Showing 6399 results

Authority record

Björg Björnsdóttir (1889-1977)

  • S01004
  • Person
  • 07.07.1889-24.01.1977

Björg Björnsdóttir, f. á Veðramóti í Gönguskörðum 07.07.1889, d. 24.01.1977. Foreldrar: Þorbjörg Stefánsdóttir og Björn Jónsson hreppstjóri.
Maki: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) frá Vigur. Þau eignuðust sex börn. Þau hófu búskap í Vigur vorið 1919 og bjuggu þar til ársins 1953, er synir þeirra, Björn og Baldur og kona Baldurs tóku þar við búi.

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Sumarrós Sigurðardóttir (1883-1927)

  • S01006
  • Person
  • 19.04.1883-01.07.1927

Dóttir Sigurðar Guðmundssonar (Sigga bæjar) og Jónínu Magnúsdóttur. Ólst upp með foreldrum sínum, en þau voru hér og þar í vinnumennsku eða húsmennsku í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd. Með þeim fluttist Sumarrós til Sauðárkróks og giftist manni sínum Eggerti Kristjánsyni. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1916, þau eignuðust þrjú börn.

Jónína Magnúsdóttir (1857-1916)

  • S01007
  • Person
  • 22.02.1857- í kringum 1916.

Fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal og lést sennilega árið 1916 í Reykjavík. Kvæntist Sigurði Guðmundssyni (Sigga bæjar), þau voru í vinnumennsku og húsmennsku víða í Sléttuhlíð en fluttu svo til Sauðárkróks 1898. Jónína og Sigurður áttu eina dóttur.

Guðrún Símonardóttir (1891-1915)

  • S01008
  • Person
  • 27. nóv. 1891 - 27. júní 1915

Fósturdóttir Sigurður Guðmundssonar (1855-1951) og Jónínu Magnúsdóttur (1857-1916).

Haraldur Hjálmarsson (1908-1970)

  • S01009
  • Person
  • 21.12.1908-15.02.1970

,,Haraldur var fæddur á Hofi á Höfðaströnd, sonur Hjálmars Þorgilssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Haraldur missti móður sína á fyrsta ári. Hjálmar, faðir hans flutti að Kambi í Deildardal 1913 og þar ólst Haraldur upp og var jafnan kenndur við þann bæ. Á fullorðinsárum vann hann ýmis störf bæði í Skagafirði og á Siglufirði en síðast var hann bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík. Árið 1992 var kveðskapur hans gefin út á bók."

Ole Aadnegard (1910-1981)

  • S01010
  • Person
  • 5. júní 1910 - 4. feb. 1981

Foreldrar: Ola Aadnegard f. 8.1.1887, d. 3.2.1963 og Gurid Aadnegard f. 4.3.1881, d. 31.3.1954. Lögreglumaður og verkamaður á Sauðárkróki, síðast bús. á Sauðárkróki.

Jón Björnsson (1891-1982)

  • S01011
  • Person
  • 17. nóvember 1891 - 17. september 1982

Foreldrar: Björn Björnsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum, sem komu úr Svarfaðardal til Skagafjarðar árið 1903 og settust að á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal. Árið 1908 fluttu þau búferlum að Unastöðum í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1915. Vorið 1910 réðst Jón til vinnu á Hólum við fjós- og hlöðubyggingu og komst um haustið í skólann, þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1912. Sumarið milli námsvetranna vann hann í gróðrastöðinni á Hólum. Árið 1915 hóf Jón störf hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki og starfaði þar í 23 ár eða til 1938. Eftir það tók hann að sér deildarstjórastöðu í Ytribúðinni / Gránu þar sem hann starfaði samfleytt í 32 ár eða til ársins 1970.
Jón kvæntist Unni Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Hólmfríður Friðriksdóttir (1937-2013)

  • S01013
  • Person
  • 03.07.1937-02.02.2013

Hólmfríður Friðriksdóttir fæddist á Sauðárkróki 3. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Friðrik Guðmann Sigurðsson bifvélavirki og Brynhildur Jónasdóttir, húsmóðir og verkakona. Hólmfríður giftist 26.9.1959 Jóni Karli Karlssyni frá Mýri Bárðardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Starfsferill Hólmfríðar einkenndist í upphafi af hefðbundnum verkakvennastörfum og verslunar- og þjónustustörfum. Þannig vann hún við verslanir Kaupfélags Skafirðinga, um tíma við fiskvinnslu og verksmiðjustörf, en lengst af á umboðsskrifstofu Brunabótafélags Íslands á Sauðárkróki og seinna VÍS, þar af lengi sem umboðsmaður ásamt eiginmanni sínum. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum og lengst af í Lionshreyfingunni þar sem hún var mjög virk, bæði í sínum klúbbi og með eiginmanni sínum."

Marta Sigríður Sigtryggsdóttir (1931-

  • S01014
  • Person
  • 30.11.1931

Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir og Sigtryggur Einarsson. Kvæntist Jóni Ósmanni Magnússyni frá Héraðsdal. Búsett á Sauðárkróki.

