Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Margrét Þórunn Sigurðardóttir (1915-1994)

  • S01538
  • Person
  • 4. maí 1915 - 23. maí 1994

Hún var dóttir Sigurðar Sigurðssonar frá Vigur, sýslumanns Skagfirðinga og k.h. Guðríðar Stefaníu Arnórsdóttir.

Magnús Jónatansson (1899-1980)

  • S01313
  • Person
  • 10.07.1899-08.02.1980

Sonur Jónatans Stefánssonar b. á Ölduhrygg í Svartárdal og k.h. Guðríðar Ólafsdóttur. Verkamaður á Sauðárkróki.

Viggó Sigurjónsson (1905-1997)

  • S01323
  • Person
  • 27.04.1905-10.10.1997

Sonur Sigurjóns Jónassonar b. og oddvita, síðast á Skefilsstöðum á Skaga og k.h. Margrétar Stefánsdóttur. Bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Sigtryggsdóttur.

Gunnlaug Margrét Stefánsdóttir (1922-2015)

  • S01328
  • Person
  • 8. júlí 1922 - 6. mars 2015

Foreldrar: Stefán Sigurðsson og Þórdís Ingimundardóttir á Vatnsenda. Gunnlaug var frá sjö ára aldri alin upp á Gautastöðum í Stíflu af Jóhannes Bogasyni og k.h. Guðrúnu Ólafsdóttur. Kvæntist Bjarna Sigfússyni frá Gröf á Höfðaströnd.

Sigríður Anna Stefánsdóttir (1905-1992)

  • S01330
  • Person
  • 29.09.1905-20.06.1992

Hún var dóttir hjónanna Stefáns Eiríkssonar og Svanfríðar Bjarnadóttur. ,,15 ára gömul flutti Sigríður frá Skógum í Þelamörk til Sauðárkróks til föðursystur sinnar Bjargar Eiríksdóttur og manns hennar Kristjáns Gíslasonar kaupmanns. Á Sauðárkróki kynntist hún mannsefni sínu, Eyþóri Stefánssyni og þau gengu í hjónaband 13. desember 1936, þau eignuðust eina dóttur."

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

  • S01332
  • Person
  • 24.11.1919 - 18.05.2001

Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.

Finnbogi Jón Rögnvaldsson (1952-1995)

  • S01337
  • Person
  • 30. sept. 1952 - 14. okt. 1995

Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason og Hulda Ingvarsdóttir. Hinn 30. desember 1973 kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfúsdóttur frá Egilsstöðum, þau eignuðust þrjár dætur. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Jóhann Pétursson (1913-1984)

  • S01364
  • Person
  • 9. feb. 1913 - 26. nóv. 1984

Foreldrar hans voru hjónin Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir og Pétur Gunnlaugsson á Brekkukoti í Svarfaðardal. Jóhann Svarfdælingur, einnig nefndur Jóhann risi, hét fullu nafni Jóhann Kristinn Pétursson. Hann var stærsti Íslendingur sem sögur fara af og var 2,34 metrar á hæð þegar hann mældist hæstur og vó þá 163 kg. ,,Jóhann flutti frá Íslandi árið 1935, ferðaðist víða um heim og vann meðal annars við að sýna sig í fjölleikahúsum í Norðurlöndunum. Jóhann festist í Kaupmannahöfn þegar seinni heimsstyrjöld dundi yfir og komst að lokum til Íslands árið 1945. Eftir að hafa ferðast um Ísland við að sýna kvikmyndir, flutti Jóhann til Bandaríkjanna árið 1948 og bjó þar til ársins 1982. Jóhann landaði nokkrum kvikmyndahlutverkum í Bandaríkjunum og lék meðal annars í kvikmynd sem skartaði Gary Busey og Jodie Foster. Þá kom hann fram í eigin persónu í heimildarmynd árið 1981 og þar var hann titlaður hæsti maður heims. Þegar Jóhann kom í síðasta sinn til Íslands, settist hann að á Dalvík og bjó þar til dauðadags. Jóhann lést árið 1984, þá 71 árs að aldri."

Vigfús Scheving Hansson (1735-1817)

  • S01367
  • Person
  • 15. jan. 1735 - 14. des. 1817

Vigfús var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Faðir: Hans Scheving, klausturhaldari á Möðruvöllum. Móðir: Guðrún Vigfúsdóttir, húsfreyja.
Vigfús var sýslumaður á 18. öld, lengst af í Skagafjarðarsýslu. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1754 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1757. Hann var lengi Hólaráðsmaður en þegar Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund dó 1767 var hann settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til Jón Jakobsson tók við árið eftir. Vigfús varð sýslumaður Skagafjarðarsýslu 21. febrúar 1772 og bjó þá á Víðivöllum í Blönduhlíð. Kona Vigfúsar var Anna Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Ólafssonar prests á Höskuldsstöðum og systir Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Vorið 1800 fékk Vigfús lausn frá embætti og flutti þá suður að Innra-Hólmi til Magnúsar Stephensen, tengdasonar síns, var hjá honum eftir það og dó í Viðey.

Bjarni Thorarensen Vigfússon (1786-1841)

  • S01368
  • Person
  • 30. des. 1786 - 24. ágúst 1841

Bjarni fæddist á Brautarholti á Kjalarnesi. Faðir: Vigfús Þórarinsson, síðar sýslumaður í Rangárvallasýslu (1789) og bjó þá á Hlíðarenda í Fljótshlíð þar sem Bjarni ólst upp. Móðir: Steinunn Bjarnadóttir (Pálssonar landlæknis). Bjarni hlaut góða kennslu heimafyrir hjá einkakennurum og lauk stúdentsprófi 15 ára. Bjarni sigldi til Kaupmannahafnar og lauk lagaprófi frá Hafnarháskóla. Bjarni sneri til Íslands 1811 varð nokkru síðar dómari í Landsyfirréttinum. Síðar varð hann sýslumaður í Árnessýslu 1820. 1822 varð hann aftur dómari við Landsyfirrétt og bjó þá í Gufunesi. Skipaður amtmaður í Norður- og austuramti árið 1833 og bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. Bjarni var skáld mikið og talin helsti boðberi rómantísku stefnunnar á Íslandi. Eiginkona Bjarna var Hildur Bogadóttir (Benekiktssonar úr Hrappsey) og áttu þau fjölda barna.

Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (1890-1968)

  • S01369
  • Person
  • 29. júní 1890 - 29. maí 1968

Fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp. Kvæntist Gísla Ólafssyni skáldi frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þau eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau í húsmennsku á nokkrum bæjum í Svartárdal. Bjuggu á Blönduósi 1924-1928 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Jakobína starfaði mikið með kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal þeirra sem lögðu fyrstu hönd að gróðursetningu trjáplantna í Sauðárgili þar sem nú kallast Litli skógur.

Sveinn Sveinsson (1947-

  • S01385
  • Person
  • 02.10.1947-

Sonur Lilju Sigurðardóttur og Sveins Gíslasonar.

Bergur Ragnar Hólmsteinsson (1947-2001)

  • S01383
  • Person
  • 09.01.1947-24.05.2001

Bergur Ragnar Hólmsteinsson fæddist 9. janúar 1947 að Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit, Skagafirði. Foreldrar hans eru Hólmsteinn Sigurðsson og Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp að Ytri-Hofdölum. ,,Ungur fór hann að stunda sjómennsku, fyrst á ísfisktogurum hjá Útgerðafélagi Skagfirðinga en einnig var hann á flutningaskipum um tíma. Bergur stofnaði fyrirtæki ásamt vini sínum um skurð og sölu á túnþökum, var vélavörður í frystihúsinu Skildi í nokkur ár, en tók einnig þátt í sveitastörfunum. Síðustu ár var hann bílstjóri hjá Suðurleiðum."

Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers (1918-2005)

  • S01392
  • Person
  • 14.05.1918-07.05.2005

Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers fæddist á Sauðárkróki 14. maí 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Guðmundsson, kennari, hreppstjóri og sjúkrahúshaldari á Sauðárkróki og Ingibjörg Salóme Pálmadóttir. ,,Hinn 30. maí 1936 gekk Ingibjörg að eiga Björn Guðmundsson frá Reykjarhóli í Seyluhreppi, þau eignuðust eina dóttur, þau skildu. Árið 1941 hóf Ingibjörg að búa á Selfossi með Börge Hillers, mjólkurfræðingi frá Marup Mark við Koldind/Koldindbro á Jótlandi. Þau Ingibjörg og Börge gengu í hjónaband 29. desember 1951. Þau eignuðust fjögur börn. Ingibjörg fæddist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, flutti með foreldrum sínum að Brennigerði í Skarðshreppi 1920, þar sem þau bjuggu í tíu ár, en fluttu að þeim liðnum aftur til Sauðárkróks. Hún var gædd listrænum hæfileikum, söng í Kirkjukór Sauðárkróks og lék m.a. annað aðalhlutverkið í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Hún flutti á Selfoss 1941 og átti þar heima síðan. Hún stundaði þar ýmis tilfallandi störf."

Rögnvaldur Ólafsson (1943-

  • S01395
  • Person
  • 10.12.1943-

Barnabarn Láru Ingibjargar Magnúsdóttur og Guðmundar Guðna Kristjánssonar.

Bryndís Sigurðardóttir (1941-)

  • S01404
  • Person
  • 31.01.1941-

Foreldrar: Margrét Ingibjörg Pála Sveinsdóttir frá Sauðárkróki og Sigurðar Björnssonar Litlu-Giljá.

