Sýnir 6496 niðurstöður

Nafnspjöld

Hjalti Árnason (1915-2010)

  • S02476
  • Person
  • 11. jan. 1915 - 4. júlí 2010

Hjalti fæddist á Víkum á Skaga A-Hún., sonur hjónanna Árna Antoníusar Guðmundssonar bónda og smiðs í Víkum og Önnu Lilju Tómasdóttur húsfreyju.
Hjalti kvæntist Önnu Lilju Magnúsdóttur og varð þeim níu barna auðið. Hjalti og Anna Lilja bjuggu allan sinn búskap á Skeggjastöðum í Blöndudal. ,,Meðfram búskapnum starfaði Hjalti sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra."

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Sigurjón Samúelsson (1936-2017)

  • S02508
  • Person
  • 6. feb. 1936 - 4. ágúst 2017

Sigurjón var fæddur á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp, sonur hjónanna Samúels G. Guðmundssonar bónda og Hildar Hjaltadóttur húsfreyju og ljósmóður. Sigurjón fór snemma til sjós, fór m.a. til Grindarvíkur á vertíð. Hann fór á Hvanneyri á vélanámskeið og vann lengi á jarðýtu hjá Búnaðarfélaginu. Um 1958 tók Sigurjón við búinu á Hrafnabjörgum. Sigurjón sat lengi í hreppsnefnd Ögurhrepps og seinna Súðavíkurhrepps, var einnig formaður búnaðarfélags Ögurhrepps nokkurn tíma og sat í stjórn Ræktunarsambands Ögur- og Reykjafjarðarhrepps. Sigurjón átti gífurlega stórt hljómplötusafn, sem hann hafði safnað um árabil. Hann var mikill unnandi tónlistar. Hann eignaðist tvo syni.

Sveinn Einarsson (1934-

  • S02510
  • Person
  • 18. sept. 1934-

Sveinn er sonur hjónanna Kristjönu Þorsteinsdóttur píanókennara og Einars Ól. Sveinssonar prófessors og fyrrum forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Kvæntist Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, þau eignuðust eina dóttur. ,,Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin 1961 og 1962. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005." Sveinn hefur fengist mikið við ritstörf.

Sigurlaug Bjarnadóttir (1926-

  • S02511
  • Person
  • 4. júlí 1926-

Sigurlaug fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson bóndi og Björg Björnsdóttir húsfreyja. Maki Sigurlaugar var Þorsteinn Óskarsson Thorarensen, þau eignuðust þrjú börn. Sigurlaug er fyrrum menntaskólakennari, borgarfulltrúi og alþingismaður.

Sigurður Nordal (1886-1974)

  • S02517
  • Person
  • 14. sept. 1886 - 21. sept. 1974

Sigurður var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Björg Sigurðardóttir húsfreyja og Jóhannes Nordal íshússtjóri. Sigurður ólst upp hjá föðurbróður sínum Jónasi Guðmundssyni og Steinunni Steinsdóttur konu hans. Hann varð stúdent frá MR árið 1906 og lauk meistaraprófi frá Hafnarháskóla í norrænum fræðum 1912 og Dr. phil.-prófi 1914 frá sama skóla. Einnig stundaði hann heimspekinám í Berlín og Oxford 1917 - 1918. Sigurður var prófessor í íslenskum fræðum og íslenskum skáldskap og menningarsögu. Hann var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957. Eftir Sigurð liggur fjöldi merkra ritverka, einnig greinar, ljóð og leikrit.
,,Sigurður Nordal var útgáfustjóri Íslenskra fornrita 1933-1951, ritstjóri Studia Islandica 1937-1953 og Monumenta typographica 1-5, en meðritstjóri Nelson's Icelandic Texts og meðútgefandi tímaritsins Vöku 1927-1929. Hann var þjóðernishyggjumaður og lagði rækt við íslenskt mál og íslenska hugsun. Þótt íslensk fræði hafi verið stunduð hér á landi á undan Sigurði Nordal af mönnum eins og Sveinbirni Egilssyni og Birni M. Ólsen var það fyrst með honum að verulega fór að kveða að rannsóknum í íslenskum fræðum við æðri menntastofnanir og áhrifa þeirra að gæta út fyrir landsteinana. Ritskýringar hans og lýsing á þróun íslenskra bókmennta voru um eitt skeið viðteknar þar sem þessi fræði eru stunduð.
Sigurður aðhylltist svokallaða bókfestukenningu um uppruna Íslendinga sagna. Sigurður setti saman Íslenska lestrarbók 1400 - 1900 árið 1924. Þar birti hann ritgerð sína um samhengið í íslenskum bókmenntum sem er stórsaga íslenskra bókmennta um aldir. Þetta bókmenntasöguyfirlit hafði mikil áhrif og ekki síður val hans á bókmenntaverkum til lestrar því bókin var notuð í skólum í áratugi." Fyrri kona Sigurðar var Nanna Henriksson. Seinni konan hans var Ólöf Nordal, þau eignuðust tvo syni.

