Showing 24 results

Authority record
Ás í Hegranesi

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

  • S03167
  • Person
  • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Björg Runólfsdóttir (1863-1943)

  • S01246
  • Person
  • 14. ágúst 1863 - 8. feb. 1943

Frá Meðalheimi í Ásum. Kvæntist Sigurjóni Jónssyni, þau bjuggu lengst af á Bessastöðum og Varmalandi í Sæmundarhlíð, þau eignuðust tvo syni. Síðast búsett í Ási í Hegranesi.

Björgvin Jónsson (1929-2000)

  • S01480
  • Person
  • 28. ágúst 1929 - 17. sept. 2000

Björgvin Jónsson var fæddur og uppalinn á Ási í Hegranesi, sonur hjónanna Jóns Sigurjónssonar og Lovísu Guðmundsdóttur. ,,Björgvin stundaði mest landbúnaðarstörf í uppvexti sínum. Hann vann við síldarsöltun á Siglufirði og byggingarvinnu á Sauðárkróki á sínum yngri árum. Björgvin stundaði nám við Barnaskóla Rípurhrepps og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki. 28. febrúar 1964 kvæntist Björgvin Jófríði Tobíasdóttur, f. 4. september 1939, frá Geldingaholti, þau bjuggu öll sín búskaparár á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni. Þar vann Björgvin ýmis störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga við fiskbúð og í versluninni Gránu en lengst af starfaði hann við skrifstofustörf í Mjólkursamlaginu eða samfellt í 33 ár. Kirkjukór Sauðárkróks skipaði stóran sess í lífi Björgvins Jónssonar. Hann sat um tíma í stjórn kórsins og starfaði sem virkur félagi í kórnum í 46 ár."

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Einar Guðmundsson (1894-1975)

  • S01095
  • Person
  • 3. mars 1894 - 26. júlí 1975

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson b. og sýslunefndarmaður í Ási í Hegranesi og k.h. Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólst upp í Ási hjá foreldrum sínum og var einn vetur í Bændaskólanum á Hólum. Veiktist af berklum meðan á Hóladvölinni stóð en náði fullum bata eftir að hann gekkst undir aðgerð hjá Jónasi Kristjánssyni lækni. Kvæntist fyrri konu sinni, Valgerði Jósafatsdóttur árið 1916 og fyrstu ár sín í hjónabandi bjuggu þau hjá foreldrum Einars í Ási. Árið 1921 fluttu þau að Syðri-Hofdölum til Jósafats föður Valgerðar. Vorið 1922 lést Valgerður úr lungnabólgu frá þremur ungum sonum og flutti Einar þá aftur í Ás. Vorið 1925 kvæntist Einar alsystur Valgerðar, Sigríði Jósafatsdóttur en hún hafði verið ráðskona hjá honum eftir andlát systur hennar. Einar og Sigríður voru bændur í Ási til 1951 er Sigríður lést, eftir það dvaldi Einar áfram í Ási hjá syni sínum sem þá var tekinn við búskap. Einar og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Gísli Þorfinnsson (1866-1936)

  • S03266
  • Person
  • 23.09.1866-26.05.1936

Gísli Þorfinnsson, f. að Ási í Hegranesi 23.09.1866, d. 26.05.1936 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorfinnur Hallsson og Guðrún Björnsdóttir ógift vinnuhjú í Ási. Gísli ólst upp á vegum móður sinnar sem var vinnukona á ýmsum stöðum. Er Gísli var á áttunda ári missti hann móður sína og fór um það leyti að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Þar var hann á vegum Arnfríðar ömmu sinnar en fór sem vinnumaður í fram í Blönduhlíð 17 ára gamall. Meðan hann var í Litlu-Brekku tók hann að stunda sjómennsku ungur að árum og reri eina eða tvær Drangeyjarvertíðir og fór einnig á Suðurnes til sjóróðra. Hann var bóndi á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1892-1893, Minni-Ökrum 1893-1900, Miðhúsum 1900-1936. Síðustu árin bjó hann á litlum hluta jarðarinnar á móti Jóni syni sínum. Gísli var bæði góð skytta og vefari.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (06.07.1863-07.01.1941). Þau eignuðust níu börn en tvö þeirra dóu ung.

