Showing 6397 results

Authority record

Jón Gamalíelsson (1923-2000)

  • S00297
  • Person
  • 23.3.1923-1.12.2000

Jón Gamalíelsson fæddist í Réttarholti í Blönduhlíð i Skagafirði 23. mars 1923. Foreldrar hans voru María Rögnvaldsdóttir og Gamalíel Sigurjónsson. ,,Jón kvæntist 19. september 1964 Jónu Guðbergsddttur frá Neðri Hjarðardal í Dýrafirði. Jón lærði rafvirkjun við Iðnskólann á Siglufirði og starfaði við iðnina til 1957 bæði innanlands og í Noregi. Þá hóf hann nám í rafmagnstæknifræði við Oslo Tekniske Skole. Að loknu námi 1960 kom Jóu heim og fór að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Árið 1967 hóf hann störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og vann þar til starfsloka 1994. Auk þess starfaði Jón sem stundakennari við Iðnskólann og Tækniskóla Íslands."

Sigurður Jónsson (1917-2004)

  • S01674
  • Person
  • 04.09.1917-08.10.2004

Sigurður Jónsson fæddist á Reynistað í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, bóndi og alþingismaður á Reynistað í Skagafirði og kona hans Sigrún Pálmadóttir húsfreyja. ,,Sigurður ólst upp á Reynistað og var bóndi þar allan sinn starfsaldur. Hann tók gagnfræðapróf frá unglingaskólanum á Sauðárkróki, lauk búfræðiprófi frá Hólum 1937, var við nám og störf í landbúnaði í Noregi 1938-39 og við nám í lýðháskólanum á Voss 1939-40. Sigurður sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1958-86, var sýslunefndarmaður frá 1970 og þar til nefndin var lögð niður 1988. Hann var hreppstjóri 1964-88, einnig var hann fjallskilastjóri um árabil. Hann var fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1973-76 og sat í stjórn þess 1975-77. Þá sat Sigurður í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar um skeið. Hann sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum á ýmsum vettvangi." Sigurður kvæntist 18.9. 1947 Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga, þau eignuðust fjóra syni.

Stefanía Marín Ferdinandsdóttir (1875-1962)

  • S01042
  • Person
  • 07.11.1875-12.08.1962

Stefanía var fædd að Hróarsstöðum í Vindhælishreppi og voru foreldrar hennar Ferdinand Gíslason og Herdís Sigurðardóttir. Ung að árum réðst hún vinnukona að Höfnum á Skaga til Jónínu Jónsdóttur, þaðan fór hún að Mælifelli til sr. Jóns Magnússonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur. Kvæntist Sölva Jónssyni járnsmiði og vélagæslumanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson.

Jónas Kristjánsson Sölvason (1917-1975)

  • S00295
  • Person
  • 21.11.1917- 26.7.1975

Jónas Kristjánsson Sölvason, f. á Sauðárkróki 21. 11.1917, yngstur barna hjónanna Stefaníu Ferdinandsdóttur og Sölva Jónssonar, járnsmiðs. Á unglingsárunum stundaði hann ýmis störf bæði til sjós og lands, en nokkru fyrir 1940 fer hann til Reykjavikur og hefur nám við Kennaraskólann. Eftir að námi er þar lokið fer hann aftur norður og kenndi þrjá vetur í Skarðshreppi og á Sauðárkróki, en kom svo aftur til Reykjavikur og gerðist kennari við Austurbæjarbarnaskólann. Ekki áttu kennslustörfin eftir að verða verða hans aðalstörf, því eftir 2ja vetra kennslustörf í Reykjavík gerðist hann starfsmaður i verksmiðjum Magnúsar Víglundssonar og starfaði þar í fjölda ára. Skömmu eftir 1960 gerðist hann starfsmaður hjá Kópavogskaupstað og starfaði þar óslitið til dauðadags, síðast um nokkura ára bil sem verkstjóri.

Sigríður Eiríksdóttir (1907-1992)

  • S01842
  • Person
  • 13.01.1907-16.01.1992

Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum, Eiríki Jónssyni og Sigríði Hannesdóttur, í Djúpadal, dvaldist þó öðru hverju hjá frændfólki sínu á Reynistað, en þar var föðursystir hennar húsfreyja. Hún stundaði nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1926-1927. Sigríður kvæntist Friðriki Hansen 1942 og eignuðust þau fjögur börn.

Árni Björn Jakobsson (1924-1999)

  • S00293
  • Person
  • 8. júní 1924 - 4. maí 1999

Frá Efra-Spákonufelli. Björn var framkvæmdastjóri heildv. Páls Jóhanns Þorleifssonar sem hann rak ásamt Gunnari J. Pálssyni forstjóra. Saman stofnuðu þeir teppaverslunina Persíu. Eiginkona Björns var Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Frosti Frostason (1957-)

  • S00292
  • Person
  • 20.07.1957

Frosti Frostason er fæddur á Sauðárkróki 20. júlí 1957.
Hann er rafvirki og var um tíma starfsmaður í Steinullarverkjunni á Sauðárkróki. Hann er búsettur á Akureyri og starfar í Norðurorku.
Kona hans er Sigríður Ragnarsdóttir (1958-)

Birna Sigurðardóttir (1923-)

  • S00291
  • Person
  • 1923

Birna Sigurðardóttir. Dóttir Sigurðar Sigurðssonar (1871-1940) og Jóhönnu Jónsdóttur (1889-1993).

