Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Brynjólfur Benedikt Bjarnason (1865-1928)

  • S01168
  • Person
  • 8. sept. 1865 - 5. des. 1928

Var í foreldrahúsum í Noisomhed, Vestmannaeyjasókn 1870. Bóndi á Refsstöðum, en lengst af bóndi í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Síðar gerðist hann umboðssali.

Kristín Bjarnadóttir (1909-1984)

  • S01179
  • Person
  • 17. jan. 1909 - 8. nóv. 1984

Bankaritari á Akureyri 1930. Húsfreyja á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.

Unnur Bjarnadóttir (1910-1997)

  • S01178
  • Person
  • 19. feb. 1910 - 4. sept. 1997

Skrifstofustúlka á Akureyri 1930. Skrifstofustarfsmaður í Reykjavík 1945.

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

  • S01184
  • Person
  • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.

Gunnar Ólafsson (1858-1949)

  • S01197
  • Person
  • 13. apríl 1858 - 2. feb. 1949

Foreldrar: Ólafur Jónsson og k.h. Valgerður Gunnarsdóttir á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum fram að fermingu, fór þá að Eyhildarholti og fermdist þaðan. Hann var svo í vinnumennsku næstu ár, þar til hann kvæntist árið 1885 Sigurlaugu Magnúsdóttur frá Utanverðunesi. Fyrstu þrjú hjúskaparár sín bjuggu þau að Vík í Staðarhreppi en fluttu að Keflavík í Hegranesi 1888 þar sem þau bjuggu til æviloka. Meðfram búskapnum stundaði Gunnar veiðskap. Gunnar og Sigurlaug eignuðust 14 börn saman, 13 þeirra komust á legg. Fyrir hjónaband hafði Gunnar eignast einn son með Arnbjörgu Hannesdóttur.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Sæmundur Sigurjón Sigfússon (1879-1960)

  • S01215
  • Person
  • 1. júlí 1879 - 15. júlí 1960

Lærisveinn á Hólum, Hólasókn, Skag. 1901. Kennari, búfræðingur og hótelstjóri á Sauðárkróki. Síðast bús. í Reykjavík.

Jón Björnsson (1879-1961)

  • S01216
  • Person
  • 02.02.1879-10.03.1961

Foreldrar: Björn Jónsson b. í Gröf og k.h. Hólmfríður Jónatansdóttir ljósmóðir. Jón Björnsson ólst upp í Gröf til 17 ára aldurs. Jón lærði smíðar hjá Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki og síðar hjá Steingrími Guðmundssyni í Reykjavík, 1896 tók Jón sveinspróf í trésmíði og settist eftir það að í Skagafirði og kom að byggingu íbúðarhúsa, kirkna og brúa svo eitthvað sé nefnt. Árið 1913 gekk Jón að eiga Pálínu Pálsdóttur frá Ljótsstöðum og byrjaði búskap á þeirri jörð 1914. Þó Jón stundaði búskap með góðum árangri, var hann víða við smíðar. Jón gegndi trúnaðarstörfum í Hofshreppi, sat í hreppsnefnd um skeið, sóknarnefnd og skólanefnd en vildi þó gjarnan losna við opinber störf. Árið 1935 hættu hjónin búskap og fluttust til Siglufjarðar þar sem hann kom sér upp eigin trésmíðaverkstæði. Jón og Pálína eignuðust sex börn.

Pétur Marinó Runólfsson (1906-1962)

  • S01221
  • Person
  • 13.01.1906 - 02.02.1962

Pétur Marinó Runólfsson fæddist 13. janúar 1906 í Böðvarsdal í Vopnafirði. Hann var bóndi í Efra-Ási í Hjaltadal 1933-1962. Eftir uppvaxtarárin í Böðvarsdal hóf Pétur nám í Bændaskólanum á Hólum árið 1928 og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 1930. Hann var búsettur í Hólahreppi eftir það. Þremur árum seinna hóf hann búskap á hálfri jörðinni Efra-Ási. Þar bjó hann öll sín búskaparár, lengst af í fjórbýli. Pétur sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1942-1954 og í skólanefnd 1942-1946. Hann var í stjórn og formaður Búnaðarfélags Hólahrepps 1949-1962. Hann var einnig í stjórn nautgriparæktarfélagsins Auðhumlu í Hólahreppi og Sauðfjárræktarfélagi Hólahrepps um tíma. Pétur hafði yndi af tónlist og söng í Kirkjukór Hólakirkju. Kona hans var Helga Ástríður Ásgrímsdóttir (1909-1991), þau eignuðust þrjú börn saman og tóku einn fósturson.

