Showing 659 results

Authority record
Ísland

Haukur Skagfjörð Jósefsson (1937-1999)

  • S01915
  • Person
  • 6. jan. 1937 - 21. okt. 1999

Haukur Skagfjörð Jósefsson fæddist á Sauðárkróki 6. janúar 1937. Foreldrar hans voru Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir og Jósef Stefánsson. ,,Haukur lærði húsgagnasmíði hjá Helga Einarssyni í Reykjavík og húsasmíði hjá föður sínum sem rak Trésmiðjuna Björk á Sauðárkróki." Árið 1959 kvæntist Haukur Guðrúnu Stefánsdóttur Hjaltalín, þau eignuðust fjögur börn.

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Haukur Haraldsson (1927-2013)

  • S00521
  • Person
  • 05.07.1927 - 09.09.2013

Haukur fæddist í Brautarholti 5. júlí 1927. Hann var sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og Jóhönnu Gunnarsdóttur.
Hann var búsettur á Sauðárkróki. Bifreiðastjóri hjá K.S. og síðar starfsmaður hjá Loðskinni.
Kona hans var Erla Maggý Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki.
Haukur lést 9. september 2013.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Haraldur Ingvar Jónsson (1904-1969)

  • S01361
  • Person
  • 21. jan. 1904 - 13. okt. 1969

Foreldrar: Jón Þorsteinsson verkstjóri á Sauðárkróki og k.h. Jóhanna Gísladóttir frá Hvammi í Laxárdal.
Smiður á Akureyri, kvæntist Helgu Magnúsdóttur.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.

Hans Ragnar Linnet (1924-2002)

  • S01261
  • Person
  • 31. maí 1924 - 23. maí 2002

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet.

Hans Birgir Friðriksson (1953-

  • S02888
  • Person
  • 06.06.1953-

Sonur Sesselju Hannesdóttur og Málfreðs Friðriks Friðrikssonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (1893-1965)

  • S03059
  • Person
  • 20. maí 1893 - 24. okt. 1965

Foreldrar: Jón Pálmason b. á Auðnum í Sæmundarhlíð og k.h. Guðbjörg Sölvadóttir. Árið 1912 kvæntist hún Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922. Þau eru sögð hafa skilið árið 1923 en fjölskyldan átti þó lögheimili að Varmalandi hjá foreldrum Þórarins til 1928, jafnframt er yngsti sonur þeirra fæddur 1926. Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1923, fyrst sem þvottakona. Í framhaldinu nam hún undirstöðuatriði hjúkrunarfræði hjá Jónasi lækni og varð síðar yfirhjúkrunarkona við sjúkrahúsið og hélt því starfi til ársloka 1962. Eftir það veitti hún ellideild sjúkrahússins forstöðu til 1964. Hallfríður bjó á spítalanum og var þar vakin og sofin öllum stundum. Árið 1948, eftir 25 ára starf á sjúkrahúsinu, sæmdi sýslufélagið hana í heiðursskyni 1000 krónum, sem þótti töluverð upphæð í þá daga. Á síðari árum sæmdi bæjarstjórn Sauðárkróks hana heiðursskjali og peningagjöf.
Hallfríður og Þórarinn eignuðust fimm börn. Hallfríður eignaðist einnig son með Árna Hafstað frá Vík.

Hallfríður Guðmundsdóttir (1931-

  • S01506
  • Person
  • 29. jan. 1931-

Dóttir Guðmundar Sveinssonar og Dýrleifar Árnadóttur. Lyfjatæknir og húsmóðir, búsett í Reykjavík. Kvæntist Agli Einarssyni bifreiðastjóra.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Halldóra Helgadóttir (1945-

  • S01898
  • Person
  • 25.11.1945-

Foreldrar: Sigríður Björg Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Halldóra er kvænt Ingimari Pálssyni, þau eiga þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Halldór Stefánsson (1887-1967)

