Sýnir 3349 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Person

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Fanney Þorsteinsdóttir (1885-1981)

  • S00897
  • Person
  • 21. sept. 1885 - 4. júlí 1981

Fædd og uppalin í Hörgárdal. Kvæntist Pétri Magnússyni frá Féeggsstöðum í Barkárdal. Vinnukona í Réttarholti 1911-1912, í Vatnshlíð 1913-1914. Bjó með Pétri í Krossanesi í Vallhólmi 1919-1920. Eftir andlát Péturs 1920, var Fanney húskona hér og þar; Krossanesi, Brekkukoti í Blönduhlíð og á Miklabæ. Bústýra hjá sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal 1929-1932. Búsett á Sauðárkróki 1932-1941 og var þar lengst af ráðskona á spítalanum. Árið 1941 fluttist Fanney suður til dóttur sinnar. Fanney og Pétur eignuðust átta börn, auk þess ól Fanney upp dótturdóttur sýna.

Fanný Lárusdóttir (1898-1993)

  • S00752
  • Person
  • 03.01.1898-18.01.1993

Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 3. janúar 1898, dóttir Lárusar Jóns Stefánssonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, sem bjuggu í Skarði. Var á Skarði í Gönguskörðum, Skag. 1930. Síðast bús. í Gerðahreppi. ,, Eftir að Ólafur bróðir hennar tók við búinu í Skarði, var hún ráðskona hjá honum 1936-1947, en fluttist þá um vorið suður í Keflavík til Klöru systur sinnar þar sem hún átti heimili 1947 til 1979 þegar hún fluttist á öldrunarheimilið Garðvang og var þar síðan til æviloka." Fanný var ógift og barnlaus.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Finnbogi Jón Rögnvaldsson (1952-1995)

  • S01337
  • Person
  • 30. sept. 1952 - 14. okt. 1995

Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason og Hulda Ingvarsdóttir. Hinn 30. desember 1973 kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfúsdóttur frá Egilsstöðum, þau eignuðust þrjár dætur. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)

  • S01373
  • Person
  • 10.07.1908-12.11.1989

Foreldrar: Axel Christian Theodor Lassen Jóhannsson veggfóðrari í Reykjavík og Margrét Finnbogadóttir. Finnbogi lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og stúdentsprófi 1930. Lauk háskólaprófi í guðfræði 1936 og kennaraprófi 1938. Sumarið 1941 dvaldist Finnbogi við predikunarstarf í Hvammsprestakalli og fékk svo veitingu fyrir Stað í Aðalvík sama ár þar sem hann dvaldist í fjögur ár. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1946-1975. Síðustu æviárin var Finnbogi búsettur á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Finnbogi Margeir Stefánsson (1919-1995)

  • S01988
  • Person
  • 6. feb. 1919 - 12. ágúst 1995

Foreldrar hans voru Stefán Jónatansson og Kristín Jónsdóttir. Bóndi á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Kvæntist Fríðu Emmu Eðvarðsdóttir, þau bjuggu á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi og eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Fríða dóttur.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Finnur Guðmundsson (1909-1979)

  • S01860
  • Person
  • 22. apríl 1909 - 27. des. 1979

Finnur fæddist að Kjörseyri í Hrútafirði 22.4. 1909, sonur Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræðings og Helgu Finnsdóttur. ,,Hann lauk stúdentsprófi 1929, nam dýrafræði, grasafræði og jarðfræði við Háskólann í Hamborg og lauk þaðan doktorsprófi 1937. Finnur var sérfræðingur við Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans í 10 ár og vann þá m.a. að vatnalíffræðilegum rannsóknum, en jafnhliða byggði hann upp, nánast einsamall, Náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags sem þá var í mikilli niðurníðslu. Í ársbyrjun 1947 afhenti Náttúrufræðifélagið ríkinu safnið og varð Finnur þá deildarstjóri dýrafræðideildar þess til 1977. Finnur skipulagði fuglamerkingar og fyrir hans tilstilli varð safnið að miðstöð rannsókna í íslenskri fuglafræði." Finnur kom meðal annars að fuglatalningu og merkingu í Drangey.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Fjóla Gunnlaugsdóttir (1918-2006)

  • S01725
  • Person
  • 1. ágúst 1918 - 27. mars 2006

Fjóla Gunnlaugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Víðinesi. ,,Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóladómkirkju og starfaði meðal annars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæðingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauðárkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra." Fjóla giftist Guðmundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd, þau eignuðust þau þrjá syni, tveir þeirra komust á legg.