Steinþór Heiðarsson (1974-

  • S02520
  • Person
  • 26. mars 1974-

Ættaður frá Tjörnesi S- Þingeyjarsýslu. Stúdent frá MA og BA - próf í sagnfræði frá HÍ.

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Einkafyrirtæki
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Hrólfur Þorsteinsson (1886-1966)

  • S02829
  • Person
  • 21. maí 1886 - 14. okt. 1966

Hrólfur Þorsteinsson, f. á Litladalskoti í Tungusveit. Foreldrar: Þorsteinn Lárus Sigurðsson bóndi á Skatastöðum og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hrólfur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi, Hofi í Vesturdal og Skatastöðum. Maki: Valgerður Kristjánsdóttir, f. 25.05.1888. Þau eignuðust 7 börn og ólu einnig upp fósturdótturina Jóhönnu Kristjánsdóttur. Þau bjuggu á Ábæ 1909-1912, síðan á Skatastöðum í eitt ár, aftur á Ábæ 1913-1929 síðan á Stekkjarflötum. Síðustu árin var hann þar í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar en stundaði þó sauðfjárbúskap til dánardags. Hrólfur var þekktur gangnamaður og í 70 haust fór hann í haustgöngur.

Vigfús Jónsson (1711-1761)

  • S02843
  • Person
  • 1711 - 22. apríl 1761

Foreldrar: Jóns Vigfússonar á Hofi og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Vigfús varð stúdent frá Skálholtsskóla 1728. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álftafirði haustið 1734 og varð síðan prestur í Stöð í júli 1737. Maki: Guðrún Jónsdóttir, ekkja eftir séra Högna Guðmundsson prest í Stöð. Þau eignuðust þrjár dætur. Fæddist hin fyrsta, Guðríður, árið 1739 og orti þá prestur Barnaljóðin, eins konar heilræðavísur til hennar. Jón Eiríksson gaf síðan þessi ljóð móðurbróður síns út í Kaupmannahöfn 1780. Önnur útgáfa kom einnig út í Kaupmannahöfn 1838. Séra Vigfús samdi einnig Hugvekjur út af öllum Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og voru þær gefnar út í Kaupmannahöfn 1833.

Ungmennafélag Íslands (1907-)

  • S02838
  • Félag/samtök
  • 02.08.1907

Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907 en þann dag hafði fjöldi fólks komið saman til að halda þjóðhátíð, aðra í röðinni frá því þjóðhátíðin mikla fór þar fram árið 1874. Jóhannes Jósefsson glímukappi frá Akureyri var einn sex ungra manna sem stofnuðu félagið og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Fyrir daga ungmennafélaganna voru búnaðarfélög og lestrarfélög helstu félögin sem var að finna á landsbyggðinni. Einnig nokkur málfundafélög, kvenfélög og bindindisfélög. Íþróttafélög voru fáséð á þessum tíma. Samkvæmt Félagatali sem Þorsteinn Einarsson tók saman í tilefni af 90 ára afmmæli voru 32 félög sem kalla má undanfara ungmennafélaganna, sem voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldar og kenndu sig m.a. við framfarir, bindindi, málfundi, glímu og fimleika.
Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar var vorhugur í æskufólki á Íslandi. Unga fólkið neitaði að lúta höfði fyrir dönskum kóngi og dönskum fána og vildi eignast sitt eigið þjóðarmerki sem tákn fyrir vaknandi sjálfstæðishug þjóðarinnar. Eins og nærri má geta urðu Íslendingar ekki sammála um þetta frekar en nokkuð annað. Deilurnar um nýjan íslenskan fána tóku á sig ýmsar myndir áður en lauk. Um eitt voru menn þó sammála. Hið gamla innsigli Íslands með mynd af flöttum þorski og kórónu Danakóngs yfir þar sem þorskhausinn skyldi vera var óhafandi og skyldi varpast í ystu myrkur. Fánamálið var nátengt sjálfstæðismálinu en um þetta leyti virtust vera sóknarfæri til að lina tök Dana á íslensku þjóðinni.
Hugmyndasmiðurinn að hinum bláhvíta fána var Einar Benediktsson skáld. Þann 13. mars 1897 skrifaði hann í blað sitt Dagskrána grein sem nefndist „Íslenzki fáninn.“ Þar varpaði hann fyrstur manna fram hugmyndinni um sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. „Þjóðlitir Íslands eru hvítt og blátt og tákna himininn og snjóinn,“ bætti Einar við. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, sem var formaður Hins íslenska kvenfélags hafði forgöngu um að sauma fyrsta bláhvíta fánann þá um sumarið. Hann var fyrst borinn í skrúðgöngu við upphaf þjóðhátíðar sem Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir 2. ágúst sama ár. Í kjölfarið tók UMFÍ hann upp á sína arma.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Frank Herlufsen (1941-2015)