Sverrir Sigurðsson Svavarsson (1934-2011)

  • S01015
  • Person
  • 24. nóvember 1934 - 27. september 2011

Sverrir Sigurðsson Svavarsson fæddist 24. nóvember 1934 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru hjónin Svavar Sigpétur Guðmundsson og Sigurbjörg Ögmundsdóttir. ,,Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og sem unglingur vann hann nokkur sumur í Varmahlíð, hjá Lindemann, sem rak þar hótel og bensínsölu. 18 ára að aldri fór hann að vinna á Keflavíkurflugvelli og síðan hjá Ísbirninum í Reykjavík og fleiri fyrirtækjum þar. Árið 1956 flutti hann aftur til Sauðárkróks og starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, m.a. í gömlu Gránu, Mjólkursamlagi KS og fleiri deildum Kaupfélagsins um árabil. Hann starfaði sem póstafgreiðslumaður hjá Pósti og síma allmörg ár áður en hann gerðist kirkjuvörður og útfararstjóri við Sauðárkrókskirkju. Eftir að hann hætti störfum vegna aldurs hafði hann ásamt Sigrúnu eiginkonu sinni umsjón með föndri eldri borgara í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Hann var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og var virkur félagi til dauðadags. Hann var góður söngmaður og starfaði með Karlakór Sauðárkróks í mörg ár og einnig Kirkjukór Glaumbæjarsóknar. Hann var til margra ára félagi í Leikfélagi Sauðárkróks og Hestamannafélaginu Léttfeta á Sauðárkróki."
Sverrir var tvíkvæntur. Hinn 5. júní 1955 kvæntist hann Sigurlín Ester Magnúsdóttur, þau skildu, eignuðust þau þrjá syni. Hinn 17. júní 1967 kvæntist Sverrir Sigrúnu Gíslu Halldórsdóttur frá Halldórsstöðum í Skagafirði, þau eignuðust þau tvö börn.

Tómas Hallgrímsson (1925-1978)

  • S01016
  • Person
  • 22.02.1925-20.11.1978

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson kaupmaður í Reykjavík og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Tómas ólst upp í Reykjavík. Ungur að árum fór Tómas að vinna við nýlenduverslun Jóns Hjartarsonar. Árið 1946 fluttist hann til Sauðárkróks og réðist til Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið í 32 ár. Tómas starfaði um skeið allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks. Árið 1952 kvæntist Tómas Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn, fyrir átti Tómas einn son.

Sigríður Jónasdóttir (1899-1987)

  • S01017
  • Person
  • 18.05.1899-11.02.1987

Bústýra á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, Skag. Síðast bús. í Akrahreppi. Ógift og barnlaus.

Helena Magnúsdóttir (1930-2014)

  • S01018
  • Person
  • 01.01.1930-03.04.2014

Helena Magnúsdóttir fæddist á Sauðárkróki 1. janúar 1930. Foreldar hennar voru Hólmfríður Elín Helgadóttir saumakona og Magnús Halldórsson beykir. ,,Helena lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Eftir nám á Akureyri kom hún heim til Sauðárkróks og hóf að starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem var hennar starfsvettvangur alla hennar starfsævi. Í fyrstu var hún á skrifstofu Kaupfélagsins í byggingarvörudeild, teppadeild og síðast á skrifstofunni. Lena var virkur þátttakandi í störfum Kvenfélags Sauðárkróks." Helena kvæntist Sigfúsi Agnari Sveinssyni, þau eignuðust fimm börn.

Stefán Jónsson (1913-1989)

  • S01019
  • Person
  • 16.10.1913-11.03.1989

Arkitekt í Reykjavík, sonur Jón Þ. B. og Geirlaugar Jóhannesdóttur.

Ólafur Axel Jónsson (1934-2018)

  • S01021
  • Person
  • 15. sept. 1934 - 26. okt. 2018

Ólafur Axel Jónsson fæddist 15. september 1934 á Kjartansstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jón Friðbjörnsson og Hrefna Jóhannsdóttir. Hann var fyrst um sinn sjómaður og gerði út bátinn Sigurvon. Lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Bára Þóranna Svavarsdóttir, f. 1936, þau eignuðust þrjár dætur.

Jón Ástvaldur Magnússon (1897-1993)

  • S01022
  • Person
  • 18.01.1897-27.08.1993

Foreldrar: Magnús Oddsson og k.h. Sigríður Jónasdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Féeggsstöðum í Barkárdal og síðan á ýmsum jörðum í Hörgárdal. Árið 1917 gerðist Jón vinnumaður á Hólum í Hjaltadal og svo á Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi þar sem hann kynntist konu sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur, þau kvæntust árið 1920. Fyrstu ár sín í hjónabandi bjuggu þau að Gilkoti í Neðribyggð og á hluta Skíðastaða, þau hættu búskap 1933. Árin eftir það voru þau í vinnumennsku á ýmsum bæjum en fluttu til Sauðárkróks árið 1936. Á Sauðárkróki hóf Jón störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og vann þar allan sinn starfsaldur. Jón og Jóhanna eignuðust þrjár dætur.

