Showing 3637 results

Authority record
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

  • S01332
  • Person
  • 24.11.1919 - 18.05.2001

Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

  • S00317
  • Person
  • 04.05.1872- 26.03.1967

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.

Daníel Benediktsson Hannesson (1896-1978)

  • S01282
  • Person
  • 4. maí 1896 - 8. júlí 1978

Sonur Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur. Daníel var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann sigldi til Vesturheims með foreldrum sínum. Hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Kaupmaður í Kanada. Kvæntist Daisy Ethel Tucker.

Dagrún Halldórsdóttir (1905-1980)

  • S00517
  • Person
  • 15.07.1905-31.12.1980

Verslunarmær á Akureyri 1930. Kona Svavars Dalmanns Þorvaldssonar. Síðast búsett í Reykjavík.

Dagbjört Anna Magnúsdóttir (1865-1937)

  • S001152
  • Person
  • 15. júní 1865 - 4. apríl 1937

Húsfreyja á Hraunum í Fljótum, Skag. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Kvæntist Einari Baldvini Guðmundssyni (eldri) á Hraunum á Fljótum.

Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920)

  • S00475
  • Person
  • 22.10.1866-25.01.1920

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Christian Fredrik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957)

  • S01886
  • Person
  • 03.08.1872-21.09.1957

Hákon 7. fæddur Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel var fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslitin við Svíþjóð árið 1905. Hákon var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hákon giftist þann 22. júlí 1896 Maud Bretaprinsessu, yngstu dóttur Alberts Játvarðs sem seinna varð Játvarður 7., og konu hans Alexöndru drottningar. Þau eignuðust einn son þann 2. júlí 1903 sem var skírður Alexander Edward Christian Frederik og varð Ólafur 5. Noregskonungur.

Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm (1870-1947)

  • S01888
  • Person
  • 26.09.1870-20.04.1947

Kristján 10. (Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg) var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hann var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947. Eftir að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918 var hann einnig konungur konungsríkisins Íslands. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 var hann einungis konungur Danmerkur. Hann var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonungur 1905. Kristján var hávaxinn og þótti mynduglegur, alvörugefinn og skyldurækinn. Hann lauk stúdentsprófi 1889 og var fyrstur Danakonunga til að hafa slíkt próf. Því næst þjónaði hann í hernum, í ýmsum herdeildum. Hann varð krónprins 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8., varð konungur, og var sjálfur krýndur konungur að föður sínum látnum, árið 1912.

Carl Pétur Albertsson (1882-1936)

  • S01793
  • Person
  • 1882-1936

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Bóndi á Steinsstöðum. Kv. Margréti Jósefsdóttur Johnson. Hann var mjög músíkalskur og um langt skeið kirkjuorganisti.

Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)

  • S02292
  • Organization
  • 1907-1947

Byggingarnefnd Sauðárhrepps tók til starfa þegar Sauðárhreppur var stofnaður og starfaði fram til ársins 1947, en þá fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi og í kjölfar nýrrar bæjarstjórnar var stofnuð byggingarnefnd Sauðárkróks.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

  • S02611
  • Organization
  • 1948-

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.

Búnaðarsamband Skagfirðinga (1931-

  • S02657
  • Corporate body
  • 1931-

Búnaðarsamband Skagfirðinga var stofnað árið 1931 að frumkvæði Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Áður hafði þó komið upp umræða að stofna búnaðarsamband því uppkast að lögum fyrir félagið lá fyrir sýslufundi árið 1881 og tók fyrsti ráðunauturinn, Jósef J. Björnsson, til starfa um það leyti. Félagið var ekki formlega stofnað en margir hreppar skiluðu þó inn búnaðarskýrslum til sýslunefndar. Ræktunarfélag Norðurlands vann að jarðabótamælingum í Skagafirði með styrk sýslunefndar frá 1911 en það félag var stofnað 1903 og voru félagar þess í Skagafirði orðnir 51 í árslok 1904.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Organization
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