Eyþór Árnason (1954-)

  • S00289
  • Person
  • 02.08.1954

Eyþór Árnason fæddist 2. ágúst 1954. Hann er frá Uppsölum í Akrahreppi. Hann er menntaður leikari, starfaði sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og starfar nú sem sviðsstjóri í Hörpu. Hann hefur gefið út ljóðabækur.

Lárus Sighvatsson (1952-)

  • S00288
  • Person
  • 10.08.1952

Lárus Sighvatsson fæddist 10. ágúst 1952.
Lárus er tónlistmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.
Kona hans er Ásta Egilsdóttir (1953-)

Hörður Gunnar Ólafsson (1953-)

  • S00287
  • Person
  • 28.08.1953

Hörður Gunnar Ólafsson fæddist 28. ágúst 1953.
Hann er tannsmiður og tónlistarmaður og var um árabil í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.

Jóhann Friðriksson (1953-)

  • S00286
  • Person
  • 21.06.1953

Jóhann Friðriksson fæddist 21. júní 1953.
Hann er tölvuumsjónarmaður Árskóla á Sauðárkróki, var kennari þar og um árabil trommari í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.
Kona hans er Hildur Sigríður Sigurðardóttir (1953-)

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

  • S00285
  • Person
  • 23.02.1953

Þórhallur Ásmundsson fæddist 23. febrúar 1953.
Hann er blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri héraðsfréttaritsins Feykis.

Sigríður Hauksdóttir (1961-2006)

  • S00283
  • Person
  • 30.06.1961 - 14.02.2006

Sigríður Hauksdóttir fæddist 30. júní 1961.
Hún var verslunarmaður, síðast búsett í Svíþjóð.

Hafsteinn Hannesson (1936-)

  • S00282
  • Person
  • 06.05.1936

Steindór Hafsteinn Hannesson fæddist 6. maí 1936. Hann starfaði sem vörubílstjóri. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.

Jón Ormar Ormsson (1938-)

  • S00281
  • Person
  • 10.04.1938

Jón Ormar Ormsson fæddist 10. apríl 1938.
Hann er fyrrverandi dagskrárgerðamaður, handritshöfundur og leikari.
Hann hefur búið í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Guðni Friðriksson (1951-)

  • S00280
  • Person
  • 11.11.1951

Jóhann Guðni Friðriksson fæddist 11. nóvember 1951.
Hann er prentari á Sauðárkróki.
Guðni starfaði með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans er Valgerður Einarsdóttir (1953-)

Kristín Halldórsdóttir (1927-2007)

  • Person
  • 04.07.1927-08.10.2007

Kristín Halldórsdóttir fæddist á Skottastöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu 4. júlí 1927. Foreldrar hennar voru Halldór Jóhannsson, f. á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði og Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Leifsstöðum í Svartárdal. Árið 1963 giftist Kristín Gesti Pálssyni, f. á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925, þau eignuðust fjögur börn. ,,Veturinn 1947-48 var Kristín við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún vann síðan við hin ýmsu störf í Reykjavík og á Bergsstöðum hjá foreldrum sínum. 1963 hófu þau Gestur sambúð á Akureyri og voru þar til 1965 er þau tóku við sem húsverðir í Húnaveri og hófu búskap þar og á Bergsstöðum, sem þau síðan byggðu upp og fluttu þangað 1974. Þau bjuggu þar til ársins 1989 er þau tóku aftur við húsvörslu í Húnaveri. Fluttu síðan til Blönduóss 1992 þar sem hún sinnti hugðarefnum sínum svo sem bóklestri og handavinnu. 1998 fluttu þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavog, þar sem þau bjuggu með Guðrúnu dóttur sinni og fjölskyldu. Síðasta hálfa árið var hún á hjúkrunarheimilinu Grund."

Haukur Þorsteinsson (1932-1993)

  • S00279
  • Person
  • 14.01.1932 - 21.09.1993

Haukur Þorsteinsson fæddist 14. janúar 1932.
Hann var vélstjóri og kennari á Sauðárkróki. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans var Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006).

Haukur Gunnarsson (1921-2009)

  • S00470
  • Person
  • 18.07.1921-03.02.2009

Haukur Gunnarsson var fæddur 18. júlí 1921 á Reynimel við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Haukur var sonur Gunnars Guðnasonar, sérleyfishafa, frá Ásakoti í Flóa og Ingibjargar Hjartardóttur frá Reynimel við Bræðraborgarstíg. Árið 1945 kvæntist Haukur eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn. ,,Haukur útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1939. Samhliða námi vann hann við verslunarstörf hjá frænda sínum, Hirti Hjartasyni, og rak útibú verslunarinnar í Austurholti. Árið 1942 fór hann í tveggja ára verslunarnám til Bandaríkjanna og starfaði þar um tíma. Er heim kom hóf hann störf hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og síðar í Orlofsbúðinni. Einnig aðstoðaði hann föður sinn við rekstur sérleyfisáætlunarbíla á BSÍ. Mestallan starfsaldur sinn starfaði Haukur við verslunar- og ferðaþjónustu, lengst af sem verslunarstjóri í Rammagerðinni í Hafnarstræti. Hann sat í ýmsum nefndum tengdum ferðamálum, m.a. SKÁL-klúbbnum sem er félag forystumanna í ferðamálum. Óhætt er að segja að Haukur hafi verið brautryðjandi í ferðaþjónustu á Íslandi."

Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006)

  • S00278
  • Person
  • 01.02.1934 - 06.05.2006

Helga Sigríður Hannesdóttir fæddist 1. febrúar 1934.
Helga starfaði við ýmis störf, m.a. í sokkaverksmiðjunni á Sauðárkróki, Prjóna- og saumastofunni Vöku, Sauðárkróksbakarí og Matvörubúðinni.
Hún kom einnig við sögu í Alþýðuflokknum og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og sat á Alþingi sem varamaður í Norðurlandskjördæmi vestra í febrúar 1991.
Hún lék með Leikfélagi Sauðárkróks 1951-1991 og formaður félagsins um skeið.
Maður hennar var Haukur Þorsteinsdóttir (1932-1993).

Ólafur Helgi Antonsson (1947-2017)

  • S00277
  • Person
  • 15.04.1947

Ólafur Helgi Antonsson fæddist 15. apríl 1947. Sjómaður, vélstjóri og leigubílstjóri á Sauðárkróki, síðar strætóbílstjóri í Reykjavík.

Stefán Árnason (1952-2005)

  • S00276
  • Person
  • 18.12.1952 - 20.11.2005

Stefán Árnason fæddist 18. desember 1952.
Hann var framkvæmdarstjóri í prentsmiðjunni SÁST á Sauðárkróki.
Kona hans var Þórunn Oddný Þórhallsdóttir (1958-)

Erling Örn Pétursson (1945-2003)

  • S00275
  • Person
  • 11.10.1945 - 24.12.2003

Erling Örn Pétursson fæddist á Sauðárkróki þann 11. október 1945. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki og rak verslunina Tindastól á Hólavegi. Hann var síðar verslunarstjóri í Reykjavík.
Kona hans var Sigrún Skúladóttir (1952-).

Geirmundur Valtýsson (1944-)

  • S00274
  • Person
  • 13.04.1944

Hjörtur Geirmundur Valtýsson fæddist þann 13. apríl 1944.
Hann er fyrrum fjármálastjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tónlistarmaður og bóndi.
Kona hans er Mínerva Steinunn Björnsdóttir (1944-).

Oddný Anna Jónsdóttir (1897-1989)

  • S00347
  • Person
  • 16.09.1897-20.12.1989

Oddný Anna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði þann 16. september 1897.
Hún var húsmóðir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi.
Maður hennar var Elías Þórðarson (1897-1991).

Elías Þórðarson (1897-1991)

  • S00272
  • Person
  • 26.05.1897-26.07.1991

Elías Þórðarson fæddist í Kílsnesi á Melrakkasléttu 26. maí 1897.
Hann var bóndi í Axlarhaga í Akrahreppi 1932-1939 og á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi 1940-1976.
Kona hans var Oddný Jónsdóttir (1897-1989).

Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000)

  • S00271
  • Person
  • 26.05.1922-20.03.2000

Guðbrandur Jón Frímannsson fæddist í Neskoti, Haganeshreppi í Skagafirði þann 26. maí 1922. Guðbrandur var rafvirki og starfaði hjá Rafveitu Sauðárkróks og Rafmagnsveitum ríkisins frá 1949-1973. Hann var síðar slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá 1973 til starfsloka 1993. Kvæntist Hallfríði Eybjörgu Rútsdóttur.

Nöf hf.

  • S00270
  • Privat company
  • 1968-1973

Útgerðarfélagið Nöf hf. Hofsósi var stofnað árið 1968. Árið 1973 sameinuðust Nöf hf. og Útgerðarfélag Skagfirðinga um kaup á togara frá Noregi og í framhaldi voru félögin sameinuð.

Reynir Hjaltason (1932-2007)

  • S00269
  • Person
  • 12.05.1932 - 07.05.2007

Reynir Hjaltason fæddist þann 12. maí 1932. Hann var á Vöglum árið 1945.

Ólöf Jóhannesdóttir (1901-1972)

  • S00268
  • Person
  • 14.09.1901 - 12.04.1972

Oddný Ólöf Jóhannesdóttir fæddist þann 14. september 1901. Hún var húsfreyja á Deplum og Nefstöðum í Stíflu, Skagafirði, síðar húsfreyja á Siglufirði.

Steingrímur Jónsson (1844-1935)

  • S00267
  • Person
  • 29.11.1844 - 12.08.1935

Steingrímur Jónsson fæddist á Merkigili þann 29. nóvember 1844. Hann var bóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Efemía Kristín Árnadóttir (1858-1907), notaði Kristínar nafnið í daglegu tali.

