Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Félag/samtök
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Þórður Hjálmarsson (1879-1978)

  • S03205
  • Person
  • 03.08.1879-02.01.1978

Þórður Hjálmarsson, f. á Stafni í Deildardal 03.08.1879, d. 02.01.1978 á Sauðárkróki. Foreldrar: Hjálmar Þórðarson bóndi í Stafni og sambýliskona hans Ragnheiður Gunnarsdóttir. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Stafni við almenn sveitastörf. Eftir að faðir hans féll frá árið 1893 var hann fyrst í Stafni með móður sinni eitt eða tvö ár en fluttist síðan að Kambi til Þorgilsar föðurbróður síns. Var hann þar þar til hann giftist frænku sinni, Þórönnu, eftir áramótin 1903. Um veturinn voru þau hjónin enn á Kambi en hófu búskap á Háleggsstöðum um vorið og bjuggu þar eitt ár. Vorið 1916 fluttu þau aftur að Háleggsstöðum og bjuggu þar óslitið til 1952, er synir þeirra tóku við búinu. Voru þau áfram þar í húsmennsku. Þórður lifði konu sína í 15 ár. Hann dvladi hjá sonum sínum á Háleggsstöðum en þegar þeir brugðu búi og fluttust suður var Þórður um kyrrt hjá Þórönnu fósturdóttur sinni og Hafsteini manni hennar. Dvaldi hann þar fram undir það síðasta og gekk að ýmsum verkum kominn á tíræðisaldur.
Maki (gift 19.02.1903): Þóranna Kristín Þorgilsdóttir (02.05.1879-11.09.1963).

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.

Jóna Kristinsdóttir (1895-1975)

  • S03219
  • Person
  • 21.12.1895-27.10.1975

Jóna Kristinsdóttir, f. í Steinkoti á Árskógsströnd 21.12.1895, d. 27.10.1975 í Reykjavík. Foreldrar: Kristinn Anton Ásgrímsson (1866-1942) og Helga Baldvinsdóttir. Jóna ólst upp með foreldrum sínum, fyrstu árin við vestanverðan Eyjafjörð en árið 1918 flutti fjölskyldan að Hamri í Fljótum. Hún var ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Jóna lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi 1919-1921, í Vestmannaeyjum 1921-1949 og tók síðast óa móti barni í Reykjavík árið 1953. Sinnti hjúkrun í heimahúsum samhliða ljósmóðurstörfum.
Maki: Hjálmar Eiríksson (1900-1940) verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust sex börn.

Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961)

  • S03223
  • Person
  • 08.01.1880-12.02.1961

Hallgrímur Þorbergsson, f. á Helgastöðum í Reykjadal 08.01.1880, d. 12.02.1961. Foreldrar: Þorbergur Hallgrímssonar og Þóra Hálfdánardóttir.
Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan 1908. Síðar dvaldi hann um skeið í Noregi og Bretlandi og kynnti sér sauðfjárrækt þar. Heimkominn ferðaðist hann víða um land með styrk frá Búnaðarfélagi Íslands og kynnti sér sauðfjárræktina í landinu. Beitti hann sér fyrir margs konar umbótum á því sviði og kenndi bændum t.d. að búa til og nota ker til böðunar og nýjar baðlyfjategundir. Hallgrímur var einn af stofendum Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu. Halldór var bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1915 til dánardags. Rak tóvinnuvélar á Halldórsstöðum eftir tengdaföður sinn. Eftir að þær brunnu 1922 kom hann upp slíkri verksmiðju hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Maki: Bergþóra Magnúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Þorsteinn Björnsson (1889-1980)

  • S03228
  • Person
  • 24.03.1889-15.08.1980

Þorsteinn Björnsson, f. á Bergsstöðum í Svartárdal 24.03.1889, d. 15.08.1980 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar: Björn Jónsson prófastur í Miklabæ og kona hans, Guðfinna Jensdóttir.
Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára, í stórum systkinahópi. Um tíu ára aldur fékk hann fótarmein og var fluttur á kviktrjám til Akureyrar þar sem hann dvaldist sumarlangt og náði nokkrum bata en fóturinn varð styttri og langt fram á fullorðinsár var hann sárþjáður í fætinum. Þorsteinn bjó yfir þrjátíu ár á Hrólfsstöðum. Hann var hagmæltur en fór dult með. Hér í safninu eru varðveittar dagbækur hans, endurminningar, frásöguþættir og fleiri skrif.
Vegna fötlunar sinnar hætti Þorsteinn að mestu búskap árið 1944 en fékk brúarvörslu við Austurós Héraðsvatna. Fyrstu árin átti hann einhvern bústofn með því starfi en hætti því fljótlega og dvaldi oft vetrarlangt syðra hjá dætrum sínum. Brúarvörslunni hættu þau hjónin árið 1969 og þá fluttu þau alfarin suður og fluttust á Hrafnistu í Reykjavík árið eftir.
Maki: Margrét Rögnvaldsdóttir (08.10.1889-22.09.1993) frá Réttarholti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957)