  • S03744
  • Association
  • 1886-1974

Búnaðarfélag Sauðárshrepps var stofnað 27. apríl árið 1886 í þinghúsi Sauðárhrepps. Fyrsti formaður félagsins var Þorleifur Jónsson á Reykjum og varaformaður Jón Guðmundsson í Brennigerði. Lögin voru á þá leið að þau heimiluðu öllum þeim búendum konum jafnt sem körlum að ganga í félagið. Tilgangur félagsins var að efla framfarir í búnaði, einkum jarðarbótum, auka og bæta heyfang sem og að tileinka sér rétta meðferð á áburði. Efla garðrækt, kynbætur á bústofni og húsbyggingar fyrir bæði menn og skepnur. Markmiðið var einni að læra rétta meðferð á hirðingu á hvers bústofns fyrir sig eftir eðli þess og ásigkomulagi.
Hver félagsmaður skal er skyldugur til að láta vinna að jarðarbótum á jörð sinni.
Styrkir þeir sem félagið vonast til að fá til eflingar í búnaði skal að nokkru leyti varið til kaupa á verkfærum sem er nýtt til jarðarbóta.
Árið 1933 eða 1934 var lögum félagsins breytt umtalsvert frá eldir sem voru dagsett 1910.
Þar með breyttist orðalag og hver tilgangur félgasins var.
Að fá þá sem á félagssvæðinu búa að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið telur skylt að vinna að trjáræktartilraunum innan sveitarfélagsins.
Tilgang sínum vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja við og viðurkenna framkvæmdir á bújörðum.
a) Að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum nútímans.
b) Að efla búfjárrækina með samtökum og kynbótum, búfjársýningum, tryggilegum ásetningi og góðri hirðingu búfjársins.
c) Að vanda landbúnaðarafurðir og auka þekkingu á ........ hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðinum.
d) Að efla búfjárrækt og auka áhuga fyrir henni meðal félagsmanna og einkum miða að því að fegra og prýða heimilin og sveitina.
e) Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestri valinna manna.
f) Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
g) Að vera í búnaðarfélagi Íslands og sambandi við þau og eftir föngum við aðrar stofnanir sem eru að vinna að sama markmiði.

Eftirtaldir samþykktu lögin og voru stofnfélagar búnaðarfélagsins.
Jón Guðmundsson, Brennigerði. Kristján Hansen, Sauðá. Sveinn Sölvason, Skarði. Stefán Stefánsson, Veðramóti. Björn Jónsson, Heiði. Ólafur Andrésson, Meyjarlandi. Björn Þorbergsson, Fagnanesi. Benedikt Sölvason, Ingveldarstöðum. Jóhannes Ólafsson sýslumaður, Gili. Þorleifur Jónasson formaður, Reykum.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Organization
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Organization
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Brynleifur Tobíasson (1890-1958)

  • S00136
  • Person
  • 20.04.1890-27.02.1958

Brynleifur Tobíasson fæddist í Geldingaholti í Langholti, Skagafirði þann 20. apríl 1890.
Hann var yfirkennari Menntaskólans á Akureyri og áfengisvarnarráðunautur ríkisins frá 1954 til æviloka.
Fyrri kona hans var Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922). Seinni kona hans var Guðrún Guðnadóttir (1900-1958).
Brynleifur lést 27. febrúar 1958.

Brynleifur Sigurjónsson (1917-2018)

  • S00929
  • Person
  • 20.12.1917

Brynleifur Sigurjónsson fæddist á Gili í Svartárdal 20. desember 1917. Foreldrar hans voru Sigrún Tobíasdóttir húsfreyja og Sigurjón Helgason, bóndi í Geldingaholti, þar sem Brynleifur ólst upp. ,,Í lok desember 1955 giftist Brynleifur Öldu Gísladóttur en þau höfðu þá verið trúlofuð og búið saman í áratug. Þau bjuggu lengst á Laufásvegi 27 í Reykjavík en fluttu um aldamótin á Skúlagötu 40. Þau voru barnlaus. Brynleifur starfaði sem flutningabílstjóri og leigubílstjóri, m.a. á Hreyfli."

