Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. okt. 1889 - 10. ágúst 1972

Saga

Fæddur á Sauðafelli í Dölum. Foreldrar: Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson, prestur á Kvennabrekku, og f.k.h., Steinunn Jakobína Jakobsdóttir. Jakob lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1908, stundaði nám í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi árið 1914. Jakob var kennari við ýmsa skóla í Reykjavík á árunum 1914-20 og við Menntaskólann í Reykjavík 1920-36 og yfirkennari þar. Hann sat lengi í stjórn Sálarrannsóknafélags Íslands. Jakob sendi frá sér ljóðabækurnar Kaldavermsl, 1920, Handan storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939, og Við djúpar lindir, 1957. Þá samdi hann kennslubækur, s.s. Íslenska setningafræði og Íslenska málfræði og tók saman Íslensk-danska orðabók. Jakob þýddi m.a. sum verka Gunnars Gunnarssonar, leikrit eftir Ibsen og Strindberg og óperettur, að ógleymdri Bókinni um veginn, eftir Lao-Tse, ásamt Yngva Jóhannessyni. Jakob var nýrómantískt skáld. Skáldskapurinn var ljóðrænn og átakalítill, sonnettan var hans aðalljóðform en yrkisefnið gjarnan sótt í kyrrð og fegurð íslenskrar náttúru. Hann var því ekki beint barn síns tíma þegar leið á ferilinn. Samt urðu ýmis ljóða hans vel þekkt og oft sungin.
Maki: Helga Þorkelsdóttir kjólameistari, þau eignuðust tvö börn.

Staðir

Sauðafell í Dölum
Kaupmannahöfn
Reykjavík

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02933

Kennimark stofnunar

IS-HSK

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning í Atóm 29.01.2020 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects