Showing 6397 results

Authority record

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

  • S03167
  • Person
  • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Benedikt Halldórsson (1868-1951)

  • S03168
  • Person
  • 21.07.1870-26.10.1951

Benedikt Dagbjartur Halldórsson, f. að Miðhúsum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 21.07.1870, d. 16.101.1951 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Halldór Björnsson smiður og kona hans Margrét Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og missti móður sína 17 ára gamall. Fór hann þá með föður sínum til Reykjavíkur og stundaði smíðar og sjósókn á vertíðum á Suðurnesjum. Kom svo til Skagafjarðar og vann að byggingum. Byrjaði búskap á hálfri jörðinni Keldudal 1901 á móti tengdaföður sínum og bjó þar til 1922. Varð hann þá ráðsmaður hjá systur konu sinnar Sigurlaugu í Keldudal. Þau fluttu til Sauðárkróks 1931 og keypti hann þar húsið við Skagfirðingabraut 10. Benedikt tók þátt í ýmsum félagsstörfum og sat lengi í hreppsnefnd.
Maki gift 18.05.1900): Ragnheiður Sigurðardóttir (06.12.1877-03.08.1904).
Launbarn Benedikts með bústýru sinni, Sigurlaugu Sigurðurdóttur, alsystur Ragnheiðar, var Sigurður Benediktsson, f. 03.08.1905.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

  • S03170
  • Person
  • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

Páll Ragnarsson (1946-2021)

  • S02151
  • Person
  • 20.05.1946 - 29.01.2021

Sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar á Sauðárkróki. Tannlæknir á Sauðárkróki.

Lárus Jón Stefánsson (1854-1929)

  • S00742
  • Person
  • 17.09.1854-28.04.1929

Lárus Jón Stefánsson, f. í Vík í Staðarhreppi 17.09.1854, d. í Skarði 28.04.1929. Sonur Stefáns Einarssonar og Lilju Kristínar Jónsdóttur, síðast búsett í Vatnshlíð á Skörðum.
Lárus ólst upp með foreldrum sínum. Bóndi í Vatnshlíð 1883-1888 og í Skarði 1888-1929.
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, þau eignuðust fimm börn, þrjú þeirra komust á legg. Guðrún lést 1886.
Maki 2: Sigríður B. Sveinsdóttir, þau eignuðust 12 börn, 11 þeirra komust á legg. Auk þess átti Lárus tvo syni með Margréti Jónsdóttur (1862-1896), þeir dóu báðir ungir.

Árni Þorgrímsson (1882-1924)

  • S03172
  • Person
  • 13.10.1882-14.02.1924

Árni Þorgrímsson, f. 13.10.1882, d. 14.02.1924. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900), bóndi í Hofstaðaseli í Viðvíkurhreppi og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Árni ólst upp í Hofstaðaseli. Eftir ða faðir hans lést árið 1900 brá móðir hans búi. Hann var skráður vinnumaður í Hofstaðaseli árið 1910 og skráðru í Ásgeirsbrekkur árið 1920.
Maki: Sólveig Ólafsdóttir frá Skottastöðum.

Ásgrímur Þorgímsson (1879-

  • S03173
  • Person
  • 03.01.1879-?

Ásgrímur Þorgrímsson, f. 03.01.1879, dánardagur óljós. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900) bóndi í Hofstaðaseli og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Ásgrímur fór til Vesturheims frá Hofstaðaseli árið 1902.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Páll Þorgrímsson (1895-1969)

  • S002294
  • Person
  • 09.03.1895-28.06.1969

Páll Þorgrímsson, f. 09.03.1895, d. 28.06.1969. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Páls lést þegar Páll var fimm ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1922. Stundaði síðan vinnumennsku og lausamennsku á ýmsum stöðum næstu árin en vorið 1928 réðst hann í Hóla og vann á búinu. Árið 1930 tók hann svo við ráðsmennsku á Hólabúinu og gegndi því um fjögurra ára skeið. Vorið 1935 kvæntist hann Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal og hófu þau búskap þar sama ár og bjuggu óslitið til ársins 1969. Páll sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1954-1958, sýslunefndarmaður 1957-1969, gjaldkeri Sjúkrasamlags Hólahrepps um hríð og deildarstjóri Hóladeildar K.S um langt skeið. Páll og Dagbjört eignuðust ekki börn en tóku þrjú fósturbörn.