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Brynjólfur Benedikt Bjarnason (1865-1928)

  • S01168
  • Person
  • 8. sept. 1865 - 5. des. 1928

Var í foreldrahúsum í Noisomhed, Vestmannaeyjasókn 1870. Bóndi á Refsstöðum, en lengst af bóndi í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Síðar gerðist hann umboðssali.

Brynjólfur Árnason (1921-2018)

  • S02424
  • Person
  • 12. júlí 1921 - 8. okt. 2018

Brynjólfur fæddist á Minna Garði í Mýrarhreppi í Dýrafirði 12. júlí 1921. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum að Kotanúpi og ólst þar upp. Brynjólfur fór í Bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan prófi 1945. Árið 1946 keypti hann jörðina Vaðla ásamt bróður sínum, en þar ráku þeir félagsbú til ársins 1989. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 - 1986 og var oddviti síðustu fjögur árin. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Mosvallahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 - 1990, þar af formaður frá 1985. Brynjólfur var organisti við Holts-og Kirkjubólskirkjur 1960 til ársloka 2000. Hann lék einnig á harmonikku á samkomum og dansleikjum á árunum 1940-1980.
Brynjólfur kvæntist 1957 Brynhildi Kristinsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Brynjar Pálsson (1936-

  • S02280
  • Person
  • 10. júní 1936-

Ólst upp á Sauðárkróki hjá móðurforeldrum sínum þeim Júlíusi Pálssyni og Brynhildi Jónsdóttur. Kvæntist Vibekku Bang árið 1963, þau eignuðust tvo syni. Þau ráku Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005. Búsettur á Sauðárkróki.

Brynja Björg Bragadóttir (1956-2013)

  • S01763
  • Person
  • 24. des. 1956 - 10. júlí 2013

Brynja Björg Bragadóttir fæddist á Sauðárkróki 24. desember 1956. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sigurðsson, Sauðárkróki. Brynja giftist 1976 Ómari Imsland rafmagnsverkfræðingi. Þau skildu 2005. Þau eignuðust fjóra syni. ,,Brynja ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla, lauk síðan námi frá Eiðaskóla og tók síðar sjúkraliðapróf og vann um skeið sem sjúkraliði á Landakotsspítala. Hún bjó tæpan áratug í Danmörku á meðan Ómar stundaði þar nám og vinnu. Eftir að synir hennar uxu úr grasi varð hún skólaliði í Mýrarhúsaskóla fram á þetta ár. Hún bjó lengst af á Seltjarnarnesi."

Brynhildur Jónsdóttir (1897-1992)

  • S01758
  • Person
  • 7. júní 1897 - 22. maí 1992

Verkakona á Sauðárkróki. Kvæntist Júlíusi Pálssyni, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn.

Bryndís Sigurðardóttir (1941-)

  • S01404
  • Person
  • 31.01.1941-

Foreldrar: Margrét Ingibjörg Pála Sveinsdóttir frá Sauðárkróki og Sigurðar Björnssonar Litlu-Giljá.

Bryndís Pétursdóttir (1947-)

  • S00017
  • Person
  • 06.05.1947

Bryndís Pétursson fæddist 6. maí 1947 á Sauðárkróki. Maður hennar var Bjarni Leifs Friðriksson (1940-2009), bóndi á Sunnuhvoli.

Bryndís Jónsdóttir (1925-2021)

  • S03352
  • Person
  • 07.09.1925-26.12.2020

Bryndís Jónsdóttir, f. í Skagen í Danmörku 07.09.1925, d. 26.12.2020. Foreldrar: Jón Stefánsson listmálari og Sigríður Zoega ljósmyndari.

Bryndís Jónsdóttir (1924-)

  • S00460
  • Person
  • 27.12.1924-

Verkakona á Sauðárkróki. Fór til Reykjavíkur árið 1944 og vann fyrst sem vinnukona við húsverk hjá ýmsum, síðan í 10 ár í mötuneyti við Útvegsbankann. Eftir það alllengi á hótelum og veitingastöðum í Reykjavík, síðast á Hrafnistu og Elliheimilinu Grund. Jafnframt húsfreyja í Reykjavík.

