Sýnir 6400 niðurstöður

Nafnspjöld

Ingibjörg Sigríður Pétursdóttir Eriksen (1912-1956)

  • S01641
  • Person
  • 29. júní 1912 - 20. júní 1956

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður, f. 1870, skósmiður á Sauðárkróki og Ingibjörg Ólafsdóttir Eriksen, f. 1872, frá Harrastöðum á Skagaströnd. Ingibjörg var ógift og barnlaus.

Hólmfríður Espólín Jónsdóttir (1861-1930)

  • S01647
  • Person
  • 4. mars 1861 - 9. feb. 1930

Dóttir Jóns Jónatanssonar b. á Höfða á Höfðaströnd og k.h. Rannveigar Sigríðar Espólín Hákonardóttur. Fædd í Stærri-Árskógi, d. 1930 á Norðfirði. Hún fór til Ameríku 1888, en festi þar ekki yndi og kom aftur 1895. Hún dvaldist á ýmsum stöðum og lést ógift og barnlaus.

Tómas Pálsson (1869-1938)

  • S01667
  • Person
  • 7.10.1869-18.07.1938

Tómas Pálsson, f. á Egilsá 07.10.1869, d. 18.07.1938 á Bústöðum.
Foreldrar: Páll Andrésson b. á Bústöðum og k.h. Anna Jónsdóttir. Búfræðingur frá Hólum varð hann 1892. Tómas var bóndi í Litluhlíð 1901-1902, en hafði þó jafnframt húsfólk á Bústöðum og átti þar heima til æviloka. Áður hafði hann verið fyrirvinna hjá móður sinni um nokkur ár. Tómas sat í hreppsnefnd um hálfan fjórða áratug, hreppsn.oddv. í 18 ár og jafnlengi sýslunefndarmaður. Formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps var hann og sat oft aðalfundi Ræktunarfél. Norðurlands sem fulltrúi þaðan. Hann var umboðsmaður Brunabótafél. Íslands í mörg ár og fulltrúi þess við virðingu bæjarhúsa. Í Fasteignamatsnefnd ríkisins var hann árið 1930. Í safnaðarstjórn átti hann lengi sæti og var kvaddur til flestra samningagerða, sem fram fóru innan sóknarinnar. Tómas kvæntist árið 1900 Þóreyju Sigurlaugu Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust sjö börn.

Helgi Breiðfjörð Helgason (1914-2005)

  • S01668
  • Person
  • 18. okt. 1914 - 8. okt. 2005

Helgi Breiðfjörð Helgason fæddist að Kveingrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 18. október 1914. Foreldrar hans voru Helgi Helgason bóndi, lengst af í Gautsdal í Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu og k.h. Ingibjörg Friðriksdóttir. ,,Helgi var í Gautsdal fram um tvítugt og starfaði að búinu með föður sínum og bræðrum. Hann var einn vetur í Héraðsskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu og annan í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann stundaði ýmis störf á Blönduósi, fyrir vestan og sunnan, en sá um lyfjaafgreiðslu héraðslæknis á Blönduósi frá 1942 til 1974 og var jafnan kallaður Helgi apótekari. Eftir það rak hann verslun á staðnum í nokkur ár. Helgi var lengi í stjórn Garðfélagsins í Selvík og var formaður þess í mörg ár." Helgi kvæntist árið 1947 Helgu Guðmundsdóttur frá Blönduósi, þau eignuðust tvo syni.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Kjartan Steingrímsson (1918-1981)

  • S01677
  • Person
  • 16. júlí 1918 - 16. júní 1981

Var í Minni-Garði, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Tryggvi Baldur Líndal (1918-1997)

  • S01669
  • Person
  • 17. ágúst 1918 - 17. júní 1997

Baldur Líndal fæddist á Lækjamóti í Víðidal 17. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal, húsmóðir og kennari og Jakob Hansson Líndal, bóndi, hreppstjóri og kennari. ,,Baldur varð stúdent frá MA 1939 og lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá MIT í Boston 1949 og var við framhaldsnám í sama skóla 1955. Hann var verkfræðingur hjá raforkumálastjóra frá 1949 og sjálfstætt starfandi ráðgjafarverkfræðingur frá 1961. Baldur hannaði og ók fyrstur Íslendinga á vetnisbíl árið 1945, hafði frumkvæði að kísilúrvinnslu í Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vann á 8. áratugnum ítarlega úttekt á möguleikum á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Starfaði við fjölda verkefna á sviði efnavinnslu í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum og fyrir Virki hf. í Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Baldur Líndal hlaut Hina íslensku fálkaorðu 1968, Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 1985."
Baldur var þríkvæntur:
Fyrsta kona hans var Kristín R.F. Búadóttir, þau slitu samvistir eftir stutta sambúð og áttu ekki börn.
Önnur kona Baldurs var Amalía Líndal, f. Gourdin, rithöfundur, frá Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum, þau eignuðust fimm börn. Slitu samvistir.
Þriðja kona Baldurs var Ásdís Hafliðadóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Snorri Laxdal Karlsson (1915-2004)