  • S03146
  • Person
  • 3. ágúst 1887 - 17. des. 1967

Foreldrar: Stefán Bjarnason seinna b. á Halldórsstöðum á Langholti og k.h. Aðalbjörg Magnúsdóttir. Halldór dvaldi hjá foreldrum sínum til vors 1902 en þá dó faðir hans og fjölskyldan sundraðist. Halldór fór þá í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurlínu Magnúsdóttur og Árna Jónssonar hreppstjóra á Marbæli. Árin 1906-1910 var hann vinnumaður á Skíðastöðum á Neðribyggð. Kvæntist árið 1915 Karólínu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð. Þau voru bændur í Brekkukoti 1919-1923, í Borgarseli í Borgarsveit 1923-1925 er þau fluttust til Sauðárkróks. Eftir að til Sauðárkróks kom stundaði Halldór lengst af smíðavinnu á veturna á eigin verkstæði í húsinu Rússlandi. Starfaði einnig í vegavinnu og seinni árin töluvert í byggingarvinnu. Halldór og Karólína eignuðust fjögur börn.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

  • S01315
  • Person
  • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir (1951-)

  • S01440
  • Person
  • 26. apríl 1951-

Foreldrar Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson (Valdi rakari). Halla hárgreiðslumeistari, búsett á Sauðárkróki, kvænt Garðari Hauki Steingrímssyni, þau eiga tvær dætur.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937)

  • S00813
  • Person
  • 23.05.1863-07.03.1937

Fæddur í Flatey á Breiðafirði þar sem faðir hans var prestur, foreldrar: sr. Guðjón Hálfdánarson og Sigríður Stefánsdóttir. Hálfdán útskrifaðist úr Prestaskólanum 1886 og var vígður sama ár til Goðdala. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1894 og Reynistaðarprestakall 1914, búsettur á Sauðárkróki, þjónaði því til 1934. Prófastur í Húnavatnssýslu 1907-1914 og í Skagafjarðarsýslu 1919-1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928 til æviloka 1937. Jafnframt gegndi Hálfdán hinum ýmsu trúnaðarstörfum, var alþingismaður Húnvetninga 1909-1911, sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu um tíma. Sat í stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks í 20 ár. Hálfdán kvæntist Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Gunnsteinn Sigurður Steinsson (1915-2000)

  • S01673
  • Person
  • 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir (1905-1990)

  • S01286
  • Person
  • 14. maí 1905 - 6. desember 1990

Dóttir Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs á Sauðárkróki og Sumarrósar Sigurðardóttur. Kvæntist Karli Guðmundssyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Síðast búsett í Kópavogi.

Gunnhildur Andrésdóttir (1887-1972)

  • S01131
  • Person
  • 22. ágúst 1887 - 11. júní 1972

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og v. og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Gunnhildur fylgdi foreldrum sínum framan af en var svo í vistum hér og þar; á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1916-1919, á Breiðstöðum í Gönguskörðum 1920-1921, á Veðramóti 1922 þar sem hún kynntist manni sínum Abel Jónssyni. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1923 þar sem þau bjuggu lengst af. Gunnhildur og Abel eignuðust ekki börn en áttu eina fósturdóttur.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Gunnar Þórðarson (1917-2015)

  • S02685
  • Person
  • 6. okt. 1917 - 1. apríl 2015

Foreldrar hans voru Þórður Gunnarsson bóndi á Lóni í Viðvíkursveit og k.h. Anna Björnsdóttir. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Hólavegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Þau reistu sér sumarbústað á Lóni þar sem Gunnar sinnti æðarvarpi, lax- og silungsveiði, auk skógræktar og landgræðslustarfa. Einnig gerði Gunnar út trillu og stundaði skot- og stangveiðar fram á elliár. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit, gekk í Bændaskólann á Hólum og Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann ók langferða- og leigubílum á yngri árum en var síðar yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Var einnig prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Starfaði mörg ár í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, Veiðifélagi Skagafjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og bridgefélagi Sauðárkróks.

Gunnar Guðjón Helgason (1929-2007)

  • S01354
  • Person
  • 21. september 1929 - 7. janúar 2007

Gunnar Guðjón Helgason fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd 21. september 1929. Foreldrar hans voru Guðbjörg María Guðmundsdóttir og Helgi Ísfjörð Gunnarsson. ,,Gunnar lærði bakaraiðn og vann í Sauðárkróksbakaríi um skeið, vann svo á Bifreiðaverkstæðinu Áka, Keflavíkurflugvelli, Hitaveitu Sauðárkróks og endaði svo starfsferilinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en þar starfaði hann í 22 ár. Gunnar starfaði einnig mikið að félagsmálum, var m.a. formaður ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, formaður Stangaveiðifélags Sauðárkróks, formaður U.M.F. Tindastóls og formaður Slysavarnadeildarinnar." 17. júní 1956 kvæntist Gunnar Sigurlaugu Jónsdóttur, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug einn son.

