Ljótsstaðir í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ljótsstaðir í Skagafirði

Equivalent terms

Ljótsstaðir í Skagafirði

Associated terms

Ljótsstaðir í Skagafirði

8 Authority record results for Ljótsstaðir í Skagafirði

8 results directly related Exclude narrower terms

Albert Þiðriksson (1843-1916)

  • S01789
  • Person
  • 1843 - 14. feb. 1916

Foreldrar: Þiðrik Ingimundarson b. á Sviðningi í Kolbeinsdal og f.k.h. Helga Bjarnadóttir. Albert ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til móðir hans lést 1855, en var léttadrengur í Ljótsstöðum á Höfðaströnd 1855-1858. Þá fór hann til föður síns og vann að búi hans á Sviðningi 1858-1859, síðan smali hjá hjónunum Jóni Árnasyni og Kristrúnu Guðmundsdóttur á Kálfsstöðum í Hjaltdal 1859-1862. Var fermdur hjá þeim árið 1860. Albert var vinnumaður á ýmsum bæjum í Hjaltadal á árunum 1862-1875, eða þar til hann reisti bú á föðurleifð sinni, Bóndi á Sviðningi 1875-1876. Brá þá búi, seldi jörðina fyrir lítið verð og fór vestur um haf með konu sinni og dóttur þeirra nýfæddri. Lánuðu þau hjónin ýmsum fyrir fargjaldi vestur, svo þau áttu aðeins eftir einn dollar af jarðarverðinu er þau komu til Gimli. Settist að í Víðirnesbyggð.

Anna Jónsdóttir (1798-1881)

  • S03053
  • Person
  • 1798 - 5. okt. 1881

Anna Jónsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi árið 1798. Faðir: Jón Þorkelsson (1765-1843), síðast bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja.
Kvæntist árið 1830, Birni Þórðarsyni (1801-1890). Húsfreyja á Ysta-Hóli og Skálá. Þau voru barnlaus.

Benedikt Hugmóður Sigmundsson (1865-1930)

  • S02304
  • Person
  • 26. júní 1865 - 5. júní 1930

Benedikt Hugmóður fæddist 26. júní árið 1865 á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson bóndi og verslunarstjóri á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. ,,Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum. Stundaði nám við búnaðarskólann á Eiðum, útskr. 1886. Var við bústörf og verslunarstörf með föður sínum. Kennari í Viðvíkurprestakalli 1891-94 og 1897-98. Reisti bú í Gröf á Höfðaströnd 1895 á móti tengdaforeldrum sínum og bjó þar til 1896. Bóndi Þúfum í Óslandshlíð 1896-98, Grafargerði 1898-99. Missti þá fyrri konu sína og brá búi. Fluttist úr héraðinu árið 1900 og fékkst eftir það við ýmis störf, aðallega verkstjórn og verslunarstörf. Var frá 1914 til æviloka kaupm. og verslunarm. í Hafnarfirði."
Fyrri kona: Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1900). Þau áttu saman þrjú börn en einungis eitt þeirra komst á legg.
Seinni kona: Pálína Guðmunda Þórarinsdóttir (1867-1933) frá Grásíðu í Kelduhverfi.

Gísli Páll Sigmundsson (1851-1927)

  • S02302
  • Person
  • 23. júlí 1852 - 31. mars 1927

Gísli Páll Sigmundsson fæddist 23. júlí 1851 á Ljótsstöðum í Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Ljótsstöðum. ,,Hann sigldi til Danmerkur og nam trésmíði, hann smíðaði meðal annars fyrstu taðkvörnina og plóg. Bóndi á Ljótsstöðum 1890-1914. Á búskaparárum sínum á Ljótsstöðum gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hrepp sinn." Gísli kvæntist árið 1889 Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur (1854-1939) frá Miklabæ. Hún hafði áður verið gift Páli, bróður Gísla, en hann dó árið 1884. Gísli og Friðrika áttu eina dóttur saman en Friðrika hafði eignast aðra dóttur með Páli.

Jón Þorlákur Ágúst Sigmundsson (1856-1887)

  • S02303
  • Person
  • 18. ágúst 1856 - 31. des. 1887

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Ágúst fæddist 18. ágúst 1856. Samkvæmt manntali var hann á Ljótsstöðum 1870. Flutti svo til Siglufjarðar 1879 og þaðan til Raufarhafnar þar sem hann starfaði sem verslunarþjónn. Er skráður sem verslunarmaður á Seyðisfirði 1885-87. Réði sig til faktors í Keflavík árið 1887. Virðist hafa drukknað þar.

Páll Gísli Sigmundsson (1854-1884)

  • S02307
  • Person
  • 6. maí 1854 - 5. júní 1884

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Verslunarmaður. Kvæntist Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust eina dóttur.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Sigríður Guðbjörg Anna Sigmundsdóttir (1862-1922)

  • S02299
  • Person
  • 9. okt. 1862 - 16. júlí 1922

Faðir: Sigmundur Pálsson, bóndi Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir. Ólst upp á Ljótsstöðum hjá foreldrum sínum.
Giftist Guttormi Vigfússyni alþingismanni frá Geitagerði í Fljótsdal, 23. ágúst 1888. Þau bjuggu í Geitagerði 1894-1928, þau eignuðust átta börn.