Showing 659 results

Authority record
Ísland

Hólmfríður Elín Helgadóttir (1900-2000)

  • S02032
  • Person
  • 14.01.1900-22.06.2000

Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Foreldrar hennar voru þau Margrét Sigurðardóttir og Helgi Björnsson á Ánastöðum. Hólmfríður glímdi við fötlun á fæti sem talin hafa verið vegna útvortis berkla. Eftir fermingu var hún send til Jónasar læknis á Sauðárkróki og dvaldi þar í níu ár, Jónas reyndi hvað hann gat að bjarga fætinum og gerði margar aðgerðir. Fóturinn hætti að lengjast og var allt að 14 cm. styttri en hinn. Veturinn 1923-1924 dvaldi hún í Reykjavík við nám í saumaskap. Hólmfríður kvæntist árið 1924 Magnúsi Halldórssyni b. og verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sex börn. Hólmfríður missti mann sinn árið 1932 og kvæntist ekki aftur, var búsett á Sauðárkróki.

Hjálmar Sigurður Helgason (1909-2005)

  • S02036
  • Person
  • 29.08.1909-21.04.2005

Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Ásta Eygló Pálsdóttir (1938-

  • S02043
  • Person
  • 02.02.1938-

Ásta Pálsdóttir fæddist á Sauðárkróki 2. febrúar 1938 en flutti til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Ásta hefur stundað myndlistarnám víða.

Ásta Hálfdánardóttir (1939-

  • S02045
  • Person
  • 22.07.1939-

Dóttir Hálfdáns Helga Sveinssonar bílstjóra og verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Pálu Sigurrósar Ástvaldsdóttur.

Andrés H. Valberg (1919-2002)

  • S02058
  • Person
  • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Valdimar Konráðsson (1900-1986)

  • S02074
  • Person
  • 15. sept. 1900 - 4. feb. 1986

Foreldrar: Konráð Bjarnason b. í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Skráður bóndi í Brekku við Víðimýri árið 1921-1922. 1922 er hann talinn fara með foreldrum sínum frá Bakka í Hólmi til Sauðárkróks. Þar áttu þau heimili upp frá því að undanskyldum fardagaárinu 1927-1928 sem þau voru á Sjávarborg, Valdimar þá talinn vinnumaður þar. Á Sauðárkróki rak Valdimar lengi nokkurn búskap líkt og margir aðrir en sinnti jafnframt allri þeirri vinnu sem bauðst. Hann stundaði nokkuð sjó og átti um tíma trillubát í félagi með öðrum og var formaður. Lengst vann hann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga og lauk þar starfsævi sinni. Eftir lát konu sinnar bjó hann á heimilum dætra sinn og undi sér síðustu árin við hestamennsku. Kvæntist Ingibjörgu Jóhannsdóttir frá Stóru-Gröf á Langholti, þau eignuðust fimm börn.

Magnús Þórir Jónasson (1921-2002)

  • S02075
  • Person
  • 11. maí 1921 - 21. maí 2002

Magnús Þórir Jónasson fæddist á Hellu í Akrahreppi. Foreldrar hans voru Jónas Kristjánsson, f. á Þverbrekku í Öxnadal, og Stefanía Sigurðardóttir, f. í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð. ,,Magnús flutti fimm ára með foreldrum sínum til Sauðárkróks og gekk í skóla þar. Hann vann mörg ár við vitabyggingar víðsvegar um landið og síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, m.a. við trésmíðar. Magnús kvæntist árið 1960, Þóreyju Guðmundsdóttur frá Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi, þau eignuðust eina dóttur."