Einar Jónsson (1863-1950)

  • S00265
  • Person
  • 06.06.1863-07.12.1950

Einar Jónsson fæddist að Þverá í Öxnadal þann 6. júní 1893. Hann var bóndi í Flatatungu í Akrahreppi. Á árunum 1901-1907 var hann hreppsnefndarmaður í Akrahreppi.
Kona hans var Sesselja Sigurðardóttir (1872-1945).

Ingibjörg Stefánsdóttir (1898-1971)

  • S00264
  • Person
  • 14.04.1898-11.02.1971

Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Hofstaðaplássi þann 14. apríl 1898. Hún var kona Magnúsar Kr. Gíslasonar og húsfreyja á Vöglum í Akrahreppi. Hún var formaður Kvenfélags Akrahrepps um skeið. Hún stofnaði einnig bindindisfélag með unglingum í Akrahreppi.

Stefán Þorsteinsson (1858-1923)

  • S00263
  • Person
  • 1858-1923

Stefán Þorsteinsson fæddist árið 1858. Hann var vinnumaður í Akrahreppi og m.a. í Vaglagerði. Ókvæntur og barnlaus. Dánardagur er ekki skráður í Íslendingabók en hann er talinn hafa látist 1923.

Guðbjörg Björnsdóttir (1866-1957)

  • S00261
  • Person
  • 04.07.1866-27.04.1957

Fædd á Skálá í Sléttuhlíð. Foreldrar hennar voru Björn Þórðarson hreppstjóri á Skálá og María Skúladóttir. Guðbjörg kvæntist Jóhannesi Jóhannessyni frá Heiði í Sléttuhlíð, hann fór til Vesturheims og sneri ekki aftur. Talinn hafa látist þar vestra eða á sjó. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust. Guðbjörg bjó lengst af á Dýrfinnustöðum hjá Maríu dóttur sinni.

Sigríður Sólveig Runólfsdóttir (1925-2005)

  • S00260
  • Person
  • 23. nóvember 1925 - 1. mars 2005

Fædd og uppalin á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Sigríður giftist 23. nóvember 1947 Ingólfi Hannessyni, alifuglabónda og athafnamanni í Kópavogi, f. á Stóra-Hálsi í Grafningshreppi. Þau eignuðust fimmtán börn. ,,Sigríður og Ingólfur voru ein af frumbyggjum Kópavogs, hófu búskap þar árið 1946 og ráku m.a. stórt alifuglabú í bænum til langs tíma. Þau tóku virkan þátt í uppbyggingu Kópavogs og bjuggu þar allt til dánardags."

Sigurjón Runólfsson (1915-2000)

  • S00259
  • Person
  • 15. ágúst 1915 - 27. maí 2000

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. ,,Sigurjón lauk prófi sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1940. Hann axlaði ungur ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni, ömmu og elstu systkinum, þegar faðir hans missti heilsuna. Sigurjón tók alfarið við búinu sem bóndi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði árið 1937. Hann var í sveitarstjórn Akrahrepps um árabil og m.a. formaður bygginganefndar. Sigurjón studdi margskonar menningarstarf og vann ötullega að uppbyggingarmálum í sveitinni. Hann var vel hagmæltur og eiga margir vinir hans í fórum sínum vísur og kvæði eftir hann. Sigurjón hætti ekki búskap fyrr en heilsa hans brást. Áttatíu og tveggja ára fluttist hann ásamt eiginkonu sinni til Sauðárkróks." Sigurjón kvæntist 4. júlí árið 1963 Sigríði Guðrúnu Eiríksdóttur, þau eignuðust saman eina dóttur. Fyrir átti Sigríður eina dóttur. Sigurjón og Sigríður áttu einnig einn uppeldisson.

Valgarð Runólfsson (1917-1993)

  • S00257
  • Person
  • 9. júlí 1917 - 1. apríl 1993

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Sonur Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar á Dýrfinnustöðum. Garðyrkjumeistari í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Pálmi Anton Runólfsson (1920-2012)

  • S00258
  • Person
  • 24. júlí 1920 - 29. janúar 2012

Pálmi Anton Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. ,,Pálmi ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu þegar faðir þeirra missti heilsuna. Pálmi var einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði og á hernámsárunum vann hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Pálmi festi síðan kaup á jarðýtu í samvinnu við Björn bróður sinn og saman unnu þeir að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði ásamt vegavinnu víða um Norðurland. Árið 1955 byggði Pálmi upp, ásamt eiginkonu sinni Önnu, nýbýlið Hjarðarhaga í Skagafirði. Þar var hann bóndi til ársins 1991 er þau hjónin brugðu búi og fluttu á Sauðárkrók. Pálmi var virkur í félagsmálum, var m.a. í hreppsnefnd Akrahrepps, sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og stjórn Karlakórsins Heimis. Pálmi hafði mikla ánægju af hestamennsku, tónlist og kveðskap. Hann var vel hagmæltur, var nær sjálfmenntaður á orgel og spilaði við Hofsstaðakirkju í nokkur ár. Hann söng í Karlakórnum Feyki og síðan í Karlakórnum Heimi og átti í þeim félagsskap margar gleðistundir." Hinn 1. desember 1957 kvæntist Pálmi Önnu Steinunni Eiríksdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Björn Þórður Runólfsson (1919-2007)

  • S00256
  • Person
  • 20. mars 1919 - 2. maí 2007

Björn Þórður Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson bændur á Dýrfinnustöðum. ,,Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á hernámsárunum var hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðlesinn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabóndinn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir "parole" á Hofstöðum. Björn hætti ekki búskap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki." Björn eignaðist eina dóttur með Sigríði Eiríksdóttur.