Valur Ingólfsson (1941-2016)

  • S01023
  • Person
  • 9. sept. 1941 - 6. okt. 2016

Foreldrar: Unnur Hallgrímsdóttir húsmóðir (1918-1976) og Ingólfur Nikódemusson (1907-1991) húsasmíðameistari.
Valur ólst upp á Sauðárkróki og lauk hefðbundinni skólagöngu þar. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Sauðárkróki og lauk þaðan meistaraprófi í húsgagna- og húsasmíði. Hann vann um tíma hjá Vegagerð ríkisins og sem lögreglumaður en lengstan hluta starfsævinnar starfaði hann við smíðar og rak eigið trésmíðaverkstæði. Árið 2000 hóf hann störf sem kennari við tréiðnadeild FNV og náði sér í kennsluréttindi frá HA. Hann kenndi til ársins 2008. Rak einnig köfunarþjónustu um skeið. Valur var virkur í félagsmálum. Var einn af stofnfélögum Iðnsveinafélags Skagafjarðar og sat í stjórn Byggðasafns Skagfirðinga. Var virkur í starfi frímúrara á Sauðárkróki. Hann stundaði tómstundabúskap með bróður sínum á Kjartansstöðum um nokkurra ára skeið. Maki: Anna Pála Þorsteinsdóttir, f. 1947, frá Hofsósi. Þau eignuðust fjögur börn.

Ingólfur Nikódemusson (1907-1991)

  • S01024
  • Person
  • 5. júlí 1907 - 31. júlí 1991

Foreldrar hans voru Valgerður Jónsdóttir og Nikódemus Jónsson. Ungur að árum hóf hann bakaranám á Sauðárkróki en undi ekki við þá iðju nema árið. Stundaði hann vinnumennsku næstu árin og síðar smíðar hjá móðurafa sínum, Sveini á Steinaflötum á Siglufirði. Árið 1933 sigldi hann til Noregs og vann þar við húsasmíðar, húsgagnasmíði og tréskurð. Eftir tveggja ára dvöl kom hann heim og lauk prófi í iðn sinni við nýstofnaðan Iðnskóla á Siglufirði og flutti til Sauðárkróks vorið 1937. Árið 1938 kvæntist hann Unni Hallgrímsdóttur ættaðri úr Blönduhlíð í Skagafirði, þau eignuðust 8 börn. Fyrstu árin á Sauðárkróki starfrækti Ingólfur trésmíðaverkstæði í félagi við Jósef Stefánsson, en árið 1944 stofnaði hann sitt eigið verkstæði sem hann starfrækti allt til þess að hann settist í helgan stein. Jafnframt var Ingólfur einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks og sat í fyrstu stjórn þess. Eftir að Iðnskóli Sauðárkróks tók til starfa annaðist hann bæði kennslu- og prófdómarastörf.

Lilja Aðalbjörg Jónsdóttir (1931-1987)

  • S01025
  • Person
  • 11.10.1931-08.05.1987

Foreldrar: Jón Jóhannesson frá Jökli í Eyjafirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir frá Grófargili. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum á Sauðárkróki og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Auk þess var hún einn vetur við Húsmæðraskólann á Löngumýri. Lengst starfaði hún hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. Lilja kvæntist Sölva Sölvasyni vélgæslumanni á Sauðárkróki, þau voru barnlaus.

Hörður Ingimarsson (1943-)

  • S01026
  • Person
  • 01.09.1943-

Símvirki á Sauðárkróki. Rak húsgagnaverslunina Hátún á Sauðárkróki. Vann að bæjarmálum

Árni Jón Gíslason (1904-1963)

  • S01027
  • Person
  • 15.02.1904-13.08.1963

Foreldrar: Gísli Þorfinnsson b. í Miðhúsum og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum í Miðhúsum. Átján ára gamall hóf hann nám í Hvítárbakkaskóla og var veturinn eftir það í námi við skóla sr. Eiríks Albertssonar á Hesti. Sumarið 1925 sigldi hann til Danmerkur til náms þar sem hann lauk prófi frá fimleikaskólanum í Ollerup. Árni dvaldist um skeið í Vestmannaeyjum við ýmis störf og þar stofnaði hann heimili ásamt konu sinni, Ástrúnu Sigfúsdóttur. Árið 1934 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heimili upp frá því. Réðst Árni þá til starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem afgreiðslumaður og bifreiðastjóri. Árni og Ástrún eignuðust tvö börn.

Agnar Ludvigsson (1918-2013)

  • S01028
  • Person
  • 14. mars 1918 - 28. okt. 2013

Heildsali og sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Þórarinn Jóhannsson (1891-1985)

  • S01032
  • Person
  • 21. jan. 1891 - 14. júní 1985

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Fæddur á Skíðastöðum Laxárdal ytri, sex vikna komið í fóstur til Markúsar Arasonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur sem bjuggu þá á Herjólfsstöðum, svo í Holtsmúla á Langholti, að Eyhildarholti í Hegranesi og að lokum á Ríp í Hegranesi. Saman áttu þau ekki börn en ólu Þórarinn upp og voru hjá honum til æviloka. Þórarinn kvæntist árið 1918 Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi og það sama ár hófu þau búskap á Ríp og bjuggu þar óslitið til 1980 eða í 62 ár samfleytt, þau eignuðust tíu börn.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Gísli Jakob Jakobsson (1882-1951)