Gunnar Flóventsson Blöndal (1933-2018)

  • S02257
  • Person
  • 26. júlí 1933 - 25. maí 2018

Sonur Flóvents Marinó Albertssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur Blöndal. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Halldóru Hafdísi Kareni Hallgrímsdóttur frá Siglufirði, þau eignuðust tvö börn. Þau skildu. Seinni kona Gunnars var Ingibjörg Ólafía Gunnarsdóttir frá Tálknafirði. Þau skildu.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Guðsteinn Guðjónsson (1940-2017)

  • S02609
  • Person
  • 5. maí 1940 - 17. mars 2017

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. ,,Guðsteinn bjó til ársins 1991 á Tunguhálsi I og stundaði þar búskap. Flutti þaðan til Sauðárkróks og bjó þar til ársins 1996 og keypti þá Laugardal í Lýtingsstaðahreppi og bjó þar til ársins 2015. Síðast var hann búsettur að Lækjarbakka 11 á Steinsstöðum. Hann var mikill aðdáandi söngs og söng í karlakórnum Heimi og kirkjukór Lýtingsstaðahrepps. Hann var mikil refaskytta og byrjaði á grenjum aðeins 16 ára. Hann vann mikið við vörubílaakstur með búskapnum. Hann gegndi ýmsum nefnda- og félagsstörfum." Guðsteinn kvæntist 31. janúar 1965 Ingu Björk Sigurðardóttur frá Borgarfelli í Lýtingsstaðahreppi, þau eignuðust fjórar dætur.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Guðrún Sveinsdóttir (1890-1978)

  • S01625
  • Person
  • 30. maí 1890 - 23. okt. 1978

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntist Pétri Guðmundssyni frá Syðra-Vatni, þau skildu.

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Guðrún Sighvatsdóttir (1960-

  • S02665
  • Person
  • 24. okt. 1960-

Foreldrar: Sigurlaug Pálsdóttir (1934-) frá Laufskálum og Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004) frá Hvítadal í Dalasýslu. Guðrún Sighvatsdóttir er fædd árið 1960 og er búsett á Sauðárkróki ásamt eiginmanni sínum Ásgrími Sigurbjörnssyni, þau eiga einn son.

Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup (1925-2012)

  • S00205
  • Person
  • 25.07.1925-28.06.2012

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir (1869-1946)

  • S01814
  • Person
  • 26. júní 1869 - 10. ágúst 1946

Foreldrar: Björn Guðmundsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Sigríður Pétursdóttir. Guðrún kvæntist Birni Ólafssyni b. á Skefilsstöðum, þau bjuggu lengst af á Skefilsstöðum, síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Guðrún Erla Ásgrímsdóttir (1927-2013)

  • S01421
  • Person
  • 12.01.1927-24.02.2013

Erla fæddist í Reykjavík 12. janúar 1927. ,,Móðir hennar var Hallfríður Pálsdóttir. Ársgamalli var Erlu komið í fóstur á Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði. Þar dvaldi hún sín uppvaxtarár til níu ára aldurs, en eftir það á Hlíðarenda í sömu sveit. Eiginmaður Erlu var Örn Friðhólm Sigurðsson, f. 24. júlí 1921, d. 12. nóvember 1970, þau eignuðust sjö börn. Lengstan starfsaldur átti Erla á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, en þar vann hún m.a. við umönnun um 25 ára skeið, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Áður höfðu þau Örn sinnt veðurathugunum í 10 ár, skipt bróðurlega á milli sín því að „taka veðrið“ á þriggja stunda fresti, alla daga ársins. Erla dvaldi síðasta árið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki."

Guðrún Bergsdóttir (1922-1996)

  • S02750
  • Person
  • 19. feb. 1922 - 26. feb. 1996

Guðrún Bergsdóttir, f. 19.02.1922 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Bergur Magnússon og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir. Maki: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Bjuggu á Ytri-Hofdölum 1944-1986 en fluttu þá á Sauðárkrók.

