Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 506 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Skagafjörður
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

70 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Guðlaug Arngrímsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00346
  • Safn
  • 1800 - 2017

Skjalasafn úr dánarbúi Guðlaugar Arngrímsdóttur. Inniheldur m.a ljósmyndir, bréf, jólakort, skeyti, afmæliskort, minningarkort, myndbandsspólur, skjöl tengd félagsmálum, námsgögn, skjöl tengd Litlu-Gröf, landakort, bækur, vottorð, ljóð

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

Feykir - fréttablað: Skjalasafn

  • IS HSk N00076
  • Safn
  • 1978 - 2016

1 askja, fundagerðabók, laus blöð (reikningar, bréf, minnispunktar o.fl.), auk slides-mynda.

Feykir (1981-)

Korta- og teikningaskrá

  • IS HSk N00466
  • Safn
  • 1870-2015

Samansafn af teikningum, uppdráttur og kortum sem koma víðsvegar að. Í mörgum tilfellum er ferill ekki þekktur.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn

  • IS HSk N00030
  • Safn
  • 1947-2008

Árskýrslur, rit, ljósmyndir og ýmis gögn Sambands skagfirskra kvenna 1947-2015.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ýmis gögn

Ýmis gögn, Sjóður Ragnveigar H. Líndal, afmæliskveðjukvæði og skrár yfir gögn SSK sem komin eru á Héraðsskjalasafnið.æ

Ingólfur Jón Sveinsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00375
  • Safn
  • 1952 - 2015

Skjalasafn frá Ingólfi Jóni Sveinssyni. Inniheldur m.a bréf, ljósmyndir, ársreikning, gangnaboð og fleira

Ingólfur Jón Sveinsson (1937-)

Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn

  • IS HSk N00217
  • Safn
  • 1975-2013

Skjalasafnið inniheldur óútfyllt heiðursskjöl, bækur, fána, fjölrit, ljósmyndir, bankabækur, ávísanahefti og ýmis bókhaldsgögn úr fórum Sambands skagfirskra kvenna frá árunum 1980-2013.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn

  • IS HSk N00212
  • Safn
  • 1928-2011

Jóla- og tækifæriskort ásamt heillaskeytum og samúðarkortum frá árunum 1928-2011.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Ýmsir viðtakendur

Jóla og tækifæriskort sem koma úr ýmsum áttum. Eru frá árabilinu 1957-2011. Kortin eru mörg gefin út til fjáröflunar af félagasamtökum í Skagafirði, s.s. ungmannafélögum, sóknarnefndum, grunnskólanemum og fleirum.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Ljósmyndasafn

Mikið og fjölbreytt safn pappírskópía bæði í sv/hv og lit, slides myndir og filmur. Mikið af portrait myndum af fólki og mikið af eldri myndunum eru merktar á bakhlið.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Hólahreppur ( afhending 2023 - 035 )

  • IS HSk N00477
  • Safn
  • 1945 - 2008

Gögnin komu frá einkasafni Harðar Jónssonar, Hofi 2, oddvita Hólahrepps 1982 - 1990, og voru afhent á Héraðsskjalasafnið á Sauðárkrók þann 10.10.2023. Hörður Jónsson fæddist á Sauðárkróki 24. maí 1952 en ólst upp á Hofi 2 í Hjaltadal þar sem hann átti heimili æ síðan. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst 2023.
Gögnin voru óhrein og bækur hreinsaðar og gögn grisjuð af skjalamöppum, afritum og bréfaklemmum, þau eru flokkuð eftir ártali og málefnum.
Tekið var úr safni þau gögn er tilheyra Hólakirkju og verða þau pökkuð sér ( Samfélag B - C )

Hólahreppur

Kvenfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00027
  • Safn
  • 1908 - 2008

Tvær fundargerðarbækur, innbundnar og handskrifaðar og hafa varðveist mjög vel, sú elsta er síðan 1908. Tölvuútprentað söguágrip í þremur heftum í A4 stærð, gert 2008.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

