Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Einar Gísli Jónasson (1885-1977)

  • S02783
  • Person
  • 23. apríl 1885 - 10. des. 1977

Einar Gísli Jónasson, f. 23.04.1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Jónsson. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist þaðan árið 1909. Gerðist kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Hóf búskap í Grjótgarði á Þelamörk 1922 en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan. Var kosinn í hreppsnefnd 1916 og litlu síðar oddviti en hreppstjóri og sýslunefndarmaður 1938. Var einnig um langa hríð formaður Sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjarhrepps og í skattanenfnd. Sat einnig á milli 40-50 aðalfundi KEA.

Einar G.Pétursson

  • Person

Sagnfræðingur. Starfar hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Einar Guðmundsson (1894-1975)

  • S01095
  • Person
  • 3. mars 1894 - 26. júlí 1975

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson b. og sýslunefndarmaður í Ási í Hegranesi og k.h. Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólst upp í Ási hjá foreldrum sínum og var einn vetur í Bændaskólanum á Hólum. Veiktist af berklum meðan á Hóladvölinni stóð en náði fullum bata eftir að hann gekkst undir aðgerð hjá Jónasi Kristjánssyni lækni. Kvæntist fyrri konu sinni, Valgerði Jósafatsdóttur árið 1916 og fyrstu ár sín í hjónabandi bjuggu þau hjá foreldrum Einars í Ási. Árið 1921 fluttu þau að Syðri-Hofdölum til Jósafats föður Valgerðar. Vorið 1922 lést Valgerður úr lungnabólgu frá þremur ungum sonum og flutti Einar þá aftur í Ás. Vorið 1925 kvæntist Einar alsystur Valgerðar, Sigríði Jósafatsdóttur en hún hafði verið ráðskona hjá honum eftir andlát systur hennar. Einar og Sigríður voru bændur í Ási til 1951 er Sigríður lést, eftir það dvaldi Einar áfram í Ási hjá syni sínum sem þá var tekinn við búskap. Einar og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Einar Halldórsson (1853-1941)

  • S02165
  • Person
  • 30. mars 1853 - 5. júní 1941

Foreldrar: Halldór Jónsson, bóndi í Tungu í Stíflu og s.k.h. Rósa Hermannsdóttir. Einar missti föður sinn tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur Jóni Guðmundssyni, er varð bóndi í Tungu. Ólst Einar upp hjá þeim og var fermdur þaðan. Vann hann að búi þeirra í Tungu þar til móðir hans lést og stjúpi hans brá búi, en tók þá ábúð á jörðinni. Bóndi í Tungu 1874-1875, í Háakoti 1875-1883 og í Hrúthúsum í Fljótum 1883-1884. Byggði þá þurrabúðarbýlið Hól hjá Hraunum í Fljótum og bjó þar 1884-1991. Bóndi á Minna-Grindli í Fljótum 1891-1998, í Lambanesi í Fljótum 1898-1900 og í Hrúthúsum aftur 1900-1903. Missti þá fyrri konu sína og brá búi og var lausamaður á Hraunum í Fljótum 1903-1904. Þaðan fluttist hann til Siglufjarðar. Átti hann fyrst heima hjá Steini syni sínum þar í kauptúninu 1904-1905, en keypti þá nýlegt íbúðarhús, sem reist hafði verið í Búðarhólum við Hvanneyrarbót 1899 og bjó þar 1905 og til æviloka.
Maki 1: Guðrún Steinsdóttir frá Lambanesi, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Guðrún dóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Guðrúnar. Guðrún lést árið 1902.
Maki 2: Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, þau eignuðust níu börn saman.

Einar Helgason (1949-)

  • S00365
  • Person
  • 03.12.1949

Einar Helgason fæddist 3. desember 1949.
Hann ólst upp á Sauðárkróki.

Einar Jakobsson (1943-

  • S02218
  • Person
  • 03.09.43-

Sonur Jakobs Einarssonar frá Varmalandi, b. á Dúki í Sæmundarhlíð og k.h. Kristínar Jóhannsdóttur frá Syðri-Húsabakka. Bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þórdísi Ingibjörgu Sverrisdóttur (1946-2011) frá Straumi á Skógarströnd.

Einar Jónsson (1863-1950)

  • S00265
  • Person
  • 06.06.1863-07.12.1950

Einar Jónsson fæddist að Þverá í Öxnadal þann 6. júní 1893. Hann var bóndi í Flatatungu í Akrahreppi. Á árunum 1901-1907 var hann hreppsnefndarmaður í Akrahreppi.
Kona hans var Sesselja Sigurðardóttir (1872-1945).