  • S03420
  • Person
  • 07.06.1872-14.04.1957

Ari Jónssson Arnalds, f. á Hjöllum við Þorskafjörð 07.06.1872, d. 14.04.1957. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir (1831-1914) og Jón Finnsson sem þar bjuggu. Ari ólst upp á Hjöllum. Hann lauk stúdentsprófi 1898 og lögfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1905. Var um skeið blaðamaður við Verdens Gang í Osló. Ritstjóri Dagfara á Eskifirði og meðritstjóri Ingólfs í Reykjavík. Sýslumaður um skeið í Húnavatnssýslu og Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Þá var hann um árabil starfsmaður í fjármálaráðuneytinu. Árin 1909-1911 var hann þingmaður Strandasýslu. Á eftri árum vann hann að ritstörfum og ritaði fjölda greina í blöð og útvarp.
Maki: Matthildur Einarsdóttir, Þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu.

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Félag/samtök
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Jón Guðnason (1888-1959)

  • S03234
  • Person
  • 11.12.1888-24.05.1959

Jón Guðnason, f. 11.12.1888 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 24.05.1959 í flugslysi á leið til Reykjavíkur. Foreldrar: Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði og seinni kona hans, Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir.
Jón ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Þrastarstöðum en fluttist með þeim að Heiði ellefu ára gamall og átti þar heima ellefu ára gamall. Hann hóf búskap á Heiði 1914 og foreldrar hans dvöldu hjá honum 10-20 ár eftir að faðir hans missti aleiguna er hann hafði gengið í ábyrgð fyrir mann og eigur hans voru boðnar upp 1912.
Jón gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni. Hann var um 40 ár í hreppsnefnd, í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi í rúm 30 ár, í sóknarnefnd, stjórn búnaðarfélagsins, skólanefnd og fleira.
Þegar Jón var um sjötugt og kona hans 69 ára var fengin sjúkraflugvél til að flytja hana suður. Vélin rakst á fjall á Snæfellsnesfjallgarði á leið suður og þau hjón fórust bæði, sem og flugmaðurinn.
Maki: Björg Sveinsdóttir (06.02.1890-24.05.1959). Þau hjón eignuðust sjö börn en fyrir átt Jón soninn Martein með Vigdísi Marsibil Pétursdóttur sem þá var vinnukona á Heiði.

Stefán Guðlaugur Sveinsson (1895-1972)

  • S03236
  • Person
  • 28.08.1895-02.05.1972

Stefán Guðlaugur Sveinsson, f. 28.08.1895, d. 02.05.1972.
Foreldrar: Anna Soffía Magnúsdóttir (1856-1934) og Sveinn Stefánsson bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, en hann var seinni maður Önnu.
Stefán bjó á Róðhóli í Sléttuhlíð 1921-1932 ásamt konu sinni, Ólöfu Soffíu Sigfúsdóttur (1907-1973). Fóru þaðan að Bræðrá og voru eitt ár en brugðu þá búi og fóru í Hofsós.
Sonur þeirra er Sigfús Valgarður Stefánsson, f. 1929.

Arthur Charles Gook (1883-1959)

  • S003627
  • Person
  • 11.06.1883-18.06.1959

Arthur Charles Gook, f. í Lundúnum 11.06.1883, d. 18.06.1959.
Arthur var Breti en kom ungur til íslands, settist að á Akureyri sem trúboði og gaf út fjölda ritlinga trúarlegs eðlis. Hann gaf einnig út blaðið Norðurljósið um margra ára skeið.
Fluttist fáeinum árum fyrir andlát sitt til Bretlands.

Anton Grímur Jónsson (1882-1931)

  • S03248
  • Person
  • 11.12.1882-26.04.1931

Anton Grímur Jónsson, f. að Garði í Ólafsfirði 11.12.1882, d. 26.04.1931 á Siglufirði. Foreldrar: Jón Gunnlaugsson bóndi að Garði, síðast að Mjóafelli í Stíflu og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma algengri sveitavinnu. Stóð hugur hans snemma að smíðum og varð hann lagtækur smiður. Anton var bóndi að Deplum 1907-1920 er hann fluttist að Reykjum í Ólafsfirði og var þar til 1924. Flyst þá að Nefsstaðakoti (nú Nefstöðum) og bjó þar til dauðadags, fyrst sem leiguliði en keypti síðar jörðina. Stefanía kona hans hélt áfram búskap eftir lát hans til 1934 er Jónas sonur hennar tók við búsforráðum.
Maki: Jónína Stefanía (15.05.1881-24.04.1954). Foreldrar: Jónas Jósafatsson síðast bóndi á Knappstöðum og fyrri kona hans Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir frá Móskógum. Þau eignuðust sex börn en misstu eitt þeirra ungt. Einnig eignuðust þau fósturbarnið Stefaníu Guðnadóttur.