Rögnvaldur Jónsson (1856-1926)

  • S01220
  • Person
  • 17. sept. 1856 - 2. júlí 1926

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Arnarstöðum í Sléttuhlíð og víðar og k.h. Gunnhildur Hallgrímsdóttir. Bóndi á Þrastarstöðum 1884-1886, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1886-1889, í Miðhúsum í Óslandshlíð 1889-1914, í húsmennsku 1914-1917, byggði ásamt konu sinni upp nýbýlið Hlíðarenda úr landi Miklabæjar í Óslandshlíð árið 1917 og bjó þar til dauðadags. Kvæntist Steinunni Helgu Jónsdóttur frá Þrastarstöðum, þau eignuðust fimm börn, fjögur þeirra komust á legg. Rögnvaldur var smiður bæði á járn og tré og eftirsóttur við veggjahleðslu og hvers konar byggingarvinnu. Hann var einn af stofnendum bindindisfélagsins ,,Tilreyndin" í Óslandshlíð 1898 er síðar varð Ungmennafélagið Geisli, nú Neisti.

Jón Gunnar Rögnvaldsson (1895-1921)

  • S01217
  • Person
  • 7. feb. 1895 - 11. sept. 1921

Sonur Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst bjuggu að Miðhúsum í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims 1913 frá Miðhúsum, Hofshreppi, Skag. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld.

Samband norðlenskra kvenna (1914-)

  • S01223
  • Félag/samtök
  • 17.06.1914

Samband norðlenskra kvenna var stofnað á Akureyri 17. júní 1914. Sambandið var stofnað fyrir forgöngu Halldóru Bjarnadóttur og fór stofnfundurinn fram í Gagnfræðaskólanum.

Fyrsta stjórnin var skipuð Halldóru Bjarnadóttur, Akureyri, Hólmfríði Pétursdóttur, Arnarvatni og Rannveigu H. Líndal frá Lækjarmóti.
Samkvæmt 3. grein hinna fyrstu laga sambandsins er tilgangur sambandins „að efla samúð og samvinnu meðal kvenna og styðja hverskonar menningar- og mannúðarstarfsemi á félagssvæðinu og vera tengiliður kvenfélagasambandanna í Norðlendingafjórðungi“.

Árni Gíslason (1930-)

  • S01224
  • Person
  • 21.01.1930

Árni Gíslason fæddist í Eyhildarholti í Rípurhreppi í Skagafirði þann 21. janúar 1930. Hann er búfræðingur að mennt, nam á Hólum og var bóndi í Eyhildarholti í áratugi. Þá var Árni hreppstjóri hreppsnefndar Rípurhrepps 1974-1998 og hreppsnefndaroddviti 1986-1994.
Kona hans var Ingibjörg Sveinsdóttir (1936-2018).

Sigrún Hróbjartsdóttir (1927-2015)

  • S01225
  • Person
  • 23.05.1927 - 16.10.2015

Sigrún Hróbjartsdóttir fæddist 23. maí 1927 og var dóttir hjónanna Hróbjartar Jónassonar frá Hróarsdal og Vilhelmínu Helgadóttur. Sigrún lauk námi við Húsmæðraskólann á Löngumýri árið 1950 og var síðar húsfreyja og bústýra á Hamri í Rípurhreppi í Skagafirði. Maður hennar var Einar Kristinsson frá Vopnafirði og eignuðust þau fjögur börn. Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða bústörfunum og var m.a. formaður Kvenfélags Rípurhrepps og ritari Sóknarnefndar Rípurkirkju. Sigrún lést 16. október 2015.

Sigrún Aadnegard (1944-)

  • S01229
  • Person
  • 26.06.1944

Sigrún Aadnegard fæddist 26. júní 1944.
Hún er húsfreyja á Bergsstöðum í Skagafirði.
Hún var um tíma formaður Sambands skagfirskra kvenna og forstöðumaður Félagsheimilisins Ljósheima.
Sigrún stóð að stofnun Kvenfélagsins Framfarar í Skarðhreppi og var hún fyrsti formaður þess.
Maður hennar er: Andrés Viðar Ágústsson (1942-).

Pétur Hannesson (1893-1960)

  • S00028
  • Person
  • 17.06.1893-13.08.1960

Pétur Hannesson var fæddur á Skíðastöðum, Neðribyggð, Skagafirði árið 1893. Faðir hans var Hannes Pétursson (1857-1900) bóndi á Skíðastöðum, móðir hans var Ingibjörg Jónsdóttir (1857-1945) húsfreyja á Skíðastöðum. Pétur var við nám í Unglingaskólanum í Vík í Skagafirði 1908-1909. Útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum 1911. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri árið 1914 til 1915 og framhaldsnám í sömu iðn hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1917-1918. Pétur var verslunarmaður á Sauðárkróki 1912-1914. Keypti ljósmyndastofu Jóns Pálma árið 1914 og rak þar ljósmyndastofu frá 1915 til 1928. Starfaði sem gjaldkeri í Sparisjóði Sauðárkróks 1923-1932 og sem sparisjóðsstjóri þar frá 1932-1946 og aftur 1951 til 1954. Var starfsmaður endurskoðunardeild Landsbankans í Reykjavík 1946-1947. Skrifstofustjóri Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1947-1948. Póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki 1948-1958 og símstjóri frá 1954 til 1958. Póstafgreiðslumaður í Kópavogi 1958 til 1960. Starfaði einnig sem fréttaritari Ríkisútvarpsins árið 1949-1958.

