Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Margrét Stefánsdóttir (1876-1960)

  • S02719
  • Person
  • 16. apríl 1876 - 20. feb. 1960

Foreldrar: Stefán Sölvason, f. 1841, síðast bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd og Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Maki: Sigurjón Jónasson, f. 1877, bóndi og hreppstjóri. Bjuggu í Hólakoti 1903-1922 og frá 1922-1953. Jónas sonur þeirra tók við búi á Skefilstöðum og voru þau búsett hjá honum fram til hins síðasta. Þau eignuðust sex börn, þar af fimm syni sem náðu fullorðinsaldri.

Bjarni J. Rafnar

  • Person
  • 1922-2005

Bjarni var fæddur á Akureyri 1922. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson Rafnar yfirlæknir á Kristnesi og Ingibjörg Bjarnardóttir húsfreyja. Þar ólst Bjarni upp. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla Íslands 1948 og stundaði framhaldsnám í Danmörku og hlaut sérfræðingsleyfi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp árið1956. Mestan hluta starfsæfinnar starfaði Bjarni sem heimilislæknir og sérfræðingur. Hann var deildarlæknir og yfirlæknir á handlækningadeild og fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þegar Bjarni flutti til Reykjavíkur vann hann við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Elín Jónsdóttir (1888-1948)

  • S03147
  • Person
  • 30. júní 1888 - 29. mars 1948

Foreldrar: Jón Þorláksson b. í Brekkukoti ytra í Blönduhlíð og 3. k. h. Steinunn Björnsdóttir frá Miðhúsum í Óslandshlíð. Elín var bústýra Jóns Ósmanns í Utanverðunesi og átti með honum son. Hún bjó síðar í Hofstaðaseli.

Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir (1904-1995)

  • S03386
  • Person
  • 21.05.1904-23.09.1995

Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.05.1904, d. 23.09.1995. Foreldrar: Björn Hinrik Guðmundsson (1865-1947) og Stefanía Margrét Jóhannesdóttir (1873-1953).
Aðalbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Á í Unadal, yngst þriggja systkina. Fjölskyldan flutti til Siglufjarðar árið 1915. Aðalbjörg var húsfreyja á Siglufirði og kenndi kjólasaum við gagnfræðaskólann og saumaði einnig kjóla á konur í bænum. Aðalbjörg og Jóhann fluttu frá Siglufirði til Keflavíkur 1952 og nokkrum árum síðar til Reykjavíkur, þar sem hún bjóð til dánardags.
Maki: Jóhann Þorfinnsson lögregluþjónn og bifreiðastjóri á Siglufirði (1900-1962). Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir (1892-1928)

  • S01592
  • Person
  • 3. feb. 1892 - 1. des. 1928

Dóttir Jóns Magnússonar Ósmanns og Guðnýjar Pálsdóttur í Utanverðunesi. Kvæntist Birni Pálmasyni, þau bjuggu á Ytri-Húsabakka, í Glaumbæ og víðar.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Frederike Caroline Briem Claessen

  • S00302
  • Person
  • 19. nóv. 1846 - 2. maí 1930

Fædd í Kaupmannahöfn, systir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landféhirðis. Frederike kvæntist Gunnlaugi Briem alþingismanni og sýslufulltrúa á Reynistað, þau áttu einn son.

Bjarki Eliasson (1923-2013)

  • S0
  • Person
  • 1923-2013

Bjarki fæddist og ólst upp á Dalvík, en flutti til Kópavogs 1954, síðan til Reykjavíkur.
Foreldrar hans voru Elías Halldórsson vélstjóri og trésmíðameistari, úr-og gullsmiður og Friðrika Jónsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Börn þeirra eru: Björk, Stefán og Sveinbjörn.
Seinni kona Bjarka var Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, dóttir þeirra er Þórunn María. Bjarki lauk vélstjóraprófi 1943 og stýrimannsprófi 1949 og prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1954. Hann stundaði lögfræðinám í Bandaríkjunum og starfsnám hjá Scotland Yard. Bjarki starfaði við löggæslu1953-1988 og var skólastjóri Lögregluskóla ríkisins 1988-1993.
Bjarki hlaut fjölmargar viðurkenninga fyrir störf sín.