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

  • S00255
  • Person
  • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Jóhannes Runólfsson (1923-2019)

  • S00254
  • Person
  • 6. nóv. 1923 - 18. feb. 2019

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Sonur Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Vélvirki að mennt, síðast bóndi á Reykjarhóli á Bökkum. Ókvæntur og barnlaus.

María Jóhannesdóttir (1892-1986)

  • S00253
  • Person
  • 16.04.1892-24.06.1986

María var fædd á Sævarlandi í Laxárdal. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson frá Heiði í Sléttuhlíð og Guðbjörg Björnsdóttir. Jóhannes faðir Maríu fór til Vesturheims til þess að afla sér fjár og aðseturs, hann er talinn hafa látist á heimleið. 1901, þá níu ára gömul, fór María að Bræðraá sem tökubarn og dvaldist þar í 13 ár en þá réðist hún sem vinnukona í Dýrfinnustaði. En þar bjó þá Runólfur Jónsson ásamt aldraðri móður sinni. Þegar gamla konan féll frá tók María við búsforráðum á Dýrfinnustöðum og kvæntust þau Runólfur í apríl 1915. Þau eignuðust 12 börn á 17 árum og tóku auk þess tvö börn Dórotheu systur Maríu í fóstur að henni látinni.

Una Runólfsdóttir (1928-)

  • S00251
  • Person
  • 07.09.1928-

Fædd á Dýrfinnustöðum. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Kvæntist Kristjáni Hólm Jónssyni. Búsett í Hveragerði.

Guðrún Eyjólfsdóttir (1936-2017)

  • S00250
  • Person
  • 4. okt. 1936 - 22. ágúst 2017

Fædd á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Húsfreyja og bókhaldari í Kópavogi. Kvæntist Ingimari Hansen verkfræðingi.

Björgvin Eyjólfsson (1935-1961)

  • S00252
  • Person
  • 16. ágúst 1935 - 12. feb. 1961

Fæddur á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Björgvin kvæntist Jónínu Óskarsdóttur frá Eskifirði.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

  • S02863
  • Organization
  • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Hólmfríður Svandís Runólfsdóttir (1932-1987)

  • S00249
  • Person
  • 11.12.1932-05.08.1987

Fædd á Dýrfinnustöðum. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Kvæntist Valgarði Þ. Björnssyni frá Bæ á Höfðaströnd, seinna læknir í Borgarnesi. Þau bjuggu á Hofsósi og í Borgarnesi.

Friðfríður Dodda Runólfsdóttir (1931-2013)

  • S00248
  • Person
  • 8. des. 1931 - 19. feb. 2013

Fæddist á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Kvæntist Friðriki Friðrikssyni múrara frá Sunnuhvoli. Þau bjuggu í Mosfellsbæ.

Arent Valgardsson Jean Claessen (1887-1968)

  • S00245
  • Person
  • 31.01.1887-21.04.1968

Sonur Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir í Reykjavík og seinni konu hans, Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Arent kvæntist Helgu Kristínu Þórðardóttur og eignuðust þau fimm börn. Hann var stórkaupmaður, forstjóri og aðalræðismaður í Reykjavík.

Helga Kristín Þórðardóttir Claessen (1889-1962)

  • S00246
  • Person
  • 30.07.1882-10.02.1962

Foreldrar: Þórður Guðmundsson og Sigríður Bjering. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Vesturgötu 10 í Reykjavík.
Maki: Arent Claessen. Þau eignuðust fimm börn. Helga var húsmóðir í Reykjavík alla sína búskapartíð.

Pálmi Pétursson (1859-1936)

  • S00244
  • Person
  • 08.10.1859-10.09.1936

Fæddur og uppalinn í Valadal á Skörðum. Foreldrar hans voru Pétur Pálmason og Jórunn Hannesdóttir. Hann reisti bú á Skíðastöðum á Neðribyggð 1888 og bjó þar til 1893 með Ingibjörgu systur sinni. Keypti þá Sjávarborg og bjó þar stóru búi 1893-1906 en flutti þá til Sauðárkróks. Hann var einn af stofnendum Pöntunarfélags Skagfirðinga og formaður þess og pöntunarstjóri frá 1889-1910 þegar hann fór frá félaginu. Síðar tók félagið upp nafnið Kaupfélag Skagfirðinga. Nokkru síðar setti hann á stofn eigin verslun á Sauðárkróki og rak hana til æviloka. Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bæði í Lýtingsstaðahreppi og Sauðárkrókshreppi hinum forna. Pálmi kvæntist Helgu Guðjónsdóttur frá Saurbæ í Eyjafirði. Þau voru barnlaus en ólu upp frænda Pálma.

