Showing 6397 results

Authority record

Haukur Björnsson (1940-)

  • S00490
  • Person
  • 20.07.1940-

Bóndi í Bæ á Höfðaströnd á árunum 1959-1974. Kvæntist Áróru Heiðbjörtu Sigursteinsdóttur. Seinni sambýliskona var Margrét Björney Guðvinsdóttir.

Sigurður Jóhannesson (1916-1947)

  • S00488
  • Person
  • 03.08.1916-03.03.1947

Sigurður ólst upp í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson b. á Giljalandi í Haukadal og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sigurður stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1935-1937, gagnfræðaskólann í Reykjavík 1937-1938 og Samvinnuskólann í Reykjavík 1938-1939. Hann var barnakennari í Dalasýslu og Strandasýslu 1939-1941. Einnig vann hann við fjárgæslu, vegavinnu og sjómennsku. Var fulltrúi verðlagsnefndar í Reykjavík 1941-1942 og kaupfélagsstjóri í Haganesvík 1942-1945. Var við nám í Stokkhólmi veturinn 1945-1946 þar sem hann kynnti sér m.a. starfsemi samvinnufélaga og markaðsmál sjávarafurða. Þegar heim kom tók hann ásamt öðrum við rekstri síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði eitt sumar. Skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1946-1947. Sigurður kom einnig talsvert að félagsmálum og ýmsum framkvæmdum. Árið 1944 kvæntist hann Jóneyju Björgu Sæmundsdóttur frá Austara-Hóli í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurlína Kristín Kristinsdóttir (1958-)

  • S00486
  • Person
  • 13.01.1958-

Foreldrar hennar voru Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir og Kristinn Jónasson. Foreldrar Sigurlínu bjuggu bæði í Tungu og á Knappstöðum í Stíflu. Sigurlína kvæntist Hauki Ástvaldssyni (1950-2011), þau hófu búskap á Deplum í Stíflu 1974, þau eignuðust þrjár dætur. Sigurlína er nú búsett á Sauðárkróki.

Axel Guðmundsson (1924-2007)

  • S00485
  • Person
  • 09.09.1924-27.04.2007

Axel Guðmundsson fæddist á Bakka á Bökkum í Vestur-Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ólöf Anna Björnsdóttir. ,,Axel bjó á Neskoti í Fljótum með móður sinni og uppeldisföður, Hafliða Eiríkssyni, f. 1895, d. 1979. Þau fluttust á Akranes 1953 og síðan til Reykjavíkur árið 1960. Axel kvæntist árið 1973 Rannveigu Jónsdóttur frá Brjánsstöðum á Skeiðum, f. 1922. Axel vann margvísleg störf eftir að hann kom til Reykjavíkur. Hann vann lengi í timburverslun Völundar, síðan keyrði hann bíl á vegum hreinsunardeildar Borgarinnar og síðustu árin vann hann sem meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg."

Margrét Friðrika Evaldsdóttir Hemmert (1907-1989)

  • S00483
  • Person
  • 11.01.1907 - 29.01.1989

Margrét Hemmert fæddist á Skagaströnd 11. janúar 1907.
Hún var tannsmiður á Blönduósi, Sauðárkróki, Seyðisfirði og síðar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Maður hennar var Eysteinn Bjarnason (1902-1951).

Louis Emil Popp (1898- óvitað)

  • S00480
  • Person
  • 31.12.1898-óvitað

Sonur Christian Popp og Paula Popp. Deildarstjóri í Kaupmannahöfn, kvæntur Inger Björg Thaae.

Ingrid Hansen (1884-1960)

  • S00479
  • Person
  • 31.12.1884- jan 1960

Ingrid dvaldi hjá Popp fjölskyldunni á Sauðárkróki á árunum 1905-1910 og aftur 1910-1912.

Paula Anna Lovise Popp (1878-1932)

  • S00478
  • Person
  • 23.09.1878-15.04.1932

Fædd í Danmörku. Kvæntist Christian Popp kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Þorsteinn Sigurðsson (1859-1921)