Bruno Scweizer (1897-1958)

  • S00133
  • Person
  • 3.5.1897-11.11.1958

Bruno Schweizer fæddist 3. maí 1897 í Dissen við Ammervatn í Bæjaralandi. Hann stundaði nám í germönskum fræðum við háskólana í Munchen, Innsbruck og Freiburg og lauk doktorsprófi í þjóðfræði árið 1925.

Á árunum 1927-1931 starfaði hann við Sprachatlas málvísndastofnunina í Marburg en 1931 sneri Bruno aftur á heimaslóðir og starfaði við háskólann í Munchen. Á árunum 1935-1936 ferðaðist Bruno á eigin vegum um Ísland þar sem hann gat stundað þjóðfræðirannsóknir. Í ferðunum tók hann yfir 1000 ljósmyndir, sem margar hverjar eru einstakar í sinni röð, enda lýsa þær samfélagi sem var á hverfanda hveli, en tæknibyltingin hafði þegar hafið innreið sína í íslenskar sveitir. Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu, Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni, Helga og Gunnar.

Í stríðinu urðu þeir atburðir sem áttu eftir að reynast fjölskyldunni afdrifaríkir. Árið 1940 stóðu fyrir dyrum þjóðflutningar þýskumælandi fólks frá Suður-Tírol á Ítalíu til Þýskalands og var hlutverk Brunos að skrá menningarverðmæti sem flytja átti. Vann hann að margvíslegum rannsóknum á lifnaðarháttum og tungumáli Tírol þjóðverjana og tók upp mikið magn af töluðu máli, sem enn er verið að rannsaka af málvísindamönnum. Þetta verkefni vann hann undir stjórn Ahnenerbe, stofnun sem hafði sitthvað á samviskunni og var undir stjórn SS og Heinrich Himmler. Að loknu stríði var hann handtekinn, eins og aðrir sem líkt var á fyrir komið og fluttur í gæslubúðir í Garmisch. Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru, enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni.

Að loknu gæsluvarðhaldinu tókst fjölskyldunni að flytja til Íslands, árið 1948 og dvaldist Bruno hér á landi til hausts 1949 er hann fór aftur heim til Diessen. Erfitt reyndist fyrir hann að fá starf við sitt hæfi á Íslandi og fjölskyldan fylgdi á eftir árið 1952. Hagur fjölskyldunnar virtist vænkast á ný og Bruno fékk verkefni við sitt hæfi. Hins vegar var Bruno ekki heilsuhraustur og þann 11. nóvember 1958 lést hann úr hjartaáfalli.

Eftir lát manns síns bjó Þorbjörg áfram í Diessen ásamt sonum sínum. Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck. Gunnar starfar við forna iðn Schweizerættarinnar og rekur tinverksmiðju í Diessen. Árið 1990 sneri Þorbjörg aftur heim til Íslands og settist að í dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Þar lést hún 31. janúar 2002 99 ára að aldri.

Eins og áður sagði eru ljósmyndir Brunos einstakar á margan hátt. Hann var nákvæmur þegar kom að því að taka myndir af fornum byggingum eða starfsháttum en hafði einnig auga fyrir myndbyggingu og skemmtilegum augnablikum. Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum.

Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu, þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar. Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

  • S02109
  • Organization
  • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Brunabótafélag Íslands (1917-)

  • S00128
  • Organization
  • 1916

Brunabótafélag íslands var stofnað árið 1917 og er starfandi enn þann daginn í dag sem eignarhaldsfélag. Í upphafi var því veittur einkaréttur til að brunatryggja húseignir utan Reykjavíkur. Eftir lagabreytingu á sjötta áratugnum hófst samkeppni við önnur vátryggingafélög. Í lok níunda áratugarins varð það helmingseigandi að öflugu félagi með stofnun Vátryggingafélags Íslands hf. Með nýrri löggjöf árið 1994 er því breytt í Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum. Hefur félagið stutt við ýmis verkefni á sviði bruna- og forvarna sem eru sveitarfélögunum til hagsbóta. Hafa þau m.a. verið unnin í nánu samstarfi við Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Broddi Reyr Hansen (1970-

  • S02888
  • Person
  • 1. okt. 1970-

Broddi Reyr Hansen, f. 1970. Starfsmaður við Háskólann á Hólum.