Stefán Þorgímsson (1885-1966)

  • S03174
  • Person
  • 14.05.1885-09.09.1966

Stefán Þorgrímsson, f. 14.05.1885. Bóndi á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1928-1944. Bjó þar með ráðskonu, Jóninnu Margréti Sveinsdóttur. Brá þá búi og fór að Hvammi í Hólahreppi. Síðast búsettur í Keflavík, skv. Íslendingabók.is.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.

Friðbjörn Jóhannes Friðbjörnsson (1874-1966)

  • S02166
  • Person
  • 22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Zóphonías Magnús Jónasson (1896-1983)

  • S03176
  • Person
  • 12.09.1896-02.04.1983

Zóphonías Magnús Jónasson, f. í Ökrum í Fljótum 12.09.1896, d. 02.04.1983. Foreldrar: Solveig Guðbjörg Ásmundsdóttir (1853-1921) og Jónas Jónasson (1853-1921). Þau bjuggu í Ökrum, Stóraholti og Molastöðum. Fluttu til Siglufjarðar er þau brugðu búi. Zóphonías var yngstur tíu systkina. Zophónías ólst upp á Ökrum til fjórtán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Stóraholti og tveimur árum síðar að Molastöðum. en gerðist bóndi á Molastöðum 1921-1923, flutti þá til Akureyrar. Vann þar við smíði laxastiga, að sprengja grjót og hlaða grjótkanta. Virku í starfi Framsóknarmanna.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja (1901-1983). Þau eignuðust fimm börn.

Hafliði Eiríksson (1895-1979)

  • S03177
  • Person
  • 07.07.1895-30.01.1979

Hafliði Eiríksson, f. að Nesi í Flókadal 07.07.1895 (6.7. skv. kirkjubók), d. 30.01.1979 í Reykjavík. Foreldrar: Eiríkur Ásmundsson, bóndi á Reykjarhóli á Bökkum og sambýliskona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum er lengst af bjuggu á Reykjarhóli á Bökkum. Fjórtán ára fór hann til sjós á hákarlaskip og var hálfan annan áratug á hákarlaskipum. Hafliði var ýmist til sjós eða vann að búi foreldra sinna þar til hann hóf sjálfur búskap. Hann var bóndi á Austara-Hóli 1924-1927, Minni-Reykjum 1928-1929, í Neskoti 1927-1928 og aftur 1929-1953. Þegar hann brá búi flutti hann til Akraness og vann þar aðallega við fiskvinnslu. Árið 1960 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó við Bergþórugötu 25 til dánardags. Starfaði hann þar nokkuð við smíðar.
Maki: Ólöf Anna Björnsdóttir (1895-1989) frá Sigríðarstöðum í Flókadal. Þa eignuðust eina dóttur og ólu upp Hafliða Frímannssonar frá Austara-Hóli í Flókadal og dótturson sinn Hafliða Kristjánsson.

Bogi Brynjólfsson (1883-1965)

  • S03178
  • Person
  • 22.07.1883 - 18.08.1965

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson prestur og fyrri kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir.
Stúdent í Reykjavík 1903 með 1. einkunn. Lögfræðipróf við háskólann í Kaupmannahöfn 1909 með 1. einkunn. Málflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík 1909. Dvaldist í Danmörku við lögfræðistörf 1911-1913. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1917-1918. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1918-1932. Stundaði síðan lögfræðistörf í Reykjavík.

Kona 1: Guðrún Árnadóttir (f. 1902). Þau skildu.
Kona 2: Sigurlaug Jóhannsdóttir (f. 1905).
Bogi átti einn son, Hauk Arnars Bogason (1919-2012)

Valtýr Hólmgeirsson (1921-1996)

  • S03179
  • Person
  • 31.07.1921-25.10.1996

Valtýr Hólmgeirsson var fæddur að Heiði á Langanesi 31. júlí 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 25. október 1996. Foreldrar Valtýs voru Hólmgeir Vilhjálmsson bóndi á Heiði og Ragnheiður Pétursdóttir húsfreyja. Valtýr kvæntist 7. júní 1952 eiginkonu sinni Steingerði Theodórsdóttur, f. 1. febrúar 1922, frá Akureyri. Þau eignuðust 4 börn. 1) Sólveig, f. 6. júní 1954 2) Bragi Davíð, f. 11. júlí 1956. 3) Ragnheiður, f. 11. desember 1959,. 4) Rósa, f. 16. janúar 1961. Valtýr vann við bústörf hjá foreldrum sínum fram til 1950, en fór þá að vinna við afgreiðslustörf hjá Pósti og síma á Raufarhöfn. 1. janúar 1953 tók hann við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á Raufarhöfn og gegndi því starfi til 1991 er hann lét af störfum vegna aldurs. Einnig var hann veðurathugunarmaður fyrir Veðurstofu Íslands á Raufarhöfn í rúm 43 ár.