Ólöf Ólafsdóttir

  • S00029
  • Person
  • seinni hluta 19. aldar

Frá Álftagerði, kona Guðmundar Jóhannssonar á Siglufirði.

Gísli Gottskálksson (1900-1960)

  • S00009
  • Person
  • 27.02.1900-04.01.1960

Gísli var fæddur á Bakka í Vallhólmi, 27. febrúar árið 1900. Foreldrar hans voru Salóme Sigrún Halldórsdóttir og Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka. Móðir hans fór með hann að Geldingaholti og var með hann þar fyrstu þrjú árin, þar hefur hann stigið sín fyrstu spor. Þá flyst hún með hann að Syðstu-Grund í Blönduhlíð og verður það æskuheimili Gísla. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf frá Gagnfræðiskóla Akureyrar árið 1919. Var barnaskólakennari í Akrahreppi frá 1927. Tók kennarapróf árið 1934. Það sama ár hóf hann búskap á eigin jörð, Sólheimagerði í Blönduhlíð. Árið 1934 var hann einnig ríkisvegaverkstjóri og hélt því starfi áfram til ársins 1959 þegar hann var settur yfirmaður vegamála í Skagafirði. Árið 1931 kvæntist Gísli Nikólínu Jóhannsdóttur og áttu þau saman 5 börn. Gísli lést 1960.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

  • S00008
  • Person
  • 04.09.1890-16.04.1963

Sigurður Einarsson var fæddur í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Skagafirði þann 4. september 1890. Hann lést á Sauðárkróki 16. apríl 1963. Sigurður var bóndi í Stokkhólma í Seyluhreppi og á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Margrét Þorsteinsdóttir fædd á Ytri-Hofdölum í Hofstaðabyggð, Skagafirði þann 8. janúar 1889. Hún lést á Sauðárkróki 10. nóvember 1989.

Sigríður Márusdóttir (1930-)

  • S00035
  • Person
  • 01.03.1930

Sigíður var fædd á Ystu-Grund í Akrahreppi, Skagafirði 1. mars 1930, heitir fullu nafni Hermína Sigríður Márusdóttir, kölluð Sigga. Hún býr í Hjaltastaðahvammi, en þar höfðu þau bú, hún og maður hennar, Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011).

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.

Pétur Sigurðsson (1919-2012)

  • S00013
  • Person
  • 21.03.1919-28.08.2012

Pétur Sigurðsson var fæddur á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 21. mars 1919. Hann var bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Ragnheiður Marta Þórarinsdóttir (1919-2003). Pétur lést á Sauðárkróki 28. ágúst 2012.

Bryndís Pétursdóttir (1947-)

  • S00017
  • Person
  • 06.05.1947

Bryndís Pétursson fæddist 6. maí 1947 á Sauðárkróki. Maður hennar var Bjarni Leifs Friðriksson (1940-2009), bóndi á Sunnuhvoli.

Ragnheiður Þórarinsdóttir (1919-2003)

  • S00020
  • Person
  • 13.05.1919-25.06.2003

Ragnheiður Marta Þórarinsdóttir (Ragna) var fædd á Ríp í Rípurhreppi, Skagafirði, 13. maí 1919. Hún var búsett á Hjaltastöðum í Akrahreppi ásamt manni sínum, Pétri Sigurðssyni (1919-2012). Ragnheiður lést 25. júní 2003.

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Stefán Jónsson (1892-1980)

  • S00023
  • Person
  • 08.07.1892-31.12.1980

Stefán Jónsson var fæddur í Skagafjarðarsýslu þann 8. júlí 1892. Hann var bóndi á Höskuldsstöðum í Akrahreppi. Hann lést þann 31. desember 1980.

Þorlákur Sigurðsson (1879-1953)

  • S00050
  • Person
  • 10.05.1879-30.06.1953

Þorlákur Sigurðsson (Láki) fæddist á Hofi í Vesturdal þann 10. maí 1879 (sagði sjálfur þann 5. maí). Hann var í vistum og vinnumennsku í Skagafirði og einkum í Lýtingsstaðahreppi til að byrja með. Árið 1910 var hann leigjandi í Litladalskoti í Dalsplássi, húsmaður á Ánastöðum í Svartárdal árið 1920 og húsmaður í Héraðsdal árið 1930. Hann var einnig á Vindheimum, í Gilhaga og síðast á Hjaltastöðum hjá Sigurði Einarssyni.
Þorlákur lést 30. júní 1953.

Sigurjón Páll Ísaksson (1950-)

  • S00052
  • Person
  • 27.08.1950

Sigurjón Páll Ísaksson er fæddur í Reykjavík 27. ágúst 1950. Faðir: Ísak Jónsson, fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múl. 31. júlí 1898. Látinn 3. desember 1963. Sigrún Sigurjónsdóttir, fædd á Nautabúi í Hólahr., Skag. 1. desember 1913. Látin 26. október 1978.

Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)

  • S00622
  • Félag/samtök
  • 1895-1950
  1. ágúst 1895 var haldinn kvennafundur á Sauðárkróki og ákveðið að stofna til félagsskapar á meðal skagfirskra kvenna. 15 konur mættu á fundinn. Meginhlutverk var að stuðla að auknum réttindum og menningu kvenna. Á aðalfundi 1950 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Kvenfélag Sauðárkróks.

Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959)

  • S00065
  • Person
  • 29.10.1887-17.05.1959

Jóhann Marinó Pálmason var fæddur á Felli, Fellshr. 29. október 1887. Starfaði sem verslunarmaður á Akureyri og Hvammstanga en þar sinnti hann einnig bókhaldsstarfi.
Ókvæntur. Barnsmóðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889 - 1993). Barn þeirra var Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011). Jóhann lést 17. maí 1959.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Þorbjörg Pálmadóttir (1884-1944)

  • S00071
  • Person
  • 24.06.1884-29.05.1944

Þorbjörg Pálmadóttir Möller, húsfreyja á Sauðárkróki. Fæddist í Glaumbæ í Seyluhreppi 24. júní 1884. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Giftist 1906 Jóhanni Georgi Jóhannssyni Möller kaupmanni og verslunarstjóra (1883 - 1926). Þorbjörg lést 29. maí 1944.

Sigríður Bryndís Pálmadóttir (1897-1988)

  • S03322
  • Person
  • 01.03.1897-04.01.1988

Faðir: séra Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi. Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja.
Giftist Steindór Gunnlaugssyni lögfræðingi 24. maí 1918. Bjuggu um tíma á Eyrarbakka þegar Steindór var settur sýslumaður Árnessýslu en fluttu til Sauðárkróks þegar Steindór tók við embætti sýslumanns Skagfirðinga. Síðan flutti þau til Reykjavíkur þar sem Gunnlaugur starfaði sem fulltrúi í Stjórnarráði Íslands, var starfsmaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur þar til hann tók við starfi lögfræðings Reykjavíkurborgar sem hann sinnti þar til hann hætti störfum vegna aldurs.
Bryndís og Steindór áttu tvö börn: Önnu Soffíu sem giftist Páli Sigurðssyni rafmagnsverkfærðingi og Gunnlaug sem var kvæntur Guðrúnu Haraldsdóttur.

Þóranna Pálmadóttir (1889-1951)

  • S00088
  • Person
  • 18.03.1889-11.03.1951

Þóranna Pálmadóttir, f. 18.03.1889, d. 11.03.1951 í Reykjavík. Foreldrar: Pálmi Þóroddsson og Anna Jónsdóttir.
Maki: Pétur Pétursson, f. 07.09.1872, bókhaldari á Sauðárkróki. Þau eignuðust fimm börn og náðu fjögur þeirra fullorðinsaldri. Þau bjuggu á Sauðárkróki til 1914 en þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Pétur rak eigin verslun og útgerð.

Jóhann Georg Möller (1937-1958)

  • S00102
  • Person
  • 23. apríl 1937 - 29. mars 1958

Sonur Jóhanns Georgs Möller (1907-1955) og Edith Poulsen. Læknanemi í Reykjavík. Fórst í flugslysi á Öxnadalsheiði.

Jón Ólafur Möller (1911-1965)

  • S00058
  • Person
  • 20. júní 1911 - 24. sept. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Verslunarmaður í Reykjavík. Kona Jóns var Dórothea M. Óskarsdóttir (1926-). Saman áttu þau tvö börn.

Magnús Andrésson (1904-1966)

  • S00097
  • Person
  • 6. okt. 1904 - 15. des. 1966

Fæddur í Reykjavík. Verslunarfulltrúi og kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Stefaníu Ólöfu Möller frá Sauðárkróki, þau áttu eina kjördóttur.

Frank Michelsen (1882-1954)

  • S00073
  • Person
  • 25. jan. 1882 - 16. júlí 1954

Jörgen Frank Michelsen var fæddur í Horsens á Jótlandi 25. janúar 1882. Foreldrar hans voru hjónin Karen og Jens Michelsen. Frank fór í úrsmíðanám og lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1902. Árið 1907 kom Frank til Íslands með skipinu Sterling en hann hafði haft spurnir að því að á Íslandi vantaði úrsmiði. Hann stundaði úrsmíðar og verslun á Sauðárkróki til ársins 1945 þegar hann fluttist til Hveragerðis. Jafnframt starfaði hann sem slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki 25 ár og var lengi ábyrgðarmaður Sparisjóðs Sauðárkróks. Frank giftist Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöðum í Eyjafirði og varð þeim tólf barna auðið.

Karen Edith Michelsen (1910-1965)

  • S00077
  • Person
  • 2. ágúst 1910 - 20. feb. 1965

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem prjónakona á Sauðárkróki, bjó síðar í Reykjavík.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Kristinn Pálmi Michelsen (1926-2008)

  • S00095
  • Person
  • 5. mars 1926 - 29. maí 2008

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Skrifvélavirki og verslunarstjóri á Seltjarnarnesi.

Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-1999)

  • S00103
  • Person
  • 30.03.1928-23.08.1999

Fæddur á Sauðárkróki. Sonur Svavars Guðmundssonar (1905-1980) og Sigurbjargar Ögmundsdóttur (1907-1994). Ögmundur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Ögmundi Magnússyni söðlasmiði og Kristínu Björgu Pálsdóttur. Ögmundur var mjólkurfræðingur, giftur Maríu Guðlaugu Pétursdóttur (1927-2001). Helsta áhugamál Ögmundar var tónlist og gaf hann út einn geisladisk sem heitir Minningar. Hann stjórnaði Karlakór Sauðárkróks um tíma og var í hljómsveit.

Vibekka Bang (1939-2015)

  • S00105
  • Person
  • 1939-2015

Vibekka Bang fæddist á Sauðárkróki 26. september 1939. Foreldrar Vibekku voru hjónin Ole Bang, apótekari á Sauðárkróki, f. í Árósum á Jótlandi 23. mars 1905, d. 17. nóvember 1969, og Minna Bang, f. í Árósum 5. september 1914, d. 22. maí 2005. Vibekka giftist hinn 13. apríl 1963 Brynjari Pálssyni og eignuðust þau tvo syni.
,,Vibekka lauk grunnskólanámi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1955. Hún var síðan eitt ár í Húsmæðraskóla í Silkeborg í Danmörku. Þegar heim kom hóf hún störf sem afgreiðslustúlka hjá föður sínum í Sauðárkróks Apóteki og vann þar fram til ársins 1970. Hún og maður hennar ráku saman Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005."

Einar Sigtryggsson (1924-2016)

  • S00454
  • Person
  • 08.09.1924-14.03.2016

Einar fæddist í Sólheimagerði í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Sigtryggur Einarsson og Ágústa Jónasdóttir. Fyrstu árin ólst Einar upp í Héraðsdal en flutti svo með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Kona Einars var Guðrún Gunnarsdóttir frá Ábæ, þau eignuðust þrjú börn. Einar og Guðrún bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Einar var húsasmíðameistari og vann við þá iðn alla tíð. Sem ungur maður vann Einar við vitasmíðar víða um land. Einar lærði hjá Sigurði Sigfússyni húsasmíðameistara og vann hjá honum um tíma. Þá vann hann á Trésmíðaverkstæði KS um árabil. Einar stofnaði ásamt sonum sínum fyrirtækið Raðhús ehf. og byggðu þeir feðgar íbúðir og verslunarhúsnæði á Sauðárkróki. Þá stofnaði Einar ásamt fjölskyldu sinni verslunina Hlíðarkaup og vann hann þar til 85 ára aldurs. Einar var ötull félagsmálamaður. Hann starfaði í ýmsum félögum, m.a. í Alþýðuflokknum, Skákfélagi Sauðárkróks, Hestamannafélaginu Léttfeta og Iðnsveinafélagi Skagafjarðar. Einar hafði yndi af ljóðum og kveðskap, sjálfur var hann vel hagmæltur."

Aðalsteinn Jónsson (1916-1997)

  • S00108
  • Person
  • 1916-1997

Guðmundur Aðalsteinn Jónsson
Fæddur í Skagafjarðarsýslu 4. júlí 1916
Látinn 15. september 1997
Síðast bús. á Sauðárkróki.
"Steini Putt"

Hjörtur Laxdal (1908-1946)

  • S00120
  • Person
  • 1908-1946

Fæddur á Skíðastöðum á Laxárdal ytri, Skag. 21. desember 1908. Látinn í Reykjavík 12. maí 1946.
Sjómaður, rakari og kaupsýslumaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."

Kristján Hansen (1921-2009)

  • S01862
  • Person
  • 26. júní 1921 - 6. júlí 2009

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Foreldrar Kristjáns voru Friðrik Hansen, skáld og kennari á Sauðárkróki og f.k.h. Jósefína Erlendsdóttir. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og gekk í barnaskólann þar en fór síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-1939. Fór í vélstjóraskóla Íslands og tók minna mótorvélstjórapróf á Akureyri 1941. Sat í hitaveitunefnd frá 1966 og var varamaður í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1970. Hóf akstur vöruflutningabifreiða á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í félagi við bróður sinn Jóhannes Hansen, voru með þann rekstur í áratugi eða þar til þeir hættu starfsemi árið 1986. Var einn af stofnendum Vöruflutningamiðstöðvarinnar h/f og sat þar í stjórn. Var einn af stofnendum Útgerðarfélags Skagfirðinga 1968 og sat í stjórn þess. Síðustu starfsárin vann Kristján sem vaktmaður í togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga." Kristján kvæntist Maríu Björnsdóttur 29.6. 1946 frá Refsstöðum í Laxárdal A-Hún, þau áttu einn kjörson og ólu auk þess upp systurson Maríu. Þá átti Kristján tvö börn með Rögnu Láru Ragnarsdóttur.