  • S00476
  • Person
  • 18.09.1859- 04.03.1921

Þorsteinn fæddist 18. september 1859 á Laugalandi í Þelamörk. Faðir: Sigurður Sigurðsson (1829-1894), járnsmiður og bóndi víða í Eyjafirði og Skagafirði. Móðir: Lilja Jónsdóttir (1827-1874). Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum. Vorið 1865 reistu foreldrar hans bú á Bólu í Blönduhlíð og bjuggu þar og í Hjaltastaðakoti til ársins 1874. Það ár lést móðir hans og brá þá faðir hans búi. Talið er að Þorsteinn hafi þá snúið sér að smíðanámi og því næst haldið til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms. Líklega kom hann heim árið 1880. Árið 1881 var hann að við smíðar á Bergstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1882 flutti hann til Sauðárkróks og þar byggði hann sér hús (Þorsteinshús) og smíðaverkstæði. ,,Eftir að Þorsteinn settist að á S.króki og um aldarfjórðungs skeið, var hann höfuðsmiður héraðsins. Á því tímabili tók hann marga sveina til kennslu og tók árlega að sér smíði marvíslegra timburbygginga, bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslu austanverðri. Þá á meðal byggingu margra bæjar- og íbúðarhúsa, margra kirkna, svo sem Sauðárkrókskirkju og Blönduóskirkju. Byggði brýr á allmörg vatnsföll í Skagafjarðarsýslu. ... Hjá honum lærðu jafnframt margir, sem við tóku síðar, er hann hvarf á brott. Vorið 1907 flutti hann til Vesturheims.
Þorsteinn kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur (1849-1918) frá Yzta-Hóli í Sléttuhlíð árið 1890. Þau áttu saman einn son, Hrólf (1892-1966) en árið 1921 var hann bóndi á Bifröst, Selkirk, Mainitoba, Kanada.

Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920)

  • S00475
  • Person
  • 22.10.1866-25.01.1920

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Sigrún Sigurðardóttir (1910-1988)

  • S00474
  • Person
  • 16.10.1910-23.09.1988

Sigrún var fædd á Ísafirði, foreldrar hennar voru Sigurður Þorvaldsson b. og hreppstjóri á Sleitustöðum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Sigrún kvæntist Óskari Gíslasyni frá Miðhúsum, þau eignuðust tvö börn.

Svavar Helgason (1920-2005)

  • S00472
  • Person
  • 30.08.1920-15.02.2005

Svavar fæddist á Hamri í Fljótum 30. ágúst 1920. Foreldrar hans voru Gunnhildur Kristjánsdóttir húsmóðir og Helgi Kristinsson smiður á Siglufirði. Svavar kvæntist 30. ágúst 1945 Gunnhildi Magnúsdóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Svavar gekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, síðan í Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1939. Hann vann lengst af við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Svavar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks."

Ása Sigríður Helgadóttir (1930-2015)

  • S00471
  • Person
  • 18.03.1930-05.07.2015

Ása Sigríður Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 18. mars 1930. Foreldrar Ásu Sigríðar voru hjónin Ellen Marie Torp Steffensen frá Kalundborg í Danmörku og Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Hinn 26. janúar 1952 giftist Ása Sæmundi Árna Hermannssyni frá Ysta Mói í Fljótum, þau eignuðust sjö börn. ,,Ása og Sæmundur bjuggu fyrstu búskaparár sín í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Kópavogi. Árið 1957 fluttu þau til Sauðárkróks. Fyrstu árin bjuggu þau í Skógargötu 18 en árið 1967 byggðu þau sér stórt og fallegt heimili á Skagfirðingabraut 47. Sem ung kona í Vestmannaeyjum vann Ása við skrifstofustörf. Er hún flutti til Sauðárkróks var hún heimavinnandi fyrstu árin en síðar vann hún nokkur ár í fiski. Flest ár sín á vinnumarkaði starfaði Ása sem launafulltrúi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ása var alla tíð virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hún söng mikið með kórum á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum og síðar í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju og kór eldri borgara í Skagafirði. Hún sat í barnaverndarnefnd Suðárkróks um árabil. Seinni árin var hún einnig virkur félagi í Kvenfélaginu Heimaey sem er félagsskapur brott fluttra kvenna frá Vestmannaeyjum."

Jens Þorkell Halldórsson (1922-1992)