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.

Bragi Þór Haraldsson (1953-

  • S03100
  • Person
  • 8. mars 1953-

Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Haraldur Hróbjartsson frá Hamri í Hegranesi. Tæknifræðingur, starfar á verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki. Maki: Sigríður Jónasína Andrésdóttir, þau eiga þrjú börn.

Bragi Stefán Hrólfsson (1944-

  • S02882
  • Person
  • 4. nóv. 1944-

Foreldrar: Hrólfur Jóhannesson, f. 1906, bóndi í Kolgröf og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1915. Bifvélavirki, búsettur í Borgargerði í Borgarsveit. Maki 1: Sigurbjörg Óskarsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal. Sigurbjörg lést 1972. Maki 2: Heiðbjört Kristmundsdóttir lífeindafræðingur.

Bragi Skagfjörð Haraldsson (1942-

  • S01902
  • Person
  • 27.04.1942

Sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og k.h. Jóhönnu Gunnarsdóttur í Brautarholti. Trésmiður og húsvörður á Sauðárkróki.

Bragi Pálsson (1937-)

  • S01322
  • Person
  • 03.01.1937-

Sonur Marvins Páls Þorgrímssonar og Pálínu Bergsdóttur á Sauðárkróki. Húsasmiður í Keflavík, síðar tollvörður á Keflavíkurflugvelli. Kvæntist Guðrúnu Ástu Þórarinsdóttur frá Keflavík.

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Bragi Melax (1929-2006)

  • S03429
  • Person
  • 01.09.1929-02.04.2006

Bragi Melax f. á Barði í Fljótum 01.09.1929, d. 02.04.2006 í Reykjavík. Foreldrar: séra Stanley Melax prestur á Barði og Breiðabólsstað í Vesturhópi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Melax. Bragi ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Maki 1: Sigrún Ragnhildur Eiðsdóttir. Þau áttu saman þrjú börn.
Maki 2: Alma Þorvarðardóttir. Þau áttu eina dóttur.
Fyrir hjónaböndin átti Bragi eina dóttur.
Bragi starfaði sem kennari og skólastjóri. Sem ungur maður kenndi hann á Akranesi og á Strönd á Rangárvöllum. Seinna gengdi hann stðu skólastjóra við Barnaskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Lenst af kenndi hann við Flataskóla í Garðabæ og Hólabrekkuskóla í Reykjavík. EÁ síðustu árum starfsferils síns gengdi hann skólastjórastöðum við Grunnskólann í Garði og á Drangsnesi.

Bragi Kristjónsson (1938-

  • S01341
  • Person
  • 17.07.1938-

Bragi Kristjónsson fæddist 17. júlí 1938. Foreldrar hans voru Elísabet Ísleifsdóttir, húsmóðir og gjaldkeri (1910- 2001) og Kristjón Kristjónsson forstjóri (1908-1984).
Bragi var blaðamaður og seinna fornbókasali í Reykjavík, rekur búðina Bókin sem staðsett er á horni Hverfisgötu og Klapparstígs í Reykjavík.
Árið 2011 sendi Bragi frá sér bókina Sómamenn og fleira fólk sem inniheldur mannlýsingar og minningabrot. Bókinni fylgir DVD diskur.
Um tíma kom Bragi reglulega fram í bókmenntaþættinum Kiljan í ríkissjónvarpinu.
Fyrri kona hans var Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
Seinni kona hans var Jónína Benediktsdóttir (1943-2005).

Bragi Dýrfjörð (1929-2004)

  • S01989
  • Person
  • 27.01.1929-20.03.2004

Var á Siglufirði 1930. Ólst upp þar og í Skagafirði. Flutti til Seyðisfjarðar 1951 og þaðan að Eyvindarstöðum í Vopnafirði 1955, bóndi þar til 1960. Síðan búsettur í Vopnafjarðarkauptúni. Bifreiðastjóri, matsveinn og verkamaður þar í fyrstu en frá 1964 til dauðadags var hann umboðsmaður flugfélaga á Vopnafirði, fyrst Norðurflugs, síðan Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Íslands. Einnig var hann Flugvallarstjóri á Vopnafirði 1967-99. Giftur Sigrúnu Svanhvíti Kristinsdóttur og áttu þau saman einn son og eina fósturdóttur.