Birgir Guðjónsson (1948-)

  • S00241
  • Person
  • 21.05.1948-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar kennara og Ingibjargar Kristjánsdóttur. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

  • S00240
  • Person
  • 12. janúar 1915 - 15. mars 2004

Guðjón Ingimundarson kennari fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 12. janúar 1915. Foreldrar Guðjóns voru Ingimundur Jónsson og Ólöf Ingimundardóttir bændur á Svanshóli. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Nautabúi, f. 11.9. 1922, þau eignuðust sjö börn
,,Guðjón lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1934, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941. Hann flutti til Sauðárkróks 1941 og bjó þar til dauðadags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974 og sundkennari á vornámskeiðum í Varmahlíð 1940-1956. Guðjón var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974-1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í félagsmálum, m.a. var hann bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978, í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknarfélags Sauðárkróks um langt árabil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauðárkróki. Hann var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil. Guðjón hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Grettis á Ströndum, Ungmennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Rotaryklúbbs Sauðárkróks."

Ester Gígja Guðmundsdóttir (1932-1996)

  • S00239
  • Person
  • 19. mars 1932 - 22. mars 1996

Dóttir Guðmundar Andréssonar dýralæknis og Jóhönnu Björnsdóttur, þau voru ekki kvænt. Ester ólst upp hjá Guðmundi Eiríkssyni og Björgu Jónsdóttur á Breið í Tungusveit frá fimm ára aldri. Hún var húsmóðir og verkakona á Sauðárkróki, flutti til Hveragerðis 1994. Maður hennar var Ármann Kristjánsson sjómaður og verkamaður á Sauðárkróki.

Þorbjörn Björnsson (1886-1970)

  • S00238
  • Person
  • 12.01.1886-14.05.1970

Foreldrar hans voru Björn Jónsson hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg Stefánsdóttir. Hann lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1908. Vorið 1913 réðst hann sem vinnumaður til Brynjólfs Bjarnasonar í Þverárdal í Laxárdal fremri. Þar kynntist hann konu sinni, Sigríði Árnadóttur frá Geitaskarði og þau giftust sumarið 1914. Árið eftir fluttu þau að Heiði í Gönguskörðum og bjuggu þar í 11 ár. Þá fluttu þau að Geitaskarði í Langadal og bjuggu þar til æviloka. Þorbjörn tók virkan þátt í félagsstörfum, þá sérstaklega því sem sneri að söng en hann var sjálfur góður söngmaður. Þorbjörn og Sigríður eignuðust sex börn.

Þorbjörg Þorbjarnardóttir (1928-2014)

  • S00237
  • Person
  • 10.09.1928-04.06.2014

Þorbjörg Þorbjarnardóttir fæddist að Geitaskarði í Langadal 10. september 1928. Foreldrar Þorbjargar voru hjónin Þorbjörn Björnsson, bóndi á Heiði í Gönguskörðum og síðar Geitaskarði og eiginkona hans Sigríður Árnadóttir. ,,Þorbjörg stundaði nám við húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Hún giftist Sigurði Snorrasyni, málarameistara, frá Stóru-Gröf ytri í Skagafirði. Þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Þorbjörg einn son. Sigurður og Þorbjörg bjuggu í Stóru-Gröf ytri til 1992, en þá fluttu þau að Drekahlíð 6 á Sauðárkróki. Á meðan Þorbjörg átti heima í Stóru Gröf sinnti hún búskap á meðan hann var stundaður. Á sjöunda áratugnum rak Þorbjörg sumardvalarheimili fyrir börn og var með börn í heilsársdvöl. Þá vann hún í frystihúsi Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, í sængurgerðinni Ylrúnu og sútunarverksmiðjunni Loðskinn um árabil."

Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen (1872-1957)

  • S00236
  • Person
  • 27.05.1872-09.07.1957

Fædd í Þorgrímsbæ á Akureyri 27. maí 1872. Faðir hennar var danskur skipstjóri og fórst með skipinu James við Skotlandsströnd 1873 og móðir hannar var Lára Sigfúsdóttir. Margrét flutti með móður sinni að Veðramóti í Gönguskörðum og þaðan til Sauðárkróks. Móðir hennar giftist þar Þorvaldi Einarssyni og ólst Margrét upp hjá þeim. Margrét tók mikinn þátt í félagsstörfum og var m.a. virkur félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var 40 ár í stúkunni ,,Gleym mér ei". Jafnframt leiðbeindi hún börnum í Barnaskóla Sauðárkróks í mörg ár. Hún kvæntist Magnúsi Guðmundssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn og ólu upp þrjú fósturbörn.

Ásdís Ísleifsdóttir (1928-2002)

  • S00235
  • Person
  • 09.12.1928-14.10.2002

Ásdís Ísleifsdóttir fæddist í Reykjavík 9. desember 1928. Foreldrar hennar voru Ísleifur Árnason, lagaprófessor og borgardómari og Soffía Gísladóttir Johnsen.

Helga Guðjónsdóttir (1869-1942)

  • S00233
  • Person
  • 27.08.1869-13.11.1942

Jónheiður Helga Guðjónsdóttir, f. 26.08.1869, d. 13.11.1942. Foreldrar: Guðjón Hálfdánarson, síðast prestur að Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Sigríður Stefánsdóttir.
Maki: Pálmi Pétursson, f. 08.10.1859, pöntunarstjóri og síðar kaupmaður á Sauðárkróki. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp frænda Pálma, Eystein, f. 26.06.1902.
Húsmóðir á Sauðárkróki.