  • Person
  • 1941-2015

Frank fæddist árið 1941. Hann var tónlistarkennari og skólastjóri víða, M.a. var hann skólastjóri Tónlistarskóla Ólafsfjarðar, í Grindavík og Kópavogi. Hann var kórstjórnadi, t.d. kirkjukórum og karlakórum. Frank kenndi á mörg hljóðfæri, mest á píanó.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Þóra Rósa Stefánsdóttir (1938-1991)

  • S02854
  • Person
  • 18. sept. 1938 - 10. mars 1991

Foreldrar: Stefán Rósantsson og Helga Guðmundsdóttir á Gilhaga. Rósa ólst upp í stórum systkinahóp á Gilhaga. Ung gegndi hún húsmóðurhlutverkinu á bænum í veikindum móður sinnar. Rósa átti heimili að Gilhaga uns hún fluttist að Reykjum. Rósa gekk tvo vetur í skóla á Löngumýri, 1957-1959, og kenndi síðar vélprjón við skólann. Hún vann m.a. í mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þá var hún lengi húsvörður í Félagsheimilinu Miðgarði. Hún var listfeng og handlaginn og saumaði m.a. altarisdúk í Reykjakirkju. Hún söng í kirkjukór Reykjakirkju og tók virkan þátt í hvers konar menningar- og líknarmálum, m.a. starfi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps. Maki: Indriði Jóhannesson. Þau eignuðust ekki börn.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Gunnar Steindórsson (1922-2002)

  • Person
  • 1922-2002

Gunnar var fæddur 1922. Foreldrar hans voru Kristbjörg Dúadóttir húsfreyja og bæjarfógetaritari og Steindór Steindórsson grasafræðingur og skólastjóri, frá Hlöðum.
Steindór kvæntist árið 1946, Guðrúnu Sigbjörnsdóttur tryggingafulltrúa. Börn þeirra:Steindór, Sigbjörn, Gunnar og Kristín.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá MA árið 1944. Árabilið 1945 til 1946 starfaði hann í Dómsmálaráðuneytinu, síðan vann hann hjá Bifriðaeftirliti ríkisins 1946-1953, Slökkviliðinu 1953-1966 og starfaði hjá MA þar sem hann gengdi kennarastarfi frá 1969-1972. Hann vann við Iðnskólann og síðar við Verkmenntaskólann á Akureyri þar til hann lét af störfum vegna aldurs

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (1866-1931)

  • S02865
  • Person
  • 24. júní 1866 - 22. ágúst 1931

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 24.06.1866 í Héraðsdal. Foreldrar: Guðjón Jónsson fyrrum bóndi í Áshildarholti og Sæunn Björnsdóttir, þau voru ekki í sambúð. Gekk í kvennskólann á Laugalandi 1892-1893. Ólst að mestu leiti upp í Sölvanesi hjá þeim Sveini Guðmundssyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Maki: Gottskálk Albert Björnsson, f. 1869. Þau eignuðust átta börn. Hólmfríður og Gottskálk bjuggu á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901 og á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu frá 1901 til æviloka.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Sveinbjörn Albertsson (1901-1924)

  • S02866
  • Person
  • 30. júlí 1901 - 5. júní 1924

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og k.h. Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi), lengst af búsett í Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Lést aðeins 23 ára ógiftur og barnlaus.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-

  • S02875
  • Person
  • 29. ágúst 1943-2021

Foreldrar: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) og Guðjón Sigurðsson (1908-1986) bakari á Sauðárkróki. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Maki: Björn Björnsson fv. skólastjóri, þau eignuðust þrjár dætur.