Anna Sveinsdóttir (1866-1938)

  • S03416
  • Person
  • 18.07.1866-11.11.1938

Anna Sveinsdóttir, f. á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sveinn Pálsson bóndi á Þangskála og Guðleif Sæmundsdóttir vinnukona á Miðsitju. Anna var skömmu eftir fæðingu flutt til Siglufjarðar með móður sinni. Þar var hún tekin í í fóstur af Árna Gíslasyni bóndi í Skarðdalskoti og síðar Hólum í Fljótum og konu hans, Sigriðir Pálsdóttur, sem var föðursystir Önnu. Hún fermdist á Barði 1881. Eftir það var hún í vistum á ýmsum stöðum, þar til hún tók við búsforráðum hjá Jóhanni Oddssyni sem þá var ekkill. Bjó hún með honum til æviloka. au bjuggu á parti af Vík 1901-1908, Grænhóli í Borgarsveit 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925 og Staðarhóli í Siglufirði.

Sambýlismaður: Jóhann Oddsson (1864-1949). Anna og Jóhann áttu ekkert barn en ólu upp Kristján Árnason.

Kristín Björnsdóttir Briem (1889-1961)

  • S02556
  • Person
  • 17. des. 1889 - 8. apríl 1961

Foreldrar: Björn Pétursson b. og hreppstjóri á Hofsstöðum og s.k.h. Una Jóhannesdóttir. Um tvítugt hélt Kristín til Reykjavíkur í hússtjórnarnám sem hún stundaði í tvo vetur. Auk þess mun hún hafa sótt nám utanskóla. Kristín kvæntist árið 1911 Kristni P. Briem og settust þau að á Hofsstöðum. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og settu þar á stofn verslun sem þau starfræktu til ársins 1961. Kristín og Kristinn eignuðust átta börn, fjögur þeirra komust á legg. Einnig tóku þau þrjú fósturbörn.

Magnús Laxdal Guðvarðsson (1893-1922)

  • S03067
  • Person
  • 6. júlí 1893 - 25. júní 1922

Foreldrar: Guðvarður Magnússon b. á Hafragili í Laxárdal ytri og k.h. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Magnús kvæntist Fanneyju Áslaugu Gunnarsdóttur frá Selnesi, þau bjuggu á Hafragili, þau eignuðust ekki börn. Magnús lést aðeins 29 ára gamall.

Ástríður Jónsdóttir (1863-1944)

  • S02982
  • Person
  • 2. feb. 1863 - 27. jan. 1944

Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi á Völlum á Kjalarnesi og kona hans Ása Þorláksdóttir. Maki: Gunnar Eggertsson (1870-1942) bóndi á Selnesi. Þau eignuðust 2 dætur.
Bjuggu á Sævarlandi á Skaga 1895-1903 og næstu tvö árin á eftir rak Gunnar útgerð þar. Bjuggu á Selnesi 1905-1942. Gunnar brá búi öðru hverju hin síðari ár og leigði þá mest af jörðinni en var þar með fénað sinn og taldist þá húsmaður. Byggði hann bæ nær og kallaði Grund. Ástríður var lærð ljósmóðir og gegndi lengi ljósmóðurstörfum í Hvammsprestakalli. Eftir andlát Gunnars fór hún til dóttur sinnar á Bergþórshvoli og bjó þar til dánardags.

