppi frá 1961-2000. Ekki er vitað hver skjalamyndari var. Í safninu er afsöl og lóðarleigusamningur frá óðalsbændum á Reynistað um lóðina undir félagsheimilið. Einnig eru skuldabréf og veðbandslausnir fyrir umrædda lóð. Ýmis skjöl, bréf, teikningar og erindi er varða rekstur og eignarhluta í félagsheimilinu auk fylgigögnum bókhalds og skoðanakönnun á meðal hreppsbúa um viðbyggingu við húsið.
Félagsheimilið Melsgil8 forprentaðar og handskrifaðar jarðbótaskýrslur búnaðarfélags Staðarhrepps. Skýrslurnar voru á meðal gagna frá Sjúkrasamlagi Staðarhrepps og voru aðskildar úr því safni.
Búnaðarfélag Staðarhrepps