Sýnir 3636 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Sveinn Allan Morthens (1951-)

  • S03536
  • Person
  • 10.06.1951-

Sveinn Allan Morthens, f. 10.06.1951.
Bjó í Skagafirði, var framkvæmdastjóri svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Búsettur í Reykjavík.

Jón Trausti Pálsson (1931-2019)

  • S03533
  • Person
  • 05.01.1931-20.09.2019

Jón Trausti Pálsson, f. í Nýjabæ á Hólum 05.01.1931, d. 20.09.2019. Foreldrar: Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar búsett á Laufskálum.
Trausti fluttist ungur með foreldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Hann byggði Laufskála með foreldrum sínum og þar var félagsbú þar til þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum árið 1965. Trausti gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1952. Hann fór einnig suður til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum vann hann ýmis önnur störf, svo em akstur á vörubíl og skólabíl og við ökukennslu.
Trausti og Alda brugðu búi 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Þaðan fluttu þau í Hóla 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau til 1999 er þau fluttu aftur á Sauðárkrók.
Trausti sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti rá 1980-1982 og 1990-1994. Hann var einnig virkur í starfi UMF Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hólahrepps. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd Hólakirkju. Þá átti hann sæti í stjórn byggingasamvinnufélagsins Búhölda sem byggði m.a. íbúðir við Hásæti og Forsæti á Sauðárkróki, en þau voru meðan fyrstu íbúa í Hásæti.
Maki: Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007). Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Steinar Jóhannsson (1953-2015)

  • S03532
  • Person
  • 12.06.1953-01.11.2015

"Fæddur á Dalvík 12. júní 1953, dáinn 1. nóvember 2015. Foreldrar: Jóhann Helgason (fæddur 20. nóvember 1920, dáinn 9. apríl 1963) og kona hans Valrós Árnadóttir (fædd 3. ágúst 1927), móðursystir Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingismanns.
Gagnfræðapróf Dalvík 1969. Nám í Eau Claire Wisconsin U.S.A. Memorial High 1971, Garðyrkjuskóla ríkisins 1971–1974 og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974–1979.
Garðyrkjustjóri á Akureyri 1979–1986. Umhverfisstjóri á Akureyri 1986–1999.
Stjórnarmaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar 1994–1998. Tók þátt í Evrópusamvinnunni Urban Forest and Trees 1997.
Alþingismaður Norðurlands eystra 1999–2003 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1996 (Alþýðubandalag), október–nóvember 1998 (þingflokkur óháðra), október–nóvember 2003 og október 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

  1. varaforseti Alþingis 1999–2003.
    Iðnaðarnefnd 1999–2003."

Páll Pétursson (1937-2020)

  • S03529
  • Person
  • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."

Þorsteinn Pálsson (1947-)

  • S03527
  • Person
  • 29.10.1947-

"Fæddur á Selfossi 29. október 1947. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 17. október 1916, dáinn 16. september 2007) skrifstofumaður á Selfossi og síðar í Reykjavík, hálfbróðursonur Sveins Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingigerður Nanna Þorsteinsdóttir (fædd 23. maí 1920, dáin 5. júní 1982) húsmóðir. Maki (1. desember 1973): Ingibjörg Þórunn Rafnar (fædd 6. júní 1950, dáin 27. nóvember 2011) hrl. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Börn: Aðalheiður Inga (1974), Páll Rafnar (1977), Þórunn (1979).
Stúdentspróf VÍ 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1976.
Blaðamaður við Morgunblaðið jafnframt námi frá 1970, fastráðinn blaðamaður 1974–1975. Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá júlí 1975 til 1979. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979–1983. Skipaður 16. október 1985 fjármálaráðherra, fór einnig með Hagstofu Íslands, jafnframt iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 forsætisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 11. maí 1999. Sendiherra í Lundúnum 1999–2003 og í Kaupmannahöfn 2003–2005.
Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1969–1970. Í stúdentaráði HÍ 1971–1973 og í háskólaráði 1971–1973. Formaður Orators 1972–1973. Í skólanefnd Verslunarskóla Íslands 1972–1977. Í nefnd til að endurskoða stjórnsýslu Háskóla Íslands 1973–1974. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977. Í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1979–1983. Í kauplagsnefnd 1979–1983. Í kjararannsóknarnefnd og verðlagsráði 1979–1983. Skipaður 1980 í nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um réttarstöðu og aðbúnað farandverkafólks, 1983 formaður nefndar til að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands og viðskiptabankana (bankalaganefnd), sama ár í nefnd til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og í nefnd til að gera tillögur um breytingar á skattalögum í því skyni að örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983–1991. Í Þingvallanefnd 1984–1988. Í Norðurlandaráði 1988–1991. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
Alþingismaður Suðurlands 1983–1999 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999."