Magnús Heiðar Sigurjónsson (1929-2020)

  • S01825
  • Person
  • 24. júlí 1929 - 21. jan. 2020

Magnús fædd­ist 24. júlí 1929 í Árnesi í Lýt­ings­staðahreppi í Skagaf­irði, son­ur hjón­anna Sig­ur­jóns Helga­son­ar og Mar­grét­ar Magnús­dótt­ur. ,,Hann ólst upp í for­eldra­hús­um, fyrst í Árnesi og síðar á Nauta­búi. Hann lauk versl­un­ar­prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um í Reykja­vík og námi við bænda­deild Bænda­skól­ans á Hól­um. Magnús starfaði hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, fyrst við skrif­stofu­störf og síðar versl­un­ar­störf, varð deild­ar­stjóri bygg­inga­vöru­deild­ar fé­lags­ins þegar hún var stofnuð 1957 og síðan versl­un­ar­stjóri Skag­f­irðinga­búðar þegar hún tók til starfa árið 1983 og fram að 100 ára af­mæli kaup­fé­lags­ins 1989. Eft­ir það tók Magnús við starfi fram­kvæmda­stjóra Héraðsnefnd­ar Skag­f­irðinga sem þá var ný­lega stofnuð. Gegndi hann því starfi þar til sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður var stofnað laust fyr­ir síðustu alda­mót. Magnús tók þátt í stjórn­mál­um og sat um 12 ára skeið í bæj­ar­stjórn Sauðár­króks og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar um tíma." Eig­in­kona Magnús­ar var Krist­björg Guðbrands­dótt­ir, f. 15. júní 1934, d. 3. des­em­ber 2009, þau eignuðust þrjú börn.

Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000)

  • S00271
  • Person
  • 26.05.1922-20.03.2000

Guðbrandur Jón Frímannsson fæddist í Neskoti, Haganeshreppi í Skagafirði þann 26. maí 1922. Guðbrandur var rafvirki og starfaði hjá Rafveitu Sauðárkróks og Rafmagnsveitum ríkisins frá 1949-1973. Hann var síðar slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá 1973 til starfsloka 1993. Kvæntist Hallfríði Eybjörgu Rútsdóttur.

Jóhann Salberg Guðmundsson (1912-1999)

  • S00341
  • Person
  • 04.09.1912 - 19.03.1999

Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 4. september 1912. Jóhann var námsmaður í Menntaskólanum í Reykjavík 1930. Átti m.a. heima í Flatey, Breiðafirði. Málaflutningsmaður og sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1958-1982. Jóhann var síðast búsettur í Reykjavík.
Kona hans: Sesselía Helga Jónsdóttir (1916-2006) (Sesselja í Íslendingabók - notaði Helgu nafnið í daglegu tali).
Jóhann lést í Reykjavík 19. mars 1999.

Björn Björnsson (1943-)

  • S02148
  • Person
  • 25. feb. 1943-

Var skólastjóri bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Kvæntur Birnu Sigurbjörgu Guðjónsdóttur.

Árni Þorbjörnsson (1915-2005)

  • S00131
  • Person
  • 10.06.1915-29.06.2005

Árni Ásgrímur Þorbjörnsson fæddist á Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu þann 10. júní 1915. Árni var lögfræðingur og kennari á Sauðárkróki. Hann sat í bæjarstjórn 1958-1968. Kona hans var Sigrún Sigríður Pétursdóttir (1922-1987). Kjörsonur þeirra var Þorbjörn Árnason (1948-2003).
Árni lést á Sauðárkróki 29. júní 2005.

Baldur Pálmason (1919-2010)

  • S00134
  • Person
  • 17.12.1919-11.09.2010

Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu þann 17. desember 1919. Hann var útvarpsmaður, ljóðskáld og þýðandi í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann lést í Reykjavík 11. september 2010.

Gísli Brynjólfsson (1909-1987)

  • S00137
  • Person
  • 23.06.1909-04.05.1987

Gísli Brynjólfsson fæddist í Skildinganesi í Seltjarnarneshreppi., Kjós þann 23. júní 1909.
Hann var háseti í Bergstaðastræti 11, Reykjavík 1930. Prestur og síðar prófastur á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, Skaftafellssýslu.
Hann starfaði við málgagn Bændaflokksins er nefndist "Framsókn" en það er vitnað í það í bréfinu.
Kona hans var Ásta Þórey Valdimarsdóttir (1915-1996)
Gísli lést 4. maí 1987.

