Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 190 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Only top-level descriptions Skagafjörður
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Ungmennafélag Holtshrepps

  • IS HSk E00013
  • Safn
  • 1919 - 1971

Gögn Ungmennafélags Holtshrepps, Fljótum í Skagafirði, frá 1919 til 1971. Í safninu eru alls sex bækur, fjórar fundagerðabækur, frá 1919 - 1964, ein bók með efnahagsreikningum félagsins, fyrir tímabilið 1935-1948 og bók með félagatali og lögum félagsins, dags.1919 - 1949.

Ungmennafélag Holtshrepps

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • IS HSk E00034
  • Safn
  • 1915 - 1972

Innbundnar og handskrifaðar bækur, fundagerðabók, dagbók og lítið notuð bókhaldsbók. Í safninu er einnig vélrituð og handskrifuð pappírsgögn, reikningur og bókhaldskvittanir. Einnig var á meðal skjalanna og bókanna persónuleg gögn úr db. Egils Helgasonar. Safnið er alt vel læsilegt og ágætlega varðveitt og margt áhugavert sem hægt er að lesa í fundagerðum félagsins og í dagbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Búnaðarfélag Fellshrepps

  • IS HSk E00043
  • Safn
  • 1912 - 1974

Bók harðspjalda og handskrifuð Jarðamælingabók í nokkuð góðu ástandi en límmiði á kili. Fundagerðabók harðspjalda í góðu ástandi ásamt bréfum og reikningum félagsins.

Búnaðarfélag Fellshrepps

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • IS HSk E00045
  • Safn
  • 1907 - 1974

Þrjár bækur í góðu ástandi og pappírsgögn í viðkvæmu ástandi.
Samkvæmt gögnum er talið að félagið hafi verið stofnað 1938 og sameinast svo samkvæmt lögum Búnaðarfélagi Íslands 24.04.1974 og eignum félagsins ráðstafað þannig að sjóðurinn verði í vörslu hreppsnefndar en vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félagasvæðinu.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps

  • IS HSk E00046
  • Safn
  • 1919 - 1974

Gögnin innihalda rekstur félagsins, lög, fundagerðir og skýrslur eru vel læsilegar og segja sögu félagsins. Bækur er nokkuð góðar en
þó viðkvæmar, los á blaðsíðum og gulnuð blöð en ein blaðsíða er laus. Nöfn, heimili og búpeningu er hér nefndur. Félagsmenn eru skráðir. Útigöngu og vinnuhross skráð svo og ær, lömb, kálfar, veturungar og naut. Fóðurkaup og skýrsluskráning.

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00118
  • Safn
  • 1950-1974

Engin gögn eru í safninu sem segja til um stofnun eða starfsemi Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps, Í safninu eru forprentaðar skýrslur í A3 stærð með handskrifuðum upplýsingum um sauðfjárrækt í Hólahreppi á tímabilinu 1950-1974. Þetta eru sauðfjárræktarskýrslur, yfirlitsskýrslur og hrútaskýrslur. Safnið var allt flokkað eftir ártali og skýrslurnar voru í broti sem var látið halda sér. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og eru vel læsileg.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • IS HSk E00028
  • Safn
  • 1926 - 1976

Tvær innbundnar bækur og handskrifaðar sem innihalda fundargerðir og félagatal frá Ungmennafélaginu Glóðafeyki á tímabilinu 1926-1976.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

Magnús Kr. Gíslason: Skjalasafn

  • IS HSk N00019
  • Safn
  • 1906 - 1976

Ýmis skjalgögn frá Magnúsi Kr. Gíslasyni, Vöglum. Bréf, bókhald, kveðskapur, hreppsgögn o.fl.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

Búnaðarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00057
  • Safn
  • 1945 - 1976

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ásigkomulagi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

Kvenfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00084
  • Safn
  • 1950 - 1977

Harðspjalda handskrifuð bók með grænni kápu og er í lélegu ástandi. Mikið los á blaðsíðum og þær rifnar en læsilegar. Kápa laus frá bók að nánast öllu leiti en hangir rétt saman á þræði.

Kvenfélag Hólahrepps

Kristmundur Bjarnason: Skjalasafn

  • IS HSk N00081
  • Safn
  • 1970-1978

Nokkur eintök af héraðsblaðinu Vettvangur frá árinu 1978 og eitt eintak af Ný útsýn sem Alþýðubandalagið gaf út árið 1970.