Svavar Einar Einarsson (1920-2008)

  • S02076
  • Person
  • 29. júlí 1920 - 16. maí 2008

Svavar Einar Einarsson fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 29. júlí 1920. Foreldrar hans voru Valgerður Jósafatsdóttir og Einar Guðmundsson b. í Ási í Hegranesi. ,,Svavar ólst upp í Ási í Hegranesi við öll almenn sveitastörf. Hann fór snemma að heiman og var bifreiðarstjóri á mjólkurbílum og langferðabifreiðum hjá Siglufjarðarleið og Norðurleið um margra ára skeið. Eftir það starfaði hann hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga í 25 ár. Svavar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og starfaði með honum meðan heilsa leyfði. Einnig var hann virkur í félagsstarfi eldri borgara." Svavar kvæntist 2. maí 1948 Margréti Selmu Magnúsdóttur frá Héraðsdal, þau stofnuðu heimili á Sauðárkróki þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Helga Jóhannesdóttir (1898-1979)

  • S02079
  • Person
  • 26. júlí 1898 - 13. nóv. 1979

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá í fóstur til móðursystur sinnar að Skáldsstöðum í Eyjafirði. Hún dvaldi þar í tvö ár, en fór þá til vandalausra hjóna að Kolgrímastöðum í Eyjafirði og var þar í tvö ár, en hvarf af þeim liðnum 1909 til Skagafjarðar til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur konu hans að Glæsibæ í Staðarhreppi. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Þar stundaði hún nám í Unglingaskóla Sauðárkróks 1915 og 1916. Árið 1919 kvæntist hún Þorvaldi Þorvaldssyni frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal. Þorvaldur lést árið 1930 og vann Helga þá öll þau störf sem til féllu til þess að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði gerðist Helga ráðskona hjá vega- og brúargerðamönnum á sumrin og einnig ráðskona á vertíðum við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum. Síðustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki. Helga starfaði í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni sýndu henni margvíslegan sóma á ýmsum tímamótum í lífi hennar, og var hún kjörin heiðursfélagi Öldunnar árið 1976. Helga og Þorvaldur eignuðust sjö börn.

Óskar Bjarni Stefánsson (1901-1989)

  • S02080
  • Person
  • 1. maí 1901 - 12. júlí 1989

Sonur Stefáns Jónssonar frá Sauðárkróki og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Mið-Grund. Óskar var aðeins 3ja ára þegar foreldrar hans lögðu í Kanada siglingu árið 1904. Óskar varð eftir í Bjarnarbæ á Sauðárkróki hjá Bjarna Jónssyni föðurbróður sínum og Guðrúnu Ósk konu hans og ólst upp hjá þeim. Kvæntist Guðrúnu Pálsdóttur, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar starfaði fyrir Síldarútvegsnefnd sem síldarmatsmaður í mörg ár víða um land en eftir það á Sauðárkróki við húsamálningar. Hann tók virkan þátt í bæjarlífinu á Króknum, var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélagsins og Ungmennafélagsins og heiðursfélagi þess, og starfaði mikið með Leikfélagi Sauðárkróks."

Margrét Gísladóttir (1896-1978)

  • S02081
  • Person
  • 22. júlí 1896 - 19. jan. 1978

Foreldrar: Gísli Ólafsson b. á Sigríðarstöðum í Flókadal og k.h. Hugljúf Jóhannsdóttir. Heimilið leystist upp þegar Margrét var fimm ára og fór hún þá í fóstur að Mósskógum, þar sem hún var fram að fermingu. Eftir fermingu dvaldi hún á ýmsum bæjum í Vestur-Fljótum. Árið 1916 kvæntist hún Valdimari Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst í Ási í Hegranesi, þar sem Valdimar hafði verið upp alinn. Síðan á Miðmói í Flókadal 1919-1921, í Garði 1921-1925 og eftir það á Sauðárkróki. Margrét og Valdimar eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.

Runólfur Jónsson (1864-1943)