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Sigurgeir Einarsson heildsali í Reykjavík

  • S03211
  • Person
  • 29.04.1871-11.04.1953

Sigurgeir Einarsson, f. að Miðkrika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 29.04.1871, d. 11.04.1953. Foreldrar: Sigríður Sigurðardóttir og Einars Einarsson. Sigurgeir ólst upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf. Hann stundaði síðan sjóðróðra um nokkurt skeið. Hann sigldi til Danmerkur og stundaði þar nám og verslunarstörf um skeið. Eftir heimkomuna vann hann við Lefolis verslun á Eyrarbakka, en 1898 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við verslun Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafnarstræti. Þegar sú verslun hætti störfum stofnaði Sigurgeir umboðsverslun sem hann starfrækti meðan heilsa leyfði. Einnig fékkst hann við útgerð um tíma. Hann var mikill bókamaður og lagði stund á ritstörf. Gaf út þrjár bækur, auk blaða- og tímaritsgreina. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945)

  • S03324
  • Person
  • 23.03.1893-11.03.1945

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd 23.03.1893, dáin 11.03.1945. Foreldrar: Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933).
Skráð húsfreyja á Tungunesi í Auðkúlusókn í Austur-Húnavatnssýslu árið 1930.

Einar Baldvin Guðmundsson (1841-1910)

  • S02187
  • Person
  • 04.09.1841-28.01.1910

Einar Baldvin Guðmundsson, f. á Hraunum í Fljótum 04.09.1841, d. 28.01.1910 í Haganesvík. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (1811-1841) bóndi, hreppstjóri og umboðsmaður á Hraunum og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir (1822-1880) frá Neðra-Ási í Hjaltadal. Guðmundur lést rúmum mánuði eftir að Einar fæddist en hann ólst upp á Hraunum með móður sinni og síðari manni hennar, Sveini Sveinssyni frá Haganesi. Hann lærði undir skóla hjá sr. Daníel Halldórsyni í Glæsibæ við Eyjafjörð en sótti ekki um skólavist í latínuskólanum eins og til stóð heldur lagði fyrir sig trésmíði, járnsmíði og skipasmíði. Bóndi á Hraunum 1866-1893 en brá búi er hann missti aðra konu sína. Var þó áfram á Hraunum næstu árin en börn hans tóku við jörðinni. Auk búsins rak Einar útgerð og gerði út á þorsk og hákarl. Einnig stundaði hann skipasmíðar og aðrar smíðar. Hann reisti stórt timburhús á Hraunum 1874-75 sem var annað í röð timburhúsa til íbúðar í sýslunni. Einnig jók hann æðarvarp á jörðinni til muna. Árið 1878 sigldi Einar til Noregs að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna, fiskverkun, bátasmíði og ýmsar tæknilegar nýjungar. Eftir heimkomuna hóf hann tilraunir með síldveiðar ásamt mági sínum, Snorra Pálssyni verslunarstjóra á Siglufirði. Einar stóð fyrir miklum brúarbyggingum í Skagafirði framundir 1890 en einnig fór hann í Borgarfjörð og byggði fyrstu stórbrúna þar, yfir Hvítá á Barnafossi. Hann smíðaði fyrstu dragferjuna hér á landi á Vesturós Héraðsvatna. Nokkru eftir að hann brá búi stofnsetti hann verslun í Haganesvík, um 1898 og rak hana í samlagi við Gránufélagið til æviloka. Einar var hreppstjóri Holtshrepps 1866-1872 og 1890-1898, oddviti 1882-1884 og 1886-1892. Sýslunefndarmaður 1874-1877 og 1889-1895. Alþingismaður Skagfirðinga 1874-1878 er hann sagði af sér þingmennsku og hélt utan til Noregs. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna og veitt verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX.
Eftir Einar liggja ýmsar greinar í blöðum, m.a. grein um bátasmíði sem birtist í Andvara.
Maki 1: Kristín Pálsdóttir (1842-1879) frá Viðvík. Þau eignuðust átta börn sem upp komust.
Maki 2: Jóhanna Jónsdóttir(1839-1893) frá Glaumbæ. Þau eignuðust eitt barn sem dó í æsku.
Maki 3: Dagbjört Magnúsdóttir (1865-1937). Þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Bergsdóttir (1867-1956)