Jean Valgard Blöndal (1902-1965)

  • S00204
  • Person
  • 02.07.1902-02.11.1965

Sonur Álfheiðar Guðjónsdóttur Blöndal og Kristjáns Þórðar J. Blöndal. Starfaði sem póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki og umboðsmaður Flugfélags Íslands á Sauðárkróki. Var í Lúðrasveit Sauðárkróks. Kvæntist Jóhönnu Árnadóttur frá Geitaskarði.

Anna Pétursdóttir (1914-1976)

  • S00229
  • Person
  • 11.06.1914-24.09.1976

Anna Pétursdóttir, f. 11.06.1976 á Akureyri, d. 34.09.1976 í New York. Foreldrar: Pétur Pétursson kaupmaður og Þóranna Pálmadóttir. Anna sleit barnsskónum á Akureyri og gekk þar í gagnfræðaskóla. Þaðan fluttist hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar en síðan til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis skrifstofustörf. Maki 1: Kristján Jónasson læknir. Héldu þau saman vestur um haf árið 1942 þegar Kristján fór til framhaldsnáms, fyrst til Kanada og síðan til Rochester í Bandaríkjunum. Kristján og Anna eignuðust einn son. Árið 1946 komu þau aftur til Íslands. Kristján lést af slysförum ári síðar. Eftir það vann Anna ýmis verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík.
Maki 2: Ólafur G. Jónsson. Þau bjuggu lengst á Kársnesbraut 107 í Kópavogi. Eignuðust saman eina dóttur. Fóru til New York árið 1969 og bjuggu ytra þar til Anna lést.

Sigurður Bergmann Gíslason (1925-2009)

  • S00226
  • Person
  • 24. maí 1925 - 27. febrúar 2009

Sonur Gísla Stefáns Sigurðssonar og Jóhönnu Sigríðar Sölvadóttur. Þau bjuggu að Aðalgötu 27 / Helgafelli á Sauðárkróki. Kvæntist Ernu Daníelínu Magnúsdóttur frá Grund í Svarfaðardal, þau voru búsett á Siglufirði.

Sigurgeir Snæbjörnsson (1928-2005)

  • S00224
  • Person
  • 14.06 1928-19.07.2005

Sigurgeir Snæbjörnsson fæddist á Sauðárkróki 14. júní 1928. Sigurgeir var sonur hjónanna Snæbjörns Sigurgeirssonar, bakarameistara á Sauðárkróki og Ólínu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga. Sigurgeir var alinn upp á Sauðárkróki. 4ra ára missti hann föður sinn en Ólína giftist aftur Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara á Sauðárkróki, f. á Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Sigurgeir kvæntist hinn 12. júní 1954 Auði Hannesdóttur, þau eignuðust fimm börn.

1946 veiktist Sigurgeir af berklum og átti í þeim veikindum í 2 ár. Haustið 1948 sat hann í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki og tók þaðan landspróf um vorið. Haustið 1949 fór hann í rafvirkjanám í Iðnskólanum í Reykjavík, en kláraði ekki námið þar sem veikindi hans tóku sig upp á ný. Hann vann um tíma sem verkstjóri hjá Varnarliðinu í Keflavík og síðan vann hann við verslunarstörf, fyrst fyrir aðra en síðan við sín eigin fyrirtæki og starfaði við þau alla sína starfsævi.

Björn Jónsson (1920-1995)

  • S00223
  • Person
  • 21. maí 1920-1995

Björn Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.
,,Vegna veikinda móður sinnar var honum komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim. Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla Íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitoba. Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn. Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarnfræði- og goðfræðirannsóknum og gaf m.a. út bók um þau efni "Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminningar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan."

Ole Bang (1905-1969)

  • S00222
  • Person
  • 23. mars 1905 - 17. nóv. 1969

Ole Bang var fæddur í Árósum í Jótlandi og ólst þar upp ásamt foreldrum sínum. Hann lauk gagnfræðiprófi og nam síðan lyfjafræði og lauk fyrrihluta námsins. Hann kom fyrst til Íslands 1929 og vann í lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði. Eftir ársdvöl á Íslandi fór hann aftur til Danmerkur og lauk kandidatsprófi í lyfjafræði 1932. Það sama ár fór hann aftur til Íslands og tók við Sauðárkróksapóteki og rak það til efsta dags. Ole kvæntist Minnu Elísu Bang og eignuðust þau fjórar dætur. Ole tók mikinn þátt í ýmsum félagsmálum á Sauðárkróki.

Sigríður Árnadóttir (1893-1967)

  • S00220
  • Person
  • 4. júlí 1893 - 27. júní 1967

Foreldrar hennar voru Árni Ásgrímur Þorkelsson b. og hreppstjóri á Geitaskarði og Hildar Solveigar Sveinsdóttur frá Lýtingsstöðum. Ellefu ára gömul var hún send til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þar 3. og 4. bekk á einum vetri. Það kom snemma í ljós að Sigríður hafði mikla tónlistarhæfileika og var hún um áratugaskeið organisti og söngstjóri við Holtastaðakirkju. Jafnframt var hún lengi formaður Kvenfélags Engihlíðarhrepps. Sigríður kvæntist Þorbirni Björnssyni og bjuggu þau hjón fyrst Heiði í Gönguskörðum en fluttu svo í Geitaskarð í Langadal og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust sex börn.