Kristmundur Bjarnason (1919-2019)

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • IS HSk E00029
  • Safn
  • 1934 - 1978

Tvær innbundnar bækur sem innihalda fundargerðir, félagatal, lög félagsins og reikningshald.

Búnaðarfélag Holtshrepps

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • IS HSk E00063
  • Safn
  • 1908 - 1978

Bækur frá Ungmennafélagi Hegra eru í misgóðu ástandi. Þær lýsa því félagstarfi sem átti sér stað í félaginu, en það var stofnað 30.05. 1908 af 12 félagsmönnum.Í fyrstu fundargjörðabók eru lög félagsins, skuldbindingaskrá og reglugjörð samin fyrir glímuverðlaunapening U.M.F " Hegri".

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • IS HSk E00105
  • Safn
  • 1909 - 1979

Gögnin lýsa því starfi sem fram fór í félaginu, aðalfunda - reikninga - og skýrslubækur, bókaskrár, reikningar og útlán safnsins. Gögnin eru heilleg en hafa verið hreinsuð af bréfaklemmum, heftum, umslögum og auka afritum. Pappírsgögnin eru látin halda sér í þeirri röð eins og þau lágu í upphafi.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

Pétur Jóhannsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00025
  • Safn
  • 1969-1980

Aðallega gögn Útgerðarfélagsins Nafar h.f., en einnig skjöl varðandi Sparisjóð Hofshrepps, Hraðfrystihússins Hofsósi og Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f.

Pétur Jóhannsson (1913-1998)

Hestamannafélagið Stígandi

  • IS HSk E00023
  • Safn
  • 1945 - 1980

Blönduð gögn Hestamannafélags Stíganda Fundagerðabækur, Hrossadómar, Mynd. Gögn í misgóðu ástandi.

Hestamannafélagið Stígandi

Fjárræktarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • IS HSk E00100
  • Safn
  • 1973 - 1982

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarfélag Lýtingsstaðahrepps

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • IS HSk E00062
  • Safn
  • 1912 - 1984

Fundagerðabækur eru harðspjalda handskrifaðar bækur en í elstu upprunalegu gjörðabók hefur hún verið límd inn í nýja kápu og sú bók í góðu ástandi, hin bókin er einnig í góðu ástandi. Reikningabækur eru persónugreinanlegar og fjalla um persónuleg viðskipti bænda, þeirra inn - og úttekið, nöfn bænda og heimilsfang. Þær bækur eru í viðkvæmu ástandi. Pappírsgögn er lágu í safni og eru látin halda sér eins og þau komu fyrir í safni og eru í ártalaröð.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

Mjólkurflutningafélag Fljóta- og Fellshrepps (Afhending 1998)

  • IS HSk E00086
  • Safn
  • 1974 - 1985

Harðspjalda handskrifaðar bækur í góðu ástandi um starfsemi félagsins og ein handskrifuð fundagerð 1977.
Í örk Item 3, er líka settur handskrifður miði er fylgdi safni og segir að Sigmundur Jónssson Vestara Hóli afhenti 4. 10. 1998.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

Friðrik Á. Brekkan: Skjalasafn

  • IS HSk N00337
  • Safn
  • 1971-1986

Skjalasafnið inniheldur: Ljósmyndir, bréf, greinargerð, fréttabréf, ferðaþjónustu bækling og umslög.
Myndirnar eru teknar í tíð Friðriks sem Félagsmálastjóri Sauðárkróksbæjar á árunum 1979-1982.

Friðrik Ásmundsson Brekkan (1951-

Ungmennafélag Höfðstrendinga

  • IS HSk E00019
  • Safn
  • 1908 - 1987

Ýmis gögn Ungmennafélagsins Höfðstrendinga eru í þessu safni s.s bókhald, bréfasafn, fundagerðabækur, sveitablaðið Félaginn 2 árg, ( D-A-c ). Harðspjaldabók um leikritið Henrik og Pernille eftir Ludvig Holberg, Baron of Holberg (3 December 1684 – 28 January 1754) skrifað 1724, en þýðandi Lárus Sigurbjörnsson ( D-A-a ) ásamt fleiri áhugaverðum gögnum. Gögnin eru flokkuð í hverju skipulagi eftir ártali, elstu gögn neðst en þau yngstu efst.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00035
  • Safn
  • 1889 - 1988

Innbundnar bækur frá Búnaðarfélagi Staðarhrepps. allar með plast límmiða á kili og í góðu læsilegu ástandi.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

Búnaðarfélag Skefilsstaðahrepps

  • IS HSk E00047
  • Safn
  • 1934 - 1988

Tvær harðaspjalda handskrifuð bækur um fundagerðir og bókhald félagsins. Ekki kemur fram í bókum uppruna né framtíð félagsins. En þær eru í góðu lagi.