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Einar Jónsson (1868-1922)

  • S03033
  • Person
  • 24. des. 1868 - 26. feb. 1922

Fæddur að Varmalandi. Foreldrar. Jón Ingimundarson bóndi á Varmalandi og kona hans María Gamalíelsdóttir. Einar ólst upp með foreldrum sínum, vann að búi þeirra og sótti sjó á Reykjaströnd og við Drangey. Hann fékk ábúð á Varmalandi er foreldrar hans brugðu búi 1904 og bjó þar til æviloka.
Maki: Rósa Gísladóttir (1869-1962). Þau eignuðust 4 börn en fyrir átti Rósa eitt barn.

Einar Jósefsson Reynis (1892-1979)

  • S00798
  • Person
  • 25.11.1892-16.06.1979

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Pípulagningarmaður á Húsavík, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Kvæntist Arnþrúði Gunnlaugsdóttur.

Einar Kristinsson (1932-2019)

  • S02066
  • Person
  • 17. mars 1932 - 3. sept. 2019

Einar Kristinsson fæddist árið 1932 á Eyvindarstöðum í Vopnafirði. Sonur hjónanna Kristins Daníelssonar og Bjargar Sigríðar Einarsdóttur. Einar fór í bændaskólann á Hólum og kynntist þar framtíðar eiginkonu sinni Sigrúnu Hróbjartsdóttur frá Hamri í Hegranesi. Einar og Sigrún giftust og áttu saman 4 börn. Alla sína tíð bjuggu Einar og Sigrún sem bændur á Hamri í Hegranesi, fyrst um sinn ásamt bræðrum Sigrúnar en síðar með syni sínum og hans fjölskyldu. Einar var farsæll bílstjóri á rútubifreiðum samhliða búrekstrinum og síðar mjólkurbílstjóri.

Einar Kristmundsson (1920-2009)

  • S01772
  • Person
  • 4. des. 1920 - 5. apríl 2009

Einar Kristmundsson fæddist í Rauðbarðaholti, Hvammsveit Dalasýslu. Einar bjó alla sína tíð í Rauðbarðaholti. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1962. Einar kvæntist Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Merkigili í Skagafirði, þau eignuðust sex börn.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Einar Örn Björnsson (1925-2015)

  • S02140
  • Person
  • 8. júlí 1925 - 7. maí 2015

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Einar Örn ólst upp á Húsavík. Hann lauk búfræðinámi við Hvanneyri 1945 og stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950 og lauk prófi í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Ósló 1957. Einar starfaði sem dýralæknir í Laugarásumdæmi í Biskupstungum árið 1956. Hann var héraðsdýralæknir á Húsavík 1958-1977 og á Hvolsvelli 1977-1995. Eftir það starfaði hann um skamma hríð á Hvolsvelli en fluttist síðan á Seltjarnarnes. Frá 2011 bjó Einar Örn í Reykjanesbæ." Einar kvæntist Laufeyju Bjarnadóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Einar Sigfússon (1855-1926)

  • S02122
  • Person
  • 26.04.1855-11.03.1926

Frá Stokkahlöðum í Eyjafirði. Kvæntist Guðríði Brynjólfsdóttur frá Bjarnastaðahlíð.

Einar Sigtryggsson (1924-2016)

  • S00454
  • Person
  • 08.09.1924-14.03.2016

Einar fæddist í Sólheimagerði í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Sigtryggur Einarsson og Ágústa Jónasdóttir. Fyrstu árin ólst Einar upp í Héraðsdal en flutti svo með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Kona Einars var Guðrún Gunnarsdóttir frá Ábæ, þau eignuðust þrjú börn. Einar og Guðrún bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Einar var húsasmíðameistari og vann við þá iðn alla tíð. Sem ungur maður vann Einar við vitasmíðar víða um land. Einar lærði hjá Sigurði Sigfússyni húsasmíðameistara og vann hjá honum um tíma. Þá vann hann á Trésmíðaverkstæði KS um árabil. Einar stofnaði ásamt sonum sínum fyrirtækið Raðhús ehf. og byggðu þeir feðgar íbúðir og verslunarhúsnæði á Sauðárkróki. Þá stofnaði Einar ásamt fjölskyldu sinni verslunina Hlíðarkaup og vann hann þar til 85 ára aldurs. Einar var ötull félagsmálamaður. Hann starfaði í ýmsum félögum, m.a. í Alþýðuflokknum, Skákfélagi Sauðárkróks, Hestamannafélaginu Léttfeta og Iðnsveinafélagi Skagafjarðar. Einar hafði yndi af ljóðum og kveðskap, sjálfur var hann vel hagmæltur."

