Showing 6399 results

Authority record

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Organization
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Organization
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Organization
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Pétur Pétursson (1945-)

  • IS-HSk-S00001
  • Person
  • 1945-

Fæddur í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 9. mars 1945. Faðir: Pétur Sigfússon. Fæddur í Blöndudalshólum í Blöndudal, A-Hún. 28. janúar 1917. Látinn á Sauðárkróki 23. september 1987. Móðir: Sigrún Ólafsdóttir. Fædd í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 8. janúar 1914. Látin á Sauðárkróki 6. júní 1990. Eiginkona Péturs er Elísabet Petrea Ögmundsdóttir, fædd á Sauðárkróki 9. nóvember 1948.

Lestrarfélag Hofshrepps

  • S03704
  • Association
  • 1880-1945

Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

  • S03704
  • Association
  • 1904-

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Foreldrafélag Seyluhrepps

  • S03705
  • Association
  • 1982-

Foreldrafélag Seyluhrepps, stofnað 4. júlí 1982 í Varmahlíð. Tilgangur félagsins var að halda utan um reksturs dagvistarheimili fyrir börn í Varmahlíð. Húsnæði var fyrir hendi auk þess sem lærð fóstra var flutt í Varmahlíð og var tilbúin til starfa ef af stofnun félagsins yrði.
Nefndin sem sá um undirbúning fyrir stofnun foreldrafélagsins gaf kost á sér til stjórnarkjörs og var það samþykkt. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Helgu Friðbjörnsdóttur, Jóhanni Jakobssyni og Sigríði Júlíusdóttur. Til vara; Erna Geirsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Guðrún Oddsdóttir.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Jón Sveinsson (1867-1956)

  • S03714
  • Person
  • 24.05.1867-04.06.1956

Jón Sveinsson var fæddur 24. maí 1867 á Hólakoti á Reykjaströnd. Foreldrar hans, Sveinn Gíslason og Kristín Jónsdóttir, bjuggu á Hólakoti frá 1863 fram á sumar 1887, er Sveinn lézt. Þau hjón eignuðust 12 börn, og dóu sum ung, en 5 fluttust vestur um haf. Eftir lát föður síns stóð Jón um skeið fyrir búinu á Hólakoti. Árið 1894 kvæntist hann Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga, og hófu þau árið eftir búskap á Þangskála. Þar bjuggu þau samfleytt til ársins 1923. Þau eignuðust 10 börn, og náðu öll nema eitt fullorðinsaldri (sjá Skagf. æviskrár). Eftir 1929 dvaldist Jón hjá syni sínum, séra Jóni Skagan, fyrst á Bergþórshvoli, síðan í Reykjavík. Jón aflaði sér nokkurrar menntunar á yngri árum og fékkst stundum við barnakennslu. Hann byrjaði snemma að skrá hjá sér ýmis konar fróðleik, en þó mun hann ekki hafa gefið sig verulega að skriftum, fyrr en eftir að búskap lauk.
Jón lést í Reykjavík 4. júní 1956.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • S03717
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Organization
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • S03715
  • Association
  • 21.12.1953 -

Tildrög að stofnun Fjárræktarfélags Fellshrepps kom fram á fundi í Búnaðaðrfélagi Fellshrepps sem haldinn var í mars 1953 að uppástungu frá ráðunauti Búnaðarsambands Skagafjarðar, Haraldi Árnasonar frá Sjávarborg. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Fjárræktarfélag Fellshrepps, í fyrstu var kosin stjórn sem hefði á hendi undirbúning um stofnun félagsins, til undirbúnings voru kosnir Ásgrímur Halldórsson Tjörnum formaður, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli gjaldkeri og Pétur Jóhannsson Glæsibæ ritari. Fjárræktarfélag Fellshrepps var síðan stofnað formlega þann 21.12.1953, stofnfélagar voru 12 og voru þeir þessir: Jón Guðnason Heiði, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli, Pétur Guðjónsson Hrauni, Eiður Sigurjónsson Skálá, Gestur Guðbrandsson Arnarstöðum, Indriði Hjaltason Bræðrá, Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Pétur Jóhannsson Glæsibæ, Ásgrímur Halldórsson Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson Tjörnum, Björn Jóhannsson Felli, Jóhann Jónsson Mýrum. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Ásgrímur Halldórsson. Félagið hefur T fyrir einkennisstaf. Í janúar 1955 sendi Sauðfjárræktarfélag Fellshrepps ársskýrslu sína yfir 126 ær og 11 hrúta, þar af 7, 1. verðlauna hrúta.

