Vestmannaeyjar

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Vestmannaeyjar

Equivalent terms

Vestmannaeyjar

Associated terms

Vestmannaeyjar

42 Authority record results for Vestmannaeyjar

42 results directly related Exclude narrower terms

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Kristín Linnet (1927-

  • S01260
  • Person
  • 24. júní 1927

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Kvæntist Sigurði Óskari Jónssyni bakarameistara í Reykjavík.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

  • S03421
  • Person
  • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Baldur Ólafsson (1911-1988)

  • S03002
  • Person
  • 2. ágúst 1911 - 27. des. 1988

Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans, Lilja Haraldsdóttir. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir. Ólst upp á Hofsósi en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1922, þar sem hann gekk í unglingaskóla og síðan til Vestmannaeyja árið 1927. Þar störfuðu þeir feðgar við póststörf til 1930. Það ár réðst Baldur í Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Vann þar sem ritari, gjaldkeri og útibússtjóri frá árinu 1953. Hann gegndi því starfi til 1968 að hann tók við útibústjórastörfum í Kópavogi. Tók einnig virkan þátt í félagslífi, ma. í Oddfellowreglunni. Var vararæðismaður Norðmanna í Eyjum. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir frá Kiðabergi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 3 börn en fyrir átti Jóhanna eina dóttur.

Bjarni Eggert Eyjólfur Linnet (1925-2013)

  • S01262
  • Person
  • 1. september 1925 - 6. september 2013

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Póst- og símastjóri í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og síðast í Kópavogi. Afreksmaður í frjálsum íþróttum og skák.

Eggert Arnórsson (1900-1982)

  • S03020
  • Person
  • 7. sept. 1900 - 8. sept. 1982

Fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum. Foreldrar: Ragnheiður Eggertsdóttir og Arnór Árnason, prestur á Felli í Kollafirði og Hvammi í Laxárdal. Um 4 ára aldur flutti Eggert með fjölskyldu sinni að Hvammi í Laxárdal og ólst þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi 1921. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og stundaði eftir það búskap um skeið en fluttist svo til Vestmannaeyja og gerðist reikningshaldari. Síðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aflaði sér réttinda sem löggiltur endurskoðandi og hafði endurskoðun reikningar og skattskýrslugerð að aukastarfi.
Maki 1: Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Þau skildu eftir stutta samveru.
Maki 2: Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir. Þau áttu einn son. Þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Maki 3: Stefanía Benónýsdóttir (1917-1972). Þau eignuðust þrjú börn.

Elísabet Lilja Linnet (1920-1997)

  • S01265
  • Person
  • 1. nóvember 1920 - 8. september 1997

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Húsfreyja í Reykjavík.

Friðrik Þorsteinsson (1873-1957)

  • S02924
  • Person
  • 4. apríl 1873 - 28. jan. 1957

Skrifari í Vestmannaeyjum 1917-1935. Síðar reykhúseigandi í Reykjavík.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

  • S02179
  • Person
  • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Gísli Halldórsson Kolbeins (1926-2017)

  • S01526
  • Person
  • 30. maí 1926 - 10. júní 2017

Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

Guðbjörg Benjamínsdóttir (1935-2020)

  • S02630
  • Person
  • 18. maí 1935 - 23. okt. 2020

Guðbjörg Benjamínsdóttir fæddist á Hellissandi 18. maí 1935. Guðbjörg fór í Hús­mæðraskóla á Löngu­mýri í Skagaf­irði og út­skrifaðist þaðan 1955. Hún gift­ist Vil­helm Þór Júlí­us­syni, f. og bjuggu þau sér heim­ili í Vest­manna­eyj­um og síðar meir í Breiðholt­inu, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Guðni Friðriksson (1928-1963)

  • S01736
  • Person
  • 29.08.1928-22.03.1963

Guðni Kristján Hans Friðriksson, f. 29.08.1928, d. 22.03.1963. Sonur Friðriks Ingvars Stefánssonar b. í Nesi í Flókadal, síðar búsettur á Siglufirði og fyrri konu hans, Guðnýjar Kristjánsdóttur. Móðir hans lést rúmum 10 dögum eftir að hann fæddist. Fósturforeldrar: Ásgrímur Halldórsson og Ólöf Konráðsdóttir á Tjörnum í Sléttuhlíð. Frá 12 ára aldri var hann fóstraður í Víðinesi í Hjaltadal, fluttist þaðan til Vestmannaeyja árið 1947. Drukknaði af mótorbátnum Erlingi IV, Ve 45. Ókvæntur og barnlaus.