  • S00466
  • Person
  • 01.04.1922-11.05.1992

Jens Þorkell Halldórsson, f. í Súðavík 01.04.1922, d. 11.05.1992. Foreldrar: Halldór Guðmundsson, f. 09.02.1888 og Sigrún Jensdóttir, f. 20.12.1891. Þorkell ólst upp á Súðavík hjá foreldrum sínum fyrstu árin en fór síðan til Sr. Ólafs Ketilssonar á Hvítanesi við Ísafjarðardjúp og fermdist þaðan. Þaðan fór hann um tíma til móðursystur sinnar á Akureyri en síðan Vogum í Kelduhverfi til Þórarins Þórarinssonar og Jóhönnu Haraldsdóttur, þar sem hann átti heima næstu árin. Hann gekk í barnaskólann í Súðavík og fór í unglingaskóla í Núpasveit í N-Þigeyjarsýslu og síðar í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal veturnar 1946-1948. Eftir það var hann einn vetur fjósamaður á Hólum. Hann vann við landbúnaðarstörf, vegavinnu og við sláturhússtörf í N-Þingeyjarsýslu. Lengst af vann hann á þungavinnuvélum hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, árin 1949-1989. Á yngri árum var hann virkur meðlimur ungmennafélaga, fyrst með Ungmennafélaginu Leifi í N-Þingeyjasýslu og síðar með Ungmennafélaginu Hjalta í Hjaltadal, er hann var við nám í Bændaskólanum á Hólum.
Maki: Eiríka Alfreðsdóttir, f. 31.06.1027, d. 1970. Hún var frá Þýskalandi. Þau eignuðust þrjú börn. Fjölskyldan bjó á Sauðárkróki að undanskildum tveimur árum í Þýskalandi. Fyrir átti Þorkell dóttur með Dagbjörtu Jónsdóttur og einnig átti hann fyrir einn son.

Jóhanna Lárentsínusdóttir (1926-)

  • S00465
  • Person
  • 16.09.1926

Frá Stykkishólmi. Var sambýliskona Erlendar Hansen til 36 ára. Þau stofnuðu og ráku saumastofuna Vöku á Sauðárkróki frá 1972-1988.

Snorri Stefánsson (1878-1967)

  • S00950
  • Person
  • 23. des. 1878 - 23. júní 1967

Fæddur á Páfastöðum. Foreldrar hans voru Stefán Jónasson og Guðrún Ólafsdóttir. Móðir hans giftist síðar Alberti Kristjánssyni b. og oddvita á Páfastöðum. Snorri ólst upp hjá móður sinni og stjúpa á Páfastöðum fram yfir fermingaraldur. Útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1896, stundaði farkennslu á árunum 1902-1907. Lengst af bóndi í Stóru-Gröf á Langholti. Kvæntist Jórunni Sigurðardóttur frá Litlu-Gröf, þau eignuðust fimm börn.

Guðrún Lovísa Snorradóttir (1925-2010)

  • S00463
  • Person
  • 27. febrúar 1925 - 31. mars 2010

Guðrún Lovísa Snorradóttir, f. 27.02.1925 í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði, d. 31.03.2010 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir, ábúendur í Stóru-Gröf. Guðrún var yngst þriggja systkina sem upp komust. Guðrún ólst upp í Stóru-Gröf til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Sauðárkrók. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki en á sumrin dvöldu þau í Stóru-Gröf. Árið 1947 hóf hún búskap með Pálma Sigurðssyni og þau giftu sig árið 1953. Þau eignuðust 3 börn.

Gyða Jónsdóttir (1924-2011)

  • S00462
  • Person
  • 4. ágúst 1924 - 17. janúar 2011

Var á Sauðárkróki 1930. Heimilisiðnaðarkennari á Blönduósi, síðar húsfreyja í Reykjavík.

Ingibjörg Óskarsdóttir (1924-2011)

  • S00461
  • Person
  • 26.10.1924-24.07.2011

Ólst upp á Sauðárkróki. Kvæntist Jóni Dagssyni Jóhannssyni múrarameistara á Sauðárkróki, síðar í Kópavogi.

Júlíus Friðriksson (1924-1994)

  • S00459
  • Person
  • 31.01.1924-23.04.1994

Var á Sauðárkróki árið 1930, varð síðar rafvirkjameistari í Reykjavík

Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup (1925-2012)

  • S00205
  • Person
  • 25.07.1925-28.06.2012

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Jón Tómasson (1924-2016)

  • S00456
  • Person
  • 27. sept. 1924 - 12. des. 2016

Jón fæddist á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki og kona hans Elínborg Jónsdóttir. Jón kvæntist 21. júní 1947 Önnu Árnadóttur, þau eignuðust fimm börn. ,,Jón var stúdent frá MA 1946. Nam leðuriðnað við Cordwainers Technical College í London 1947-48. Framkvæmdastjóri Nýju skóverksmiðjunnar hf. í Reykjavík 1948-1958 og Múlalundar vinnustofu Öryrkjabandalags SÍBS í Reykjavík 1959-1964. Stofnaði heildverslunina Hoffell sf. ásamt Magnúsi Péturssyni og Klæðagerðina Elízu ásamt fleirum. Rak einnig um tíma Skótízkuna og Elízubúðina ásamt eiginkonu sinni."