  • S01676
  • Person
  • 1. okt. 1915 - 14. okt. 2004

Snorri Laxdal Karlsson fæddist á Bakka á Skagaströnd. Hinn 14. október 1939 kvæntist Snorri Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur frá Efra-Apavatni í Laugardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Snorri starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Hann stofnaði ásamt fleirum bifreiðastöðina Bæjarleiðir og var í stjórn hennar um árabil. Hann starfaði sem leigubílstjóri og ökukennari jafnframt slökkviliðsstörfum. Snorri var mikill áhuga- og athafnamaður um hrossarækt."

Jón Marteinsson (1777 - fyrir 1845)

  • S01685
  • Person
  • 1777 - fyrir 1845

Lítið vitað um þennan mann. Í manntalinu 1835 er eini Jón Marteinsson í Skagafjarðarsýslu, vinnumaður á Steinsstöðum og þá 57 ára gamall. Í manntalinu 1840 er hann líklega í Hjaltastaðahvammi þá skráður vinnumaður, ógiftur, 64 ára gamall. Jón Marteinsson er ekki skráður í manntalið 1845 og verður því að teljast líklegt að hann hafi látist á tímabilinu 1840-1845. Samkvæmt Íslendingabók er móðir hans Kristín Björnsdóttir (1748-1818).

Rósa Eiríksdóttir (1791 - fyrir 1855)

  • S01691
  • Person
  • 1791 - fyrir 1855

Var á Hólum, Bakkasókn, Eyj. 1801. Vinnhjú á Steinsstöðum, Bakkasókn, Eyj. 1816. Í manntalinu 1835 er Rósa skráð sem vinnukona á Stóru-Ökrum, gift Hallgrími Hallgrímssyni vinnumanni á sama stað. Í manntalinu 1840 og 1845 er hún skráð sem húsfreyja í Miðhúsum í Miklabæjarsókn, Skagafirði og býr þar ásamt fyrrgreindum eiginmanni. Í manntalinu 1850 er hún, ásamt Hallgrími, skráð til heimilis á Minniakragerði. Eftir það er ekki frekari upplýsingar að finna.

Sigurlaug Jónsdóttir (1929-2008)

  • S01690
  • Person
  • 10. jan. 1929 - 1. sept. 2008

Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Anna Friðriksdóttir og Jón Sigvaldi Nikódemusson. ,,Veturinn 1948-1949 stundaði Sigurlaug nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði m.a. hjá Mjólkursamlagi Kaupfélag Skagfirðinga, Bæjarskrifstofu Sauðárkróks, Skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga." 17. júní 1956 giftist Sigurlaug Gunnari G. Helgasyni, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug son með Júlíusi Gestssyni.

Kristín Björnsdóttir (1866-1927)

  • S01700
  • Person
  • 13. des. 1866 - 5. maí 1927

Fædd í Flugumýrarhvammi eða Hjaltastaðahvammi. Móðir: Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir í Hjaltastaðahvammi. Húsfreyja á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Kvæntist Birni Símonarsyni gullsmiði.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Halldóra Helgadóttir (1932-2005)

  • S01706
  • Person
  • 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Ásgrímsdóttir (1917-1998)

  • S01733
  • Person
  • 14. ágúst 1917 - 10. júní 1998

Foreldrar: Ásgrímur Stefánsson b. í Efra-Ási og k.h. Sigmunda Skúladóttir. Eftir fráfall föður hennar 1926, þegar Guðrún var aðeins tæpra níu ára gömul, flutti hún með móður sinni til Siglufjarðar og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í Hjaltdal, m.a. á Hofi. Veturinn 1934-1935 stundaði hún nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún vann bæði í Reykjavík og á Akranesi og lærði fatasaum hjá Þórunni og Áslaugu á Akri. Síðar var hún nokkur ár á Hólum og þaðan fór hún að tilhlutan Sigrúnar Ingólfsdóttur skólastjórafrúar á Hólum á húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1942-1943. Sumarið 1943 kvæntist hún Ferdínandi Rósmundssyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þau hófu sambúð sína í húsmennsku á Neðra Ási en 1944 hófu þau búskap í Ási sem var nýbýli úr landi Efra-Áss, þar sem þau bjuggu til 1964 en það sama ár fluttu þau að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 30 ár. Guðrún sinnti búverkum og skepnuhirðingu og mörg haust vann hún á sláturhúsinu á Sauðárkróki. Guðrún var síðast búsett á Sauðárkróki og vann fáein ár á saumastofu Erlendar Hansen. Guðrún og Ferdínand eignuðust tvö börn.