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Eiríkur Ásmundsson (1867-1938)

  • S003155
  • Person
  • 29.03.1867-08.02.1938

Eiríkur Ásmundsson, f. í Neskoti 29.03.1867, d. 08.02.1938 á Reykjarhóli. Foreldar: Ásmundur Eíriksson bóndi í Neskoti og víðar (f. 1826) og kona hans Guðrún Hafaliðadóttir frá Krakavöllum. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neskoti og fór með þeim að Vöglum í Þelamörk 1884 og dvaldi með þeim þar í fjögur ár. Stundaði sjómennsku við Eyjafjörð og víðar og reri m.a. í sel á vorin en var á línubátum á haustin. Á sumrin vann hann nokkuð við landbúnaðarstörf og kom sér upp fjárstofni sem hann hafði m.a. á fóðrum hjá föður sínum. Eiríkur hóf búskap í Neskoti 1895-1898, var bóndi á Höfða á Höfðaströnd 1898-1899, Reykjarhóli á Bökkum 18991938. Þar vann hann mikið að framkvæmdum og húsakosti. Tók virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar, var m.a. oddviti Haganeshrepps 1916-1922, og sat lengi í hreppsnefnd. Sat sýslufundi 1915-1916 og var í skattanefnd hreppsins í mörg ár. Var einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna og sat í stjórn þess í 11 ár, þar af formaður í 7 ár.
Árið 1895 hóf Eiríkur búskap með Guðrúnu Magnúsdóttir (04.04.1856-01.05.1920). Þau eignuðust 4 börn.
Árið 1899 fluttist til þeirra systir Guðrúnar, Anna Sigríður (f. 10.07.1876). Hún tók við búsforráðum hjá Eiríki eftir að Guðrún systir hennar lést. Anna og Eiríkur eignuðust tvö börn.

Eiríkur Ásmundsson (1927-2004)

  • S01520
  • Person
  • 22. jan. 1927 - 5. ágúst 2004

Eiríkur Ásmundsson fæddist á Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu 22. janúar 1927. Foreldrar hans voru þau Ásmundur Jósefsson bóndi á Stóru-Reykjum og Arnbjörg Eiríksdóttir ljósmóðir. Eiríkur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Fyrst vann hann hin ýmsu störf til sjós og lands. Árið 1950 hófu hann og Hulda búskap á Stóru-Reykjum. Eiríkur var framkvæmdastjóri Samvinnufélags Fljótamanna frá 1966 til 1973. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar frá1973 til 1980. Frá 1980 til 1986 var Eiríkur fulltrúi og bókari hjá KSÞ Svalbarðseyri og starfaði síðan hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri frá 1986 til 1993. Hjónin Eiríkur og Hulda ráku gistiheimilið Hamraborg á Svalbarðseyri á árunum 1994 til haustsins 2003. Eiríkur og Hulda eignuðust sjö börn.

Eiríkur Bjarnason (1766-1843)

  • S01411
  • Person
  • 1766 - 27. feb. 1843

Eiríkur Björnsson fæddist árið 1766. Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1731 - 1813). Eiríkur var aðstoðarprestur á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi 1794 til 1810. Hann er bóndi á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 1801. Bóndi í Djúpadal, Skagafirði 1811 til 1826. Prestur á Staðarbakka í Miðfirði frá 1826 til dauðadags.
Maki: Herdís Jónsdóttir (1769-29.07.1843 ). Saman áttu þau þrjú börn (Jón, Sigríður og Þorbjörn).

Eiríkur Briem (1846-1929)

  • S00189
  • Person
  • 17. júlí 1846 - 27. nóv. 1929

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Prófastur á Steinnesi í Þingeyrarsókn 1880. Seinna prestaskólakennari, alþingismaður og prófessor í Reykjavík.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Eiríkur Guðmundsson (1880-1927)