  • S02918
  • Person
  • 14. okt. 1867 - 29. feb. 1956

Guðrún Bergsdóttir, f. á Mjóafelli í Stíflu. Foreldrar: Bergur Jónsson bóndi á Þrasastöðum í Stíflu og kona hans Katrín Þorfinnsdóttir húsfreyja. Maki 1: Magnús Gunnlaugsson (1845-1912) frá Garði í Hegranesi. Guðrún var seinni kona hans. Þau eignuðust níu börn sem upp komust. Með Magnúsi bjó Guðrún fyrst að Hamri í Stíflu, árið 1886, en ári síðar fluttu þau að Tungu í Stíflu og bjuggu þar næstu þrjú árin. Þaðan að Saurbæ í Kolbeinsdal og voru þar í ellefu ár. Árið 1901 keyptu þau Ytri-Hofdali. Magnús lést árið 1912 en Guðrún kvæntist aftur árið 1916 Sigtryggi Jóhanni Guðjónssyni sem áður hafði verið ráðsmaður á Hofdölum. Þess er getið að Guðrún hafi gengið í öll störf, svo sem vefnað, vegghleðslu, trésmíði og tóvinnu. Hún átti sæti í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1910-1914, líklega fyrst kvenna í Skagafirði til að gegna slíku trúnaðarstarfi. Sigtryggur og Guðrún eignuðust ekki börn saman en ólu upp tvo dóttursyni Guðrúnar.

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs (1930-2021)

  • S03629
  • Person
  • 27.11.1930-19.04.2021

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.

Kristín Benediktsdóttir (1867-1943)

  • S02994
  • Person
  • 16. sept. 1867 - 6. apríl 1943

Foreldrar: Benedikt Sveinsson (1826-1899) sýslumaður og alþingismaður og Katrín Einarsdóttir (1843-1914). Kristín var alsystir Einars Benediktssonar skálds. Kennslukona í Reykjavík. Kvæntist Árna Pálssyni prófessor, þau voru barnlaus. Þau skildu.

Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922)

  • S03368
  • Person
  • 22.09.1893-24.06.1922

Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. á Akureyri 22.09.1893, d. 24.06.1922. Foreldrar: Hallgrímur Hannes Sigurðsson stýrimaður á Akureyri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Sigurlaug lést af barnsförum. Hún og Brynleifur bjuggu á Akureyri.
Maki: Brynleifur Tobíasson. Þau eignuðust einn son.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981)

  • S03594
  • Person
  • 17.07.1885-07.06.1981

Guðný Jóhannsdóttir, f. 17.07.1885, d. 07.06.1981. Forleldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir. Guðný ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og Eyjafirði. Hún vann á búi þeirra á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, Staðartungu í Hörgárdal og Bakka í Öxnadal. Bjó með fyrri manni sínum á Þverá í Öxnadal 1910-1915, að hann andaðist. Hún bjó áfram á Þverá efrtir lát mans einn vetur. Hún hafði lært saumaiðn á Akureyri og stundaði hana á vetrum. Hún fluttist til Sauðárkróks 1917 ásamt börnum sínum af fyrra hjónabandi. Stundaði ýmsa vinnu, m.a. fiskvinnslu og síldarsöltun.
Maki 1: Steingrímur Stefánsson (1885-1915). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsfaðir: Ingvar Jónadab Guðbjónsson. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984). Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Tryggvason (1911-1985)

  • S03624
  • Person
  • 02.08.1911-25.09.1985

Árni Tryggvason, f. 02.08.1911, d. 25.09.1985. Foreldrar: Tryggvi Árnason trésmiður og Arndís Jónsdóttir. Árni var settur til mennta og lauk studentsprófi 1930 og lögræðiprói 1936. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík. Hann var skipaður borgardómari 1944 og gegndi því starfi til 1. maí 1945, er hann var skipaður hæstaréttardómari. Hann fékk lausn úr því embætti 24.03.1964. Gekk hann þá í utanríkisþjónustuna og var sendiherra. Fyrst hafði hann aðsetur í Stökkhólmi en síðan í Bonn og Osló. Árni var sæmdur fjölda heiðursmerkja, bæði innlendra og erlendra.