Guðmundur Stefánsson (1919-2005)

  • S01727
  • Person
  • 16. mars 1919 - 31. okt. 2005

Foreldrar: Stefán Guðmundsson, bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og Sigurlína Þórðardóttir húsmóðir á Hrafnhóli. ,,Guðmundur fæddist í Hjaltadal og ólst upp á Hrafnhóli. Hann tók við búi foreldra sinna. Auk bústarfa gegndi hann fjölmörgum störfum, var m.a. oddviti Hólahrepps, meðhjálpari í Hóladómkirkju, sláturhússtjóri á Sauðárkróki. Eftir að hann hætti búskap og flutti til Akureyrar starfaði hann m.a. sem verkstjóri og gjaldkeri fyrir Félag eldriborgara, auk margra annarra nefnda- og trúnaðarstarfa. Hann starfaði mikið fyrir Lionshreyfinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Á yngri árum keppti Guðmundur í mörgum íþróttagreinum og vann til margra verðlauna. Talsvert hefur verið birt af ljóðum og vísum eftir hann í blöðum og tímaritum. Kvæntist Fjólu Ísfeld Kristjánsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Benedikt Vigfússon (1797-1868)

  • S01723
  • Person
  • 10. okt. 1797 - 28. apríl 1868

Var í Garði, Garðssókn, Þing. 1801. Prestur á Hólum í Hjaltadal, Skag. 1827-1861. Var þar 1845. Prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi 1835-1841.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Sigríður Jónsdóttir (1858-1928)

  • S00331
  • Person
  • 22.04.1858-11.12.1928

Dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. ,,Sigríður naut kennslu í kvennaskóla Skagfirðinga að Ási og Hjaltastöðum. Fór utan 1881 til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og gekk þar í kvennaskóla Natalie Zahle. Lærði einnig smjör- og ostagerð í mjólkurbúi á Sjálandi. Kom heim 1883 og var þá ráðin kennslukona við hinn nýstofnaða kvennaskóla að Ytri-Ey við Skagaströnd ásamt Elínu Briem. Hún gegndi því starfi þar til hún giftist Sigurði Jónssyni, seinna b. og oddvita á Reynistað, 1887. Á árunum 1894-1904 hélt Sigríður uppi kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sínu. Hún var mörg ár formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar og tók talsverðan þátt í félagsmálum kvenna." Þau Sigurður eignuðust einn son, Jón Sigurðsson alþingismann og fræðimann á Reynistað.

Emma Ásta Sigurlaug Hansen (1918-2010)

  • S00336
  • Person
  • 15.02.1918-02.07.2010

Emma Ásta Sigurlaug Hansen fæddist á Stóru-Giljá í Húnaþingi þann 15. febrúar 1918. Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Kennari í Skagafirði, síðar bókavörður í Reykjavík. Kvæntist sr. Birni Björnssyni prófasti að Hólum í Hjaltadal.

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)

  • S00344
  • Person
  • 29.07.1895-13.08.1977

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir fæddist þann 29. júlí 1895.
Hún var á Þorljótsstöðum, Goðdalasókn í Skagafirði 1901. Hún var húsfreyja í Eyhildarholti í Hegranesi í Skagafirði.
Maður hennar var Gísli Magnússon (1893-1981).
Guðrún lést 13. ágúst 1977.

Ingólfur Jón Sveinsson (1937-)

  • S00345
  • Person
  • 09.12.1937

Ingólfur Jón Sveinsson fæddist þann 9. desember 1937. Foreldrar hans voru Sveinn Nikódemusson og Pálmey Helga Haraldsdóttir.
Sjómaður og verkmaður, búsettur á Lágmúla í Skagafirði, átti um tíma heima á Sauðárkróki.
Kona hans er Anna Kristín Pálsdóttir (1938-).

Oddný Anna Jónsdóttir (1897-1989)

  • S00347
  • Person
  • 16.09.1897-20.12.1989

Oddný Anna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði þann 16. september 1897.
Hún var húsmóðir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi.
Maður hennar var Elías Þórðarson (1897-1991).

Elísabet Rósa Friðriksdóttir (1945-)

  • S00349
  • Person
  • 08.01.1945

Elísabet Rósa Friðriksdóttir fæddist í Efra-Ási þann 8. janúar 1945.
Hún var húsmóðir í Viðvík, í Reykjavík, í Hveragerði og á Hofsósi.
Maður hennar var Vigfús Sigvaldason (1940-1995).