Reynir Ludvigsson (1924-2000)

  • S01401
  • Person
  • 29.01.1924-20.08.2000

Reynir var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir og Ludvig Carl Magnússon frá Sauðárkróki. ,,Reynir kvæntist ekki en var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur, en hún og hennar fjölskylda sýndu honum ætíð tryggð og vináttu. Eftir lát móður sinnar dvaldi Reynir í fá ár hjá frændfólki sínu að Breiðabólsstað í Miðdölum, en hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árnasyni bókbandsmeistara á stríðsárunum seinni og lauk því námi ásamt iðnskóla á tilskildum tíma. Eftir námið starfaði hann síðan að iðn sinni bæði hjá meistara sínum og fleiri bókbandsfyrirtækjum eins og Félagsbókbandinu og Gutenberg. Í mörg ár starfaði Reynir við afgreiðslu hjá dagbl. "Tíminn"."

Óli Þorsteinn Hjartarson (1898-1973)

  • S01407
  • Person
  • 14. nóv. 1898 - 18. sept. 1973

Frá Ási í Kelduhverfi bóndi í Eyvindarholti. Lauk námi í Hólaskóla árið 1921.

Ágústa Þorkelsdóttir (1875-1960)

  • S00658
  • Person
  • 7. ágúst 1875 - 2. september 1960

Fædd á Refsteinsstöðum í Víðidal. Vinnukona á Víðivöllum í Blönduhlíð í 40 ár, kvænt Þorsteini Guðmundssyni.

Eiríkur Bjarnason (1766-1843)

  • S01411
  • Person
  • 1766 - 27. feb. 1843

Eiríkur Björnsson fæddist árið 1766. Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1731 - 1813). Eiríkur var aðstoðarprestur á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi 1794 til 1810. Hann er bóndi á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 1801. Bóndi í Djúpadal, Skagafirði 1811 til 1826. Prestur á Staðarbakka í Miðfirði frá 1826 til dauðadags.
Maki: Herdís Jónsdóttir (1769-29.07.1843 ). Saman áttu þau þrjú börn (Jón, Sigríður og Þorbjörn).

Skúli Magnússon (1711-1794)

  • S01413
  • Person
  • 12.12.1711 – 09. 11.1794

Skúli fæddist að Keldunesi í Norður-Þingeyjarsýslu 12. desember árið 1711. Faðir: Magnús Einarsson prestur á Húsavík frá 1715. Móðir: Oddný Jónsdóttir. Skúli var við verslunarstörf á unglingsárum en hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni prófasti í Múla í Aðaldal haustið 1727. Magnús faðir hans drukknaði í ársbyrjun 1728, þegar hann var að sækja rekavið, en tveimur árum síðar giftist móðir Skúla séra Þorleifi, sem útskrifaði hann svo með stúdentspróf 1731. Hann stundaði svo nám við háskólann í Kaupmannahöfn 1732-34 án þess þó að ljúka prófi.
Skúli sneri aftur til Íslands árið 1734 og varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu. Það sumar vann hann sem landsskrifari fyrir Odd Magnússon. Árið eftir var hann einnig settur yfir Vestur-Skaftafellssýslu. Skúli var svo skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737. Þar bjó hann fyrst í Gröf á Höfðaströnd en lengst af á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Skúli hafði forsjá Hólastóls eftir að Steinn Jónsson biskup dó árið 1739 og þar til Halldór Brynjólfsson tók við embætti 1746. Skúli var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur Íslendinga.
Hann fluttist suður sumarið 1750 og settist fyrst að á Bessastöðum.

"Hann hóf þegar að berjast fyrir ýmsum framfaramálum og helst fyrir stofnun framfarafélags sem skyldi standa að ýmsum umbótum í landbúnaðarmálum og iðnaði. Hann vildi líka að Íslendingar eignuðust þilskip svo þeir gætu sótt á djúpmið. Félagið Innréttingarnar var stofnað af Skúla ásamt íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 17. júlí 1751 til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga. Innréttingunum var valinn staður í Reykjavík og meðal annars þess vegna hefur Skúli oft verið kallaður faðir Reykjavíkur. Þótt gengi Innréttinganna væri misjafnt eins og margra aðra framfaramála sem Skúli lét til sín taka var hann óþrjótandi baráttumaður fyrir framförum og var einn helsti boðberi upplýsingastefnunnar á Íslandi."

Viðeyjarstofa var reist sem embættisbústaður Skúla fógeta og hann lét seinna reisa Viðeyjarkirkju við hlið hennar. Skúli fékk Viðey til ábúðar þegar hann varð landfógeti og bjó þar síðan. Viðeyjarstofa var reist sem embættisbústaður á árunum 1753-55. Hann lét af embætti fyrir aldurs sakir árið 1793 og lést ári síðar úti í Viðey. Hann er grafinn í Viðey.

Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir prests í Görðum á Álftanesi. Á meðal barna þeirra voru Jón Skúlason aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.