Hjálmar Jónsson (1950-)

  • S00455
  • Person
  • 17.04.1950-

Fæddur í Borgarholti í Biskupstungum 17. apríl 1950. Foreldrar: Jón Óli Þorláksson járnsmiður og kona hans Árveig Kristinsdóttir. Maki: Signý Bjarnadóttir (fædd 9. júlí 1949).
Nám: Stúdentspróf MA 1971. Guðfræðipróf HÍ 1976. Framhaldsnám í St. Paul í Bandaríkjunum 1993.
,,Sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1976–1980. Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli síðan 1980, prófastur síðan 1982. Vann við löggæslu, fangavörslu, sjómennsku o.fl. Kenndi við Húnavallaskóla, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í ritstjórn landsmálablaðsins Feykis frá stofnun, í stjórn Prestafélags Hólastiftis. Í Hólanefnd frá 1982, formaður 1982–1987. Í fræðsluráði Norðurlandsumdæmis vestra frá 1982. Í skólanefnd Sauðárkróks 1982–1994, formaður lengst af. Í sálmabókarnefnd frá 1985. Í útvarpsráði 1991–1995. Í útvarpslaganefnd frá 1992. Í nefnd um endurskoðun laga um mannanöfn. Í nefnd um jöfnun námskostnaðar. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1995–1999. Í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1997 og í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins síðan 1998. Alþingismaður Norðurlands vestra 1995–2001 (Sjálfstæðisflokkur). Varaþingmaður Norðurlands vestra október og nóvember 1991, mars–apríl 1992, febrúar–mars og mars 1993, mars, október og desember 1994, janúar 1995. Fjárlaganefnd 1995–2001, allsherjarnefnd 1995–2001, landbúnaðarnefnd 1995–2001 (formaður 1999–2001), kjörbréfanefnd 1999–2001, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2001." Hjálmar hefur einnig ort ljóð og sálma sem birst hafa í Sálmabókarviðbæti og samið smásögur og greinar um ýmis efni.

Einar Sigtryggsson (1924-2016)

  • S00454
  • Person
  • 08.09.1924-14.03.2016

Einar fæddist í Sólheimagerði í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Sigtryggur Einarsson og Ágústa Jónasdóttir. Fyrstu árin ólst Einar upp í Héraðsdal en flutti svo með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Kona Einars var Guðrún Gunnarsdóttir frá Ábæ, þau eignuðust þrjú börn. Einar og Guðrún bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Einar var húsasmíðameistari og vann við þá iðn alla tíð. Sem ungur maður vann Einar við vitasmíðar víða um land. Einar lærði hjá Sigurði Sigfússyni húsasmíðameistara og vann hjá honum um tíma. Þá vann hann á Trésmíðaverkstæði KS um árabil. Einar stofnaði ásamt sonum sínum fyrirtækið Raðhús ehf. og byggðu þeir feðgar íbúðir og verslunarhúsnæði á Sauðárkróki. Þá stofnaði Einar ásamt fjölskyldu sinni verslunina Hlíðarkaup og vann hann þar til 85 ára aldurs. Einar var ötull félagsmálamaður. Hann starfaði í ýmsum félögum, m.a. í Alþýðuflokknum, Skákfélagi Sauðárkróks, Hestamannafélaginu Léttfeta og Iðnsveinafélagi Skagafjarðar. Einar hafði yndi af ljóðum og kveðskap, sjálfur var hann vel hagmæltur."

Valtýr Jónsson (1924-2000)

  • S00451
  • Person
  • 10.12.1924-19.07.2000

Valtýr Jónsson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jósafatsdóttir og Jón Jónsson Skagfirðingur. Valtýr starfaði sem sölumaður í Reykjavík.

Sæmundur Árni Hermannsson (1921-2005)

  • S00453
  • Person
  • 11.05.1921-12.08.2005

Sæmundur Árni Hermannsson fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri og Elín Lárusdóttir. ,,Sæmundur stundaði bústörf á unglingsárunum, var í vegavinnu, í síldarvinnu á sumrin og á vertíð í Keflavík. Hann var síðar með bílaútgerð í Fljótum. Sæmundur flutti til Vestmannaeyja 1950, var þar hótelstjóri og síðan tollvörður, tollvörður á Þórshöfn á Langanesi sumarlangt og loks á Keflavíkurflugvelli. Sæmundur flutti til Sauðárkróks 1957 og var tollvörður þar um árabil. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga í ársbyrjun 1961 og gegndi því til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sæmundur helgaði sig hrossarækt eftir að hann flutti í Skagafjörð og rak hrossaræktarbú að Ytra-Skörðugili frá árinu 1971. Sæmundur var alla tíð virkur félagi í Framsóknarflokknum, sat m.a. í bæjarstjórn Sauðárkrókskaupstaðar fyrir flokkinn. Þá var hann virkur félagi í Lionshreyfingunni og fyrsti forseti hennar á Sauðárkróki. Sæmundur var einn af stofnendum félags eldriborgara á Sauðárkróki og fyrsti formaður þess." Sæmundur Árni kvæntist 26. janúar 1952 Ásu Sigríði Helgadóttur frá Vestmannaeyjum, þau eignuðust sjö börn.