Hrefna Sigmundsdóttir (1922-2013)

  • S03180
  • Person
  • 21.02.1922-16.04.2013

Hrefna Sigmundsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1922 og lést 16. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg. Fósturforeldrar Hrefnu voru Páll Bjarnason skólastjóri, f. 26. júní 1884, , og kona hans Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. júlí 1889. Hrefna var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var á níunda árinu. Maður Hrefnu var Karl Guðmundsson verkstjóri, kjötmatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1907, d. 11. september 1993. Börn þeirra:

  1. Páll Karlsson trésmiður, f. 25. apríl 1958. Kona hans er Elva Önundardóttir.
  2. Guðmundur Dýri Karlsson verktaki, rekur fyrirtækið Fasteignaviðhald, f. 3. janúar 1959. Kona hans er Magnea Þuríður Ingvarsdóttir.
  3. Sigrún Sif Karlsdóttir kennari, f. 31. júlí 1964. Maður hennar er Már Guðlaugsson.
    Hún var fósturbarn Dýrfinnu Gunnarsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar skólastjóra 1934 og síðar. Eftir lát Páls 1938 fluttust Dýrfinna og Hrefna í til Reykjavíkur, bjuggu í fyrstu í Skerjafirði, fluttu 1946 að Sundlaugarvegi 7 .

Guðrún Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1893-1974)

  • S03181
  • Person
  • 14.08.1893 - 30.09.1974

Guðrún Þorgbjörg var fædd í Eyhildarholti í Hegranesi, Skag. Dóttir hjónanna Sigurjóns Marteinssonar bónda í og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsfreyju. Guðrún var vinnukona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Þorbjörg Guðrún skv. Skagfirðingabók.

Verslun Pálma Péturssonar

  • S03182
  • Privat company

Verslun Pálma Péturssonar var rekin í Sæborg við Aðalgötu 8 á Sauðárkróki. Pálmi Pétursson verslunarmaður rak búðina og undir það síðasta fékk hann hjálp frá fóstursyni sínum Eysteini Bjarnasyni við reksturinn.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Jón Guðmundsson (1900-1988)

  • S02642
  • Person
  • 03.09.1900-30.10.1988

Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.

Heilsuhælisfélag Norðurlands (1924-)

  • S03185)
  • Organization
  • 22.02.1924-

Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri þann 22.02.1924. Tilgangur þess var ða beitast fyrir því að reist yrði heilsuhæli á Norðurlandi. Á stofnfundi gengu 340 manns í félagið og hófst almenn fjársöfnun skömmu síðar.
Fyrstu stjórn félagsins Ragnar Ólafsson, formaður, Böðvar Bjarkason, féhirðir, Kristbjörg Jónatansdóttir, ritari, Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsso og Vilhjálmur Þór.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Organization
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Sigurður Björnsson (1865-1939)

  • S03187
  • Person
  • 04.02.1865-29.11.1939

Sigurður Björnsson, f. á Hofsstöðum 04.02.1865, d. 29.11.1939 í Hofsstaðaseli. Foreldrar: Björn Pétursson, bóndi og hreppsstjóri á Hofsstöðum og fyrri kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Sigurður óst upp hjá foreldrum sínum og vann svo að búi föður síns og stjúpu, þar til hann reisti sjálfur bú. Bóndi á Syðri-Brekkum 1899-1903, Hofstaðaseli hálfu 1903-1939.
Maki: Konkordía Stefánsdóttir (13.06.1875-25.01.1961). Þau eignuðust eina dóttur.