Eyjólfur Sveinsson (1947-

  • S02896
  • Person
  • 18. sept. 1948-

Foreldrar: Sigríður Aðalheiður Friðriksdóttir og Sveinn Þ. Sveinsson, Ytri-Ingveldarstöðum. Maki: Ingibjörg Axelsdóttir, þau eiga fjögur börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Jón Gíslason (1947-

  • S02901
  • Person
  • 18. nóv. 1947-

Foreldrar: Gísli Kristjánsson (1913-1967) og Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016). Ólst upp í Réttarholti í Blönduhlíð og er búsettur þar. Maki: Auður Friðriksdóttir.

Skarphéðinn Jóhannesson (1942-

  • S02890
  • Person
  • 12. mars 1942-

Skarphéðinn Jóhannesson f. 12.03.1942 á Merkigili. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason (1896-1944) og Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988) bændur á Merkigili í Austurdal. Búsettur í Hveragerði, starfaði hjá Landsvirkjun.
Maki 1: Sigríður Hrólfsdóttir frá Kolgörf á Efribyggð. Þau skildu.
Maki 2: Guðríður Fjóla Ólafsdóttir frá Kleif á Skaga, f. 1941.

Sigurður Sigurðsson (1950-

  • S02908
  • Person
  • 24.04.1950-

Foreldrar: Sigurður Anton Einarsson bóndi á Fitjum á Neðribyggð (1906-1968) og kona hans Helga Steindórsdóttir (1918-1994). Fyrrum bóndi og bifreiðastjóri í Héraðsdal I í Dalsplássi.
Maki: Auður Sveinsdóttir, f. 1954. Þau eiga þrjú börn.

Þorsteinn Ólafsson (1948-

  • S02911
  • Person
  • 29. júní 1948

Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Jónasdóttir (1914-2007) og Ólafur Þorsteinn Jónsson (1899-1948).
Bóndi á Kárastöðum í Hegranesi, ásamt systur sinni Lilju og bróður sínum Jóni. Jón lést af slysförum í Hjaltadalsá.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

A.C.Lambertsen

Virðist hafa verið einhvers konar fæðubótafyrirtæki í Danmörku.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1860-1922)

  • S03387
  • Person
  • 20.11.1860-26.12.1922

Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 20.11.1860, d. 26.12.1922. Móðir: Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)
Skráð ekkja á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp í sóknarmannatali 1918.

Guttormur Vigfússon Þormar (1928-2015)

  • S0
  • Person
  • 1928-2015

Guttormur var fæddur á Neskaupstað. Foreldrar hans voru Vigfús Guttormsson og Ingibjörg Guttormsson, fædd Biskoptoð. Guttormur var til sjós eftir að barnaskóla lauk. Hann lauk námi frá Sjómannaskólanum árið1951. Kona hans var Áslaug Sigurðardóttir snyrtifræðingur. Börn þeirra :Drengur sem lifði aðeins í þrjár vikur, og dæturnar Magnea og Sigurbjörg Ásta.

Ólafur Kristjánsson (1884-1958)