  • S01034
  • Person
  • 14.12.1882-31.08.1951

Foreldrar: Jakob Halldórsson ráðsmaður á Herjólfsstöðum í Laxárdal og Ragnheiður Eggertsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Markúsi Arasyni. Hann aflaði sér menntunnar í hljóðfæraslætti og var orgelleikari um nokkur ár við Rípurkirkju. Stundaði búskap á hálfri Rípurjörðinni, á móti fósturföður sínum 1910-1931, flutti þá að Keldudal í Hegranesi þar sem hann bjó til 1936 er hann flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til æviloka. Hafði hann nokkurn búrekstur á Sauðárkróki meðfram verkamannavinnu. Kvæntist árið 1910 Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni.

Sesselja Magnúsína Theodórsdóttir (1900-1931)

  • S01035
  • Person
  • 09.11.1900-10.05.1931

Dóttir Theódórs Friðrikssonar, rithöfundar og sjómanns og Sigurlaugar Jónasdóttur. Sjúklingur á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Lést ókvænt og barnlaus.

Sigurlaug Jónsdóttir (1870-1968)

  • S01036
  • Person
  • 19. jan. 1870 - 12. maí 1968

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og 2. k. h. Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt, en þá réðst hún norður að Þönglabakka í Fjörðum þar sem hún kynntist manni sínum Theódóri Friðrikssyni frá Flatey á Skjálfanda. Fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli að Gili í Fjörðum á móti foreldrum Theódórs. Næstu þrjú árin voru þau hér og þar í húsmennsku, síðast að Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1902 fluttu þau vestur í Skagafjörð og voru fyrst um sinn í húsmennsku á kotum í grennd við Sauðárkrók en bjuggu svo í níu ár á Sauðárkróki þar til þau fluttu til Húsavíkur 1916 þar sem þau bjuggu saman til 1936 er þau skildu. Eftir lok seinni heimstyrjaldar flutti Sigurlaug aftur til Sauðárkróks og bjó þar í Blöndalshúsi fram á tíræðisaldur. Síðustu æviárin dvaldi hún í Reykjavík hjá syni sínum. Sigurlaug og Theódór eignuðust sex börn.

Tómas Gíslason (1876-1950)

  • S01037
  • Person
  • 21. október 1876 - 12. október 1950

Bókhaldari og kaupmaður á Sauðárkróki.

Gísli Tómasson (1908-1927)

  • S01038
  • Person
  • 25. des. 1908 - 26. sept. 1927

Sonur Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Sigurður Tómasson (1914-1978)

  • S01040
  • Person
  • 21.03.1914-09.08.1978

Sonur Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Verkstjóri. Síðast bús. í Reykjavík.

Pétur Sighvats Þórðarson (1940-1945)

  • S01041
  • Person
  • 21.05.1940-06.10.1945

Foreldrar: Þórður Pétursson Sighvats rafvirkjameistari og símstjóri á Sauðárkróki og María Njálsdóttir. Lést aðeins fimm ára gamall.

Stefanía Marín Ferdinandsdóttir (1875-1962)

  • S01042
  • Person
  • 07.11.1875-12.08.1962

Stefanía var fædd að Hróarsstöðum í Vindhælishreppi og voru foreldrar hennar Ferdinand Gíslason og Herdís Sigurðardóttir. Ung að árum réðst hún vinnukona að Höfnum á Skaga til Jónínu Jónsdóttur, þaðan fór hún að Mælifelli til sr. Jóns Magnússonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur. Kvæntist Sölva Jónssyni járnsmiði og vélagæslumanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson.

Leifur Jónsson Kaldal

  • S01043
  • Person
  • 29.08.1898-20.11.1992

Frá Stóradal í Svínavatnshreppi. Gullsmiður í Reykjavík.

Friðrik Ásgrímur Klemensson (1885-1932)

  • S01046
  • Person
  • 21. apríl 1885 - 5. sept. 1932

Sonur Klemensar Friðrikssonar b. á Vatnsleysu og k.h. Áslaugar Ásgrímsdóttur frá Neðra-Ási. Starfaði sem kennari. Síðast búsettur í Reykjavík.

Ólafur Jóhannesson Reykdal (1869-1960)

  • S01047
  • Person
  • 10. júní 1869 - 20. desember 1960

Hjá foreldrum á Illugastöðum, Illugastaðasókn, Þing. 1880. Trésmiður á Sauðárkróki og Siglufirði. Bóndi í Vindheimum efri, Bægisársókn, Eyj. 1901. Var á Siglufirði 1921. Trésmiður á Siglufirði 1930. Síðast bús. þar.

Gísli Jónsson (1882-1964)

  • S01048
  • Person
  • 15.09.1882-29.06.1964

Gísli Jónsson var fæddur að Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 15. september 1882.
Hann var verzlunarmaður á Seyðisfirði 1930. Kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri á Seyðisfirði.
Fyrri kona hans var Margrét Arnórsdóttir (1887-1920), húsfreyja á Sauðárkróki og Seyðisfirði.
Seinni kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir (1898-1980), var frá Fáskrúðsfirði. Húsfreyja á Seyðisfirði.