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson (1903-1978)

  • S02929
  • Person
  • 28. sept. 1903 - 18. nóv. 1978

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Starfaði sem lögmaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, um tíma bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Þau eignuðust 2 börn.
Maki 2: Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3: Þóra Emilía María Júlíusdóttir Havsteen húsfreyja. Þau skildu.

Hans Ragnar Linnet (1924-2002)

  • S01261
  • Person
  • 31. maí 1924 - 23. maí 2002

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet.

Haraldur Sigurðsson (1876-1943)

  • S03317
  • Person
  • 18.10.1876 - 18.09.1943

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Haraldur fæddist í Háamúla í Rangárvallasýslu. Haraldur var með foreldrum sínum í æsku að Háamúla og Butru í Fljótshlíð. Hann hóf nám í Möðruvallaskóla haustið 1894 og gekkst undir burtfararpróf frá skólanum vorið 1896. Hann var kaupmaður, sjómaður og trésmiður. Hann var síðast kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og bjuggu þau í húsinu Sandi í Vestmannaeyjum.

Heiðbjört Óskarsdóttir (1919-1992)

  • S01528
  • Person
  • 4. feb. 1919 - 5. ágúst 1992

Fædd í Aðaldal. Var í Kvennaskólanum á Laugum 1939-1940 þar sem hún kynntist Vilhjálmi Hallgrímssyni manni sínum. Árið 1943 flutti hún til Vestmannaeyja þar sem Vilhjálmur stundaði nám í húsasmíði. 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og voru þar búsett síðan. Á Sauðárkróki vann hún við verslunarstörf, átti og rak Hannyrðabúðina á Sauðárkróki ásamt Sigríði Stefánsdóttur. Hildur og Vilhjálmur eignuðust tvö börn.

Helga Pálmey Benediktsdóttir (1902-1970)

  • S01205
  • Person
  • 6. apríl 1902 - 18. september 1970

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Húsfreyja í Godthaab, Vestmannaeyjum 1930. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Hermanni Benediktssyni.

Henrik Adólf Kristjánsson Linnet (1919-2014)

  • S01264
  • Person
  • 21. júní 1919 - 6. júní 2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Héraðslæknir í Bolungarvík, síðar læknir í Reykjavík.

Herdís Þorsteinsdóttir (1893-1968)

  • S03032
  • Person
  • 30. ágúst 1893 - 23. nóv. 1968

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir í Vík í Haganesvík. Maki: Jóhann P. Jónsson. Þau eignuðust tvo syni. Þau bjuggu í Vestamannaeyjum en fluttust að Vík í Haganesvík árið 1933. Seinna fluttust þau til Siglufjarðar.

Hrefna Sigmundsdóttir (1922-2013)

  • S03180
  • Person
  • 21.02.1922-16.04.2013

Hrefna Sigmundsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1922 og lést 16. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg. Fósturforeldrar Hrefnu voru Páll Bjarnason skólastjóri, f. 26. júní 1884, , og kona hans Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. júlí 1889. Hrefna var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var á níunda árinu. Maður Hrefnu var Karl Guðmundsson verkstjóri, kjötmatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1907, d. 11. september 1993. Börn þeirra:

  1. Páll Karlsson trésmiður, f. 25. apríl 1958. Kona hans er Elva Önundardóttir.
  2. Guðmundur Dýri Karlsson verktaki, rekur fyrirtækið Fasteignaviðhald, f. 3. janúar 1959. Kona hans er Magnea Þuríður Ingvarsdóttir.
  3. Sigrún Sif Karlsdóttir kennari, f. 31. júlí 1964. Maður hennar er Már Guðlaugsson.
    Hún var fósturbarn Dýrfinnu Gunnarsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar skólastjóra 1934 og síðar. Eftir lát Páls 1938 fluttust Dýrfinna og Hrefna í til Reykjavíkur, bjuggu í fyrstu í Skerjafirði, fluttu 1946 að Sundlaugarvegi 7 .