Ungmennafélagið Tindastóll: Skjalasafn

  • IS HSk N00457
  • Safn
  • 1907 - 2004

Gögn sem tengjast Ungmennafélagi Tindastóls. Bókhald, fréttabréf, samningar, skýrslur og fleira.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Kvenfélagið Framtíðin

  • IS HSk N00059
  • Safn
  • 1939 - 2004

Fundagerðabækur og handskrifað blað félagsins.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

Kvenfélag Akrahrepps

  • IS HSk E00022
  • Safn
  • 1919 - 2004

Gögnin eru í góðu ásigkomulagi, elsta bókin frá 1919 er með gulnuð og blettóttar blaðsíður en vel læsileg og bókin frá 1973 er með rifin bókakjöl.

Kvenfélag Akrahrepps

Skýrslur, erindi og bréf S.S.K.

Um er að ræða mikið safn af handskrifuðum, vélrituðum, forprentuðum, tölvuútprentuðum skjölum. Í safninu eru formleg og óformleg erindi og bréf, skýrslur, félagatöl, lög S.S.K og Sambandi Norðlenskra Kvenna (S.N.K.)og Kvenfélagssambands Íslands, einnig ársreikningar, jólakort, símskeyti tilefni 40 og 50 ára afmælis Sambands Skagfirskra Kvenna og bæklingar tengdir ýmsum málefnum sem sambandið lét sig varða. Samband Skagfirskra Kvenna stóð fyrir hugmyndasamkeppni um mynjagrip árið 1987 og er verðlaunateikningin geymd í safninu. Einnig er prótótýpa af teikningu sem hönnuð var fyrir 40 ára afmæli S.S.K. Í safninu er talsvert af úrkliptum auglýsingum sem eru frá sambandinu og tengjast starfsemi þess. Í sér möppu var nokkuð af úrklippum úr dagblöðum héraðsfréttablaða og auglýsingablöðum, sem dæmi auglýsingar úr Sjónhorninu og var það allt fjarlægt úr safninu þar sem blöðin eru aðgengileg á www.timarit.is og engin þörf talin á að geyma þau. Úrklippurnar úr Sjónhorninu voru ódagsettar og án ártals. Safnið er í mjög góðu ásigkomulagi.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Sóknarnefnd Hólasóknar: Skjalasafn

  • IS HSk N00335
  • Safn
  • 1941-2003

Gjörðabók sóknarnefndar Hólasóknar, Hólum í Hjaltadal.
Bókin hefst 12. apríl 1941 og síðasta færsla er 25. ágúst 2003.

Sóknarnefnd Hólasóknar

Fundagerðir Sambands Skagfirskra Kvenna

Í safninu eru vérituð og fjölfölduð pappírsgögn sem innihalda fundargerðir S.S.K. frá 1974 - 1988 og 2003 sem er yngsta fundagerðin. Hver fundargerð er heftuð saman, tvær þeirra eru með límborða yfir heftin. Nokkrar fundagerðir voru til í tveimur eintökum og voru þau sem litu verr úr tekin úr safninu, annað var látið halda sér. Búið var að rífa pappírsræmu á horni á forsíðublaði elstu fundagerðarinnar annars eru öll gögnin í góðu ásigkomulagi og vel læsileg. Flest heftin eru með forsíðu og bakhlið á lituðum pappír í gulum, bláum og gráum lit. Yngst fundagerðin var í plastmöppu og blöðin voru tekin úr.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Fundargerð formannafundar S.S.K 2003

Ljósritað hefti eða pappírsgögn með fundargerð formannafunds S.S.K. árið 2003. Eintakið var bundið í glært spjald og þykkan pappír, heft saman og límborði þar yfir það var fjarlægt. Blöðin rifnuðu hjá skjalaverði þegar efra heftið var fjarlægt, að öðru leyti hafa gögnin varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ungmennafélagið Tindastóll