Magnús Halldórsson (1891-1932)

  • S01049
  • Person
  • 30.05.1891-13.12.1932

Foreldrar: Halldór Þorleifsson járnsmiður og k.h. Sigríður Magnúsdóttir. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystu-Grund, síðan Löngumýri í Vallhólmi og Þverá í Blönduhlíð. Fjölskyldan flutti til Sauðárkróks þegar Magnús var sjö ára gamall og bjó þar upp frá því. Magnús lærði skósmíði hjá Halldóri Halldórssyni en vann lítið sem ekkert við þá iðn því hann hóf kúabúskap í svokölluðu Spítalafjósi sem rekið var fyrir sjúkrahúsið. Kvæntist Hólmfríði Elínu Helgadóttur frá Ánastöðum, þau eignuðust sex börn.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1893-1916)

  • S01050
  • Person
  • 04.07.1893-11.05.1916

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Sigurbjörg lést úr berklum aðeins 23 ára gömul, ógift og barnlaus.

Ingibjörg Halldórsdóttir (1895-1922)

  • S01051
  • Person
  • 16.11.1895-18.11.1922

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Lést úr berklum aðeins 27 ára gömul, ógift og barnlaus.

Halldór Þorleifsson (1860-1944)

  • S01052
  • Person
  • 20.09.1860-19.08.1944

Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson b. á Botnastöðum og k.h. Ingibjörg Magnúsdóttir. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum til 10 ára aldurs, er hann missti þau bæði. Fluttist hann þá til Ingibjargar systur sinnar og ólst upp hjá henni og manni hennar í Axlarhaga í Blönduhlíð. Halldór bjó á eftirfarandi jörðum; Ystu Grund 1888-1892, Löngumýri í Vallhólmi 1892-1893 og Þverá í Blönduhlíð 1893-1897. Til Sauðárkróks fluttist hann 1898 og þar átti hann heima til æviloka. Þar vann hann aðalega við járnsmíði og hafði eigin smiðju. Stuttu eftir að hann flutti til Sauðárkróks, gekk hann í stúkuna "Gleym mér ei". Gerðist fljótt áhugasamur um bindindismál og starfaði mikið fyrir stúkuna og að bindindismálum. Við leiksamstarfi fékkst hann nokkuð. Um skeið var hann gæslumaður barnastúkunar " Eilífðarblómið. Halldór kvæntist Sigríði Magnúsdóttur (1868-1902) frá Utanverðunesi, þau eignuðust þrjú börn.

Hólmfríður Árnadóttir (1873-1955)

  • S01053
  • Person
  • 1. febrúar 1873 - 25. nóvember 1955

Dóttir Árna Ásgrímssonar b. og hreppstjóra á Kálfsstöðum í Hjaltadal og k.h. Margrétar Þorfinnsdóttur. Kennslukona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S01054
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Dóttir Magnúsar Ólafssonar bónda og hreppstjóra á Möðruvöllum, og k.h. Marselínu Kristjánsdóttur. Var við nám í Kvennaskólanum á Laugalandi árin 1889-1892, lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897 og mun hafa lært matreiðslu samtímis. Lærði handavinnu, útsaum og hattagerð í Kaupmannahöfn um árið 1901. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1898-1901. Rak verslun með hannyrðavörur og kvenhatta á Akureyri frá 1902. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922 og ef til vill lengur og kenndi þar sjálf útsaum. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í R.vík., á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Um tíma forstöðukona barnaheimila í Reykjavík og á Siglufirði.

Þórey Árnadóttir (1874-1914)

  • S01055
  • Person
  • 29. nóvember 1874 - 18. september 1914

Dóttir Árna Ásgrímssonar b. og hreppstjóra á Kálfsstöðum í Hjaltadal og k.h. Margrétar Þorfinnsdóttur. Þórey starfaði sem kennari, ógift og barnlaus.

Páll Halldórsson (1858-1938)

  • S01056
  • Person
  • 12.10.1858-10.05.1938

Foreldrar: Halldór Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir. Páll var fæddur að Litla-Árskógi við Eyjafjörð en flutti með foreldrum sínum er hann var á öðru ári að Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Árið 1864 var hann tekinn í fóstur af móðursystur sinni og manni hennar, er þá bjuggu á Selárbakka á Árskógsströnd. Árið 1870 flutti Páll með þeim að Þóroddsstað í Ólafsfirði og var þá talinn fóstursonur þeirra. Árið 1881 var hann vinnumaður í Hornbrekku í Ólafsfirði, kynntist þar konu sinni og reisti þar bú. Bóndi í Hornbrekku 1882-1888. Bóndi á Reykjum á Reykjaströnd 1888-1894, er hann brá búi og flutti með konu og börn til Vesturheims. Landnámsmaður að "Geysi". Kvæntist Jónönnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjögur börn saman sem upp komust, fyrir átti Jónanna tvær dætur.