  • S00764
  • Person
  • 08.10.1880-23.07.1927

Sonur Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Fæddur og uppalinn í Ytra-Vallholti. Foreldrar hans brugðu búi 1919 og tók Eiríkur þá við búi þar ásamt Jóhannesi bróður sínum og bjó þar stórbúi til 1927. Á dánardegi gerði Eiríkur arfleiðsluskrá þar sem hann m.a. kvað á um stofnun sjóðs af hluta eigna sinna en tilgangur sjóðsins ,,...var að verðlauna bændur í þáverandi Seyluhreppi sem sérstaklega sköruðu framúr í búfjárrækt og hirðingu á skepnum, og þá jafnframt gætt fyllstu hagsýni í meðferð fóðurbirgða, þeim sem mestum árangri ná í kynbótum og ræktun fénaðarins og ennfremur þeim sem verða hreppsbúum sínum að miklu liði með fóðurhjálp í harðindum." Eiríkur kvæntist ekki en átti eina dóttur með Guðnýju Stefánsdóttur sem þá bjó í Holtskoti á Langholti.

Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992)

  • S03430
  • Person
  • 24.08.1938-17.07.1992

Eiríkur Haukur Stefánsson, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24.08.1938, d. 17.07.1992. Foreldrar: Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir, Hann ólst upp á Hjaltastöðum fyrstu æviárin en þegar hann var enn á barnsaldri fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Hann dvaldi þó áfram á sumrin í Hjaltastaðakoti. Hann hélt til Kanda ásamt vini sínum, Kára Jónssyni frá Sauðárkróki að snemma á sjötta áratugnum. Valdi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf. Heim kominn lærði hann málaraiðn og starfaði við það á Sauðárkróki. Síðar var hann við skrifstofustörf hjá Saumastofunni Vöku. Lengst af bjuggu hann og Minný á Víðigrund 13. Þau eignuðust ekki börn en Minný átti tvö börn fyrir.
Maki: Minný Leósdóttir.

Eiríkur Hjálmarsson Bergmann (1851-1925)

  • S01660
  • Person
  • 15. apríl 1851 - 11. des. 1925

Vinnumaður á Syðralaugalandi 1, Munkaþverársókn, Eyj. 1870. Fór til Vesturheims 1873 frá Syðra Laugalandi, Öngulsstaðahreppi, Eyj. Var í Gardar, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Kaupmaður, póstmeistari og þingmaður í Kanada. Sonur hans var Hjálmar málafærslumaður í Kanada.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Eiríkur Jón Guðnason (1875-1949)

  • S3308
  • Person
  • 25.05.1875-21.02.1949

Eiríkur Jón Guðnason, f. í Villinganesi 25.05.1875, d. 21,02,1949. Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Bóndi í Villinganesi 1897-1899 og aftur 1901-1946, í Breiðargerði 1899-1901.
Maki 1: Guðrún Þorláksdóttir (05.08.1876,-08.09.1905). Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Margrét Stefanía Sveinsdóttir (03.12.1879-01.03.1912). Þau eignuðust eitt barn sem dó kornungt.

Eiríkur Jónsson (1863-1948)

  • S00719
  • Person
  • 4. júní 1863 - 15. sept. 1948

Sonur Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. Bóndi og trésmiður í Djúpadal 1897-1923. Kvæntist Sigríði Hannesdóttur (1875-1958), þau eignuðust átta börn.

Eiríkur Kristinsson (1916-1994)

  • S0
  • Person
  • 1916-1994

Eiríkur var fæddur í Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannsson og Aldís Sveinsdóttir. Eiríkur varð cand. mag. í íslenskum fræðum árið 1944.
Lengst af stundaði hann kennslu, síðast á Akureyri.
Fyrri kona Eiríks var Stefanía Sigurjónsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Kolbrún og Kristinn. Seinni kona hans var Sesselja Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Ólöf Margrét, Birgir, Hólmfríður Ingibjörg og Einar Vilhjálmur.

Eiríkur Kristjánsson (1893-1965)

  • S00741
  • Person
  • 26. ágúst 1893 - 5. apríl 1965

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Kaupmaður og iðnrekandi á Akureyri, síðast í Reykjavík. Kvæntur Maríu Þorvarðardóttur.

Eiríkur Kristófersson (1892-1994)

  • S03082
  • Person
  • 5. ágúst 1892 - 16. ágúst 1994

Fæddur að Brekkuvelli í Vestur-Barðastrandarsýslu. ,,Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918 og starfaði sem stýrimaður til ársins 1926 að hann varð skipstjóri á varðskipum ríkisins, en af því starfi lét hann 1962. Þekktastur var hann í þorskastríðinu 1958-61. Eiríkur Kristófersson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og fékk fjölda viðurkenninga um ævina. Hann var einn af stofnendum Skipstjórafélags Íslands og var þar í stjórn um margra ára skeið, síðast sem varaformaður 1957-62. Hann var sæmdur fjölda viðurkenninga og heiðursmerkja innlendra sem erlendra, meðal annars stórriddarakrossi fálkaorðunar 1962 og bresku orðunni Commander of the British Empire 1963. Eiríkur Kristófersson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Una Eiríksdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Seinni kona hans var Hólmfríður Gísladóttir. Eiríkur náði 102 ára aldri."

