Sýnir 6401 niðurstöður

Nafnspjöld

Ingi Tómas Lárusson (1892-1946)

  • S01649
  • Person
  • 26. ágúst 1892 - 24. mars 1946

Ingi T. Lárusson tónskáld fæddist á Seyðisfirði 26. ágúst 1892. Hann var sonur hjónanna Lárusar Tómassonar, skólastjóra, bókavarðar og sparisjóðsgjaldkera á Seyðisfirði, og k.h., Þórunnar H. Gísladóttur Wium. Ingi kvæntist 1921 Kristinu Ágústu Blöndal frá Seyðisfirði en þau skildu árið 1935, þau eignuðust eina dóttur. Ingi stundaði nám við VÍ 1911-13, starfaði við Hinar sameinuðu íslensku verslanir á Vestdalseyri, var símstöðvarstjóri á Norðfirði og á Vopnafirði og starfaði við Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfirði. Ingi var eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar á síðustu öld og bjó yfir snilligáfu á því sviði. Öll sín frægustu lög, svo sem Í svanalíki, Ég bið að heilsa, Litla skáld á grænni grein og Til fánans, samdi hann sem barn og unglingur. Lagið Ó, blessuð vertu sumarsól, samdi hann sjö ára að aldri.

Lárus Tómasson (1854-1917)

  • S01651
  • Person
  • 22.06.1854-09.04.1917

Kennari, bókavörður og bankagjaldkeri á Seyðisfirði. Var í Grindum, Hofsókn, Skag. 1860.

Ingimar Hólm Ellertsson (1940-)

  • S01656
  • Person
  • 21.10.1940

Ingimar Hólm Ellertsson fæddist 21. október 1940.
Rafvirki, lengi búsettur á Sauðárkróki, en fluttist til Akraness.
Kona hans er Sigurrós Berg Sigurðardóttir (1943-).

Eiríkur Hjálmarsson Bergmann (1851-1925)

  • S01660
  • Person
  • 15. apríl 1851 - 11. des. 1925

Vinnumaður á Syðralaugalandi 1, Munkaþverársókn, Eyj. 1870. Fór til Vesturheims 1873 frá Syðra Laugalandi, Öngulsstaðahreppi, Eyj. Var í Gardar, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Kaupmaður, póstmeistari og þingmaður í Kanada. Sonur hans var Hjálmar málafærslumaður í Kanada.

Hartmann Magnússon (1888-1980)

  • S01663
  • Person
  • 9. okt. 1888 - 23. nóv. 1980

Sonur Magnúsar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bergsdóttur, alinn upp hjá þeim á Ytri-Hofdölum. Kvæntist Gunnlaugu Pálsdóttur (1888-1968), hún veiktist illa eftir barnsburð 1913 og fluttu þau þá í Kolkuós þar sem þau dvöldust í þrjú ár hjá Hartmanni Ásgrímssyni og Kristínu Símonardóttur. Þaðan fluttust þau að Hólum í Hjaltadal þar sem Hartmann hafði umsjón með öllum flutningum fyrir búið frá Sauðárkróki, Kolkuósi og Hofsósi. Allir flutningar fóru þá fram á hestum, ýmist á klakk, sleða eða kerrum. Mun sá starfi hafa verið bæði erfiður og oft æði slarksamur í erfiðri vetrarfærð. Árið 1921 byggðu þau hjón upp nýbýlið Melstað í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu til 1946 er þau fluttu til sonar síns og tengdadóttur í Brekkukoti. Hartmann átti alltaf smiðju og hefilbekk, smíðaði mikið og gerði við amboð ýmiss konar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hartmann og Gunnlaug eignuðust sex börn ásamt því að ala upp bróðurson Gunnlaugar.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968)

  • S01665
  • Person
  • 26. des. 1904 - 18. sept. 1968

Dóttir Jóns Péturssonar b. á Nautabúi í Neðribyggð og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Kaupakona, fyrst á Akureyri, síðar í Reykjavík. Ókvænt.

Gunnsteinn Sigurður Steinsson (1915-2000)

  • S01673
  • Person
  • 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Sigurður Jónsson (1917-2004)

  • S01674
  • Person
  • 04.09.1917-08.10.2004

Sigurður Jónsson fæddist á Reynistað í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, bóndi og alþingismaður á Reynistað í Skagafirði og kona hans Sigrún Pálmadóttir húsfreyja. ,,Sigurður ólst upp á Reynistað og var bóndi þar allan sinn starfsaldur. Hann tók gagnfræðapróf frá unglingaskólanum á Sauðárkróki, lauk búfræðiprófi frá Hólum 1937, var við nám og störf í landbúnaði í Noregi 1938-39 og við nám í lýðháskólanum á Voss 1939-40. Sigurður sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1958-86, var sýslunefndarmaður frá 1970 og þar til nefndin var lögð niður 1988. Hann var hreppstjóri 1964-88, einnig var hann fjallskilastjóri um árabil. Hann var fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1973-76 og sat í stjórn þess 1975-77. Þá sat Sigurður í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar um skeið. Hann sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum á ýmsum vettvangi." Sigurður kvæntist 18.9. 1947 Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga, þau eignuðust fjóra syni.

Bjarni Pálsson (1790-1842)

  • S01683
  • Person
  • 9. ágúst 1790 - 6. feb. 1842

Var á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1801. Aðstoðarprestur á Bægisá á Þelamörk 1817-1820 og prestur á Felli í Sléttuhlíð frá 1820 til æviloka. „Hann var stórvel gefinn maður bæði til sálar og líkama.“ Barnlaus. Í manntali 1835 og 1840 er hann skráður á Felli og þar er skráð kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir (1773-1846).
Faðir: Páll Bjarnason (1763-1838), prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún., Móðir: Guðrún Bjarnadóttir (1763-1834).