Jónanna Jónsdóttir (1851-1940)

  • S01057
  • Person
  • 7. des. 1851 - 28. des. 1940

Fædd á Vémundarstöðum í Ólafsfirði, foreldrar: Jón Dagsson b. og hreppstjóri á Þóroddsstað í Ólafsfirði og k.h. Anna Stefánsdóttir. Kvæntist Páli Halldórssyni, þau bjuggu í Hornbrekku á Ólafsfirði 1882-1888, að Reykjum á Reykjaströnd 1888-1894 en brugðu þá búi og fluttu til Vesturheims þar sem þau settust að í Geysisbyggð. Jónanna og Páll eignuðust fjögur börn saman sem upp komust, fyrir átti Jónanna tvær dætur.

Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir (1868-1937)

  • S01058
  • Person
  • 28.02.1868-25.08.1937

Foreldrar: Sigmundur Símonarson og Rósa Stefánsdóttir bændur á Bjarnastöðum. Kvæntist Guðna Hallgrími Jónssyni frá Þrastarstöðum á Höfðaströnd. Bústýra á Þrastarstöðum, Hofssókn, Skag. 1890. Húsfreyja á Heiði í Sléttuhlíð, Skag. Stefanía og Guðni eignuðust átta börn, fyrir hafði Guðni eignast þrjú börn með fyrri konu sinni Sigurlaugu Steinsdóttur, jafnframt hafði Guðni eignast dóttur milli hjónabanda.

Sigurlaug Guðnadóttir (1910-1974)

  • S01059
  • Person
  • 05.08.1910-09.10.1974

Dóttir Guðna H. Jónssonar og Stefaníu Guðrúnar Sigmundsdóttur á Heiði í Sléttuhlíð. Húsfreyja á Vesturvegi 26, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Þorsteini Steinssyni vélsmið.

Jón Jónsson (1850-1915)

  • S01060
  • Person
  • 25.09.1850-30.05.1915

Foreldrar: Jón Sigurðsson síðast b. í Málmey og Guðrún Sigurðardóttir. Jón missti móður sína árið 1853 og mun eftir það hafa alist upp á hrakningum. Var svo lengi vinnumaður hjá Jósef bónda á Hjallalandi í Vatnsdal. Reisti bú að Hólabaki í Þingi 1882. Flutti til Skagafjarðar 1884. Bóndi á Kimbastöðum 1884-1886, Húsabakka 1886-1888, Heiði í Gönguskörðum 1888-1909 og Kimbastöðum aftur 1909-1915. Jón var um árabil einn af tíundarhæstu bændum í hinum forna Sauðárhreppi. Jón var einnig smáskammtalæknir. Kvæntist Jósefínu Ólafsdóttur, þau eignuðust átta börn. Jón eignaðist son utan hjónabands með Björg Stefánsdóttur á Steini á Reykjaströnd.

Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir (1848-1928)

  • S01061
  • Person
  • 9. ágúst 1852 - 7. nóv. 1928

Foreldrar: Ólafur Ólafsson smáskammtalæknir á Syðri-Ey og k.h. Sigríður Sæmundsdóttir frá Grýtu í Eyjafirði. ,,Húsfreyja á Heiði í Gönguskörðum, Skag. Tók sér ættarnafnið Heiðdal en varð að breyta því í Heiðberg. Ráðskona á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880, var þar einnig 1882. Flutti að Hólabaki frá Hjallalandi í Vatnsdal 1880. Húsfreyja í Heiði, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901." Kvæntist Jóni Jónssyni, þau bjuggu lengst á Heiði í Gönguskörðum, þau eignuðust átta börn, Jón átti auk þess launson.

Svanlaug Heiðberg Jónsdóttir (1896-1936)

  • S01062
  • Person
  • 7. mars 1896 - 4. okt. 1936

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kennari, síðast búsett á Akureyri. Kvæntist Jóni Sigurðssyni sem einnig var kennari á Akureyri.

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Jón Heiðberg Jónsson (1889-1973)

  • S01064
  • Person
  • 25. okt. 1889 - 12. júlí 1973

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg Ólafsdóttir lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður og heildsali í Reykjavík. Um tíma bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóreyju Eyþórsdóttur.

Guðrún Heiðberg (1888-1969)

  • S01065
  • Person
  • 21. okt. 1888 - 8. apríl 1969

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Heiðberg lengst búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður, klæðskeri og kjólameistari í Reykjavík. Kvæntist Árna Hallgrímssyni kennara og ritstjóra í Reykjavík.

Jóhann Björnsson (1856-1942)

  • S01066
  • Person
  • 31. júlí 1856 - 3. maí 1942

Vinnumaður og sjómaður í Svartárdal ytri í Skagafirði 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Grímsstöðum í Svartárdal. Bóndi í Tindastól, Alberta, Kanada 1901. Póstafgreiðslumaður við Tindastóll-pósthús í Alberta. Var í Red Deer, Alberta í Kanada 1916. Nefndur John Bjornson í manntalinu 1916.

Hannes Björnsson (1856-1945)

  • S01067
  • Person
  • 1856 - 29. mars 1945

Var á Þorsteinsstöðum í Skagafirði 1860. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1883. Bóndi í Mountain, N-Dakota.