Árni Hólm Gottskálksson (1898-1932)

  • S03616
  • Person
  • 10.03.1898-14.02.1932

Árni Hólm Gottskálksson, f. á Bakka í Vallhólmi 10.03.1898, d. 14.02.1932 í Húsey í Vallhólmi. Foreldrar: Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka og kona hans Guðlaug Árnadóttir húsmnóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Bakka til fullorðins ára. Hann naut ekki skólagöngu og vann ekki utan heimilis að ráði. Hann hóf sjálfstæðan búskap á Bakka 1926 og var Helga systir hans bústýra hjá honum. Tóku þau í fóstur bróðurdóttur sína, Guðlaugu Egilsdóttur. Árni kvæntist ekki.
Eftir fjögurra ára búskap á Bakka keypti Árni nágrannajörðina Húsey, en bjó þar aðeins rúm tvö ár, því hann andaðist úr lugnabólgu aðeins 34 ára að aldri.

Gunnlaugur Jónsson (1904-1985)

  • S03254
  • Person
  • 15.12.1904-17.04.1985

Gunnlaugur Jónsson, f. 15.12.1904, d. 17.04.1985. Foreldrar: Jón Guðvarðsson (02.03.1864-02.03.1941) og Aðalbjörg Jónsdóttir (20.10.1975-21.05.1951).
Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Melbreið í Stíflu í Fljótum en þau bjuggur þar frá 1919. Hann fluttist að Atlastöðum í Svarfaðardal árið 1936 ásamt konu sinni ug elstu dóttur.
Maki: Jónína Gunnlaug Magnúsdóttir frá Stafni í Deildardal (13.10.1905-07.11.2000). Þau eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Gunnlaug eina dóttur.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Bjarni Hólm Þorleifsson (1895-1937)

  • S03271
  • Person
  • 25.11.1893-10.07.1937

Bjarni Hólm Þorleifsson, f. 25.11.1895 (1893 skv. Sk.æv.), d. 10.07.1937. Foreldrar: Þorleifur Bjarnason (1859-1910) bóndi í Sólheimum og kona hans Ingibjörg Árnadóttir (1867-1954). "Bústjóri hjá móður sinni, mikill efnismaður." Ógiftur og barnlaus.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Árni Gísli Gíslason (1833-1908)

  • S03281
  • Person
  • 08.10.1833-08.09.1908

Árni Gísli Gíslason fæddist 8. október 1833. Faðir: Gísli Árnason (1794-?) bóndi á Ketu og Rein í Rípurhreppi og Hjaltastaðakoti í Akrahreppi. Móðir: Málfríður Guðmundsdóttir (1796-5.8.1859), húsfreyja á sömu stöðum. Ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systkinum. Árið 1856 flytja þau frá Ketu að Rein. Gísli, faðir Árna, deyr 3. ágúst 1855 og tók þá Málfríður við bústjórn en synir hennar tveir, Árni og Gísli eru ráðsmenn hjá henni. Árið 1859 flytja þau frá Rein að Hjaltastaðakoti í Akrahreppi en Málfríður deyr það sama ár þann 5. ágúst. Upp úr 1860 flytur Árni frá Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) til Suðurnesja. Árið 1870 býr Árni á Hvalnesi í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu ásamt konu sinni, Málfríði Jónsdóttur (24.1.1841-3.4.1891),stundum ritað Málmfríður, og tveimur börnum; Halldóru og Magnúsi. Árni er titlaður „hreppstjóri“ og virðist lifa af fiskveiðum. Árið 1880 býr Árni og fjölskylda á Lönd í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu. Bæðst hefur í barnahópinn sem nú eru orðin sex. Árni og Málfríður búa þar enn árið 1890 ásamt börnunum sex. Ári síðar, eða 3. apríl 1891 deyr Málfríður. Árið 1901 er Árni skráður til heimilis hjá syni sínum, Magnúsi sem nú býr í Guðfinnuhúsi í Sauðárkrókssókn ásamt konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur og syni þeirra Árna Georg. Halldóra dóttir Árna flyst einnig í Skagafjörðinn en hún var gift Friðriki Árnasyni, sjómanni á Sauðárkróki, syni Árna Árnasonar verts á Sauðárkróki.
Árni Gíslason deyr 8. September 1908.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Hannes Davíðsson (1880-1963)

  • S02549
  • Person
  • 4. nóv. 1880 - 16. apríl 1963

Hann ólst upp á Hofi í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Davíð Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir Briem. Hannes tók við búskap á Hofi eftir foreldra sína. Hannes var ókvæntur og barnlaus.