Guðrún Ásgrímsdóttir (1917-1998)

  • S01733
  • Person
  • 14. ágúst 1917 - 10. júní 1998

Foreldrar: Ásgrímur Stefánsson b. í Efra-Ási og k.h. Sigmunda Skúladóttir. Eftir fráfall föður hennar 1926, þegar Guðrún var aðeins tæpra níu ára gömul, flutti hún með móður sinni til Siglufjarðar og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í Hjaltdal, m.a. á Hofi. Veturinn 1934-1935 stundaði hún nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún vann bæði í Reykjavík og á Akranesi og lærði fatasaum hjá Þórunni og Áslaugu á Akri. Síðar var hún nokkur ár á Hólum og þaðan fór hún að tilhlutan Sigrúnar Ingólfsdóttur skólastjórafrúar á Hólum á húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1942-1943. Sumarið 1943 kvæntist hún Ferdínandi Rósmundssyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þau hófu sambúð sína í húsmennsku á Neðra Ási en 1944 hófu þau búskap í Ási sem var nýbýli úr landi Efra-Áss, þar sem þau bjuggu til 1964 en það sama ár fluttu þau að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 30 ár. Guðrún sinnti búverkum og skepnuhirðingu og mörg haust vann hún á sláturhúsinu á Sauðárkróki. Guðrún var síðast búsett á Sauðárkróki og vann fáein ár á saumastofu Erlendar Hansen. Guðrún og Ferdínand eignuðust tvö börn.

Guðrún Árnadóttir (1887-1975)

  • S01069
  • Person
  • 17. júní 1887 - 21. september 1974

Foreldrar: Árni Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna, í Lundi í Stíflu, að Enni á Höfðaströnd, á Ketu á Skaga og síðan að Syðra-Mallandi. Guðrún kvæntist Jóni J. Þorfinnssyni b. á Ytra-Mallandi á Skaga. Þau fluttust til Sauðárkróks árið 1938. ,,Strax um fermingu tók Guðrún að fást við skáldsagnagerð, en brenndi öll sín handrit nema drög að Dalalífi, sem var fyrsta skáldverk hennar sem gefið var út og um leið það viðamesta. Eftir að Guðrún og Jón fluttu til Sauðárkróks hafði Guðrún meiri tíma til ritstarfa en áður og árið 1946 kom fyrsta bindi Dalalífs út. Dalalíf varð svo fimm bindi, Tengdadóttirin varð þrjú bindi og sömuleiðis Utan frá sjó og Stífðar fjaðrir. Alls urðu bækurnar 27 og kom sú síðasta út árið 1973 þegar Guðrún var 86 ára gömul." Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Guðný Jónasdóttir (1866-1943)

  • S01003
  • Person
  • 11.08.1866-16.06.1943

Fædd á Skottastöðum í Svartárdal, Au-Hún. Guðný vann mikið og merkilegt starf fyrir Góðtemplararegluna á Sauðárkróki. Kvæntist Magnúsi Benediktssyni, þau bjuggu á Sauðárkróki og eignuðust sex börn.

Guðni Ragnar Björnsson (1959-

  • S02666
  • Person
  • 29. júní 1959-

Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.

Guðmundur Svavar Valdimarsson (1920-1991)

  • S03108
  • Person
  • 28. maí 1920 - 11. okt. 1991

,,Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ársgamall flutti hann að Garði í Hegranesi og bjó fjölskyldan þar til 1927 er þau fluttu til Sauðárkróks. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðingabrautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðarhús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, en byrjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. Í áratugi var hann sýningarmaður í Sauðárkróksbíói, og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess." Mundi og Bogga eignuðust tvær dætur.

Guðmundur Sigurður Jóhannsson (1958-2018)

  • S02211
  • Person
  • 15. júlí 1958 - 27. maí 2018

Foreldrar hans eru Guðmundur Jóhann Guðmundsson og Valdís Marín Valdimarsdóttir. Ólst upp í Keflavík hjá föðurforeldrum sínum, Guðnýju Klöru Lárusdóttur frá Skarði í Gönguskörðum og Guðmundi Halldórssyni. Ættfræðingur, síðast búsettur Sauðárkróki. Maki: Freyja Auður Guðmundsdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.