Sigríður Jenný Gunnarsdóttir (1900-1991)

  • S02983
  • Person
  • 21. jan. 1900 - 19. feb. 1991

Fædd á Sævarlandi á Skaga. Foreldrar: Gunnar Eggertsson (1870-1942), bóndi á Selnesi á Skaga og kona hans Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir (1862-1944). Er Sigríður Jenný var tveggja ára fluttust þau að Selnesi á Skaga. Þegar Sigríður Jenný var 18 ára fluttist hún úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Stundaði hún meðal annars hjúkrun þeirra sem glímdu við Spænsku veikina. Og gekk í hússtjórnarskóla hjá frú Ísafold Hakensen. Vann fjögur ár í Ritfangaverslun Björns Kristjánssonar. Maki: Jón Skagan (1897-1989) prestur á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Þau eignuðust tvær dætur. Einnig eignuðust þau kjördóttur, Sigríði Lister. Árið sem þau giftu sig, 1924, fluttu þau að Bergþórshvoli og bjuggu þar í 20 ár. Starfaði mikið að félagsmálum og var stofnandi Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Ólafía Elísabet Rósantsdóttir (1897-1931)

  • S00676
  • Person
  • 20. okt. 1897 - 8. apríl 1931

Fædd í Árnesi í Trékyllisvík. Foreldrar hennar voru Rósant Andrésson seinna verkamaður á Sauðárkróki og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks frá Gjögri í Strandasýslu árið 1909. Elísabet kvæntist Jóni Eðvald Guðmundssyni verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni sem upp komust.

Sigurlaug Einarsdóttir (1901-1985)

  • S03467
  • Person
  • 09.07.1901-23.06.1985

Sigurlaug Einarsdóttir, f. 09.07.1901, d. 23.06.1985. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Brimnesi og koma hans, Margrét Símonardóttir. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla og lýðháskóla. Árið 1924 hófu þær systur hannyrðakennslu í Reykjavík og stundaði Sigurlaug hana þar til hún giftist. Sigurlaug var húsfreyja í Læknishúsinu á Flatey 1930. Síðast búsett í Hafnarfirði.
Maki: Ólafur Einarsson læknir. Þau einguðust sex börn.

Anna Halldórsdóttir (?)

  • S03381
  • Person
  • ?

Anna Halldórsdóttir, óvíst um fæðingar- og dánardag. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson á Brekku í Svarfaðardal og seinni kona hans Sigurbjörg Halldórsdóttir. Anna var hálfsystir sr. Zophoníasar prófasts í Viðvík. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Vesturheims árið 1900.

Margrét Sigurðardóttir (1871-1932)

  • S02913
  • Person
  • 23. okt. 1871 - 26. jan. 1932

Margrét Anna Sigurðardóttir fæddist árið 1871. Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Guðbjörg Pétursdóttir bændur í Garðshorni á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Péturssyni frá Fjalli í Sléttuhlíð, þau eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það voru þau meira og minna búsett hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

  • S01458
  • Person
  • 19. okt. 1856 - 17. des. 1904

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka.

Álfheiður Helga Helgadóttir Briem (1868-1962)

  • S03394
  • Person
  • 11.11.1868-28.09.1962

Álfheiður Helga Helgadóttir Briem, d. 11.11.1868, d. 28.09.1962.
Foreldrar: Helgi Hálfdánarson (1826-1894) prestaskólakennari og Þórhildur Tómasdóttir (1835-1962).
Maki: Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

Helgi Kristinn Grímsson (1958-

  • S02531
  • Person
  • 25. júlí 1958-

Helgi er bókmenntafræðingur. Sonur Gríms M. Helgasonar og Hólmfríðar Sigurðardóttur.

Hjalti Kristgeirsson (1933-

  • S02532
  • Person
  • 12. ágúst 1933-

Hjalti er fyrrverandi forstöðumaður Árbókar ferðafélags Íslands. Kvæntur Jónínu H. Gísladóttur. Búsettur í Hafnarfirði.

Halldór Benediktsson (1908-1991)

  • S02535
  • Person
  • 28. nóv. 1908 - 29. okt. 1990

Halldór var fæddur á Fjalli í Sæmundarhlíð í Skagafirði árið 1908. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir og Benedikt Sigurðsson. Halldór var við nám í Íþróttaskólanum í Haukadal í nokkra mánuði. Lengi bóndi og oddviti á Fjalli, síðast búsettur að Mánaþúfu í Varmahlíð. Kvæntist Þóru Þorkelsdóttur frá Miðsitju, þau ólu upp tvö fósturbörn.