Sveinn Árnason Bjarman (1890-1952)

  • S01068
  • Person
  • 5. júní 1890 - 22. september 1952

Foreldrar: Árni Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir á Reykjum í Tungusveit og víðar. Bókari á Akureyri. Kvæntist Guðbjörgu Björnsdóttur frá Miklabæ.

Guðrún Árnadóttir (1887-1975)

  • S01069
  • Person
  • 17. júní 1887 - 21. september 1974

Foreldrar: Árni Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna, í Lundi í Stíflu, að Enni á Höfðaströnd, á Ketu á Skaga og síðan að Syðra-Mallandi. Guðrún kvæntist Jóni J. Þorfinnssyni b. á Ytra-Mallandi á Skaga. Þau fluttust til Sauðárkróks árið 1938. ,,Strax um fermingu tók Guðrún að fást við skáldsagnagerð, en brenndi öll sín handrit nema drög að Dalalífi, sem var fyrsta skáldverk hennar sem gefið var út og um leið það viðamesta. Eftir að Guðrún og Jón fluttu til Sauðárkróks hafði Guðrún meiri tíma til ritstarfa en áður og árið 1946 kom fyrsta bindi Dalalífs út. Dalalíf varð svo fimm bindi, Tengdadóttirin varð þrjú bindi og sömuleiðis Utan frá sjó og Stífðar fjaðrir. Alls urðu bækurnar 27 og kom sú síðasta út árið 1973 þegar Guðrún var 86 ára gömul." Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn.

Jón Kristbergur Árnason (1885-1926)

  • S01070
  • Person
  • 3. september 1885 - 6. mars 1926

Jón Kristbergur Árnason fæddist í september 1885 á Starrastöðum á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Árna Eiríkssonar og Steinunnar Jónsdóttur b. á Reykjum í Tungusveit og víðar. Jón lærði orgelleik hjá föður sínum og varð síðar organisti í Miklabæjarkirkju. Jón lauk búfræðinámi frá Hólum vorið 1905. Hann var bóndi á Vatni á Höfðaströnd 1910-1921 og á Víðivöllum í Blönduhlíð 1921-1926. Árið 1913 varð Jón kennari við Barnaskóla Hofshrepps og hélt þeirri stöðu þar til hann fluttist í Blönduhlíðina 1921, hann var mjög vinsæll kennari.
Jón var mikill söngmaður og félagi í Bændakórnum. Jón lést rétt rúmlega fertugur úr botnlangabólgu.
Kvæntist Amalíu Sigurðardóttir (1890-1967) frá Víðivöllum, þau eignuðust fimm börn.

Árni Eiríksson (1857-1929)

  • S01071
  • Person
  • 3. september 1857 - 23. desember 1929

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Hólmfríður Guðmundsdóttir á Skatastöðum. Árni ólst upp í Sölvanesi hjá móðurbróður sínum Sveini Guðmundssyni og k.h. Guðrúnu Jónsdóttur. Árni var bóndi í Hamarsgerði 1883-1885 og á Starrastöðum 1885-1887, bjó á Akureyri 1887-1888, bóndi á Nautabúi 1889-1897 og á Reykjum í Tungusveit 1897-1907. Fluttist eftir það til Akureyrar þar sem hann starfaði sem gjaldkeri í Íslandsbanka til æviloka. Á sínum yngri árum var Árni einn fremsti glímumaður sinnar sveitar. Árni lærði ungur að leika á orgel og var forsöngvari í Mælifells- og Reykjakirkjum meðan hann bjó á því svæði. Jafnframt var Árni hreppsnefndaroddviti í Lýtingsstaðahreppi í hálfan annan áratug og deildarstjóri KS í þeirri sveit. Árni kvæntist Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn en ólu einnig upp nokkur fósturbörn.

Steinunn Jónsdóttir (1850-1932)

  • S01072
  • Person
  • 20. september 1850 - 20. ágúst 1932

Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr. Skag. Hamarsgerði, Nautabúi, Reykjum í Tungusveit og síðast á Akureyri.

Sigurður Eggertsson Briem (1860-1952)

  • S01073
  • Person
  • 12. september 1860 - 19. maí 1952

Foreldrar: Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Póstmálastjóri í Reykjavík. Kvæntist Guðrúnu Ísleifsdóttur.

Ása Sigurðardóttir Briem (1902-1947)

  • S01075
  • Person
  • 14. júní 1902 - 2. nóv. 1947

Dóttir Sigurðar Eggertssonar Briem frá Reynistað og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Húsfreyja og talsímakona í Reykjavík.

Ísleifur Briem (1904-1952)

  • S01076
  • Person
  • 24. des. 1904 - 21. nóv. 1952

Sonur Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Var í Reykjavík 1910. Skrifari á Tjarnargötu 20, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945.

Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

  • S01077
  • Person
  • 1. apríl 1900 - 18. okt. 1982

Dóttir Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík.

Gunnlaugur Briem (1901-1971)

  • S01078
  • Person
  • 30. mars 1901 - 7. des. 1971

Sonur Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Símaverkfræðingur í Reykjavík.

