Sjávarborg í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Sjávarborg í Skagafirði

Equivalent terms

Sjávarborg í Skagafirði

Associated terms

Sjávarborg í Skagafirði

15 Authority record results for Sjávarborg í Skagafirði

15 results directly related Exclude narrower terms

Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir (1907-1935)

  • S01601
  • Person
  • 13. feb. 1907 - 21. maí 1935

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Guðmundi Skarphéðinssyni skólastjóra á Siglufirði. Húsfreyja á Siglufirði.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Haraldur Þórðarson (1943-2019)

  • S02564
  • Person
  • 13. maí 1943 - 21. nóv. 2019

Haraldur var vinnumaður á Sjávarborg í Skagafirði nokkur sumur, síðast 1958. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík. Síðar tækjafræðingur við Háskóla Íslands. Haraldur kvæntist Málfríði Haraldsdóttur. Þau eignuðust tvo syni.

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir (1920-2007)

  • S00933
  • Person
  • 25.01.1920-20.09.2007

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 25. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson frá Skeggsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og Margrét Reginbaldsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð. Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg í Skagafirði frá 1921-1927 og á Gili í Skagafirði 1927-1937 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks. Eftir barnaskóla stundaði Hildur nám við Unglingaskóla Sauðárkróks og Kvennaskólann í Reykjavík. Hildur giftist 1943 Snorra Dalmar Pálssyni, þau eignuðust fjögur börn. Hildur starfaði í Reykjavík í Hjúkrunarskóla Íslands og Öldrunardeild Landspítala í Hátúni.

Hjörleifur Sigfússon (1872-1963)

  • S02853
  • Person
  • 12. maí 1872 - 22. feb. 1963

Hjörleifur Sigfússon, f. 12.05.1872 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigfús Jónasson, bóndi og refaskytta í Hringey í Vallhólmi og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Hjörleifur ólst í fyrstu upp með foreldrum sínum en fór ungur að árum í vinnumennsku til sr. Jóns Magnússonar á Mælifelli. Var þar smali á sumrum og sat yfir kvíaám en var svo í ýmsum sendiferðum á vetrum fyrir prest og heimilið. Í hjásetunni hafði hann með sér markaskrár, bæði til að æfa sig í lestri og nema fjármörk manna. Leifi var með afbrigðum minnisgóður og mundi flest mörk í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum en einnig úr Árnes- og Borgarfjarðarsýslum. Nýttist sú kunnátta oft til að flýta fyrir réttarstörfum. Fékk hann af því viðurnafnið Marka-Leifi. Vorið 1900 fór Hjörleifur með presti að Ríp í Hegranesi en þaðan að Sjávarborg til Pálma Péturssonar tveimur árum síðar. Eftir það var hann á ýmsum stöðum en sjaldnast lengi í einu. Var hann löngum lausamaður og fór í fjallgöngur og fénaðarhirðingar á haustum. Síðustu árin var hann til heimilis í Hátúni í Seyluhreppi. Leifi var ógiftur og barnlaus. Fjallskilasjóður Reynistaðarafréttar heiðraði minningu Leifa með því að leggja fé til útfararkostnaðar. Þá héldu Skagfirðingar og Húnvetningar honum veglegt afmælishóf þegar hann varð áttræður.

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir (1921-2013)

  • S00918
  • Person
  • 19.12.1921-16.04.2013

For­eldr­ar henn­ar voru Heiðbjört Björns­dótt­ir og Árni Daní­els­son á Sjáv­ar­borg. Hlíf kvæntist Kristmundi Bjarnasyni, þau bjuggu á Sjávarborg og eignuðust þrjár dætur.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Jóhanna Pétursdóttir (1872-1964)

  • S02350
  • Person
  • 31. okt. 1872 - 6. mars 1964

Foreldrar: Pétur Sigurðsson b. á Sjávarborg í Borgarsveit og Bjargar Bjarnadóttur frá Engihlíð í Langadal. Var á Sjávarborg. Bjó áður í Borgargerði í Skarðshreppi. Síðast á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Jón Björnsson (1891-1983)

  • S00956
  • Person
  • 17. júlí 1891 - 27. júlí 1983

Sonur Björns Sveinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Ólst upp með foreldrum sínum í Húnaþingi til 11 ára aldurs. Árið 1915 keypti Jón jörðina Þverárdal í Laxárdal fremri ásamt föður sínum. Sumarið 1919 kvæntist hann Finneyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík. Árið 1921 keyptu ungu hjónin og faðir hans jörðina Sjávarborg í Borgarsveit og bjuggu þar til 1926 er Jón keypti Heiði í Gönguskörðum þar sem þau bjuggu í tíu ár. Árið 1936 fluttu þau til Sauðárkróks og keyptu fljótlega Hótel Tindastól þar sem þau ráku veitinga- og gistiþjónustu fram á árið 1941 er breska setuliðið krafðist afnota af húsinu. Í Skarðshreppi gegndi Jón ýmsum trúnaðarstörfum, sat í hreppsnefnd og sýslunefnd, var formaður búnaðarfélags og virðingarmaður fasteigna. Á Sauðárkróki starfaði Jón sem sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Skagfirðinga í 11 ár, sá um gæðamat og vigtun á ull og gærum hjá K.S., var stöðvarstjóri hjá Vörubílastöð Skagafjarðar í 18 ár, umboðsmaður fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar í 34 ár og Líftryggingafélagið Andvöku í allmörg ár. Jón var einn af stofnendum Byggingarsamvinnufélags Sauðárkróks og Stangveiðifélags Sauðárkróks og formaður beggja félaga um tíma.
Jón og Finney eignuðust tvær dætur.