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004)

  • S00351
  • Person
  • 24.12.1909 - 07.05.2004

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd þann 24. desember 1909. Hún ólst upp í Brekkukoti í Hjaltadal í Skagafirði. Var á Krossum, Stærra-Árskógssókn í Eyjafirði. 1930. Heimili: Brekkukot, Hólahreppur. Nam vefnað og aðra handavinnu í Danmörku 1936-1937. Gerðist í framhaldinu af því húsmæðraskólakennari á Blönduósi og var þar frá 1937-1950. Var á Hólum í Hjaltadal, kenndi einnig í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirð 1958-1961i. Flutti til Akureyrar 1955, húsfreyja og saumakona þar. Síðast búsett þar. Kjörsonur: Pálmi Pétursson, f. 5.3.1940. Maður hennar var Sigurður Hall Karlsson (1906-1992).

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995)

  • S00354
  • Person
  • 01.06.1905-09.06.1995

Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 1. júní 1905. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Löngumýri, og Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju. ,,Ingibjörg sótti nokkur námskeið í garð- og skógrækt áður en hún fór til Reykjavíkur í Kvennaskólann. Þar þurfti hún einungis að sitja einn vetur því hún kom ákaflega vel undirbúin. Ingibjörg lauk kennaraprófi 1936. Ingibjörg fór í námsferð til barna- og húsmæðraskóla í Noregi og Svíþjóð 1938. Þá stundaði hún nám við Húsmæðrakennaraskóla Noregs og síðar í Danmörku og Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra kvenna af aldamótakynslóðinni sem einsettu sér ungar að vinna að menntun kynsystra sinna og ryðja braut nýjum viðhorfum í hússtjórn er lutu að auknum þrifnaði, matjurtaræktun og fjölbreyttari fæðu. Ingibjörg tók áskorun Jónasar frá Hriflu, þáverandi kennslumálaráðherra, að taka að sér starf skólastýru við Húsmæðraskólann á Staðarfelli árið 1937. Ingibjörg þótti standa sig með mikilli prýði í þau sjö ár sem hún stýrði skólanum. Á lýðveldisárinu 1944 flutti hún aftur heim að Löngumýri og stofnaði Húsmæðraskóla og var skólastjóri hans til 1967. Þar þurfti hún að byrja alveg frá grunni því aðbúnaðurinn var enginn. Oft gekk erfiðlega að fá styrki og reyndi hún að mæta þeim kostnaði sjálf eftir fremsta megni. Mikil aðsókn var í skólann og útskrifuðust um 700 stúlkur í hennar tíð. Ingibjörg var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélagasambands Skagafjarðar um skeið. Hún skrifaði töluvert í blöð og tímarit, aðallega um uppeldis- og skólamál."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

  • S00355
  • Person
  • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • S00358
  • Person
  • 20. mars 1908 - 3. apríl 1991

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 20. mars 1908. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson b. á Löngumýri og Sigurlaug Ólafsdóttir. ,,Ólöf fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi eitt ár, 1927-1928, en var annars heima allt til þess er hún giftist Sigurði Óskarssyni frá Hamarsgerði 1934 og þau hófu búskap á hálfu Krossanesi í fyrstu en fengu svo síðar 2/3 jarðarinnar." Ólöf og Sigurður eignuðust þrjár dætur.

Einar Helgason (1949-)

  • S00365
  • Person
  • 03.12.1949

Einar Helgason fæddist 3. desember 1949.
Hann ólst upp á Sauðárkróki.

Ragnhildur Erlendsdóttir (1888-1974)

  • S00379
  • Person
  • 08.08.1888-01.03.1974

Fædd að Beinkeldu í Ásum í Húnavatnssýslu. Ragnhildur var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturna 1907-1909 og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík 1914, lauk þaðan prófi 1917. Var barnakennari í Hjaltadal og í Torfalækjarhreppi fyrstu árin eftir útskrift. Starfaði við hjúkrun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1920-1925. Kvæntist Gunnari Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti 1925 og hófu þau búskap þar, þau eignuðust sjö börn og ólu upp eina fósturdóttur. Ragnhildur tók nokkurn þátt í félagsstörfum og var m.a. formaður Kvenfélags Seyluhrepps um tíma.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999)

  • S00402
  • Person
  • 02.02.1909 - 28.08.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún bjó á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Síðast búsett í Reykjavík.
Hún notaði Helgu nafnið í daglegu tali. Maður hennar var Vigfús Helgason (1893-1967).

Ólöf Guðmundsdóttir (1898-1985)

  • S00408
  • Person
  • 11.03.1898 - 28.12.1985

Ólöf Guðmundsdóttir fæddist að Ási í Hegranesi 11. mars 1898. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólöf dvaldi einn vetur á Akureyri við nám í hannyrðum og orgelleik. Hún kvæntist Þórarni Jóhannssyni 1918 og eignuðust þau tíu börn. Þau bjuggu á Ríp í Rípurhreppi.

