Sýnir 550 niðurstöður

Nafnspjöld
Reykjavík

Sigurður Guðmundsson (1885-1958)

  • S03132
  • Person
  • 4. maí 1885 - 21. des. 1958

Foreldrar: Guðmundur Pétursson b. á Syðri-Hofdölum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var húsasmíðameistari í Reykjavík. Teiknaði meðal annars Austurbæjarskólann og Þjóðminjasafnið. Maki: Svanhildur Ólafsdóttir.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

María Kristjánsdóttir (1905-1996)

  • S03143
  • Person
  • 10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Ingunn Árnadóttir (1922-2010)

  • S02216
  • Person
  • 19. mars 1922 - 11. maí 2010

Ingunn Árnadóttir fæddist 19. mars 1922 í Hólkoti á Reykjaströnd, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Árni Þorvaldsson og Sigurbjörg Hálfdanardóttir. Ingunn giftist árið 1947 Sverri Finnbogasyni rafvirkja, og áttu þau þrjár dætur. Ingunn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1946 og kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar 1946-1956 og svo aftur frá 1965 þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Jón Ingimarsson (1923-1989)

  • S02221
  • Person
  • 27. okt. 1923 - 2. sept. 1989

Foreldrar: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur frá Tunguhálsi og Ingimar Jónsson skólastjóri í Reykjavík. Lögfræðingur og skrifstofustjóri í Reykjavík. Kvæntist Elínu Guðmannsdóttur tannlækni, þau eignuðust þrjú börn.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Jón Brynjólfsson (1949-

  • S02315
  • Person
  • 20. okt. 1949

Geðlæknir í Reykjavík. Kvæntur Grethe Have lækni.

Ögmundur Kristinn Helgason (1944-2006)

  • S02318
  • Person
  • 28. júlí 1944 - 8. mars 2006

Ögmundur var fæddur á Sauðárkróki 8. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Sagnfræðingur, forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafnsins, kennari við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands og starfsmaður Árnastofnunar, síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Rögnu Ólafsdóttur kennara, þau eignuðust tvö börn.

Jónmundur Júlíus Halldórsson (1874-1954)

  • S02336
  • Person
  • 4. júlí 1874 - 9. júlí 1954

Jónmundur fæddist 4. júlí 1874 á Viggbelgsstöðum í Innra-Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Halldór, síðar múrari í Reykjavík og kona hans Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Jónmundur var stúdent 1896, cand. theol. 1900. Hann var settur aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík 1900, veitt Barð í Fljótum árið 1902 og Mjóafjarðarprestakall 1915. Jónmundur var settur sóknarprestur í Grunnavík árið 1918. Hann var að auki við þjónustu í Kvíabekkjarprestalakki 1906-1908, Staðarprestakalli í Aðalvík 1938-1941 og Unaðsdalssókn frá 1918 um nokkurt skeið. Hann var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1908-1915 og í Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1921. Sr. Jónmundur var einn af merkustu prestum þessa lands og sérstæður persónuleiki. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrar-Uppkoti í Kjós, þau eignuðust sjö börn.

Lárus Halldór Grímsson (1954-

  • S02346
  • Person
  • 13. des. 1954-

Lárus er tónskáld. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975. Var við nám í Hollandi árið 1979 í elektrónískum tónsmíðum. Hefur samið elektrónísk tónverk.

Júlíus J. Daníelsson (1925-2017)

  • S02348
  • Person
  • 6. jan. 1925 - 20. jan. 2017

Júlíus var sonur hjónanna Daníels Júlíussonar frá Syðra-Garðshorni og Önnu Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Svarfaðardal. ,,Júlíus stundaði búfræðinám í Uppsölum í Svíþjóð 1946-1951 og starfaði við Búnaðarfélag Íslands frá 1954. Sumarið 1959 fluttu Júlíus og Þuríður í Svarfaðardal og bjuggu lengst af í Syðra-Garðshorni til 1976. Þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Júlíus fékk starf við Búnaðarblaðið Frey og starfaði þar til starfsloka." Þann 5. júlí 1958 gekk Júlíus að eiga Þuríði Árnadóttur íþróttakennara, þau eignuðust þrjú börn.