  • IS HSk E00124
  • Safn
  • 1903 - 2003

Handskrifaðar innnbundnar og óbundnar bækur og pappírsgögn frá U.M.F.T. Bækurnar eru flestar vel varðveittar og í góðu ásigkomulagi, sú elsta er frá stofnun ungmennafélagsins árið 1907. Í safninu er að finna fundagerðir, félagatal, bókhaldsgögn, vísur/stökur og formleg erindi. Þrjár bækur sem innihalda lög og fundareglur ungmennafélagins eru áhugaverðar og eru í sér öskju. Ákveðið var að flokka fundargerðir U.M.F.T. sérstaklega þar sem þær fylla tvær öskjur, mikið af bókhaldsgögnum eru líka í safninu. Talsvert var af stökum bókum og pappírsgögnum um ýmsa starfsemi innan félagsins sem fylla eina öskju. Gögn er tengjast knattspyrnu- og körfuboltadeildina eru flokkuð og varðveitt í sér öskjum.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Samband skagfirskra kvenna

  • IS HSk E00101
  • Safn
  • 1869 - 2003

Um er að ræða mikið safn af handskrifuðum, vélrituðum, ljósritum, forprentuðum og tölvuútprentuðum skjölum. Auk þess formleg, óformleg erindi og bréf, skýrslur, bæklingar, þingsályktanir og fleira tengt málefnum sem S.S.K. lét sig varða um.
Félagatöl, lög S.S.K og Sambands Norðlenskra Kvenna (S.N.K.) og Kvenfélagssambands Íslands, einnig ársreikningar, jólakort, símskeyti tilefni 40 og 50 ára afmælis S.S.K. Samband Skagfirskra Kvenna stóð fyrir hugmyndasamkeppni um minjagrip árið 1987 og er verðlaunateikningin geymd í safninu. Einnig er prótótýpa af merki S.S.K. sem hannað var fyrir 40 ára afmæli S.S.K. 1983. Á meðal skjala voru innbundnar fundagerðir frá 1974-1983 og 2003, nokkrar voru til í tveimur eintökum og var ákveðið að grisja úr safninu og halda eftir einni fyrir hvert ár.
Í safninu er talsvert af úrkliptum auglýsingum, blaðagreinum og viðtölum úr héraðsfréttablöðunum Degi og Feyki, einnig Morgunblaðinu, frá árinu 1983-1997 sem tengdust starfi S.S.K og áhugasviða þeirra sem voru í forsvari fyrir sambandið. Blaða og úrklippusafnið var allt fjarlægt þar sem blöðin eru aðgengileg á www.timarit.is og engin þörf talin á að geyma þau né auglýsingarnar.
Í fyrstu var allt gróflega flokkað, síðan var ákveðið að flokka skjölin eftir ártölum. Pappírsgögn frá 1968-1979 voru sett saman við skjöl frá 1980 þar sem þau voru svo fá.
Í safninu eru nokkrar veifur, allir aukahlutir sem voru í veifunum voru teknir úr (skrúfur, plaststangir o.þ.h.). Öll gögn sem voru í plast- og pappamöpppum voru tekin úr og möppurnar fjarlægðar úr safninu einnig smellurammi. Einnig auðar blaðsíður og hefti voru fjarlægð að mestu þó þau væru ekki farin að skemma út frá sér. Nokkuð ljósmyndasafn fylgdi skjölunum, það var sett í sýrufría plastvasa. Búið var að skanna myndirnar inn og þær tengdar við safnið. Í safninu voru einnig vísur, stökur og kvæði eftir konur sem tengdust kvenfélögunum í Skagafirði og S.S.K. að einhverju leyti.
Allt safnið var í góðu ástandi og greinilega vel varðveitt.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Sigurgeir Angantýsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00056
  • Safn
  • 1950-2001

Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • IS HSk E00056
  • Safn
  • 1945 - 2001

Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

Samtíningur I

  • IS HSk N00007
  • Safn
  • 1947-2000

Ýmislegt

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Fey 4830

Skiphóll í Vallhólmi (hóllinn fjær).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Félagsheimili í Skagafirði 1980-1990

Tölvuútprentuð pappírsgögn með upplýsingum um eignahlut kvenfélaganna og aðkomu félaganna að félagsheimilum í Skagafirði, s.s. skemmtanir, fundir, ofl. Skjöl eru ódagsett og án ártals og eru frá Félagsheimilinu Ketilási - Fljótum, Félagsheimilinu Höfðaborg - Hofsósi, Félagsheimilinu Árgarði - Lýtingsstaðahreppi, Félagsheimilinu Melsgil - Staðarhreppi, Félagsheimili Rípurhrepps, Félagsheimilinu Skagaseli - Skefilstaðahreppi, Félagsheimilinu Ljósheimum- Skarðshreppi. Skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Fey 1796

Heyskapur við Víðimýri Skagafirði.