Jón Sigurjónsson (1896-1974)

  • S00410
  • Person
  • 16.06.1896 - 03.07.1974

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 16. júní 1896. Hann ólst upp í foreldrahúsum á bæjunum Þröm á Langholti og Bessastöðum. Jón kvæntist Lovísu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi árið 1924. Þau fluttu að Ási 1924 og reistu þar bú í tvíbýli við foreldra Lovísu, árið 1938 tóku þau hjónin svo við þeirra hlut. Jón var organisti við Hofsstaðakirkju í 20 ár og einnig lengi við Rípurkirkju. Hann sat lengi í sóknarnefnd Rípurkirkju, fjallskilastjórn og stjórn sjúkrasamlags, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. var hann í áratug. Hann sat í hreppsnefnd um 20 ára skeið og jafnframt gjaldkeri sveitarsjóðs; hreppstjóri frá 1962 til dauðadags.

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988)

  • S00413
  • Person
  • 23.05.1921 - 13.03.1988

Ástríður Jóhannesdóttir fæddist 23. maí 1921.
Hún var á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahreppi, A-Húnavatnssýslu.
Maður hennar var Torfi Jónsson (1915-2009).

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Steinunn Karólína Ingimundardóttir (1925-2011)

  • S00417
  • Person
  • 29.03.1925 - 07.06.2011

Steinunn Karólína Ingimundardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925.
Hún var á Akureyri 1930. Hússtjórnarkennari á Laugalandi, skólastjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði og starfaði síðar hjá Leiðbeiningastöð heimilanna í Reykjavík. Ráðunautur hjá Kvenfélagasambandi Íslands.
Steinunn lést 7. júní 2011.

Dýrfinna Gunnarsdóttir (1907-1994)

  • S00429
  • Person
  • 15.04.1907 - 23.06.1994

Dýrfinna Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Dýrfinna var húsfreyja á Máná á Tjörnesi um alllangt árabil.
Maður hennar var (Jóhann) Egill Sigurðsson (1893-1972).
Dýrfinna lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júní 1994.

Gunnhildur Abelína Magnúsdóttir (1926-2012)

  • S00444
  • Person
  • 27.04.1926-28.04.2012

Fæddist á Sauðárkróki 27. apríl 1926. Foreldrar hennar voru Steinunn Ingibjörg Ólafsdóttir og Magnús Konráðsson. Fósturforeldrar hennar frá sex mánaða aldri voru Gunnhildur Andrésdóttir húsmóðir og Abel Jónsson sjómaður, búsett á Sauðárkróki. Gunnhildur giftist 30. ágúst 1945 Svafari Helgasyni. Þau eignuðust tvær dætur. Gunnhildur starfað lengst af hjá Pósti og síma á Sauðárkróki. Hún var félagi í kirkjukór Sauðárkrókskirkju í 40 ár og virkur félagi í félagsstarfi á Sauðárkróki um árabil.

Magnús Gunnarsson (1887-1955)

  • S00446
  • Person
  • 01.01.1887 - 10.07.1955

Magnús Gunnarsson fæddist í Vík í Staðarhreppi 1. janúar 1887. Hann var sonur Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Magnús var bóndi í Utanverðunesi í Rípurhreppi, Skagafirði 1914-1955 og hreppstjóri þar 1942-1955.
Systir hans, Sigurbjörg var ráðskona hjá honum og sinnti einnig bústörfum.
Ókvæntur og barnslaus.
Magnús lést í Utanverðunesi 10. júlí 1955.

Guðvarður Sigurðsson (1917-1994)

  • S00452
  • Person
  • 11.02.1917-18.05.1994

Fæddist í Hofsgerði á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Sigmundsdóttir. Guðvarður var þríburi. Starfaði sem bakari í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Sæmundur Árni Hermannsson (1921-2005)