Guðrún Erla Ásgrímsdóttir (1927-2013)

  • S01421
  • Person
  • 12.01.1927-24.02.2013

Erla fæddist í Reykjavík 12. janúar 1927. ,,Móðir hennar var Hallfríður Pálsdóttir. Ársgamalli var Erlu komið í fóstur á Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði. Þar dvaldi hún sín uppvaxtarár til níu ára aldurs, en eftir það á Hlíðarenda í sömu sveit. Eiginmaður Erlu var Örn Friðhólm Sigurðsson, f. 24. júlí 1921, d. 12. nóvember 1970, þau eignuðust sjö börn. Lengstan starfsaldur átti Erla á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, en þar vann hún m.a. við umönnun um 25 ára skeið, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Áður höfðu þau Örn sinnt veðurathugunum í 10 ár, skipt bróðurlega á milli sín því að „taka veðrið“ á þriggja stunda fresti, alla daga ársins. Erla dvaldi síðasta árið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki."

Sölvi Sveinsson (1950-

  • S01426
  • Person
  • 10.05.1950

Sölvi Sveinsson er fæddur á Sauðárkróki árið 1950, sonur hjónanna Sveins Sölvasonar og Margrétar Kristinsdóttur. ,,Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk síðan BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand. mag.-prófi í sögu frá sama skóla 1980. Þá las hann einnig uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. Sölvi starfaði um tíma hjá Alþingi og síðar við kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá 1998 til 2005 var hann skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og síðan Verzlunarskóla Íslands til 2008. Þá tók við starf hjá menntamálaráðuneytinu og loks gegndi hann starfi skólastjóra Landakotsskóla 2010–2014. Sölvi hefur skrifað allnokkrar bækur, einkum um íslenskt mál og málsögu, bæði kennslubækur fyrir framhaldsskóla og fræðirit ætluð almenningi. Einnig hefur hann skrifað kennslubók um norræna goðafræði. Þá hefur hann gefið út endurminningabók, birt ferðaþætti og skrifað fjölda greina og pistla í bækur og tímarit um söguleg efni, móðurmálið o.fl."

Jón Þorkelsson (1859-1924)

  • S01428
  • Person
  • 16.04.1859-10.02.1924

Fæddur í Ásum í Skaftártungu 16. apríl 1859, dáinn 10. febrúar 1924. Foreldrar: Þorkell Eyjólfsson síðast prestur á Staðarstað og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir. Stúdentspróf Lsk. 1882. Cand. mag. í norrænum fræðum Hafnarháskóla 1886. Dr. phil. Hafnarháskóla 30. júní 1888. Dvaldist við fræðistörf og ritstörf í Kaupmannahöfn til 1898, er hann fluttist til Reykjavíkur. Skipaður 1899 landsskjalavörður, 30. desember 1915 þjóðskjalavörður og hafði það embætti á hendi til æviloka. Skrifstofustjóri Alþingis 1894 og 1901–1905. Alþingismaður Snæfellinga 1892–1893, alþingismaður Reykvíkinga 1908–1911, konungkjörinn alþingismaður 1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
Maki 1 (1885): Karólína Jónsdóttir (1852-1926), þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Maki 2 (1920): Sigríður Finnbogadóttir (1876-1966), þau eignuðust eina dóttur.

Leifur Hreinn Þórarinsson (1936-2006)

  • S01351
  • Person
  • 25.06.1936-27-08.2006

Leifur Hreinn Þórarinsson fæddist á Ríp í Hegranesi í Skagafirði 25. júní 1936. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985, og Þórarinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985. Leifur kvæntist 25. júní 1960 Kristínu Báru Ólafsdóttur, f. 28. júní 1936, frá Garðshorni í Kræklingahlíð, þau eignuðust 6 börn.

Leifur og Kristín hófu búskap í Keldudal árið 1962. Hin síðari ár bjuggu þau félagsbúi ásamt Þórarni syni sínum og Guðrúnu konu hans ásamt því að sinna ferðaþjónustu. Leifur var kunnur ræktunarmaður, sérstaklega í hrossa- og sauðfjárrækt. Leifur tók virkan þátt í félagsmálum og var meðal annars í hreppsnefnd Rípurhrepps, sóknarnefnd Rípurkirkju og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.

Björn Ásgrímsson (1920-2015)

  • S01450
  • Person
  • 13. des. 1920 - 29. júlí 2015

Björn Ólafur Ásgrímsson fæddist að Ási í Hegranesi 13. desember 1920. Foreldrar Björns voru Stefanía Guðmundsdóttir og Ásgrímur Einarsson, bóndi og skipstjóri. ,,Björn ólst upp í Ási og á Reykjum á Reykjaströnd. Flutti með fjölskyldu sinn í Suðurgötu 14 (Ártún), á Sauðárkróki 1931 og bjó þar alla tíð síðan. Björn hlaut venjubundið heimanám/farkennslu þess tíma. Hann stundaði síðan öll venjuleg störf, m.a. á Sláturhúsi KS á Sauðárkróki öll haust í marga áratugi, var nokkrar vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum á árunum eftir stríð, vann almenna verkamannavinnu, m.a. fyrir sveitarfélagið, (girðingarvinnu o.fl.), vélavinnu fyrir Búnaðarfélagið á Sauðárkróki mörg sumur, stundaði sjó á trillu sinni í mörg ár. Björn var einnig frístundabóndi á Sauðárkróki alla tíð meðan heilsa og kraftar leyfðu. Björn starfaði lengi með Skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki og heiðraði félagið hann fyrir störf sín. Björn var einhleypur og barnlaus."

