Ytri-Hofdalir

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Ytri-Hofdalir

Equivalent terms

Ytri-Hofdalir

Tengd hugtök

Ytri-Hofdalir

10 Nafnspjöld results for Ytri-Hofdalir

10 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.

Guðrún Bergsdóttir (1922-1996)

  • S02750
  • Person
  • 19. feb. 1922 - 26. feb. 1996

Guðrún Bergsdóttir, f. 19.02.1922 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Bergur Magnússon og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir. Maki: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Bjuggu á Ytri-Hofdölum 1944-1986 en fluttu þá á Sauðárkrók.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004)

  • S02057
  • Person
  • 13. okt. 1907 - 24. júní 2004

Ingimar Ástvaldur Magnússon fæddist á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. október 1907. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Gunnlaugsson og Guðrún Bergsdóttir. Ingimar kvæntist 1934 Guðrúnu Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvö börn. ,,Ingimar fluttist til Reykjavíkur 1930 og hóf skömmu síðar húsasmíðanám hjá Zóphoníasi Snorrasyni, húsasmíðameistara. Hann lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík 1933, sveinsprófi 1935 og fékk húsasmíðaréttindi í Reykjavík 1939. Ingimar starfaði um árabil við húsasmíðar í þjónustu ýmissa aðila, lengst af hjá Ingólfi B. Guðmundssyni, sem í marga áratugi rak Sögina hf. í Reykjavík. Á sjötta áratugnum stofnaði Ingimar ásamt öðrum byggingarfélagið Afl sf., sem rak öfluga byggingarstarfsemi í Reykjavík í hartnær tvo áratugi."

Hartmann Magnússon (1888-1980)

  • S01663
  • Person
  • 9. okt. 1888 - 23. nóv. 1980

Sonur Magnúsar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bergsdóttur, alinn upp hjá þeim á Ytri-Hofdölum. Kvæntist Gunnlaugu Pálsdóttur (1888-1968), hún veiktist illa eftir barnsburð 1913 og fluttu þau þá í Kolkuós þar sem þau dvöldust í þrjú ár hjá Hartmanni Ásgrímssyni og Kristínu Símonardóttur. Þaðan fluttust þau að Hólum í Hjaltadal þar sem Hartmann hafði umsjón með öllum flutningum fyrir búið frá Sauðárkróki, Kolkuósi og Hofsósi. Allir flutningar fóru þá fram á hestum, ýmist á klakk, sleða eða kerrum. Mun sá starfi hafa verið bæði erfiður og oft æði slarksamur í erfiðri vetrarfærð. Árið 1921 byggðu þau hjón upp nýbýlið Melstað í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu til 1946 er þau fluttu til sonar síns og tengdadóttur í Brekkukoti. Hartmann átti alltaf smiðju og hefilbekk, smíðaði mikið og gerði við amboð ýmiss konar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hartmann og Gunnlaug eignuðust sex börn ásamt því að ala upp bróðurson Gunnlaugar.

Anna Jósafatsdóttir (1910-1984)

  • S03407
  • Person
  • 11.04.1910-01.01.1984

Anna Jósafatsdóttir, f. í Húsey í Hólmi í Skagafirði 11.04.1910, d. 01.01.1984. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson (1853-1934) bóndi í Húsey, og Ingibjörg Jóhannsdóttir vinnukona hans. Anna fóru í fóstur á fyrsta ári en fluttist með föður síðun að Ytri-Hofdölum 1914 og Hlíð í Hjaltadal. Hún fór í unglingaskóla á Hólum. Hún og Jónas hófu búskap á Hranastöðum í Eyjafirði. Vorið 1947 fóru þá að Hafursá á Fljótdalshéraði. Þaðan fóru að Skriðuklaustri tveimur árum síðar. Fyrstu árin var Anna á Akureyri á vetrum og hélt heimili fyrir eldri börnin sem voru í skóla. Frá 1962 bjuggu þau í Lagarfelli og í Reykjavík yfir þingtímann.
Heimili: Axlarhagi, Akrahr. Húsfreyja á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, Eyj. Síðast bús. í Fellahreppi.
Maki: Jónas Pétursson. Þau eignuðust þrjú börn.

Jórunn Andrésdóttir (1853-1933)

  • S03243
  • Person
  • 03.07.1853-21.06.1933

Jórunn Andrésdóttir, f. í Stokkhólma 03.07.1853, d. 21.06.1933. Foreldrar: Andrés Björnsson bóndi í Stokkhólma og kona hans, Herdís Pálmadóttir.
Maki: Þorsteinn Hannesson, bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og víðar. Þau eignuðustu sjö börn.
Þau bjuggu á Ytri-Hofdölum 1888-1899, Hjaltastöðum 1899-1910 er Þorsteinn lést. Jórunn var áfram búandi þar til 1917 og aftur á hluta jarðarinnar 1919-1923 er hún brá búi og fór til Margrétar dóttur sinnar í Stokkhólma og var þar til dánardags.

Bergur Ragnar Hólmsteinsson (1947-2001)

  • S01383
  • Person
  • 09.01.1947-24.05.2001

Bergur Ragnar Hólmsteinsson fæddist 9. janúar 1947 að Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit, Skagafirði. Foreldrar hans eru Hólmsteinn Sigurðsson og Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp að Ytri-Hofdölum. ,,Ungur fór hann að stunda sjómennsku, fyrst á ísfisktogurum hjá Útgerðafélagi Skagfirðinga en einnig var hann á flutningaskipum um tíma. Bergur stofnaði fyrirtæki ásamt vini sínum um skurð og sölu á túnþökum, var vélavörður í frystihúsinu Skildi í nokkur ár, en tók einnig þátt í sveitastörfunum. Síðustu ár var hann bílstjóri hjá Suðurleiðum."

Guðrún Bergsdóttir (1867-1956)

  • S02918
  • Person
  • 14. okt. 1867 - 29. feb. 1956

Guðrún Bergsdóttir, f. á Mjóafelli í Stíflu. Foreldrar: Bergur Jónsson bóndi á Þrasastöðum í Stíflu og kona hans Katrín Þorfinnsdóttir húsfreyja. Maki 1: Magnús Gunnlaugsson (1845-1912) frá Garði í Hegranesi. Guðrún var seinni kona hans. Þau eignuðust níu börn sem upp komust. Með Magnúsi bjó Guðrún fyrst að Hamri í Stíflu, árið 1886, en ári síðar fluttu þau að Tungu í Stíflu og bjuggu þar næstu þrjú árin. Þaðan að Saurbæ í Kolbeinsdal og voru þar í ellefu ár. Árið 1901 keyptu þau Ytri-Hofdali. Magnús lést árið 1912 en Guðrún kvæntist aftur árið 1916 Sigtryggi Jóhanni Guðjónssyni sem áður hafði verið ráðsmaður á Hofdölum. Þess er getið að Guðrún hafi gengið í öll störf, svo sem vefnað, vegghleðslu, trésmíði og tóvinnu. Hún átti sæti í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1910-1914, líklega fyrst kvenna í Skagafirði til að gegna slíku trúnaðarstarfi. Sigtryggur og Guðrún eignuðust ekki börn saman en ólu upp tvo dóttursyni Guðrúnar.