Kvenfélag Hólahrepps

  • S03720
  • Organization
  • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Organization
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Fjárræktarfélag Hólahrepps

  • S03723
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í þessum gögnum. En gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Organization
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Organization
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

  • S03733
  • Organization
  • 1895 - 1953

Árið 1895. 25. ágúst var fundur haldinn á Sauðárkrók samkvæmt fundaraboði frá nokkrum konum þar er komið höfðu sér saman um að stofna félag meðal skagfirska kvenna. Á fundinn mættu 15 konur. Fundinn setti Margrét Guðmundsdóttir og skýrði tilgang hans og var hún síðan kosin til að stýra fundinum. Lagði hún fram frumvarp til laga í 13 greinum, sem var samþykkt eftir nokkra umræðu. Tilgangur félagsins segir í 2. gr laga þess, hann er að styðja að því að réttindi og menning kvenna aukist, einnig vill það styrkja allt það sem að þess áliti horfir til samra framfara. Félagið lætur halda fyrirlestur um það efni er því þykir best henta þá er það getur því viðkomið. Stjórn var kosin og Margét Guðmundsdóttir forseti, Ólöf Hallgímsdóttir gjaldkeri, Líney Sigurjónsdóttir skrifari. Á fundinum var ákveðið að kaupa gjörðabók til fundarhalds, næsti fundur var haldin 1. des. 1895 í barnaskólanum á Sauðárkróki. Allar bækurnar sem eru hér í þessu safni segja þá miklu sögu til líkna og mannúðarmála sem þessar konur skópu og gáfu af sér til samfélagsins. Í síðustu bókinn 1942 kemur fram að félagskonur eru nú 42 og á síðasta skráða fund í þessu safni er skráður 3. feb. 1953, og e haldinn á efri hæð bakarísins þar mættu 28 konur og þar var meðal annars kosning fulltrúa í stjórn h/f félagsheimilisins Bifröst, kosin Jórunn Hannesdóttir og til vara Sigríður Auðuns og tveggja fulltrúa til að sitja aðalfundi þess, kosnar Sigríður Auðuns og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Ýmislegt annað koma fram á þessum fundi en eftir fundinn skemmtu konur sér með sameiginlegri kaffidrykkju, söng og hljóðfæraslætti. Að því loknu var sest við spil og spilað til miðnættis. Hver framvinda félagsins er eftir þetta kemur ekki fram í þessum gögnum. (Gögn skráð úr fundagerðabókum félagsins )

Stefán Pedersen (1936-2023)

  • S00324
  • Person
  • 07.12.1936-09.09.2023

Stefán Birgir Pedersen fæddist þann 7. desember 1936.
Hann var ljósmyndari á Sauðárkróki.
Stefán lést 9. september 2023.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Leikfélag Hofsóss

  • S03737
  • Association
  • 1949 - 1952

Á Sumardaginn fyrsta 20.apríl. 1950 kom margt af áhugafólki um leiklist og félagsstarfsemi saman á Hofsósi að tilstuðlan nokkurra manna á Hofsósi. Þorsteinn Hjálmarsson símstjóri, einn aðalhvatamaður fundarins bað Jóhann Eiríksson að stýra fundinum og Björn í Bæ að skrifa niður gjörðir fundarins. Þorsteinn Hjálmarsson var frummælandi um stofnun leikfélags í Hofsósi og nágrenni. Tók hann fram a leiklistastarfsemi væri góð undirstaða fyrir vaxandi menningu og taldi hann að Sumardagurinn fyrsti á þessu ári væri mjög sérstakur þar sem Þjóðleikhús Íslands væri vígt þennan dag og því tilvalið til stofnunar leikfélagsins. ( Segir í fundagerðabók 1.).

