Showing 6397 results

Authority record

Jón Karlsson (1937-)

  • S00609
  • Person
  • 11.05.1937

Jón fæddist á Mýri í Bárðardal og ólst þar upp. Lengst af búsettur á Sauðárkróki. Jón kvæntist Hólmfríði Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn. Jón var m.a. formaður stéttarfélagsins Öldunnar. Árið 2011 hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu.

Birgir Dýrfjörð (1935-)

  • S00610
  • Person
  • 26.10.1935

Fæddur á Siglufirði 26. október 1935. Foreldrar: Kristján Dýrfjörð rafvirkjameistari og kona hans Þorfinna Sigfúsdóttir matráðskona. Birgir var rafvirkjameistari.
Varaþingmaður Norðurlands vestra október–nóvember 1987, apríl–maí 1988, apríl og nóvember 1990 (Alþýðuflokkur).

Stefán Guðmundsson (1932-2011)

  • S00611
  • Person
  • 24. maí 1932 - 10. september 2011

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, f. 11.3. 1893, d. 19.10. 1967, frá Hóli í Sæmundarhlíð, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá KS, og Dýrleif Árnadóttir, f. 4.7. 1899, d. 8.3. 1993, frá Utanverðunesi í Hegranesi. Hinn 16.2. 1957 kvæntist Stefán Sigríði Hrafnhildi Stefánsdóttur, (Lillu), þau eignuðust þrjú börn og bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Stefán lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1949 og prófi frá Iðnskólanum á Sauðárkróki 1951. Árið 1956 lauk hann sveinsprófi í húsasmíði og árið 1959 öðlaðist hann meistararéttindi. Árið 1963 stofnaði hann ásamt fleiri Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann tók þátt í stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. árið 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971-1981. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1982 og í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar 1998-2002. Stefán var alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1979-1999. Hann sat í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1980-1987 og árið 1995 og var formaður stjórnar 1983-1987. Þá sat Stefán í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. 1982-2011 og í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 til dauðadags. Þá sat Stefán í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982 og var formaður stjórnar frá 1999 til dauðadags. Auk þessa átti Stefán sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum og sinnti margs konar trúnaðarstörfum bæði heima í héraði og á landsvísu. Stefán var félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks um langt árabil til dauðadags. Á yngri árum tók Stefán virkan þátt í íþróttalífi og átti fjölmörg héraðsmet í frjálsum íþróttum auk þess að leika knattspyrnu með ungmennafélaginu Tindastóli. Stefán var mikill áhugamaður um skógrækt og var um árabil formaður stjórnar Norðurlandsskóga."

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995)

  • S00612
  • Person
  • 12. september 1903 - 18. nóvember 1995

Hólmfríður Jónasdóttir Sauðárkróki 1903–1995
Fædd í Grundarkoti í Blönduhlíð, Skag. Foreldrar Jónas Jónsson (Hofdala-Jónas) og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. Verkakona búsett á Sauðárkróki. Starfaði mikið að félagsmálum. lengi formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar. Skáldmælt og gaf út ljóðabókina Undir berum himni árið 1978.

Sigfús Sigurðsson (1910-1988)

  • S00612
  • Person
  • 18.10.1910-14.08.1988

Fæddur 18.10.1910 á Mælifelli á Neðribyggð. Foreldrar: Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi, kaupfélagsstjóri og alþingismaður, og k.h. Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir. Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi og vann að búi þeirra meðan þau bjuggu þar. Frá áramótum 1929 til vors 1930 stundaði hann nám í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal, síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1930-1931. Eftir veruna þar vann hann að búi foreldra sinna og kenndi sund við Steinsstaðalaug um tíma. Árið 1938 fluttist hann með dóttur sinni og foreldrum til Sauðárkróks þar sem faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá fór Sigfús að vinna við afgreiðslustörf í Ytri-búðinni sem gekk undir nafninu Grána. Þar vann hann til ársins 1946, að undanteknum tveimur árum sem hann var hjá KRON í Reykjavík. Árið 1947 var hann búsettur á Siglufirði og vann þar í síld. Árið 1948 fór Sigfús til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til 1974, lengst af verkstjóri við línulagnir víðsvegar um land. Árin 1974-1978 var hann sjálfstæður verktaki. Sigfús var búsettur í Reykjavík á árunum 1957-1978, að hann fluttist aftur til Sauðárkróks. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðlaug Stefánsdóttir, fædd 17.1.1915, en hún lést 25.11.1937 á Kristnesi. Saman áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans var Svanlaug Pétursdóttir, fædd 20.6.1921, d. 5.1.2006. Saman áttu þau þrjú börn.