Hjörtur Hjálmarsson (1905-1993)

  • S02534
  • Person
  • 28. júní 1905 - 17. nóv. 1993

Hjörtur fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hjálmar Stefán Þorláksson bóndi og Guðleif Kristín Þorsteinsdóttir. Hjörtur var kennari og skólastjóri á Flateyri, einnig sparisjóðsstjóri, hreppstjóri og sýslunefnadarmaður. Hann var gerður að heiðursborgara Flateyrarhrepps árið 1975. Hjörtur þótti ágætur hagyrðingur. Hann var kvæntur Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Halldór Þórðarson (1933-2017)

  • S02536
  • Person
  • 19. nóv. 1933 - 6. júlí 2017

Bjó á Litla-Fljóti í Biskupsungum. Sonur Þorbjargar Halldórsdóttur og Þórðar Kárasonar. Halldór kvæntist Júlíönu Tyrfingsdóttur - þau skildu, þau eignuðust fjögur börn. Síðast búsettur í Hveragerði.

Hermóður Guðmundsson (1915-1977)

  • S02545
  • Person
  • 3. maí 1915 - 8. mars 1977

Hermóður var fæddur á Sandi í Aðaldal. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðjónsson skáld og Guðrún Lilja Oddsdóttir húsfreyja. Hermóður stundaði nám á Laugum og á Hólum í Hjaltadal. Hann var kvæntur Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur. Bóndi í Árnesi í Aðaldal og bjó þar stórbúi ásamt konu sinni. Þau eignuðust fjögur börn. Hermóður var formaður Búnaðarfélags Aðaldælinga og Búnaðarsambands Suður - Þingeyinga um árabil. Hann var mikill athafnamaður.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • S02546
  • Person
  • 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

Hjördís Björg Tryggvadóttir Kvaran (1920-1991)

  • S02548
  • Person
  • 27. ágúst 1920 - 6. mars 1991

Hjördís fæddist að Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Anna Grímsdóttir Thorarensen húsfreyja og sr. Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran. Hjördís stundaði nám við Samvinnuskólann og einnig við Kvennaskólann. Eiginmaður hennar var Finnur Kristjánsson. Þau hófu búskap sinn að Halldórsstöðum í Kinn 1939 en fluttu síðar að Svalbarðseyri þar sem Finnur var kaupfélagsstjóri í 14 ár. Finnur tók við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga 1953 og þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Hjördís starfaði síðast sem safnvörður í Safnahúsinu á Húsavík. Hjördís og Finnur eignuðust þrjú börn.

Helga Gunnarsdóttir

  • S02601
  • Person
  • Ekki vitað

Bréf frá 1955. skrifað á Akureyri. Annað ekki vitað.

Hjalti Gíslason (1930-2011)

  • S02551
  • Person
  • 26. jan. 1930 - 8. ágúst 2011

Hjalti var fæddur á Hofsósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Pálsdóttir og Gísli Benjamínsson. Hjalti fékk vélstjóraréttindi 1959, en hann var sjómaður lengst af, eða gegndi störfum sem tengdust sjómennsku. Eiginkona hans var Marín Sveinbjörnsdóttir; þau áttu eina dóttur. Hjalti var vel lesinn og hafði gott vald á íslensku máli og var vel hagmæltur.

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson (1918-2009)

  • S02552
  • Person
  • 8. júní 1918 - 7. apríl 2009

Hjálmar var fæddur á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Hjálmar varð stúdent frá MR 1939 og lauk prófi í skipaverkfræði 1947 frá DtH í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá skipasmíðastöðvum í Danmörku og Englandi eftir námslok, en síðan hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Hann hannaði og stóð fyrir smíði á fyrsta íslenska stálskipinu, Magna. Einnig hannaði hann fjölda fiskiskipa. Árið 1954 var Hjálmar skipaður skipaskoðunarstjóri og síðar siglingamálastjóri, en því embætti gengdi hann til starfsloka 1985. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971. Hjálmar var áhugaljósmyndari af lífi og sál og gaf út 12 ljósmyndabækur um Ísland og íslenska náttúru. Einnig gaf hann út tvær bækur um íslensk fiskiskip. Bárður kvæntist Else Sörensen frá Danmörku árið 1946. Þau voru barnlaus.

Haraldur Þórðarson (1943-2019)

  • S02564
  • Person
  • 13. maí 1943 - 21. nóv. 2019

Haraldur var vinnumaður á Sjávarborg í Skagafirði nokkur sumur, síðast 1958. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík. Síðar tækjafræðingur við Háskóla Íslands. Haraldur kvæntist Málfríði Haraldsdóttur. Þau eignuðust tvo syni.