Fjóla Kristjánsdóttir (1918-2014)

  • S03136
  • Person
  • 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014

Foreldrar: Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason bændur á Krithóli og víðar. Kvæntist Jósefi Sigfússyni, þau bjuggu á Torfustöðum í Svartárdal Au-Hún, síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Frank Michelsen (1882-1954)

  • S00073
  • Person
  • 25. jan. 1882 - 16. júlí 1954

Jörgen Frank Michelsen var fæddur í Horsens á Jótlandi 25. janúar 1882. Foreldrar hans voru hjónin Karen og Jens Michelsen. Frank fór í úrsmíðanám og lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1902. Árið 1907 kom Frank til Íslands með skipinu Sterling en hann hafði haft spurnir að því að á Íslandi vantaði úrsmiði. Hann stundaði úrsmíðar og verslun á Sauðárkróki til ársins 1945 þegar hann fluttist til Hveragerðis. Jafnframt starfaði hann sem slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki 25 ár og var lengi ábyrgðarmaður Sparisjóðs Sauðárkróks. Frank giftist Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöðum í Eyjafirði og varð þeim tólf barna auðið.

Franz Jón Þorsteinsson (1899-1958)

  • S01959
  • Person
  • 16. okt. 1899 - 15. ágúst 1958

Sonur Þorsteins Þorsteinssonar b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd og sambýliskonu hans Sigurlínu Ólafsdóttur. Sjómaður og matsveinn á Dalvík og Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Sigurjónsdóttur.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Frederike Caroline Briem Claessen

  • S00302
  • Person
  • 19. nóv. 1846 - 2. maí 1930

Fædd í Kaupmannahöfn, systir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landféhirðis. Frederike kvæntist Gunnlaugi Briem alþingismanni og sýslufulltrúa á Reynistað, þau áttu einn son.

Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011)

  • S00066
  • Person
  • 13.02.1924-24.03.2011

Freyja var fædd á Akureyri 13. febrúar 1924. Faðir: Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Móðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993).
Freyja bjó á Akureyri. Ókvænt og barnlaus. Hún lést 24. mars 2011.

Freyja Norðdahl (1926-

  • S02572
  • Person
  • 28. des. 1926 - 16. jan. 2013

Freyja fæddist í Vestmannaeyjum árið 1926. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl og Kjartan S. Norðdahl. Freyja ólst upp í Reykjavík og í Mosfellssveit. Hún nam við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Freyja lauk námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1949. Á árunum 1944 til 1951 vann hún sem ritari, gjaldkeri og við bókhald. Freyja kom víða við í félagsmálum; var m.a. formaður Kvenfélags Lágafellssóknar og gegndi einnig formennsku í Kvenfélagasambandi Gullbringu-og Kjósarsýslu. Hún var ein stofnenda Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Freyja var um skeið formaður Barnaverndarnefndar í Mosfellssveit. Hún var mikil áhugamanneskja um félags -og mannúðarmál í Mosfellssveit og kom að ýmsum stjórnarstörfum í fjölda ráða og nefnda. Eiginmaður Freyju var Þórður Guðmundsson vélfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn.

Freysteinn Ástmar Traustason (1950-

  • S02883
  • Person
  • 18. júní 1950-

Foreldrar: Trausti Sveinbergur Símonarson (1920-2018) og Þórey Guðmundsdóttir (1915-1995) í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi. Búsettur á Hverhólum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir (1882-1961)

  • S02828
  • Person
  • 20. maí 1882 - 18. ágúst 1961

Foreldrar: Halldór Stefánsson bóndi í Stóra-Dunhaga og kona hans Lilja Daníelsdóttir. Friðbjörg missti ung foreldra sína og ólst upp hjá Sæunni, hálfsystur sinni og hennar manni. Fluttist með þeim að Sólheimum í Blönduhlíð 1898 frá Sörlatungu. Maki: Gunnlaugur Guðmundsson frá Bási í Hörgárdal. Þau eignuðust 5 börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og síðast á Bakka í Vallhólmi 1933.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

  • S01726
  • Person
  • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Friðbjörn Ingimar Snorrason (1897-1978)