Guðmundur Ólafsson (1863-1954)

  • S01267
  • Person
  • 10.06.1863-29.10.1954

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson b. og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Bóndi Ási 1891-1938, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og dvaldi að Hlíðarstíg 1. Guðmundur rak stórbú að Ási ásamt því að stunda veiðiskap til sjós og lands. Einnig var hann sigmaður við Drangey og ágæt skytta. Starfaði lengi við fjárgæslu og póstbréfahirðingu. Á yngri árum hans var Ás mikið iðnaðnaðarheimili og stundaði Guðmundur vefnað á vetrum. Hann sat í hreppsnefnd í um 30 ár, var formaður búnaðarfélags um skeið, sáttamaður í mörg ár og safnaðarfulltrúi. Einn af stofnendum að rjómabúsins "Framtíðin" á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit og starfaði að fleiri félagsmálum. Eins var hann fyrsti orgelleikari við Rípurkirkju og starfaði þar lengi. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Guðnýju Einarsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Gunnar Ólafsson (1858-1900)

  • S01241
  • Person
  • 16. júlí 1858 - 20. okt. 1900

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson bóndi og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum í Ási. Fór til Danmerkur haustið 1879 að læra nýtísku vefnað og annan heimilisiðnað. Sneri aftur til Íslands 1880 og hafði þá meðferðis ýmis iðnaðartæki, svo sem hraðskyttuvefstól, lóskurðarvél, vaðmálapressur og fleira. Vann næstu ár við iðnaðarstörf hjá foreldrum sínum og tók til kennslu nemendur innan héraðs og utan, er lærðu meðferð ýmissa iðnaðartækja. Hann flutti frá Ási 1883 og bjó að Keldudal í Hegranesi 1883-1888, stundaði einnig iðnaðarstörf sín, var og 1883-1888 oddviti í Rípurhreppi. Fór búferlum að Lóni í Viðvíkursveit 1888 og bjó þar til 1897, en flutti þá aftur á hálfan Ás á móti bróður sínum og bjó þar til æviloka. Gunnar kvæntist Guðnýju Jónsdóttur frá Reykholti í Borgarfirði, þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Guðný Einarsdóttir (1863-1938)

  • S01268
  • Person
  • 1. apríl 1863 - 26. feb. 1938

Fædd að Grímsnesi á Látraströnd, Eyjaf., foreldrar: Einar Ásgrímsson síðast b. á Mannskaðahóli og f.k.h. Kristbjörg Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá foreldum sínum til 16 ára aldurs er hún missti móður sína, fór 18 ára til föðurfrænda síns, sr. Jóns Hallssonar í Glaumbæ þar sem hún dvaldi þangað til hún fór að Ási í Hegranesi til Sigurlaugar Gunnarsdóttur að nema hannyrðir og hússtörf. Það kynntist hún mannsefni sínu, Guðmundi Ólafssyni, syni Sigurlaugar. Þau kvæntust í september 1889 og bjuggu alla sína búskapartíð í Ási, þau eignuðust átta börn.

Jón Sigurjónsson (1896-1974)

  • S00410
  • Person
  • 16.06.1896 - 03.07.1974

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 16. júní 1896. Hann ólst upp í foreldrahúsum á bæjunum Þröm á Langholti og Bessastöðum. Jón kvæntist Lovísu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi árið 1924. Þau fluttu að Ási 1924 og reistu þar bú í tvíbýli við foreldra Lovísu, árið 1938 tóku þau hjónin svo við þeirra hlut. Jón var organisti við Hofsstaðakirkju í 20 ár og einnig lengi við Rípurkirkju. Hann sat lengi í sóknarnefnd Rípurkirkju, fjallskilastjórn og stjórn sjúkrasamlags, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. var hann í áratug. Hann sat í hreppsnefnd um 20 ára skeið og jafnframt gjaldkeri sveitarsjóðs; hreppstjóri frá 1962 til dauðadags.

Jósteinn Jónasson (1867-1944)

  • S02007
  • Person
  • 4. sept. 1867 - 8. sept. 1944

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir frá Víðivöllum. Jósteinn ólst upp hjá föður sínum og naut heimafræðslu. Hann fór frá föður sínum í verstöðvar vestur að Ísafjarardjúpi 1891, en kom aftur með unnustu sinni, Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur, að Hróarsdal 1894 og dvöldu þau þar, þar til hann fór 1895 sem vinnumaður að Glaumbæ til Hallgríms Thorlaciusar prests, en Ingibjörg var á sama stað í sjálfsmennsku. Þaðan fóru þau í húsmennsku að Kárastöðum í Hegranesi 1896. Var hann næsta ár í vinnumennsku í Hegranesi, en hún í sjálfsmennsku með börn þeirra, en skildu svo samvistir 1901. Fór hann þá vinnumaður að Ási í Hegranesi með son þeirra, en kom honum síðar í fóstur að Garði og Utanverðunesi. Hún fór með dóttur þeirra að Páfastöðum á Langholti og síðast til Akureyrar, stundaði þar sauma og hannyrðir. Hann var lengi vinnumaður að Ási og síðar lausamaður við sjósókn og önnur störf, reisti sér svo grasbýli að Naustavík, gamalli verstöð Hegranessbúa í Utanverðunesi 1915, og bjó þar til 1935; veiktist þá af slagi og dvaldi síðustu ár að Svanavatni í Hegranesi hjá hálfbróður sínum, Leó Jónassyni. Jósteinn og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Jósteinn átti utan hjónabands dóttur með Theódóru Guðmundsdóttur að Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Sambýliskona Jóns þegar hann bjó í Naustavík var Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir.