Jóhannes Bjarnason (1896-1944)

  • S03188
  • Person
  • 19.08.1896-24.04.1944

Jóhannes Bjarnason, f. á Þorsteinsstöðum í Tungusveit 19.08.1896, d. 24.04.1944 á Sauðárkróki. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson bóndi í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit og kona hans Elín Finnbogadóttir. Jóhannes naut venjulegrar barnafræðslu og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau fluttu að Ytri-vartárdal 1915. Árið 1920 keypti Finnbogi, bróðir Jóhannesar, jörðina Merkigil og kom Jóhannes síðar inn í þau kaup og var skráður bóndi þar frá 1923. Bjó þar þangað til hann lést árið 1944 og hafði þá verið með krabbamein í nokkur ár.
Maki: Monika Sigurlaug Helgadóttir (25.11.1901-10.06.1988). Þau eignuðust átta börn. Monika bjó áfram á Merkigil eftir að Jóhannes lést.

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir (1869-1953)

  • S03189
  • Person
  • 10.09.1869-21.02.1953

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10.09.1869, d. 21.02.1953. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir á Mannskaðahóli. Rannveig ólst upp með foreldrum sínum á Mannskaðahóli. Var síðan vinnukona, m.a. á Hrauni í Unadal og fluttist þaðan að Hrauni í Sléttuhlíð er hún gistist Jóni, en fyrri kona hans var alsystir hennar. Eftir að Jón drukknaði leystist heimilið upp og börnin fóru í fóstur á ýmsa staði, nema yngsta dóttirin, sem fylgdi móður sinni. Fór hún í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum í Sléttuhlíð. Þegar Stefanía, dóttir hennar, byrjaði búskap á Hrauni árið 1918 fluttist Rannveig til hennar og dvaldist hjá henni til dauðadags að undanskildum tveimur árum sem hún dvaldi á Svaðastöðum.
Maki: Jón Zóphonías Eyjólfsson (10.09.1868-01þ06þ1910. Hann drukknaði 41 árs er bátur hvölfdi með hann á Sléttuhlíðarvatni. Hann átti eitt barn með fyrr konu sinni, sem dó í bernsku og sjö börn með Rannveigu. Þrjú þeirra dóu í bernsku.

Ólöf Konráðsdóttir (1890-1956)

  • S03190
  • Person
  • 16.03.1890-16.03.1956

Ólöf Konráðsdóttir, f. á Ysta-Hóli 16.03.1890, d. 16.03.1956 á Tjörnum. Foreldrar: Konráð Jón Sigurðsson bóndi á Ysta-Hóli og kona hans Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum, elst fjögurra systra. Um tveggja ára skeið lærði hún karlamannafatasaum og hannyrðir á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufiri. Fékkst hún mikið við saumaskap eftir það.
Maki: Ásgrímur Halldórsson (27.2.2886-21.02.1960), bóndi á Tjörnum. Þau eignuðust sjö börn.Tvö dóu í bernsku. Auk þeirra ólu þau upp fósturbörnin Guðna Kristján Hans Friðríksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Guðni Friðriksson (1928-1963)

  • S01736
  • Person
  • 29.08.1928-22.03.1963

Guðni Kristján Hans Friðriksson, f. 29.08.1928, d. 22.03.1963. Sonur Friðriks Ingvars Stefánssonar b. í Nesi í Flókadal, síðar búsettur á Siglufirði og fyrri konu hans, Guðnýjar Kristjánsdóttur. Móðir hans lést rúmum 10 dögum eftir að hann fæddist. Fósturforeldrar: Ásgrímur Halldórsson og Ólöf Konráðsdóttir á Tjörnum í Sléttuhlíð. Frá 12 ára aldri var hann fóstraður í Víðinesi í Hjaltadal, fluttist þaðan til Vestmannaeyja árið 1947. Drukknaði af mótorbátnum Erlingi IV, Ve 45. Ókvæntur og barnlaus.

Solveig Halldórsdóttir (1898-1989)

  • Person
  • 08.01.1898-31.08.1989

Solveig Halldórsdóttir, f. 08.01.1898, d. 31.08.1989. Foreldrar:

  1. jan. 1898 - 31. ágúst 1989
    Húsmóðir á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, síðast búsett á Akureyri.