Ólafur Guðmundsson (1918-1982)

  • S01692
  • Person
  • 11. feb. 1918 - 10. des. 1982

Sonur Guðmundar Guðna Kristjánssonar og Láru Ingibjargar Magnúsdóttur. Deildarstjóri í Reykjavík. Síðast búsettur í Kópavogi.

Rósa Jónsdóttir (1749- um 1840)

  • S01698
  • Person
  • 1749- um 1840

Fermdist í Bakkasókn í Öxnadal 1762. Húsfreyja á Auðnum, Bakkasókn, Eyj. 1801. Er skráð sem húsfreyja á Miðlandi í manntalinu 1816. Þar er einnig skráður til heimilis eiginmaður hennar, Sigfús Jónsson, og tvö börn þeirra, Lilja og Jónas. Í manntalinu 1835 er hún skráð enn skráð til heimilis að Miðlandi. Hún er sögð 88 ára og titluð ekkja og móður húsbóndans sem er Jón Sigfússon. Vitað að hún var á Hólum í Öxnadal 1838 og mun hafa látist um það leyti og að líkindum á Hólum þó ekki liggi það ljóst fyrir.

Þorbergur Þorbergsson (1800-1868)

  • S01711
  • Person
  • 1800 - 13. feb. 1868

Fæddur í Kambakoti á Skagaströnd. Faðir: Þorbergur Arason bóndi og spónasmiður á Vakursstöðum í Hallárdal. Móðir: Steinunn Jónsdóttir húsfreyja á Vakursstöðum.
Þorbergur ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim með góðum vitnisburði árið 1815. Vann á búinu til 1826 en þá hóf hann sjálfur búskap á Sæunnarstöðum og bjó þar 1826 til 1851, síðan á Víðivöllum 1851 til 1852 og aftur á Sæunnarstöðum frá 1852 til æviloka. Þorbergur var söðlasmiður og þótti góður bóndi. Þorbergur gegndi hreppstjórastörfum í Vindhælishreppi um nokkurra ára skeið og var einn af stofnmeðlimum "Vinafélags" í Vindhælishreppi, framfarafélags sem var formlega stofnað 5. maí 1848. Árið 1850 hafði Þorbergur makaskipti á jörðum við Magnús Gíslason á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þorbergur rak stórbú á Víðivöllum.
Eiginkona 1 (giftust 1825): Kristbjörg Pálsdóttir (1795-1828). Saman áttu þau 4 börn.
Eiginkona 2 (giftust 1831): Kristín Gísladóttir (1809-eftir 1874). Saman áttu þau 16 börn.
Að auki átti Þorbergur börn með Valgerði Pálsdóttur, Þórdísi Ebenesersdóttur og Ástu Hjálmarsdóttur. Sögusagnir voru um fleiri laungetin börn.

Valgerður Pálsdóttir (1790-1870)

  • S01712
  • Person
  • 25. apríl 1790 - 1. júlí 1870

Valgerður fæddist árið 1790 í Kaupangi í Kaupangssveit. Faðir: Páll Guðmundsson bóndi í Fífilgerði og Þórustöðum í Kaupangssveit. Móðir: Ingibjörg Hallgrímsdóttir húsfreyja í Fífilgerði. Valgerður ólst upp hjá foreldrum móður sinnar og fermdist frá þeim með ágætum vitnisburði 1804. Hún var vinnukona á Hrappsstöðum í Bárðadal 1809-10, á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði 1811-12, á Eyjardalsá í Bárðardal 1814-15, á Gilsbakka í Hvítársíðu 1816-17, bústýra í Hóli á Álftanesi 1817-18, húskona í Sjávargötu á Álftanesi 1819-20, vinnukona hjá foreldrum sínum á Þórustöðum 1820-21, í Hvassafelli í Saurbæjarhreppi 1821-22, á Akureyri 1822-23, á Krithóli 1825-26, á Stóra-Vatnsskarði 1826-27, á Þingeyrum 1827-28, á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1828-30, á Hróarsstöðum á Skagaströnd 1830-31, á Strjúgsstöðum í Langadal 1831-32, á Borgarlæk á Skaga 1834-35, á Hrauni á Skaga 1835-36, í Mánavík á Skaga 1836-37, á Silfrastöðum 1837-38, bústýra hjá Guðmundi á Vöglum 1838-39, vinnukona á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 1839-40. Bjó með þáverandi eiginmanni sínum, Guðmundi Guðmundssyni 1840-56 (þar af 1840-45 á Minni-Ökrum), Stekkjarflötum 1845-46, Stigaseli 1846-47, á Miðhúsum í Austurdal 1847-53, og Stigaseli aftur 1853-56 en var hjá Kristmundi syni sínum í Efra-Ási 1856-57, á Sviðningi 1857-59, á Sæunnarstöðum 1859-61 og á Vakursstöðum 1861 til æviloka.
Eiginmaður 1: Daníel Jónsson (1782- eftir 1829) vinnumaður á Hrappsstöðum í Bárðardal. Skildu með dómi. Áttu ekki barn saman.
Eiginmaður 2: Guðmundur Guðmundsson (1796-1873).
Valgerður átti börn með Páli Sigurðssyni (1769-1846): Sigurður (f. 1818), Þuríður (f. 1819).
Valgerður átti barn með Þorbergi Þorbergssyni (1801-1868): Kristmundur Frímann (f. 1829). Valgerður var alsystir fyrri eiginkonu Þorbergs.
Valgerður lýsti Ólaf Jónsson vinnumann á Efri-Mýrum í Refasveit föður að Kristmundi en hann neitaði og var Þorbergur dæmdur faðir að drengnum "og það víst með réttu".
Valgerður dó 1870 á Vakursstöðum í Hallárdal.

Hálfdan Helgason (1937-

  • S01709
  • Person
  • 24. nóv. 1937

Foreldrar Hálfdánar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntist Hjördísi Magnúsdóttur kennara.