  • S02919
  • Person
  • 15. júní 1884 - 15. nóv. 1958

Foreldrar: Kristján Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, síðast búsett á Ábæ í Austurdal. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Keldulandi til 1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal eitt ár, á Tyrfingsstöðum á Kjálka í fjögur ár og á Ábæ til fullorðinsára. Hann nam trésmíðar á Akureyri um 1906-1908 og síðan voru trésmíðar jafnan hans aðalstarf. Ólafur hóf, ásamt fyrri konu sinni, búskap á Ábæ sumarið 1912 og voru þau þar eitt ár. Fluttust þaðan að Glæsibæ í Staðarhreppi og voru þar um skeið. Árið 1932 hóf hann, ásamt seinni konu sinni, búskap á hluta af jörðinni Sveinsstöðum og bjuggu þau þar til 1945. Þar áttu þau heimili áfram til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri síðari árin. Árið 1955 fluttist Ólafur til Akureyrar og dvaldist þar síðustu þrjú æviárin, ýmist á Kristneshæli þar sem kona hans starfaði eða hjá dóttur þeirra á Akureyri. Ólafur dvaldi löngum fjarri heimili sínu við smíðar og var yfirsmiður við fjölda bygginga í Lýtingsstaðahreppi. Þ.á.m. kirkjurnar á Ábæ, Mælifelli og Glaumbæ. Auk þessa stundaði hann vegavinnu um skeið. Heilsu hans tók að hnigna á árunum 1952-1955 svo hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu að staðaldri. Tók hann þá að sér umsjón með heimavistarbarnaskóla Lýtingsstaðahrepps, Steinsstaðaskóla, og kenndi þar jafnframt en kona hans var þá ráðskona við skólann.
Maki 1: Lilja Aðalbjörg Jóhannesdóttir f. 31.07.1886 í Litladal í Eyjafirði d. 20.10.1930 á Sauðárkróki. Hún lést af völdum gigtarsjúkdóma. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Guðlaug Egilsdóttir, f. 07.08.1905 á Sveinsstöðum, d. 03.05.1982 á Akureyri. Þau eignuðust eina dóttur.

Gunnar F Guðmundsson (1952-

  • S03131
  • Person
  • 30. okt. 1952-

Gunnar er sagnfæðingur. Hann er skjalavörður kaþólsku kirkjunnar,rithöfundur, skrifað m.a. ævisögu Jóns Sveinssonar (Nonna)

Grímur M.Helgason

  • Person
  • Ekki vitað

Cand.mag - Bókavörður Reykjavík

Guðjón Sveinsson (Mánabergi, Breiðdalsvík)

  • Person
  • 1937-2018

Guðjón fæddist að Þverhamri í Breiðdal 1937. Hann tók hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum 1961. Guðjón vann ýmis störf, var sjómaður, stýrimaður,kennari, afgreiðslumaður, skrifstofumaður, stundaði búskap og var virkur í trúnaðar og félagsstörfum. Hann skrifaði bækur fyrir börn og unglinga og fékk fyrstu verðlaun fyrir söguna Morgundögg. Guðjón samdi hann ljóð og smásögur

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Hákon Bjarnason (1907-1989)

  • S02930
  • Person
  • 13. júlí 1907 - 16. apríl 1989

Foreldrar: Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki við HÍ og Sigríður Jónsdóttir kennari við Kvennaskólann. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann 1932 fyrstur Íslendinga í þessum fræðum. Vann einn vetur sem aðstoðarmaður á Plantefysiologisk Laboratorium við sama háskóla. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands frá 1933 til loka 7. áratugarins. Kjörinn heiðursfélagi þess 1977. Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi í 42 ár, til 1977. Hákon dvaldist erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðannsóknum. Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi Hákon til 1941. Beitti sér mjög fyrir innflutningi trjátegunda til Íslands í störfum sínum sem og notkun lúpínu við landgræðslu. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins.
Maki 1: Guðrún Magnúsdóttir Þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Guðrún Bjarnason. Þau eignuðust fjögur börn.

Jakob Óskar Lárusson (1887-1937)

  • S02934
  • Person
  • 7. júlí 1887 - 17. sept. 1937

Var í Reykjavík 1910. Hóf ungur nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim árum var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað og gerðist hann einn helsti áhrifamaður. Að loknu guðfræðinámi 1910 hélt séra Jakob vestur um haf til að vera prestur meðal landa vestra um stund. Árið 1913 kom hann heim aftur, og varði þá aleigu sinni til að kaupa og flytja heim fyrstu nothæfu bifreiðina, er hingað kom til lands. Gerðist hann nú prestur að Holti undir Eyjafjöllum og kvæntist Sigríði Kjartansdóttur. Varð þeim margra barna auðið. Vafalaust var séra Jakob meðal áhrifaríkustu og vinsælustu presta sinnar tíðar. Þegar Laugarvatnsskólinn tók til starfa haustið 1928, varð séra Jakob skólastjóri þar. Hann stýrði skólanum þó aðeins einn vetur, því að um þetta leyti tók hann að kenna alvarlegs sjúkdóms, er svipti hann starfsgetu skömmu síðar og þjáði hann til æviloka.