Guðvarður Sigurðsson (1917-1994)

  • S00452
  • Person
  • 11.02.1917-18.05.1994

Fæddist í Hofsgerði á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Sigmundsdóttir. Guðvarður var þríburi. Starfaði sem bakari í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Magnús Gunnarsson (1887-1955)

  • S00446
  • Person
  • 01.01.1887 - 10.07.1955

Magnús Gunnarsson fæddist í Vík í Staðarhreppi 1. janúar 1887. Hann var sonur Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Magnús var bóndi í Utanverðunesi í Rípurhreppi, Skagafirði 1914-1955 og hreppstjóri þar 1942-1955.
Systir hans, Sigurbjörg var ráðskona hjá honum og sinnti einnig bústörfum.
Ókvæntur og barnslaus.
Magnús lést í Utanverðunesi 10. júlí 1955.

Gunnhildur Abelína Magnúsdóttir (1926-2012)

  • S00444
  • Person
  • 27.04.1926-28.04.2012

Fæddist á Sauðárkróki 27. apríl 1926. Foreldrar hennar voru Steinunn Ingibjörg Ólafsdóttir og Magnús Konráðsson. Fósturforeldrar hennar frá sex mánaða aldri voru Gunnhildur Andrésdóttir húsmóðir og Abel Jónsson sjómaður, búsett á Sauðárkróki. Gunnhildur giftist 30. ágúst 1945 Svafari Helgasyni. Þau eignuðust tvær dætur. Gunnhildur starfað lengst af hjá Pósti og síma á Sauðárkróki. Hún var félagi í kirkjukór Sauðárkrókskirkju í 40 ár og virkur félagi í félagsstarfi á Sauðárkróki um árabil.

Hallfríður Ingibjörg Egilsdóttir (1945-)

  • S00443
  • Person
  • 15.04.1945

Hallfríður Ingibjörg Egilsdóttir fæddist 15. apríl 1945.
Hún var dóttir Jóhanns Egils Sigurðssonar og Dýrfinnu Gunnarsdóttur.

Erla Björg Magnúsdóttir (1943-)

  • S00441
  • Person
  • 29.06.1943

Erla Björg Magnúsdóttir fæddist 29. júní 1943.
Maður hennar: Hafþór Sigurbjörnsson (1949-).

Lúðvík Kemp (1889-1971)

  • S00440
  • Person
  • 08.08.1889-30.07.1971

Lúðvík Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Lúðvíksdóttir Kemp. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt vegaverkstjóri. Síðan bjó hann á Akureyri í tvö ár en flutti þá til Skagastrandar þar sem hann stundaði skrifstofustörf í mörg ár. Kemp var landsþekktur hagyrðingur á sinni tíð en ekki þótti kveðskapur hans eiga við í fínni selskap.

Valdimar Pétursson (1911-1968)

  • S00437
  • Person
  • 02.04.1911-05.04.1968

Sonur Péturs Hannessonar og Sigríðar Jónsdóttur á Hlíðarenda við Sauðárkrók. Þau slitu samvistum þegar Valdimar var átta ára gamall og eftir það fylgdi hann föður sínum. Þegar hann var um tvítugt flutti hann til móður sinnar á Sauðárkróki og gerði þaðan út bát með bróður sínum. Sigurður vann ýmis störf, m.a. við múrverk, vegagerð, á sláturtíð og á eigin verkstæði þar sem hann smíðaði dívana. Valdimar sat lengi í stjórn Vmf. Fram og var formaður þess um skeið. Þá var hann fulltrúi á þingum ASÍ og lengi einn af forvígismönnum Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks. Valdimar kvæntist Herdísi Sigurjónsdóttur frá Sigríðarstöðum í Fljótum, þau eignuðust þrjú börn.