Friðrik Friðriksson (1910-2008)

  • S01464
  • Person
  • 28. júní 1910 - 10. maí 2008

Friðrik Friðriksson fæddist í Pottagerði í Skagafirði 28. júní 1910. Foreldrar hans voru Friðrik Sigfússon bóndi í Pottagerði og Guðný Jónasdóttir, f. í Hróarsdal. Hinn 30. maí 1937 kvæntist Friðrik Sigurlaugu Þorkelsdóttur (1913-2005), þau eignuðust fjögur börn og voru búsett á Sauðárkróki.

Eiður Birkir Guðvinsson (1940-)

  • S01467
  • Person
  • 4. apríl 1940 - 12. júní 2017

Eiður Birkir Guðvinsson fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði 4. apríl 1940. Foreldrar hans voru Guðvin Óskar Jónsson, bóndi og síðar verkamaður og Lovísa S. Björnsdóttir. ,,Eiður ólst upp á Sauðárkróki en var í sveit á sumrin í Skagafirði, fyrst á Stóru-Seylu en síðan lengstum á Hafsteinsstöðum. Hann fór ungur að vinna ýmis tilfallandi störf, m.a. hjá Byggingarfélaginu Hlyn. Eiður hóf síðan störf hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki árið 1962 og vann þar til eftirlaunaaldurs, árið 2007, lengst af við ostagerð og -pökkun. Eiður hafði mikið yndi af tónlist og kom m.a. á fót minningarsjóði sem enn þann dag í dag styrkir efnilega nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar." Eiður var ókvæntur og barnlaus.

Jóhannes Eric Konráðsson (1937-)

  • S01460
  • Person
  • 13. nóv. 1937

Sonur Konráðs Þorsteinssonar kaupmanns á Sauðárkróki og í R.vík og f.k.h. Kristínar Maríu Sigurðardóttur. Stjúpmóðir Jóhannesar var Sigríður Helga Skúladóttir.

Jón Friðbjörnsson (1897-1975)

  • S01470
  • Person
  • 27. júlí 1897 - 1. okt. 1975

Bóndi á Sandhólum, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930. Með foreldrum í Rauðuskriðu, á Kaðalsstöðum, í Eyjafirði og víðar. Í vinnumennsku í Kelduhverfi um 1920. Bóndi á Sandhólum á Tjörnesi um nokkur ár frá 1924. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Hrefnu Jóhannsdóttur.

Ólafur Jónsson (1934-1991)

  • S01471
  • Person
  • 15. apríl 1934 - 27. feb. 1991

Sonur Jóns Sigurjónssonar b. í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Verkamaður á Sauðárkróki.

Hreiðar Ásmundsson (1929-2001)

  • S01478
  • Person
  • 18. feb. 1929 - 28. jan. 2001

Hreiðar Ásmundsson fæddist á Stóru-Reykjum (tvíburi). Foreldrar hans voru Ásmundur Jósefsson og Arnbjörg Eiríksdóttir. Hann var pípulagningarmeistari, búsettur í Reykjavík. Kvæntist Gyðu Arndal Svavarsdóttur.

Ragnhildur Óskarsdóttir (1935-1991)

  • S01481
  • Person
  • 21. des. 1935 - 31. maí 1991

Dóttir Guðrúnar Pálsdóttur og Óskars Stefánssonar á Sauðárkróki. Kvæntist Sveini Guðmundssyni, þau eignuðust tvo syni, fyrir átti Sveinn tvö börn.

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Lárus Stefánsson Thorarensen (1799-1864)

  • S01490
  • Person
  • 14. júní 1799 - 19. apríl 1864

Lárus Stefánsson Thorarensen sýslumaður og bóndi að Enni á Höfðaströnd. Faðir: Stefán Þórarinsson konfersráð, amtmaður. Móðir: Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Lárus fæddist að Möðruvallaklaustri 1799. Hann ólst upp hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving, afa sínum, á Víðivöllum og síðar í Viðey. Lárus fór utan og nam lög við háskólann (líklega Kaupmannaháskóla). Hann lauk embættisprófi 1821. Var svo í rentukammerinu (sem "volonteur") þar til honum var veitt Skagafjarðarsýsla 13. maí 1826. Kom til landsins það sama sumar og settist til að byrja með að á Hofsósi. Ári síðar (1827) giftist hann Elínu [Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (um 1800-24.08.1873)] en hún var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi. Lárus reisti svo bú á Enni á Höfðaströnd.