Feykir (1981-)

Förukonan 1954-2000

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Í bókinni eru skráðar fréttir af störfum kvenfélaga eða frásagnir kvenfélagskvenna, einnig eru í bókinni nokkrar pappírskópíur sem límdar eru á blaðsíðurnar sem tengjast frásögnunum. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1999

Forprentuð og tölvuprentuð skjöl, í safninu eru þakkarbréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, Könnun á hlutverkum kvenfélaganna árið 1999, spurningalisti frá Byggðasafni Skagfirðinga og bæklingurinn Kvenfélög við aldahvörf,höf. Sigríður Sigurðardóttir. Bréf með niðurstöðu rannsóknar á stöðu og viðhorfum kvenna í dreifbýli á Norðurl. vestra.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Eva Snæbjörnsdóttir: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00021
  • Safn
  • 1929-1999

Mannlíf í Skagafirði, mest úr starfsemi Tónlistarskóla Sauðárkróks.

Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1998

Forprentuð og ljósrituð pappírsgögn, í safninu er veifa merkt Slysavarafélagi Íslands 7 ára, forprentað eyðublað fyrir ársskýrslur kvenfélaganna. Einnig formleg erindi og bréf frá stórn Sambands Borgfirskra Kvenna, K.Í, Landspítalanum, Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Ódagsett og án ártals lög Kvenfélagssambands Íslands. Einnig eru lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, minnisblað er varða Lífeyrisréttindi hjóna, og lög um orlof húsmæðra nr.53/1972.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00054
  • Safn
  • 1924 - 1997

Handskrifuð gögn í bækur og á pappír um starfsemi lestrarfélagsins. Gögnin eru í góðu ásigkomulagi, tvær gormabækur sem eru látnar halda sér en hefti tekin úr ljósrituð riti frá gjörðabók.

Lestrarfélag Staðarhrepps

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1997

Vélrituð, forprentuð, tölvuprentuð og ljósrituð pappírsgögn. Í safninu eru fundarboð vegna aðalfundar SSK, ársreikningur sambandsins og orlofssjóðs. Þakkarbréf frá ýmsum aðilum innan Skagafjarðar vegna gjafa frá SSK. Formlegt erindi frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig fundarboð á stofnfund Beinverndar, einnig bæklingur í tengslum við það og lög félagsins. Bréf og erindi frá K.Í. meðal annars um framtíð kvenfélaganna í landinu.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Fundagerðir Sambands Norðlenskra Kvenna S.N.K.

Í safninu eru vélrituð og fjölfölduð/ ljósrituð/ tölvuútprentuð pappírsgögn sem innihalda fundargerðir Sambandi Norðlenskra Kvenna (S.N.K.). Fundagerðirnar eru frá 1968, 1973 - 1980, 1982 - 1986 og 1995 - 1996. Hver fundargerð er heftuð saman í nokkurs konar hefti með forsíðum og baksíðum á lituðum pappír, og jafnvel með þykkri pappír. Öll gögnin hafa varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1996

Formleg erindi til SSK frá Sigrúnu Ingibjörgu Arnardóttur á Akureyri vegna styrks til að læra þjóðbúningasaum, Húsmæðraskólanum á Hallormsstað og samtökum austfirskra kvenna. Bæklingur frá Kvenasögusafni Íslands. Önnur formleg erindi eru frá K.Í. auk annara skjala.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Fundagerðabækur

Tvær innbundnar og handskrifaðar gjörðabækur vel læsilegar. Báðar bækurnar hafa varðveist ágætlega og eru með límborða á kili.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1995

Í safninu eru handskrifuð, vélrituð og tölvuprentuð og ljósrituð gögn. Meðal annars er ársskýrsla og fundargerð frá formannafundi SSK. Þakkarbréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks, Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og Grunnskólanum á Hólum. Önnur erindi, bréf og jólakort.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Indíana Sigmundsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00069
  • Safn
  • 1930-1995

Sendibréf, kort og kveðskapur. Úr fórum Indíönu Sigmundsdóttur.