Helga Brynjólfsdóttir (1937-2019)

  • S02625
  • Person
  • 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

Hængur Þorsteinsson (1938-

  • S02555
  • Person
  • 3. feb. 1938-

Tannlæknir. Var á Fornastöðum í Austur - Húnavatnssýslu, síðar í Reykjavík.

Tryggvi Finnsson (1942-

  • S02571
  • Person
  • 1. jan. 1942-

Tryggvi er fæddur á Húsavík. Sonur Finns Kristjánssonar og Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Hann kvæntist Áslaugu Þorgeirsdóttur.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Hallgrímur Marinósson (1944-2012)

  • S02574
  • Person
  • 16. júlí 1944 - 25. sept. 2012

Hallgrímur var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri. Hallgrímur kvæntist Arndísi Kristínu Sigurbjörnsdóttur hannyrðakonu og leiðbeinanda. Þau eignuðust fjögur börn.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Seðlabanki Íslands (1961-)

  • S02592
  • Félag/samtök
  • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Sigtryggur Einarsson (1886-1955)

  • S02613
  • Person
  • 11. mars 1886 - 4. okt. 1955

Sigtryggur Einarsson f. 11.3.1886 í Héraðsdal. Foreldrar: Einar Jónsson og Dagbjört Björnsdóttir í Héraðsdal. Bjó á móti föður sínum í Héraðsdal og síðar bóndi þar 1920-1927. Fluttist síðar til Sauðárkróks. Starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Ágústa Jónasdóttir, f. 1.8.1904 á Merkigili í Austurdal. Þau áttu sex börn.

Helgi Árnason (1852-1928)

  • S02614
  • Person
  • 17. jan. 1852-1928

Foreldar: Árni Einarsson og Guðrún Jóhannesdóttir á ÚIfá í Eyjafirði. Bóndi á Gilsbakka 1879-1881, Breiðargerði 1882-1885, Skatastöðum 1885-1887, Hellu 1888-1901, Brekkukoti í Efribyggð 1901-1903 og Sólheimagerði 1908-1920 og aftur 1924-1926. Maki: Ingibjörg Andrésdóttir frá Syðri Bægisá. Áttu eitt barn sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Ingibjörg Andrésdóttir (1847-1919)

  • S02615
  • Person
  • 18. júní 1847 - 6. maí 1919

Foreldrar: Andrés Tómasson og Ingibjörg Þórðardóttir bændur á Syðri Bægisá. Bjó á Gilsbakka, Breiðargerði, Skatastöðum, Hellu, Brekkukoti í Efribyggð og Sólheimagerði. Maki: Helgi Árnason frá Úlfá í Eyjafirði. Þau áttu eitt barn, sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Sólveig Stefánsdóttir (1939-

  • S02616
  • Person
  • 10. júní 1939-

Fósturforeldrar: Friðbjörn Jónasson b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd o.v. og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Sólveig Stefánsdóttir var lengi ábúandi á Miðsitju í Blönduhlíð ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Þorsteinssyni. Sólveig fluttist frá Miðsitju á Sauðákrók og síðast til Reykjavíkur þar sem hún er nú búsett.

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir (1952-

  • S02640
  • Person
  • 16. maí 1952-

Aðalheiður var forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í 34 ár; lét af störfum árið 2018.

Páll Marvinsson (1925-1995)

  • S002643
  • Person
  • 17. júní 1925 - 25. jan. 1995

(Þorleifur) Páll Marvinsson, f. 17.06.1925. Var á Enni á Höfðaströnd. Bóndi á Sandfelli á Höfðaströnd í Skagafirði. Eignaðist þriðjung í jörðinni Enni 1935 og telst ábúandi á nýbýlinu Sandfelli sem stofnað var úr Enni, árið 1946. Sambýliskona frá 1990: Sólborg Indiana Bjarnadóttir frá Reykjum í Tungusveit, f. 1923.

Eiður Guðmundsson (1888-1984)

  • S03006
  • Person
  • 2. okt. 1888 - 10. nóv. 1984

Fæddur í Sörlatungu í Barkárdal. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og Guðný Loftsdóttir. Þau bjuggu lengst á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Einar var bóndi, hreppstjóri og oddviti og kom að margvíslegum félagsmálum. Skrifaði talsvert, m.a. mikið um Skriðuhrepp hinn forna og setti fram umdeildar kenningar um sögu.
Maki 1: Lára Friðbjarnardóttir frá Staðartungu, þau eignuðust 3 börn.
Maki 2: Líney Guðmundsdóttir, þau eignuðust 2 börn.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

  • S02667
  • Félag/samtök
  • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Helgi Þorgils Friðjónsson (1953-

  • S02581
  • Person
  • 7. mars 1953-

Helgi ólst upp í Búðardal, en fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára gamall. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann 1971-1976. Hann stundaði einnig nám í Hollandi sem hann lauk árið 1979. Hann er myndlistarmaður.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

  • S02656
  • Félag/samtök

Félag sem stóð að rekstri og umsjón með upprekstri búfénaðar í afrétt í Staðarfjöllum. Afréttarlandið var í eigu Staðarhrepps, Rípurhrepps, Seyluhrepps og Borgarsveitar í Sauðárhreppi. Allir þessir hreppar eru í dag sameinaðir og tilheyra Sveitarfélaginu Skagafirði. Starfsemi félagsins hefur því breyst en starfandi er stjórn Staðarafréttar ásamt því að starfandi eru fjallskilanefndir fyrir alla gömlu hreppana.

