Showing 28 results

Authority record
Sjómaður

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

 • S03421
 • Person
 • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

 • S03167
 • Person
 • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

 • S03240
 • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Axel Ásgeirsson (1895-1965)

 • S03446
 • Person
 • 16.05.1895-08.11.1965

Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Baldvin Jóhannsson (1857-1928)

 • S02991
 • Person
 • 27. júní 1857 - 1928

Fæddist í Stærra-Árskógi. Foreldrar: Guðrún Halldórsdóttir, þá vinnukona í Stærra-Árskógi og Jóhann Guðmundsson, sem var þá giftur bóndi á Ytri-Reistará en síðar á Höfða á Höfðaströnd. Baldvin fluttist með föður sínum og fósturmóður frá Kvíabekk í Ólafsfirði að Höfða árið 1877. Þaðan fór hann að Lágubúð á Bæjarklettum 1886, að Nöf við Hofsós 1888. Var á Þönglaskála 1890-1894, en flytur þá að nýbýlinu Þönglabakka og átti þar heima til æviloka. Þönglaskála hafði hann í ábúð 1913-1927. Baldvin stundaði sjó með búskapnum, átti hlut að mótorbátaútgerð og var formaður á árabátum sínum, eftir að hann fluttist að Þönglaskála og Þönglabakka.
Kona: Anna Sigurlína Jónsdóttir (1863-1939). Þau eignuðust tvö börn.

Benedikt Halldórsson (1868-1951)

 • S03168
 • Person
 • 21.07.1870-26.10.1951

Benedikt Dagbjartur Halldórsson, f. að Miðhúsum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 21.07.1870, d. 16.101.1951 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Halldór Björnsson smiður og kona hans Margrét Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og missti móður sína 17 ára gamall. Fór hann þá með föður sínum til Reykjavíkur og stundaði smíðar og sjósókn á vertíðum á Suðurnesjum. Kom svo til Skagafjarðar og vann að byggingum. Byrjaði búskap á hálfri jörðinni Keldudal 1901 á móti tengdaföður sínum og bjó þar til 1922. Varð hann þá ráðsmaður hjá systur konu sinnar Sigurlaugu í Keldudal. Þau fluttu til Sauðárkróks 1931 og keypti hann þar húsið við Skagfirðingabraut 10. Benedikt tók þátt í ýmsum félagsstörfum og sat lengi í hreppsnefnd.
Maki gift 18.05.1900): Ragnheiður Sigurðardóttir (06.12.1877-03.08.1904).
Launbarn Benedikts með bústýru sinni, Sigurlaugu Sigurðurdóttur, alsystur Ragnheiðar, var Sigurður Benediktsson, f. 03.08.1905.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

 • S01696
 • Person
 • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Bjarnleifur Árni Jónsson (1874-1954)

 • S03336
 • Person
 • 01.01.1874-04.02.1954

Bjarnleifur Árni Jónsson, f. á Sauðárkróki 01.01.1874, d. 04.02.1954 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigurðsson ferjumaður á Tjörn í Borgarsveit og kona hans María Þorkelsdóttir. Í sóknarmannatali í skírnarnafn hans skráð Bjarni Leifur Árni.
Bjarnleifur var yngstur systkina sinna og ólst upp hjá foreldraum sínum, fyrst á Sauðárkróki til 1878 en þá fluttust þau að tjörn. Þaðan fluttust þau aftur á Sauðárkrók árið 1883.Bjarnleifur stundaði sjómennsku og tilfallandi verkamannavinnu og var m.a. við fuglaveiðar og eggjatöku í Drangey. Árið 1896 fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðr árið 1896. tveimur árum síðar komu þau aftur og var þá kona Bjarnleifs með í för. Þau bjuggu á Sauðárkróki til haustsins 1913 að Bjarnleifur fluttist til Reykjavíkur og fjölskyldan kom vorið eftir. Eftir það áttu þau lengst af heima í Reykjavík en voru þó einhver ár í Vestmannaeyjum um og eftir 1930. Frá 1939 bjuggu þau á Kárastíg 9A í Reykjavík.
Bjarnleifur lærði skósmíiði. Hann lagði þó iðnina á hilluna með tímanum þar sem sjómennskjan gaf meira af sér. Hann sigldi á togurum og öll ár fyrri heimstyrjaldarinnar sigldi hann á England.
Maki: Ólafía Kristín Magnúsdóttir (1878-1949). Þai eignuðust níu börn.