  • S03069
  • Person
  • 2. apríl 1897 - 8. feb. 1978

Foreldrar: Snorri Þorsteinsson b. á Daufá, síðar Brekkukoti á Neðribyggð og k.h. Helga Björnsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum til sjö ára aldurs, að hann missti föður sinn. Þá kom til móður hans föðurbróðir hans, Friðbjörn Þorsteinsson, og gekk hann börnum bróður síns í föðurstað. Friðbjörn yngri tók við búi í Brekkukoti árið 1929. Árið 1935 kvæntist hann Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur frá Syðra-Vatni, þau eignuðust tvær dætur. Friðbjörn tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar, sat m.a. í stjórn lestrarfélags Mælifellsprestakalls og formaður þess um tíma. Þá sat hann einnig í hreppsnefnd nokkur ár. Árið 1943 fluttu þau hjón suður á land, að Reykjakoti við Hveragerði. Þar vann Friðbjörn hin ýmsu störf sem til féllu en allmörg síðustu árin starfaði hann við ullarþvottastöðina í Hveragerði.

Friðbjörn Jóhannes Friðbjörnsson (1874-1966)

  • S02166
  • Person
  • 22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Friðbjörn Jónasson (1876-1970)

  • S02675
  • Person
  • 25. ágúst 1876 - 12. maí 1970

Foreldrar: Jónas Ásgrímsson og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut almennrar barnafræðslu í æsku. Hann þótti m.a. góður skrifari. Sem unglingur stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu. Friðbjörn tók við búi af föður sínum að Skálá í Sléttuhlíð og bjó þar ókvæntur með móður sinni og ráðskonu 1902-1905. Flutti að Keldum í sömu sveit og bjó þar 1905-1913, Ysta-Hóli 1913-1922, Syðsta-hóli 1922-1925, Mið-Hóli 1925-1940 og Þrastarstöðum 1940-1949, er hann brá búi. Meðfram búskapnum stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu og lagði einnig stund á smíðar, smíðaði hús, báta, líkkistur og fleira. Friðbjörn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Var oddviti Fellshrepps 1906-1914 og sat auk þess lengi síðan í hreppsnefnd. Sat í skattanefnd, var úttektarmaður og formaður sóknar- og skólanefnda. Var einn af forystumönnum um byggingu nýs skólahúss í Fellshreppi og vann að stofnun bókasafns hreppsins. Friðbjörn mun hafa lært fjárkláðalækningar hjá norskum manni og kom síðan að slíkum störfum í Fellshreppi og víðar. Friðbjörn komst af úr sjávarháska þegar bátur Þórðar Baldvinssonar hvolfdi vestur af Málmey. Björguðust þrír menn en fimm drukknuðu.
Maki: Sigríður Halldórsdóttir. Foreldrar hennar bjuggu á Húnstöðum í Stíflu í Fljótum. Friðbjörn og Sigríður eignuðust þrjú börn. Auk þess fóstruðu þau hjón meira og minna upp fjórar stúlkur.

Friðfríður Dodda Runólfsdóttir (1931-2013)

  • S00248
  • Person
  • 8. des. 1931 - 19. feb. 2013

Fæddist á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Kvæntist Friðriki Friðrikssyni múrara frá Sunnuhvoli. Þau bjuggu í Mosfellsbæ.

Friðfríður Jóhannsdóttir (1923-1992)

  • S00393
  • Person
  • 20. mars 1923 - 15. júlí 1992

Friðfríður Jóhannsdóttir fæddist í Brekkukoti í Hjaltadal 20. mars 1923 (21. mars, skv. kirkjubók, skagfirskar æviskrár).
Hún var húsfreyja í Hlíð í Hjaltadal og á Sauðárkróki. Síðast búsett þar og starfaði við ræstingar á sjúkrahúsinu.
Maður hennar var Guðmundur Ásgrímsson (1913-1999).

Friðgeir Kemp (1917-2007)

  • S00767
  • Person
  • 29.04.1917-02.09.2007

Sonur Lúðvíks Kemp og Elísabetar Stefánsdóttur. Bóndi í Lækjardal í Engihlíðarhreppi A-Hún., síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Elísabetu Geirlaugsdóttur frá Holti í Svínadal.