Ásgeir Sölvason (1865-1948)

  • S02658
  • Person
  • 31.01.1866-29.09.1948

Ásgeir Sölvason, ljósmyndari í Kanada. Heimildum ber ekki saman um hvenær hann fæddist. Íslendingabók telur hann hafa verið fæddan 1866 og er þar kenndur við Stóradal, Svínavatnshreppi, A-Hún. Aðrar heimildir segja hann fæddan 31. janúar 1865. Foreldrar hans voru Sölvi Sölvason (1829-1903) og Sólveig Stefánsdóttir (1831-1870), Ytri-Löngumýri.

Móðir hans deyr þegar hann er fimm ára að aldri. Árið 1876 flytur hann ásamt föður sínum til Vesturheims. Fyrstu fjögur árin búa þeir í Nýja-Íslandi og Winnipeg. Árið 1880 flytur fjölskyldan til Dakota og býr Ásgeir hjá föður sínum til fullorðinsára á Hallson svæðinu, vestur af Cavalier. Lítið er vitað um ljósmyndaferil Ásgeir. Í kringum 1890 var hann farinn að taka hágæða ljósmyndir með auðkenninu „A. Solvason, Cavalier“ og rak hann ljósmyndastofu í Cavalier til ársins 1907. Á þessum tíma tók hann hundruði ljósmynda af einstaklingum, hjónum, fjölskyldum og hópum. Hann notaði landslags-bakgrunn á ljósmyndastofu sinni sem urði hans gæðamerki. Hann tók einnig ljósmyndir úti við af býlum, þorpum og hópum. Þegar á leið breyttu ljósmyndir hans um stíl og snið og jafnvel talið að gæði þeirra hafi minnkað.

Vitað er til þess að sumarið 1892 hafi Christian H. Richer, einnig þekktur undir nafninu Kristján Kristjánsson, unnið á ljosmyndastofu Ásgeirs og seinna var Páll E. Eiríksson í starfsþjálfun hjá honum.

Ásgeir kvæntist Ólöfu Vigfúsdóttur Hallsson frá Glasston en hún lest árið 1907. Þá flutti Ásgeir frá Cavalier og settist að í Washington fylki. Ásgeir Sölvason dó í Tacoma 83 ára að aldri. Ekki er vitað til þess að hann hafi átt afkomendur.

Sigurður Guðmundsson (1900-1986)

  • S04457
  • Person
  • 14.08.1900-24.12.1986

Sigurður Guðmundsson, f. í Reykjavík 14.08.1900, d. 24.12.1986 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson klæðskerameistari í Reyjavík (1876-1956) og Svanlaug Benediktsdóttir húsfreyja (1880-1918).
Sigurður lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1915-1917. Tók einnig tveggja ára framhaldsnám í Danmörku. Var um skeið ljósmyndari á ljósmyndastofu Jóns Kaldals 1925-1926. Stofnaði ljósmyndastofu í Reykjavík 1927 og rak hana til um 1978.
Maki 1: Ingibjörg Guðbjarnadóttir (1903-1982) húsfreyja. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
Maki 2: Elínborg Ása Guðbjarnadóttir (1908-1984) ljósmyndari og húsfreyja. Þau eignuðust tvær dætur.

Páll Gísli Sigmundsson (1854-1884)

  • S02307
  • Person
  • 6. maí 1854 - 5. júní 1884

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Verslunarmaður. Kvæntist Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust eina dóttur.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

  • S03111
  • Person
  • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

  • S03167
  • Person
  • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Hjálmar Þorgilsson (1871-1962)

  • S03036
  • Person
  • 17. jan. 1871 - 15. okt. 1962

Fæddur á Kambi í Deildardal. Foreldrar: Þorgils Þórðarson (1842-1901), bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir (1848-1918). Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Kambi. Faðir hans stundaði m.a. fuglaveiðar í Drangey og þangað fór Hjálmar 15 ára gamall. Árið eftir, 1887, gerðist hann bjargmaður við Drangey og var það óslitið í 18 ár. Varð hann á þeim árum þekktur fyrir að klífa Kerlingu, 80-90 m háan móbergsdrang sem stendur skammt frá Drangey. Var hann annar maðurinn sem það gerði. Eftir andlát föður síns tók Hjálmar við búi á Kambi og bjó þar með móður sinni og systur þar til hann kvæntist árið 1904. Keypti hann þá Hof á Höfðaströnd og fluttist þangað vorið 1905. Meðan hann bjó þar missti hann konu sína. Fljótlega eftir það seldi hann Hof og flutti aftur að Kambi. Var bóndi þar 1913-1930, er dóttir hans og tengdasonur tóku við búi, en hann hafði þó jarðarnytjar til 1942. Hjálmar hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir jarðarbætur á Hofi. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti 1907-1910.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (1880-1909) frá Sleitustöðum. Þau eignuðust þrjú börn.