Hjörtur Þórarinsson (1920-1996)

  • S02538
  • Person
  • 24. feb. 1920 - 1. apríl 1996

Hjörtur fæddist á Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja og Þórarinn Kristján Eldjárn, hreppstjóri og bóndi. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn í Svarfaðardal frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Hjörtur var kvæntur Sigríði Árnadóttur Hafstað frá Vík í Staðarhreppi, þau eignuðust sjö börn.

Halldór Jónas Jónsson (1920-2010)

  • S02539
  • Person
  • 17. okt. 1920 - 21. maí 2010

Halldór var fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson kennari og Ingibjörg Snorradóttir. Að mestu leyti ólst Halldór upp hjá móðurfólki sínu að Laxfossi í Norðurárdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Halldór nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og stundaði kennslu við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík. Árið 1961 varð hann safnvörður Þjóðminjasafns Íslands og hélt þeirri stöðu þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Halldór var vinsæll prófarkalesari enda afburða íslenskumaður og liggja eftir hann ýmsar þýðingar og rit. Fyrri eiginkona Halldórs var Bodil Margarethe Shan Smidt, þau skildu, en áttu saman einn son. Seinni kona hans var Gyða Thorsteinsson.

Halldór G. Pétursson (1953

  • S02541
  • Person
  • 8. des. 1953-

Halldór er jarðfræðingur hjá Náttúrfræðistofnun Íslands.

Hólmar Magnússon (1914-1995)

  • S02550
  • Person
  • 14. okt. 1914 - 8. júlí 1995

Hólmar var fæddur á Sauðárkróki. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Málfríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni. Hólmar var stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í mörg ár. Hann var einnig húsasmiður að mennt og starfaði lengi á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur.

Hjálmar Ragnarsson (1952-

  • S02558
  • Person
  • 23. sept. 1952-

Hjálmar fæddist á Ísafirði. Var í tónlistarnámi þar og síðar í framhaldsnámi í Hollandi og Bandaríkjunum. Tónskáld, tónstjóri, kennari. Var rektor Listaháskóla íslands.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Þórdís Haraldsdóttir (1902-1989)

  • S02565
  • Person
  • 31. júlí 1902 - 28. des. 1989

Fædd og uppalin í Múlasýslu. Kvæntist Brynjólfi Sveinssyni frá Ásgeirsbrekku, menntaskólakennara á Akureyri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Nelson Gerrard

  • Person

Menntaskólakennari og fræðimaður í Árborg í Kanada. Fæst við ættfræði í hjáverkum.

Ágúst Sigurðsson (1938-2010)

  • S02569
  • Person
  • 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010

Ágúst fæddist á Akureyri 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson prestur, síðar vígslubiskup og María Ásgeirsdóttir húsfreyja. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1965. Hann var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal 1965. Var prestur í Möðruvallaprestakalli, í Vallanesi á Völlum, Ólafsvík og á Mælifelli í Skagafirði. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði, eða þar til hann lét af störfum. Hann stundaði fræða - og ritstörf, m.a. komu út fjórar bækur, Forn frægðarsetur. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 lauk Ágúst réttindanámi í dönsku kirkjunni.

Guðrún Pálína Helgadóttir (1922-2006)

  • S02568
  • Person
  • 19. apríl 1922 - 5. júlí 2006

Guðrún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson læknir og Guðrún Lárusdóttir húsfreyja. Guðrún ólst upp á Vífilsstöðum. Hún tók stúdentspróf frá MR árið 1941, kennarapróf 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1949 og doktorspróf frá háskólanum í Oxford 1968. Guðrún kenndi íslensku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í ellefu ár og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955; varð svo skólastjóri þar 1959 - 1982. Eftir Guðrúnu liggja ýmis rit, greinar og bækur. Hún þótti afburðakennari og var merkur brautryðjandi og baráttukona á sviði menntunar. Guðrún var um skeið formaður félags kvenna í fræðastörfum, Alfadeild og varð síðar heiðursfélagi og sat um tíma í stjórn Þjóðvinafélagsins. Guðrún giftist Oddi Ólafssyni lækni, þau skildu, en eignuðust son. Árið 1949 giftist hún Jóni Jóhannessyni prófessor, sem lést 1957, en þau eignuðust tvo syni. Þriðji eiginmaður Guðrúnar var Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri.