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Geirfinnur Trausti Friðfinnsson (1862-1921)

  • S01098
  • Person
  • 18. maí 1862 - 11. júlí 1921

Foreldrar: Friðfinnur Jónas Jónasson og Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstað í Köldukinn. Trausti kvæntist Kristjönu Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn árið 1882, þau bjuggu að Fremsta-Felli í Köldukinn 1885-1891, að Hálsi í Fnjóskadal 1891-1893 og síðan að Garði í sömu sveit 1893-1905. Fluttust þá til Skagafjarðar þar sem Trausti tók við stjórn skólabúsins á Hólum og bjuggu þar 1905-1914 og á hluta jarðarinnar 1914-1915. Fóru þá búferlum að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Trausti var sýslunefndarmaður Hólahrepps 1907-1919, hreppsnefndaroddviti 1910-1916, hreppstjóri 1914-1921. Vann að jarðamati í Skagfirði árið 1920 ásamt Jóni Konráðssyni í Bæ og Jóni Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Trausti og Kristjana eignuðust fimm börn saman, Trausti eignaðist son utan hjónabands með Dómhildi Jóhannsdóttur frá Hofi.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

  • S03739
  • Association
  • 1929 - 1969

Þann 9. mars 1938 var almennur hreppsfundur haldinn að Skálá í Fellshreppoi samkvæmt löglegri fundarboðun, þar sem rætt yrði um stofnun Fóðurbirgðafélags Fellshrepps.
Fundarstjóri var Jón Guðnason, Heiði og skrifari Pétur Jóhannsson. Eftir uppkast og umræður var það samþykkt með öllum atkvæðum án mótatkvæða.
Félagið er stofnað samkvæmt heimildar í lögum búfjárrækt og tilgangur þess er að koma í veg fyrir fóðurskort á svæðinu og að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnafóðurs.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Organization
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Þórólfur Pétursson (1942-)

  • S00014
  • Person
  • 21.01.1942

Þórólfur Pétursson fæddist á Hjaltastöðum þann 21. janúar 1942. Hann var bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona: Anna Jóhannesdóttir (f. 1956).

Sparisjóður Hólahrepps

  • N00478
  • Public party
  • 1909 - 2004

Í gögnum einkaskjalasafns Harðar Jónssonar er handskrifað ljósrit Útdráttur úr fundargerðum málfundarfélagsins " Hjalta " viðvíkjandi sparisjóð Hólahrepps. Þar segir: Árið 1909 þann 11 júlí hafði málfundarfélagið "Hjalti " til meðferðar málefni um stofnun sparisjóðs í Hólahreppi. Kom fram eindreginn vilji fundarins að koma sjóðnum á fót. Loks var málið rætt á aðalfundi sem haldin var á Hólum 28.des.1909 og kosin stjórn sjóðsins. "Vér undirritaðir stofnendur Sparisjóðs Hólahrepps tökumst hér með á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn 500. kr ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 18 stofnfundarmenn undirrita á Hólum í Hjaltadal 28.des 1909. ( bréfsefni sett í ýmis gögn ). Gögnum ber ekki saman hvenær sparisjóður Hólahrepps var stofnaður því eins og segir í Gjörðabók Hólahrepps: Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður sparisjóður Hólahrepps í Skagafjarðasýslu, stofnendur eru fyrst um sinn 12. Eins er það tekið fram hjá Afl sparisjóð ( linkur hér að neðan ) að sparisjóður Hólahrepps hafi verið stofnaður 1907.
Sparisjóðir voru staðbundnar stofnanir sem ætlað var að þjóna ákveðnum landsvæðum, með tilgang að gefa íbúm kost á að varðveita og ávaxta peninga sína en löggjöf þeirra varð strangari og takmarkaðri en bankanna.
Sparisjóðurinn hét Sparisjóður Hólahrepps þar til síðla árs 2004, þá Sparisjóður Skagafjarðar. Samruni varð síðan með Sparisjóð Siglufjarðar 13. ágúst 2007 og hinn sama dag var samruninn samþykktur í Sparisjóði Skagafjarðar. Bókhaldslegur samruni þeirra miðaðist við 1. janúar 2008. Sameinaður sparisjóður starfaði síðan undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, þar til nafni hans var breytt í „Afl sparisjóð“ á fundi 18. apríl 2008. Í lok árs 2007, fyrir fall bankanna, námu heildareignir sparisjóðsins 8 milljörðum króna. https://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/21-kafli/.

Jón Gunnlaugsson (1901-1974)

  • S00155
  • Person
  • 07.10.1901-22.03.1974

Jón Gunnlaugsson var fæddur í Geitafelli í Reykjahverfi, S-Þingeyjarsýslu þann 7. október 1901.
Hann var bóndi í Yztahvammi, Nessókn, S-Þingeyjarsýslu og síðar í Ysta-Hvammi, Aðaldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu.
Kona hans var Guðrún Gísladóttir (1903-1998).
Jón lést á Húsavík 22. mars 1974.