Svavar Sigpétur Guðmundsson (1905-1980)

  • S00434
  • Person
  • 05.12.1905-06.06.1980

Svavar ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldum í Stefánsbæ á Sauðárkróki. Hann gekk í barnaskóla Sauðárkróks, sem var hans eina skólaganga. Sem unglingur gekk hann til hverskonar starfa eins og þá var títt og varð gjaldgengur til margskonar verka, skarpur og fljótur að tileinka sér hin ýmsu störf og innti þau vel af hendi. Undir tvítugsaldur fór Svavar að kenna liðagigtar sem lagðist allþungt á hann, sérstaklega fætur og hendur. Hann gat því ekki stundað líkmlega erfiðisvinnu og varð að snúa sér að öðrum og líkamlega léttari störfum. Hann vann um tíma við afgreiðslu í brauðbúð í Sauðárkróksbakaríi síðan á skrifstofu KS og loks sem gjaldkeri hjá Sauðárkrókskaupstað. Svavari var góður söngmaður, hafði fagra tenórrödd og söng lengi með Kirkjukór Sauðárkróks, karlakórnum Ásbirningum og Karlakór Sauðárkróks. Í öllum þessum kórum söng hann oft einsöng. Eins söng hann einsöng með kór Fíladelfíusafnaðarins á Sauðárkróki, í Reykjavík og víðar um land. Má segja að hann hafi sungið á þeirra vegum til æviloka. Hörpustrengir, hljómplötuútgáfa á vegum Fíladelfíu í Reykjavík, gaf út tvær plötur með söng hans. Hann spilaði á hljóðfæri sem hann kallaði sítar. Hann lék á trompet með lúðrasveit Sauðárkróks sem Eyþór móðurbróðir hans stjórnaði. Svavar var góður leikari og lék mörg hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Hann var góð eftirherma og eftirsóttur sem slíkur við hin ýmsu tækifæri út um allt hérað. Þegar hvítasunnusöfnuðurinn tók til starfa á Sauðárkróki gekk Svavar til liðs við hann, var hann virkur og góður liðsmaður, ekki hvað síst er kom að söng og hljóðfæraleik. Söfnuðurinn var m.a. ástæða þess að hann fluttist til Reykjavíkur vorið 1974. Hugðist hann vinna fyrir söfnuðinn og syngja með kór Fíladelfíu.

Herbert Alfreð Jónsson (1922-2000)

  • S00433
  • Person
  • 2. mars 1922 - 24. júlí 2000

Fæddur á Sauðárkróki, sonur Jóns Jónssonar, bónda og verkamanns og Tryggvínu Sigríðar Sigurðardóttur. Bjó á Neskaupstað.

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats (1904-1958)

  • S00431
  • Person
  • 04.10.1904-14.07.1958

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats, f. 04.10.1904, d. 14.07.1958. Foreldrar: Pétur Sighvatsson, f. 1875, símstöðvarstjóri á Sauðárkróki og Rósa Daníelsdóttir, f. 1875.
Sjómaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Dýrfinna Gunnarsdóttir (1907-1994)

  • S00429
  • Person
  • 15.04.1907 - 23.06.1994

Dýrfinna Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Dýrfinna var húsfreyja á Máná á Tjörnesi um alllangt árabil.
Maður hennar var (Jóhann) Egill Sigurðsson (1893-1972).
Dýrfinna lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júní 1994.

Unnur Jakobsdóttir (1888-1968)

  • S00416
  • Person
  • 03.01.1888 - 22.05.1968

Unnur Jakobsdóttir fæddist að Hólum í Reykjadal 3. janúar 1888.
Hún var kennari á Hólum, Einarsstaðasókn, S-Þingeyjarsýslu. Síðast búsett í Reykdælahreppi.
Unnur lést 22. maí 1968.

Helga Sigurðardóttir (1904-1962)

  • S00414
  • Person
  • 17.08.1904 - 26.08.1962

Helga Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 17. ágúst 1904. Hún var kennslukona á Lækjargötu 14, Reykjavík 1930. Matreiðslukennari og skólastjóri Húsmæðraskóla Íslands. Ógift og barnlaus.

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

  • S00412
  • Person
  • 20.05.1914 - 31.05.1989

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Ásta Sigvaldadóttir Jónsson (1911-1988)

  • S00427
  • Person
  • 10.05.1911 - 31.07.1988

Ásta Sigvaldadóttir fæddist 10. maí 1911.
Hún var hárgreiðslumeistari og húsfreyja á Akureyri.
Hún var skírð Sigurást Hulda Sigvaldadóttir en notaði Ástu-nafnið. Í dánartilkynningum var hún nefnd Ásta Sigvaldadóttir Jónsson.
Maður hennar var Pétur Stefán Jónsson (1900-1968).