  • S00453
  • Person
  • 11.05.1921-12.08.2005

Sæmundur Árni Hermannsson fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri og Elín Lárusdóttir. ,,Sæmundur stundaði bústörf á unglingsárunum, var í vegavinnu, í síldarvinnu á sumrin og á vertíð í Keflavík. Hann var síðar með bílaútgerð í Fljótum. Sæmundur flutti til Vestmannaeyja 1950, var þar hótelstjóri og síðan tollvörður, tollvörður á Þórshöfn á Langanesi sumarlangt og loks á Keflavíkurflugvelli. Sæmundur flutti til Sauðárkróks 1957 og var tollvörður þar um árabil. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga í ársbyrjun 1961 og gegndi því til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sæmundur helgaði sig hrossarækt eftir að hann flutti í Skagafjörð og rak hrossaræktarbú að Ytra-Skörðugili frá árinu 1971. Sæmundur var alla tíð virkur félagi í Framsóknarflokknum, sat m.a. í bæjarstjórn Sauðárkrókskaupstaðar fyrir flokkinn. Þá var hann virkur félagi í Lionshreyfingunni og fyrsti forseti hennar á Sauðárkróki. Sæmundur var einn af stofnendum félags eldriborgara á Sauðárkróki og fyrsti formaður þess." Sæmundur Árni kvæntist 26. janúar 1952 Ásu Sigríði Helgadóttur frá Vestmannaeyjum, þau eignuðust sjö börn.

Jón Tómasson (1924-2016)

  • S00456
  • Person
  • 27. sept. 1924 - 12. des. 2016

Jón fæddist á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki og kona hans Elínborg Jónsdóttir. Jón kvæntist 21. júní 1947 Önnu Árnadóttur, þau eignuðust fimm börn. ,,Jón var stúdent frá MA 1946. Nam leðuriðnað við Cordwainers Technical College í London 1947-48. Framkvæmdastjóri Nýju skóverksmiðjunnar hf. í Reykjavík 1948-1958 og Múlalundar vinnustofu Öryrkjabandalags SÍBS í Reykjavík 1959-1964. Stofnaði heildverslunina Hoffell sf. ásamt Magnúsi Péturssyni og Klæðagerðina Elízu ásamt fleirum. Rak einnig um tíma Skótízkuna og Elízubúðina ásamt eiginkonu sinni."

Bryndís Jónsdóttir (1924-)

  • S00460
  • Person
  • 27.12.1924-

Verkakona á Sauðárkróki. Fór til Reykjavíkur árið 1944 og vann fyrst sem vinnukona við húsverk hjá ýmsum, síðan í 10 ár í mötuneyti við Útvegsbankann. Eftir það alllengi á hótelum og veitingastöðum í Reykjavík, síðast á Hrafnistu og Elliheimilinu Grund. Jafnframt húsfreyja í Reykjavík.

Magnús Jónsson (1925-1993)

  • S00151
  • Person
  • 27.07.1925-01.08.1993

Magnús Jónsson var fæddur á Sauðárkróki 27. júlí 1925, þriðja barn þeirra hjóna Jóns Björnssonar og Unnar Magnúsdóttur. Hann ólst upp á Aðalgötu 17, þar sem hann bjó einnig síðustu árin ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Helgadóttur. Magnús og Kristín hófu búskap sinn á Sauðárkróki árið 1947, þar sem þau bjuggu fram til 1968. Þeim fæddust fimm börn. Magnús vann við ýmiss konar störf, meðal annars hafnargerð, símalagnir, verslunarstörf og smíðar.

Guðrún Lovísa Snorradóttir (1925-2010)

  • S00463
  • Person
  • 27. febrúar 1925 - 31. mars 2010

Guðrún Lovísa Snorradóttir, f. 27.02.1925 í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði, d. 31.03.2010 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir, ábúendur í Stóru-Gröf. Guðrún var yngst þriggja systkina sem upp komust. Guðrún ólst upp í Stóru-Gröf til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Sauðárkrók. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki en á sumrin dvöldu þau í Stóru-Gröf. Árið 1947 hóf hún búskap með Pálma Sigurðssyni og þau giftu sig árið 1953. Þau eignuðust 3 börn.

Haukur Gunnarsson (1921-2009)

  • S00470
  • Person
  • 18.07.1921-03.02.2009

Haukur Gunnarsson var fæddur 18. júlí 1921 á Reynimel við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Haukur var sonur Gunnars Guðnasonar, sérleyfishafa, frá Ásakoti í Flóa og Ingibjargar Hjartardóttur frá Reynimel við Bræðraborgarstíg. Árið 1945 kvæntist Haukur eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn. ,,Haukur útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1939. Samhliða námi vann hann við verslunarstörf hjá frænda sínum, Hirti Hjartasyni, og rak útibú verslunarinnar í Austurholti. Árið 1942 fór hann í tveggja ára verslunarnám til Bandaríkjanna og starfaði þar um tíma. Er heim kom hóf hann störf hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og síðar í Orlofsbúðinni. Einnig aðstoðaði hann föður sinn við rekstur sérleyfisáætlunarbíla á BSÍ. Mestallan starfsaldur sinn starfaði Haukur við verslunar- og ferðaþjónustu, lengst af sem verslunarstjóri í Rammagerðinni í Hafnarstræti. Hann sat í ýmsum nefndum tengdum ferðamálum, m.a. SKÁL-klúbbnum sem er félag forystumanna í ferðamálum. Óhætt er að segja að Haukur hafi verið brautryðjandi í ferðaþjónustu á Íslandi."