Gísli Magnússon (1893-1981)

  • S00138
  • Person
  • 25.03.1893-17.07.1981

Gísli Magnússon fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði þann 25. mars 1893. Foreldrar Magnús Gíslason, bóndi og hreppstjóri á Frostastöðum og Kristin Guðmundsdóttir. Hann lauk Gagnfræðaprófi frá Mentaskólanum í Reykjavík 1910. Búfræðiprófi frá Hólaskóla 1911. Búnaðarnámi í Noregi og Skotlandi 1912 - 1914 ( aðllega sauðfjárrækt. Vann á búi foreldra á Frostastöðum til vors 1923, hóf þá búrekstur að Eyhildarholti í Hegranesi.
Hann var bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð og í Eyhildarholti í Hegranesi, Skagafirði. Hann var í pólítík, Varafulltrúi á Búnaðarþingi, kjörin aðalfulltrúi 1962. Formaður Framsóknafelags Skagfirðinga frá stofnun 1928 og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1937. Starfaði m.a. í hreppsnefnd Rípurhrepps og var oddviti hreppsnefndarinnar 1935 - 1958. Þá var hann í Sýslunefnd Skagafjarðar frá 1942 og í yfir- skattanefnd Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað frá 1934. Hann var ritstjóri Glóðafeykis, félagsrits Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var í stjórn K.S. 1919 - 1922 og aftur 1939 og síðan varaformaður þar frá 1946 og síðar formaður. Gísli kenndi um skeið og var organisti í Flugumýrarkirkju og síðar í Rípurkirkirkju.
Kona hans var Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)
Gísli lést á Sauðárkróki 17. júlí 1981.

Jón Júlíus Árnason (1853-1927)

  • S00732
  • Person
  • 01.10.1853-01.11.1927

Jón Júlíus Árnason, f. 01.10.1853 á Krossastöðum á Þelamörk, d. 01.11.1927 á Þórshöfn á Langanesi. Foreldrar: Árni Kristjánsson bóndi á Krossastöðum og kona hans Margrét Halldórsdóttir húsfreyja. Jón lærði trésmíðar í Kaupmannahöfn 1878-1879 hja Steenstrup og Petersen og einnig eitthvað í úrsmíðum. Mun hafa lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1878-1879. Bjó með móður sinni að Skútum í Glæsibæjarhreppi til 1875. Í húsmennsku á Laugalandi í Glæsibæjarhreppi 1876. Stundaði ljósmyndun samhliða búskap og smíðum á Laugalandi 1879-1899 og síðan á Þórshöfn 1899-1904. Smiður og úrsmiður á Seyðisfirði 1905, úrsmiður á Húsavík 1906-1907 og smiður og úrsmiður á Þórshöfn 1908-1927. Ferðaðist jafnframt um nágrannabyggðarlög og tók myndir af fólki og bæjum. Maki: Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1857. Þau skildu. Þau eignuðust níu börn. Bústýra Jóns var Elísabet Jóhannesdóttir, f. 1876. Þau eignuðust tvær dætur, önnur dó á fyrsta ári.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Ungmennafélagið Hjalti

  • S03741
  • Association
  • 1933 - 1979

Í þessum gögnum kemur fram að, Fundagerðabók frá 1933 er önnur bók félagsins og kemur því ekkert fram um stofnfundinn í þessum gögnum. Eg félagsstarfsemi er lýst í fundargerðum alveg til ársins 1980. Hver framvinda ungmennafélagsins Hjalta er eftir það er ekki vita nú.
En í lögum félagsins sem er í nokkrum liðum kemur fram m.a, að tilgangur félagsins er að reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. Að glæða áhuga félagsmanna á íþróttum og fögrum listum og stuðla að því að félagsmenn taki þátt í sundi og söng. Að vekja og efla frjálslyndar skoðanir í hvívetna.