Þór Eyfeld Magnússon (1937-

  • S02353
  • Person
  • 18. nóv. 1937-

,,Fornleifafræðingur og var þjóðminjavörður 1968-2000. Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1958 og fil.kand.-prófi í fornleifa- og þjóðháttafræði frá Uppsalaháskóla 1963. Hann gerðist síðan safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands árið 1964 og gegndi því starfi til 1968 en tók þá við embætti þjóðminjavarðar. Því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum árið 2000. Þór gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var meðal annars formaður húsafriðunarnefndar um 20 ára skeið, var í stjórn Hins íslenska fornleifafélags frá 1967 og formaður þess frá 1993, í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar um skeið og formaður Íslandsdeildar Sambannds norrænna safnmanna 1968-2000."

Guðbjörg Benjamínsdóttir (1935-2020)

  • S02630
  • Person
  • 18. maí 1935 - 23. okt. 2020

Guðbjörg Benjamínsdóttir fæddist á Hellissandi 18. maí 1935. Guðbjörg fór í Hús­mæðraskóla á Löngu­mýri í Skagaf­irði og út­skrifaðist þaðan 1955. Hún gift­ist Vil­helm Þór Júlí­us­syni, f. og bjuggu þau sér heim­ili í Vest­manna­eyj­um og síðar meir í Breiðholt­inu, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Einar Benediktsson (1864-1940)

  • S02440
  • Person
  • 31. okt. 1864 - 12. jan. 1940

,,Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir, húsmóðir. Einar gekk í Lærða Skólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent 1884. Hann fór því næst til Kaupmannahafnar og útskrifaðist sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla 1892. Einar stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn, og var sjálfur ritstjóri þess í tvö ár. Hann átti þátt í stofnun Landvarnarflokksins árið 1902 og gaf út blaðið Landvörn samhliða því. Einar átti þátt í því að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1905. Hann kom einnig að útgáfu blaðanna Þjóðin (1914–15), Þjóðstefna (1916–17) og Höfuðstaðurinn (1916–17). Einar var mikill áhugamaður um virkjun fallvatna og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Á árunum 1907–21 ferðaðist Einar mikið. Hann fór til Noregs, Edinborgar í Skotlandi, sneri aftur til Kaupmannahafnar (1908-10) en eyddi svo sjö árum í London (1910–17) áður en hann fór enn aftur til Kaupmannahafnar (1917–21), þess í milli hafði hann stuttar viðkomur á Íslandi. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík á Reykjanesskaga, þar sem hann lést 1940."
Helstu verk:
Sögur og kvæði (1897)
Pétur Gautur (1901) (Þýðing á leikriti Henrik Ibsen)
Hafblik (1906) (Kvæði)
Hrannir (1913) (Kvæði)
Vogar (1921) (Kvæði)
Hvammar (1930) (Kvæði)

Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970)

  • S02447
  • Person
  • 21. júní 1892 - 29. sept. 1970

,,Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927."

Nanna Hermannsson (1942-

  • S02468
  • Person
  • 1942-

Foreldrar: Margrét Þórunn Sigurðardóttir og Olle Hermannsson. Nanna var fædd og uppalinn í Svíþjóð. Hún fornleifafræðingur að mennt, var lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Nú búsett í Svíþjóð. Minjasafnsstjóri Stokkhólmi.

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Sveinn Einarsson (1934-

  • S02510
  • Person
  • 18. sept. 1934-

Sveinn er sonur hjónanna Kristjönu Þorsteinsdóttur píanókennara og Einars Ól. Sveinssonar prófessors og fyrrum forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Kvæntist Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, þau eignuðust eina dóttur. ,,Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin 1961 og 1962. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005." Sveinn hefur fengist mikið við ritstörf.