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984)

  • S00426
  • Person
  • 06.01.1900-16.06.1984

Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri m.a. í samstarfi við Jón Sigurðsson um hríð. Fór í myndatökuferðir til Siglufjarðar og hafði aðsetur í Barnaskólanum þar. Rak ljósmyndstofu í Hafnarstræti 106 á Akureyri 1927-1936. Ljósmyndari í Reykjavík frá 1936, m.a. sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forsætaembættisins frá upphafi. Undirleikari á píanó fyrir kóra og einsöngvara á Akureyri í mörg ár. Tók kvikmyndir af atvinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937.

Guðbjörg Árnadóttir Hafstað (1928-1966)

  • S00424
  • Person
  • 25.06.1928-02.07.1966

Ólst upp í Vík með foreldrum sínum Árna J. Hafstað og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Guðbjörg stundaði gagnfræðanám í Reykjavík og húsmæðraskóla sótti hún í Danmörku og lauk húsmæðrakennaraprófi 1952. Árið 1953 réðist hún sem kennari í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Árið 1960 kvæntist hún Sigurþóri Hjörleifssyni frá Messuholti, þau eignuðust þrjár dætur.

Anna Sigríður Albertsdóttir (1920-1997)

  • S00423
  • Person
  • 16.05.1920 - 22.11.1997

Anna Sigríður Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1920.
Hún var búsett í Reykjavík.
Fyrri maður hennar var Walter Theódór Ágústsson (1926-1952).
Seinni maður: Tryggvi Eyjólfsson, þau slitu samvistum.

Pétur Laxdal Guðvarðarson (1908-1971)

  • S00421
  • Person
  • 13. febrúar 1908 - 28. maí 1971

Var á Gaukstöðum, Hvammssókn, Skag. 1910. Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Ólst upp hjá hjónunum Pétri Björnssyni f. 1863 og Ingibjörgu Bjarnadóttur f. 1863, búandi á Gauksstöðum á Skaga, Skag. Síðast bús. í Reykjavík.

Bergþóra Magnúsdóttir (1892-1963)

  • S00418
  • Person
  • 02.10.1892 - 28.03.1963

Bergþóra Magnúsdóttir fæddist á Halldórsstöðum 2. október 1892.
Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík. Húsfreyja á Halldórsstöðum II í Laxárdal 1915-63. Kvenskörungur og lét að sér kveða í ýmsum félagsmálum í Suður Þingeyjarsýslu.
Maður hennar var Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961).
Bergþóra lést 28. mars 1963.

Steinunn Karólína Ingimundardóttir (1925-2011)

  • S00417
  • Person
  • 29.03.1925 - 07.06.2011

Steinunn Karólína Ingimundardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925.
Hún var á Akureyri 1930. Hússtjórnarkennari á Laugalandi, skólastjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði og starfaði síðar hjá Leiðbeiningastöð heimilanna í Reykjavík. Ráðunautur hjá Kvenfélagasambandi Íslands.
Steinunn lést 7. júní 2011.

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988)

  • S00413
  • Person
  • 23.05.1921 - 13.03.1988

Ástríður Jóhannesdóttir fæddist 23. maí 1921.
Hún var á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahreppi, A-Húnavatnssýslu.
Maður hennar var Torfi Jónsson (1915-2009).

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Jón Sigurjónsson (1896-1974)

  • S00410
  • Person
  • 16.06.1896 - 03.07.1974

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 16. júní 1896. Hann ólst upp í foreldrahúsum á bæjunum Þröm á Langholti og Bessastöðum. Jón kvæntist Lovísu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi árið 1924. Þau fluttu að Ási 1924 og reistu þar bú í tvíbýli við foreldra Lovísu, árið 1938 tóku þau hjónin svo við þeirra hlut. Jón var organisti við Hofsstaðakirkju í 20 ár og einnig lengi við Rípurkirkju. Hann sat lengi í sóknarnefnd Rípurkirkju, fjallskilastjórn og stjórn sjúkrasamlags, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. var hann í áratug. Hann sat í hreppsnefnd um 20 ára skeið og jafnframt gjaldkeri sveitarsjóðs; hreppstjóri frá 1962 til dauðadags.

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir (1904-1988)

  • S00409
  • Person
  • 07.09.1904 - 19.02.1988

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir fæddist í Ási 7. september 1904.
Hún var húsfreyja í Ási í Hegranesi.
Hún notaði Lovísu nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Jón Sigurjónsson (1896-1974).