Sigfús Jónsson (1930 - 2013)

  • S00152
  • Person
  • 10.12.1930-20.01.2013

Rafvirkjameistari og raftæknifræðingur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem (1885-1949)

  • S00163
  • Person
  • 03.07.1885-16.08.1949

Þorsteinn Briem var fæddur á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði þann 3. júlí 1885.
Hann var prestur í Görðum á Akranesi, alþingismaður og ráðherra. Aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi 1909-1911. Prestur í Grundarþingum, Eyj. 1911-1918, á Mosfelli í Grímsnesi, Árn. 1918-1921 og loks prestur í Görðum á Akranesi 1921-1946. Prestur á Kirkjuhvoli, Akranesssókn, Borg. 1930.
Fyrri kona hans var Valgerður Lárusdóttir (1885-1924). Seinni kona hans var Oktavía Emilía Pétursdóttir Briem (1886-1967) (notaði nafnið Emilía).
Hann lést í Reykjavík 16. ágúst 1949.

Pétur Helgason (1905-1980)

  • S00179
  • Person
  • 04.02.1905-13.03.1980

Pétur er elstur þrettán systkina og komust ellefu þeirra upp. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í þessum stóra systkinahópi, fyrst í Pálsbæ, síðan Tungu 1910-1916, á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd til 1918, Reykjavík þar til hann fór til Siglufjarðar upp úr 1930. Pétur stundaði margs konar tilfallandi vinnu, m.a. sjósókn á vertíðum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri veturnar 1926-1927 og 1927-1928 og útskrifaðist búfræðingur þaðan. Að sumrinu var hestamennskan og fyrirgreiðslan við ferðamenn verulegur þáttur í starfi hans. Hann var einn af hestasveinum við konungskomuna 1930. Pétur var góður söngmaður, hafði mikla og fagra bassarödd. Það leiddi til þess að Þormóður Eyjólfsson söngstjóri á Siglufirði hlutaðist til um að útvega Pétri vinnu þar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og fá hann til liðs við karlakórinn Vísi á Siglufirði. Pétur söng með Vísi, sem og Kirkjukór Siglufjarðar á meðan hann átti heim þar. Á veturnar fór hann suður á vertíðir, m.a. til Vestmannaeyja, þar sem lítið var um vetrarvinnu á Siglufirði.

Á Siglufirði kynntist hann Ingibjörgu Jónsdóttur veitingakonu og giftist henni í desember 1934. Þau fluttust til Sauðárkróks vorið 1945 og hófu rekstur á Hótel Tindastól, sem hann keypti 1. maí það ár. Ráku þau hótelið til 1957. Árið 1955 keypti Ingibjörg Hótel Villa Nova og fluttu þau reksturinn þangað árið 1957 og ráku hótel þar til 1970. Árið 1969 seldu þau Hótel Tindastól og Villa Nova ári síðar. Þá höfðu þau nær lokið við byggingu tveggja hæða húss við Hólaveg 16, með íbúð á efri hæð en verslunaraðstöðu á neðri hæðinni. Þar rak Pétur síðan matvöruverslunina Tindastól í syðri hluta hússins en Ingibjörg hannyrða- og vefnaðarvöruverslun í norður hlutanum. Pétur var virkur félagi í hestamannafélaginu Léttfeta og sat í stjórn þess um tíma.

Guðbjörg Jónasdóttir Birkis (1908-2000)

  • S00207
  • Person
  • 07.05.1908-08.11.2000

Guðbjörg Jónasdóttir var fædd 7. maí 1908. Foreldrar hennar voru Jónas Kristjánsson læknir á Sauðárkróki og stofnandi NLFÍ og Hansína Benediktsdóttir. Guðbjörg var fædd að Brekku í Fljótsdal og ólst þar upp til þriggja ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Guðbjörg hlaut þar almenna menntun en stundaði síðan nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1926. Síðar var hún í hússtjórnardeild Kvennaskólans. Guðbjörg giftist 1936 Sigurði Birkis, f. 9.9. 1893, d. 31.12. 1960, söngkennara og síðar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, þau eignuðust þrjú börn.

Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen (1872-1957)

  • S00236
  • Person
  • 27.05.1872-09.07.1957

Fædd í Þorgrímsbæ á Akureyri 27. maí 1872. Faðir hennar var danskur skipstjóri og fórst með skipinu James við Skotlandsströnd 1873 og móðir hannar var Lára Sigfúsdóttir. Margrét flutti með móður sinni að Veðramóti í Gönguskörðum og þaðan til Sauðárkróks. Móðir hennar giftist þar Þorvaldi Einarssyni og ólst Margrét upp hjá þeim. Margrét tók mikinn þátt í félagsstörfum og var m.a. virkur félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var 40 ár í stúkunni ,,Gleym mér ei". Jafnframt leiðbeindi hún börnum í Barnaskóla Sauðárkróks í mörg ár. Hún kvæntist Magnúsi Guðmundssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn og ólu upp þrjú fósturbörn.

Birgir Guðjónsson (1948-)

  • S00241
  • Person
  • 21.05.1948-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar kennara og Ingibjargar Kristjánsdóttur. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Arent Valgardsson Jean Claessen (1887-1968)

  • S00245
  • Person
  • 31.01.1887-21.04.1968

Sonur Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir í Reykjavík og seinni konu hans, Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Arent kvæntist Helgu Kristínu Þórðardóttur og eignuðust þau fimm börn. Hann var stórkaupmaður, forstjóri og aðalræðismaður í Reykjavík.