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Eiríkur Stefánsson (1904-1993)

  • Person

Eiríkur var kennari að mennt. Hann var kennari á Ási í Lögmannshlíðarsókn árið1930. Hann var bóndi á Skógum í Þelamörk svo kennari á Akureyri og síðast í Reykjavík. Eiríkur kvæntist Laufeyju Sigrúnu Haraldsdóttur, þeirra sonur var Haukur. Eiríkur og Laufey áttu einnig dreng sem lést óskírður.
Fjölskyldan flutti til Húsavíkur árið 1940, þar sem Eiríkur kenndi við barnaskólann, hann var vinsæll kennari og fjölhæfur. Konu sína, Laufeyju, missti hann árið 1957. Þá fluttu þeir feðgar til Reykjavíkur. Fáum árum síðar lést sonur hans. Seinni kona Eiríks var Þórný Þórarinsdóttir.

Eiríkur Sverrisson

  • S02234
  • Person
  • 29.08.1965-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Nuddari.

Eiríkur Valdimarsson (1923-1985)

  • S00201
  • Person
  • 1. júní 1923 - 17. ágúst 1985

Sonur Valdimars Guðmundssonar b. í Vallanesi og k.h. Guðrún Jóhannsdóttir. Eiríkur kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Molastöðum í Fljótum og eignuðust þau þrjú börn. Þau bjuggu í Vallanesi frá 1952.

Elenóra Lovísa Jónsdóttir (1903-1992)

  • S00688
  • Person
  • 15. apríl 1903 - 20. des. 1992

Foreldrar: Elísabet Gísladóttir frá Æsustöðum og Jón Jónsson b. á Eyvindarstöðum, þau voru ekki kvænt. Elenóra ólst upp á Sauðárkróki með móður sinni. Kvæntist Steindóri Benediktssyni frá Kimbastöðum, þau bjuggu alla sína búskapartíð í Birkihlíð í Staðarhrepp, árið 1968 fengu þau viðurkenningu úr Fegrunarsjóði Sparisjóðs Sauðárkróks fyrir góða umgengni og þrifnað. Elenóra og Steindór eignuðust einn son.

Elías Björn Halldórsson (1930-2007)

  • S03479
  • Person
  • 02.12.1930-02.05.2007

Elías Björn Halldórsson, f. á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 02.12.1930, d. 02.05.2007. Foreldrar: Halldór Ármannsson bóndi og Gróa Björnsdóttir.
Maki. Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir frá Sólbakka í Borgarfirði. Þau eignuðust þrjá syni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1963-1986 n fluttu þá til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog.
Elías ólst upp í Snotrunesi. Hann nam í Eiðaskóla 1946-1950. Hann fór til náms í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1955-1958. Framhaldsnám í Listaháskólanum í Stuttgart 1959 og á Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1961. Hann hélt rúmlega 50 einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga.

Elías Þórðarson (1897-1991)

  • S00272
  • Person
  • 26.05.1897-26.07.1991

Elías Þórðarson fæddist í Kílsnesi á Melrakkasléttu 26. maí 1897.
Hann var bóndi í Axlarhaga í Akrahreppi 1932-1939 og á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi 1940-1976.
Kona hans var Oddný Jónsdóttir (1897-1989).

Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (1800-1873)

  • S02855
  • Person
  • um 1800 - 24. ágúst 1873

Foreldrar: Jakob Havsteen kaupmaður á Hofsósi og Thora Emilie Marie Havsteen. Maki: Lárus Stefánsson Thorarensen, f. 1799, sýslumaður Skagfirðinga. Þau giftust árið 1826 og áttu eina dóttur, Maren Ragnheiði Friðrikku. Þau bjuggu á Enni á Höfðaströnd.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999)

  • S00402
  • Person
  • 02.02.1909 - 28.08.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún bjó á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Síðast búsett í Reykjavík.
Hún notaði Helgu nafnið í daglegu tali. Maður hennar var Vigfús Helgason (1893-1967).