Skagfirðingur H/F

  • S03742
  • Association
  • 1959 - 1963

Ár 1959, laugardag 1. ágúst komu fulltrúar kjörnir af Sauðárkróksbæ, Fiskiðju Sauðárkróks h/f og Fiskveri Sauðárkróks h/f á stofnfund hlutafélags þessarra aðila um útgerð, til fundar i bæjarsalnum á Sauðárkróki. Þessir voru mættir á fundinn, fyrir hönd Sauðárkróksbæjar Rögnvaldur Finnbogason bæjarstjóri og varamaður hans Guðjón Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Fyrri hönd Fiskiðju Sauðárkróks h/f Marteinn Friðriksson framkvæmdarstjóri og fyrir hönd Fiskiveri Sauðárkróks h/f, þeir Árni J. Þórðarson framkvæmdarstjóri, og Guðjón Ingimundarson. Páll J. Þórðason tók að sér framkvæmdarstjórn Skagfirðings h/f. Hlutafé félagsins er kr: 400.000.00.
Hinn 26. apríl 1965 hélt Fiskiver Sauðárkróks uppboð á lausafjármunum. Á þessu uppboði keypti Hróðmar Hjörleifsson, Kimbastöðum skifborð fyrir 2012 krónur. Skrifborðið var læst en lykill fyrirfannst enginn. Vitað var að þessi fundargerðarbók var innilokuð í borðinu. Seljendur sögðu Hróðmari að hann yrði að skila því sem læst væri inn í borðskúffunni, en Hróðmar svarðai því til að þeir yrðu að sækja það til sín en það hafa þeir ekki gert. Og nú 30. janúar 1974 vill Hróðmar afhenda þessa bók til Skjalasafns Skagafjarðarsýslu og tek ég nú við þessari bók fyrir hönd safnsins. Kimbastöðum 30. jan. 1974. Björn Egilsson.

Áhugamannafélagið Drangey

  • S03743
  • Association
  • 1959 - 1966

Sunnudaginn 5, júní 1966 voru nokkrir flekaveiðimenn við Drangey samankomnir á Sauðárkróki til þess að ræða þá hagsmunaskerðingu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna setningar laga nr. 33. 1966 um fuglaveiðar og suglafriðun en þau lög banna með öllu flekaveiðar við Drangey, þótti heldur anda köldu til sín frá hinu háa Alþingi er það samþykkti að afnema þennan aldargamla atvinnuveg Skagfirðinga og heldur " höggva sá er hlífa skyldi" , er einn af þingmönnum kjördæmisins veitti þessari lagasetningu fylgi sitt. Urðu menn ásáttir um að stofna með sér félagsskap er hafa skildi að aðalstefnumáli að stuðla að breytingu nefndra laga svo niður verði felld 1.mg. 23.gr laganna þar sem rætt er um flekaveiði. 16 menn gerðust aðillar að félagsskapnum og sunnudaginn 19.06.1966 var haldin stofnfundur áhugamanna um fuglaveiðar við Drangey lesin voru upp lög félasins þar segir í 2.gr. Tilgangur félagsins sem áhugamannafélag er að fá aflétt banni því er sett hefur verið varðandi nytjar af Drangey en á síðasta Alþingi voru sett lög nr. 33.1966 um bann við fuglaveiðum á snörufleka. ( segir í fundagjörðabók hér).

Búnaðarfélag Skarðshrepps

  • S03744
  • Association
  • 1886-1974

Búnaðarfélag Sauðárshrepps var stofnað 27. apríl árið 1886 í þinghúsi Sauðárhrepps. Fyrsti formaður félagsins var Þorleifur Jónsson á Reykjum og varaformaður Jón Guðmundsson í Brennigerði. Lögin voru á þá leið að þau heimiluðu öllum þeim búendum konum jafnt sem körlum að ganga í félagið. Tilgangur félagsins var að efla framfarir í búnaði, einkum jarðarbótum, auka og bæta heyfang sem og að tileinka sér rétta meðferð á áburði. Efla garðrækt, kynbætur á bústofni og húsbyggingar fyrir bæði menn og skepnur. Markmiðið var einni að læra rétta meðferð á hirðingu á hvers bústofns fyrir sig eftir eðli þess og ásigkomulagi.
Hver félagsmaður skal er skyldugur til að láta vinna að jarðarbótum á jörð sinni.
Styrkir þeir sem félagið vonast til að fá til eflingar í búnaði skal að nokkru leyti varið til kaupa á verkfærum sem er nýtt til jarðarbóta.
Árið 1933 eða 1934 var lögum félagsins breytt umtalsvert frá eldir sem voru dagsett 1910.
Þar með breyttist orðalag og hver tilgangur félgasins var.
Að fá þá sem á félagssvæðinu búa að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið telur skylt að vinna að trjáræktartilraunum innan sveitarfélagsins.
Tilgang sínum vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja við og viðurkenna framkvæmdir á bújörðum.
a) Að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum nútímans.
b) Að efla búfjárrækina með samtökum og kynbótum, búfjársýningum, tryggilegum ásetningi og góðri hirðingu búfjársins.
c) Að vanda landbúnaðarafurðir og auka þekkingu á ........ hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðinum.
d) Að efla búfjárrækt og auka áhuga fyrir henni meðal félagsmanna og einkum miða að því að fegra og prýða heimilin og sveitina.
e) Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestri valinna manna.
f) Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
g) Að vera í búnaðarfélagi Íslands og sambandi við þau og eftir föngum við aðrar stofnanir sem eru að vinna að sama markmiði.