Arnbjörg Eiríksdóttir (1896-1988)

  • S01491
  • Person
  • 27. des. 1896 - 1. sept. 1988

Arnbjörg Eiríksdóttir fæddist 27. desember 1896 í Nesi í Flókadal, dóttir Eiríks Ásmundssonar b. á Reykjarhóli á Bökkum og sambýliskonu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Arnbjörg var alinn upp hjá foreldrum sínum á Reykjarhóli. Hún lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1. apríl 1924. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppi 1924-1946 og 1947-1968. Í Holtshreppi 1925-1928, 1947-1948 og 1961-1968. Maður hennar var Ásmundur Jósefsson (1899-1991), þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu Stóru-Reykjum í Fljótum 1924-1951, á Sigríðarstöðum í Flókadal 1951-1953, í Neskoti í sömu sveit 1953-1954, á Sjöundastöðum í sömu sveit 1954-1968. Síðast búsett á Sauðárkróki.

Gréta Jóhannsdóttir (1936-)

  • S01494
  • Person
  • 17. sept. 1936

Gréta Jóhannsdóttir fæddist 17. september 1936. Hún er frá Siglufirði. Bjó með manni sínum, Lúðvík Ásmundssyni (1931-1996) á Sigríðarstöðum í Flókadal.

Geirald Sigurberg Gíslason (1910-1977)

  • S01501
  • Person
  • 7. des. 1910 - 29. júní 1977

Sonur Gísla Þórarinssonar og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. Bílstjóri í Glæsibæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Stefaníu Björgu Ástvaldsdóttur, þau eignuðust einn son.

Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir (1926-2015)

  • S01504
  • Person
  • 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

María J. Stefánsdóttir (1914-1983)

  • S01511
  • Person
  • 1. sept. 1914 - 4. feb. 1983

Foreldrar: Hannína Guðbjörg Hannesdóttir og Stefán Valdemar Guðmundsson. María var búsett í Sandgerði, ógift.

Sigvaldína Áslaug Egilsdóttir (1891-1950)

  • S01510
  • Person
  • 31. mars 1891 - 17. nóv. 1950

Dóttir Egils Sigvaldasonar síðast b. á Syðra-Ósi á Höfðaströnd og k.h. Ingibjargar Kristinsdóttur. Maki: Jón Ingvar Guðmundsson bílstjóra. Þau voru búsett á Sauðárkróki.

Björn Árnason (1810-1884)

  • S01516
  • Person
  • 1810-1884

Björn Árnason bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð. Fæddur á Stóru-Seylu í Skagafirði. Faðir: Árni Árnason bóndi á Stóru-Seylu. Móðir: Málfríður Sigurðardóttir. Björn ólst upp og bjó á Seylu þar til hann kvæntist og settist að búi konu sinnar. Bjó á Auðnum frá árinu 1833 til 1857 en þau brugðu þau hjónin búi og fluttu til einkadóttur sinnar, Margrétar (f. 1834). Kona Björns var Guðrún Þorvaldsdóttir (1791-1863).

Guðrún Eyþórsdóttir (1939-1987)

  • S01519
  • Person
  • 24. júlí 1939 - 17. apríl 1987

Guðrún Eyþórsdóttir fæddist á Sauðárkróki þann 24. júlí 1939, einkabarn hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur og Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Guðrún fluttist til Ísafjarðar árið 1960 ásamt eiginmanni sínum, Einari Vali Kristjánssyni, þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu. Seinni maður Guðrúnar var Júlíus Kristjánsson, þau voru búsett á Sauðárkróki.

Heiðbjört Óskarsdóttir (1919-1992)

  • S01528
  • Person
  • 4. feb. 1919 - 5. ágúst 1992

Fædd í Aðaldal. Var í Kvennaskólanum á Laugum 1939-1940 þar sem hún kynntist Vilhjálmi Hallgrímssyni manni sínum. Árið 1943 flutti hún til Vestmannaeyja þar sem Vilhjálmur stundaði nám í húsasmíði. 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og voru þar búsett síðan. Á Sauðárkróki vann hún við verslunarstörf, átti og rak Hannyrðabúðina á Sauðárkróki ásamt Sigríði Stefánsdóttur. Hildur og Vilhjálmur eignuðust tvö börn.

Stefán Jörundsson (1945-)

  • S01521
  • Person
  • 23. jan. 1945

Foreldrar: Guðrún Stefánsdóttir og Jörundur Pálsson arkitekt.

Helga Pálsdóttir Biering (1926-)

  • S01532
  • Person
  • 5. nóv. 1926-

Foreldrar hennar voru Páll Friðriksson múrari á Sauðárkróki og s.k.h. Sólveig Danivalsdóttir. Húsmóðir í Reykjavík. Kvæntist Hilmari Biering, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964)

