Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Kristín Benediktsdóttir (1867-1943)

  • S02994
  • Person
  • 16. sept. 1867 - 6. apríl 1943

Foreldrar: Benedikt Sveinsson (1826-1899) sýslumaður og alþingismaður og Katrín Einarsdóttir (1843-1914). Kristín var alsystir Einars Benediktssonar skálds. Kennslukona í Reykjavík. Kvæntist Árna Pálssyni prófessor, þau voru barnlaus. Þau skildu.

Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922)

  • S03368
  • Person
  • 22.09.1893-24.06.1922

Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. á Akureyri 22.09.1893, d. 24.06.1922. Foreldrar: Hallgrímur Hannes Sigurðsson stýrimaður á Akureyri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Sigurlaug lést af barnsförum. Hún og Brynleifur bjuggu á Akureyri.
Maki: Brynleifur Tobíasson. Þau eignuðust einn son.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981)

  • S03594
  • Person
  • 17.07.1885-07.06.1981

Guðný Jóhannsdóttir, f. 17.07.1885, d. 07.06.1981. Forleldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir. Guðný ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og Eyjafirði. Hún vann á búi þeirra á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, Staðartungu í Hörgárdal og Bakka í Öxnadal. Bjó með fyrri manni sínum á Þverá í Öxnadal 1910-1915, að hann andaðist. Hún bjó áfram á Þverá efrtir lát mans einn vetur. Hún hafði lært saumaiðn á Akureyri og stundaði hana á vetrum. Hún fluttist til Sauðárkróks 1917 ásamt börnum sínum af fyrra hjónabandi. Stundaði ýmsa vinnu, m.a. fiskvinnslu og síldarsöltun.
Maki 1: Steingrímur Stefánsson (1885-1915). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsfaðir: Ingvar Jónadab Guðbjónsson. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984). Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Daníel Júlíusson (1959)

  • Person
  • 1959

Árni Daníel fæddist í Reykjavík. Hann er sagnfræðingur að mennt og er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands

Árni Óla

  • Person

Árni var fæddur á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hóf blaðamennsku hjá Mbl.og starfaði þar og meira og minna til dánardægurs. Hann var einnig auglýsingastjóri þar 1936-1946. Árni skrifaði fjölda bóka nátengdar landi og þjóð, einnig fjölda greina.

Árni Tryggvason (1911-1985)

  • S03624
  • Person
  • 02.08.1911-25.09.1985

Árni Tryggvason, f. 02.08.1911, d. 25.09.1985. Foreldrar: Tryggvi Árnason trésmiður og Arndís Jónsdóttir. Árni var settur til mennta og lauk studentsprófi 1930 og lögræðiprói 1936. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík. Hann var skipaður borgardómari 1944 og gegndi því starfi til 1. maí 1945, er hann var skipaður hæstaréttardómari. Hann fékk lausn úr því embætti 24.03.1964. Gekk hann þá í utanríkisþjónustuna og var sendiherra. Fyrst hafði hann aðsetur í Stökkhólmi en síðan í Bonn og Osló. Árni var sæmdur fjölda heiðursmerkja, bæði innlendra og erlendra.

Baldvin Bjarnason ( 1916-2004)

  • S0
  • Person
  • 1916-2004

Baldvin var fæddur að Reykjum í Tungusveit í Lýtingsstaðarhreppi árið 1916. Sonur hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Bjarna Kristmundssonar bænda þar. Baldvin var bróðir Kristmundar.

Benedikt H. Líndal (1892-1967)

  • S0
  • Person
  • (1892-1967)

Benedikt var fæddur 1892 á Efra-Núpi. Foreldrar hans voru Hjörtur Líndal Benediktsson og Pálína Ragnhildur Björnsdóttir. Benedikt var ungur við nám í Reykjavík um tíma og einn vetur í Danmörku. Eiginkona hans var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Svertingsstöðum. Þau eignuðust átta börn.