María Njálsdóttir (1917-2003)

  • S03340
  • Person
  • 07.05.1917-10.01.2003

María Njálsdóttir, f. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 07.05.1917, d. 10.01.2003. Foreldrar: Njáll SIghvatsson og Guðný Benediktsdóttir.
María var myndarleg húsmóðir en vann einnig alltaf utan heimilis. Á sumrin saltaði hún síld á Siglufirði og Raufarhöfn. María vann lengi hjá Haraldi Böðvarssyni við fiskvinnslu og niðursuðu og síðar í sokkaverksmiðju. Einnig setti hún á stofn greiðasölu sem hún rak ásamt vinkonu sinni.
Maki 1: Þórður P. Sighvats. Þau skildu.
Maki 2: Jón Gunnlaugsson. Þau eignuðust eitt barn.

Ása Jónsdóttir Norðfjörð (1883-1963)

  • S03628
  • Family
  • 11.06.1883-26.10.1963

Húsfreyja á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930. Veitingamaður á Sauðárkróki og húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón Árnason (7. okt. 1856 - 20. mars 1929)

Stefán Þorsteinn Sölvason (1841-1897)

  • S02721
  • Person
  • 1841 - 28. mars 1897

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum en fór til frænda síns Stefáns Bjarnarsonar á Geirmundarstöðum nokkru áður en móðir hans andaðist. Stefán fór að vinna fyrir sér strax eftir fermingu. Hann var bóndi á hluta af Dúki 1874-1875, Borgargerði í Borgarsveit 1875-1889 og Daðastöðum á Reykjaströnd 1889-1897. Maki: Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Þau eignuðust tvö börn.

Arngrímur Sigurðsson (1890-1968)

  • S03426
  • Person
  • 31.12.1890 - 05.12.1968

Arngrímur Sigurðsson fæddur 31.12.1890 í Dæli í Sæmundarhlíð. Dáinn 05.12.1968 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann var bóndi í Litlu-Gröf 1920-1967. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf og (Gunnvör) Guðlaug Eiríksdóttir.
Arngrímur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli til sjö ára aldurs, en eftir það í Litlu-Gröf og átti hann heima þar alla ævi síðan. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1920. Í æsku naut hann menntunar umfram það sem almennt gerðist. Hann var við nám hjá Jóni á Reynistað, svo jók hann við þekkingu sína með lestri og sjálfsnámi. Hann tók að sér mörg störf í þágu sýslu og sveitar. Hann var oddviti hreppsnefndar Staðarhrepps 1922-1966, varamaður í sýslunefnd í fjölda ára og sat oft sýslufundi, í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1933-1946, lengstum ritari félagsstjórnar, í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga lengi, allt til 1966, endurskoðandi reikninga KS 1956-1964, í skattnefnd sveitar sinnar og fræðslunefnd. Hann sat í stjórn búnaðarfélags og ungmennafélags og naut hvarvetna trausts og virðingar fyrir störf sín.
Arngrímur var giftur Sigríði Benediktsdóttur, f. 9.6.1886 á Hofi í Hjaltadal, d. 4.8.1948. Börn Arngríms og Sigríðar voru: Þórir Angantýr f. 2.1.1923, d. 20.12.2000 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Guðlaug Sesselja Arngrímsdóttir, f. 14.1.1929, d. 31.3.2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fóstursonur Arngríms og Sigríðar var: Ragnar Magnús Auðunn Blöndal f. 29.6.1918 í Stykkishólmi, d. 15.9.2010 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri.