Eftirtaldir samþykktu lögin og voru stofnfélagar búnaðarfélagsins.
Jón Guðmundsson, Brennigerði. Kristján Hansen, Sauðá. Sveinn Sölvason, Skarði. Stefán Stefánsson, Veðramóti. Björn Jónsson, Heiði. Ólafur Andrésson, Meyjarlandi. Björn Þorbergsson, Fagnanesi. Benedikt Sölvason, Ingveldarstöðum. Jóhannes Ólafsson sýslumaður, Gili. Þorleifur Jónasson formaður, Reykum.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Lestrarfélag Reykjastrandar

  • S03746
  • Association
  • 1.12.1929 - 1.2.1948

Lestrarfélag Reykjastrandar var stofnað 1. desember 1929 að Hólakoti, stofnfélagar voru 27. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Pétur Jónasson Reykjum, Magnús Hálfdánarsson Hólkoti og Maron Sigurðsson Hólakoti. Þann 23. nóvember 1930 var haldinn fyrsti fundurinn að Daðastöðum. Á fyrsta aðalfundi hins nýstofnaðs félags segir að "Þar sem að þetta var fyrsti aðalfundur félagsins voru lög þess innfærð sem gildandi lög fyrir félagsmenn þess, með einhljóða samþykktum félagsmanna".
Í sömu fundargerð segir ennfremur að einn maður var kosinn í stjórn félagsins og hlaut Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum kosningu. Fundarmenn ákváðu einnig eftir alllangar umræður að kjósa skemmtinefnd sem var ætlað að efla hag félagsins, þau sem voru kosin í þessa nefnd voru;
Jóhanna Sigurðardóttir Hólakoti,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir Hólakoti,
Pétur Jónasson Reykjum,
Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum og Skafti Sigurfinnsson frá Meyjarlandi.
Einnig var Árni Þorvaldsson Hólakoti kosinn bókavörður.

Veiðifélag Sæmundarár

  • S03747
  • Association

Veiðifélag Sæmundarár er hagsmunafélag jarðareigenda sem hafa veiðiréttindi / hlunnindi í Sæmundará og Miklavatni.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

  • S03750
  • Association
  • 1944-

Slysavarnadeildin Hjálp var formlega stofnuð 13.10.1944 í þeim tilgangi til að styðja Slysavarnarfélag Íslands í viðleitni þess til að koma í veg fyrir drukknanir og önnur slys, bæði með fjárframlögum og með því að stofna sérstaka slysavarnadeild í Hólahreppi. Fyrir stofnfundinn var safnað undirskriftir 50 einstaklinga sem skuldbundu sig til að ganga í félagið ef það yrði stofnað jafnvel það mætti ekki á sjálfan stofnfundinn. í forsvari fyrir stofnun félagsins var Anna Sigurjónsdóttir á Nautabúi og skýrði hún frá á fundinum að nokkur undirbúningu hefði verið að stofnun deildarinnar. Hefðu hreppsbúar af nær öllum heimilinum hreppsins með undirskrift sinni lýst fylgi sínu við stofnun slysavarnadeildarinnar. Á fundinum var lagðar fram tvær tillögur um árgjald félagsmanna, a) Árstillag verði krónur 2.00 og b) Árstillag verði króna 1.00 og verðlagsvísitala á hana eins og er á hverjum tíma. Á fundinum var tillaga a samþykkt
Lög Slysavarnadeildarinnar Hjálp voru samþykkt á fundi 4. nóvember 1945. Þar kemur fram að tilgangur deildarinnar er að styðja Slysavarnafélag Íslands í störfum þess, gefa stjórn þess allar þær upplýsingar um skipströnd, drukknanir og aðrar slysfarir er gerast á starfssvæði hennar jafnskjótt og þess er kostur og láta félaginu í té álit sitt um allt sem verða má félaginu og stefnumálum þess til eflingar og gagns.