Margrét Gísladóttir (1896-1978)

  • S02081
  • Person
  • 22. júlí 1896 - 19. jan. 1978

Foreldrar: Gísli Ólafsson b. á Sigríðarstöðum í Flókadal og k.h. Hugljúf Jóhannsdóttir. Heimilið leystist upp þegar Margrét var fimm ára og fór hún þá í fóstur að Mósskógum, þar sem hún var fram að fermingu. Eftir fermingu dvaldi hún á ýmsum bæjum í Vestur-Fljótum. Árið 1916 kvæntist hún Valdimari Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst í Ási í Hegranesi, þar sem Valdimar hafði verið upp alinn. Síðan á Miðmói í Flókadal 1919-1921, í Garði 1921-1925 og eftir það á Sauðárkróki. Margrét og Valdimar eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.

Ólafur Jónsson (1934-1991)

  • S01471
  • Person
  • 15. apríl 1934 - 27. feb. 1991

Sonur Jóns Sigurjónssonar b. í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Verkamaður á Sauðárkróki.

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Sigríður Jónsdóttir (1858-1928)

  • S00331
  • Person
  • 22.04.1858-11.12.1928

Dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. ,,Sigríður naut kennslu í kvennaskóla Skagfirðinga að Ási og Hjaltastöðum. Fór utan 1881 til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og gekk þar í kvennaskóla Natalie Zahle. Lærði einnig smjör- og ostagerð í mjólkurbúi á Sjálandi. Kom heim 1883 og var þá ráðin kennslukona við hinn nýstofnaða kvennaskóla að Ytri-Ey við Skagaströnd ásamt Elínu Briem. Hún gegndi því starfi þar til hún giftist Sigurði Jónssyni, seinna b. og oddvita á Reynistað, 1887. Á árunum 1894-1904 hélt Sigríður uppi kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sínu. Hún var mörg ár formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar og tók talsverðan þátt í félagsmálum kvenna." Þau Sigurður eignuðust einn son, Jón Sigurðsson alþingismann og fræðimann á Reynistað.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Svavar Einar Einarsson (1920-2008)

  • S02076
  • Person
  • 29. júlí 1920 - 16. maí 2008

Svavar Einar Einarsson fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 29. júlí 1920. Foreldrar hans voru Valgerður Jósafatsdóttir og Einar Guðmundsson b. í Ási í Hegranesi. ,,Svavar ólst upp í Ási í Hegranesi við öll almenn sveitastörf. Hann fór snemma að heiman og var bifreiðarstjóri á mjólkurbílum og langferðabifreiðum hjá Siglufjarðarleið og Norðurleið um margra ára skeið. Eftir það starfaði hann hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga í 25 ár. Svavar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og starfaði með honum meðan heilsa leyfði. Einnig var hann virkur í félagsstarfi eldri borgara." Svavar kvæntist 2. maí 1948 Margréti Selmu Magnúsdóttur frá Héraðsdal, þau stofnuðu heimili á Sauðárkróki þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Þórður Gunnarsson (1886-1940)

  • S01245
  • Person
  • 7. desember 1886 - 4. apríl 1940

Sonur Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu í Keldudal, á Lóni og í Ási í Hegranesi. Bústjóri á Lóni í Viðvíkursveit 1905-1914, bóndi á sama stað 1914-1938. Kvæntist Önnu Björnsdóttur frá Hofstöðum, þau eignuðust einn son.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Valdimar Guðmundsson (1895-1970)

  • S00178
  • Person
  • 26.11.1895-29.04.1970

Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Svava Einarsdóttir, þau skildu þegar Valdimar var tveggja ára. Guðmundur fór þá að Ási í Hegranes ásamt móður sinni og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum vorið 1915. Þar kynntist hann Margréti Gísladóttur konu sinni en hún var ættuð úr Fljótum. Vorið 1919 hófu þau búskap að Mið-Mói í Flókadal. Eftir langa og erfiða vetur í Fljótum fluttu þau að Garði í Hegranesi og fengu hluta jarðarinnar til ábúðar. Árið 1925 fluttu þau til Sauðárkróks og hófu að byggja sér íbúðarhús að Skagfirðingabraut 12 og nefndist það Sólbakki. Á Sauðárkróki vann Valdi ýmsa daglaunavinnu, var fláningsmaður í sláturtíð og fór til Siglufjarðar á síldarvertíð á sumrin. Seinna komu þau sér upp nokkrum kindum og áttu fjárhús á Nöfunum fyrir ofan bæinn. Valdi var góður söngmaður og var m.a. einn af stofnendum kirkjukórs Sauðárkróks 1942. Valdimar og Margrét eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.