Hjörleifur Jónsson (1890-1985)

  • S02826
  • Person
  • 2. ágúst 1890 - 9. apríl 1985

Hjörleifur Jónsson, f. 02.08.1890 á Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Gilsbakka og seinni kona hans, Aldís Guðnadóttir. Bóndi á Gilsbakka 1918-1973. Hjörleifur var vel skáldmæltur og orti töluvert. Árið 1978 kom út eftir hann ljóðabókin Mér léttir fyrir brjósti. Maki 1: Friðrika Sveinsdóttir frá Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, þau eignuðust einn son. Friðrika lést úr berklum stuttu eftir fæðingu drengsins. Maki 2: Kristrún Helgadóttir, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Kristrún fjögur börn. Einnig átti Hjörleifur fósturson, Hjörleif Kristinsson.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Félag/samtök
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Foreldrafélag Seyluhrepps

  • S03705
  • Association
  • 1982-

Foreldrafélag Seyluhrepps, stofnað 4. júlí 1982 í Varmahlíð. Tilgangur félagsins var að halda utan um reksturs dagvistarheimili fyrir börn í Varmahlíð. Húsnæði var fyrir hendi auk þess sem lærð fóstra var flutt í Varmahlíð og var tilbúin til starfa ef af stofnun félagsins yrði.
Nefndin sem sá um undirbúning fyrir stofnun foreldrafélagsins gaf kost á sér til stjórnarkjörs og var það samþykkt. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Helgu Friðbjörnsdóttur, Jóhanni Jakobssyni og Sigríði Júlíusdóttur. Til vara; Erna Geirsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Guðrún Oddsdóttir.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Félag/samtök
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Jón Jónsson (1853-1928)

  • S02815
  • Person
  • 16. nóv. 1853-21.10.1928

Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

  • S01726
  • Person
  • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Geirfinnur Trausti Friðfinnsson (1862-1921)

  • S01098
  • Person
  • 18. maí 1862 - 11. júlí 1921

Foreldrar: Friðfinnur Jónas Jónasson og Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstað í Köldukinn. Trausti kvæntist Kristjönu Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn árið 1882, þau bjuggu að Fremsta-Felli í Köldukinn 1885-1891, að Hálsi í Fnjóskadal 1891-1893 og síðan að Garði í sömu sveit 1893-1905. Fluttust þá til Skagafjarðar þar sem Trausti tók við stjórn skólabúsins á Hólum og bjuggu þar 1905-1914 og á hluta jarðarinnar 1914-1915. Fóru þá búferlum að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Trausti var sýslunefndarmaður Hólahrepps 1907-1919, hreppsnefndaroddviti 1910-1916, hreppstjóri 1914-1921. Vann að jarðamati í Skagfirði árið 1920 ásamt Jóni Konráðssyni í Bæ og Jóni Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Trausti og Kristjana eignuðust fimm börn saman, Trausti eignaðist son utan hjónabands með Dómhildi Jóhannsdóttur frá Hofi.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

  • S03739
  • Association
  • 1929 - 1969

Þann 9. mars 1938 var almennur hreppsfundur haldinn að Skálá í Fellshreppoi samkvæmt löglegri fundarboðun, þar sem rætt yrði um stofnun Fóðurbirgðafélags Fellshrepps.
Fundarstjóri var Jón Guðnason, Heiði og skrifari Pétur Jóhannsson. Eftir uppkast og umræður var það samþykkt með öllum atkvæðum án mótatkvæða.
Félagið er stofnað samkvæmt heimildar í lögum búfjárrækt og tilgangur þess er að koma í veg fyrir fóðurskort á svæðinu og að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnafóðurs.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

  • S01534
  • Person
  • 20. nóv. 1903 - 6. mars 1994

Tryggvi Guðlaugsson fæddist 20. nóvember 1903, sonur Guðlaugs Bergssonar b. á Skálá, Keldum og víðar í Sléttuhlíð og Jakobína Halldórsdóttir frá Bárðartjörn í Höfðahverfi (þau voru ekki í hjónabandi). Stjúpmóðir Tryggva var Helga Sigríður Pálsdóttir. Tryggvi var bóndi að Ysta-Hóli og síðar í Lónkoti í Sléttuhlíð. Meðfram bústörfum kom hann að ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveitunga sína og var lengi í Sýslunefnd Skagafjarðar. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir (1896-1976). Þau eignuðust 3 börn. 2 þeirra dóu við fæðingu og sonur þeirra, Oddur Steingrímur Tryggvason lést þegar hann var 24 ára. Tryggvi brá búi árið 1978 og fluttist þá á Sauðárkrók.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Félag/samtök
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Elínborg Jónsdóttir (1886-1975)

  • S00615
  • Person
  • 23. júlí 1886 - 23. júlí 1975

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og s.k.h. Guðnýjar Eggertsdóttur. Kvæntist Tómasi Gíslasyni kaupmanni á Sauðárkróki.