Ragnar Arnalds (1938-2022)

  • S03511
  • Person
  • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

  1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
    Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
    Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
    Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."

Kristín Perlmutter

  • Person

Kristín er dóttir Borgu sem er systurdóttir Ktistmundar

Gísli Jónsson (Hofi) (1925-2001)

  • Person
  • 1925-2001

Gísli var fæddur á Hofi í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Jón Gíslason bóndi og kona hans Arnfríður Anna Sigurhjartardóttir húsfreyja.
Gísli lauk stúdentsprófi frá MA 1946 og kandidatsprófi í norrænum fræðum frá HÍ 1953, einnig prófum í uppeldis-og kennslufræðum. Á námsárunum starfaði hann sem þingritari og sem kennari við við MA og síðar var hann skipaður í embættir 1953 og starfaði hann þar æ síðan.
Um tíma sá hann um að búa til prentunar bækur Kvöldvökuútgáfunnar á Akureyri. Gísli sá um tíma um útvarpsþáttinn Daglegt mál.
Hann var formaður Stúdendaráðs- og S

Kristmann Tómasson (1867-1941)

  • S02937
  • Person
  • 15. des. 1867 - 20. júlí 1941

Fiskmatsmaður og útvegsbóndi í Kristmannshúsi á Akranesi.

Grunnskóli Akrahrepps

  • IS-HSk-S02944
  • Félag/samtök
  • 1949-2006

Skólinn hét Grunnskóli Akrahrepps en gekk oft undir nafninu Akraskóli. Framan byggði skólahald í Akrahreppi á farkennslu eins og víða annars staðar. Kennaraskipti voru tíð og kennt á ýmsum bæjum. Um 1930 virðist koma meiri festa á skólahald í hreppnum. Líklega má rekja það til þess að árið 1927 var Gísli Gottskálksson ráðinn til kennslu í hreppnum og nokkrum árum síðar, eða 1934, var einnig Rögnvaldur Jónsson ráðinn sem kennari. Nú var kennslustöðum fækkað og m.a. var farið að kenna í þinghúsi hreppsins að Stóru-Ökrum. Á árunum 1949 til 1954 fór öll kennslan fram í þinghúsinu og tekinn upp skólaakstur. Aksturinn gekk ekki sem skyldi og því voru fyrri kennsluhættir teknir upp árið 1954. Árið 1961 var tekin í notkun viðbygging við gamla þinghúsið sem hlaut nú nafnið Héðinsminni. Húsið var byggt í þeim tilgangi að vera félagsheimili en þetta sama haust var skólahald aftur tekið upp í þinghúsinu/félagsheimilinu. Vorið 1989 var aftur hafist handa við að byggja við Héðinsminni en þessari viðbyggingu var ætlað að vera skólahúsnæði. Lauk framkvæmdum við skólahúsnæðið haustið 1992.

Kaupfélag Fellshrepps (1919-1939)

  • S02946
  • Einkafyrirtæki
  • 1919-1939

Hinn 17. nóvember árið 1918 komu flestir bændur í Fellshreppi saman á fund í þinghúsi hreppsins á Skálá til þess að ræða um úvegun á nauðsynjavörum handa hreppsbúum. Var ákveðið að stofna pöntunarfélag og voru stofnendur 20. Þann 24. sama mánaðar voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafn. Félagið hóf þó ekki starfsemi fyrr en 1919 og gekk þá í Samband íslenskra samvinnufélaga. Félagssvæðið var upphaflega aðeins Fellshreppur, síðan bættist Hofshreppur við. Fyrsta vörusendingin var sett á land í Haganesvík. Ein sending af vefnaðarvöru og leirtaui kom til Hofsóss, áður en félagið fékk þar húspláss og var varningurinn því fluttur í Mýrnavík sem varð fyrsta bækistöð og afgreiðsla félagsins varí sjóbúð sem hafði verið reist við víkina árið 1914. Árið 1919 keypti félagið verslunarleyfi og fékk lánaðan hjá Kaupfélagið Skagfirðinga skúr í Hofsósi. Var þetta allt mjög örðugt viðfangs þegar svo langt var á milli athafnastaða félagsins. Eftir þetta flutti Kaupfélag Fellshrepps starfsemi sína alfarið í Hofsós og 1922 keypti það verslunarhús Ólafs Jenssonar og Jóns Björnssonar á Sandinum í Hofsósi. Kaupfélag Fellshrepps varð síðan Kaupfélag Austur-Skagfirðinga.