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

  • S02575
  • Person
  • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir (1878-1959)

  • S02586
  • Person
  • 18. nóv. 1877 - 2. jan. 1959

Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir, vinnuhjú á Frostastöðum í Blönduhlíð. Guðrún ólst upp á Þönglaskála við Hofsós hjá Árna Gíslasyni og Sigríði Pálsdóttur frá fimm ára aldri. Var svo í vistum á Ljótsstöðum, Frostastöðum og í Viðvík. Fór þaðan að Enni í Viðvíkursveit 1899 og varð bústýra Jóns Björnssonar sem síðar varð maður hennar. Þau fluttu í Bakka í Viðvíkursveit árið 1906 og bjuggu þar óslitið til 1955 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Guðrún og Jón eignuðust sjö börn.

Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka (1889-1974)

  • S02595
  • Person
  • 8. okt. 1888 - 11. júní 1974

Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka, f. 08.10.1889 í Hvammsvík í Kjós. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og Jakobína Jakobsdóttir. Gift Páli V.G. Kolka sem lengst af var læknir í Blönduóshéraði. Þau áttu 4 börn.

Sigurlaug Hallsdóttir (1906-1989)

  • S02596
  • Person
  • 21. jan. 1906 - 10. ágúst 1989

Fluttist til Hofsóss á öðru aldursári með foreldrum sínum, Halli Einarssyni sjómanni og Friðriku Jóhannsdóttur, frá Hóli á Skaga. Vann m.a. við síldarsöltun á Siglufirði. Síðast búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Pálmi Jónsson (1929-2017)

  • S02604
  • Person
  • 11. nóv. 1929 - 9. okt. 2017

Pálmi Jónsson, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæddist 11. 11.1929 á Akri, Austur-Húnavatnssýslu. D. á Vífilsstöðum 9.10. 2017. Foreldrar: Jónína Ólafsdóttir, f. 1886, húsfreyja á Akri, og Jón Pálmason, f. 1888, bóndi á Akri, alþingismaður, landbúnaðarráðherra og forseti sameinaðs þings. Maki: Helga Sigfúsdóttir, f. 1936, húsfreyja á Akri. Þau áttu þrjú börn. Ólst upp á Akri, lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum að Hólum árið 1948. Tók við búi á Akri 1953 og var þar bóndi til 1997. Kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi vestra árið 1967 og sat á Alþingi til ársins 1995. Landbúnaðarráðherra 1980-1983, var lengi í fjárlaganefnd Alþingis og formaður samgöngu- og allsherjarnefndar. Pálmi var virkur í félagsstörfum. Formaður Jörundar, FUS í Austur-Húnavatnssýslu, 1963-1964. Sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1962-1974. Í stjórn Rarik um áratuga skeið og sem formaður stjórnar 1978-1990. Sat í Hafnaráði 1984-1987. Í ríkisfjármálanefnd 1984-1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991-1993. Pálmi sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991. Hann var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992-1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands frá 1994-2000.

Guðsteinn Guðjónsson (1940-2017)

  • S02609
  • Person
  • 5. maí 1940 - 17. mars 2017

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. ,,Guðsteinn bjó til ársins 1991 á Tunguhálsi I og stundaði þar búskap. Flutti þaðan til Sauðárkróks og bjó þar til ársins 1996 og keypti þá Laugardal í Lýtingsstaðahreppi og bjó þar til ársins 2015. Síðast var hann búsettur að Lækjarbakka 11 á Steinsstöðum. Hann var mikill aðdáandi söngs og söng í karlakórnum Heimi og kirkjukór Lýtingsstaðahrepps. Hann var mikil refaskytta og byrjaði á grenjum aðeins 16 ára. Hann vann mikið við vörubílaakstur með búskapnum. Hann gegndi ýmsum nefnda- og félagsstörfum." Guðsteinn kvæntist 31. janúar 1965 Ingu Björk Sigurðardóttur frá Borgarfelli í Lýtingsstaðahreppi, þau eignuðust fjórar dætur.