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Einkafyrirtæki
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Hákon Bjarnason (1907-1989)

  • S02930
  • Person
  • 13. júlí 1907 - 16. apríl 1989

Foreldrar: Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki við HÍ og Sigríður Jónsdóttir kennari við Kvennaskólann. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann 1932 fyrstur Íslendinga í þessum fræðum. Vann einn vetur sem aðstoðarmaður á Plantefysiologisk Laboratorium við sama háskóla. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands frá 1933 til loka 7. áratugarins. Kjörinn heiðursfélagi þess 1977. Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi í 42 ár, til 1977. Hákon dvaldist erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðannsóknum. Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi Hákon til 1941. Beitti sér mjög fyrir innflutningi trjátegunda til Íslands í störfum sínum sem og notkun lúpínu við landgræðslu. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins.
Maki 1: Guðrún Magnúsdóttir Þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Guðrún Bjarnason. Þau eignuðust fjögur börn.

Jakob Óskar Lárusson (1887-1937)

  • S02934
  • Person
  • 7. júlí 1887 - 17. sept. 1937

Var í Reykjavík 1910. Hóf ungur nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim árum var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað og gerðist hann einn helsti áhrifamaður. Að loknu guðfræðinámi 1910 hélt séra Jakob vestur um haf til að vera prestur meðal landa vestra um stund. Árið 1913 kom hann heim aftur, og varði þá aleigu sinni til að kaupa og flytja heim fyrstu nothæfu bifreiðina, er hingað kom til lands. Gerðist hann nú prestur að Holti undir Eyjafjöllum og kvæntist Sigríði Kjartansdóttur. Varð þeim margra barna auðið. Vafalaust var séra Jakob meðal áhrifaríkustu og vinsælustu presta sinnar tíðar. Þegar Laugarvatnsskólinn tók til starfa haustið 1928, varð séra Jakob skólastjóri þar. Hann stýrði skólanum þó aðeins einn vetur, því að um þetta leyti tók hann að kenna alvarlegs sjúkdóms, er svipti hann starfsgetu skömmu síðar og þjáði hann til æviloka.

Sigurður Bjarnason (1915-2012)

  • S02949
  • Person
  • 18. des. 1915 - 5. jan. 2012

Sigurður Bjarnason, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) hreppstjóri í Vigur og Björg Björnsdóttir (1889-1977) húsfreyja. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Maki: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Hann var ritstjóri Vesturlands 1942-59, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956-70. Hann var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963-70. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70. Sigurður var skipaður sendiherra Íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var sendiherra í Bretlandi 1976-82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982-85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indlandi, Kýpur og í Túnis 1983-85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Danmörku. Sigurður var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1938-39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941- 42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-50, formaður Blaðamannafélags Íslands 1957-58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957-58, var stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947-70 og var formaður þess 1959, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1953-59 og 1963-70, og var einn af forsetum ráðsins 1953-56, 1958- 59 og 1963-70, sat í Þingvallanefnd 1957-70 og var formaður Norræna félagsins 1965-70. Sigurður var formaður utanríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróðanefnd 1951, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961-66 og í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962-70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipaður í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960-62. Sigurður skrifaði fjölda tímarits- og blaðagreina ásamt útvarpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenningarskyni fyrir margháttuð opinber störf sín."