Björn Magnússon (1879-1939)

 • S03156
 • Person
 • 17.03.1879-26.01.1939

Björn Ólafur Magnússon f. á Selnesi á Skaga 17.03.1879-26.01.1939 í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Selnesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum en faðir hans lést er Björn var um tvítugt. Tók hann þá við heimilisforsjá ásamt móður sinni. Einnig stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. útræði úr Selvík og fuglatekju við Drangey. Eftir þriggja ára búskap á Borgarlæk fluttust þau mæðginin á Sauðárkrók. Fengu þar inni hjá Vigfúsi bróður Björns. Til ársins 1934 bjuggu þau í leiguhúsnæði en það ár keypti Björn Odda, gamla sjóðbúð þar sem nú er Freyjugata 26 og bjó þar með fjölskyldu sinni og móður til dauðadags.
Björn hafði fast skipsrúm hjá Bjarna Sigurðssyni formanni frá Hólakoti, bði sem háseti og beitningamaður. Var einnig við eggja- og fuglatekju í Drangey. Eftir lát Bjarna sótti Björn til Drangeyjar með eigin útveg. Vann hann mörg haust í sláturhúsi og tvö sumur voru þau hjón hjá sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbæ í kaupavinnu. Nokkur síðustu sumur ævinnar vann Björn hjá Sigurði Péturssyni verkstjóra frá Sauðárkróki í vita- og hafnabyggingum víðs vegar um land. Haustið 1938 kom hann heim frá því starfi fársjúkur og var fljótlega fluttur til Reykjavíkur á Landspítalann þar sem hann lést eftir nokkurra mánaða legu.
Maki: Karitas Jóhannsdóttir, f. 03.03.1894 í Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 11.09.1979 í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni.

Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

 • S03222
 • Person
 • 29.08.1864-14.08.1924

Björn Ólafur Jónsson, f. að Vestara-Hóli í Flókadal 29.08.1864, d. 14.08.1924. Foreldrar: Jón Ólafsson (1838-1887) og kona hans Soffía Björnsdóttir (1841-1907). Björn ólst upp á Vestara-Hóli en var eitthvað á Auðólfsstöðum í Langadal í kaupavinnu eða vinnumennsku og kynntist þar konu sinni. Fyrsta ár hjúskapar síns mun hann hafa verið til heimilis að Borgargerði í Borgarsveit, 1887-1888, þá að Egg í Hegranesi 1888-1889 en síðan með sr. Hallgrími Thorlacius að Ríp í Hegranesi 1889-1893. Þá fluttust þau hjónin að Rein, þar sem foreldrar Guðríðar konu Björns voru til heimilis. Vorið eftir fór hann aftur að Ríp, er sr. Hallgrímur fluttist að Glaumbæ og fékk Björn til að búa á jörðinni meðan Rípurprestakalli var óráðstafað, til vorsins 1896. Björn var bóndi á Stafshóli 1896-1899, Stóra-Grindli 1899-1909, Stóraholti 1909-1910, Karlsstöðum 1910-1924. Eftir að Björn kom í Fljótin tók hann að stunda sjómennsku samhliða búskapnum. Réðist hann þá í að nema sjómannafræði. Var hann um það bil 20 ár skipstjóri á Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Haganeshreppi og var m.a. í hreppsnefnd í nokkur ár.
Maki: Guðríður Hjaltadóttir (1861-1947). Þau eignuðust níu börn og sjö þeirra komust upp.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

 • S03453
 • Person
 • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Franz Jónatansson (1873-1958)

 • S03186
 • Person
 • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Guðmundur Benediktsson (1893-1970)

 • S03259
 • Person
 • 19.07.1893-07.10.1970

Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra-Haganesi í Fljótum 19.07.1893, d. 07.10.1970 á Berghyl. Foreldrar: Benedikt Stefánsson sjómaður og bóndi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neðra-Haganesi til 7 ára aldurs en þá drukknaði pabbi hans. Eftir það var hann að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni bónda í Minni-Brekku en annars með móður sinni á ýmsum stöðum í Holts-og Haganeshreppi. Á árunum 1917-1923 stundaði hann sjómennsku frá Siglufirði, hákarlaveiði seinni hlutar vetrar og á vorin en á sumrin síldveiðar eða eyrarvinnu. Á árunum 1917-1923 hákarlaveiðar að vorinu frá Akureyri en landbúnað á sumrin. Guðmundur byrjaði búskap í Minni-Brekku 1920-1926, á Stóru-Þverá 1926-1927 og Berghyl 1927-1970. Hann stundaði sjóinn áfram stíft á búskaparárunum til 1923 er hann lenti í skipsháska og hætti sjómennsku eftir það.
Guðmundur var virkur í félagsmálum. Hann starfaði i hreppsnefnd 1928-1936, nokkur ár í Ungmennafélagi Holtshrepps og var þar nýtur starfsmaður sem annars staðar. Hann var í skólanefnd um skeið, stefnuvottur í mörg ár, úttektarmaður og gengdi ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóna Kristín Guðmundsdóttir (29.12.1899-19.12.2003) frá Minni-Brekku. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess um Ingimar Benidikts Stefánsson, bróðurson Guðmundar.