Valgeir Guðjónsson (1929-1981)

  • S02610
  • Person
  • 17. jan. 1929 - 21. des. 1981

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. Bóndi og vörubifreiðastjóri á Daufá á Neðribyggð. Kvæntist Guðbjörgu Felixdóttur frá Húsey, þau eignuðust fjögur börn.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

  • S02611
  • Félag/samtök
  • 1948-

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.

Jón Einarsson (1876-1953)

  • S02612
  • Person
  • 30. okt. 1876 - 25. apríl 1953

Fæddur í Héraðsdal. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Héraðsdal og kona hans Dagbjört Björnsdóttir. Bóndi í Héraðsdal frá 1914-1922. Forðagæslumaður og sóknarnefndarmaður, í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps og formaður Lestrafélags Goðdalasóknar og bókagæslumaður. Lét af búskap vegna heilsubrests. Fluttist eftir það til Guðjóns sonar síns á Tunguhálsi og var fyrst um sinn í húsmennsku þar. Maki: Sigríður Sigurðardóttir, þau áttu einn son.

Skarðshreppur (1907-1998)

  • S02636
  • Corporate body
  • 1907-1998

Skarðshreppur var hreppur vestan til í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Skarð í Gönguskörðum, undir Tindastóli. Hreppurinn varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi var skipt í tvennt; Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp. Í Skarðshreppi voru þrjár sveitir: Yst er Reykjaströnd, undir Tindastól austanverðum. Þá eru Gönguskörð, fjalldalir sunnan Tindastóls og loks Borgarsveit, byggðarlagið sunnan Sauðárkróks. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Skarðshreppur 10 öðrum hreppum í Skagafirði og er nú hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði.

Vilhjálmur Guðmundsson (1922-2002)

  • S03383
  • Person
  • 06.01.1922-14.09.2002

Vilhjálmur Guðmundsson, f. á Refsteinsstöðum í Víðidal 06.01.1922, d. 14.09.2002 á Hvammstanga. Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Sigurvaldasdóttir og Guðmundur Pétursson. Viðhjálmur hóf búskap á Hraunum í Fljótum 1945 en flutti árið 1967 að Gauksmýri i Vestur-Húnavatnssýslu. Síðustu árin bjó hann á Hvammstanga.
Maki: Jónína Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörgum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn og ólu einnig upp barnabarn sitt, Jónínu Rakel Gísladóttur.

Kjartan Ragnars (1916-2000)

  • S02646
  • Person
  • 23. maí 1916 - 7. jan. 2000

Kjartan var fæddur á Akureyri 1916. Foreldrar hans voru Guðrún Johnson húsfreyja og Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1942 og árið 1949 varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður árið 1958. Árabilið 1942-1956 starfaði Kjartan í Fjármálaráðuneytinu; einnig var hann í stjórn Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Kjartan hlaut fræðimannastyrk Atlandsbandalagsins árið 1958 til rannsókna í París. Tveimur árum síðar var hann skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og Osló, en þar sat hann til 1970. Var hann deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu árið 1972 og sendifulltrúi 1983, en hann lét af störfum 1985 fyrir aldurs sakir. Kjartan kvæntist Ólafíu Þorgrímsdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Arnarneshreppur (1000-2010)

  • S03423
  • Félag/samtök
  • 1000-2010

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) ar hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var hann víðlendari en árið 1911 var honum skipti í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi. Hjalteyri tilheyrði hreppnum. Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárhrepps samþykkt í kosningum.

Niðurstöður 4251 to 4335 of 6397