  • S02082
  • Person
  • 23. júlí 1864 - 4. júní 1943

Runólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, en hóf sjósókn ungur að aldri og reri í ýmsum verstöðvum. Kom frá Akureyri til Sauðárkróks 1903 og dvaldist þar síðan til æviloka. Fyrstu árin á Sauðárkróki átti hann dálítinn bústofn og stundaði garðyrkju með góðum árangri jafnframt sjósókninni. Árið 1915 eignaðist hann einn eigin bát, fjögurra manna far, og sótti þá sjóinn fast, var oftast einn á bátnum og aflaði vel. Árið 1918 taldi hann sig hafa aflað 950 stórþorska, 2000 þyrsklinga og 7050 ýsur af ýmslum stærðum. Veiddi einnig hafsíld í net með góðum árangri. Oft herti hann mikið að afla sínum og seldi bændum fyrir landbúnaðarafurðir eða peningagreiðslur. Gaf einnig oft nágrönnum sínum sínum á staðnum og kunningjum af afla sínum. Varð fyrir trúaráhrifum frá Lárusi farandpredikara Jóhannessyni og tók eftir það að predika úti á götum Sauðárkróksbæjar og kenndi þá í anda hinnar gömlu bókstafstrúar á Biblíuna. Kvæntist Soffíu Ólafsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigmundur Sigurðsson (1905-1980)

  • S02083
  • Person
  • 26. júní 1905 - 30. nóv. 1980

Foreldrar: Sigurður Sveinsson b. á Mannskaðahóli o.v., síðast í Hólakoti og k.h. Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigmundur nokkuð Drangeyjarútgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1937-1939 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki vann hann m.a. við húsamálun hjá Guðmundi Jónatanssyni málara og setti svo upp dívanaverkstæði, þar sem hann vann um skeið. Síðast búsettur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Gunnar Björnsson (1907-1967)

  • S02084
  • Person
  • 11. jan. 1907 - 26. feb. 1967

Frá Litlu-Giljá. Bílstjóri á Sauðárkróki árið 1930, síðast búsettur þar. Kvæntist Pálu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Valgarð Björnsson (1918-2000)

  • S02087
  • Person
  • 30. nóv. 1918 - 15. okt. 2000

Fæddur á Hellulandi í Hegranesi, sonur Björns Skúlasonar veghefilsstjóri og Ingibjörg Jósafatsdóttir. Valgarð stundaði akstur bæði á eigin vegum og hjá öðrum á árunum 1942-1957. Árið 1956 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar var hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1989. Vann einnig um nokkurt skeið hjá Tengli.
Maki: Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir, f. 02.08.1921. Þau hjónin bjuggu lengt af á Skagfirðingabraut 4. Þau eignuðust fimm börn.

Jón Stefánsson (1923-2009)

  • S02088
  • Person
  • 28. apríl 1923 - 15. júní 2009

Sonur Stefáns Vagnssonar b. og skálds á Hjaltastöðum og k.h. Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri. ,,Jón fór ungur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði leigubifreiðaakstur á Bifreiðastöðinni Hreyfli, um tíma annaðist hann vöruflutninga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en var síðan verkstæðisformaður á Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki í 40 ár." Hinn 23.12. 1951 kvæntist Jón Petru Gísladóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Gíslason (1933-2012)

  • S02089
  • Person
  • 8. ágúst 1933 - 18. jan. 2012

Bjarni Gíslason fæddist í Eyhildarholti í Skagafirði hinn 8. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon bóndi í Eyhildarholti, og kona hans, Stefanía Guðrún Sveinsdóttir. ,,Bjarni bjó fyrstu ár ævi sinnar hjá foreldrum sínum í Eyhildarholti, en fór til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Bjarni var farkennari í Viðvíkursveit á árunum 1956 til 1966 og kennari við Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í þrjá vetur. Að því loknu var hann skólastjóri við Grunnskóla Rípurhrepps allt til starfsloka árið 1998. Bjarni var einnig bóndi í Eyhildarholti þar til hann fluttist til Sauðárkróks í ágúst 2000, þar sem hann bjó til æviloka." Bjarni kvæntist 8. ágúst 1966 Salbjörgu Márusdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Árni Gunnarsson (1936-

  • S02090
  • Person
  • 9. sept. 1936-

Sonur Ingibjargar Guðrúnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og Gunnars Guðmundssonar b. og rafvirkja á Reykjum á Reykjaströnd. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Reykjum. Bóndi á Reykjum og síðar verkamaður og fiskmatsmaður á Sauðárkróki, síðar rithöfundur í Reykjavík. Kvæntist Elísabetu Beck Svavarsdóttur.

Steinunn Ingimundardóttir (1938-

  • S02093
  • Person
  • 11. ágúst 1938-

Dóttir Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sveinsínu Bergsdóttur. Starfaði sem forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík. Kvæntist Jóni Guðmundssyni rafvirkjameistara frá Eiríksstöðum í Svartárdal, búsett í Kópavogi.