Guðmundur Ólafsson (1863-1954)

  • S01267
  • Person
  • 10.06.1863-29.10.1954

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson b. og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Bóndi Ási 1891-1938, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og dvaldi að Hlíðarstíg 1. Guðmundur rak stórbú að Ási ásamt því að stunda veiðiskap til sjós og lands. Einnig var hann sigmaður við Drangey og ágæt skytta. Starfaði lengi við fjárgæslu og póstbréfahirðingu. Á yngri árum hans var Ás mikið iðnaðnaðarheimili og stundaði Guðmundur vefnað á vetrum. Hann sat í hreppsnefnd í um 30 ár, var formaður búnaðarfélags um skeið, sáttamaður í mörg ár og safnaðarfulltrúi. Einn af stofnendum að rjómabúsins "Framtíðin" á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit og starfaði að fleiri félagsmálum. Eins var hann fyrsti orgelleikari við Rípurkirkju og starfaði þar lengi. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Guðnýju Einarsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Guðmundur Ingimar Þorvaldsson (1906-1931)

  • S01333
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 21. október 1931

Sonur Þorvaldar Sveinssonar sjómanns á Sauðárkróki og k.h. Rósönnu Baldvinsdóttur. Samkvæmt skagfirskum æviskrám var Guðmundur ókvæntur og barnlaus er hann lést. Finnst ekki í Íslendingabók en legstaður Guðmundar Í Þorvaldssonar sem lést 1931 er skráður í Sauðárkrókskirkjugarði. Jafnframt finnst Guðmundur nokkur Þorvaldsson fæddur 1906 á Sauðárkróki í manntali frá 1910.

Guðmundur Heiðar Jensson (1958-

  • S02287
  • Person
  • 02.07.1958-

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari á Sauðárkróki.

Guðmundur Halldórsson (1926-1991)

  • S03093
  • Person
  • 24. feb. 1926 - 13. júní 1991

Alinn upp á Skottastöðum í Svartárdal og síðar á Bergsstöðum í sömu sveit og var ætíð kenndur við þann bæ. Foreldrar: Halldór Jóhannsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Rithöfundur og bókavörður á Sauðárkróki. Guðmundur fór ungur að skrifa sögur, þó hann væri kominn á miðjan aldur þegar fyrsta bók hans kom út. Hann skrifaði sjö bækur. Sú fyrsta kom út 1966, en sú síðasta 1990. Kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur frá Stapa árið 1969, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Þóranna tvo syni.

Guðmundur Gíslason (1864-1954)

  • S01629
  • Person
  • 18. des. 1864 - 25. okt. 1954

Foreldrar: Gísli Gíslason vinnumaður á Óspakseyri og Helga Guðmundsdóttir frá Kambhóli í Víðidal. Þegar Guðmundur var þriggja ára missti hann föður sinn, móðir hans giftist aftur Jóhanni Guðmundssyni. Þau fluttust til Skagafjarðar þegar Guðmundur var tvítugur. Guðmundur kvæntist Ólöfu Jónsdóttur árið 1891, þau bjuggu á Hryggjum í Staðarfjöllum 1893-1898, á Hlíðarenda við Sauðárkrók 1898-1900, fluttu til Sauðárkróks árið 1900 og áttu þar heima síðan. Guðmundur og Ólöf eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Guðmundur eignast dóttur með Helgu Magnúsdóttur frá Breið.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir (1875-1964)

  • S01760
  • Person
  • 1875 - 20. okt. 1964

Frá Kvíabekk í Ólafsfirði. Var bústýra hjá Jósteini Jónassyni í Naustavík í Hegranesi. Síðar bústýra hjá Leó Jónssyni b. Svanavatni og síðast verkakona á Sauðárkróki.

Guðmann Tóbíasson (1935-2012)

  • S01923
  • Person
  • 29.04.1935-04.06.2012

Guðmann Tobíasson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi 29. apríl 1935. Foreldrar hans voru Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og Kristín Gunnlaugsdóttir frá Ytri-Kotum í Norðurárdal. Árið 1958 giftist Guðmann Marsibil Þórðardóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Guðmann stundaði nám í búfræðum við Hólaskóla árin 1953-1954. Hann kynntist eiginkonu sinni á Löngumýrarskóla, þar sem hún stundaði nám veturinn 1956-1957. Guðmann og Marsibil hófu búskap á Sauðárkróki 1959, Árið 1958 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal í fóðurdeild, mjólkursamlagi og byggingavörudeild. Árið 1968 fluttust þau í Varmahlíð og hóf hann störf sem útibússtjóri í Kaupfélaginu og starfaði hann þar til 1994 þegar þau fluttust á Sauðárkrók þar sem hann vann áfram hjá Byggingavörudeild Kaupfélagsins á Eyrinni til sjötugs. Guðmann var virkur í öllum félagsmálum, sem dæmi var hann í Hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1978 til 1994, Lionsklúbbi Sauðárkróks, Framsóknarfélagi Skagafjarðar og Karlakórnum Heimi frá 1970 til 2010."