Búnaðarfélag Skefilstaðarhrepps

Hestamannafélagið Stormur/Svaði

  • IS HSk E00080
  • Safn
  • 1974 - 1988

Handskrifuð harðaspjalda fundarbók í góðu ástandi segir t.d. frá stofnun félagsins og breytingu á nafni þess.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00094
  • Safn
  • 1952 - 1989

Harðspjalda handskrifuð Gjörðabók segir frá stofnfundi félagsins og þeirri starfsemi er var í félaginu. Í bókina er lítið skrifað og hún er í góðu ásigkomulagi. Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hafa verið hreinsuð af plastblöðum sem voru milli ártala.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

Fjárræktarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00092
  • Safn
  • 1974 - 1990

Yfirlitsskýrslur um sauðfé. Perónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Hólahrepps

Skátafélagið Eilífsbúar

  • IS HSk E00134
  • Safn
  • 1961 - 1990

Í safninu er 1 innbundin fundagerðabók, annars er mest af forprentuðum, vélrituðum og ljósrituðum skjölum. Um er að ræða starfsáætlanir, söngtexta, ársskýrslur, formleg bréf og erindi, ræða, símskeyti, gjafabréf og mun fleira. Safnið er allt vel læsilegt og í góðu ásigkomulagi. Það var hreinsað af heftum, bréfaklemmum og gúmmíteygju í safninu var ein mappa í A5 stærð með millispjöldum, í henni var félagaskrá, mappan og millispjöld var fjarlægt úr safninu. Tvö nákvæmlega eins afmælisblöð voru í safninu, annað var tekið úr.
Það er mikið af perónugreinanlegum gögnum í safni A-C, A-D og A-E, þau voru sett efst í öskjuna sem vert er að taka úr safni áður en það er skoðað.

Skátafélagið Eilífsbúar

Erla Gígja Þorvaldsdóttir: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00347
  • Safn
  • 1870-1990

Ljósmyndir úr búi Erlu Gígju Þorvaldsdóttur og Jónasar Þór Pálssonar. Mannamyndir og mannlífsmyndir.

Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)

Fjárræktarfélag Seyluhrepps

  • IS HSk E00095
  • Safn
  • 1973 - 1990

Í safninu eru forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Seyluhrepps. Töluvert var af skýrslum sem voru prentaðar í tvíriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslunum var raðað eftir ártali og var það skipulag látið haldast nánast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Gögnin að öðru leyti haldast eins og þau voru.

Fjárræktarfélag Seyluhrepps

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • IS HSk E00088
  • Safn
  • 1974 - 1990

Persónugreinanlegar yfirlitsskýrslur um fjárrækt bænda og einkunnir hrúta. Gögnin koma úr möppu sem er hreinsuð burt og plastspjöld einnig, gögnin eru látin halda sér eins og þau voru sett í uppruna.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

Árni Blöndal: Skjalasafn

  • IS HSk N00022
  • Safn
  • 1890-1990

Ljósmyndir og skjöl sem tengjast austur Húnavatnssýslu og Skagafirði.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

  • IS HSk E00099
  • Safn
  • 1974 - 1990

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum. Ein skrá um hrúta sem verða notaðir 1984 - 1985.

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

Fjárræktarfélag Rípurhrepps

  • IS HSk E00098
  • Safn
  • 1976 - 1990

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarafélag Rípurhrepps

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • IS HSk E00089
  • Safn
  • 1974 - 1991

Persónugreinanlegar yfirlitsskýrslur um fjárrækt bænda og einkunnir hrúta. Gögnin koma úr möppu sem er hreinsuð burt og plastspjöld einnig, gögnin eru látin halda sér eins og þau voru sett í uppruna.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

Sveitarfélagið Skagafjörður: Skjalasafn

  • IS HSk N00155
  • Safn
  • 1946-1991

Samningar og gögn er varða félagsheimilin í Rípurhrepp, Seyluhrepp, Haganeshrepps, Skefilsstaðahrepps og Hofsóshrepps.