Jens Sigurður Ólafsson (1909-1992)

  • S03001
  • Person
  • 19. maí 1909 - 23. feb. 1992

Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans Lilja Haraldsdóttir. Fjölskyldan flutti á Siglufjörð árið 1920 og síðan til Vestmannaeyja 1927. Jens var bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum. Bjuggu lengi á Brekastíg 29. Maki: Kristný Jónína Valdadóttir (1909-1993). Þau eignuðust 5 börn.

Jes Einar Þorsteinsson (1934-

  • S03097
  • Person
  • 5. sept. 1934-

,,Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París og útskrifaðist sem arkitekt frá Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts árið 1967. Á námsárunum vann hann í tvö sumur hjá Gísla Halldórsssyni arkitekt og með námi hjá Högnu Sigurðardóttur arkitekt og á ýmsum teiknistofum í París. Strax að námi loknu hóf Jes rekstur eigin teiknistofu sem hann hefur rekið í eigin nafni alla tíð. Jes Einar er án vafa kunnastur fyrir hönnun mannvirkja á sviði íþrótta og heilsugæslu. Allan sinn starfsaldur hefur Jes Einar verið áberandi og leiðandi í félagsstarfi Arkitektafélagsins og lagt sitt af mörkum í hagsmunamálum arkitekta. Hann var formaður félagsins 1984-85, ritari 1971-72 og meðstjórnandi 1983 og 1986. Þá hefur hann setið í gjaldskrár-, samkeppnis- og siðanefndum félagsins og verið fulltrúi þess í stjórn Bandalags Íslenskra Listamanna. Mest er þó arfleifð hans í menntamálum stéttarinnar. Þar ber hæst vinna hans við ÍSARK og síðar við að stuðla að varanlegri kennslu í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi."

Jóhann Gunnar Ólafsson (1902-1979)

  • S02387
  • Person
  • 19. nóv. 1902 - 1. sept. 1979

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Ólafs Arinbjarnarsonar og Sigríðar Eyþórsdóttur. Jóhann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1927. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir og eignuðust þau fimm syni. Jóhann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1928 - 1938. Fluttist til Ísafjarðar þar sem hann gegndi embætti sýslumanns í 25 ár. Jóhann gaf út fjölda bóka og rita af sagnfræðilegum toga.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Ragnheiður Dóra Árnadóttir (1933-2020)

  • IS-HSk
  • Person
  • 08.07.1933 - 13.12.2020

Ragnheiður Dóra Árnadóttir, dóttir hjónanna Árna Jóns Gíslasonar (15.02.1904-13.08.1964), bifreiðarstjóra og síðar verslunarmanns hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, og Ástrúnar Sigfúsdóttur (21.10.1897-02.11.1981) húsfreyju á Sauðárkróki. Bróðir Ragnheiðar var Sigfús Jón Árnason fyrrv. prófastur og kennari.
Ragnheiður fæddist í Vestmannaeyjum og fluttist ung með foreldrum sínum til Sauðárkróks, hún lærði hjúkrunarfræði og fluttist til Akureyrar, bjó og starfaði þar. Eiginmaður Ragnheiðar var Pétur Breiðfjörð Freysteinsson (16.09.1930-05.05.2019), gullsmiður á Akureyri.

Sigrún Jónsdóttir (1918-2013)

  • S03134
  • Person
  • 12. feb. 1918 - 14. maí 2013

Sigrún Jónsdóttir fæddist í Borgarfirði 12. febrúar 1918. Kjörforeldrar: Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, forstjóri og alþingismaður, og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir. ,,Sigrún ólst upp á Höfn í Hornafirði, fór síðan til náms í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan námi. Einnig lauk hún námi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og í orgelleik. Hún var kennari í Vestmannaeyjum 1942 og fluttist til Akraness 1945 og hafði þar forgöngu um íþróttastarf fyrir konur, útivist og fjallgöngur. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1954 og kenndi í Gagnfræðaskóla verknáms og Ármúlaskóla og gegndi því starfi til starfsloka. Sigrún var virk í ýmsum félagsstörfum og fór margar ferðir um fjöll og lengri göngur í aðra landshluta með öðrum húsmæðrum á Akranesi." Eiginmaður Sigrúnar var Magnús Jónsson skólastjóri frá Bolungarvík, þau eignuðust tvö börn.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