Sigrún Sigurðardóttir Briem (1911-1944)

  • S01079
  • Person
  • 22. feb. 1911 - 10. nóv. 1944

Dóttir Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Læknir, var í framhaldsnámi í lækningum í Bandaríkjunum. Kvæntist Friðgeiri Ólasyni lækni, þau fórust ásamt þremur börnum sínum með Goðafossi, sem skotinn var niður af þýskum kafbáti á Faxaflóa 10. nóvember 1944.

Stefanía Erlendsdóttir (1896-1943)

  • S01080
  • Person
  • 21.11.1896-18.02.1943

Dóttir Erlends Pálssonar verslunarstjóra á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja á Patreksfirði. Húsfreyja í Valhöll , Eyrasókn, V-Barð. 1930.

Margrét Erlendsdóttir (1894-1959)

  • S01081
  • Person
  • 6. desember 1894 - 4. apríl 1959

Dóttir Erlendar Pálssonar verslunarstjóra, síðast á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja í Hólakoti í Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Siglufirði.

Anna Erlendsdóttir Ólafsson (1886-1947)

  • S01082
  • Person
  • 5. júní 1886 - 16. ágúst 1947

Dóttir Erlends Pálssonar síðast verslunarstjóra á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja á Geirseyri við Patreksfjörð. Húsfreyja á Þrúðvangi , Eyrasókn, V-Barð. 1930.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

  • S01083
  • Person
  • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Páll Erlendsson (1889-1966)

  • S01084
  • Person
  • 30. september 1889 - 17. september 1966

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóra í Grafarósi, Hofsósi og víðar og Guðbjargar Stefánsdóttur. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Sauðárkróki og síðar í Grafarósi. Var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og hjá Sigfúsi Einarssyni í tónfræðum og orgelleik. Hann gerðist verslunarmaður hjá föður sínum í Grafarósi árið 1914 og árið eftir ráðsmaður á Hólum. Bóndi á Hofi á Höfðaströnd 1915-1916 og á Þrastarstöðum 1916-1940, flutti þaðan til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Árin 1909-1914 og 1915-1939 starfaði hann sem söngkennari og prófdómari við barnaskólann á Hofsósi, var kennari við unglingaskóla Hofsóss 1938-1939, kirkjuorganisti á Hofi á Höfðaströnd 1921-1940, formaður sóknarnefndar Hofssóknar 1922-1940, skattanefndarmaður, skólanefndarmaður og sat í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Eftir að hann flutti til Siglufjarðar starfaði hann sem söngkennari við gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1940-1965 og kenndi við barnaskóla Siglufjarðar og starfaði lengi vel sem prófdómari þar. Söngstjóri og organisti Siglufjarðarkirkju 1945-1947 og 1948-1964. Einnig var hann ritstjóri og afgreiðslumaður bæjarblaðsins Siglfirðings 1951-1966, heilbrigðisfulltrúi bæjarins 1960-1964 og endurskoðandi bæjarreikninga 1950-1964. Þá annaðist hann löngum bókhald fyrir ýmsa menn og fyrirtæki. Jafnframt var hann varabæjarfulltrúi á árunum 1946-1950.
Árið 1916 kvæntist hann Hólmfríði Rögnvaldsdóttur frá Á í Unadal, þau eignuðust fimm börn.

Vilhelm Erlendsson (1891-1972)

  • S01085
  • Person
  • 13. mars 1891 - 3. maí 1972

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóri í Grafarósi og á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Vilhelm stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1905-1908. Eftir það aðstoðarmaður föður síns við verslunarstörf. Verslunarstjóri í Hofsósi 1922-1947. Vilhelm var oddviti Hofshrepps 1922-1934, póstafgreiðslumaður á Hofsósi 1922-1947 og símstjóri 1944-1947. Gjaldkeri Sparisjóðs Hofshrepps í 26 ár, afgreiðslumaður Eimskipafélags Íslands 1922-1947, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1934-1947. Formaður hafnarnefndar Hofsósskauptúns. Einnig einn þriggja eigenda rafstöðvarinnar á Hofsósi frá 1931. Árið 1947 fluttist Vilhelm til Blönduóss þar sem hann starfaði sem póst- og símstjóri í tíu ár en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann starfaði á pósthúsinu til 1963. Vilhelm kvæntist Hólmfríði Pálmadóttur frá Hofsósi, þau eignuðust fimm börn.

Gunnar Thoroddsen (1910-1983)

  • S01086
  • Person
  • 29. desember 1910 - 25. september 1983

Sonur Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Dr. juris, prófessor, borgarstjóri, sendiherra, alþingismaður og forsætisráðherra, síðast bús. í Reykjavík. Var á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930. Dr. juris og prófessor 1945.

Sigríður Thoroddsen (1903-1996)

  • S01087
  • Person
  • 07.06.1903-11.07.1996

Dóttir Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Húsfreyja í Reykjavík.

Margrét Herdís Sigurðardóttir Thoroddsen (1917-2009)

  • S01088
  • Person
  • 19. júní 1917 - 23. apríl 2009

Dóttir Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Var á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustarfsmaður og deildarstjóri í Reykjavík.

Results 1021 to 1105 of 6399