Gögnin skiptast annars vegar í persónuleg gögn og hins vegar í gögn Fiskifélagsdeildar Hofshrepps á Hofsósi. Gögn fiskifélagsdeildar Hofshrepps innihalda fundargerðir (bók og á lausum síðum) og uppkast að lögum. Persónulegu gögnin innihalda ljósmyndir, sígarettumyndir, samúðarskeyti, sendibréf, hjónavígslubréf og vitnisburð um einkunnir í skóla.
Fundargerðabók prófasta í firðinum. Fjallað um störf presta. Fagraneskirkju og Sjávarborgarkirkju var verið að leggja niður á þessum tíma. Bygging Sauðárkrókskirkju í bígerð. Prestar að koma bólusetningu yfir í læknastarfið. Margar góðar heimildir.
Gögnin skiptast annars vegar í persónuleg gögn og hins vegar í gögn Fiskifélagsdeildar Hofshrepps, Hofsósi. Gögn fiskifélagsdeildar Hofshrepss innihalda fundargerðir (bók og á lausum síðum) og uppkast að lögum. Persónulegu gögnin innihalda ljósmyndir, sígarettumyndir, samúðarskeyti, sendibréf, hjónavígslubréf og vitnisburður um einkunnir í skóla.
Fundagerðin er rituð á pappírsörk í folio broti. Á fundinum voru lögð drög að stofnun félagsins og stofnuð þriggja manna nefnd. Með liggja drög að bréfi til formanns héraðsfundar í Skagafjarðarsýslu.
Fundagerðin er rituð á pappírsörk í A4 broti, alls fjórar skrifaðar síður. Hún varðar stofnfund félagsins, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal 07.07.1918. Nokkrir blekblettir eru á skjalinu og það er farið að rifna í brotum en annars er ástand þess gott.
Kristján óskar eftir að byggingarnefnd staðsetji hvar hann megi setja niður hús það sem hann keypti s.l. á lóð sinni á Suðurgötu 14. Húsið er í dag kallað Ártún (Magnúsbúð, Búðin)
Ósk um að byggja lítið frystihús brekkumegin við hús Sölva Jónssonar, Skógargötu 8. Telja þetta frystihús geti orðið til mikils gagns fyrir íbúa þessa staðar.
Ósk um staðsetningu fyrir gripahús sitt, var áður synjað um þá staðsetningu sem þeir óskuðu sér. Byggingarnefnd leyfir þeim að byggja hús þetta á svæðinu sunnan við Árbæ.
Teikning og umsókn fyrir viðbyggingu við íbúðarhús Kristjáns við Suðurgötu 14 - Ártún. Viðbyggingin kom að vestan og norðan. Umsókn samþykkt af byggingarnefnd 31.10.1919.
Lóðateikning, ósk um að fá að byggja skúr vestan við íbúðarhús sitt . Leyfi veitist ef samþykki nágranna fæst. Um er að ræða Gísla hús eða Gísley sem stendur við Skógargötu 5b.
Ósk um að rífa niður timburskúr er áfastur er íbúðarhúsi hans á Skógargötu 5 (Seylu), endurbyggja skúrinn og gera glugga. Samþykkt í fundargerð. Sá sem teiknar uppþráttinn skrifar undir G.S.
Beiði Páls Jónssonar að byggja nýtt timburhús á tilbúnum grunni, en fyrra íbúðarhús grunnsins brann. Jón kallar lóðina Sæbyrgis-lóð. Teikningar Páls fylgja umsókninni. Beiðni samþykkt.
Tillagan er handskrifuð á pappírsörk í folio broti, alls fjórar síður. Hún varðar fjáröflun fyrir bókakaupum á Vífilsstaði. Nöfn sjúklinga eru rituð á örkina og aftan við þau niðurstaða atkvæðagreiðslu. Nafn Kristjáns C. kemur fyrir, en hann var á Vífilstöðum á árunum 1923-1926. Skjalið er farið að rifna í brotum en annars er ástand þess gott.
Leyfi um að bygja timburskúr áfastan við skúr Frank Michelsen, teikningar fylgja með. Samþykkt en með því skilyrði að hann verði fjarlægður ef Bygginganefnd fer fram á það.