  • S01549
  • Person
  • 22. maí 1884 - 1. maí 1964

Sigurður Árni Björnsson, f. 22.05.1884 á Heiði í Gönguskörðum, d. 01.05.1964 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg Stefánsdóttir. Sigurður ólst upp á heimili foreldra sinna. Lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1904. Hóf þá störf hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og vann sem verkstjóri við uppbyggingu Gróðrastöðvarinnar á Akureyri það sumar. Tók síðan ásamt bræðrum sínum við búrekstri á Veðramóti. Eftir giftingu árið 1912 tók Sigurður við 2/3 hlutum Veðramóts af föður sínum og tveimur árum síðar allri jörðinni. Sigurður tók allt frá æskuárum ötulan þátt í menningar- og félagslífi sveitar sinnar og héraðs. Hann var einn af stofnendum UMF Tindastóls 1907 og fyrsti formaður þess.Hann var um árabil í fremstu röð skagfirskra íþróttamanna. Sigurður var oddviti Skarðshrepps frá 1922, hreppstjóri og sýslunefndarmaður frá 1924, jafnframt formaður Búnaðarfélags og skólanefndar, allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Þá var hann eftirlitsmaður með útflutningi hrossa frá Sauðárkróki. Hann sat í stjórnum Kaupfélags Skagfirðinga, Sláturfélags Skagfirðinga og Verslunarfélags Skagfirðinga. Hann stjórnaði málfundum í sýslufundarviku og var sjálfur mikill ræðumaður.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1884-1973) frá Holti í Svínadal í A-Húnavatnssýlu. Þau eignuðust fimm börn. Árið 1934 seldu þau hjónin búið, fluttust til Reykjavíkur og keyptu sér hús við Fjólugötu. Þá höfðu þau nýlega eignast jörðina Kimbastaði í Borgarsveit í viðskiptum en seldu hana líka. Eftir ársdvöl í Reykjavík var Sigurður ráðinn í starf framfærslufulltrúa hjá Reykjavíkurbæ og gengdi því starfi til 1960, er hann tók við starfi yfirframfærslufulltrúa. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum og átti m.a. sæti í Sáttanefnd Reykjavíkur um nokkrra ára skeið. Hann var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1944.

Jón Friðberg Hjartarson (1947-)

  • S01554
  • Person
  • 29. júlí 1947-

Jón var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fyrsti skólameistari skólans, en skólinn var stofnaður árið 1979. Jón gegndi því starfi fram til ársins 2010. Þá var hann einn af stofnendum fréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki og lengi í ritstjórn þess.
Kona hans: Elísabet Kemp (1945-).

Gunnar Gunnarsson (1926-2000)

  • S01555
  • Person
  • 28. mars 1926 - 22. sept. 2000

Gunnar Gunnarsson fæddist í Syðra-Vallholti í Vallhólma í Skagafirði 28. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Erlendsdóttir frá Stóru-Giljá í Húnaþingi og Gunnar Gunnarsson, bóndi í Syðra-Vallholti. ,,Gunnar var nemandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943-1945. Var síðan að mestu við bústörf í Vallholti, einn vetur á vertríð í Grindavík og vetrarpart á skrifstofu á Ólafsfirði. Bóndi í Syðra-Vallholti frá 1950, fyrstu árin í félagi með föður sínum." 1966 kvæntist Gunnar Stefaníu Þórunni Sæmundsdóttur frá Siglufirði, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Stefanía aðra dóttur sem Gunnar gekk í föðurstað.

Ole Peter Jósefsson Blöndal (1878-1931)

  • S01566
  • Person
  • 27. sept. 1878 - 8. apríl 1931

Sonur Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og Jósefs Gottfreðs Blöndal verslunarstjóra í Grafarósi. Póstmálaritari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Fyrrverandi póstmaður á Vesturgötu 19, Reykjavík 1930.

Sigurður Sigurðsson Skagfield (1895-1956)

  • S01571
  • Person
  • 29. júní 1895 - 21. sept. 1956

Foreldrar: Jóhanna Steinsdóttir og Sigurður Jónsson oddviti í Brautarholti (þá Litlu-Seylu). ,,Sigurður Skagfield tenór fæddist að Litlu-Seylu í Skagafjarðarsýslu 29. júní 1895. Sigurður stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og einnig í Dresden og víðar í Þýskalandi. Hann fór söngför um Norðurlönd og var um skeið söngvari við óperuhúsið í Oldenburg. Sigurður dvaldist nokkur ár í Bandaríkjunum og hélt þar söngskemmtanir við góðan orðstír. " Sigurður kvæntist Lovísu Albertsdóttur frá Páfastöðum, þau eignuðust tvö börn saman. Þau skildu.

Björn Gunnarsson (1868-1956)

  • S01573
  • Person
  • 26. feb. 1868 - 22. ágúst 1955

Var á Höfða, Höfðasókn, Þing. 1880. Vinnumaður á Höfða, Grenivíkursókn, S.-Þing. 1890. Verslunarstjóri á Kljáströnd, Grenivíkursókn, S-Þing. 1901. Kaupmaður og útgerðarmaður á Höfða við Eyjafjörð og síðar í Neskaupstað. Bókhaldari í Neskaupstað 1930.

Þóra Jónsdóttir (1867-1938)

  • S01574
  • Person
  • 1. ágúst 1867 - 8. feb. 1938

Foreldrar: Jón Jónatansson b. á Höfða á Höfðaströnd og k.h. Rannveig Sigríður Espólín Hákonardóttir. Fór úr Skagafirði austur í Mjóafjörð með móður sinni árið 1883. Kvæntist Birni Gunnarssyni frá Höfða við Eyjafjörð, þau fluttust síðar til Norðfjarðar.