Sveitarfélagið Skagafjörður

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • IS HSk E00070
  • Safn
  • 1950 - 1991

Safnið inniheldur tvær innbundnar bækur, fundagerða- og fjárbók. Í safninu eru líka forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Fellshrepps. Nokkrar skýrslur voru í tví- og þríriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslur voru raðaðar eftir ártali og var það skipulag látið haldast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Að öðru leyti haldast gögnin eins og þau voru. Bækurnar og skýrslurnar hafa varðveist vel og eru í góðu ásigkomulagi, Gjörðabókin er með línustrikuðum blaðsíðum og handskrifuðum fundagerðum, ekki er skrifað nema í hluta af henni. Fjárbókin er með forprentuðu formi fyrir fjárskýrsluhald og með handskrifuðum upplýsingum um hrúta og ær úr hreppnum og er aðeins notuð að hluta til. Í bókinni eru einnig ýmis lausblaða skýrsluform fyrir fjárrækt og útprentuð tafla yfir kjötprósentu lamba.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • IS HSk E00093
  • Safn
  • 1980 - 1991

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg.

Fjárræktarfélag Hofshrepps

Ungmennafélagið Æskan í Staðarhreppi (1905-)

  • IS HSk E00026
  • Safn
  • 1905 - 1991

Askjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Fjárræktarfélag Akrahrepps

  • IS HSk E00090
  • Safn
  • 1973 - 1991

Í safninu eru forprentuð pappírsgögn með tölvuútprentuðum skýrslum um hrúta, veturgamlar ær, hrútadóma og ásett hrútlömb í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Akrahrepps, félagið skiptist í Fjárræktarfélögin Kára og Frosta - eftir staðsetningu bæja innan hreppsins. Skýrslurnar voru ekki sorteraðar eftir heiti félags en þau eru aðgreind sérstaklega á skýrslunum. Töluvert var af skýrslum sem voru prentaðar í tvíriti eða ljósritað. Afritin voru tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslunum var raðað eftir ártali og var það skipulag látið haldast nánast óbreytt, sumt þurfti að setja við rétt ártal. Safnið var geymt í möppu og voru millispjöld tekin úr og hefti hreinsuð úr.

Fjárræktarfélag Akrahrepps

Rögnvaldur Jónsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00282
  • Safn
  • 1906-1991

Framför 2. tbl, Markarskrár 7 stk, prentaðar sýslufundagjörðir 15 stk, Geisli 1 tbl, fjallaskilareglugjörð, tímaritið Tindastóll 16 tbl, Glóðafeykir, 4.-25. hefti, Félagsmannatal Kaupfélags Skagfirðinga.

Rögnvaldur Jónsson (1908-2003)

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • IS HSk E00017
  • Safn
  • 1903 - 1993

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnuð 12. febrúar. 1898. Fyrsta fundagerðabók í þessu safni er frá 19. mars.1905 þar kemur m.a. fram spursmál um hvernig nota menn málfrelsi á fundum og því tali stúlkur ekki á fundum. Mikið er ritað í þessum fundagerðaðbókum og hægt er að sjá þjóðfélagsþróunina í færslunum. Á þessum tíma breytist Bindindisfélagið Tilreyndin yfir í U.M.F. Geisla og síðarí U.M.F Neista.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Lestrarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00108
  • Safn
  • 1885 - 1993

Gögnin í safninu segja langa sögu félagsins en þau eru í misgóðu lagi svo gott væri að mynda elsta hluta safnsins til að halda heimildum félagsins. Hreinsun var úr safni af heftum, bréfaklemmum og umslögum.
Fundagerða- reikninga og skýrslubækur innihalda skrár yfir keyptar bækur, félagaskrá, bókhald og fundagerðir.
Samkvæmt bókskrárbókum eru bókum skipt í deildir eftir því um hvað þær fjalla. Samanber deild E eru leikrit.
Útektar bækur eru skráðar á bæjarheiti, ártal og bókaheiti. Gjafabækur frá Friðbirni Traustasyni og er það heillöng bókaskrá.
Lítil ljóðabók Milli vita er skrifuð með mjög fallegri rithönd og gaman væri að koma ljóðunum út í veröldina. Bók er eftir Sigríði K Traustadóttur 24.04. 1886 - 02.07.1951.

Lestrarfélag Hólahrepps

Rósa Petra Jensdóttir: Skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00496
  • Safn
  • 1900-1993

Í safninu eru svart hvítar litmyndir - fjölskyldumyndir og myndir teknar á Sauðárkróki og nokkrum öðrum kennileitum í Skagafirði. Tvær skólamyndir frá Húsmæðrakólanum á Löngumýri. Tvær myndir voru innrammaðar, önnur þeirra er máluð ljósmynd af Suðurgötu 18 og lítil mynd af Rósu og foreldrum hennar. Rammar og umslög utan um myndirnar var grisjað úr safninu. Í safninu eru einnig nokkrar handskrifaðar blaðsíður með lista yfir jólagjafir og jólakortasendingar. Í öskjunni er bréf frá Ingibjörgu, dóttur Rósu um afhendinguna til Héraðsskjalasafnsins.