Friðjón Hjörleifsson (1917-1985)

  • S00553
  • Person
  • 13.11.1917-27.10.1985

Sonur Hjörleifs Jónssonar frá Gilsbakka og unnustu hans Friðriku Sveinsdóttur frá Ytri-Kotum. Friðrika fékk berkla og dó frá drengnum aðeins nokkurra vikna gömlum. Hann var þá tekinn í fóstur af Lilju Sigurðardóttur frá Víðivöllum og ólst upp hjá henni. Þau byggðu saman upp býlið Ásgarð í Blönduhlíð og tók hann síðar alfarið við búskap þar.

Friðrik A. Jónsson (1930-2001)

  • S02879
  • Person
  • 11. sept. 1930 - 5. júlí 2001

Foreldrar: Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983) og Anna Friðriksdóttir (1909-1993). Maki: Elínborg Dröfn Garðarsdóttir húsmóðir, f. 1933, d. 1996. Þau eignuðust eina dóttur. Þau hjónin hófu búskap á Öldustíg 9 en bjuggu hin síðari ár í Háuhlíð 14 á Sauðárkróki. Friðrik starfaði við vélgæslu í frystihúsi á Sauðárkróki og stundaði einnig útgerð. Hann rak ásamt konu sinni verslun og happdrættisumboð til marga ára. Friðrik var virkur félagi í Ferðafélagi Skagfirðinga og Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.

Friðrik Antonsson (1933-2017)

  • S02062
  • Person
  • 31. jan. 1933 - 17. júlí 2017

Friðrik Valgeir Antonsson fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd 31. janúar 1933. Hann var sonur hjónanna Björns Antons Jónssonar frá Hrauni í Sléttuhlíð og Steinunnar Guðmundsdóttur frá Bræðraá. ,,Friðrik bjó í Hólakoti til fjögurra ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að Höfða á Höfðaströnd. Þar ólst Friðrik síðan upp ásamt systrum sínum á heimili sem var að jafnaði mannmargt. Friðrik gekk í barna- og unglingaskóla á Hofsósi. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal 1952-1954. Friðrik tók við búi foreldra sinn á Höfða þar sem hann bjó og starfaði alla tíð." Friðrik kvæntist Guðrúnu Þórðardóttur frá Hnífsdal, þau eignuðust fimm börn.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Friðrik Ásgrímur Klemensson (1885-1932)

  • S01046
  • Person
  • 21. apríl 1885 - 5. sept. 1932

Sonur Klemensar Friðrikssonar b. á Vatnsleysu og k.h. Áslaugar Ásgrímsdóttur frá Neðra-Ási. Starfaði sem kennari. Síðast búsettur í Reykjavík.

Friðrik Friðriksson (1910-2008)

  • S01464
  • Person
  • 28. júní 1910 - 10. maí 2008

Friðrik Friðriksson fæddist í Pottagerði í Skagafirði 28. júní 1910. Foreldrar hans voru Friðrik Sigfússon bóndi í Pottagerði og Guðný Jónasdóttir, f. í Hróarsdal. Hinn 30. maí 1937 kvæntist Friðrik Sigurlaugu Þorkelsdóttur (1913-2005), þau eignuðust fjögur börn og voru búsett á Sauðárkróki.

Friðrik Friðriksson Hansen (1947-2004)

  • S00753
  • Person
  • 2. júní 1947 - 30. des. 2004

Sonur Friðriks Hansen og Sigríðar Eiríksdóttur. ,,Friðrik ólst upp á Sauðárkróki og lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Iðnskólanum á Sauðárkróki. Hann stundaði ýmis verkamannastörf og vann á vinnuvélum um árabil á heimaslóðum. Hann vann einnig um tveggja ára skeið í Svíþjóð. Vegna heilsubrests dvaldist hann síðustu 13 árin á sambýlum, fyrst á Gauksmýri og síðan á Hvammstanga þar sem hann lést. Friðrik var hagur og vann við útskurð og hafa nokkur verk hans verið á sýningum á Safnasafninu á Svalbarðsströnd."

Friðrik Gissurarson (1949-

  • S02884
  • Person
  • 21. mars 1949-

Foreldrar: Gissur Jónsson (1908-1999) bóndi í Valadal á Skörðum og kona hans Ragnheiður Eiríksdóttir húsfreyja. Maki: Ester Selma Sveinsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Þau eru búsett í Kópavogi.