Guttormur Óskarsson (1916-2007)

  • S00613
  • Person
  • 29.12.1916-13.11.2007

Guttormur Óskarsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði 29. desember 1916. Foreldrar hans voru Óskar Á. Þorsteinsson, bóndi í Hamarsgerði, síðar í Kjartansstaðakoti, Langholti og kona hans Sigríður Hallgrímsdóttir. 15. október 1944 kvæntist Guttormur Ingveldi Hólmsteinu Rögnvaldsdóttur þau eignuðust þrjár dætur. ,,Guttormur stundaði nám í Reykholti í Borgarfirði og síðan í Samvinnuskólanum í Reykjavík, 1942-1944. Að námi loknu starfaði hann hjá fræðsludeild Sambands íslenskra samvinnufélaga í tvö ár. 1946 fluttust þau hjón til Sauðárkróks og Guttormur hóf störf sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið til starfsloka. Guttormi voru félagsstörf hugleikin. Auk þátttöku í hinum ýmsu félögum á Sauðárkróki var hann til æviloka dyggur stuðningsmaður Framsóknarflokksins og gegndi á þeim vettvangi fjölmörgum trúnaðarstörfum."

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Elínborg Jónsdóttir (1886-1975)

  • S00615
  • Person
  • 23. júlí 1886 - 23. júlí 1975

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og s.k.h. Guðnýjar Eggertsdóttur. Kvæntist Tómasi Gíslasyni kaupmanni á Sauðárkróki.

Ásgrímur Guðmundsson (1938-1969)

  • S00616
  • Person
  • 12.11.1938-09.11.1969

Bóndi á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri, Skag. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Pálmi Símonarson (1868-1938)

  • S00617
  • Person
  • 5. júní 1868 - 8. sept. 1938

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Stefán Magnússon (1906-1981)

  • S00619
  • Person
  • 6. mars 1906 - 9. maí 1981

Stefán var fæddur og uppalinn í Torfmýri í Blönduhlíð, sonur Magnúsar Hannessonar og Jakobínu Gísladóttur. Árið 1923 réðst hann sem vinnumaður að Reynistað til Jóns Sigurðssonar, þar sem hann dvaldist til 1937 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stefán starfaði mikið fyrir Sögufélag Skagfirðinga og var einn af hvatamönnum að stofnun Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Aðalstarf Stefáns var þó bókband en það vann hann við í rúm 40 ár og talið er að hann hafi árlega bundið 2000-3000 bækur.
Stefán var ókvæntur og barnlaus.

Jórunn Hannesdóttir (1894-1978)

  • S00619
  • Person
  • 30.10.1894-09.03.1978

Dóttir Hannesar Péturssonar og Ingibjargar Jónsdóttur á Skíðastöðum. Jórunn ólst upp hjá foreldrum sínum en missti föður sinn aðeins sex ára gömul. Var hún eftir það með móður sinni og stjúpföður, Gísla Björnssyni. ,,Á unglingsárunum dvaldist hún hjá föðurbróður sínum Pálma Péturssyni kaupmanni og konu hans Helgu Guðjónsdóttur á Sauðárkróki og sótti unglingaskóla. Var hún því næst í tvo vetur í Reykjavík við tungumálanám, stundaði síðan farkennslu í Vesturhópi og dvaldist þá að Breiðabólstað hjá Herdísi Pétursdóttur föðursystur sinni og eiginmanni hennar Hálfdáni Guðjónssyni, síðar vigslubiskupi á Sauðárkróki. Fljótlega eftir að þau hjón fluttust til Sauðárkróks hóf hún að starfa að félagsmálum og var valin til forystustarfa; var formaður kvenfélagsins um nærri tveggja áratuga skeið, formaður skagfirskra kvenna um árabil og margoft fulltrúi á þingum Kvenfélagasambands Íslands, þar sem hún leiddi ýmis mál til afgreiðslu. Jórunn starfaði alllengi með Leikfélagi Sauðárkróks, þar sem hún fór oftast með aðalhlutverk. Hún var kosin heiðursfélagi Kvenfélags Sauðárkróks, árið 1958, en það ár fluttist hún til Reykjavíkur og dvaldist þar til æviloka."
Jórunn kvæntist Jóni Sigfússyni frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn.