Borga Jakobson (1918-

  • S02484
  • Person
  • 1918-

Borga er fædd í Kanada. Dóttir hjónanna Indíönu Sveinsdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Eiginmaður Borgu var Bjarki Sigurðsson læknir og einnig alíslenskur. Þau eignuðust átta börn. Indíana var ættuð úr Skagafirði. Indíana flutti ung til Vesturheims.

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Privat company
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Bogi Smith Magnússon (1909-1937)

  • S00899
  • Person
  • 27. apríl 1909 - 25. ágúst 1937

Sonur Magnúsar Guðmundssonar sýslumanns og ráðherra og konu hans Soffíu Bogadóttur. Stýrimaður, var í Reykjavík 1910.

Bogi Jóhannesson (1878-1965)

  • S03066
  • Person
  • 9. sept. 1878 - 27. okt. 1965

Fæddur að Hálsi í Flókadal. Foreldrar: Jóhannes Finnbogason b. á Heiði í Sléttuhlíð og Ólöf Þorláksdóttir. Bogi ólst upp með móður sinni að Hálsi til sex ára aldurs en fór þá að Berghyl í Fljótum. Bogi kvæntist árið 1899 Kristrúnu Hallgrímsdóttur, þau bjuggu víða í Fljótum: Gili, Stóru-Brekku, Bakka, Minni-Þverá, Þorgautsstöðum, Hring, Hólum, Stóru-Þverá 1916-1923, Skeiði og Sléttu. Síðast búsett á Siglufirði. Bogi og Kristrún eignuðust tíu börn.

Bogi Ingimarson (1948-

  • S01874
  • Person
  • 23.07.1948-

Sonur Engilráðar Sigurðardóttur og Ingimars Þorleifs Bogasonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969, stúdentsprófi frá sama skóla 1970. Lærði líffræði við HÍ og lauk BS gráðu 1973 og BSc gráðu 1974. Starfaði á þessum árum m.a. á Hafrannsóknarstofnun og við líffræðikennslu í Lindargötuskóla og síðar við Fjölbrautarskólann við Ármúla sem deildarstjóri, kennslustjóri og um fimm ára skeið sem aðstoðarskólameistari. Kvæntist Birnu Sumarrós Helgadóttur (1950-2017) sjúkraliða.

Bogi Brynjólfsson (1883-1965)

  • S03178
  • Person
  • 22.07.1883 - 18.08.1965

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson prestur og fyrri kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir.
Stúdent í Reykjavík 1903 með 1. einkunn. Lögfræðipróf við háskólann í Kaupmannahöfn 1909 með 1. einkunn. Málflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík 1909. Dvaldist í Danmörku við lögfræðistörf 1911-1913. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1917-1918. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1918-1932. Stundaði síðan lögfræðistörf í Reykjavík.

Kona 1: Guðrún Árnadóttir (f. 1902). Þau skildu.
Kona 2: Sigurlaug Jóhannsdóttir (f. 1905).
Bogi átti einn son, Hauk Arnars Bogason (1919-2012)

Böðvar Jónsson (1925-2009)

  • S02413
  • Person
  • 1. júlí 1925 - 14. nóv. 2009

Böðvar fæddist á Gautlöndum í Mývatnssveit 1. júlí 1925. Sonur hjónanna Jóns Gauta Péturssonar bónda á Gautlöndum og Önnu Jakobsdóttur konu hans. Böðvar kvæntist Hildi Guðnýju Ásvaldsdóttur og eignuðust þau fimm syni. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1941-1942 og var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1946.
Böðvar tók við búinu af föður sínum1947 og var bóndi þar til 1997, er synir hans tóku við. Böðvar var leiðandi og tók virkan þátt í félags - og menningarstarfi í Mývatnssveit. Hann sat til margra ára í stjórn Skútustaðahrepps og í rúm 60 ár vann hann að tryggingamálum og var umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og Samvinnutrygginga, síðar Vátryggingafélags Íslands. Hann sat um tíma í stjórn Kaupfélags Þingeyinga. Umhverfis - og landgræðslumál voru Böðvari afar hugfólgin.Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.