Þórður Stefánsson (1926-2002)

  • S01718
  • Person
  • 26. ágúst 1926 - 2. apríl 2002

Þórður Stefánsson fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson og Sigurlína Þórðardóttir. Þórður kvæntist Rósu Bergsdóttur 22. febrúar 1964. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap á Hofi í Hjaltadal en eftir nokkurra ára búskap þar keyptu þau jörðina Marbæli í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu síðan.

Fjóla Gunnlaugsdóttir (1918-2006)

  • S01725
  • Person
  • 1. ágúst 1918 - 27. mars 2006

Fjóla Gunnlaugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Víðinesi. ,,Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóladómkirkju og starfaði meðal annars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæðingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauðárkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra." Fjóla giftist Guðmundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd, þau eignuðust þau þrjá syni, tveir þeirra komust á legg.

Þórey Sigurðardóttir (1924-2009)

  • S01728
  • Person
  • 12. mars 1924 - 30. nóv. 2009

Þórey Sigurðardóttir fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal, Skagafirði, 12. mars 1924. Faðir: Sigurður Jónsson (1882-1965) bóndi á Skúfsstöðum. Móðir: Anna Sigurðardóttir (1885-1943), húsmóðir á Skúfsstöðum. ,,Þórey ólst upp á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Nítján ára gömul, við lát móður sinnar, gekk hún í störf hennar og sinnti húsfreyjustörfum á Skúfsstöðum meðan faðir hennar lifði. Þórey var ráðskona við Barnaskóla Rípurhrepps frá 1965 þar sem Lilja Sigurðardóttir vinkona hennar var skólastjóri og styrktist þá ævilöng vinátta Þóreyjar við fjölskylduna. Með þeim Lilju og Sigurði Jónassyni og börnum flutti Þórey til Akureyrar og saman keyptu þau Möðruvallastræti 1 sem varð heimili Þóreyjar eftir það nema síðasta eina og hálfa árið sem hún bjó á Hlíð. Þórey var einn af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornsins í Skagafirði. Á Akureyri gekk hún til liðs við Kristniboðsfélag kvenna, var þar gjaldkeri í rúm 20 ár, og KFUK þar sem hún var í stjórn í 25 ár og þar af formaður í 19 ár. Þórey vann alla tíð við þjónustustörf, á FSA, Sólborg og hjá Akureyrarbæ í heimaþjónustu. Sérstaka unun hafði Þórey af því að vinna í kristilegu starfi með börnum og unglingum. Þórey var matráðskona og umsjónarkona með stúlknastarfi í Sumarbúðum á Hólavatni í 30 ár, frá 1966-1996. Bar hún alla tíð hag Hólavatns fyrir brjósti og var það Þóreyju mikil gleði þegar hún var sæmd heiðursviðurkenningu KFUM og KFUK á Íslandi í febrúar á þessu ári."
Þórey var ógift og barnlaus.

Kristmundur Frímann Þorbergsson (1829-1906)

  • S01713
  • Person
  • 16. ágúst 1829 - 16. feb. 1906

Kristmundur er fæddur á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Faðir: Þorbergur Þorbergsson (1801-1868) - dæmdur faðir hans. Móðir: Valgerður Pálsdóttir (1790-1870).
Kristmundur ólst upp hjá móður sinni og frændum en fór svo í vist hjá vandalausum. Hann var bóndi á Veðramóti 1853-56, Efra-Ási í Hjaltadal 1856-57, Sviðningi í Kolbeinsdal 1857-59, Sæunnarstöðum 1859-60 og Vakursstöðum í Hallárdal 1860 til æviloka. Eiginkona: Elín Pétursdóttir (f. 1824). Saman áttu þau sjö börn.

Krákur Jónsson (1796-1868)

  • S01720
  • Person
  • 1796-30.05.1868

Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1801. Skráður sem vinnumaður á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. í manntalinu 1835. Bóndi í Steinárgerði í sömu sókn 1845. Bóndi á Þröm í Blöndudal, A-Hún.
Eiginkona Kráks var Helga Þórðardóttir (1794- eftir 1855). Svo virðist sem hún hafi átt barn fyrir hjónaband, alla vegana segir í manntalinu 1835 að hún sé vinnukona á Eiðsstöðum (sama stað og Krákur) og sé að vinna fyrir barni. Saman áttu þau tvær dætur en mögulega hefur Krákur einnig átt barn fyrir hjónaband, Benedikt Kráksson (1833-1845) með Guðfinnu Einarsdóttur (1811-eftir 1870).

Jón Björnsson (1873-1959)

  • S01735
  • Person
  • 21. apríl 1873 - 20. maí 1959

Jón Björnsson í Stóragerði í Óslandshlíð. Foreldrar: Björn Illugason bóndi í Enni í Viðvíkursveit o.v. og k.h. Helga Jónsdóttir. Ólst upp á Þúfum, Miklahóli og Enni. Bóndi á Bakka 1906-1955. Sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps 1933-1954 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Kona: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Frostastöðum 1878, þau eignuðust sjö börn.

Jón Björnsson, f. í Stóragerði í Óslandshlíð 21.04.1874, d. 20.05.1959 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Illugason bóndi í Enni í Viðvíkursveit og víðar og kona hans Helga Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Þúfum í Óslandshlíð og síðan á Miklahóli og Enni. Vann að búi foreldra sinna og kom sér jafnhliða upp bústofni, eftir að hann kom að Enni, þótt faðir hans væri talinn ábúandi á allri jörðinni. Reisti bú á Bakka 1906 og var bóndi þar til 1955.
Jón var sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps 1933-1954 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir. Þau giftust 1916 en áður hafði hún verið bústýra hans frá því um 1900. Þau eignuðust átta börn. Eitt þeirra dó í um tvítugt.