Björn Björnsson (1943-)

  • S02148
  • Person
  • 25. feb. 1943-

Var skólastjóri bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Kvæntur Birnu Sigurbjörgu Guðjónsdóttur.

Páll Ragnarsson (1946-2021)

  • S02151
  • Person
  • 20.05.1946 - 29.01.2021

Sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar á Sauðárkróki. Tannlæknir á Sauðárkróki.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (1918-2009)

  • S02154
  • Person
  • 10. maí 1918 - 9. júní 2009

Fædd og uppalinn í Reykjavík. Málfríður giftist 12. okt. 1946 Eðvaldi Gunnlaugssyni frá Gröf á Höfðaströnd. ,,Eðvald og Málfríður bjuggu um tíma í Kópavoginum, en fluttu árið 1954 til Sauðárkróks. Fyrstu búskaparárin á Sauðárkróki var Málfríður virkur meðlimur í leikfélaginu og tók m.a. þátt í mörgum uppákomum og leiksýningum á hinni árlegu Sæluviku Skagfirðinga. Árið 1963 stofnaði Málfríður tískuverslunina Skemmuna, sem hún rak ásamt Eðvaldi í nær 20 ár. Á Sauðárkróki gengu þau undir nöfnunum Fríða og Eddi Gull og Málfríður var aldrei kölluð annað en Fríða Edda Gull. Árið 1982 hættu þau hjónin verslunarrekstinum og fluttust aftur til Reykjavíkur." Málfríður og Eðvald eignuðust eina dóttur.

Hrafnhildur Stefánsdóttir (1937-1998)

  • S02155
  • Person
  • 11. júní 1937 - 15. júlí 1998

Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir. Fjölskyldan bjó á Hjaltastöðum fram til ársins 1942, er þau fluttust til Sauðárkróks. Hrafnhildur stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hinn 16. febrúar 1957 giftist Hrafnhildur Stefáni Guðmundssyni, þau eignuðust þrjú börn. Hrafnhildur rak um skeið eigin verslun, en lengst af starfaði hún í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki.

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

  • S02156
  • Person
  • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Sigmundur Þorkelsson (1912-1975)

  • S02157
  • Person
  • 18. feb. 1912 - 24. ágúst 1975

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og k.h. Anna Sigríður Sigurðardóttir. Sigmundur ólst upp á heimili foreldra sinna að Daðastöðum og Ingveldarstöðum, þar sem hann tók við búi að nokkru ásamt móður sinni og systkinum að föður þeirra látnum. Jafnframt sótti hann vinnu utan heimilis, þegar tök voru á. Stundaði hann sjó frá Ingveldarstöðum ásamt föður sínum að bræðrum, bæði til fiskjar og fulgaveiða við Drangey og einnig við eggjatöku þar nokkur vor í sigflokki með Maroni Sigurðssyni frá Hólakoti. Þá átti hann fast skipsrím á síldveiðibát frá Akranesi á tímum Norðurlandssíldarinnar. Bóndi á Syðri Ingveldarstöðum 1933-1944 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stundaði þar daglaunavinnu samhliða sjómennsku og var um skeið formaður á opnum vélbáti. Sigmundur starfaði um árabil hjá Þórði P. Sighvats rafvirkjameistara við rafmagn og símalagnir og mörg haust skotmaður við sláturhús K.S. á Sauðárkróki. Sigmundur var ókvæntur og barnlaus.