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Jón Sveinsson (1880-1945)

  • S03234
  • Person
  • 10.08.1880-10.07.1945

Jón Sveinsson, f. að Mið-Mói í Fljótum 10.08.1880, d. 10.07.1945 á Ólafsfirði. Foreldrar: Sveinn Sigvaldason bóndi að Höfða og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram til tvítugs og var á ýmsum stöðum eftir það, m.a. í Eyhildarholti. Þaðan kemur hann að Höfða árið 1909 og flytur síðan búferlum að Lónkoti vorið 1913. Brá búi þar vorið 1933 og flutti til Siglufjarðar. Þar bjó hann í eitt ár og fór síðan til Ólafsfjarðar og settist að hjá dætrum sínum þar.
Maki: Ólöf Sölvadóttir (06.09.1885-05.01.1966) frá Lónkoti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Anna Sigurðardóttir (1882-1947)

  • S03411
  • Person
  • 10.06.1882-29.06.1947

Anna Sigurðardóttir, f. 10.06.1882, d. 29.06.1947. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir (1839-1901). Fimmtán ára gömul flutti Anna alfarið suður., til færnda síns sr. Þorkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans. Hja þeim dvadli hún meðan þau lifðu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1901. gekk hún þá í kvennaskólann og aflaði sér margvíslegrar fræðslu, m.a. varðandi verslun. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson og Kaaber. Þar starfaði hún í 35 ár.
Anna var verslunarkona í Reykjavík.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

  • S01696
  • Person
  • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Árni Jónsson (1848-1932)

  • S03619
  • Person
  • 07.09.1848-13.05.1932

Árni Jónsson, f. á Sauðá 07.09.1848, d. 13.05.1932. Foreldrar: Jón Árnason (1817-1902) síðast bóndi í Dæli í Sæmundarhlíð og kona hans Ingibjörg Símonardóttir (1815-1885) húsmóðir.
Árni ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram yfir þrítugsaldur, eða þar til hann flutti á heimili unnustu sinnar voriuð 1881. Hann var bóndi á Marbæli á Langholti 1881-1882 og 1884-1932. Fyrstu árin bjó hann á móti Magnúsi tengdaföður sínum og taldist húsmaður 1882-1884. Árni sat lengi í hreppsnefnd Seyluhrepps, var oddviti hennar 1888-1892. Hann var hreppsstjóri Seyluhrepps frá 1892-1917.
Maki: Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940). Þau eignuðust ekki börn.

Tómas Jónasson (1887-1939)

  • S03224
  • Person
  • 11.08.1887-07.02.1939

Tómas Jónasson, f. á Mið-Hóli í Sléttuhlíð 11.08.1887, d. 07.02.1939. Foreldrar: Jónas Árnason bóndi á Mið-Hóli og ráðskona hans, Guðrún Tómasdóttir frá Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Þau bjuggu stutt saman og ólst Tómas upp með móður sinni og skyldmennum hennar á ýmsum stöðum. Fór snemma að vinna fyrir sér og stundaði jöfnum höndum landbúnaðarvinnu og sjómennsku. Reri hann á hákarlaskipum og fiskiskipum og nokkuð á árabátum eftir að hann hóf búskap. Tómas vann að stofnun Kaupfélags Fellshrepps, sem staðsett var á Hofsósi og stofnað 1919 og var framkvæmdastjóri þess frá upphafi til dánardags. Var bóndi á Mið-Hóli 1908-1023 og á fjórða hluta jarðarinnar eftir það og til æviloka. Tómas var oddviti Fellshrepps 1919-1923, formaður fræðslunefndar í allmörg ár, sýslunefndarmaður fyrir Fellshrepp 1913-1924 og gekkst fyrir byggingu skólahúss fyrir hreppinn. Eftir að Tómas fluttist á Hofsós vann hann að ýmsum umbótamálum þar. Hann fórst með vélbátnum Þengli, á leið frá Hofsósi til Siglufjarðar.
Maki: Ólöf Sigríður Þorkelsdóttir (1885-1963). Þau eignuðust tíu börn.