Friðrík Guðlaugur Márusson (1910-1997)

  • S03376
  • Person
  • 08.08.1910-02.01.1997

Friðrik Guðlaugur Márusson, f. að Minni-Reykjum í Fljótum 08.08.1910, d. 02.01.1997. Foreldrar: Márus Símonarson (1879-1968) og Sigurbjörg Jónasdóttir (1888-1958).
Verkamaður á Fyrirbarði, Barðssókn, Skag. 1930. Íþróttakennari og verkstjóri á Siglufirði.
Maki: Halldóra Hermannsdóttir frá Ysta-Mói. Þau eignuðust þrjú börn.

Friðrik Hansen (1891-1952)

  • S00284
  • Person
  • 17. jan. 1891 - 27. mars 1952

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Friðrik Ingólfsson (1924-2004)

  • S01835
  • Person
  • 26. júní 1924 - 11. jan. 2004

Friðrik Ingólfsson, garðyrkjubóndi í Laugarhvammi í Lýtingsstaðahreppi, fæddist á Lýtingsstöðum í Tungusveit 26. júní 1924. Foreldrar hans voru Ingólfur Daníelsson og kona hans Jónína Guðrún Einarsdóttir. ,,Friðrik var við ýmis störf á unglingsárum. Fór í Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan 1942. Þau hjón byggðu býlið Laugarhvamm 1948 og hófu þar búskap með skepnur og garðyrkju. Vann hann mikið við húsasmíðar á næstu árum í sveitinni til að drýgja tekjurnar. Gróðurhúsin voru svo byggð þegar tími vannst til og breyttist Laugarhvammur smám saman í garðyrkjubýli. Síðustu árin vann Friðrik við smíðar og ýmiss konar handverk." Friðrik kvæntist 20. september 1947 Sigríði Magnúsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Sigríður son.

Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011)

  • S00600
  • Person
  • 17.02.1923-11.06.2011

Friðrik Jens Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Reykjavík og María Jónsdóttir, kennari. ,,Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reykhólum, Blönduósi og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Árið 1954-1955 var hann héraðslæknir á Patreksfirði, en frá janúar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yfirlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var umdæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra frá 1978-1993. Samhliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar og formaður utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félagsmálaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heiðursfélagi í Golfklúbbi Sauðárkróks, auk þess sem hann var félagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði. Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttusamband sem var þeim innihaldsríkt og færði þeim gleði." Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau áttu eina fósturdóttur.

Friðrik Jón Jónsson (1888-1924)

  • S01214
  • Person
  • 16. nóvember 1888 - 30. maí 1924

Sonur Málfríðar Friðgeirsdóttir frá Áshildarholti og Jóns Kaprasíussonar á Gvendarstöðum. Friðrik hrapaði til bana í Drangey.

Friðrik Jón Jónsson (1925-2017)

  • S02200
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 19. júlí 2017

Friðrik Jón Jónsson fæddist á Græn­hóli í Borg­ar­sveit þann 7. ágúst 1925, sonur Jóns Eðvalds Friðrikssonar (1894-1974) og 1.k.h. Ólafíu Elísa­betar Rós­ants­dótt­ur (1897-1931). Eiginkona Friðriks var Þóra Friðjónsdóttir (1922-2005) og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik starfaði í áratugi sem trésmiður á Sauðárkróki.

Friðrik Kristján Hallgrímsson (1895-1990)

  • S02832
  • Person
  • 14. jan. 1895 - 30. maí 1990

Foreldrar: Hallgrímur Friðriksson bóndi í Úlfsstaðakoti og kona hans Helga Jóhannsdóttir. Friðrik ólst upp hjá foreldrum sínum í Úlfsstaðakoti. Strax innan við fermingu kom það í hans hlut að sjá um vetrarhirðingu búfjár að meira eða minna leyti þar sem faðir hans var heilsuveill. Nítján ára fór Friðrik að heiman og gerðist ýmist lausa- eða vinnumaður á ýmsum bæjum í Akrahreppi. Maki: Una Sigurðardóttir, f. 25.10.1898 á Vindhæli á Skagaströnd. Þau eignuðust þrettán börn. Þau bjuggu á hluta af Flugumýri 1920-1922, á Miklabæ í Blönduhlíð 1922-1927 og á Sunnuhvoli 1927-1964. Friðrik var einn af stofnendum Lestrarfélags Miklabæjarsóknar og lengi bókavörður og formaður þess félags.