Guðni Friðriksson (1928-1963)

 • S01736
 • Person
 • 29.08.1928-22.03.1963

Guðni Kristján Hans Friðriksson, f. 29.08.1928, d. 22.03.1963. Sonur Friðriks Ingvars Stefánssonar b. í Nesi í Flókadal, síðar búsettur á Siglufirði og fyrri konu hans, Guðnýjar Kristjánsdóttur. Móðir hans lést rúmum 10 dögum eftir að hann fæddist. Fósturforeldrar: Ásgrímur Halldórsson og Ólöf Konráðsdóttir á Tjörnum í Sléttuhlíð. Frá 12 ára aldri var hann fóstraður í Víðinesi í Hjaltadal, fluttist þaðan til Vestmannaeyja árið 1947. Drukknaði af mótorbátnum Erlingi IV, Ve 45. Ókvæntur og barnlaus.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

 • S03241
 • Person
 • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Hans Kristjánsson (1891-1952)

 • S03347
 • Person
 • 22.05.1891-01.08.1952

Hans Kristjánsson, f. 22.05.1891-01.08.1952. Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Hans ólst upp á Suðureyri og hóf sjósókn 12 ára gamall. 18 ára gerðist hann formaður á vélbát föður síns. Hann var stofnandi Sjóklæðagerðar Íslands.
Maki 2: María Helga Guðmundsdóttir (d. 1937). Þau eignuðust átta börn.
Maki 2: Ólafía Á Einarsdóttir.

Jakob Jón Símonarson (1864-1935 )

 • S03162
 • Person
 • 04.01.1864-24.10.1935

Jakob Jón Símonarson, f. í Hólakoti á Höfðaströnd 04.01.1864, d. 24.10.1935 á Hofsósi. Foreldrar: Símon Sigvaldason (1837-1887) bóndi í Hólakoti og kona hans Hólmfríður Jakobsdóttir frá Tumabrekku. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum í Hólakoti til 1886, en eitthvað af þeim árum mun hann hafa dvalist hjá Pétri Jónssyni frænda sínum á Syðri-Hofdölum. Árið 1887 fluttist hann að Garði í Kelduhverfi og var þar eitt ár en fór síðan að Skinnastað og var þar ráðsmaður hjá sr. Þorleifi Jónssyni og naut þar fræðslu.
Maki: María Þórðardóttir (30.06.1860-08.12.1936) frá Sævarenda í Loðmundarfirði. Þau giftust árið 1887.
Árið 1899 komu Jakob og María í Skagafjörð og settust að á Höfða. Fluttust í Ártún við Grafarós árið 1890 og voru þar til 1892, er þau fluttust að Brekku við Hofsós, sem Jakob var þá búinn að byggja. Jafnhliða þeirri uppbyggingu stundaði hann smíðar og ýmsar viðgerðir. Hann átti sjálfur tvo báta, feræring og sexæring, og hélt þeim út frá Hofsósi.
Jakob og María skyldu árið 1897 og fór hún austur á Seyðisfjörð og síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust einn son. Síðar hafði Jakob ráðskonu, þar til árið 1912 að þau fluttust til hans, Guðmundur Guðmundsson og Bjargey Kristjánsdóttir. Sáu þau um Jakob þar til hann lést. Hafði hann þá gefið eign sína, Brekku, dóttur þeirra, Margréti Guðmundsdóttur.