Elín Jóhanna Jóhannesdóttir (1926-1981)

  • S01776
  • Person
  • 6. okt. 1926 - 12. nóv. 1981

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Kvæntist Jónasi Haraldssyni, þau bjuggu á Völlum í Vallhólmi.

Elín Jónsdóttir (1888-1948)

  • S03147
  • Person
  • 30. júní 1888 - 29. mars 1948

Foreldrar: Jón Þorláksson b. í Brekkukoti ytra í Blönduhlíð og 3. k. h. Steinunn Björnsdóttir frá Miðhúsum í Óslandshlíð. Elín var bústýra Jóns Ósmanns í Utanverðunesi og átti með honum son. Hún bjó síðar í Hofstaðaseli.

Elín Kristín Friðriksdóttir (1867-óvíst)

  • S01576
  • Person
  • 1867-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara á Hofi í Hjaltadal og s.k.h. Elínar Kristínar Snorradóttur. Elín Kristín var fædd á Hofi í Hjaltadal, í Neðra-Ási og á Miklabæ í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims.

Elín Petrína Pétursdóttir (1851-1944)

  • S01790
  • Person
  • í okt. 1851 - 15. jan. 1944

Foreldrar: Anna Kristjánsdóttir frá Svarfaðardal og Pétur Guðlaugsson b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, þau voru ekki kvænt. Elín var fædd á Hofi í Svarfaðardal. Fermd frá hjónunum Sveinbirni Sigurðssyni og Sigríði Björnsdóttur á Ósi í Hörgárdal sumarið 1866. Var hún í vist á Ósi til 1868, en fór þá til föður síns að Miklahóli og vann að búi hans þar 1868-1873. Hún var vinnukona á Reykjum 1873-1874 og á Hólum 1874-1875 og kynntist þá mannsefni sínu Alberti Þiðrikssyni frá Sviðningi í Kolbeinsdal. Þau bjuggu á Sviðningi 1875-1876 en sigldu það sama ár vestur yfir haf. Þau bjuggu hjá Kristjáni Kjernested á Kjarna fyrsta veturinn í Nýja Íslandi 1876-1877, en námu svo land í Víðirnesbyggð. Eftir að Albert lést bjó Elín sem ekkja á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi með sonum sínum um nokkurra ára skeið, síðast búsett í Sandy Hook. Elín átti hún sæti í sóknarnefnd um 20 ára skeið og var formaður hennar í mörg ár. Þá var hún lengi meðlimur í félagi kvenna í Húsavík á Nýja-Íslandi og nágrenni - "Husavick Ladies Aid". Elín og Albert eignuðust átta börn og fóstruðu auk þess tvö önnur börn.

Elín R. Líndal (1956

  • Person
  • 1956

Fædd á Hammstanga. Foreldrar:Sigurður J. Líndal, og kona hans Elín H. Líndal

Elín Rannveig Briem (1856-1937)

  • S03323
  • Person
  • 19.10.1856-04.12.1937

Elín Rannveig Briem fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856. Foreldrar hennar voru Eggert Ólafur Briem, þá sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir. Síðar varð Eggert sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fjölskyldan lengst af á Reynistað. Elín átti fjölmörg systkini en tvíburabróðir hennar var Páll Briem amtmaður. Elín kenndi í kvennaskólum Húnvetninga og Skagfirðinga en árið 1881 heldur hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við kvennaskóla Nathalie Zahle. Hún lauk þar kennaraprófi 1883.
Elín hélt þá heim til Íslands og stýrði kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd til ársloka 1895 en þá giftist hún Sæmundi Eyjólfssyni guðfræðikandidat og ráðunaut Búnaðarfélags Íslands og flutti til Reykjavíkur. Tæpu ári seinna var Elín orðin ekkja.
Þá fór Elín að vinna að því að stofnaður yrði hússtjórnaskóli í Reykjavík. Hann var settur á fót 1897 og rak Elín skólann, þótt hún veitti honum ekki forstöðu. Árið 1901 flytur hún aftur norður og tekur við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey. Í það sinn stýrði hún skólanum aðeins tvö ár, en giftist þá í annað sinn Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkróki, en hann andaðist árið 1910. Þá tók hún enn og aftur við stjórn kvennaskólans en lét af störfum 1915 og fluttist til Reykjavíkur.

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarann sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Elín hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Elín var barnlaus og lést 4.12. 1937.