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal

  • S02587
  • Person
  • 06.04.1876-14.10.1939

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, f. 06.04.1876, d. 14.10.1939. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Sveinn Jóhannsson, bændur á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýlu. Sigurður ólst þar upp til tvítugsaldurs en fór um það leyti í Möðruvallaskóla. Að námi loknu fluttist hann til Akureyrar, lærði bakaraiðrn og stofnaði verslun skömmu síðar. Árið 1909 varð hann verslunarstjóri Gránufélagsverslunarinnar í Haganesvík. Þaðan fluttist hann aftur til Akureyrar og stofnaði ráðningarskrifstofu. Árið 1921 fluttist hann til siglufjarðar og setti á stofn verslun sem hann starfrækti til dánardags.
Sigurður átti þát í bæjarstjórn og tók virkan þátt í verkalýðshreyfingunni á Siglufirði.
Maki: Soffía Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Friðbjörn Jónasson (1876-1970)

  • S02675
  • Person
  • 25. ágúst 1876 - 12. maí 1970

Foreldrar: Jónas Ásgrímsson og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut almennrar barnafræðslu í æsku. Hann þótti m.a. góður skrifari. Sem unglingur stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu. Friðbjörn tók við búi af föður sínum að Skálá í Sléttuhlíð og bjó þar ókvæntur með móður sinni og ráðskonu 1902-1905. Flutti að Keldum í sömu sveit og bjó þar 1905-1913, Ysta-Hóli 1913-1922, Syðsta-hóli 1922-1925, Mið-Hóli 1925-1940 og Þrastarstöðum 1940-1949, er hann brá búi. Meðfram búskapnum stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu og lagði einnig stund á smíðar, smíðaði hús, báta, líkkistur og fleira. Friðbjörn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Var oddviti Fellshrepps 1906-1914 og sat auk þess lengi síðan í hreppsnefnd. Sat í skattanefnd, var úttektarmaður og formaður sóknar- og skólanefnda. Var einn af forystumönnum um byggingu nýs skólahúss í Fellshreppi og vann að stofnun bókasafns hreppsins. Friðbjörn mun hafa lært fjárkláðalækningar hjá norskum manni og kom síðan að slíkum störfum í Fellshreppi og víðar. Friðbjörn komst af úr sjávarháska þegar bátur Þórðar Baldvinssonar hvolfdi vestur af Málmey. Björguðust þrír menn en fimm drukknuðu.
Maki: Sigríður Halldórsdóttir. Foreldrar hennar bjuggu á Húnstöðum í Stíflu í Fljótum. Friðbjörn og Sigríður eignuðust þrjú börn. Auk þess fóstruðu þau hjón meira og minna upp fjórar stúlkur.

Baldvin Jóhannsson (1857-1928)

  • S02991
  • Person
  • 27. júní 1857 - 1928

Fæddist í Stærra-Árskógi. Foreldrar: Guðrún Halldórsdóttir, þá vinnukona í Stærra-Árskógi og Jóhann Guðmundsson, sem var þá giftur bóndi á Ytri-Reistará en síðar á Höfða á Höfðaströnd. Baldvin fluttist með föður sínum og fósturmóður frá Kvíabekk í Ólafsfirði að Höfða árið 1877. Þaðan fór hann að Lágubúð á Bæjarklettum 1886, að Nöf við Hofsós 1888. Var á Þönglaskála 1890-1894, en flytur þá að nýbýlinu Þönglabakka og átti þar heima til æviloka. Þönglaskála hafði hann í ábúð 1913-1927. Baldvin stundaði sjó með búskapnum, átti hlut að mótorbátaútgerð og var formaður á árabátum sínum, eftir að hann fluttist að Þönglaskála og Þönglabakka.
Kona: Anna Sigurlína Jónsdóttir (1863-1939). Þau eignuðust tvö börn.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Björn Sölvason (1863-1942)

  • S01990
  • Person
  • 17.10.1863-08.07.1942

Björn Sölvason, f. á Skálá í Sléttuhlíð 17.10.1863, d. 08.07.1942 á Siglufirði. Foreldrar: Sölvi Kristjánsson, síðast bóndi í Hornbrekku og Björg Þorsgteinsdóttir frá Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð. Björn var óskilgetinn og féll það í hlut móður hans ða annast uppeldið. Um 12 ára aldur fór hann til vandalausra. Var m.a. lengi hjá Sæmundi bónda í Haganesi og síðar ekkju hans Björgu. Hann vann jöfnum höndum til sjós og lands, var lengst af á hákarlaskipum á vorin, oftast sem stýrimaður.
Bóndi á Minni-Reykjum 1891-1892, Stóra-Grindli 1892-1893, Karlsstöðum 1893-1898, Sléttu 1898-1903 og Hamri 1903-1918. Keypti Björn Hamar og byggði þar annað timburhúsið sem byggt var í Austur-Fljótum. Árið 1918 hættu þau hjónin búskap, seldu jörðina og fluttust til Siglufjarðar og áttu þar heima síðan.
Maki: Guðrún Margrét Símonardóttir (1869-1956) frá Fyrirbarði. Þau eignuðust fjögur börn sem létust öll í æsku. Þau ólu upp fjóra drengi, suma að öllu leyti, en þeir voru:
Hafliði Jónsson (1894-1967), Bergur Guðmundsson (1900), Kristinn Ásgrímsson (1894) og Björn Guðmundur Sigurbjörnsson (1913).

