Auðkenni
Tilvísunarkóði
Titill
Dagsetning(ar)
- 1900-1970 (Creation)
Þrep lýsingar
Umfang og efnisform
Ljósmyndir. Negatívur skannaðar í tif.
Samhengi
Nafn skjalamyndara
Lífshlaup og æviatriði
Kristján fæddist á Sauðárkróki 29. ágúst árið 1900, sonur Hildar Pétursdóttur Eriksen og Magnúsar Guðmundssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Kristján starfaði alla tíð sem verslunarmaður, fyrst hjá Höephnersverslun og verslun Sigurgeirs Daníelssonar en síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem hann starfaði lengst af. Kristján var mikill félagshyggjumaður og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, bæði fyrir Sauðárkrók og eins fyrir ýmis félagasamtök. Sat m.a. í stjórn Sögufélags Skagfirðinga um tíma og í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá 1960 til æviloka. Ungur að árum hóf Kristján ljósmyndagerð og telur safn hans þúsundir mynda. Ánafnaði Kristján Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að ljósmyndum sínum eftir sinn dag og má af því marka hvaða hug hann bar til safnsins. Kristján hafði gott auga fyrir ljósmyndatökum. Hann tók myndir af öllum húsum á Sauðárkróki, fjölda mannamynda tók hann og myndir af ýmsum viðburðum og hátíðum um áratugaskeið. Safn Kristjáns er gríðalega verðmætt fyrir áhugafólk um sögu Sauðárkróks, enda myndefnið fjölbreytt og má í safni hans sjá glöggt þá umbreytingu sem varð á Sauðárkróki frá sveitaþorpi til kaupstaðar. Kristján giftist Sigrúnu M. Jónsdóttur sýslufulltrúa, sem lifði Kristján. Hún var um tíma sett Sýslumaður Skagfirðinga og mun hafa verið fyrsta konan sem gegndi því embætti hér á landi. Hluti mynda Kristjáns eru nú aðgengilegar á myndavef safnsins, eða um 600 ljósmyndir.
Nafn skjalamyndara
Lífshlaup og æviatriði
Sigrún Marta Jónsdóttir fæddist í Stóru-Gröf á Langholti hinn 10. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og kona hans, Jóhanna Guðrún Gísladóttir. Jón var af hinni kunnu Borgarætt. Jóhanna var ættuð úr Laxárdal ytri. Þau hjón fluttust til Sauðárkróks árið 1910. Sigrún giftist 21. júlí 1930 Kristjáni Waldemar Carli Magnússyni verzlunarmanni, f. 29. ágúst 1900 á Sauðárkróki, d. 30. júní 1973. Þau hjón voru barnlaus. Sigrún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. Líklega var Sigrún fyrsta skagfirzka konan, sem gerði skrifstofustörf að ævistarfi sínu. Hún var sýsluskrifari við sýslumannsembættið á Sauðárkróki 1927-1942, og jafnframt fulltrúi. Að minnsta kosti tvívegis var hún settur sýslumaður í veikindaforföllum sýslumanns með bréfi dómsmálaráðuneytisins 29. júní 1931 og aftur 1. júlí 1937. Hún sinnti öllum störfum sýslumanns nema dómarastörfum, hélt manntalsþing og framkvæmdi fógeta- og notarialgerðir. Hún mun fyrst íslenzkra kvenna hafa farið með sýsluvöld. Árið 1942 lét hún af störfum hjá sýslunni og gerðist gjaldkeri og bókari Sauðárkrókshrepps, síðar Sauðárkróksbæjar 1942- 1948 og gjaldkeri sjúkrasamlagsins þar 1942-1968.
Varðveislustaður
Varðveislusaga
Um aðföng eða flutning á safn
Innihald og uppbygging
Umfang og innihald
Einkaskjöl, m.a. tækifæriskort og skeyti, ljóð og lausavísur og ljósmyndir.
Með liggja tveir stimplar frá Sauðárkróksbíó, en þau hjónin ráku bíóið um árabil.
Grisjun, eyðing og áætlun
Viðbætur
Skipulag röðunar
Skilyrði um aðgengi og not
Skilyrði er ráða aðgengi
Skilyrði er ráða endurgerð
Tungumál efnis
- íslenska
Leturgerð efnis
Athugasemdir um tungumál og letur
Umfang og tæknilegar þarfir
Leiðarvísir
Tengd gögn
Staðsetning frumrita
Staðsetning afrita
Tengdar einingar
Athugasemdir
Athugasemd
Ljósmyndirnar í þessu safni komu úr öskju í ljósmyndasafni HSk. sem var án afhendingarnúmers.
Pappírsskjölin komu úr öskjum sem skráðar voru númer 152 og 153 í afhendingarskrá, en engar upplýsingar fylgdu um afhendinguna.
Annað auðkenni
Aðgangsleiðir
Efnisorð
Staðir
Nöfn
Genre access points
Um lýsinguna
Lýsinganúmer
Kennimark stofnunar
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Skráningarstaða
Dates of creation revision deletion
Frumskráning í Atóm 16.05.2022 KSE.
Tungumál
- íslenska