Paula Anna Lovise Popp (1878-1932)

  • S00478
  • Person
  • 23.09.1878-15.04.1932

Fædd í Danmörku. Kvæntist Christian Popp kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Louis Emil Popp (1898- óvitað)

  • S00480
  • Person
  • 31.12.1898-óvitað

Sonur Christian Popp og Paula Popp. Deildarstjóri í Kaupmannahöfn, kvæntur Inger Björg Thaae.

Margrét Friðrika Evaldsdóttir Hemmert (1907-1989)

  • S00483
  • Person
  • 11.01.1907 - 29.01.1989

Margrét Hemmert fæddist á Skagaströnd 11. janúar 1907.
Hún var tannsmiður á Blönduósi, Sauðárkróki, Seyðisfirði og síðar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Maður hennar var Eysteinn Bjarnason (1902-1951).

Haukur Björnsson (1940-)

  • S00490
  • Person
  • 20.07.1940-

Bóndi í Bæ á Höfðaströnd á árunum 1959-1974. Kvæntist Áróru Heiðbjörtu Sigursteinsdóttur. Seinni sambýliskona var Margrét Björney Guðvinsdóttir.

Gunnar Haraldsson (1938-1989)

  • S00510
  • Person
  • 15.02.1938-22.02.1989

Jón Gunnar fæddist á Fjalli í Kolbeinsdal þann 15. febrúar árið 1938. Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir og Haraldur Björnsson, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Nokkurra mánaða gamall fluttist hann með móður sinni að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst þar upp til fullorðinsára. ,,Drjúgan hluta ævi stundaði Jón Gunnar verslunarstörf. Um skeið var hann verslunarstjóri hjá Silla og Valda í Reykjavík, gegndi síðar starfi deildarstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki." Jón Gunnar kvæntist Láru Angantýsdóttur, þau áttu saman einn son, fyrir átti Lára annan son.

Alda Vilhjálmsdóttir (1928-)

  • S00511
  • Person
  • 20.11.1928-

Foreldrar Öldu voru hjónin á Hvalnesi á Skaga, Vilhjálmur Árnason og Ásta Kristmundsdóttir. Alda kvæntist 30. maí 1953 Agli Bjarnasyni frá Uppsölum í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Bárustíg á Sauðárkróki.

Dagrún Halldórsdóttir (1905-1980)

  • S00517
  • Person
  • 15.07.1905-31.12.1980

Verslunarmær á Akureyri 1930. Kona Svavars Dalmanns Þorvaldssonar. Síðast búsett í Reykjavík.

Stefán Gunnar Haraldsson (1930-2014)

  • S00520
  • Person
  • 12.09.1930 - 24.06.2014

Stefán Gunnar Haraldsson fæddist í Brautarholti í Skagafirði 12. september 1930. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Gunnarsdóttir frá Keflavík í Hegranesi og Haraldur Bjarni Stefánsson frá Brautarholti. ,,Áður en Stefán festi ráð sitt vann hann ýmis störf, m.a. hjá byggingarverktökum, í vegavinnuflokki, við mjólkurflutninga og nokkur sumur hjá Búnaðarsambandinu á jarðýtu. Á gamlársdag 1954 giftist Stefán Gunnar Mörtu Fanneyju Svavarsdóttur, þau eignuðust fjögur börn. Stefán og Marta stofnuðu nýbýli út úr landi Víðimýrar sem þau nefndu Víðidal. Þar hófu þau búskap árið 1954. Stefán vann við búskap alla sína tíð auk þess sem hann var vörubílstjóri og vann því utan heimilis, einkum yfir sumartímann. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Skagafjarðar og vörubílstjórafélagsins Fjarðar. Hann söng með Karlakórnum Heimi og kirkjukór Víðimýrarkirkju í 60 ár og síðustu árin var hann í Kór eldri borgara."