Björg Sveinsdóttir (1890-1959)

  • S03191
  • Person
  • 06.02.1890-24.05.1959

Björg Sveinsdóttir, f. í Háagerði á Höfðaströnd 06.02.1890, d. 24.05.1959 í flugslysi.
Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi í Háagerði og kona hans Anna Símonardóttir. Björg fór ung í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Símonardóttur og eiginmanns hennar Guðbjóns Vigfússonar, að Grundaraldni í Unadal. Þar ólst hún upp og dvaldi til 25 ára aldurs, er hún giftist Jóni. Tók hún við búsforráðum á Heiði vorið eftir.
Maki: Jón Guðnason (11.12.1888-24.05.1959). Þau eignuðust sjö börn.

Verónika Franzdóttir (1896-1988)

  • S02588
  • Person
  • 14. mars 1896 - 14. maí 1988

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Zóphónías Halldórsson (1845-1908)

  • S02137
  • Person
  • 11.06.1845-03.01.1908

Zóphónías Halldórsson, f. í Brekku í Svarfaðardal. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson (1816-1881) bóndi í Brekku og kona hans Guðrún Björnsdóttir (1800-1857). Zóphónías lærði undir skóla hjá sr. Páli Jónssyni sálmaskáldi á Völlum í Svarfaðardal. Hann varð stúdent í Reykjavík 1873 og cand theol. 1876. Honum voru veittir Goðdalir 1876 og Viðvík 1886. Settur prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1889 og skipaður ári síðar. Var prestur í Viðvík og prófastur til æviloka. Ásamt Hjörleifi Einarssyni beitti hann sér fyrir stofnun Prestafélags hins forna Hólastiftis 1898 og var formaður þess frá stofnun til æviloka. Var formaður Kaupfélags Skagfirðinga frá 1889-1890. Stofnaði ýmis félög í heimasveit sinni og héraðinu, m.a. Lestrarfélag presta í Skagafjarðarsýslu, Lestrarfélag Viðvíkurhrepps, Búnaðarfélag Viðvíkurhreppps. Einnig stofnaði hann kristilegt ungmennafélag í prestakalli sínu. Var hreppsnefndaroddviti frá 1894-1904, sýslunefndarmaður frá 1898-1904. Var kennari við Hólaskóla nokkur síðustu árin og einnig fyrirlesari. Stundaði smáskammtalækningar og starfaði mikið að bindindismálum. Hlaut Riddarakross Dannebrogs 1905. Ritaði í Tíðindi prestafélags Hólastiftis og greinar í Kirkjublaðið, Nýja kirkjublaðið og Bjarma.
Maki: Jóhanna Soffía Jónsdóttir (1855-1931) frá Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjá syni.

Svavar Ellertsson (1911-1992)

  • S02840
  • Person
  • 11. jan. 1911 - 18. júlí 1992

Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.

Sveinn Ellertsson (1912-1983)

  • S01530
  • Person
  • 4. okt. 1912 - 14. apríl 1983

Mjólkurbússtjóri í Blönduósshreppi. Kvæntist Ölmu Ellertsson.

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

  • S03197
  • Person
  • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

  1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940

Pétur Zóphóníasson (1879-1946)

  • S03194
  • Person
  • 31.05.1879-21.02.1946

Pétur Zóphoníasson, f. í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi 31.05.1879, d. 21.02.1946. Foreldrar: Zóphonías Halldórsson (1845-1908), þá prestur í Goðdölum og síðar prófastur i VIðvík og kona hans Jóhanna Jónsdóttir (1855-1931frá Víðivöllum í Skagafirði. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og naut þar ágætrar fræðslu föður síns. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1898. Í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1898-1900. Verslunarmaður í Reykjavík og bankaritari i Landsbankanum 1900-1909. Ritstjóri Templars 1904-1909 og aftur 1923-1925 og ritstjóri Þjóðólfs 1910-1911. Var við verslunarstörf næstu ár. Fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-1943. Endurskoðandi Reykjavíkurbæjar um hríð og í niðurjöfnundarnefnd Reykjavíkur í 8 ár. Starfaði mikið að bindindismálum á vegum Stórstúku Íslands frá 1905 til æviloka og var stórtemplar 1930-1931. Aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og varð oft skákmeistari Íslands. Var og heiðursfélagai í Skáksambandi Íslands , Taflfélags Reykjavíkur og stúkunnar Verðandi. Lagði stund á ættfræðirannsóknir frá unglingsárum til æviloka.
Af ritstörfum hans má m.a. nefna: Kennslubók í Skák (1906), Ættir Skagfirðinga 1910 (1914)Víkingslækjarætt (1940-1943) o.fl.
Maki. Guðrún Jónsdóttir (1886-1936) frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þau eignuðust 10 börn er upp komust.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