Helga Kristín Þórðardóttir Claessen (1889-1962)

  • S00246
  • Person
  • 30.07.1882-10.02.1962

Foreldrar: Þórður Guðmundsson og Sigríður Bjering. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Vesturgötu 10 í Reykjavík.
Maki: Arent Claessen. Þau eignuðust fimm börn. Helga var húsmóðir í Reykjavík alla sína búskapartíð.

Guðrún Eyjólfsdóttir (1936-2017)

  • S00250
  • Person
  • 4. okt. 1936 - 22. ágúst 2017

Fædd á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Húsfreyja og bókhaldari í Kópavogi. Kvæntist Ingimari Hansen verkfræðingi.

Jóhannes Runólfsson (1923-2019)

  • S00254
  • Person
  • 6. nóv. 1923 - 18. feb. 2019

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Sonur Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Vélvirki að mennt, síðast bóndi á Reykjarhóli á Bökkum. Ókvæntur og barnlaus.

Björn Þórður Runólfsson (1919-2007)

  • S00256
  • Person
  • 20. mars 1919 - 2. maí 2007

Björn Þórður Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson bændur á Dýrfinnustöðum. ,,Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á hernámsárunum var hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðlesinn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabóndinn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir "parole" á Hofstöðum. Björn hætti ekki búskap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki." Björn eignaðist eina dóttur með Sigríði Eiríksdóttur.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Erling Örn Pétursson (1945-2003)

  • S00275
  • Person
  • 11.10.1945 - 24.12.2003

Erling Örn Pétursson fæddist á Sauðárkróki þann 11. október 1945. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki og rak verslunina Tindastól á Hólavegi. Hann var síðar verslunarstjóri í Reykjavík.
Kona hans var Sigrún Skúladóttir (1952-).

Stefán Árnason (1952-2005)

  • S00276
  • Person
  • 18.12.1952 - 20.11.2005

Stefán Árnason fæddist 18. desember 1952.
Hann var framkvæmdarstjóri í prentsmiðjunni SÁST á Sauðárkróki.
Kona hans var Þórunn Oddný Þórhallsdóttir (1958-)

Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006)

  • S00278
  • Person
  • 01.02.1934 - 06.05.2006

Helga Sigríður Hannesdóttir fæddist 1. febrúar 1934.
Helga starfaði við ýmis störf, m.a. í sokkaverksmiðjunni á Sauðárkróki, Prjóna- og saumastofunni Vöku, Sauðárkróksbakarí og Matvörubúðinni.
Hún kom einnig við sögu í Alþýðuflokknum og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og sat á Alþingi sem varamaður í Norðurlandskjördæmi vestra í febrúar 1991.
Hún lék með Leikfélagi Sauðárkróks 1951-1991 og formaður félagsins um skeið.
Maður hennar var Haukur Þorsteinsdóttir (1932-1993).

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir (1921-2013)

  • S00605
  • Person
  • 7. október 1921 - 7. janúar 2013

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 7. október 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi þar, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Bogga naut föður síns ekki lengi því hann lést úr krabbameini 23. desember 1922. Guðlaug móðir hennar hélt áfram búskap með aðstoð tengdaforeldra sinna. 20. desember 1942 kvæntist Bogga Guðmundi Svavari Valdimarssyni eða Munda Valda Garðs eins og hann var kallaður og sáu þau meðal annars um rekstur Sauðárkróksbíós. Bogga og Mundi eignuðust tvær dætur og bjuggu lengst af á Bárustíg 3 á Sauðárkróki.

Árni M. Jónsson (1922-2009)

  • S00779
  • Person
  • 15. júlí 1922 - 18. nóv. 2009

Árni Magnús Jónsson fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 15. júlí 1922. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson og Margrét Jóhannsdóttir. Árni giftist Gunnhildi Hansen, þau eignuðust ekki börn. Seinni kona hans var Sigríður Björg Ögmundsdóttir, hún átti fimm börn fyrir. ,,Árni flutti til Sauðárkróks ásamt foreldrum sínum þegar hann var 12 ára. Þar bjó hann síðan. Árni vann við verslunarstörf nánast allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Í félagsmálum starfaði hann með Leikfélagi Sauðárkróks í fjöldamörg ár. Þá var hann í stjórn Verslunarmannafélags Sauðárkróks í mörg ár og formaður þess um tíma. Árni var í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju 1973-1993 og gjaldkeri hennar nær allan tímann. Hann starfaði með Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) um langt árabil og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1980."

Árni Björn Jakobsson (1924-1999)

  • S00293
  • Person
  • 8. júní 1924 - 4. maí 1999

Frá Efra-Spákonufelli. Björn var framkvæmdastjóri heildv. Páls Jóhanns Þorleifssonar sem hann rak ásamt Gunnari J. Pálssyni forstjóra. Saman stofnuðu þeir teppaverslunina Persíu. Eiginkona Björns var Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Niðurstöður 3061 to 3145 of 3637