Hörður Pálsson (1933-2015)

  • S02158
  • Person
  • 27. mars 1933 - 15. sept. 2015

Hörður Húnfjörð Pálsson fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933. Foreldrar Harðar voru Páll Sveinbjörnsson bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sigrún Ásbjörg Fannland skáldkona. ,,Hörður ólst upp á Sauðárkróki. Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauðárkróksbakaríi til 1958, tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-63. Hann keypti þá bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starfrækti það til 1998. Hörður var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki, en það sameinaðist ungmennafélaginu Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síðar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörður gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmér-ei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Akurblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðan í kirkjukór Akraness. Hann stofnaði, ásamt þremur öðrum Skagakvartettinn 1967 og starfaði í Oddfellow-reglunni frá 1960. Hörður var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og Ellert á Akranesi 1994-2008. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2003." Hörður kvæntist Ingu Þóreyju Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Guðbjörg Sigmundsdóttir (1879-1968)

  • S02160
  • Person
  • 5. apríl 1879 - 28. júlí 1968

Foreldrar: Sigmundur Símonarson b. á Bjarnastöðum í Unadal og k.h. Rósa Stefánsdóttir. Kvæntist Sigurði Sveinssyni frá Þrastarstaðagerði, þau eignuðust níu börn sem komust á legg. Þau bjuggu á Nýlendi 1902-1903, í Þrastarstaðargerði 1903-1905 og á Mannskaðahóli 1905-1910. Síðan í húsmennsku í Hofsgerði 1910-1921 og nokkur ár eftir það á Á í Unadal. Bjuggu á Hólakoti á Reykjaströnd 1931-1937 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Gísli Gíslason (1874-1957)

  • S02161
  • Person
  • 14. feb. 1877-10. sept. 1957

Foreldrar: Gísli Jónsson b. í Lágmúla á Skaga og k.h. Þóra Jóhannsdóttir. Ólst upp í Lágmúla og bjó í samvistum við foreldra sína alla tíð. Með árunum færðust búsforráð yfir á hendur Gísla og Önnur fóstursystur hans. Lágmúli var leigujörð og árið 1927 ákvað eigandinn að selja. Gísli hafði ekki ráð á að kaupa jörðina og flutti því til Sauðárkróks og var þar búsettur síðan. Ráðskona Gísla var Anna Jónsdóttir frá Efra-Nesi á Skaga.

Þorsteinn Andrésson (1901-1990)

  • S02162
  • Person
  • 11. maí 1901 - 27. des. 1990

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Verkamaður á Sauðárkróki. Vann meðal annars við sjóróðra með Pálma Sighvats, við síldveiðar og var í vinnuflokk Þórðar Sighvats á sumrin við lagningu og viðgerðir á símalínum. Hann var þekktur skotveiðimaður. Kvæntist Sigríði Þorkelsdóttur.

Ingibjörg Árnadóttir (1885-1966)

  • S02168
  • Person
  • 6. okt. 1885 - 18. júlí 1966

Dóttir Árna Magnússonar b. á Syðra-Mallandi á Skaga og k.h. Baldvinu Ásgrímsdóttur. Rak prjónastofu á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Margrét Kristjánsdóttir (1933-2002)

  • S02176
  • Person
  • 14. des. 1933 - 18. feb. 2002

Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1933. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson smiður á Siglufirði og k.h. Sigrún Sigurðardóttir. Margrét var alin upp hjá Finnboga Bjarnasyni og Sigrúnu Eiríksdóttur föðursystur sinni. Kvæntist árið 1955 Þórhalli Stefáni Ellertssyni vélstjóra frá Akureyri, þau eignuðust þrjú börn, Þórhallur drukknaði árið 1963. Margrét giftist aftur árið 1974, Jóhannesi G. Haraldssyni vaktmanni, þau eignuðust ekki börn.

Friðrik Jón Jónsson (1925-2017)

  • S02200
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 19. júlí 2017

Friðrik Jón Jónsson fæddist á Græn­hóli í Borg­ar­sveit þann 7. ágúst 1925, sonur Jóns Eðvalds Friðrikssonar (1894-1974) og 1.k.h. Ólafíu Elísa­betar Rós­ants­dótt­ur (1897-1931). Eiginkona Friðriks var Þóra Friðjónsdóttir (1922-2005) og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik starfaði í áratugi sem trésmiður á Sauðárkróki.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Organization
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Valgarð Jónsson (1932-2016)

  • S02204
  • Person
  • 14. júlí 1932 - 7. apríl 2016

Valgarð Jónsson var fæddur á Sauðárkrók árið 1932, sonur Jóns Sigvalda Nikódemussonar, vélvirkjameistara og Önnu Friðriksdóttur, húsfreyju. Hann fór 19 ára til Ameríku og bjó þar síðan.

Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)

  • S02207
  • Person
  • 10. júní 1858 - 31. mars 1954

,,Málfríður Friðgeirsdóttir fæddist 9. júní 1859 (eða 1858, ósamræmi í heimildum) í Áshildarholti í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Friðgeir Árnason og með þeim fluttist Málfríður ung vestur í Laxárdal í Húnavatnssýslu þar sem hún ólst upp. Rúmlega tvítug fór Málfríður sem bústýra til Magnúsar Björnssonar í Selhólum og eignaðist með honum eina dóttur, Helgu (1885-1946). Þremur árum síðar eignaðist hún son, Friðrik (1888-1924), með Jóni Kaprasíussyni á Gvendarstöðum. Málfríður flutti með börn sín á Sauðárkrók og árið 1894 giftist hún Þorkeli Jónssyni beyki. Þau eignuðust ekki börn saman en ólu að mestu upp fjögur barnabörn Málfríðar, þrjú börn Helgu og son Friðriks. Að auki bjuggu gamalmenni oft á heimili þeirra. Málfríður missti son sinn þegar hann hrapaði í Drangeyjarbjargi, 36 ára að aldri. Eiginmann sinn missti hún skömmu síðar. Dóttir hennar og tengdasonur misstu bæði heilsuna, tengdasonur hennar lést langt um aldur fram en dóttirin lifði í mörg ár, að miklu leyti í sturlun, bjó ein við slæman kost á Sauðárkróki og þvældist um." ,,Kjarkur hennar og dugnaður var óbilandi allt til enda þrátt fyrir erfiðleika og áföll." Málfríður starfaði allmikið að félagsmálum, einkum bindindismálum og var heiðursfélagi í stúkunni „Gleym mér ei“ á Sauðárkróki. Málfríður var hagmælt og setti saman tækifærisvísur og kvæði sem safnað var saman á bók 1950."

Guðmundur Sigurður Jóhannsson (1958-2018)

  • S02211
  • Person
  • 15. júlí 1958 - 27. maí 2018

Foreldrar hans eru Guðmundur Jóhann Guðmundsson og Valdís Marín Valdimarsdóttir. Ólst upp í Keflavík hjá föðurforeldrum sínum, Guðnýju Klöru Lárusdóttur frá Skarði í Gönguskörðum og Guðmundi Halldórssyni. Ættfræðingur, síðast búsettur Sauðárkróki. Maki: Freyja Auður Guðmundsdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

  • S02219
  • Organization
  • 1947-

,,Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var formlega stofnað í apríl 1947 og var það fyrst um sinn varðveitt í húsakynnum Bóksafns Skagafjarðarsýslu. Árið 1946 mælti Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fyrir frumvarpi þess efnis að heimila skyldi stofnun skjalasafna í einstökum héruðum, sem myndu þó heyra undir yfirstjórn Þjóðskjalasafns Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru samþykkt í byrjun árs 1947 og í kjölfar þess var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga stofnað og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk héraðsskjalasafnsins var, og er enn, meðal annars að innheimta og varðveita opinber gögn innan Skagafjarðarsýslu. Árið 1965 var hafist handa við byggingu nýs safnahúss og flutt í hluta hússins í lok árs 1969, opnun safnsins dróst þó á langinn og var það ekki opnað almenningi fyrr en í byrjun árs 1972. Fyrsti formlegi skjalavörður við safnið var Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og gegndi hann því embætti til 1990 er Hjalti Pálsson tók við sem héraðsskjalavörður. Unnar Ingvarsson var héraðsskjalavörður frá 2000 til 2014. Núverandi héraðsskjalavörður er Sólborg Una Pálsdóttir og tók hún við því starfi árið 2014."

Ómar Bragi Stefánsson (1957-)

  • S02223
  • Person
  • 02.06.1957-

Foreldrar: Stefán Guðmundsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir. Kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Óskar Guðvin Björnsson (1957-)

  • S02224
  • Person
  • 07.07.1957-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar byggingameistara á Sauðárkróki og Margrétar Guðvinsdóttur. Skólastjóri Árskóla á Sauðárkróki. Kvæntur Erlu Kjartansdóttur, þau eiga fjóra syni.