Guðlaug Sigurðardóttir (1893-1950)

  • S03276
  • Person
  • 25.12.1893-15.08.1950

Guðlaug Sigurðardóttir, f. á Dæli í Sæmunarhlíð 25.12.1893, d. 15.08.1950. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf á Langholti og kona hans Gunnvör Guðlaug Eiríksdóttir. Guðlaug ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli en síðan að Litlu-Gröf. Var hún hjá þeim lengst af þangað til hún fór sjálf að búa að Geirmundarstöðum. Hálfan vetur var hún á hússtjórnarskóla í Reykjavík, eftir áramótin 1916. Guðlaug hélt áfram búskap á Geirmundarstöðum eftir lát manns síns með aðstoð Valtýs bróður síns og Sigurðar tengdaföður síns, en hann lést 1925. Sumarið 1931 varð hún að bregða bí eftir að taugaveiki hafði komið upp á heimliinu. Eftir aðgerðir vegna þessa stóð hún uppi nánast allslaus. Um haustið fóru hún og dóttir hennar að Stóru-Gröf til Jórunnar systur hennir en veturinn eftir fór Guðlaug að Páfastöðum. Vorið 1932 fór hún á Sauðárkrók og réðist fyrst sem þvottakona á sjúkrahúsið og starfaði þar í þrjú ár. Einnig gekk hún í umönnunarstörf þar. Árið 1935 réði hún sig svo í sem vinnukonu hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni en fór svo að Geirmundarstöðum vorið eftir þegar mágkona hennar veiktist af berklum. Þar var hún síðan nánast til æviloka.
Maki: Sigurður Sigurðsson (13.02.1897-23.12.1922). Þau eignuðust eina dóttur.

Guðjón Jónsson (1902-1972)

  • S00546
  • Person
  • 27. janúar 1902 - 30. júlí 1972

Sonur Jóns Einarssonar í Héraðsdal og Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur. Guðjón var fæddur og uppalin á Tunguhálsi en móðir hans var vinnukona þar er hann fæddist. Hann var fljótlega tekinn í fóstur af hjónunum á Tunguhálsi, þeim Guðrúnu Þorleifsdóttur og þáverandi manni hennar Guðmundi Ólafssyni. Guðmundur lést árið 1908 og ári síðar kvæntist Guðrún Sveini Stefánssyni sem þá gekk Guðjóni í föðurstað. Guðjón útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum vorið 1922 og tók að hluta við búsforráðum af stjúpa sínum á Tunguhálsi árið 1929 en alfarið árið 1938. Guðjón valdist til margvíslegra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir sveitarfélagið, sat m.a. í hreppsnefnd 1944-1958 og var oddviti mestallan tímann. Guðjón var jafnframt einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Landþurrkunarfélags Lýtingsstaðahrepps árið 1945 en starf þess félags markaði tímamót í samgöngumálum sveitarinnar. Guðjón kvæntist Valborgu Hjálmarsdóttur, þau eignuðust sex börn. Árið 1964 létu Guðjón og Valborg af búskap á Tunguhálsi og fluttu til Sauðárkróks þar sem Guðjón starfaði um skeið sem framkvæmdastjóri Verslunarfélags Skagfirðinga.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

  • S00240
  • Person
  • 12. janúar 1915 - 15. mars 2004

Guðjón Ingimundarson kennari fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 12. janúar 1915. Foreldrar Guðjóns voru Ingimundur Jónsson og Ólöf Ingimundardóttir bændur á Svanshóli. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Nautabúi, f. 11.9. 1922, þau eignuðust sjö börn
,,Guðjón lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1934, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941. Hann flutti til Sauðárkróks 1941 og bjó þar til dauðadags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974 og sundkennari á vornámskeiðum í Varmahlíð 1940-1956. Guðjón var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974-1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í félagsmálum, m.a. var hann bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978, í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknarfélags Sauðárkróks um langt árabil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauðárkróki. Hann var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil. Guðjón hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Grettis á Ströndum, Ungmennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Rotaryklúbbs Sauðárkróks."