Ásgrímur Sveinsson (1914-1995)

  • S00519
  • Person
  • 19.08.1914-12.12.1995

Sonur Sveins Jónssonar b. á Hóli í Sæmundarhlíð og Bergnýjar Magnúsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Ásgrímur var í unglingaskóla á Hólum 1930-1931 og fór svo til Hafnarfjarðar og var þar við klæðskeranám hjá Einari Einarssyni klæðskerameistara. Sveinspróf tók hann 1937 og fékk meistararéttindi 1940. Frá árinu 1937 var Ásgrímur ráðinn til að veita forstöðu saumastofu Kaupfélags Skagfirðinga sem tók til starfa í nóvember sama ár. Veitti hann stofunni forstöðu til 1952. Þá setti Ásgrímur upp eigin saumastofu og fataverslun á neðri hæð Aðalgötu 3 á Sauðárkróki en þau hjónin bjuggu á efri hæðinni. Verslunina rak hann til 1964 en þá gerðist hann húsvörður við Barnaskóla Sauðárkróks þar sem hann starfaði til 1985. Ásgrímur var hestamaður og smíðaði bæði skeifur og beislisbúnað. Jafnframt aflaði hann sér réttinda til hústeikninga og teiknaði nokkur íbúðarhús á Sauðárkróki. Ásgrímur kvæntist Hólmfríði Jóhannesdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Hallfríður Gunnarsdóttir (1907-1982)

  • S00523
  • Person
  • 15.04.1907 - 21.11.1982

Hallfríður Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Hún bjó með Aðalgeiri Sigurðssyni á Máná á Tjörnesi, en hann lést árið 1931. Þá flutti hún til Sauðárkróks og starfaði við hjúkrun á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hún lærði klæðskerasaum hjá Stefáni klæðskera í Skjaldarvík. Hún réð sig sem ráðskonu hjá Kristjáni Kristjánssyni frá Birningsstöðum. Þar kynntist hún sínum seinni manni, Mikael Þorfinnsson frá Hrísey. Þau bjuggu á Akureyri. Hallfríður eignaðist eina dóttur.

Sigurlaug Oddsdóttir (1932-2010)

  • S00527
  • Person
  • 27.09.1932 - 29.01.2010

Sigurlaug fæddist að Flatatungu í Akrahreppi 27. september 1932. Dóttir Odds Einarssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur. Sigurlaug var nemi í Barnaskóla Akrahrepps og síðar Húsmæðraskólanum á Löngumýri, en þar var hún árið 1950. Hún lærði til ljósmóður 1957-58 og starfaði í kjölfarið sem ljósmóðir í framsveitum Skagafjarðar, fyrst haustið 1958. Ári seinna fór hún til Danmerkur og vann þar á Hótel D’Angleterre. Í kjölfarið fór hún yfir til Svíþjóðar og vann á Karolinska sjúkrahúsinu í Gautaborg og Södrasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þar kynnti hún sér fyrirburafæðingar og meðferð fyrirbura. Haustið 1960 kom hún heim og vann um tíma á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki við ljósmóður- og hjúkrunarfræðingsstörf. Á árunum 1962-1963 vann hún á sjúkrahúsinu á Akranesi. Frá hausti 1963 til 1984 var hún starfandi ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en þangað hafði hún flutt með einkadóttur sína, Sigríði Aðalheiði Pálmadóttur. Hún bjó seinustu árin í Kópavogi.

Margrét Gunnarsdóttir (1892-1981)

  • S00529
  • Person
  • 19.08.1892 - 02.05.1981

Margrét Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Rípurhreppi 19. ágúst 1892. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Margrét ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Eftir að bróðir hennar, Árni Gunnarsson (1902-1975) tók við, stýrði hún búinu ásamt honum og heimili þeirra beggja. Eftir lát Árna fluttist Margrét á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Margrét var ógift og barnslaus.

Magnús Árnason (1902-1976)

  • S00547
  • Person
  • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Herbert Sigurðsson (1921-2002)

  • S00566
  • Person
  • 13.01.1921-05.02.2002

Herbert Sigurðsson fæddist á Hvammstanga 13. janúar 1921. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon Skagfjörð og Herdís Bjarnadóttir. Herbert kvæntist 6. september 1947 Ingibjörgu Gunnarsdóttur, f. 23. maí 1921, frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu, þau eignuðust þrjú börn. ,,Herbert ólst upp frá fimm ára aldri í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu, hjá föðursystur sinni, Elísabetu Magnúsdóttur, og Klemenzi Guðmundssyni. Þar gekk hann í barna- og unglingaskóla og sótti svo nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann lauk námi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1947 og varð húsasmíðameistari. Hann vann allan sinn starfsaldur við sína iðn og rak jafnframt eigið verkstæði í Reykjavík."

Halldór Jóhannsson (1895-1982)

  • S02407
  • Person
  • 20. júlí 1895 - 5. mars 1982

Halldór Jóhannsson, fæddur á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði 20. júlí 1895. Var bóndi á Bergsstöðum og Skottastöðum í Bergstaðasókn, Austur-Húnavatnssýslu. Síðast búsettur í Blönduóshreppi. Maki: Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Leifsstöðum í Svartárdal 19. júlí 1900, d. 26. október 1984. Halldór var síðast búsettur í Blönduóshreppi.

Niðurstöður 4931 to 5015 of 6400