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Organization
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Karlakór Sauðárkróks ( 1935 - 1965 )

  • S03753
  • Association
  • 1935 - 1965

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Kaupmannafélag Sauðárkróks

  • S03754
  • Association
  • 1966-172

Ár 1966, föstudag 29.julí var stofnfundur Kaupmannafélags Sauðárkróks haldinn í samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki. Mættir til fundar voru 12 stofnendur og að auki frá Kaupmannasamtökunum Íslands þeir, Sigurður Magnússson, formaður K.Í. Knútur Briem, framkvæmdastjóri K.Í. og Jón I. Bjarnason. Sigurður Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum og skipaði fundarritarar Jón I. Bjarnason. Tillaga að lögum var lögð fram en þar segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla samstarf kaupmanna á staðnum, vinna að menningu, hag og sóma stéttarinnar , stuðla að heilbrigðum verslunnarháttum og bættri þjónustu. Félagið skal eftir megni leita samstarfs við öllum kaupmannafélög og kaupmenn landsins til hagsbóta fyrir stéttina í heild m.a. með þáttöku í Kaupmannasamtökum Íslands.
Í safni þessu liggur bréf frá Kaupmannasamtökum Íslands, þar segir: Hafi mér ekki borist skilagrein fyrir 20.04.1970, leyfi ég mér að líta þannig á að þið óskið ekki eftir áframhaldandi aðild að Kaupmannasamtökum og í framhaldi af því mundi Kaupmannafélag Sauðárkróks og meðlimir þess verða teknir hér út af félagaskrá, svo sem lög samtakanna gera ráð fyrir. Undirritun. Sigurður Magnússon.
í safni þessu liggur Gjafabréf þar segir að stjórn Kaupmannafélags Sauðárkróks samþykkir hér með að fundargjörða og bréfabækur svo og önnur skjöl Verslunnarmannafélags Skagfirðinga og Húnvetninga skuli afhent til varðveislu í Héraðsskjalasafni á Sauðárkróki, einnig samþykkir stjórnin að sjóðir félagsins ( styrktatsjóður og framkvæmdasjóður) samtals að upphæð 14.558, 20, verði afhentir Hérðasskjalasafninu að gjöf. Sauðárkróki, 27. okt. 1971. Undirritun. Haraldur Árnasson, Árni Blöndal.
Þakkarbréf liggur í safni frá Héraðsskjalasafni Sauðárkróki, 12. janúar. 1972. Undirritun Kári Jónsson.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • S03757
  • Association
  • 1932 - 1935

Árið 1932, föstudag 19.febrúar var stofnfundur Nautgriparæktarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Fundarstjóri var Tóbías Sigurjónsson Geldingarholti og nefndi hann til ritara Harald Jónsson. Fundargjörðir voru lesnar upp og samþykktar með öllum atkvæðum svo og lög félagsins samþykkt´i einu hljóði . Kosin var stjórn fyrir félagið, þessir hlutu atkvæði, Tóbías, Holti. Jón, Glaumbæ. HAraldur, Völlum

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03758
  • Association
  • 1931-1967

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað í því skyni að stofnsetja sjálfstætt stjórnmálafélag. Í aðalatriðum var tilgangur félagsins að fylgjast - svo vel sem ástæður leyfa - með öllu því er viðkemur landsmálum, bæði á löggjafarþingi þjóðarinnar og utan þess. Afla sér þekkingar á stefnu og starfsemi stjórnmálaflokkana í landinu og styðja Framsóknarflokkinn til valda í framtíðinni með því að kjósa framsóknarmenn á þing, ef - stefna flokksins og umbótarviðleit hyggist hér eftir sem hingað til - á samvinnu, jafnrétti fyrir allar stéttir þjóðfélagsins og gætni í fjármálum þjóðarinnar. Alls voru 18 mann sem samþykktu fyrstu lög félagsins. Fyrsti fundur nýstofnaðs Framsóknarfélags var haldinn að Mælifellsá þann 25. maí árið 1931 og voru fundarmenn, og konur alls 24.
Það fyrsta sem fundurinn hafði til meðferðar var að leggja fram bráðarbirgðalög fyrir félagið, er lesin var upp fyrir félagið og eftir stuttar umræður um lögin voru þau samþykkt.
Meðal stofnfélaga voru Eymundur Jóhannson, Sigurjón Helgason, Jóhannes Guðmundsson, Hjálmar Helgason, Friðbjörn Snorrason, Vilhelm Jóhannsson, Magnús Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Arnljótur Sveinsson, Jóhann Magnússon, Hannes Hannesson, Pálmi Jónason, Bjarni Björnsson, Magnús Frímannsson, Ófeigur Helgason, Björn Egilsson, Björn Bjarnason og Jón Helgason.