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir (1918-1968)

  • S01680
  • Person
  • 12. sept. 1918 - 21. feb. 1968

Guðbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. september árið 1918 að Reykjum í Hrútafirði. Guðbjörg gekk í Reykjaskóla og lauk þaðan prófi, en hvarf að loknu námi til Reykjavíkur til saumanáms. Starfaði lengst af hjá Landssíma Íslands, bæði á Siglufirði, Sauðárkrók en lengst á Landssímastöðinni í Reykjavík. Kvæntist Birni Jóhannessyni, þau eignuðust einn son.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

  • S01083
  • Person
  • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Guðbjörg Sigmundsdóttir (1879-1968)

  • S02160
  • Person
  • 5. apríl 1879 - 28. júlí 1968

Foreldrar: Sigmundur Símonarson b. á Bjarnastöðum í Unadal og k.h. Rósa Stefánsdóttir. Kvæntist Sigurði Sveinssyni frá Þrastarstaðagerði, þau eignuðust níu börn sem komust á legg. Þau bjuggu á Nýlendi 1902-1903, í Þrastarstaðargerði 1903-1905 og á Mannskaðahóli 1905-1910. Síðan í húsmennsku í Hofsgerði 1910-1921 og nokkur ár eftir það á Á í Unadal. Bjuggu á Hólakoti á Reykjaströnd 1931-1937 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Guðbjartur Haraldsson (1970-

  • S02271
  • Person
  • 1. maí 1970-

Sonur Haraldar Guðbergssonar og Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Búsettur í Kópavogi.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Gísli Sigurðsson (1964-

  • S02228
  • Person
  • 01.07.1964

Sonur Sigurðar Björnssonar og Ragnhildar Svölu Gísladóttur. Framkvæmdastjóri Tengils.

Gísli Ólafsson (1946-

  • S01878
  • Person
  • 24.07.1946-

Fæddur á Akureyri en alinn upp á Sauðárkróki frá tveggja ára aldri. Sonur Guðrúnar Ingibjargar Svanbergsdóttur og Ólafs Gíslasonar bifreiðastjóra. Kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn.

Gísli Ólafsson (1885-1967)

  • S00398
  • Person
  • 02.01.1885-14.01.1967

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

Gísli Jóhannesson (1887-1974)

  • S03157
  • Person
  • 18.10.1887-04.09.1974

Gísli Jóhannesson, f. á Hrauni á Skaga 18.10.1887, d. 04.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Jóhannesson bóndi í Neðra-Nesi og kona hans Margrét Stefánsdóttir. Gísli ólst upp á heimili foreldra sinna í Neðra-Nesi og vann á búi þeirra. Er faðir hans lést árið 1915 tók Gísli við búinu og bjó á jörðinni til ársins 1923, er hann fluttist að Kleif. Gísli bjó á Kleif til ársins 1935 hann fluttist til Sauðárkróks ásamt fjölskyldu sinni. Reisti hann þar íbúðarhús ásamt Gunnari bróður sínum sem jafnan fylgdi Gísla og fjölskyldu hans.
Marki: Jónína Árnadóttir (04.08.1893-d. 18.11.1980) frá Syðra-Mallandi.
Þau eignuðust þrjá syni en einn þeirra lést á fyrsta ári.

Gísli Jakob Jakobsson (1882-1951)

  • S01034
  • Person
  • 14.12.1882-31.08.1951

Foreldrar: Jakob Halldórsson ráðsmaður á Herjólfsstöðum í Laxárdal og Ragnheiður Eggertsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Markúsi Arasyni. Hann aflaði sér menntunnar í hljóðfæraslætti og var orgelleikari um nokkur ár við Rípurkirkju. Stundaði búskap á hálfri Rípurjörðinni, á móti fósturföður sínum 1910-1931, flutti þá að Keldudal í Hegranesi þar sem hann bjó til 1936 er hann flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til æviloka. Hafði hann nokkurn búrekstur á Sauðárkróki meðfram verkamannavinnu. Kvæntist árið 1910 Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni.