Hannes Hannesson (1888–1963)

  • S02956
  • Person
  • 25. mars 1888 - 20. júlí 1963

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Sigurjón Sigurðsson (1915-2004)

  • S02961
  • Person
  • 16. ágúst 1915 - 6. ágúst 2004

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Sigurður Björnsson brunamálastjóri (1876-1947) og k.h. Snjólaug Sigurjónsdóttir (1878-1930). Maki: Sigríður Kjaran. Þau eignuðust sex börn.
Sigurjón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslandds árið 1941. Hann kynnti sér skipulagningu og framkvæmd lögreglumála á Norðurlöndum og í Bretlandi árið 1948, í Bandaríkjunum árið 1952 og í Þýskalandi 1954. Starfaði um tveggja ára skeið hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands en kom svo til starfa hjá lögreglunni í Reykjarvík árið 1944 sem fulltrúi. Settur lögreglustjóri í Reykjavík frá 1. Ágúst 1947 en skipaður í embættið í febrúar 1949 og gegndri stöðunni óslitið til ársloka 1985 er hann hætti fyrir aldurssakir. Hafði yfirumsjón með Bifreiðaeftirliti Ríkisins í rúma þrjá áratugi, var skólastjóri Lögregluskóla ríkisins í tvo áratugi og kenndi við skólann nokkuð fram á áttræðisaldur. Samhliða gengdi hann setudómarastörfum í ýmsum málum. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Eftir hann liggja rit tengd lögreglustörfum og umferðamálum. Hlaut hann fjölmargar heiðursviðurkenningar, m.a. íslenska fálkaorðu og gullmerki Lögreglufélags Reykjavíkur.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Einar Baldvin Guðmundsson (1894-1977)

  • S02507
  • Person
  • 25. okt. 1894 - 7. des. 1977

Foreldrar: Guðmundur Davíðsson b. og hreppstjóri á Hraunum og k.h. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1910, stúdentsprófi frá MR 1913 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1915. Stundaði jafnframt nám í landbúnaðarhagfræði við danska Landbúnaðarháskólann til 1916. Sneri aftur heim til Íslands árið 1917 og tók við búskap á Hraunum 1918 og bjó þar til 1945. Nokkur síðustu búskaparár sín hafði Einar ekki kvikfénað og vann þá á ýmsum stöðum á vetrum. Var hann m.a. nokkra vetrarparta bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Einar sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag. Sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í þrjú, mörg ár í stjórn Samvinnufélags Fljótamanna og um tíma formaður þess. Eftir að hann brá búi og seldi jörðina flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Starfaði þar við skrifstofustörf til 73 ára aldurs og eftir það í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Einar skrifaði talsvert um hugðarefni sín, m.a. langa grein um þróun fæðuöflunar og atvinnuhátta og áhrif hennar á siðferðislega þróun mannsins og hamingju hans. Grein þessi var birt 1954. Um svipað efni fjallaði hann í bók sinni Þungir straumar sem kom út árið 1951. Hann fékkst einnig töluvert við þýðingar, veigamest af því er bókin Of Human Bondage sem fékk íslenska nafnið Fjötrar. Einar kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Þrúði Ólafsdóttur Briem.

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Sigríður Jenný Gunnarsdóttir (1900-1991)

  • S02983
  • Person
  • 21. jan. 1900 - 19. feb. 1991

Fædd á Sævarlandi á Skaga. Foreldrar: Gunnar Eggertsson (1870-1942), bóndi á Selnesi á Skaga og kona hans Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir (1862-1944). Er Sigríður Jenný var tveggja ára fluttust þau að Selnesi á Skaga. Þegar Sigríður Jenný var 18 ára fluttist hún úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Stundaði hún meðal annars hjúkrun þeirra sem glímdu við Spænsku veikina. Og gekk í hússtjórnarskóla hjá frú Ísafold Hakensen. Vann fjögur ár í Ritfangaverslun Björns Kristjánssonar. Maki: Jón Skagan (1897-1989) prestur á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Þau eignuðust tvær dætur. Einnig eignuðust þau kjördóttur, Sigríði Lister. Árið sem þau giftu sig, 1924, fluttu þau að Bergþórshvoli og bjuggu þar í 20 ár. Starfaði mikið að félagsmálum og var stofnandi Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Halldór Jónas Jónsson (1920-2010)

