Skjalasafn Steinunnar Sigurjónsdóttur í Hátúni á Langholti. Gögnin eru samsafn af hennar persónulegu gögnum, bréfum og bókhaldi, ásamt gögnum barna hennar. Steinunn hefur haldið utan um gögn barna sinna frá grunnskólagöngu þeirra og fram á fullorðinsár og eru þau þess vegna skráð með hennar eigin gögnum.
Skjalasafnið inniheldur óútfyllt heiðursskjöl, bækur, fána, fjölrit, ljósmyndir, bankabækur, ávísanahefti og ýmis bókhaldsgögn úr fórum Sambands skagfirskra kvenna frá árunum 1980-2013.
Gögnin skiptast annars vegar í persónuleg gögn og hins vegar í gögn Fiskifélagsdeildar Hofshrepps á Hofsósi. Gögn fiskifélagsdeildar Hofshrepps innihalda fundargerðir (bók og á lausum síðum) og uppkast að lögum. Persónulegu gögnin innihalda ljósmyndir, sígarettumyndir, samúðarskeyti, sendibréf, hjónavígslubréf og vitnisburð um einkunnir í skóla.
Gögn um Jón Arnbjörnsson vinnumann á Svaðastöðum í Viðvíkursveit, Skagafirði. Ljósmynd, nafnskírteini og vísa ort um Jón. Með fylgir greinargerð um Jón eftir Pálma Rögnvaldsson.
Um er að ræða vitnisburð um landamerki Reykja í Tungusveit sem gefin var af Arngrími Jónssyni árið 1651 og vottaður af Magnúsi Jónssyni og Þórólfi Jónssyni 1657. Um þetta bréf hefur dr. Einar G. Pétursson ritað grein í ritinu Brageyra léð Kristjáni Eiríkssyni sextugum sem kom út árið 2005. Greinin heitir "Skagfirskt bréf frá 17. öld".
Fundargerðabók prófasta í firðinum. Fjallað um störf presta. Fagraneskirkju og Sjávarborgarkirkju var verið að leggja niður á þessum tíma. Bygging Sauðárkrókskirkju í bígerð. Prestar að koma bólusetningu yfir í læknastarfið. Margar góðar heimildir.
Ljóðabálkur eftir Gunnar Einarsson í Bergskála um stórbrunann mikla á Hellulandi árið 1928. Þrjár vélritaðar síður og ein handskrifuð nafnaskrá, óvíst um upprunann og hvenær það barst safninu en greinilega er skjalið búið til eftir daga Gunnar.
Gögn er varðar Barnaskólann á Sauðárkróki frá 1914 til 1951, flest með hendi Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra. Einnig gögn er varðar "Ungmennaskóla Sauðárkróks".
Bréfasafn Sigurðar, ásamt nokkrum bréfum til eiginkonu hans og foreldra. Einnig ýmis persónuleg gögn og gögn sem varða opinber störf Sigurðar á Sauðárkróki.
Yfirlit yfir börn fædd í Mælifellsprestakalli á árunum 1957-1959 og hefti með yfirliti yfir þau börn sem Sólborg Hjálmarsdóttir ljósmóðir í Sölvanesi tók á móti á árunum 1938-1971.
Skjöl úr fórum Gunnars Oddssonar í Flatatungu á Kjálka. Gamlar bækur, tímarit ungmennafélagsins Framfarar og gögn Veiðifélags Skagfirðingar Héraðsvatnadeildar. Gögnin voru afhent úr dánarbúi Gunnars.
Skjalasafnið inniheldur bókhaldsgögn, bréf, gögn varðandi félagsheimili, fundagögn, gögn varðandi málaferli v. Eyjafjörð, skólamál skýrslur, útgefin blöð og gögn um sjúkrasamlag, elli- og örorkubætur.
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.