Petrea Þorsteinsdóttir (1866-1936)

  • S00620
  • Person
  • 12. sept. 1866 - 16. apríl 1936

Petrea var fædd á Grund í Þorvaldsdal. Kvæntist Sigfúsi Jónssyni presti á Mælifelli, þau eignuðust sex börn.

Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)

  • S00622
  • Organization
  • 1895-1950
  1. ágúst 1895 var haldinn kvennafundur á Sauðárkróki og ákveðið að stofna til félagsskapar á meðal skagfirskra kvenna. 15 konur mættu á fundinn. Meginhlutverk var að stuðla að auknum réttindum og menningu kvenna. Á aðalfundi 1950 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Kvenfélag Sauðárkróks.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

  • S00623
  • Person
  • 29.8.1900-3.6.1973

Kristján fæddist á Sauðárkróki 29. ágúst árið 1900, sonur Hildar Pétursdóttur Eriksen og Magnúsar Guðmundssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Kristján starfaði alla tíð sem verslunarmaður, fyrst hjá Höephnersverslun og verslun Sigurgeirs Daníelssonar en síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem hann starfaði lengst af. Kristján var mikill félagshyggjumaður og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, bæði fyrir Sauðárkrók og eins fyrir ýmis félagasamtök. Sat m.a. í stjórn Sögufélags Skagfirðinga um tíma og í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá 1960 til æviloka. Ungur að árum hóf Kristján ljósmyndagerð og telur safn hans þúsundir mynda. Ánafnaði Kristján Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að ljósmyndum sínum eftir sinn dag og má af því marka hvaða hug hann bar til safnsins. Kristján hafði gott auga fyrir ljósmyndatökum. Hann tók myndir af öllum húsum á Sauðárkróki, fjölda mannamynda tók hann og myndir af ýmsum viðburðum og hátíðum um áratugaskeið. Safn Kristjáns er gríðalega verðmætt fyrir áhugafólk um sögu Sauðárkróks, enda myndefnið fjölbreytt og má í safni hans sjá glöggt þá umbreytingu sem varð á Sauðárkróki frá sveitaþorpi til kaupstaðar. Kristján giftist Sigrúnu M. Jónsdóttur sýslufulltrúa, sem lifði Kristján. Hún var um tíma sett Sýslumaður Skagfirðinga og mun hafa verið fyrsta konan sem gegndi því embætti hér á landi. Hluti mynda Kristjáns eru nú aðgengilegar á myndavef safnsins, eða um 600 ljósmyndir.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

  • S00624
  • Person
  • 11.12.1875-31.12.1900

Faðir: Benedikt Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík (1850-1876). Móðir: Katrín Gísladóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði (1849-1918). Gísli ólst upp að mestu hjá afa sínum, Jóhanni Knúti Benediktssyni presti. Gísli stundaði úrsmiðanám hjá Teiti Tómasi Ingimundarsyni úrsmiði í Reykjavík 1891-1893. Lærði ljósmyndun hjá Guðjóni Ágústi Guðmundssyni í Reykjavík 1893-1894. Framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1895-1896, líklega hjá N. Nyberg. Ljósmyndari á Vopnafirði 1894-1897. Tók ljósmyndir í Öræfum 1896. Starfaði við úrsmíðar og rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1898-1899. Keypti myndastofu Arnórs Egilssonar á Akureyri í maí 1900 og rak hana til dauðadags.