  • S02539
  • Person
  • 17. okt. 1920 - 21. maí 2010

Halldór var fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson kennari og Ingibjörg Snorradóttir. Að mestu leyti ólst Halldór upp hjá móðurfólki sínu að Laxfossi í Norðurárdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Halldór nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og stundaði kennslu við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík. Árið 1961 varð hann safnvörður Þjóðminjasafns Íslands og hélt þeirri stöðu þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Halldór var vinsæll prófarkalesari enda afburða íslenskumaður og liggja eftir hann ýmsar þýðingar og rit. Fyrri eiginkona Halldórs var Bodil Margarethe Shan Smidt, þau skildu, en áttu saman einn son. Seinni kona hans var Gyða Thorsteinsson.

Hólmar Magnússon (1914-1995)

  • S02550
  • Person
  • 14. okt. 1914 - 8. júlí 1995

Hólmar var fæddur á Sauðárkróki. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Málfríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni. Hólmar var stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í mörg ár. Hann var einnig húsasmiður að mennt og starfaði lengi á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Guðrún Pálína Helgadóttir (1922-2006)

  • S02568
  • Person
  • 19. apríl 1922 - 5. júlí 2006

Guðrún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson læknir og Guðrún Lárusdóttir húsfreyja. Guðrún ólst upp á Vífilsstöðum. Hún tók stúdentspróf frá MR árið 1941, kennarapróf 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1949 og doktorspróf frá háskólanum í Oxford 1968. Guðrún kenndi íslensku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í ellefu ár og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955; varð svo skólastjóri þar 1959 - 1982. Eftir Guðrúnu liggja ýmis rit, greinar og bækur. Hún þótti afburðakennari og var merkur brautryðjandi og baráttukona á sviði menntunar. Guðrún var um skeið formaður félags kvenna í fræðastörfum, Alfadeild og varð síðar heiðursfélagi og sat um tíma í stjórn Þjóðvinafélagsins. Guðrún giftist Oddi Ólafssyni lækni, þau skildu, en eignuðust son. Árið 1949 giftist hún Jóni Jóhannessyni prófessor, sem lést 1957, en þau eignuðust tvo syni. Þriðji eiginmaður Guðrúnar var Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri.

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

  • S02575
  • Person
  • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Kjartan Ragnars (1916-2000)

  • S02646
  • Person
  • 23. maí 1916 - 7. jan. 2000

Kjartan var fæddur á Akureyri 1916. Foreldrar hans voru Guðrún Johnson húsfreyja og Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1942 og árið 1949 varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður árið 1958. Árabilið 1942-1956 starfaði Kjartan í Fjármálaráðuneytinu; einnig var hann í stjórn Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Kjartan hlaut fræðimannastyrk Atlandsbandalagsins árið 1958 til rannsókna í París. Tveimur árum síðar var hann skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og Osló, en þar sat hann til 1970. Var hann deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu árið 1972 og sendifulltrúi 1983, en hann lét af störfum 1985 fyrir aldurs sakir. Kjartan kvæntist Ólafíu Þorgrímsdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Gísli Björnsson (1877-1966)

  • S02393
  • Person
  • 18.01.1877-03.03.1966

Gísli Björnsson, f. í Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi 18.01.1877, d. 03.03.1966 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Gottskálksson síðast bóndi í Kolgröf og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Gísli aflaði sér talsverðrar menntunar af sjálfsdáðum. Hann var ráðsmaður á Skíðastöðum 1901-1904 og bóndi þar 1904-1915. Reisti hann steinsteypt íbúðarhús á jörðinni árin 1909-1910, hið fyrsta sinnar tegundar í hreppnum.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir (var áður gift Hannesi Péturssyni bónda á Skíðastöðum). Þau voru barnlaus og slitu samvistir 1915. Fór Gísli þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis kaupsýslustörf og fasteignasölu. Mörg síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavíku.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Jónas Jónsson (1885-1968)