María Njálsdóttir (1917-2003)

  • S03340
  • Person
  • 07.05.1917-10.01.2003

María Njálsdóttir, f. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 07.05.1917, d. 10.01.2003. Foreldrar: Njáll SIghvatsson og Guðný Benediktsdóttir.
María var myndarleg húsmóðir en vann einnig alltaf utan heimilis. Á sumrin saltaði hún síld á Siglufirði og Raufarhöfn. María vann lengi hjá Haraldi Böðvarssyni við fiskvinnslu og niðursuðu og síðar í sokkaverksmiðju. Einnig setti hún á stofn greiðasölu sem hún rak ásamt vinkonu sinni.
Maki 1: Þórður P. Sighvats. Þau skildu.
Maki 2: Jón Gunnlaugsson. Þau eignuðust eitt barn.

Ása Jónsdóttir Norðfjörð (1883-1963)

  • S03628
  • Family
  • 11.06.1883-26.10.1963

Húsfreyja á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930. Veitingamaður á Sauðárkróki og húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón Árnason (7. okt. 1856 - 20. mars 1929)

Stefán Þorsteinn Sölvason (1841-1897)

  • S02721
  • Person
  • 1841 - 28. mars 1897

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum en fór til frænda síns Stefáns Bjarnarsonar á Geirmundarstöðum nokkru áður en móðir hans andaðist. Stefán fór að vinna fyrir sér strax eftir fermingu. Hann var bóndi á hluta af Dúki 1874-1875, Borgargerði í Borgarsveit 1875-1889 og Daðastöðum á Reykjaströnd 1889-1897. Maki: Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Þau eignuðust tvö börn.

Arngrímur Sigurðsson (1890-1968)

  • S03426
  • Person
  • 31.12.1890 - 05.12.1968

Arngrímur Sigurðsson fæddur 31.12.1890 í Dæli í Sæmundarhlíð. Dáinn 05.12.1968 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann var bóndi í Litlu-Gröf 1920-1967. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf og (Gunnvör) Guðlaug Eiríksdóttir.
Arngrímur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli til sjö ára aldurs, en eftir það í Litlu-Gröf og átti hann heima þar alla ævi síðan. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1920. Í æsku naut hann menntunar umfram það sem almennt gerðist. Hann var við nám hjá Jóni á Reynistað, svo jók hann við þekkingu sína með lestri og sjálfsnámi. Hann tók að sér mörg störf í þágu sýslu og sveitar. Hann var oddviti hreppsnefndar Staðarhrepps 1922-1966, varamaður í sýslunefnd í fjölda ára og sat oft sýslufundi, í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1933-1946, lengstum ritari félagsstjórnar, í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga lengi, allt til 1966, endurskoðandi reikninga KS 1956-1964, í skattnefnd sveitar sinnar og fræðslunefnd. Hann sat í stjórn búnaðarfélags og ungmennafélags og naut hvarvetna trausts og virðingar fyrir störf sín.
Arngrímur var giftur Sigríði Benediktsdóttur, f. 9.6.1886 á Hofi í Hjaltadal, d. 4.8.1948. Börn Arngríms og Sigríðar voru: Þórir Angantýr f. 2.1.1923, d. 20.12.2000 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Guðlaug Sesselja Arngrímsdóttir, f. 14.1.1929, d. 31.3.2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fóstursonur Arngríms og Sigríðar var: Ragnar Magnús Auðunn Blöndal f. 29.6.1918 í Stykkishólmi, d. 15.9.2010 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri.

RNS

Hjörleifur Jónsson (1890-1985)

  • S02826
  • Person
  • 2. ágúst 1890 - 9. apríl 1985

Hjörleifur Jónsson, f. 02.08.1890 á Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Gilsbakka og seinni kona hans, Aldís Guðnadóttir. Bóndi á Gilsbakka 1918-1973. Hjörleifur var vel skáldmæltur og orti töluvert. Árið 1978 kom út eftir hann ljóðabókin Mér léttir fyrir brjósti. Maki 1: Friðrika Sveinsdóttir frá Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, þau eignuðust einn son. Friðrika lést úr berklum stuttu eftir fæðingu drengsins. Maki 2: Kristrún Helgadóttir, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Kristrún fjögur börn. Einnig átti Hjörleifur fósturson, Hjörleif Kristinsson.

Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður (1915-1987)

  • Person
  • 1915-1987

Bjarni fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir frá Grænanesi og Vilhjálmur Stefánsson frá Hofi. Bjarni var kvæntur Kristínu Eiríksdóttur. Fyrrum Þjóðskjalavörður.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Félag/samtök
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Foreldrafélag Seyluhrepps

  • S03705
  • Association
  • 1982-

Foreldrafélag Seyluhrepps, stofnað 4. júlí 1982 í Varmahlíð. Tilgangur félagsins var að halda utan um reksturs dagvistarheimili fyrir börn í Varmahlíð. Húsnæði var fyrir hendi auk þess sem lærð fóstra var flutt í Varmahlíð og var tilbúin til starfa ef af stofnun félagsins yrði.
Nefndin sem sá um undirbúning fyrir stofnun foreldrafélagsins gaf kost á sér til stjórnarkjörs og var það samþykkt. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Helgu Friðbjörnsdóttur, Jóhanni Jakobssyni og Sigríði Júlíusdóttur. Til vara; Erna Geirsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Guðrún Oddsdóttir.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Félag/samtök
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Jón Jónsson (1853-1928)

  • S02815
  • Person
  • 16. nóv. 1853-21.10.1928

Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

  • S01726
  • Person
  • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Geirfinnur Trausti Friðfinnsson (1862-1921)

  • S01098
  • Person
  • 18. maí 1862 - 11. júlí 1921

Foreldrar: Friðfinnur Jónas Jónasson og Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstað í Köldukinn. Trausti kvæntist Kristjönu Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn árið 1882, þau bjuggu að Fremsta-Felli í Köldukinn 1885-1891, að Hálsi í Fnjóskadal 1891-1893 og síðan að Garði í sömu sveit 1893-1905. Fluttust þá til Skagafjarðar þar sem Trausti tók við stjórn skólabúsins á Hólum og bjuggu þar 1905-1914 og á hluta jarðarinnar 1914-1915. Fóru þá búferlum að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Trausti var sýslunefndarmaður Hólahrepps 1907-1919, hreppsnefndaroddviti 1910-1916, hreppstjóri 1914-1921. Vann að jarðamati í Skagfirði árið 1920 ásamt Jóni Konráðssyni í Bæ og Jóni Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Trausti og Kristjana eignuðust fimm börn saman, Trausti eignaðist son utan hjónabands með Dómhildi Jóhannsdóttur frá Hofi.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

  • S03739
  • Association
  • 1929 - 1969

Þann 9. mars 1938 var almennur hreppsfundur haldinn að Skálá í Fellshreppoi samkvæmt löglegri fundarboðun, þar sem rætt yrði um stofnun Fóðurbirgðafélags Fellshrepps.
Fundarstjóri var Jón Guðnason, Heiði og skrifari Pétur Jóhannsson. Eftir uppkast og umræður var það samþykkt með öllum atkvæðum án mótatkvæða.
Félagið er stofnað samkvæmt heimildar í lögum búfjárrækt og tilgangur þess er að koma í veg fyrir fóðurskort á svæðinu og að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnafóðurs.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

  • S01534
  • Person
  • 20. nóv. 1903 - 6. mars 1994

Tryggvi Guðlaugsson fæddist 20. nóvember 1903, sonur Guðlaugs Bergssonar b. á Skálá, Keldum og víðar í Sléttuhlíð og Jakobína Halldórsdóttir frá Bárðartjörn í Höfðahverfi (þau voru ekki í hjónabandi). Stjúpmóðir Tryggva var Helga Sigríður Pálsdóttir. Tryggvi var bóndi að Ysta-Hóli og síðar í Lónkoti í Sléttuhlíð. Meðfram bústörfum kom hann að ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveitunga sína og var lengi í Sýslunefnd Skagafjarðar. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir (1896-1976). Þau eignuðust 3 börn. 2 þeirra dóu við fæðingu og sonur þeirra, Oddur Steingrímur Tryggvason lést þegar hann var 24 ára. Tryggvi brá búi árið 1978 og fluttist þá á Sauðárkrók.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Félag/samtök
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Niðurstöður 6291 to 6375 of 6397