Pétur Brynjólfsson (1881-1930)

  • S00625
  • Person
  • 4.8.1881-1.4.1930

Pétur Brynjólfsson fæddist á Heiði í Mýrdal, 4. ágúst 1881. Faðir: Brynjólfur Jónsson (1850-1925) prestur á Hofi í Álftafirði. Móðir: Ingunn Eyjólfsdóttir (1854-1896) húsfreyja á Hofi í Álftafirði. Maki: Anine Charoline Henriette Gjerland (1882-1934) píanóleikari og kennari í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þau skildu. Saman áttu þau fimm börn.
Pétur lærði ljósmyndun veturinn 1900-1901, líklega hjá Sigfúsi Eymundssyni. Stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá P. Schaumburg, Nørrebrogade 23 í Kaupmannahöfn 1901-1902 og í Þýskalandi. Rak ljósmyndastofu í Bankastræti 14, Reykjavík 1902-1906 síðan við Hverfisgötu 1906-1915. Rak útibú í Lækjagötu 3 á Akureyri 1908-1909. Fluttist til Danmerkur 1915 og rak um skeið ljósmyndastofu við Nørregade í Kaupmannahöfn. Rak svo ljósmyndastofu á nokkrum stöðum í Reykjavík frá 1918-1930.

Davidson, Portrait & Landscape Photographer

  • S00626
  • Corporate body
  • 1889-1907

Davidson, Portrait & Landscape Photographer var ljósmyndastofa sem var rekin í Carberry, Manitoba af George Davidson milli 1889 og 1907. Fyrirtækið var með útibú í Deloraine, Melita, Rapid City og Souris.

Baldwin & Blondal

  • S00627
  • Corporate body
  • 1890-1900

Erfitt að finna eitthvað um þessa ljósmyndastofu. En Jón Blöndal lærði ljósmyndun í Winnipeg og rak ljósmyndastofu ásamt öðrum/fleirum sem hét Baldwin & Blondal. Talið að margir Íslendingar sem fluttu vestur um haf, hafi látið taka myndir af sér á þessari stofu á tímabilinu 1890-1900.

Halldór Egill Arnórsson (1889-1951)

  • S00628
  • Person
  • 13.06.1889-20.09.1951

Faðir: Arnór Egilsson bóndi og ljósmyndari (1856-1900). Móðir: Valgerður Ósk Ólafsdóttir, húsfreyja (1857-1933). Halldór Egill Arnórsson lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri fyrir 1909. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1909-1918. Ferðaðist einnig og tók myndir t.d. á Siglufirði 1919. Starfaði hjá eða vann með Hallgrími Einarssyni a.m.k. á tímabilinu 1920-1924 (myndir merktar þeim báðum). Starfaði hjá Guðmundi R. Trjámannssyni 1924-1925. Starfi á ljósmyndastofu Jóns J. Dahlmanns í Reykjavík frá um 1927 til um 1938 en þá fór hann að starfa á ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirssonar í Reykjavík og var þar til dauðadags.
Hluti af filmu- og plötusafni hans er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands (Reykjavíkurárin).

Jón Guðmundsson (1870-1944)

  • S00629
  • Person
  • 09.05.1870-25.06.1944

Faðir: Guðmundur Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri í Ljárskógum, Laxárdal í Dalasýslu (1829-1890). Móðir: Solveig Jónsdóttir, húsfreyja í Ljárskógum, Laxárdal í Dalasýslu (1832-1911). Jón Guðmundsson lærði gullsmíði hjá Birni Árnasyni á Ísafirði fyrir aldamót. Lærði ljósmyndun á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1895. Mögulegt að hann hafi einnig numið á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar. Starfði sem ráðsmaður á Ljárskógum 1890-1900 og var svo bóndi þar frá 1900 til dauðadags. Tók myndir í Ljárskógum frá 1895. Ferðaðist árlega víða um Vesturlandið og tók myndir, aðallega í Dölunum, Snæfellsnesi og Ströndum. Stór hluti plötusafns Jóns og Guðmundar sonar hans eyðilagðist en hluti þess (2575 plötur) eru varðveittar á Þjóðminjasafninu.
Maki: Anna Guðrún Hallgrímsdóttir, húsfreyja í Ljárskógum (1876-1954). Saman áttu þau 7 börn.

Unglingadeildin Trölli (1992-)

  • S00630
  • Organization
  • 1992

Unglingadeildin Trölli var stofnuð á Sauðárkróki á 60 ára afmæli Skagfirðingasveitar, en af því tilefni bauð stjórn slysavarnadeildarinnar til afmælis.
Deildin var stofnuð með það að markmiði að veita unglingum fræðslu um slysavarnir og björgunarmál á sem víðtækustum vettvangi.
Aldurshópur deildarinnar er 14-17 ára.
Stofnunin fór fram á 60 ára afmælis Skagfirðingasveitar, þann 1. febrúar 1992.