Birgir Rafn Rafnsson (1960-

  • S02225
  • Person
  • 07.01.1960-

Sonur Arndísar Jónsdóttur og Rafns Guðmundssonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Viðskiptafræðingur, útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. Kvæntur Hrafnhildi Pétursdóttur sjúkraliða, þau eiga þrjú börn.

Árni Stefánsson (1953-

  • S02226
  • Person
  • 10.10.1953-

Íþróttakennari á Sauðárkróki. Kvæntur Herdísi Klausen hjúkrunarfræðingi.

Árni Þór Friðriksson (1964-

  • S02227
  • Person
  • 21.02.1964-

Sonur Málfreðs Friðriks Friðrikssonar skósmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Sesselju Hannesdóttur.

Gísli Sigurðsson (1964-

  • S02228
  • Person
  • 01.07.1964

Sonur Sigurðar Björnssonar og Ragnhildar Svölu Gísladóttur. Framkvæmdastjóri Tengils.

Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir (1963-

  • S02230
  • Person
  • 30.04.1963-

Dóttir Báru Þórönnu Svavarsdóttur og Ólafs Axels Jónssonar. Bóndi á Ríp í Hegranesi. Kvænt Birgi Þórðarsyni, þau eiga fjögur börn.

Ingimar Jónsson (1957-

  • S02232
  • Person
  • 10.05.1957-

Sonur Jóns Stefánssonar verkstæðisformanns á Sauðárkróki og k.h. Petru Gísladóttur.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Eiríkur Sverrisson

  • S02234
  • Person
  • 29.08.1965-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Nuddari.

Örn Ragnarsson (1959-

  • S02235
  • Person
  • 13. mars 1959-

Sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar. Læknir á Sauðárkróki.

Ingvi Geirmundsson (1959-

  • S02236
  • Person
  • 22. sept. 1959-

Sonur Guðríðar Önnu Guðjónsdóttur frá Nýlendi í Deildardal og Geirmundar Jónssonar frá Grafargerði. Læknir.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Ólöf Svandís Árnadóttir (1960-

  • S02245
  • Person
  • 24.01.1960-

Dóttir Árna Guðmundssonar frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Svanfríðar Guðrúnar Þóroddsdóttur. Búsett á Sauðárkróki. Kvænt Stefáni Jónssyni frá Gauksstöðum, þau eiga fjórar dætur.

Birgir Örn Hreinsson (1961-

  • S02246
  • Person
  • 25.10.1961

Sonur Hreins Þorvaldssonar og Guðrúnar Þrúðar Vagnsdóttur. Ökukennari á Sauðárkróki.

Vigdís Gunnarsdóttir Blöndal (1963-

  • S02248
  • Person
  • 12. apríl 1963

Dóttir Gunnars Flóventssonar Blöndal og Halldóru Hafdísar Karenar Hallgrímsdóttur frá Siglufirði.

Tómas Dagur Helgason (1961-

  • S02249
  • Person
  • 26. okt. 1961-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar.

Margrét Sæmundsdóttir (1960-

  • S02250
  • Person
  • 27. des. 1960-

Dóttir Sæmundar Árna Hermannssonar frá Ysta-Mói og Ásu Sigríðar Helgadóttur frá Vestmannaeyjum. Hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Gunnar Flóventsson Blöndal (1933-2018)

  • S02257
  • Person
  • 26. júlí 1933 - 25. maí 2018

Sonur Flóvents Marinó Albertssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur Blöndal. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Halldóru Hafdísi Kareni Hallgrímsdóttur frá Siglufirði, þau eignuðust tvö börn. Þau skildu. Seinni kona Gunnars var Ingibjörg Ólafía Gunnarsdóttir frá Tálknafirði. Þau skildu.

Atli Víðir Hjartarson (1966-

  • S02260
  • Person
  • 11. mars 1966-

Sonur Rannveigar Aðalbjargar Jóhannesdóttur og Hjartar Vilhjálmssonar á Sauðárkróki. Framhaldsskólakennari á Sauðárkróki.