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966)

  • S00216
  • Person
  • 22.08.1889-08.05.1966

Dóttir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirðis í Reykjavík og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Anna Valgerða ólst upp á Sauðárkróki í stórum systkinahópi. Kvæntist Ólafi Jóhanni Gunnlaugssyni Briem, síðar framkvæmdastjóra í Reykjavík. Anna Valgerða var húsfreyja í Reykjavík og starfaði m.a. sem píanókennari.
Anna Valgerða og Ólafur maður hennar voru systkinabörn en Frederike C.J. Claessen móðir Ólafs var systir Jean Valgard Claessen.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Guðjón Sigurðsson (1908-1986)

  • S00174
  • Person
  • 03.11.1908-16.06.1986

Guðjón var fæddur að Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Þegar Guðjón var aðeins nokkurra mánaða gamall fór hann í fóstur til föðurbróður síns Sveinbjörns Sveinssonar og konu hans Önnu Hallfríðar Sölvadóttur í Hornbrekku á Höfðaströnd, síðar Á í Unadal. Í kringum árið 1928 fluttist hann til Sauðárkróks og hóf nám í bakaraiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni bakarameistara. Árið 1931 lauk hann svo iðnskóla- og sveinsprófi í bakaraiðn frá kaupmannahöfn. Eftir það kom hann aftur til Sauðárkróks og starfaði hjá Snæbirni og tók svo við rekstri bakarísins að honum látnum. Guðjón giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga og eignuðust þau saman þrjú börn. Fyrir átti Ólína fimm börn sem Guðjón gekk í föðurstað.
Guðjón tók ríkan þátt í félagsstarfi og starfaði í flestum félögum á Sauðárkróki. Árið 1946 var hann kjörinn í hreppsnefnd, síðar bæjarstjórn, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og átti þar sæti óslitið til ársins 1974. Jafnframt var hann forseti bæjarstjórnar 1958-1966.

Áhugamannafélagið Drangey

  • S03743
  • Association
  • 1959 - 1966

Sunnudaginn 5, júní 1966 voru nokkrir flekaveiðimenn við Drangey samankomnir á Sauðárkróki til þess að ræða þá hagsmunaskerðingu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna setningar laga nr. 33. 1966 um fuglaveiðar og suglafriðun en þau lög banna með öllu flekaveiðar við Drangey, þótti heldur anda köldu til sín frá hinu háa Alþingi er það samþykkti að afnema þennan aldargamla atvinnuveg Skagfirðinga og heldur " höggva sá er hlífa skyldi" , er einn af þingmönnum kjördæmisins veitti þessari lagasetningu fylgi sitt. Urðu menn ásáttir um að stofna með sér félagsskap er hafa skildi að aðalstefnumáli að stuðla að breytingu nefndra laga svo niður verði felld 1.mg. 23.gr laganna þar sem rætt er um flekaveiði. 16 menn gerðust aðillar að félagsskapnum og sunnudaginn 19.06.1966 var haldin stofnfundur áhugamanna um fuglaveiðar við Drangey lesin voru upp lög félasins þar segir í 2.gr. Tilgangur félagsins sem áhugamannafélag er að fá aflétt banni því er sett hefur verið varðandi nytjar af Drangey en á síðasta Alþingi voru sett lög nr. 33.1966 um bann við fuglaveiðum á snörufleka. ( segir í fundagjörðabók hér).