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Verkamannafélagið Fram

  • S03759
  • Association
  • 1915-2000

Verkamannafélagið Fram var stofnað 9. janúar árið 1915 en þá var haldinn fundur af verkamönnum á Sauðárkróki í Sýslufundarsalnum. Fundinn setti Ólafur Jóhannesson, fundarstjóri var Páll Friðriksson og ritari Sigurður Jakobsson.
Fundarstjóri skýrði frá því að hér hefði áður verið starfandi verkamannafélag, hefði það heitið "Fram". Á fundinum kom fram að það félag hefði verið hætt að starfa og ekki verið starfandi í nokkurn tíma, á meðan félagið lá í dvala þá hefðu með einhverjum hætti glatast allar bækur, lög, sjóður og öll skilríki félagsins hjá þáverandi formanni þess.
Á meðal félagsmanna var um það rætt hvort mynda ætti nýtt verkamannafélag eða halda áfram með það gamla. Í ljós kom að nokkrir félagsmenn hefðu greitt tillög og að einn fundur hefði verið haldinn. Því var ákveðið að halda áfram með gamla félagið auk þess að halda nafninu. Þrír menn voru kosnir í nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og semja ný lög og áttu þessir þrír menn að ljúka starfi sínu svo fljótt sem auðið var svo hægt yrði að boða til fundar.
Á fundi sem Verkamannafélagið Fram hélt 15. janúar 1915 í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkróki ræddu fundarmenn breytingartillögu á lögum félagsins. Halda þurfti framhaldsfund til að klára umræður um breytingartillögur og síðan var ný stjórn kosin. Kosning fór þannig að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður, Snæbjörn Sigurgeirsson varaformaður Eggert Kristjánsson ritari, vararitari var kosinn Ólafur Jóhannesson, á fundinum var Jóhannes Björnsson kosinn féhirðir en varaféhirðir Björn Magnússon. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Daníel Daníelsson og Árni Daníesson.

Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur þess að efla hag og rétt verkamanna gagnvart atvinnuveitendum, koma á reglubundnu kaupagjaldi, relgumundnum vinnutíma og mynda sjóð til eflingar félagsskapnum. Ennfremur að hrinda í framkvæmd ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum og styrkja þau með ráð og dáð. Í félagið skulu allir hafa aðgang, bæði karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri án tillits til starfs eða stéttar. Karlmenn er náð hafa 18 ára aldri skulu greiða full árstillög.

Með seinni breytingum sem er dagsett 22. janúar 1921 féllu eldri lög félagsins úr gildi þegar í stað og við tóku ný lög þá sem hljóða á þessa leið.
Tilgangur félagsins er að efla hag verkamanna með því

  1. Að þeir fái viðunanlegt kaup fyrir vinnu sína, og styðja þá til hagfeldrar verslunar með vinnulaun sín.
  2. Að útvega félagsmönnum vinnu þegar tök eru á.
  3. að hvetja félagsmenn til að tryggja sig gegn sjúkdómskostnaði með því að vera í sjúkrasamlagi og styrkja þá ef slys eða önnur óhöpp bera þeim að höndum, sem gjöra þeim ómögulegt að vera sjálfbjarga. Þó skal styrkveiting veitt af frjálsum vilja frá hverjum einstökum félagsmanni.
  4. Að mynda sjóð til eflingar félagsskapnum.
  5. Að hafa fundi félagsins fræðandi og skemmtilega.
  6. Að hrinda í framkvæmd fyrirtækjum sem arðvænleg eru fyrir félagið og einstaklinga þess.
    Í 4.gr. laga félagsin frá 1921 segir ennfremur.
    Í félagið geta allir verkamenn fengið inngöngu. Sjórn félagsins ræður hvort þei menn skuli teknir í félagið sem vafi er á hvort tilheyri verkamannastéttinni. Í félagið fá ekki inngöngu hjú þeirra manna sem ekki vilja skilyrðislaust gefa þeim skriflegt og vottfest leyfi til að hlýða lögum og reglum félagsins.
    Verkamannafélagið Fram sameinaðist Verkakvennafélagi Öldunnar, og fékk hið nýja stéttarfélag nafnið Aldan Stéttarfélag, það félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Aldan Stéttarfélag á sér merkilega og langa fortíð í sögu þessara tveggja félaga. Talið er að Verkamannafélagið Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903, en Aldan var stofnuð um 1930.
Results 6291 to 6375 of 6399