Böðvar Emilsson (1904-1984)

  • S00595
  • Person
  • 20.12.1904-11.11.1984

Fæddur í Hamarskoti við Akureyri, þegar hann var níu ára gamall var honum komið í fóstur í Litladal í Skagafirði hjá Skarphéðni Símonarsyni. Skarphéðinn drukknaði í Héraðsvötnum það sama ár og Böðvar var því sendur aftur norður og dvaldi á ýmsum bæjum í Öxnadal næstu fimm árin. 16 ára gamall kom hann aftur í Skagafjörð og dvaldi í Litladalskoti í tvö ár og fór síðan að Þorsteinsstöðum og var bóndi þar 1941-1980. Böðvar var ógiftur og barnlaus.

Bóas Magnússon (1908-1991)

  • S00564
  • Person
  • 11.04.1908-17.12.1991

Bóas fæddist 11. apríl 1908 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu, sonur hjónanna Efemíu Björnsdóttur og Magnúsar Andréssonar. Þau hjónin eignuðust ellefu börn og var Bóas áttundi í röðinni. Þegar hann var á tíunda aldursári missti hann föður sinn. Leystist þá fjölskyldan upp og var Bóas sendur að Kálfárdal í Húnavatnssýslu. Næstu árin var hann á ýmsum stöðum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Það var svo upp úr 1920 að hann kom sem kaupamaður að Bólstaðarhlíð og var þar síðan af og til næstu fjóra áratugina.
Bóas var mikill hestamaður og tamningamaður góður. Síðustu árunum eyddi Bóas á Héraðshælinu á Blönduósi.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Björn Þorkelsson (1830-1904)

  • S00805
  • Person
  • 13. júní 1830 - 2. mars 1904

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Svaðastöðum og k.h. Rannveig Jóhannesdóttir. Kvæntist Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Björn átti jarðirnar Breið og Skíðastaði um skeið og ef til vill fleiri jarðir. Bóndi á Sveinsstöðum 1864-1904. Björn og Guðlaug eignuðust fimm börn, aðeins eitt þeirra komst á legg. Þau áttu eina fósturdóttur, Jakobínu Sveinsdóttur.

Björn Þórður Runólfsson (1919-2007)

  • S00256
  • Person
  • 20. mars 1919 - 2. maí 2007

Björn Þórður Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson bændur á Dýrfinnustöðum. ,,Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á hernámsárunum var hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðlesinn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabóndinn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir "parole" á Hofstöðum. Björn hætti ekki búskap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki." Björn eignaðist eina dóttur með Sigríði Eiríksdóttur.

Björn Þórðarson (1801-1890)

  • S03052
  • Person
  • í feb. 1801 - 6. ágúst 1890

Björn Þórðarson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, á Ysta-Hóli og Skálá í Sléttuhlíð. Fæddist í febrúar 1801 á Illugastöðum í Flókadal. Faðir: Þórður Pétursson (1764-1810), bóndi á Ysta-Hóli. Móðir: Hallfríður Björnsdóttir (1769-1851), húsfreyja á Ysta-Hóli. Björn ólst upp með foreldrum sínum á meðan föður hans naut við en síðan með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Jónssyni bónda á Ysta-Hóli. Stundaði veiðiskap með búrekstrinum og átti hluta í hákarlaskipum með Fljótamönnum. Þá stundaði hann einnig fuglaveiðar við Drangey. Var hluthafi í versluninni í Grafarósi. Bóndi á Ysta-Hóli 1826-1848, Skálá 1848-1885. Fluttist að Þverá í Hrollleifsdal og bjó þar 1885-1887 og á Klóni 1887-1888 en brá þá búi vegna heilsubrests og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Skálá. Bjó þar til æviloka.
Kvæntist árið 1830, Önnu Jónsdóttur (1798-1881). Þau áttu ekki börn saman.
Barnsmóðir: Anna Bjarnadóttir (1835-1915), áttu eina dóttur saman, Hallfríði fædda 1858.
Barnsmóðir: María Skúladóttir (1834-1903), áttu eina dóttur saman, Guðbjörgu fædda 1866.
Björn er talinn vera fyrirmynd Trausta hreppstjóra á Skálá í sögu Davíðs Stefánsson, Sólon Islandus.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Björn Sölvason (1863-1942)