Sigurlaug Guðnadóttir (1910-1974)

  • S01059
  • Person
  • 05.08.1910-09.10.1974

Dóttir Guðna H. Jónssonar og Stefaníu Guðrúnar Sigmundsdóttur á Heiði í Sléttuhlíð. Húsfreyja á Vesturvegi 26, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Þorsteini Steinssyni vélsmið.

Stefán Karl Linnet (1922-2014)

  • S01263
  • Person
  • 19.11.1922-10.05.2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Framkvæmdastjóri og heildsali í Reykjavík.

Steinn Sigurðsson (1872-1940)

  • S02438
  • Person
  • 24. apríl 1872 - 18. ágúst 1940

,,Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp við verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Lauk kennaraprófi vorið 1893 frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Það var árið 1903 að Steinn flutti til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis. Árið eftir, 1904, var hann svo ráðinn sem skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja og hélt því starfi til 1914. Hann var formaður Ungmennafélags Vestmannaeyja. Þá var Steinn hvatamaður að byggingu sundskála á Eiðinu árið 1913. Eiginkona Steins hét Agatha Þórðardóttir. Síðast búsett í Reykjavík."

Þórarinn Magnússon (1913-1965)

  • S02825
  • Person
  • 15. ágúst 1913 - 12. okt. 1965

Þórarinn Magnússon, f. 15.08.1913 að Hrútsholti í Eyjahreppi. Maki: Herta Haag frá Svíþjóð. Sem ungur maður fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan fór hann í lýðsháskóla í Edslöv og síðan í Svalö, landbúnaðarháskóla í Svíþjóð. Var hann 7 ár í Svíþjóð og stundaði þar störf á sviði landbúnaðar. Kom til Vestamannaeyja árið 1946 og fór svo víða um land, m.a. í Stykkishólm. Stundaði trúboð til æviloka, en hann varð bráðkvaddur á Grænlandi eftir fjögurra ára veru við trúboðsstörf þar.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Þorsteinn Lárus Vigfússon (1927-1995)

  • S01907
  • Person
  • 31. júlí 1927 - 24. júní 1995

Þorsteinn Lárus Vigfússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði 31. júlí 1927. ,,Þorsteinn byrjaði snemma til sjós og var alla tíð sjómaður, hann stundaði sjómennsku frá Vopnafirði framan af. Einnig fór hann á vertíðir eins og allmargir gerðu á þeim árum. Var hann meðal annars á sjó á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Þorsteinn keypti síðan bát með bróður sínum og stundaði sjó á þeim bát þar til hann fluttist á Sauðárkrók. Þar stundaði hann ýmsa vinnu í landi s.s. á Verkstæði KS og í Fiskiðjunni." Hann kvæntist Guðrúnu Svavarsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Vilhjálmur Hallgrímsson (1917-1980)

  • S01527
  • Person
  • 3. apríl 1917 - 2. sept. 1980

Foreldrar: Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson b. á Hólum og k.h. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1939, síðan húsasmíði í Vestmannaeyjum árin 1941-1945 og varð meistari í þeirri iðn. Árið 1943 kvæntist hann Heiðbjörtu og bjuggu þau í Vestmanneyjum fyrsta hjúskaparár sitt. Árið 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Þar stofnaði Vilhjálmur ásamt fleirum trésmíðaverkstæðið Litlu-Trésmiðjuna, rak og stýrði því fyrirtæki til 1963. Þá var trésmiðjan Borg stofnuð og var Vilhjálmur einn af stofnendum og meðeigandi. Vilhjálmur var einnig prófdómari í iðn sinni á Sauðárkróki og víðar á Norðurlandi. Árið 1974 gerðist hann handavinnukennari við grunnskólann á Sauðárkróki og gegndi því starfi á meðan heilsa leyfði. Vilhjálmur og Heiðbjört eignuðust tvö börn.