Brúnastaðir í Fljótum

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Brúnastaðir í Fljótum

Equivalent terms

Brúnastaðir í Fljótum

Associated terms

Brúnastaðir í Fljótum

9 Authority record results for Brúnastaðir í Fljótum

9 results directly related Exclude narrower terms

Friðbjörn Jóhannes Friðbjörnsson (1874-1966)

  • S02166
  • Person
  • 22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Hólmfríður Haraldsdóttir (1942-)

  • S03513
  • Person
  • 21.08.1942-

Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 21.08.1942.
Maki 1: Björn Ásgeirsson (f. 1933). Þau skildu. Þau eignuðust einn sön.
Maki 2: Kristján Jónsson (1928-1982). Sjómaður í Bolungarvík. Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 3: Barði Þórhallsson (f. 1943) lögfræðingur. Þau eignuðust tvö börn.
Einnig átti Hólmfríður einn sön með Sigurjóni Úlfari Björnssyni bifreiðarstjór (f. 1938).
Hólmfríður var um nokkurra ára skeið ráðskona hjá Ríkharði Jónssyni á Brúnastöðum í Fljótum.

Jóhann Ísak Jónsson (1886-1933)

  • S03238
  • Person
  • 19.08.1886-02.12.1933

Jóhann Ísak Jónsson, f. að Brúnastöðum í Fljótum 19.08.1886, drukknað af trillubáti úti á Skagafirði 02.12.1933. Foreldrar: Jón Jóhannsson vinnumaður á Brúnastöðum og kona hans Anna Soffía Magnúsdóttir. Þegar Jóhann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Friðriki Jónssyni bónda á Brúnastöðum og ólst hann upp á því heimili. Þegar faðir hans drukknaði 06.01.1899 ílengdist hann hjá þeirri fjölskyldu og fluttist síðar með henni inn í Sléttuhlíð, að Bræðraá, þegar Friðrik og kona hans fóru til Þórleifar dóttur sinnar og Guðmundar A. Guðmundssonar tengdasonar síns. Hann nau kennslu á heimilinu og einnig þegar hann dvaldi á Siglufirði um vetrartíma hjá móður sinni sem þá var gift kona þar. Hann fór ungur á seglskip, bæði hákarlaskip og fiskiskip. Eftir að Jóhann og Margrét giftust áramótin 1910 voru þau næsta á í Lónkoti. Árið eftir, 1912, fóru þau í Glæsibæ og voru þar til æviloka. Jóhann var um skeið í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, eftir ða það var stofnað 1919. Hann stundaði alltaf sjó meðfram búskapnum, ýmis á vélbátum frá Bæjarklettum eða á Siglufirði en einnig heima við á eigin báti. Þann 2. desember drukknaði hann af mótorbátnum Skrúð sem gerði út frá Bæjarklettum.
Maki: Margrét Pétursdóttir (21.06.1888-08.05.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Guðmundur Jónsson (1880-1971)

  • S02756
  • Person
  • 28. maí 1880 - 15. feb. 1971

Jón Guðmundur Jónsson, f. 28.05.1880 á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Jón hóf snemma störf til sjós og lands og vann á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1902-1903. Jón hóf búskap á Brúnastöðum 1906 en keypti Tungu í Stíflu árið 1910. Árið 1914 keypti hann að auki jarðirnar Háakot og Þorgautsstaði og sameinaði þær Tungu. Árið 1944 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar og bjó þar til dánardags. Jón rak stórbú á landsvísu í Tungu og var vel efnum búinn. Jón gegndi flestum opinberum störfum á vegum sveitarinnar. Hann var t.d. einn af stofnendum málfundarfélagsins Vonar í Stíflu 1918 og fyrsti formaður þess, sat í hreppsnefnd Holtshrepps 1923-1936, þar af oddviti 1925-1934, sýslunefndarmaður 1920-1937 og hreppstjóri 1938-1944. Maki: Sigurlína Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 1886 á Uppsölum í Staðarbyggð, Eyjafirði. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Einnig ólu þau upp þrjú fósturbörn.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Steinn Jónsson (1898-1982)

  • S02167
  • Person
  • 12. maí 1898 - 6. mars 1982

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.

Sveinn Árnason (1945-

  • S02910
  • Person
  • 29.08.1945-

Fæddur á Brúnastöðum í Fljótum. Foreldrar: Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja og Árni Anton Sæmundsson bóndi á Brúnastöðum og síðar bifreiðastjóri á Sauðárkróki.
Sveinn er ókvæntur og barnlaus. Verkamaður á Sauðárkróki.

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.