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Félag/samtök
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Félag/samtök
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Sparisjóður Hólahrepps

  • N00478
  • Opinber aðili
  • 1909 - 2004

Í gögnum einkaskjalasafns Harðar Jónssonar er handskrifað ljósrit Útdráttur úr fundargerðum málfundarfélagsins " Hjalta " viðvíkjandi sparisjóð Hólahrepps. Þar segir: Árið 1909 þann 11 júlí hafði málfundarfélagið "Hjalti " til meðferðar málefni um stofnun sparisjóðs í Hólahreppi. Kom fram eindreginn vilji fundarins að koma sjóðnum á fót. Loks var málið rætt á aðalfundi sem haldin var á Hólum 28.des.1909 og kosin stjórn sjóðsins. "Vér undirritaðir stofnendur Sparisjóðs Hólahrepps tökumst hér með á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn 500. kr ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 18 stofnfundarmenn undirrita á Hólum í Hjaltadal 28.des 1909. ( bréfsefni sett í ýmis gögn ). Gögnum ber ekki saman hvenær sparisjóður Hólahrepps var stofnaður því eins og segir í Gjörðabók Hólahrepps: Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður sparisjóður Hólahrepps í Skagafjarðasýslu, stofnendur eru fyrst um sinn 12. Eins er það tekið fram hjá Afl sparisjóð ( linkur hér að neðan ) að sparisjóður Hólahrepps hafi verið stofnaður 1907.
Sparisjóðir voru staðbundnar stofnanir sem ætlað var að þjóna ákveðnum landsvæðum, með tilgang að gefa íbúm kost á að varðveita og ávaxta peninga sína en löggjöf þeirra varð strangari og takmarkaðri en bankanna.
Sparisjóðurinn hét Sparisjóður Hólahrepps þar til síðla árs 2004, þá Sparisjóður Skagafjarðar. Samruni varð síðan með Sparisjóð Siglufjarðar 13. ágúst 2007 og hinn sama dag var samruninn samþykktur í Sparisjóði Skagafjarðar. Bókhaldslegur samruni þeirra miðaðist við 1. janúar 2008. Sameinaður sparisjóður starfaði síðan undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, þar til nafni hans var breytt í „Afl sparisjóð“ á fundi 18. apríl 2008. Í lok árs 2007, fyrir fall bankanna, námu heildareignir sparisjóðsins 8 milljörðum króna. https://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/21-kafli/.

Egill Bjarnason (1927-2015)

  • S00026
  • Person
  • 09.11.1927-15.04.2015

Egill Bjarnason var fæddur í Uppsölum í Akrahreppi, Skagafirði þann 9. nóvember 1927. Egill var Búfræðikandídat, héraðsráðunautur á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands og Ræktunarsambands Skagafjarðar um áratugaskeið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var handhafi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðursfélagi í Sögufélagi Skagfirðinga og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Egill var búsettur á Öldustíg á Sauðárkróki. Kona hans var Anna Alda Vilhjálmsdóttir (f. 1928).
Egill lést á Sauðárkróki 15. apríl 2015.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Opinber aðili
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Jón Guðmundsson (1843-1938)

  • S01556
  • Person
  • 7. ágúst 1843 - 2. feb. 1938

Foreldrar: Guðmundur Jónsson síðast b. í Brennigerði og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna á búi móður sinnar eftir að faðir hans lést. Bóndi í Brennigerði 1867-1870 og 1879-1897 er hann flutti til Sauðárkróks. Á árunum 1864-1867 og 1870-1879 var Jón þar húsmaður og leigði jörðina. Meðfram búskapnum sótti Jón sjóinn, fór á vetrarvertíðir á Suðurlandi og vorvertíðir við Drangey. Hann tók einnig allmikinn þátt í verslunarmálum, fyrst með Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg og síðar við Pöntunar- og Kaupfélag Skagfirðinga og var einn af stofnendum þess. Jón sat lengi í hreppsnefnd og var sýslunefndarmaður Sauðárhrepps hins forna frá 1887-1904 og hreppstjóri Sauðárkróks frá 1907-1920. Jón var nokkrum sinnum settur sýslumaður, hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1938.
Kona 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Naustum á Höfðaströnd, þau eignuðust tvö börn. Valgerður lést árið 1876.
Kona 2: Guðný Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn saman.
Jón eignaðist dóttur utan hjónabands með Guðbjörgu Sölvadóttur frá Skarði.

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj

Niðurstöður 3571 to 3636 of 3636