Rósa Petra Jensdóttir

Eyþór Árnason: Skjalasafn

  • IS HSk N00136
  • Safn
  • 1993-1994

Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.

Eyþór Árnason (1954-)

Skógræktarfélag Skagfirðinga

  • IS HSk N00488
  • Safn
  • 1974-1994

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabókum ýmissa félaga sem nemendur Bændaskólans á Hólum voru í. Safnið frá skógræktarfélaginu samanstendur af formlegum erindum, bréfum, dagbókum og skýrslum er varða að mestum hluta skógrækt á Hólum og spannar tímabilið 1974-1994. Í safninu er líka talsvert af fylgigögnum bókhalds. Reiknings- og viðskiptayfirlit, greiðslukvittanir, launamiðar, skýrslur og skilagreinar frá skattinum. Verðskrár frá Skógræktarfélagi Íslands, einnig ársreikningar- og aðalreikningar. Í safninu sem tengist nemendum bændaskólans eru fundagerðabækur er tengjast Hestamannafélaginu Hrein, Málfundafélagi Hólasveina, Málfundafélag Hólaskóla og Íþróttafélag Hólaskóla einnig fylgdi ástundunarbók sem skráðar eru mætingar nemenda í tíma. Þegar farið var að vinna safnið var það gróf flokkað.
Það þurfti að fara yfir það og færa skjöl á milli, erindi, bréf og skýrslur í viðeigandi safn og fylgigögn bókhalds sömuleiðis.
öll erindi, bréf og skýrslur úr bókhaldsgögnunum og var raðað eins og kostur var í ártalsröð en minna lagt í að raða bókhaldsgögnin.
Talsvert var grisjað úr safninu, sérstaklega gögn sem voru til í fleiri en einu eintaki, orðsendingar og leiðbeiningabæklingar frá skattinum. Ljósrit af pöntunum fyrir trjáplöntur, fundarboð og plastvasi voru fjarlægð. Lög og frumvörp til laga og breytinga á lögum um skógrækt, skógvernd og jarðræktarlögum frá Alþingi. Rit um Náttúruminjar og frá Skógræktarfélagi Íslands og Leiðbeiningarmerki frá Vegagerðinni var einnig fjarlægt úr safninu. Úr safninu var einnig grisjað leiðbeingar fyrir sláttuvél og dælu og óútfyllt eyðublöð frá skattinum. Ákveðið var að safnið frá bændaskólanum yrði skráð með safni skógræktarfélagsins þar sem sami skjalamyndari afhenti bæði söfnin. Safnið var hreinsað af heftum og bréfaklemmum eins og kostur var. Í safninu eru persónugeinanleg trúnaðargögn.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Indíana Sigmundsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00069
  • Safn
  • 1930-1995

Sendibréf, kort og kveðskapur. Úr fórum Indíönu Sigmundsdóttur.

Indíana Sigmundsdóttir (1909-1995)

UMSS: Skjalasafn

  • IS HSk N00188
  • Safn
  • 1906 - 1995

Skjalasafn UMSS frá árunum 1906 - 1993. Bókhald, fundarbækur, ársskýrslur, erindi, skrár, ljósmyndir og ýmis gögn.

UMSS (1910-

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00054
  • Safn
  • 1924 - 1997

Handskrifuð gögn í bækur og á pappír um starfsemi lestrarfélagsins. Gögnin eru í góðu ásigkomulagi, tvær gormabækur sem eru látnar halda sér en hefti tekin úr ljósrituð riti frá gjörðabók.

Lestrarfélag Staðarhrepps

Eva Snæbjörnsdóttir: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00021
  • Safn
  • 1929-1999

Mannlíf í Skagafirði, mest úr starfsemi Tónlistarskóla Sauðárkróks.

Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)

Samtíningur I

  • IS HSk N00007
  • Safn
  • 1947-2000

Ýmislegt

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Sigurgeir Angantýsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00056
  • Safn
  • 1950-2001

Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • IS HSk E00056
  • Safn
  • 1945 - 2001

Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

Niðurstöður 86 to 170 of 190