Friðrik Margeirsson (1919-1995)

  • S00606
  • Person
  • 28.05.1919-12.06.1995

Friðrik var fæddur á Ögmundarstöðum í Skagafirði árið 1919. Foreldrar hans voru Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson kennari og fræðimaður. Seinni kona Margeirs var Helga Óskarsdóttir. Friðrik kvæntist Aldínu (Öldu) Snæbjörtu Ellertsdóttur húsfreyju, þau eignuðust sjö börn. Friðrik lauk cand, mag. námi í íslenskum fræðum árið 1949. Þá hóf hann kennslu við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólans á Sauðárkróki; var skólastjóri í báðum skólum.

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Friðrik Sigurðsson (1917-1987)

  • S03586
  • Person
  • 22.05.1917-05.09.1987)

Friðrik Sigurðsson, f. að Steiná í Svartárdal 22.05.1917, d. 05.09.1987. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Jakobsson. Innan við árs gamall var hann tekinn í fóstur að Valadal í Skörðum, til hjónanna Guðríðar Pétursdóttur og Friðriks Stefánssonar. Framan af starfaði Friðrik við Akstur við vegna- og hafnargerð, vinnu á jarðýtum og var um árabil með bíla á vegum Kaupfélags Skagfirðinga í akstri mili Reykjavíkur og Sauðárkróks. Árið 1948 hóf hann störf á bifreiða- og vélaverkstæði KS og vann þar til æviloka.
Maki: Brynhildur Jónasdóttir. Þau hófu sambúð árið 1936 og ári seinna settust þau að á Sauðárkróki. Þau eignuðust tvö börn. Annað þeirra lést á fyrsta ári. Einnig ólu þau upp Hildi Bjarnadóttur (f. 1948).
Friðrik kom mikið að félagsstörfum. Hann var m.a. formaður í Verkamannafélaginu Fram og formaður Alþýðuflokksfélagsins. Einnig var hann einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Sauðárkróks og formaður hans í eitt ár.

Friðrik Steinsson (1968

  • S02262
  • Person
  • 12.09.1968-

Sonur Steins Þ. Steinssonar fyrrum héraðsdýralæknis í Skagafirði og k.h. Þorgerðar Friðriksdóttur. Búsettur að Hofi í Hjaltadal.

Friðrik Þorsteinsson (1873-1957)

  • S02924
  • Person
  • 4. apríl 1873 - 28. jan. 1957

Skrifari í Vestmannaeyjum 1917-1935. Síðar reykhúseigandi í Reykjavík.

Friðrik Valgeir Guðmundsson (1898-1974)

  • S03237
  • Person
  • 13.10.1898-26.06.1974

Friðrík Valgeir Guðmundsson, f. að Bræðrá á Sléttuhlíð 13.10.1898, d. 26.06.1974.
Foreldrar: Þórleif Valgerður Friðriksdóttir og Guðmundur Anton Guðmundsson. Hann var yngstur af þremur systkinum. Á unglingsárum fór hann tvo vetur í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Árið 1922 fluttist hann að Höfða á Höfðaströnd ásamt foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum. Er Þóra kona hans lést af barnförum brá Friðrik búi og flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann tollvörður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Maki 1: Þóra Jónsdóttir frá Stóragerði í Óslandshlíð (18.09.1908-13.04.1937). Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Guðríður Hjaltesteð (08.09.1914-). Þau eignuðust tvo syni.

Friðrika Jónsdóttir (1928-2015)

  • S02053
  • Person
  • 7. des. 1928 - 30. okt. 2015

,,Friðrika var dóttir hjónanna Hólmfríðar Jónsdóttur frá Fornastöðum og Jóns Ferdinandssonar. Jón var fæddur í Svarfaðardal en ólst upp í Skagafirði. Jón og Hólmfríður byrjuðu sinn búskap í Skagafirði en fluttu síðan á heimaslóðir Hólmfríðar, fyrst í Fornastaði í Fnjóskadal, síðan Skóga og loks Birningsstaði. Friðrika var í barnaskóla í Skógum, unglingaskóla í Varmahlíð í Skagafirði og í Húsmæðraskólanum á Laugum. Þann 19. janúar 1950 giftist Friðrika Erlingi Arnórssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu allan sinn búskap í Þverá í Dalsmynni."

Fríður Ólafsdóttir (1946-

  • S01414
  • Person
  • 09.06.1946

Fríður samdi m.a. bókina Íslensk karlmannaföt. Hún hefur unnið mikið að rannsóknum um íslensk karlmannaföt. Hún er háskólakennari.