  • S02109
  • Organization
  • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Halldóra Bergsdóttir (1891-1914)

  • S03198
  • Person
  • 19.10.1891-03.12.1914

Halldóra Bergsdóttir, f. 19.10.1891, d. 03.12.1914. Móðir: Ingibjörg Gísladóttir (1864-1935). Skráð á Knappstöðum í Fljótum 1901 og vinnukona í Helgahúsi í Hvanneyrarsókn 1910.
Kvittun sem liggur í skjalasafni sýslunefndar bendir til að hún hafi látist úr berklum á Vífilstöðum.

Guðmundur Stefánsson (1867-1927)

  • S03199
  • Person
  • 18.01.1867-12.09.1927

Guðmundur Stefánsson, f. að Miðsitju í Blönduhlíð 18.01.1867, d. 12.09.1927 í Minni-Brekku í Fljótum. Foreldrar: Stefán Sigurðsson (1827-1904), síðast bóndi í Minni-Brekku og kona hans Guðríður Gísladóttir (1831-1911). Guðmundur dvaldi hjá foreldrum sínum þangað til hann reisti sjálfur bú í Minni-Brekku með konu sinni. Bjuggu þar 1895-1927, er Guðmundur lést, fyrst á móti foreldrum sínum og síðar móður hans. Guðmundur stundaði sjóróðra vor og haust meðfram búskapnum. Hann sat í hreppsnefnd Holtshrepps um skeið. Guðmundur var mikill fræðaþulur og mjög skáldmæltur. Hann flíkaði ekki kveðskap sínum en margt af honum lærðu samferðamenn og skráðu niður.
Maki (g.1895): Ólöf Pétursdóttir (09.05.1872-27.09.1952) frá Sléttu. Þau eignuðust 4 börn sem upp komust.

Guðmundur Bergsson (1871-1961)

  • S03200
  • Person
  • 11.01.1871-06.04.1961

Guðmundur Bergsson, f. 11.01.1871, d. 06.04.1961 á Þrasastöðum í Stíflu. Foreldrar: Bergur Jónsson (f. 1836) bóndi á Þrasastöðum og kona hans Katrín Þorfinnsdóttir (f. 1833). Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum á Þrasastöðum. Ár 1898 tóku hann og kona hans við búsforráðum á Þrasastöðum. Guðmundur var smiður góður og vefari. Árið 1908 brann bærinn til kaldra kola og drápust 4 kýr í fjósi. Olli það miklum búsyfjum á barnmörgu heimili.
Maki (g. 22.05.1897): Guðný Jóhannsdóttir frá Sléttu (08.12.1876-22.03.1917). Þau eignuðust átta börn sem upp komust en misstu fjögur börn í æsku.

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)

  • S03202
  • Person
  • 1841-1916

Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.

Páll Ágúst Þorgilsson (1872-1925)

  • S03203
  • Person
  • 09.09.1872-15.02.1925

Páll Ágúst Þorgilsson, f. á Kambi í Deildardal 09.09.1872, d. 15.02.1925. Foreldrar: Þorgils Þórðarson, bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þar námi. Reisti bú á Stafni í Deildardal 1897, bóndi þar til 1905, á Brúarlandi frá 1905 til æviloka.
Maki: Guðfinna Ásta (29.06.1873-09.05.1959). Þau eignuðust 7 börn sem upp komust. Auk þess eignaðist Páll tvö börn utan hjónabands með Pálínu Sumarrós Pálsdóttur, mágkonu sinni.

Halldór Þorleifsson (1871-1937)

  • S03204
  • Person
  • 18.09.1871-14.04.1937

Halldór Þorleifsson, f. að Krossi í Óslandshlíð 18.09.1871, d. 14.04.1937 að Miklabæ í Óslandshlíð. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi á Miklabæ og kona hans Elísabet Magnúsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum og bjó með þeim, en gerðist sjálfstæður bóndi eftir að hann kvæntist. Bóndi að Nautabúi í Hjaltadal 1904-1905 og Miklabæ 1905-1937.
Maki (gift 1903): Ingibjörg Jónsdóttir, (10.01.1874-16.03.1942). Þau eignuðust 4 börn og 2 þeirra dóu ung.

Results 4761 to 4845 of 6397