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Elín Sigtryggsdóttir (1923-1995)

  • S02040
  • Person
  • 16. júní 1923 - 30. júlí 1995

Elín Sigtryggsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 16. júní 1923. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir og Sigtryggur Einarsson. Elín ólst upp frá eins árs aldri hjá hjónunum Margréti Sigurðardóttur og Helga Björnssyni á Reykjum, síðar Reykjaborg. Eiginmaður Elínar var Pálmi Sigurður Ólafsson, þau eignuðust tvær dætur. Pálmi átti fjögur börn fyrir. Elín og Pálmi bjuggu í Skagafirði til ársins 1959 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðan.

Elín Sigurðardóttir (Sölvanesi)

  • Person
  • ?

Elín kom í Sölvanes frá Húsavík ásamt manni sínum Óskari Magnússyni. Kenndu bæði við Varmahlíðarskóla um tíma. Þau eiga tvö uppkomin börn. Hafa rekið ferðaþjónustu í Sölvanesi.

Elín Sveinsdóttir (1886-1984)

  • S01622
  • Person
  • 24. maí 1886 - 13. des. 1984

Dóttir Sveins Guðmundssonar b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjargar Ólafsdóttur. Húsfreyja í Reykjavík. Kvæntist Vilhjálmi Andréssyni iðnverkamanni.

Elín Vigfúsdóttir (1841-1916)

  • S02720
  • Person
  • 24. des. 1841 - 15. apríl 1914

Foreldrar: Vigfús Vigfússon, f. 1814, bóndi á Geirmundarstöðum og fyrri kona hans, María Jónsdóttir, f. um 1804. Maki: Stefán Sölvason bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd, f. um 1841. Þau eignuðust tvö börn. Eftir lát Stefáns bjó Elín áfram á Daðastöðum til 1902 en brá þá búi og flutti með dóttur sinni að Hólakoti á Reykjaströnd og dvaldi hjá henni til æviloka.

Elinborg Bessadóttir (1947-)

  • S00348
  • Person
  • 26.03.1947

Elinborg Bessadóttir fæddist í Kýrholti þann 26.mars 1947. Foreldrar hennar voru Bessi Gíslason og Guðný Jónsdóttir í Kýrholti.
Elínborg býr ásamt manni sínum, Vésteini Vésteinssyni (1942-) að Hofsstöðum í Skagafirði.

Elínborg Hilmarsdóttir (1958-)

  • S03558
  • Person
  • 30.01.1958

Elínborg Hilmarsdóttir, f. 30.01.1958.
Frá Siglufirði.
Búsett á Hraunum í Sléttuhlíð.

Elínborg Jónsdóttir (1886-1975)

  • S00615
  • Person
  • 23. júlí 1886 - 23. júlí 1975

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og s.k.h. Guðnýjar Eggertsdóttur. Kvæntist Tómasi Gíslasyni kaupmanni á Sauðárkróki.

Elínborg Lárusdóttir (1891-1976)

  • S00126
  • Person
  • 12.11.1891-05.11.1976

Elínborg Lárusdóttir fæddist á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 12. nóvember 1891. Maður hennar var Ingimar Jónsson (1891-1982), prestur og skólastjóri. Hún lést 5. nóvember 1976.

Elínborg Margrét Jónsdóttir (1921-2007)

  • S02217
  • Person
  • 30. júní 1921 - 7. jan. 2007

Elínborg fæddist að Másstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Jón Kristmundur Jónsson bóndi og Halldóra Gestsdóttir húsfreyja. Elínborg flutti til Skagastrandar 1950, eða þar um bil og bjó þar alla tíð síðan. Hún lærði til kennara og kenndi einn vetur á Eyrarbakka, en síðan við Höfðaskóla á Skagaströnd 1945-1995. Ættfræði var hennar helsta áhugamál og kom hún að útgáfu bókana Ættir Austur-Húnvetninga. Elínborg var ógift og barnlaus.

Elínborg Pálsdóttir (1887-1966)

  • S01559
  • Person
  • 9. jan. 1887 - 25. júní 1966

Foreldrar: Páll Pétursson b. á Kjarvalsstöðum og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Sigurjóni Benjamínssyni, þau bjuggu á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1909-1911 og á Nautabúi í Hjaltadal 1911-1943, síðast búsett á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Elínborg og Sigurjón eignuðust fjögur börn.

Elísabet Davíðsdóttir (1864-1950)

  • S03272
  • Person
  • 07.07.1864-02.09.1950

Elísabet Davíðsdóttir, f. á Sneis á Laxárdal 07.07.1864, d. 02.09.1950. Húsfreyja á Dæli í Sæmundarhlíð frá 1890.
Maki: Önundur Jónasson (1846-1928). Þau eignuðust eina dóttur.