Friðvin Ásgrímsson (1865-1923)

  • S02741
  • Person
  • 19. júní 1865 - 8. okt. 1923

Foreldrar: Ásgrímur Pálsson bóndi á Brattavöllum í Eyjafirði, f. 1830 og Þorbjörg Jónatansdóttir frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum. Friðvin ólst upp hjá foreldrum sínum og hefur líklega flust að Reykjum á Reykjaströnd með Páli Halldórssyni sem þangað kom 1888. Þegar Páll brá búi 1894 og flutti til Vesturheims fékk Friðvin ábúð á Reykjum og bjó þar til æviloka. Ásamt búskap stundaði hann sjómennsku þar. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1858, frá Stóru-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp.

Friðvin Jóhann Svanur Jónsson (1932-1999)

  • S01857
  • Person
  • 11. jan. 1932 - 5. jan. 1999

Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigfríður Jóhannsdóttir á Daðastöðum og síðar Steini á Reykjaströnd. Friðvin starfaði sem vélstjóri á togurum fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Kvæntist Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, þau voru búsett á Hofsósi og eignuðust fimm börn.

Frímann Ágúst Jónasson (1901-1988)

  • S03296
  • Person
  • 30.11.1901-16.01.1988

Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.

Frímann Arnar Ásmundsson (1942-)

  • S03365
  • Person
  • 23.08.1942-

Frímann Arnar Ásmundsson, f. 23.08.1942. Foreldrar: Ásmundur Frímannsson (1919-2008) og Ólöf Sveinbjörg Örnólfsdóttir (1919-2007).

Frímann Þorsteinsson (1933-2019)

  • S03431
  • Person
  • 17.10.1933 - 14.03.2019

Frímann Þorsteinsson fæddist á Akureyri 17. október 1933. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson ( 24.12.1881 - 25.04.1996) og Guðrún Guðmundsdóttir (17.07.1894 - 2. maí 1977).
Frímann var á Akureyri til sex ára aldurs en fór þaðan til sumardvalar að Syðri-Brekkum í Akrahreppi hjá frændfólki sínu, systkinanna Sigríðar Jónasdóttur og Björn Jónssonar. Fræunabb ílengdist þar. Hann var tvo vetur í Bændaskólanum að Hólum og lauk burtfararprófi þaðan árið 1955. Árið 1959 tók hann við búi á Syðri-Brekkum. Hann sinnti ýmsum félagsmálum í sveit sinni. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd.

Frosti Fífill Jóhannsson (1952-)

  • S0
  • Person
  • 27. apríl 1952

Fæddur að Ljósalandi í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. For: Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Frosti er þjóðfræðingur að mennt.

Frosti Frostason (1957-)

  • S00292
  • Person
  • 20.07.1957

Frosti Frostason er fæddur á Sauðárkróki 20. júlí 1957.
Hann er rafvirki og var um tíma starfsmaður í Steinullarverkjunni á Sauðárkróki. Hann er búsettur á Akureyri og starfar í Norðurorku.
Kona hans er Sigríður Ragnarsdóttir (1958-)

Garðar Haukur Steingrímsson (1950-

  • S02899
  • Person
  • 24. maí 1950-

Foreldrar: Baldvina Þorvaldsdóttir og Steingrímur Garðarsson. Maki: Halla Rögnvaldsdóttir. Þau eiga eina dóttur saman, fyrir átti Halla aðra dóttur. Ólst upp á Sauðárkróki og búsettur þar.

Garðar Skagfjörð Jónsson (1913-2009)

  • S01936
  • Person
  • 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

  • S02620
  • Person
  • 23. ágúst 1932 - 18. sept. 2018

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. Vinnuvélastjóri og vélaeigandi á Sauðárkróki, síðar starfsmaður á sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Kvæntist Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur (Sillu Gunnu), þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Silla þrjár dætur.

Geir G. Bachmann (1908-1987)

  • S01987
  • Person
  • 23. sept. 1908 - 27. des. 1987

Geir fæddist í Reykjavík 23. september 1908, en tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum til Borgarness og átt þar heimili upp frá því. Bifreiðaeftirlitsmaður.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

  • S02179
  • Person
  • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Geir Stefánsson (1915-2004)

  • S02454
  • Person
  • 19. júlí 1915 - 11. júlí 2004

Geir fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður - Múlasýslu. Hann var bóndi og sláturhússtjóri. Geir kvæntist Elsu Ágústu Björgvinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn.