Friðrik Steinsson (1968

  • S02262
  • Person
  • 12.09.1968-

Sonur Steins Þ. Steinssonar fyrrum héraðsdýralæknis í Skagafirði og k.h. Þorgerðar Friðriksdóttur. Búsettur að Hofi í Hjaltadal.

Eyjólfur Sverrisson (1968-

  • S02263
  • Person
  • 03.08.1968-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Fyrrum knattspyrnumaður. Framkvæmdastjóri. Kona hans er Anna Pála Gísladóttir, grunnskólakennara.

Hólmar Ástvaldsson (1967-

  • S02264
  • Person
  • 29. apríl 1967-

Sonur Þórdísar Einarsdóttur og Ástvaldar Guðmundssonar rafvirkjameistara. Viðskiptafræðingur.

Þorgerður Sævarsdóttir (1966-

  • S02265
  • Person
  • 08.08.1966-

Dóttir Sævars Einarssonar og Guðlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur á Sauðárkróki.

Björn Jóhann Björnsson (1967-

  • S02267
  • Person
  • 20.05.1967-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar og Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur. Blaðamaður í Kópavogi.

Sverrir Sverrisson (1969-

  • S02269
  • Person
  • 31.12.1969-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur.

Guðbjartur Haraldsson (1970-

  • S02271
  • Person
  • 1. maí 1970-

Sonur Haraldar Guðbergssonar og Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Búsettur í Kópavogi.

Ragnar Pálsson (1972-

  • S02272
  • Person
  • 10.08.1972-

Sonur Páls Ragnarssonar tannlæknis á Sauðárkróki og Margrétar Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings. Kjötiðnaðarmaður á Sauðárkróki.

Héðinn Sigurðsson (1971-

  • S02274
  • Person
  • 18. maí 1971-

Sonur Önnu Rósu Skarphéðinsdóttur og Sigurðar Ágústssonar.

Stefán Vagn Stefánsson (1972-

  • S02275
  • Person
  • 17.01.1972-

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur. Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi Vestra.

Brynjar Pálsson (1936-

  • S02280
  • Person
  • 10. júní 1936-

Ólst upp á Sauðárkróki hjá móðurforeldrum sínum þeim Júlíusi Pálssyni og Brynhildi Jónsdóttur. Kvæntist Vibekku Bang árið 1963, þau eignuðust tvo syni. Þau ráku Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005. Búsettur á Sauðárkróki.

Þorsteinn Sævar Jensson (1958-1994)

  • S02283
  • Person
  • 2. júlí 1958 - 15. feb. 1994

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari í Borgarnesi.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010)

  • S02285
  • Person
  • 11.09.1922-02.01.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir var fædd 11. september 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Sigurður Þórðarson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Nautabúi, síðar Sauðárkróki, og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir. Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni (1915-2004) og áttu þau saman sjö börn. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún giftist Guðjóni. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf en síðan tóku við skyldur og störf á stóru heimili. Hún var félagi í Kirkjukór Sauðárkróks í mörg ár og starfaði í Kvenfélagi Sauðárkróks um árabil. Þá lagði hún ýmsum félögum lið ekki síst þeim sem tengdust félagsstarfi eiginmannsins. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við Sundlaug Sauðárkróks til starfsloka.

Sigríður Jensdóttir (1957-

  • S02286
  • Person
  • 24.01.1957-

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari á Sauðárkróki.

Guðmundur Heiðar Jensson (1958-

  • S02287
  • Person
  • 02.07.1958-

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari á Sauðárkróki.

Ingibjörg Jósafatsdóttir (1940-

  • S02289
  • Person
  • 13.05.1940-

Foreldrar: Jónanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofsósi og Jósafat Sigfússon frá Gröf á Höfðaströnd. Kvæntist Sveini M. Friðvinssyni, þau eignuðust þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Svava Svavarsdóttir (1950-

  • S02290
  • Person
  • 14.09.1950-

Foreldrar: Svavar Ellertsson frá Holtsmúla og Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Eyrarbæ á Sauðárkróki.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Results 341 to 425 of 659