Jóhann Ísak Jónsson (1886-1933)

 • S03238
 • Person
 • 19.08.1886-02.12.1933

Jóhann Ísak Jónsson, f. að Brúnastöðum í Fljótum 19.08.1886, drukknað af trillubáti úti á Skagafirði 02.12.1933. Foreldrar: Jón Jóhannsson vinnumaður á Brúnastöðum og kona hans Anna Soffía Magnúsdóttir. Þegar Jóhann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Friðriki Jónssyni bónda á Brúnastöðum og ólst hann upp á því heimili. Þegar faðir hans drukknaði 06.01.1899 ílengdist hann hjá þeirri fjölskyldu og fluttist síðar með henni inn í Sléttuhlíð, að Bræðraá, þegar Friðrik og kona hans fóru til Þórleifar dóttur sinnar og Guðmundar A. Guðmundssonar tengdasonar síns. Hann nau kennslu á heimilinu og einnig þegar hann dvaldi á Siglufirði um vetrartíma hjá móður sinni sem þá var gift kona þar. Hann fór ungur á seglskip, bæði hákarlaskip og fiskiskip. Eftir að Jóhann og Margrét giftust áramótin 1910 voru þau næsta á í Lónkoti. Árið eftir, 1912, fóru þau í Glæsibæ og voru þar til æviloka. Jóhann var um skeið í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, eftir ða það var stofnað 1919. Hann stundaði alltaf sjó meðfram búskapnum, ýmis á vélbátum frá Bæjarklettum eða á Siglufirði en einnig heima við á eigin báti. Þann 2. desember drukknaði hann af mótorbátnum Skrúð sem gerði út frá Bæjarklettum.
Maki: Margrét Pétursdóttir (21.06.1888-08.05.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Jóhann Jónsson (1892-1964)

 • S03051
 • Person
 • 16.02.1892-01.10.1964

Jóhann Jónsson, f. á Minna-Felli í Sléttuhlíð 16.02.1892, d. 01.10.1964 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi í Minna-Felli og kona hans Anna Jóhannsdóttir. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu ári ní Minna-Felli og var hjá þeim aldamótaárið 1900-1901 á Keldum í Sömu sveit. Þá brugðu þau búi og byggði Jón húskofa á Búðarhóli hjá Höfða. Þar bjuggu þau tvö ár en fluttust að Ytra-Ósi við Höfðavatn árið 1903, þar sem Jóhann var síðan til fullorðinsára. Var hann talinn fyrir búi foreldra sinna á Ytra-Ósi árin 1912-1913 en faðir hans lést 1914. Þá tók Anna ystir hans og Jóhann Eggertsson mágur hans við heimilisforráðum í Ytra-Ósi og mun Jóhann hafa verið í vinnumennsku eða lausamennsku næst árin. Árið 1918 keypti hann Geirmundarhól um vorið. Um haustið varð hann að skila aftur hálfri jörðinni en taka lán til að geta staðið í skilum með hinn helming jarðarinnar. Haustið 1919 seldi hann aftur þann jarðarpart og brá búið 1921. Þá fóru mæðginin í húsmennsku að Skálá og lést Anna þar vorið 1924. Jóhann stundaði vinnu og var m.a. eitthvað við sjósókn frá Siglufirði. Árið 1925 komst hann haftur yfir jarðnæði og hóf búskap á Krákustöðum, sem í dalegu tali voru jafnan nefndir Kot og bjó þar í 18 ár, til ársins 1943, en þá voru allar aðrar jarðir í dalnum komnar í eyði. Fluttist Jóhann þá að Mýrum og keypti þá jörð tíu árum síðar. Þar var auðveldara um aðdrætti og sjósókn, sem hann stundðai jafnan meðfram búskapnum
Fyrstu árin var Guðný, systir Jóhanns, ráðskona hjá honum, en árið 1928 kom Rósa Jóakimsdóttir til hans sem ráðskona. Hún var ekkja Björns Jónssonar frá Teigum í Flókadal, sem fórst með Maríönnu árið 1922.
Maki (sambýliskona frá 1928): Rósa Jóakomsdóttir (29.08.1893-23.08.1972) frá Nefsstöðum í Stíflu. Eftir að Jóhann dó bjó hún áfram með Eggert syni sínum á Mýrum, meðan heilsda leyfði. Rósa og Jóhann eignuðust 3 börn saman. Milli manna átti Rósa einn son og einnig átti hún börn með fyrri manni sínum.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

 • S03169
 • Person
 • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Jón Guðmann Gíslason (1896-1958)

 • S00804
 • Public party
 • 04.11.1896-03.09.1958

Jón Guðmann Gíslason, f. á Breiðstöðum 04.11.1896, d. 03.09.1958. Foreldrar: Gísli Þorsteinsson verslunarmaður á Sauðárkróki og Helga Jónsdóttir. Bóndi á Skarði við Akureyri. Þegar Jón var nokkurra ára gamall fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Jón stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands og eftir skólagöngu fékkst hann við verslunarstörf og skirfstofustörf. Síðar stundaði hann sjó og gerðist bátseigandi og formaður. Árið 1922 fluttist hann til Akureyrar. Þar stundaði hann verslunarstörf og hóf búskap á Skarði skammt fyrir ofan bæinn. Jón sinnti einnig blaðamennsku um tíma. Hann starfaði að bindindismálum, bæði á Sauðárkroki og Akureyri. Á Akureyrarárunum tók hann sér Guðmannsnafnið sem ættarnafn og kallaði sig Jón G. Guðmann upp frá því.