Sigurjón Sumarliðason (1867-1954)

  • S03046
  • Person
  • 6. nóv. 1867 - 9. maí 1954

Fæddur í Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar: Sumarliði Guðmundsson bóndi og póstur og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurjón ólst að nokkru upp hjá foreldrum sína en fór snemma til vandalausra. Um tvítugt flutti hann með foreldrum sínum til Eyjafjarðar. Bjuggu þau m.a. að Lögmannshlíð og í Skjaldarvík en fluttu að Ásláksstöðum. Sigurjón gerðist fylgdarmaður föður síns á póstferðum milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði. Árið 1888 fór hann til Ameríku og dvaldi þar í fimm ár. Heimkominn gerðist hann aftur fylgdarmaður föður síns en tók alfarið við póstferðunum árið 1902 og hélt því starfi til 1916. Jafnframt póstferðalögunum ferðaðist Sigurjón mikið með útlendingum og hélt því starfi áfram, eftir að hann hætti póstferðum. Sigurjón gerðist bóndi á Ásláksstöðum 1895 og bjó til 1930. Byggði hann sér þá hús á Akureyri, við Munkaþverárstræti 3 og bjó þar síðan. Fyrir vel unnið starf í þjónustu landsins, var Sigurjón sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Árið 1909 giftist Sigurjón Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Víðivöllum i Fnjóskadal, þau áttu einn fósturson.

Benjamín Franklín Jónasson (1886-1963)

  • S03049
  • Person
  • 26. maí 1886 - 13. des. 1963

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Járn- og vélsmiður á Seyðisfirði. Kvæntist Karítas Ingibergsdóttur.

Anna Jónsdóttir (1798-1881)

  • S03053
  • Person
  • 1798 - 5. okt. 1881

Anna Jónsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi árið 1798. Faðir: Jón Þorkelsson (1765-1843), síðast bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja.
Kvæntist árið 1830, Birni Þórðarsyni (1801-1890). Húsfreyja á Ysta-Hóli og Skálá. Þau voru barnlaus.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Árni Ragnarsson (1949-

  • S03073
  • Person
  • 6. mars 1949-

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar. Arkitekt á Sauðárkróki. Kvæntur Ásdísi Hermannsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Þorgils Guðmundsson (1892-1975)

  • S03075
  • Person
  • 4. des. 1892 - 26. júní 1975

Íþróttakennari og ráðsmaður við Hvanneyrarskóla, fæddur og uppalinn á Valdastöðum í Kjósarsýslu. Starfaði seinna á fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík og var einnig gjaldkeri ÍSÍ um tíma. Kvæntist Halldóru Sigurðardóttur frá Fiskilæk í Melasveit, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Ólafsson (1885-1958)

  • S03076
  • Person
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal. Lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1904. Stundaði barnakennslu á Ljósavatni, Skútustöðum, Djúpavogi og víðar 1904-1909. Lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1910. Kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka 1910-1912 og farkennari í Fnjóskadal 1912-1920, stundaði búskap samhliða. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1920-1928 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1928-1955. Var við nám í Englandi 1921 og í Noregi 1939.
Maki: Ólöf Sigurðardóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eignuðust átta börn.

Bjarni Bjarnason (1889-1970)

  • S03081
  • Person
  • 23. okt. 1889 - 2. ágúst 1970

Fæddur að Búðarhóli í Landeyjum. Gagnfræðapróf Flensborg 1909. Kennarapróf KÍ 1912. Kennarapróf í íþróttum og sundi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn 1914. Námsför til Stokkhólms 1929. Kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912–1915, skólastjóri 1915–1929. Jafnframt leikfimikennari við Flensborgarskóla 1912–1927 og íþróttakennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnarfirði. Keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918–1930. Skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni 1929–1959. Jafnframt stundakennari við skóla Björns Jakobssonar, síðar Íþróttakennaraskóla Íslands 1932–1946 og Húsmæðraskóla Suðurlands 1942–1952. Ráðsmaður við skólabúið að Laugarvatni 1935–1953, sjálfur bóndi þar 1953–1962 og átti þar heima til 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Formaður Sambands íslenskra barnakennara frá stofnun 1921–1927, í stjórn til 1931. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1933–1956. Gæslustjóri Búnaðarbanka Íslands 1938. Kosinn í landsbankanefnd 10. mars 1938. Í stjórn Íþróttakennaraskóla Íslands 1942–1960. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1945–1960 og fulltrúi á Búnaðarþingi 1946–1962. Í stjórn Stéttarsambands bænda 1953–1960. Átti sæti í tryggingaráði 1953–1956 og 1959–1967.
Alþingismaður Árnesinga 1934–1942, alþingismaður Snæfellinga 1942 (Framsóknarflokkur). Gaf út 1969–1970 Suðra, bók í þrem bindum um sunnlensk málefni.
Maki 1: Þorbjörg Þorkelsdóttir (fædd 9. október 1896, dáin 21. apríl 1946), þau voru barnlaus.
Maki 2: Anna Jónsdóttir (fædd 22. apríl 1906, dáin 24. júlí 1977), þau eignuðust tvö börn.

Erlingur Pálsson (1895-1966)

  • S03088
  • Person
  • 3. nóv. 1895 - 22. okt. 1966

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum. ,,Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir. Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Erlingi var boðið starfið, sem hann þáði, með því skilyrði að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýskalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dagleg störf lögregluliða. Eftir ársdvöl ytra kom hann heim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun til útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti kvæntist hann Sigríði Sigurðardóttur frá Ámanesi í Hornafirði, þau eignuðust tíu börn.
Erlingur var mikill íþróttafrömuður, einkum á sviði sundíþróttarinnar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1951 og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951."

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989)

  • S03090
  • Person
  • 17. ágúst 1919 - 5. nóv. 1989

Fæddur að Fremstagili í Langadal. Smiður og bóndi á Sólheimum á Blönduósi. Kvæntist Lilju Þorgeirsdóttur frá Hólmavík, þau eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Agnar dóttur.