  • S02945
  • Person
  • 1. maí 1885 - 19. júlí 1968

Fæddur í Hriflu í Bárðardal. Foreldrar: Jón Kristjánsson bóndi þar og kona hans Rannveig Jónsdóttir. ,,Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1907, í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908. Kynnti sér skólamál í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi 1908–1909 með styrk úr landssjóði, dvaldist þá m. a. eitt missiri á Ruskin College í Oxford. Kennari við unglingaskólann á Ljósavatni 1905–1906. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík 1909–1918. Skólastjóri Samvinnuskólans frá stofnun hans haustið 1919–1927 og 1932–1955. Skipaður 28. ágúst 1927 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 20. apríl 1931, skipaður 20. ágúst 1931 dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Kosinn 1925 í bankamálanefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1926–1939. Í Þingvallanefnd 1928–1946. Í menntamálaráði 1934–1946. Tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936, í orðunefnd 1935–1944. Forseti Þjóðvinafélagsins 1940–1941. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934. Formaður Framsóknarflokksins 1934–1944. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938–1942. Í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu 1943."

,,Landskjörinn alþingismaður 1922–1934, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1934–1949 (Framsóknarflokkur).
Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.
Milliþingaforseti efri deildar 1932 og 1933."

,,Afkastamikill rithöfundur, skrifaði bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Samdi kennslubækur, oft endurprentaðar, og skrifaði greinar um menn og málefni: skólamál, samvinnumál, þjóðfélagsmál o. fl. — Jónas Kristjánsson annaðist útgáfu bókarinnar: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf (1965). Indriði G. Þorsteinsson skrifaði: Samtöl við Jónas (1977). Guðjón Friðriksson skrifaði ævisögu Jónasar Jónssonar í þremur bindum: Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Dómsmálaráðherrann. Ljónið öskrar (1991–1993).
Ritstjóri: Skinfaxi (1911–1917). Tímarit íslenskra samvinnufélaga (1917–1925). Samvinnan (1926– 1928 og 1931–1946). Ófeigur (1944–1956). Landvörn (1946). Landvörn (1948–1953)."

Ingibjörg Árnadóttir (1883-1979)

  • S02703
  • Person
  • 17. sept. 1883 - 1. ágúst 1979

Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)

  • S02679
  • Person
  • 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983

Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.

Guðmundur Hlíðdal (1886-1965)

  • S02799
  • Person
  • 10. feb. 1886 - 25. júní 1965

Guðmundur Hlíðdal, f. 10.02.1886 í Gröf á Vatnsnesi. Foreldrar: Jónas Jónasson og Anna Margrét Guðlaugsdóttir. Guðmundur lauk 4. bekkjar prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1904 og var síðan við nám í rafmagnsfræði í Þýskalandi til 1909. Hann var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastjórn 1914-1920 og verkfræðingur Landsímans frá 1924. Landsímastjóri var hann frá 1931 og póst- og símamálastjóri frá 1935-1956. Auk þess gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa. Maki: Karólína Þorvaldsdóttir frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau eignuðust fjögur börn.

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • S02813
  • Person
  • 13. júní 1928 - 6. mars 1997

Eyjólfur Konráð Jónsson, f. í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar: Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968) kaupmaður og kona hans Sesselja Konráðsdóttir (1896-1987) skólastjóri. Maki: Guðbjörg Benediktsdóttir (f. 17.03.1929) húsmóðir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Stúdentspróf VÍ 1949. Lögfræðipróf HÍ 1955. Hdl. 1956. Hrl. 1962. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Stuðla hf. frá stofnun þeirra 1955 til 1960. Ritstjóri Morgunblaðsins 1960–1974. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976–1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995. Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

  1. varaforseti efri deildar 1979. Ritstjóri: Félagsbréf (1955–1959). Morgunblaðið (1960–1974)."