Indíana Sigmundsdóttir (1909-1995)

UMSS: Skjalasafn

  • IS HSk N00188
  • Safn
  • 1906 - 1995

Skjalasafn UMSS frá árunum 1906 - 1993. Bókhald, fundarbækur, ársskýrslur, erindi, skrár, ljósmyndir og ýmis gögn.

UMSS (1910-

Gjörða- og reikningsbók 1970-1995

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins og lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum. Í bókinni er útprentað fundarboð og dagskrá aðalfundar þann 10.apríl líklega 1995.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Eyþór Árnason: Skjalasafn

  • IS HSk N00136
  • Safn
  • 1993-1994

Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.

Eyþór Árnason (1954-)

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1994

Í safninu er ársskýrsla Kvenfélags Staðarhrepps ásamt umsóknar S.S.K. um styrk til Stéttarsambands bænda og bæklingur vegna 80 ára afmælis Sambands Norðlenskra Kvenna og auglýsing um dagskrá opnunarhátíðarinnar Árs fjölskyldunnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Skógræktarfélag Skagfirðinga

  • IS HSk N00488
  • Safn
  • 1974-1994

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabókum ýmissa félaga sem nemendur Bændaskólans á Hólum voru í. Safnið frá skógræktarfélaginu samanstendur af formlegum erindum, bréfum, dagbókum og skýrslum er varða að mestum hluta skógrækt á Hólum og spannar tímabilið 1974-1994. Í safninu er líka talsvert af fylgigögnum bókhalds. Reiknings- og viðskiptayfirlit, greiðslukvittanir, launamiðar, skýrslur og skilagreinar frá skattinum. Verðskrár frá Skógræktarfélagi Íslands, einnig ársreikningar- og aðalreikningar. Í safninu sem tengist nemendum bændaskólans eru fundagerðabækur er tengjast Hestamannafélaginu Hrein, Málfundafélagi Hólasveina, Málfundafélag Hólaskóla og Íþróttafélag Hólaskóla einnig fylgdi ástundunarbók sem skráðar eru mætingar nemenda í tíma. Þegar farið var að vinna safnið var það gróf flokkað.
Það þurfti að fara yfir það og færa skjöl á milli, erindi, bréf og skýrslur í viðeigandi safn og fylgigögn bókhalds sömuleiðis.
öll erindi, bréf og skýrslur úr bókhaldsgögnunum og var raðað eins og kostur var í ártalsröð en minna lagt í að raða bókhaldsgögnin.
Talsvert var grisjað úr safninu, sérstaklega gögn sem voru til í fleiri en einu eintaki, orðsendingar og leiðbeiningabæklingar frá skattinum. Ljósrit af pöntunum fyrir trjáplöntur, fundarboð og plastvasi voru fjarlægð. Lög og frumvörp til laga og breytinga á lögum um skógrækt, skógvernd og jarðræktarlögum frá Alþingi. Rit um Náttúruminjar og frá Skógræktarfélagi Íslands og Leiðbeiningarmerki frá Vegagerðinni var einnig fjarlægt úr safninu. Úr safninu var einnig grisjað leiðbeingar fyrir sláttuvél og dælu og óútfyllt eyðublöð frá skattinum. Ákveðið var að safnið frá bændaskólanum yrði skráð með safni skógræktarfélagsins þar sem sami skjalamyndari afhenti bæði söfnin. Safnið var hreinsað af heftum og bréfaklemmum eins og kostur var. Í safninu eru persónugeinanleg trúnaðargögn.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • IS HSk E00017
  • Safn
  • 1903 - 1993