Haukur Kristjánsson (1928-1994)

  • S03092
  • Person
  • 13. júlí 1928 - 15. júlí 1994

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Bifvélavirki, verkstjóri í mjólkurstöð KEA á Akureyri. Haukur kvæntist Önnu Steindórsdóttur frá Akureyri 26. janúar 1952, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Guðjónsson (1960-

  • S03095
  • Person
  • 14. okt. 1960-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Verkfræðingur í Reykjavík, m. Steinunn Sigurþórsdóttir frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Agnes Hulda Agnarsdóttir (1960-

  • S03096
  • Person
  • 30. sept. 1960-

Foreldrar: Agnar Bragi Guðmundsson b. og smiður á Blönduósi og k.h. Lilja Þorgeirsdóttir. Hjúkrunarfræðingur. Kvænt Ingimundi Guðjónssyni tannlækni á Sauðárkróki, þau eiga fimm börn.

Jes Einar Þorsteinsson (1934-

  • S03097
  • Person
  • 5. sept. 1934-

,,Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París og útskrifaðist sem arkitekt frá Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts árið 1967. Á námsárunum vann hann í tvö sumur hjá Gísla Halldórsssyni arkitekt og með námi hjá Högnu Sigurðardóttur arkitekt og á ýmsum teiknistofum í París. Strax að námi loknu hóf Jes rekstur eigin teiknistofu sem hann hefur rekið í eigin nafni alla tíð. Jes Einar er án vafa kunnastur fyrir hönnun mannvirkja á sviði íþrótta og heilsugæslu. Allan sinn starfsaldur hefur Jes Einar verið áberandi og leiðandi í félagsstarfi Arkitektafélagsins og lagt sitt af mörkum í hagsmunamálum arkitekta. Hann var formaður félagsins 1984-85, ritari 1971-72 og meðstjórnandi 1983 og 1986. Þá hefur hann setið í gjaldskrár-, samkeppnis- og siðanefndum félagsins og verið fulltrúi þess í stjórn Bandalags Íslenskra Listamanna. Mest er þó arfleifð hans í menntamálum stéttarinnar. Þar ber hæst vinna hans við ÍSARK og síðar við að stuðla að varanlegri kennslu í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi."

Guðmundur Svavar Valdimarsson (1920-1991)

  • S03108
  • Person
  • 28. maí 1920 - 11. okt. 1991

,,Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ársgamall flutti hann að Garði í Hegranesi og bjó fjölskyldan þar til 1927 er þau fluttu til Sauðárkróks. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðingabrautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðarhús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, en byrjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. Í áratugi var hann sýningarmaður í Sauðárkróksbíói, og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess." Mundi og Bogga eignuðust tvær dætur.

Sigurður Guðmundsson (1885-1958)

  • S03132
  • Person
  • 4. maí 1885 - 21. des. 1958

Foreldrar: Guðmundur Pétursson b. á Syðri-Hofdölum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var húsasmíðameistari í Reykjavík. Teiknaði meðal annars Austurbæjarskólann og Þjóðminjasafnið. Maki: Svanhildur Ólafsdóttir.

Gunnar Guðmundsson (1955-

  • S03133
  • Person
  • 11. nóv. 1955-

Foreldrar: Guðmundur Jóhann Sigmundsson b. í Víðinesi í Hjaltadal og k.h. Fjóla Gunnlaugsdóttir. Bóndi í Víðinesi 1977-2012, nú búsettur á Fáskrúðsfirði, starfsmaður Alcoa fjarðaáls á Reyðarfirði.

Svanborg Guðjónsdóttir (1950-

  • S03135
  • Person
  • 20. jan. 1950

Foreldrar: Guðjón Ingimundarson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Svanborg starfaði lengi á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maður hennar er Sigurjón Gestsson, þau eiga tvö börn. Búsett á Sauðárkróki.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

María Kristjánsdóttir (1905-1996)

  • S03143
  • Person
  • 10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Anna Jósafatsdóttir (1910-1984)

  • S03407
  • Person
  • 11.04.1910-01.01.1984

Anna Jósafatsdóttir, f. í Húsey í Hólmi í Skagafirði 11.04.1910, d. 01.01.1984. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson (1853-1934) bóndi í Húsey, og Ingibjörg Jóhannsdóttir vinnukona hans. Anna fóru í fóstur á fyrsta ári en fluttist með föður síðun að Ytri-Hofdölum 1914 og Hlíð í Hjaltadal. Hún fór í unglingaskóla á Hólum. Hún og Jónas hófu búskap á Hranastöðum í Eyjafirði. Vorið 1947 fóru þá að Hafursá á Fljótdalshéraði. Þaðan fóru að Skriðuklaustri tveimur árum síðar. Fyrstu árin var Anna á Akureyri á vetrum og hélt heimili fyrir eldri börnin sem voru í skóla. Frá 1962 bjuggu þau í Lagarfelli og í Reykjavík yfir þingtímann.
Heimili: Axlarhagi, Akrahr. Húsfreyja á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, Eyj. Síðast bús. í Fellahreppi.
Maki: Jónas Pétursson. Þau eignuðust þrjú börn.