Ólöf Guðmundsdóttir (1898-1985)

  • S00408
  • Person
  • 11.03.1898 - 28.12.1985

Ólöf Guðmundsdóttir fæddist að Ási í Hegranesi 11. mars 1898. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólöf dvaldi einn vetur á Akureyri við nám í hannyrðum og orgelleik. Hún kvæntist Þórarni Jóhannssyni 1918 og eignuðust þau tíu börn. Þau bjuggu á Ríp í Rípurhreppi.

Kristbjörg Guðmundsdóttir (1904-1997)

  • S00407
  • Person
  • 07.09.1904 - 04.11.1997

Kristbjörg Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1904. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Hún var vinnukona á Ási, Rípursókn, Skagafirði 1930. Síðast búsett á Sauðárkróki, bjó á Hlíðarstíg 1. Ógift og barnlaus.

Svanhildur Steinsdóttir (1918-2002)

  • S00909
  • Person
  • 17. október 1918 - 26. ágúst 2002

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík og bjuggu þá í Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson. Svanhildur var kennari í Hólahreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hólahrepps.

Ottó Geir Þorvaldsson (1922-2001)

  • S00448
  • Person
  • 18.02.1922-05.08.2001

Ottó Geir Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 18. febrúar 1922. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir á Sauðárkróki. Ólst upp á Sauðárkróki og nam við Unglingaskóla Sauðárkróks. Sjómaður og bílstjóri á árunum 1940-1950. Bústjóri á hrossaræktarbúi að Kirkjubæ á Rangárvöllum 1950-1952. Kvæntist Jóhönnu Erlu Axelsdóttur 1952, þau eignuðust sex börn. Ottó var bústjóri á Þingeyrum í Húnaþingi 1953-1954. Flutti svo aftur í Skagafjörð og reisti nýbýli í Víðimýrarseli í Seyluhreppi 1954 og gerðist bóndi þar 1954-1972 er hann flutti að Viðvík.

Svava Antonsdóttir (1926-2010)

  • S00403
  • Person
  • 04.01.1926 - 22.06.2010

Svava Antonsdóttir fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði 4. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Anton Gunnlaugsson og Sigurjóna Bjarnadóttir. Hún ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal og voru fósturforeldrar hennar Ástvaldur Jóhannesson og Guðleif Soffía Halldórsdóttir. Svava giftist 1948 Hallgrími Péturssyni frá Hofi í Hjaltadal. Þau hófu búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1947 og bjuggu þar samfleytt til dánardags Hallgríms. Þau eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust upp.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999)

  • S00402
  • Person
  • 02.02.1909 - 28.08.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún bjó á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Síðast búsett í Reykjavík.
Hún notaði Helgu nafnið í daglegu tali. Maður hennar var Vigfús Helgason (1893-1967).

Ísfold Helgadóttir (1898-1971)

  • S02035
  • Person
  • 30.06.1898-06.08.1971

Fædd á Ánastöðum i Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir. Kvæntist Eggerti Bjarna Kristjánssyni stýrimanni frá Bræðraminni í Bíldudal og settu þau saman bú í Reykjavík og bjuggu þar til æviloka, þau eignuðust tíu börn.

Gísli Ólafsson (1885-1967)

  • S00398
  • Person
  • 02.01.1885-14.01.1967

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

  • S00396
  • Person
  • 14.04.1899-25.08.1931

Fæddur og uppalinn á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. Pétur sótti kennslu í orgelleik 11-12 ára gamall hjá Benedikt Sigurðssyni á Fjalli. Árið 1915 hóf hann nám í tónmenntafræðum hjá Sigurgeir Jónssyni organista á Akureyri. Innan við tvítugt var Pétur orðin kraftmesta driffjöðrin í tónlistarlífi Skagfirðinga. Um fermingaraldur hafði hann tekið við hlutverki organista við Víðimýrarkirkju. Jafnframt var hann einn af stofnendum Bændakórsins. Árið 1919 kvæntist hann Kristjönu Sigfúsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Mel en flutti síðan á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki tók Pétur við starfi kirkjuorganista, vann við söngkennslu í skólanum og sinnti smíðavinnu. Pétur tók einnig virkan þátt í starfi verkalýðsfélagsins Fram, var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1928 ásamt því að taka þátt í ýmsum fleiri félagsmálum. Pétur samdi töluvert af sönglögum, d. um lögu eftir Pétur eru: Vor, Ætti ég hörpu og Erla.
Pétur og Kristjana eignuðust fjögur börn.

Results 4251 to 4335 of 6397