Gísli Halldórsson Kolbeins (1926-2017)

  • S01526
  • Person
  • 30. maí 1926 - 10. júní 2017

Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

Gísli Gíslason (1874-1957)

  • S02161
  • Person
  • 14. feb. 1877-10. sept. 1957

Foreldrar: Gísli Jónsson b. í Lágmúla á Skaga og k.h. Þóra Jóhannsdóttir. Ólst upp í Lágmúla og bjó í samvistum við foreldra sína alla tíð. Með árunum færðust búsforráð yfir á hendur Gísla og Önnur fóstursystur hans. Lágmúli var leigujörð og árið 1927 ákvað eigandinn að selja. Gísli hafði ekki ráð á að kaupa jörðina og flutti því til Sauðárkróks og var þar búsettur síðan. Ráðskona Gísla var Anna Jónsdóttir frá Efra-Nesi á Skaga.

Gísli Felixson (1930-2015)

  • S01873
  • Person
  • 12.06.1930-30.09.2015

Gísli Felixson fæddist á Halldórsstöðum í Skagafirði 12. júní 1930. Foreldrar hans voru Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. ,,Gísli ólst upp í Húsey í Vallhólmi, Skagafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist með kennarapróf 1952. Gísli kvæntist Erlu Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal. Erla og Gísli bjuggu tvö fyrstu hjúskaparárin á Dalvík og fluttu þaðan til Sauðárkróks árið 1954 þar sem þau áttu heima til æviloka. Gísli kenndi fyrstu árin á Króknum við Barnaskólann á Sauðárkróki auk þess sem hann vann sumarvinnu sem flokksstjóri í vegavinnu frá 1956 til 1959. Árið 1960 fór hann í fullt starf hjá Vegagerðinni fyrst sem yfirverkstjóri og síðan rekstrarstjóri frá 1963 þar til hann hætti störfum vegna aldurs 1998." Erla og Gísli eignuðust þrjú börn.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Georg Bernharð Michelsen (1916-2001)

  • S00080
  • Person
  • 20. maí 1916 - 3. nóv. 2001

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Georg nam bakaraiðn á Sauðárkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, fluttist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hveragerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. - Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára."

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932)

  • S01591
  • Person
  • 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Fædd og uppalin í Eyjafirði, faðir hennar flutti til Skagafjarðar árið 1909, móðir hennar hafði þá látist nokkrum árum áður. Kvæntist Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust tíu börn.

Geirald Sigurberg Gíslason (1910-1977)

  • S01501
  • Person
  • 7. des. 1910 - 29. júní 1977

Sonur Gísla Þórarinssonar og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. Bílstjóri í Glæsibæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Stefaníu Björgu Ástvaldsdóttur, þau eignuðust einn son.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

  • S02620
  • Person
  • 23. ágúst 1932 - 18. sept. 2018

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. Vinnuvélastjóri og vélaeigandi á Sauðárkróki, síðar starfsmaður á sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Kvæntist Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur (Sillu Gunnu), þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Silla þrjár dætur.

Garðar Haukur Steingrímsson (1950-

  • S02899
  • Person
  • 24. maí 1950-

Foreldrar: Baldvina Þorvaldsdóttir og Steingrímur Garðarsson. Maki: Halla Rögnvaldsdóttir. Þau eiga eina dóttur saman, fyrir átti Halla aðra dóttur. Ólst upp á Sauðárkróki og búsettur þar.

Friðrik Steinsson (1968

  • S02262
  • Person
  • 12.09.1968-

Sonur Steins Þ. Steinssonar fyrrum héraðsdýralæknis í Skagafirði og k.h. Þorgerðar Friðriksdóttur. Búsettur að Hofi í Hjaltadal.

Friðrik Jón Jónsson (1925-2017)

  • S02200
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 19. júlí 2017

Friðrik Jón Jónsson fæddist á Græn­hóli í Borg­ar­sveit þann 7. ágúst 1925, sonur Jóns Eðvalds Friðrikssonar (1894-1974) og 1.k.h. Ólafíu Elísa­betar Rós­ants­dótt­ur (1897-1931). Eiginkona Friðriks var Þóra Friðjónsdóttir (1922-2005) og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik starfaði í áratugi sem trésmiður á Sauðárkróki.

Results 426 to 510 of 659