Elísabet Elín Arnórsdóttir (1892-1980)

  • S02981
  • Person
  • 23. jan. 1892 - 19. maí 1980

Fædd á Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal (1860-1938) og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður (1857-1893). Maki: Martin Bartels bankafulltrúi í Kaupmannahöfn. Þau eignuðust eina dóttur. Hún ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni þar, og konu hans, Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet Arnórsdóttir fluttist eftir lát Ólafs læknis með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7. Hún fluttist síðar til Kaupmannahafnar.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Elísabet Guðmundsdóttir (1884-1969)

  • S01557
  • Person
  • 8. mars 1884 - 7. júlí 1969

Húsfreyja í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Sunnuhvol í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kvæntist Stefáni Sigurðssyni.

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir (1895-1972)

  • S00392
  • Person
  • 20.10.1895 - 06.05.1972

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 20. október 1895.
Hún var húsfreyja á Kjarvalsstöðum og Efra-Ási í Hjaltadal.
Maður hennar var Rósmundur Sveinsson (1892-1963).

Elísabet Ingveldur Halldórsdóttir (1904-1995)

  • S01961
  • Person
  • 26. feb. 1904 - 10. nóv. 1995

Foreldrar: Halldór Þorleifsson b. á Miklabæ og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en hélt til Reykjavíkur 1927 og var í vist í Hafnarfirði hjá læknishjónum. Það kann að hafa orðið til þess að veturinn eftir hóf hún nám í ljósmóðurfræði og lauk þar prófi 1929, hélt þá norður og gerðist ljósmóðir í Hóla- og Viðvíkurhreppsumdæmi. Því starfi gegndi hún í 40 ár eða til 1968. Auk þess var hún ljósmóðir í Hofsós- og Hofshreppsumdæmi 1946-1949. Elísabet kvæntist Ólafi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu á Miklabæ frá 1935-1981. Þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Ólafur einn son, auk þess tóku þau einn fósturson.

Elísabet Jónsdóttir (1885-1967)

  • S01755
  • Person
  • 1. mars 1885 - 14. maí 1967

Dóttir Jóns Jónssonar á Kárastöðum, síðast b. í Sveinskoti á Reykjaströnd og s.k.h. Önnu Guðmundsdóttir. Elísabet var sambýliskona Péturs Þorgrímssonar frá Hofstaðaseli. Búsett á Sauðárkróki.

Elísabet Lilja Linnet (1920-1997)

  • S01265
  • Person
  • 1. nóvember 1920 - 8. september 1997

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Húsfreyja í Reykjavík.

Elísabet Rósa Friðriksdóttir (1945-)

  • S00349
  • Person
  • 08.01.1945

Elísabet Rósa Friðriksdóttir fæddist í Efra-Ási þann 8. janúar 1945.
Hún var húsmóðir í Viðvík, í Reykjavík, í Hveragerði og á Hofsósi.
Maður hennar var Vigfús Sigvaldason (1940-1995).

Elísabet Stefánsdóttir Kemp (1888-1984)

  • S00769
  • Person
  • 5. júní 1888 - 1. ágúst 1984

Elísabet fæddist í Jórvík í Breiðdal. Hún ólst upp með föður sínum, Stefáni Jóhannessyni og seinni konu hans Bergþóru Jónsdóttur. Hún lærði karlafatasaum í Reykjavík hjá klæðskera og starfaði um skeið á Hótel Íslandi við framreiðslustörf og matargerð. Elísabet starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og var formaður þess um skeið. Elísabet var kvænt Lúðvíki Kemp vegaverkstjóra, þau bjuggu lengst af á Illugastöðum í Laxárdal. Þau eignuðust níu börn og ólu einnig upp hálfbróður Lúðvíks.

Elísabet Una Jónsdóttir (1897-1980)

  • S00430
  • Person
  • 29.03.1897 - 20.05.1980

Elísabet Una Jónsdóttir fæddist 29. mars 1897.
Hún var húsfreyja í Reykjavík.
Maður hennar var Ágúst Kristján Guðmundsson (1894-1968).
Elísabet lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 20. maí 1980.

Ellert Schram (1939

  • Person
  • 1939

Fæddur 1939. Fyrrverandi alþingismaður. Útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1959 og lauk lögfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 1966.

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Niðurstöður 681 to 765 of 3772