Jakob Jón Símonarson (1864-1935 )

  • S03162
  • Person
  • 04.01.1864-24.10.1935

Jakob Jón Símonarson, f. í Hólakoti á Höfðaströnd 04.01.1864, d. 24.10.1935 á Hofsósi. Foreldrar: Símon Sigvaldason (1837-1887) bóndi í Hólakoti og kona hans Hólmfríður Jakobsdóttir frá Tumabrekku. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum í Hólakoti til 1886, en eitthvað af þeim árum mun hann hafa dvalist hjá Pétri Jónssyni frænda sínum á Syðri-Hofdölum. Árið 1887 fluttist hann að Garði í Kelduhverfi og var þar eitt ár en fór síðan að Skinnastað og var þar ráðsmaður hjá sr. Þorleifi Jónssyni og naut þar fræðslu.
Maki: María Þórðardóttir (30.06.1860-08.12.1936) frá Sævarenda í Loðmundarfirði. Þau giftust árið 1887.
Árið 1899 komu Jakob og María í Skagafjörð og settust að á Höfða. Fluttust í Ártún við Grafarós árið 1890 og voru þar til 1892, er þau fluttust að Brekku við Hofsós, sem Jakob var þá búinn að byggja. Jafnhliða þeirri uppbyggingu stundaði hann smíðar og ýmsar viðgerðir. Hann átti sjálfur tvo báta, feræring og sexæring, og hélt þeim út frá Hofsósi.
Jakob og María skyldu árið 1897 og fór hún austur á Seyðisfjörð og síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust einn son. Síðar hafði Jakob ráðskonu, þar til árið 1912 að þau fluttust til hans, Guðmundur Guðmundsson og Bjargey Kristjánsdóttir. Sáu þau um Jakob þar til hann lést. Hafði hann þá gefið eign sína, Brekku, dóttur þeirra, Margréti Guðmundsdóttur.

Jóhann Jónsson (1892-1964)

  • S03051
  • Person
  • 16.02.1892-01.10.1964

Jóhann Jónsson, f. á Minna-Felli í Sléttuhlíð 16.02.1892, d. 01.10.1964 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi í Minna-Felli og kona hans Anna Jóhannsdóttir. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu ári ní Minna-Felli og var hjá þeim aldamótaárið 1900-1901 á Keldum í Sömu sveit. Þá brugðu þau búi og byggði Jón húskofa á Búðarhóli hjá Höfða. Þar bjuggu þau tvö ár en fluttust að Ytra-Ósi við Höfðavatn árið 1903, þar sem Jóhann var síðan til fullorðinsára. Var hann talinn fyrir búi foreldra sinna á Ytra-Ósi árin 1912-1913 en faðir hans lést 1914. Þá tók Anna ystir hans og Jóhann Eggertsson mágur hans við heimilisforráðum í Ytra-Ósi og mun Jóhann hafa verið í vinnumennsku eða lausamennsku næst árin. Árið 1918 keypti hann Geirmundarhól um vorið. Um haustið varð hann að skila aftur hálfri jörðinni en taka lán til að geta staðið í skilum með hinn helming jarðarinnar. Haustið 1919 seldi hann aftur þann jarðarpart og brá búið 1921. Þá fóru mæðginin í húsmennsku að Skálá og lést Anna þar vorið 1924. Jóhann stundaði vinnu og var m.a. eitthvað við sjósókn frá Siglufirði. Árið 1925 komst hann haftur yfir jarðnæði og hóf búskap á Krákustöðum, sem í dalegu tali voru jafnan nefndir Kot og bjó þar í 18 ár, til ársins 1943, en þá voru allar aðrar jarðir í dalnum komnar í eyði. Fluttist Jóhann þá að Mýrum og keypti þá jörð tíu árum síðar. Þar var auðveldara um aðdrætti og sjósókn, sem hann stundðai jafnan meðfram búskapnum
Fyrstu árin var Guðný, systir Jóhanns, ráðskona hjá honum, en árið 1928 kom Rósa Jóakimsdóttir til hans sem ráðskona. Hún var ekkja Björns Jónssonar frá Teigum í Flókadal, sem fórst með Maríönnu árið 1922.
Maki (sambýliskona frá 1928): Rósa Jóakomsdóttir (29.08.1893-23.08.1972) frá Nefsstöðum í Stíflu. Eftir að Jóhann dó bjó hún áfram með Eggert syni sínum á Mýrum, meðan heilsda leyfði. Rósa og Jóhann eignuðust 3 börn saman. Milli manna átti Rósa einn son og einnig átti hún börn með fyrri manni sínum.

Stefán Jón Sigurjónsson (1874-1970)

  • S03153
  • Person
  • 04.11.1874 - 06.08.1970

Stefán Jón Sigurjónsson var fæddur 4. nóv. 1874 í Grafargerði, Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Stefán var bóndi á Teigi og Skuggabjörgum í Hofshreppi og síðar bóndi á Skuggabjörgum. Fyrri kona Stefáns hét Bóthildur Þorleifsdóttir og eignuðust þau tvær stúlkur sem báðar létust skömmu eftir fæðingu. Bóthildur lést árið 1906.
Árið 1908 tók Stefán saman við Arnfríði Guðrúnu Sveinsdóttur og eignaðist með henni 6 börn sem öll urðu mjög langlíf.
Samhliða bústörfum á Skuggabjörgum stundaði Stefán sjóinn og var eftirsóttur háseti. Stefán hætti bústörfum árið 1950 en þá tóku synir hans við búinu, hann bjó þar áfram í húsmennsku allt þar til kona hans deyr, en þá var hann ýmist á Skuggabjörgum á á Gili í Borgarsveit hjá Elísabetu dóttur sinni og tengdasyni , en þar naut hann síðustu æviára sinna.

Páll Þórðarson (1860-1955)

  • S03154
  • Person
  • 05.11.1860-10.02.1955

Páll Þórðarson, f. í Hólum í Öxnadal 05.11.1860, d. 10.02.1955 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þórður Pálsson, bóndi í Hólum og víðar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum. Hann var bóndi á Þorljótsstöðum 1889-1895, Goðdölum (á móti sr. Vilhjálmi Briem) 1895-1897. Keypti Gil í Borgarsveit og bjó þar 1897-1908. Leigði þá Gil og flutti til Sauðárkróks aftur. Bóndi á Gili 1922-1923 er hann seldi Gil og flutti aftur til Sauðárkróks. Þar stundaði hann ýmsa vinnu og sótti sjó. Var einnig mikið við byggingarvinnu og viðgerðir hjá bændum. Kona: Inga Gunnarsdóttir (19.07.1860-27.05.1952) frá Efstalandskoti. Þau eignuðust eina dóttur.