Eiríkur Jónsson (1863-1948)

  • S00719
  • Person
  • 4. júní 1863 - 15. sept. 1948

Sonur Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. Bóndi og trésmiður í Djúpadal 1897-1923. Kvæntist Sigríði Hannesdóttur (1875-1958), þau eignuðust átta börn.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Guðrún Jónsdóttir (1830-1905)

  • S02284
  • Person
  • 1. maí 1830 - 21. apríl 1905

Frá Spáná í Unadal. Kvæntist Sigurði Gunnlaugssyni frá Skriðulandi. Þau hófu búskap á Flögu í Hörgárdal árið 1862, fluttust svo að Skúfsstöðum í Hjaltadal árið 1866 og síðan að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872 og bjuggu þar til æviloka. Sigurður og Guðrún eignuðust fjögur börn.

Ingibjörg Eiríksdóttir Briem (1827-1890)

  • S02674
  • Person
  • 16. sept. 1827 - 15. sept. 1890

Ingibjörg Eiríksdóttir f. 16.09.1827, d. 15.09.1890. Foreldrar: Eiríkur Sverrisson sýslumaður í Rangárvallasýslu og seinni k.h. Kristín Ingvarsdóttir. Var á Hamri í Borgarsókn í Mýrarsýslu 1835. Maki: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað. Þau eignuðust 19 börn, 13 þeirra komust upp.

Margrét Símonardóttir (1869-1963)

  • S00585
  • Person
  • 10. júlí 1869 - 2. maí 1963

Fædd og uppalin á Brimnesi, dóttir Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Margrét átti frumkvæðið að stofnun heimilisiðnaðarfélags í Viðvíkursveit, sem starfaði þar í mörg ár, og sat í stjórn þess. Margrét skrifaði um áhugamál sín, t.d. heimilisiðnað og fl. í tímaritið Hlín. Margrét kvæntist Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, þau bjuggu á Brimnesi frá 1896-1926 en fluttust eftir það til Reykjavíkur, þau eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Vilhelm Georg Theodór Bernhöft (1869-1939)

  • S03385
  • Person
  • 05.01.1869-24.06.1939

Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. í Reykjavíik 05.01.1869, d. 24.06.1939. Foreldrar: Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. 1828, d. 1871, bakarameistari í Reykjavík, og Johanne Louise Bernhöft, fædd Bertelsen. Vilhelm varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og cand.med. frá Læknaskólanum 1894. Hann fór til Kaupmannahafnar sama ár, dvaldi hjá Carl Thorlaksson tannlækni í tvö ár og kynnti sér almenna tanngerð og tannfyllingar með verklegum æfingum en lauk ekki prófi í tannlækningum. Þegar heim kom til Íslands árið 1896 varð hann tannlæknir í Reykjavík til æviloka. Vilhelm var kennari í tannlækningum við Læknaskólann 1898-1911 og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Vilhelm var í raun fyrsti tannlæknirinn á Íslandi því þótt aðrir hefðu stundað þessa iðn þá var Vilhelm sá fyrsti sem hafði til þess raunverulega kunnáttu.
Maki: Kristín Þorláksdóttir Bernhöft, f. 26.9. 1878, d. 2.12. 1957, húsfreyja og tannsmiður. Þau eignuðust fimm börn.

Ágúst Magnússon (1895-1979)

  • S03391
  • Person
  • 08.08.1895-03.10.1979

Ágúst Magnússon, f. í Víðinesi 08.08.1895, d. 03.10.1979 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Vigfóusson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal og Kristín Jónsdóttir í Víðinesi. Ágúst ólst upp hjá móður sinni í Víðinesi og átti þar heima óslitið alla sína ævi. Hann tók við búsforráðum af móður sinni 1924 og bjó samfellt í 44 ár.
Ágúst var ókvæntur og barnlaus en Jórunn Sigrún Skúladóttir (1890-1970) var ráðskona hans um langa hríð.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

  • Person
  • 23.05.1881-08.12.1908

Bjó hjá foreldrum sínum á Draflastöðum. Búfræðingur. Ókvæntur og barnlaus. Varð úti á Héðinsskörðum 1908.

Guðrún Jósefsdóttir Blöndal (1865-1898)

  • S02031
  • Person
  • 1865-1898

Dóttir Önnu Margrét Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og fyrri manns hennar Jósefs Gottfreðs Björnssonar Blöndal. Guðrún kvæntist Jónasi Jónssyni verslunarstjóra á Hofsósi, þau eignuðust ekki börn. Guðrún lést aðeins 33 ára gömul úr lungnabólgu.

Haraldur Ólafsson (1906-1922)

  • S03003
  • Person
  • 23. apríl 1906 - 14. maí 1922

Foreldrar: Ólafur Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans Lilja Haraldsdóttir. Haraldur drukknaði með Öldunni frá Akureyri árið 1922.

Niðurstöður 596 to 680 of 3637