Sveinn Þorsteinsson (1903-1980)

  • S01572
  • Person
  • 1. des. 1903 - 19. júlí 1980

Alinn upp hjá Birni Gunnarssyni og Þóru Jónsdóttur á Kljáströnd við Grenivík. Verkamaður á Neskaupstað 1930. Síðar sjómaður og bankaritari á Akureyri.

Sigurbjörg Hólmfríður Friðriksdóttir (1852-óvíst)

  • S01578
  • Person
  • 1852-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara og f.k.h. Guðrúnar Halldórsdóttur. Sigurbjörg Friðriksdóttir ,,lærði mjólkuriðnað í Danmörku, kom heim og kenndi en sneri aftur. Giftist dönskum manni á Akureyri, skildu, ókunnugt um niðja.“ Var á Hofi, Hólasókn, Skag. 1860. Var á Neðriási, Hólasókn, Skag. 1870.

Ingibjörg Magnúsdóttir (1930-2018)

  • S01583
  • Person
  • 14. apríl 1930 - 13. feb. 2018

Dóttir Magnúsar Konráðssonar (bróður sr. Helga Konráðssonar) og Eyþóru Jósefínu Sigurjónsdóttur.

Konráð Sigurjón Magnússon (1932-2003)

  • S01585
  • Person
  • 30. sept. 1932 - 20. apríl 2003

Sonur Magnúsar Konráðssonar (bróður sr. Helga Konráðssonar) og Eyþóru Jósefínu Sigurjónsdóttur.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Sigríður Friðvinsdóttir (1897-1931)

  • S01604
  • Person
  • 3. okt. 1897 - 30. okt. 1931

Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Vinnukona á Sauðárkróki. Lést ógift og barnlaus.

Páll Friðvin Jóhannsson (1915-1979)

  • S01606
  • Person
  • 20. sept. 1915 - 27. feb. 1979

Sonur Jóhanns Dagbjarts Jóhannessonar b. í Hólakoti á Reykjaströnd og k.h. Tryggvina Margrét Friðvinsdóttir. Vélsmiður og vélstjóri og lengi sjómaður á Akranesi.

Óskar Þórðarson (1915-1999)

  • S01609
  • Person
  • 2. maí 1915 - 12. jan. 1999

Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar kvæntist 18. október 1941 Ingunni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919, þau eignuðust sjö börn. ,,Óskar lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavíkurborgar og var þar forstöðumaður að undanteknum síðustu starfsárum sínum sem hann var skrifstofustjóri."

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Guðrún Snorradóttir (1896-1989)

  • S01615
  • Person
  • 13. ágúst 1896 - 31. des. 1989

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett að Hringveri í Hjaltadal, síðar Garðakoti í sömu sveit. Guðrún var ung þegar móðir hennar lést og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Árið 1920 fór hún til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Maki: Bjarni Sigmundsson frá Hvalskerjum í Rauðsandshreppi, f. 26.02.1898, d. 28.06.1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu og þar bjó Guðrún til dánardags.

Stefán Sveinsson (1885-1970)

  • S01621
  • Person
  • 31. mars 1885 - 6. júlí 1970

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Vorið 1909 hóf hann búskap á hluta af Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi og var þar í tvö ár. Á Reykjum bjó hann 1911-1914, en flutti þá vestur að Þverá í Hallárdal, Hvs. Þar missti hann fyrri konu sína og fluttist aftur til Skagafjarðar. Bóndi á Giljum 1921-1922, þá kvæntur seinni konu sinni, í Ölduhrygg 1922-1925 og á Írafelli 1925-1939. Slitu þau hjón þá samvistir. Dvaldist hann á ýmsum stöðum þar í sveit eftir það en einnig eitthvað hjá sonum sínum í Rvík. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Guðríður Guðnadóttir frá Villinganesi, eitt af börnum þeirra komst á legg. Guðríður lést árið 1916.
Maki 2: Kristbjörg Jónsdóttir frá Höfðahólum, þau eignuðust tvo syni. Þau skildu.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Ásta Jónasdóttir (1911-2009)

  • S01635
  • Person
  • 9. nóv. 1911 - 29. apríl 2009

Dóttir Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðárkróki og k.h. Hansínu Benediktsdóttur.

Mínerva Gísladóttir (1915-1998)

  • S01636
  • Person
  • 14. sept. 1915 - 9. feb. 1998

Foreldrar: Gísli Konráðsson b. á Bessastöðum og k.h. Sigríður Sveinsdóttir frá Hóli. Mínerva missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og ólst upp eftir það með föður sínum. Árið 1937 kvæntist Mínerva Sæmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Glaumbæ 1937-1938, á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1938-1986, síðast búsett á Sauðárkróki. Mínerva og Sæmundur eignuðust átta börn saman, fyrir hafði Mínerva eignast dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Niðurstöður 4846 to 4930 of 6399