Norður-Ísafjarðarsýsla

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Norður-Ísafjarðarsýsla

Equivalent terms

Norður-Ísafjarðarsýsla

Associated terms

Norður-Ísafjarðarsýsla

4 Authority record results for Norður-Ísafjarðarsýsla

4 results directly related Exclude narrower terms

Bjarni Sigurðsson (1889-1974)

  • S03005
  • Person
  • 24. júlí 1889 - 30. júlí 1974

Foreldrar: Sr. Sigurður Stefánsson prestur í Vigur og Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja. Bjarni fór ungur til náms í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi 1907 en sneri aftur heim í Vigur að námi loknu og bjó þar alla tíð síðan. Hann var bóndi þar til tveir synir hans tóku við búi á 6. áratugnum en þau hjónin bjuggu áfram í Vigur. Hann var oddviti hreppsnefndar 1924—1962. Sýslunefndarmaður 1925—1962. Hreppstjóri Ögurhrepps frá 1936. Form. Búnaðarfélags Ögurhrepps 1921—1961 og fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vestfjarða 1923—1961. Í sáttanefnd frá 1926. í stjórn Formannasjóðs N.-Is. í 22 ár. Fulltrúi N.-Ís. á fundum Stéttarsambands bænda 1947—1956. Í stjórn Djúpbátsins h/f frá 1947. Hann var organisti í Ögurkirkju um 20 ára skeið. Maki: Björg Björnsdóttir frá Veðramóti í Gönguskörðum. Þau eignuðust 6 börn.

Páll Ólafsson (1850-1928)

  • S02940
  • Person
  • 20. júlí 1850 - 11. nóv. 1928

Fæddur í Stafholti. Foreldrar: Ólafur Pálsson (1814-1876) alþingismaður og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (1820-1899) húsmóðir. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1871. Árið 1873 var hann vígður aðstoðarprestur hjá föður sínum á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875-1876. Gerðist síðan aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestbakka (ásamt Stað) 1880. Prestur í Vatnsfirði 1900-1928. Prófastur í Strandaprófastdæmi 1883-1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906-1927. Alþingismaður Strandamanna 1886-1892. Maki: Arndís Pétursdóttir Eggertz (1858-1937) húsmóðir. Þau eignuðust 13 börn.

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.