Björn Magnússon (1879-1939)

  • S03156
  • Person
  • 17.03.1879-26.01.1939

Björn Ólafur Magnússon f. á Selnesi á Skaga 17.03.1879-26.01.1939 í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Selnesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum en faðir hans lést er Björn var um tvítugt. Tók hann þá við heimilisforsjá ásamt móður sinni. Einnig stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. útræði úr Selvík og fuglatekju við Drangey. Eftir þriggja ára búskap á Borgarlæk fluttust þau mæðginin á Sauðárkrók. Fengu þar inni hjá Vigfúsi bróður Björns. Til ársins 1934 bjuggu þau í leiguhúsnæði en það ár keypti Björn Odda, gamla sjóðbúð þar sem nú er Freyjugata 26 og bjó þar með fjölskyldu sinni og móður til dauðadags.
Björn hafði fast skipsrúm hjá Bjarna Sigurðssyni formanni frá Hólakoti, bði sem háseti og beitningamaður. Var einnig við eggja- og fuglatekju í Drangey. Eftir lát Bjarna sótti Björn til Drangeyjar með eigin útveg. Vann hann mörg haust í sláturhúsi og tvö sumur voru þau hjón hjá sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbæ í kaupavinnu. Nokkur síðustu sumur ævinnar vann Björn hjá Sigurði Péturssyni verkstjóra frá Sauðárkróki í vita- og hafnabyggingum víðs vegar um land. Haustið 1938 kom hann heim frá því starfi fársjúkur og var fljótlega fluttur til Reykjavíkur á Landspítalann þar sem hann lést eftir nokkurra mánaða legu.
Maki: Karitas Jóhannsdóttir, f. 03.03.1894 í Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 11.09.1979 í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni.

Gísli Jóhannesson (1887-1974)

  • S03157
  • Person
  • 18.10.1887-04.09.1974

Gísli Jóhannesson, f. á Hrauni á Skaga 18.10.1887, d. 04.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Jóhannesson bóndi í Neðra-Nesi og kona hans Margrét Stefánsdóttir. Gísli ólst upp á heimili foreldra sinna í Neðra-Nesi og vann á búi þeirra. Er faðir hans lést árið 1915 tók Gísli við búinu og bjó á jörðinni til ársins 1923, er hann fluttist að Kleif. Gísli bjó á Kleif til ársins 1935 hann fluttist til Sauðárkróks ásamt fjölskyldu sinni. Reisti hann þar íbúðarhús ásamt Gunnari bróður sínum sem jafnan fylgdi Gísla og fjölskyldu hans.
Marki: Jónína Árnadóttir (04.08.1893-d. 18.11.1980) frá Syðra-Mallandi.
Þau eignuðust þrjá syni en einn þeirra lést á fyrsta ári.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

Verslun Pálma Péturssonar

  • S03182
  • Einkafyrirtæki

Verslun Pálma Péturssonar var rekin í Sæborg við Aðalgötu 8 á Sauðárkróki. Pálmi Pétursson verslunarmaður rak búðina og undir það síðasta fékk hann hjálp frá fóstursyni sínum Eysteini Bjarnasyni við reksturinn.

Hrefna Sigmundsdóttir (1922-2013)

  • S03180
  • Person
  • 21.02.1922-16.04.2013

Hrefna Sigmundsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1922 og lést 16. apríl 2013.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg. Fósturforeldrar Hrefnu voru Páll Bjarnason skólastjóri, f. 26. júní 1884, , og kona hans Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. júlí 1889. Hrefna var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var á níunda árinu. Maður Hrefnu var Karl Guðmundsson verkstjóri, kjötmatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1907, d. 11. september 1993. Börn þeirra:

  1. Páll Karlsson trésmiður, f. 25. apríl 1958. Kona hans er Elva Önundardóttir.
  2. Guðmundur Dýri Karlsson verktaki, rekur fyrirtækið Fasteignaviðhald, f. 3. janúar 1959. Kona hans er Magnea Þuríður Ingvarsdóttir.
  3. Sigrún Sif Karlsdóttir kennari, f. 31. júlí 1964. Maður hennar er Már Guðlaugsson.
    Hún var fósturbarn Dýrfinnu Gunnarsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar skólastjóra 1934 og síðar. Eftir lát Páls 1938 fluttust Dýrfinna og Hrefna í til Reykjavíkur, bjuggu í fyrstu í Skerjafirði, fluttu 1946 að Sundlaugarvegi 7 .

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.

Jóhannes Bjarnason (1896-1944)

  • S03188
  • Person
  • 19.08.1896-24.04.1944

Jóhannes Bjarnason, f. á Þorsteinsstöðum í Tungusveit 19.08.1896, d. 24.04.1944 á Sauðárkróki. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson bóndi í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit og kona hans Elín Finnbogadóttir. Jóhannes naut venjulegrar barnafræðslu og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau fluttu að Ytri-vartárdal 1915. Árið 1920 keypti Finnbogi, bróðir Jóhannesar, jörðina Merkigil og kom Jóhannes síðar inn í þau kaup og var skráður bóndi þar frá 1923. Bjó þar þangað til hann lést árið 1944 og hafði þá verið með krabbamein í nokkur ár.
Maki: Monika Sigurlaug Helgadóttir (25.11.1901-10.06.1988). Þau eignuðust átta börn. Monika bjó áfram á Merkigil eftir að Jóhannes lést.

Solveig Halldórsdóttir (1898-1989)

  • Person
  • 08.01.1898-31.08.1989

Solveig Halldórsdóttir, f. 08.01.1898, d. 31.08.1989. Foreldrar:

  1. jan. 1898 - 31. ágúst 1989
    Húsmóðir á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, síðast búsett á Akureyri.
Niðurstöður 3741 to 3825 of 6401