  • S01990
  • Person
  • 17.10.1863-08.07.1942

Björn Sölvason, f. á Skálá í Sléttuhlíð 17.10.1863, d. 08.07.1942 á Siglufirði. Foreldrar: Sölvi Kristjánsson, síðast bóndi í Hornbrekku og Björg Þorsgteinsdóttir frá Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð. Björn var óskilgetinn og féll það í hlut móður hans ða annast uppeldið. Um 12 ára aldur fór hann til vandalausra. Var m.a. lengi hjá Sæmundi bónda í Haganesi og síðar ekkju hans Björgu. Hann vann jöfnum höndum til sjós og lands, var lengst af á hákarlaskipum á vorin, oftast sem stýrimaður.
Bóndi á Minni-Reykjum 1891-1892, Stóra-Grindli 1892-1893, Karlsstöðum 1893-1898, Sléttu 1898-1903 og Hamri 1903-1918. Keypti Björn Hamar og byggði þar annað timburhúsið sem byggt var í Austur-Fljótum. Árið 1918 hættu þau hjónin búskap, seldu jörðina og fluttust til Siglufjarðar og áttu þar heima síðan.
Maki: Guðrún Margrét Símonardóttir (1869-1956) frá Fyrirbarði. Þau eignuðust fjögur börn sem létust öll í æsku. Þau ólu upp fjóra drengi, suma að öllu leyti, en þeir voru:
Hafliði Jónsson (1894-1967), Bergur Guðmundsson (1900), Kristinn Ásgrímsson (1894) og Björn Guðmundur Sigurbjörnsson (1913).

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Björn Sigtryggsson (1901-2002)

  • S03196
  • Person
  • 14.05.1901-26.08.2002

Björn Sigtryggson, f. á Framnesi 14.05.1901, d. 26.08.2002 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi á Framnesi og kona hans Sigurlaug Jóhannesdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Framnesi, lærði heima undir fermingu við leiðsögn Kristínar, systur sinnar og fór fimmtán ára gamal til Benedikts á Fjalli að læra undirstöðuatriði í orgelleik. Þá lést faðir hans og Björn fór heim aftur. Hann lærði einnig hjá Þorvaldi Guðmundssyni á Sauðárkróki og var organisti Hofsstaðakirkju frá 1924-1936. Haustið 1919 fór hann í Flensborgarskóla og útskrifaðist 1921. Ári síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1924. Var bóndi á Framnesi 1924-1986.
Björn tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum UMF Glóðafeykis. Hann var lendi formaður sóknarnefndar Hofsstaðakirku, sat í hreppsnefnd 1937-1942 og 1958-1962, staði lengi í skólanefnd, kjörstjórn, brunamati, sjúkrasamlagi og Lestrarfélaginu Æskunni. Sat einnig í stjórn KS í ruman áratug.
Maki (giftingardagur 14.05.1935): Þuríður Jónsdóttir (10.03.1907-03.07.2002) frá Flugumýri. Þau eignuðust níu börn en eitt lést í frumbernsku. EInnig ólu Björn og Helga systir hann upp Brodda Jóhannesson sem kom að Framnesi árið 1924 efrir að hafa misst föður sinn.
Árið 1996 fluttust þau hjónin frá Framnesi til Sigurlaugar dóttur sinnar í Varmahlíð. Þar dvöldust þau þar til þau fóru á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki í febrúar 2000.

Results 3061 to 3145 of 3637