Geir Tómasson Zoëga (1857-1928)

  • S03022
  • Person
  • 28. mars 1857 - 15. apríl 1928

Fæddur á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar: Tómas Jóhannesson Zoëga og kona hans Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir missti föður sinn 1862 og tók þá föðurbróðir hans, Geir Zoëga kaupmaður, hann til fósturs og kostaði síðar til náms. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1878, tók næsta ár heimspekipróf við Hafnarháskóla og embættispróf í málfræði og sögu 1883. Varð stundakennari við Lærða skólann á námi loknu, settur kennari 1884 og yfirkennari 1905. Rektor skólans frá 1914.
Maki: Bryndís Sigurðardóttir frá Flatey, þau eignuðust sex börn.

Geirald Sigurberg Gíslason (1910-1977)

  • S01501
  • Person
  • 7. des. 1910 - 29. júní 1977

Sonur Gísla Þórarinssonar og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. Bílstjóri í Glæsibæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Stefaníu Björgu Ástvaldsdóttur, þau eignuðust einn son.

Geirfinnur Stefánsson (1935-2016)

  • S02091
  • Person
  • 9. mars 1935 - 18. nóv. 2016

Frá Hofsstöðum, sonur Stefáns Stefánssonar b. þar og k.h. Ingigerðar Guðmundsdóttur. Sjómaður og síðar verslunarmaður, búsettur í Keflavík.

Geirfinnur Trausti Friðfinnsson (1862-1921)

  • S01098
  • Person
  • 18. maí 1862 - 11. júlí 1921

Foreldrar: Friðfinnur Jónas Jónasson og Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstað í Köldukinn. Trausti kvæntist Kristjönu Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn árið 1882, þau bjuggu að Fremsta-Felli í Köldukinn 1885-1891, að Hálsi í Fnjóskadal 1891-1893 og síðan að Garði í sömu sveit 1893-1905. Fluttust þá til Skagafjarðar þar sem Trausti tók við stjórn skólabúsins á Hólum og bjuggu þar 1905-1914 og á hluta jarðarinnar 1914-1915. Fóru þá búferlum að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Trausti var sýslunefndarmaður Hólahrepps 1907-1919, hreppsnefndaroddviti 1910-1916, hreppstjóri 1914-1921. Vann að jarðamati í Skagfirði árið 1920 ásamt Jóni Konráðssyni í Bæ og Jóni Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Trausti og Kristjana eignuðust fimm börn saman, Trausti eignaðist son utan hjónabands með Dómhildi Jóhannsdóttur frá Hofi.

Geirlaug Björnsdóttir (1939-)

  • S02046
  • Person
  • 25. des. 1939-

Dóttir Björns Jónssonar læknis (Bjössa Bomm) og k.h. Iris Muriel Reid.

Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir (1904-1993)

  • S02047
  • Person
  • 24. júlí 1904 - 16. júní 1993

Dóttir Jóns Konráðssonar b. og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og k.h. Jófríðar Björnsdóttur. Geirlaug kvæntist Þórði Pálmasyni kaupfélagsstjóra í Borgarnesi.

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932)

  • S01591
  • Person
  • 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Fædd og uppalin í Eyjafirði, faðir hennar flutti til Skagafjarðar árið 1909, móðir hennar hafði þá látist nokkrum árum áður. Kvæntist Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust tíu börn.

Geirmundur Valtýsson (1944-)

  • S00274
  • Person
  • 13.04.1944

Hjörtur Geirmundur Valtýsson fæddist þann 13. apríl 1944.
Hann er fyrrum fjármálastjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tónlistarmaður og bóndi.
Kona hans er Mínerva Steinunn Björnsdóttir (1944-).

Geirþrúður Kristjánsdóttir (1916-1933)

  • S02695
  • Person
  • 24. okt. 1916 - 19. feb. 1933

Geirþrúður Kristjánsdóttir, f. 24.10.1916 á Minni-Ökrum, d. 19.02.1933 á Sauðárkróki. Ólst upp á Minni-Ökrum. Lést úr skarlatsótt. Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason og Aðalbjörg Vagnsdóttir Minni-Ökrum.

Georg Bernharð Michelsen (1916-2001)

  • S00080
  • Person
  • 20. maí 1916 - 3. nóv. 2001

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Georg nam bakaraiðn á Sauðárkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, fluttist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hveragerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. - Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára."

Niðurstöður 681 to 765 of 3349