Kristmundur Bjarnason (1919-2019)

  • S01611
  • Person
  • 10. jan. 1919 - 4. des. 2019

Krist­mund­ur fædd­ist á Reykj­um í Tungu­sveit 10. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Sveins­dótt­ir og Bjarni Krist­munds­son en fóst­ur­for­eldr­ar voru sr. Tryggvi H. Kvar­an á Mæli­felli og Anna Gr. Kvar­an. ,,Krist­mund­ur gekk hefðbundna skóla­göngu í heima­héraði en lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1940. Frá ár­inu 1949 var Krist­mund­ur bóndi á Sjáv­ar­borg og stundaði fræðimennsku og ritstörf meðfram bú­störf­um. Hann varð fyrsti héraðsskjala­vörður Skag­f­irðinga og sinnti því starfi allt til árs­ins 1990. Kristmundur skilur eft­ir sig fjölda rit­verka. Þegar á náms­ár­um sín­um fékkst hann við þýðing­ar á barna- og ung­linga­bók­um og má þar nefna bóka­flokka eft­ir Enid Blyt­on og sög­una af Stik­ils­berja-Finni eft­ir Mark Twain. Um­fangs­mesti hluti rit­starf­anna var helgaður sagn­fræði og þjóðleg­um fróðleik. Af viðamikl­um verk­um Krist­mund­ar má nefna, án upp­röðunar: Saga Þor­steins frá Skipalóni, Jón Ósmann ferjumaður, Saga Sauðár­króks til árs­ins 1947, Saga Dal­vík­ur, Sýslu­nefnda­saga Skaga­fjarðar, Svip­mynd­ir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðár­króks­kirkja og for­mæður henn­ar, auk ótölu­legs fjölda greina í blöðum og tíma­rit­um. Síðasta stór­virki Krist­mund­ar var rit­verkið Amt­maður­inn á ein­búa­setr­inu, ævi­saga Gríms Jóns­son­ar, amt­manns á Möðru­völl­um, sem kom út á 90 ára af­mæli hans. Í til­efni 100 ára af­mæl­is Krist­mund­ar gaf Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga út bernskuminn­ing­ar hans, Í barn­sminni - minn­ingaslit­ur frá bernsku­ár­um. Krist­mund­ur var heiðurs­fé­lagi Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga og hlaut marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir sín störf, m.a. Viður­kenn­ingu Hagþenk­is og Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar." Eig­in­kona Krist­mund­ar var Hlíf Ragn­heiður Árna­dótt­ir frá Sjávarborg, þau eignuðust þrjú börn.

Margrit Árnason (1928-2014)

  • S02580
  • Person
  • 12. júní 1928 - 24. júlí 2014

Margrit/Margrét var fædd í Sviss 12. júní 1928. ,,Í heimaborg sinni Zürich lauk Margrit verslunarprófi og sinnti ritarastörfum. Hún flutti með manni sínum til Íslands í desember 1950 og settust þau að á Sjávarborg í Skagafirði. Þar hafa þau búið síðan, að undanskildum 10 árum sem þau bjuggu á Hólum í Hjaltadal, þegar Haraldur var þar skólastjóri. Margrit sinnti alla tíð heimilisstörfum en vann að auki utan heimilis til fjöldamargra ára. Hún vann m.a. við skrifstofustörf, rak verslun ásamt Haraldi á árunum 1966-1971 og var í hlutverki bússtýru við bændaskólann á Hólum árin 1971-1981. Eftir að Margrit og Haraldur fluttu til baka á Sjávarborg vann hún sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst í Gránu og síðar í Skagfirðingabúð. Þar starfaði Margrit uns hún lét af störfum árið 1991. Helstu áhugamál hennar voru ferðalög, blóma- og matjurtarækt og klassísk tónlist." Margrit kvæntist Haraldi Árnasyni frá Sjávarborg, þau eignuðust fjórar dætur.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Sölvi Guðmundsson (1806-1869)

  • S02730
  • Person
  • 1806 - 20. júní 1869

Foreldrar: Guðmundur Björnsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Sölvi ólst upp í Skarði með foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1834 og faðir hans brá búi. Bóndi í Skarði 1834-1841, á Sauðá 1841-1848 og á Sjávarborg 1848-1857. Þar missti hann konu sína og brá búi. Fluttist til Hofsóss og gerðist verslunarmaður við Hofsósverslun. Bóndi á Geirmundarstöðum 1863-1864 og á hluta Glæsibæjar 1864-1869 og Auðnum síðasta árið.
Maki 1: María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Þau eignuðust sex börn sem upp komust.
Maki 2: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust.

Þorsteinn Árnason (1923-1965)

  • S00922
  • Person
  • 20. september 1923 - 24. mars 1965

Sonur Árna Daníelssonar og Heiðbjartar Björnsdóttur á Sjávarborg. Stúdent frá MA 1942. Cand. med. frá HÍ 1949. Læknir í Neskaupstað 1952-1964. Síðast bús. í Skagafirði. Kvæntist Önnu Siggerði Jóhannsdóttur frá Neskaupsstað.