Jón Guðmundur Jónsson (1879-1957)

 • S03163
 • Person
 • 26.05.1879-12.08.1957

Jón Guðmundur Jónsson, f. í Neðra-Nesi á Skaga 26.05.1879, d. 12.08.1957 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Lítið er vitað um uppvaxtarár Jóns, Þó mun hann hafa sótt sjó úr Selvík og jafnframt vera síðastur þeirra Skagamanna sem vitað er að stunduðu fuglaveiðar við Drangey. Jón lærði bókband á yngri árum og stundaði þá iðn alltaf nokkuð meðan sjón leyfði. Hann batt m.a. allt sem þurfti fyrir Lestrarfélag Skefilstaðahrepps. Um allnokkur ár var hann í húsmennsku í Selnesi og stundaði þá sjó, ásamt því að eiga nokkrar kindur sem hann fékk að heyja fyrir á bæjum í sveitinni. Eftir að útræði lauk í Selvík tók hann að stunda kaupavinnu hjá bændum um sláttinn. Meðan hann dvaldist á Selnesi bjó hann í litlum kofa sem hann kom sér upp á sjávarbakkanum. Síðustu árin hans þar bjó þar einnig Anna Jónasdóttir, ekkja Jakobs Björnssonar bónda í Kleifargerði. Árið 1933 tók Jón jörðina Lágmúla til ábúðar og fluttist Anna með honum þangað og gerðist bústýra hans. Eftir að hún lést haustið 1951 brá Jón búi og dvaldist einn vetur á Akureyri hjá Elísubetu, dóttur Önnu, og manni hennar. Vorið 1952 fluttist hann að Syðra-Mallandi til Lárusar Björnssonar og Svövu Steinsdóttur. Hjá þeim átti hann heimii þar til hann veiktist og vistaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Seinni hluta ævinnar var hann mjög sjóndapur og nær alblindur er hann lést.
Jón var barnlaus.

Runólfur Kristinn Lárusson (1934-2011)

 • S03581
 • Person
 • 05.05.1934-02.08.2011

Runólfur Lárusson, f. 05.05.1934, d. 02.08.2011. Foreldrar: Lárus Runólfsson (1903-1981) sjómaður og hafnarvörður á Sauðárkróki og Ellen Guðlaugsdóttir (1905-1961).
Runólfur fékk heilablóðfall um tuttugu árum áður en hann lést og dvaldi eftir það á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og var bundinn við hjólastól.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

 • S03595
 • Person
 • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.

Sigurður Kortsson (1825-1902)

 • S03382
 • Person
 • 10.12.1825-14.12.1902

Sigurður Kortsson, f. 10.12.1825, d. 14.12.1902. Móðir: Guðrún Ólafsdóttir (1794-1873). Sjómaður á Litla-Hólmi í Leiru. Var á Fossá, Reynivallarsókn, Kjós. 1845. Var í Móakoti, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1901.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

 • S03161
 • Person
 • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Jón Sigurjónsson (1874-1970)

 • S03153
 • Person
 • 04.11.1874 - 06.08.1970

Stefán Jón Sigurjónsson var fæddur 4. nóv. 1874 í Grafargerði, Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Stefán var bóndi á Teigi og Skuggabjörgum í Hofshreppi og síðar bóndi á Skuggabjörgum. Fyrri kona Stefáns hét Bóthildur Þorleifsdóttir og eignuðust þau tvær stúlkur sem báðar létust skömmu eftir fæðingu. Bóthildur lést árið 1906.
Árið 1908 tók Stefán saman við Arnfríði Guðrúnu Sveinsdóttur og eignaðist með henni 6 börn sem öll urðu mjög langlíf.
Samhliða bústörfum á Skuggabjörgum stundaði Stefán sjóinn og var eftirsóttur háseti. Stefán hætti bústörfum árið 1950 en þá tóku synir hans við búinu, hann bjó þar áfram í húsmennsku allt þar til kona hans deyr, en þá var hann ýmist á Skuggabjörgum á á Gili í Borgarsveit hjá Elísabetu dóttur sinni og tengdasyni , en þar naut hann síðustu æviára sinna.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

 • S03111
 • Person
 • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.