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Emilía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988)

  • S03593
  • Person
  • 12.12.1897-07.04.1988

Emilía Jónsdóttir Bergmann, f. 12.12.1897, d. 07.04.1988. Foreldrar: Ósk Gísladóttir (1868-1956) og Jón Jónsson (1869-1962) bóndi á Eyvindarstöðum.
Maki: Sigfús Bergmann Hallbjarnarson, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Þau bjuggu í Flatey og síðar í Reykjavík.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Reynir Ludvigsson (1924-2000)

  • S01401
  • Person
  • 29.01.1924-20.08.2000

Reynir var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir og Ludvig Carl Magnússon frá Sauðárkróki. ,,Reynir kvæntist ekki en var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur, en hún og hennar fjölskylda sýndu honum ætíð tryggð og vináttu. Eftir lát móður sinnar dvaldi Reynir í fá ár hjá frændfólki sínu að Breiðabólsstað í Miðdölum, en hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árnasyni bókbandsmeistara á stríðsárunum seinni og lauk því námi ásamt iðnskóla á tilskildum tíma. Eftir námið starfaði hann síðan að iðn sinni bæði hjá meistara sínum og fleiri bókbandsfyrirtækjum eins og Félagsbókbandinu og Gutenberg. Í mörg ár starfaði Reynir við afgreiðslu hjá dagbl. "Tíminn"."

Hreiðar Ásmundsson (1929-2001)

  • S01478
  • Person
  • 18. feb. 1929 - 28. jan. 2001

Hreiðar Ásmundsson fæddist á Stóru-Reykjum (tvíburi). Foreldrar hans voru Ásmundur Jósefsson og Arnbjörg Eiríksdóttir. Hann var pípulagningarmeistari, búsettur í Reykjavík. Kvæntist Gyðu Arndal Svavarsdóttur.

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Helga Pálsdóttir Biering (1926-)

  • S01532
  • Person
  • 5. nóv. 1926-

Foreldrar hennar voru Páll Friðriksson múrari á Sauðárkróki og s.k.h. Sólveig Danivalsdóttir. Húsmóðir í Reykjavík. Kvæntist Hilmari Biering, þau eignuðust tvö börn.

Jón Friðberg Hjartarson (1947-)

  • S01554
  • Person
  • 29. júlí 1947-

Jón var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fyrsti skólameistari skólans, en skólinn var stofnaður árið 1979. Jón gegndi því starfi fram til ársins 2010. Þá var hann einn af stofnendum fréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki og lengi í ritstjórn þess.
Kona hans: Elísabet Kemp (1945-).

Ole Peter Jósefsson Blöndal (1878-1931)

  • S01566
  • Person
  • 27. sept. 1878 - 8. apríl 1931

Sonur Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og Jósefs Gottfreðs Blöndal verslunarstjóra í Grafarósi. Póstmálaritari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Fyrrverandi póstmaður á Vesturgötu 19, Reykjavík 1930.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Óskar Þórðarson (1915-1999)

  • S01609
  • Person
  • 2. maí 1915 - 12. jan. 1999

Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar kvæntist 18. október 1941 Ingunni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919, þau eignuðust sjö börn. ,,Óskar lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavíkurborgar og var þar forstöðumaður að undanteknum síðustu starfsárum sínum sem hann var skrifstofustjóri."

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Guðrún Snorradóttir (1896-1989)

  • S01615
  • Person
  • 13. ágúst 1896 - 31. des. 1989

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett að Hringveri í Hjaltadal, síðar Garðakoti í sömu sveit. Guðrún var ung þegar móðir hennar lést og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Árið 1920 fór hún til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Maki: Bjarni Sigmundsson frá Hvalskerjum í Rauðsandshreppi, f. 26.02.1898, d. 28.06.1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu og þar bjó Guðrún til dánardags.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Niðurstöður 341 to 425 of 550