Sigurður Árnason (1880-1959)

  • S02948
  • Person
  • 2. maí 1880 - 10. júní 1959

Foreldrar: Árni Sigurðsson (1835-1886) og Jóninna Þórey Jónsdóttir. Ólst upp í Höfnum með foreldrum og síðar móður. Gekk tvo vetur í Möðruvallaskóla. Fyrirvinna á búi móður sinnar þar um tíma frá um 1890 fram til 1913, er móðir hans fluttist í Stykkishólm. Óðalsbóndi í Höfnum 1913-1942. Flutti til Reykjavíkur 1942 og var þar síðan. Barnsmóðir: Guðríður Rafnsdóttir. Þau eignuðust soninn Árna. Sigurður giftist ekki en hafði ráðskonur fyrir búi sínu, þeirra á meðal Guðrúnu Stefánsdóttur sem var þar í 14 ár. Þau eignuðust dótturina Sigríði. Hún var síðar búsett í Reykjavík. Dvaldi Sigurður í húsi Guðrúnar frá því hann seldi Hafnir og flutti til Reykjavíkur til dánardags.

Sigurður Bjarnason (1915-2012)

  • S02949
  • Person
  • 18. des. 1915 - 5. jan. 2012

Sigurður Bjarnason, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) hreppstjóri í Vigur og Björg Björnsdóttir (1889-1977) húsfreyja. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Maki: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Hann var ritstjóri Vesturlands 1942-59, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956-70. Hann var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963-70. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70. Sigurður var skipaður sendiherra Íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var sendiherra í Bretlandi 1976-82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982-85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indlandi, Kýpur og í Túnis 1983-85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Danmörku. Sigurður var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1938-39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941- 42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-50, formaður Blaðamannafélags Íslands 1957-58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957-58, var stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947-70 og var formaður þess 1959, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1953-59 og 1963-70, og var einn af forsetum ráðsins 1953-56, 1958- 59 og 1963-70, sat í Þingvallanefnd 1957-70 og var formaður Norræna félagsins 1965-70. Sigurður var formaður utanríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróðanefnd 1951, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961-66 og í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962-70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipaður í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960-62. Sigurður skrifaði fjölda tímarits- og blaðagreina ásamt útvarpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenningarskyni fyrir margháttuð opinber störf sín."

Erlendur Sigmundsson (1916-2005)

  • S0
  • Person
  • 1916-2005

Erlendur var fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1916. Foreldrar hans voru Sigmundur Sigtryggsson bóndi og síðar verslunarmaður á Siglufirði og kona hans Margrét Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja, hún lést árið 1964. Þau eignuðust tvær dætur.
Erlendur kvæntist Ásu Jónsdóttur, þau skildu.
Árið 1973 kvæntist Erlendur Sigríði Símonardóttur.
Erlendur lauk stúdentsprófi 1938 frá MA og cand. theol. árið 1942 frá HÍ.
Hann var sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli 1942-1965 og prófastur í Norður - Múlaprófastsdæmi 1961-1965. Erlendur var stundakennari við barna-og unglingaskólann á Seyðisfirði 1942-1965 og biskupsritari 1967-1975. Hann var farprestur 1975-1982.

Eiríkur Kristinsson (1916-1994)

  • S0
  • Person
  • 1916-1994

Eiríkur var fæddur í Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannsson og Aldís Sveinsdóttir. Eiríkur varð cand. mag. í íslenskum fræðum árið 1944.
Lengst af stundaði hann kennslu, síðast á Akureyri.
Fyrri kona Eiríks var Stefanía Sigurjónsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Kolbrún og Kristinn. Seinni kona hans var Sesselja Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Ólöf Margrét, Birgir, Hólmfríður Ingibjörg og Einar Vilhjálmur.

FRÍ

Hannes Hannesson (1888–1963)

  • S02956
  • Person
  • 25. mars 1888 - 20. júlí 1963

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Niðurstöður 4081 to 4165 of 6496