Ólafur Briem (1852-1930)

  • S00219
  • Person
  • 18.08.1852-28.11.1930

Foreldrar hans voru Ólafur Briem og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Ólafur missti foreldra sína ungur og fór þá í fóstur að Espihóli til Eggerts Ó. Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur Briem. Síðar fór hann til sr. Ólafs Þorvaldssonar á Hjaltastöðum og k.h. Sigríðar Magnúsdóttur. Uppúr tvítugu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lærði trésmíði. Flutti til Sauðárkróks árið 1886 og byggði þar húsið Bræðrabúð. Ólafur starfaði alla tíð síðan sem trésmiður á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

María Kristín Valgarðsdóttir Claessen (1880-1964)

  • S00218
  • Person
  • 25.04.1880-24.06.1964

Fædd og uppalin á Sauðárkróki í stórum systkinahópi. Dóttir Jean Valgard Claessen og Kristínar Eggertsdóttur Briem. Stjúpmóðir hennar var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller. María Kristín kvæntist Sigurði Thoroddsen landsverkfræðingi, þau bjuggu í Reykjavík. Sonur þeirra var Gunnar Thoroddsen alþingismaður, þau eignuðust fjögur önnur börn.

Ingibjörg Frederikke Claessen Þorláksson (1878-1970)

  • S00217
  • Person
  • 13.12.1878-07.08.1970

Fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Jean Valgard Claessen kaupmaður og síðar landsféhirðir og fyrri kona hans, Kristín Eggertsdóttir Briem. Stjúpmóðir Ingibjargar var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller. Ingibjörg kvæntist Jóni Þorlákssyni fyrrum forsætisráðherra og áttu þau hjón tvær kjördætur.

Ólafur Jóhann Gunnlaugsson Briem (1884-1944)

  • S00457
  • Person
  • 14. júlí 1884 - 19. nóv. 1944

Ólafur Jóhann var sonur Gunnlaugs Briem, alþm. og verslunarstjóra í Hafnarfirði og Frederike C.J. Claessen. Ólafur Jóhann var framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hann kvæntist Önnu Valgerðu Claessen Briem en þau voru systkinabörn þar sem Jean Valgard faðir Önnu var bróðir Frederike móður Ólafs. Anna og Ólafur eignuðust fimm börn.

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966)

  • S00216
  • Person
  • 22.08.1889-08.05.1966

Dóttir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirðis í Reykjavík og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Anna Valgerða ólst upp á Sauðárkróki í stórum systkinahópi. Kvæntist Ólafi Jóhanni Gunnlaugssyni Briem, síðar framkvæmdastjóra í Reykjavík. Anna Valgerða var húsfreyja í Reykjavík og starfaði m.a. sem píanókennari.
Anna Valgerða og Ólafur maður hennar voru systkinabörn en Frederike C.J. Claessen móðir Ólafs var systir Jean Valgard Claessen.

Auðunn Blöndal (1936-2012)

  • S00215
  • Person
  • 24.11.1936-21.12.2012

Auðunn Blöndal fæddist á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Valgard Blöndal og Jóhanna Árnadóttir. Auðunn kvæntist Ólu Sveinbjörgu Jónsdóttur, leiðir þeirra skildu. Saman eignuðust þau tvo syni.

Hermundur Valdimar Guðmundsson (1878-1944)

  • S00214
  • Person
  • 19.02.1878-12.02.1944

Fæddur á Mið-Grund í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson og Guðrún Eiríksdóttir. Valdimar ólst upp með foreldrum sínum í Ytra-Vallholti. Hann útskrifaðist frá Gagnfræðiskólanum á Möðruvöllum með 1. einkunn vorið 1897. Eftir það vann hann að búi foreldra sinna samhliða því að koma upp eigin bústofni. Jafnhliða þessu stundaði hann fyrst barna- og unglingakennslu á vetrum. Hann varð sundkennari við Steinstaðalaug. Valdimar keypti svo Skinþúfu, síðar Vallanes og var bóndi þar frá 1907-1944. Valdimar kvæntist Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Húsabakka, þau eignuðust fjögur börn.

Ísleifur Árnason (1900-1962)

  • S00213
  • Person
  • 20.04.1900-07.08.1962

Lögfræðingur, síðar lagaprófessor og borgardómari. Kvæntur Soffíu Gísladóttur Árnason, þau áttu fjögur börn.

Soffía Gísladóttir Árnason (1907-1994)

  • S00212
  • Person
  • 01.06.1907-28.05.1994

Soffía fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1907. Hún var dóttir hjónanna Gísla J. Johnsen stórkaupmanns og konsúls og Ásdísar Önnu Gísladóttur. Ung að árum giftist Soffía Ísleifi Árnasyni, f. 20.4.1900, lögfræðingi, síðar lagaprófessor og borgardómara, d. 7.8.1962, þau eignuðust fjögur börn.

Results 4421 to 4505 of 6397