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnuð 12. febrúar. 1898. Fyrsta fundagerðabók í þessu safni er frá 19. mars.1905 þar kemur m.a. fram spursmál um hvernig nota menn málfrelsi á fundum og því tali stúlkur ekki á fundum. Mikið er ritað í þessum fundagerðaðbókum og hægt er að sjá þjóðfélagsþróunina í færslunum. Á þessum tíma breytist Bindindisfélagið Tilreyndin yfir í U.M.F. Geisla og síðarí U.M.F Neista.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Lestrarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00108
  • Safn
  • 1885 - 1993

Gögnin í safninu segja langa sögu félagsins en þau eru í misgóðu lagi svo gott væri að mynda elsta hluta safnsins til að halda heimildum félagsins. Hreinsun var úr safni af heftum, bréfaklemmum og umslögum.
Fundagerða- reikninga og skýrslubækur innihalda skrár yfir keyptar bækur, félagaskrá, bókhald og fundagerðir.
Samkvæmt bókskrárbókum eru bókum skipt í deildir eftir því um hvað þær fjalla. Samanber deild E eru leikrit.
Útektar bækur eru skráðar á bæjarheiti, ártal og bókaheiti. Gjafabækur frá Friðbirni Traustasyni og er það heillöng bókaskrá.
Lítil ljóðabók Milli vita er skrifuð með mjög fallegri rithönd og gaman væri að koma ljóðunum út í veröldina. Bók er eftir Sigríði K Traustadóttur 24.04. 1886 - 02.07.1951.

Lestrarfélag Hólahrepps

Ýmis gögn úr safni S.S.K. 1993

Í safninu eru þrjú símskeyti og nokkur jólakort í tilefni af 50 ára afmælisárs S.S.K. Einnig póstkort stílað á Pálínu Skarphéðinsdóttur frá Sigríði Ingimarsdóttur. Bæklingur sem kallast Hugmyndaskrá Landbúnaðarins, lög Sambands Norðlenskra Kvenna og erindi frá K.Í. til formanna héraðssambandanna.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Formleg erindi og samningur

Handskrifuð, vélrituð og ljósrituð pappírsgögn, m.a. formlegt erindi til hreppstjórnar Seyluhrepps, samningur um húsnæði, lög foreldrafélagsins. Gögnin eru öll vel varðveitt.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Tímarit

Glóðafeykir er félagstíðindarit Kaupfélags Skagfiðinga. Ritið var fyrst gefið út árið 1957 og bar fyrstu árin nafnið Félagstíðindi Samvinnufélaganna í Skagafirði.

Rögnvaldur Jónsson (1908-2003)

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • IS HSk E00089
  • Safn
  • 1974 - 1991

Persónugreinanlegar yfirlitsskýrslur um fjárrækt bænda og einkunnir hrúta. Gögnin koma úr möppu sem er hreinsuð burt og plastspjöld einnig, gögnin eru látin halda sér eins og þau voru sett í uppruna.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

Fjárskýrslur

Forprentuð pappírsgögn með tölvuútprentuðum upplýsingum um hrútadóma, skrár yfir ásett hrútlömb, yfirlitsskýrslur yfir fjölda áa ofl. Talsvert af skýrslunum voru í tví- og þríriti eða ljósrituð, afritin voru fjarlægð úr safninu - þar sem því var við komið en annað fékk að vera áfram. Öll gögnin voru í möppu og eru vel læsileg og vel með farin. Millispjöld úr plasti og hefti fjarlægð.

Fjárræktarfélag Skefilsstaðahrepps

Sveitarfélagið Skagafjörður: Skjalasafn

  • IS HSk N00155
  • Safn
  • 1946-1991

Samningar og gögn er varða félagsheimilin í Rípurhrepp, Seyluhrepp, Haganeshrepps, Skefilsstaðahrepps og Hofsóshrepps.

Sveitarfélagið Skagafjörður

Bókhaldsuppgjör

Fjórar innbundnar bækur í ýmsum stærðum sem innihalda bókhaldsskráningu fyrir félagið. Einnig önnur bókhaldsgögn, kvittanir, útfyllt eyðublöð og fundarboð.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Niðurstöður 1 to 85 of 506