Bjarni Kristinn Eyjólfsson (1883-1933)

  • S00634
  • Person
  • 08.08.1883-11.12.1933

Nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík fyrir árið 1902 og framhaldsnám erlendis 1903. Rak ljósmyndastofu undir heitinu Atelier Moderne í Templarasundi í R.vík. á árunum 1904-1910.

Guðmundur Jóhannesson (1887-1961)

  • S00637
  • Person
  • 26. janúar 1887 - 6. desember 1961

Framkvæmdastjóri á Brávallargötu 4, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður á Eskifirði, síðar í Reykjavík. Framkvæmdarstjóri í Reykjavík 1945.

Sigrún Jóhannesdóttir (1889-1934)

  • S00638
  • Person
  • 1. ágúst 1889 - 28. mars 1934

Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson sýslumaður á Sauðárkróki 1884-1897 og k.h. Margrét Guðmundsdóttir Johnsen. Var í Hafnarstræti 92 á Akureyri, Eyj. 1910. Kvæntist Sigvalda Bendy gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn.

Alexander Jóhannesson (1888-1965)

  • S00639
  • Person
  • 01.08.1889-07.06.1965

Alexander Jóhannesson, f. 15.07.1888 á Gili í Borgarsveit, d. 28.03.1934. Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson og Margrét Guðmundsdóttir. Alexander varð stúdent 1907, mag art í þýskum fræðum frá Kaupmannahöfn 1913 og doktor frá Halle í Þýskalandi 1915. Hann kenndi þýsku við Háskóla Íslands og jafnframt íslenska málfræði og germanska samanburðarmálfræði. Hann varð dósent 1926, prófessor 1930 og gegndi rektorsembætti 1932-1935, 1939-1942 og 1948-1954. Alexander átti mkinn þátt í að móta háskólahverfið sem formaður byggingarnefndar HÍ og sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum. Hann skrifaði ýsmar bækur, bæði fræðirit og kennslubækur auk þess að skrifa um bókmenntir og þýða ljóð. Hann var mikill áhugamaður um flugmál og heitir flugvöllurinn við Sauðárkrók eftir honum.
Maki: Heba Geirsdóttir.

Rósa Daníelsdóttir (1875-1929)

  • S00640
  • Person
  • 21.07.1875-16.01.1929

Fædd og uppalin á Skáldastöðum í Eyjafirði. Um tvítugt sigldi hún til Danmerkur og dvaldist um skeið, uns hún fluttist með unnusta sínum, Pétri Sighvatssyni, til Dýrafjarðar. Giftust þau þar og fluttu síðan til Sauðárkróks, þau eignuðust sex börn.

Magnús Jónsson (1887-1958)

  • S00641
  • Person
  • 26.11.1887-10.04.1958

,,Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887, sonur Jóns Ólafs Magnússonar prests og konu hans, Steinunnar Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður til Skagafjarðar og ólst þar upp á Mælifelli og síðar á Ríp. Ungur var hann settur til mennta, lauk stúdentsprófi 1907 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1911. Hann þjónaði Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg síðari hluta árs 1911, var prestur Garða- og Þingvallasafnaða í Norður-Dakota í Bandaríkjunum 1912–1915, en fluttist þá heim til Íslands og var prestur á Ísafirði 1915–1917. Árið 1917 var hann skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, varð prófessor í guðfræðideild 1928, var atvinnumálaráðherra um átta mánaða skeið á árinu 1942, en gegndi síðan kennslustörfum við guðfræðideildina á ný til ársins 1947, er hann var skipaður formaður fjárhagsráðs, sem þá var sett á stofn. Gegndi hann þeim störfum til ársins 1953, er fjárhagsráð var lagt niður, en lausn frá prófessorsembætti hafði hann fengið á árinu 1952. Síðustu ár ævinnar fékkst hann við ritstörf og sinnti öðrum hugðarefnum sínum. Hér hefur verið rakinn embættisferill Magnúsar Jónssonar, en jafnframt embætti sínu gegndi hann einatt fjölþættum störfum á öðrum sviðum. Hann var bæjarfulltrúi á Ísafirði 1915–1917, þingmaður Reykvíkinga 1921–1946, sat á 32 þingum alls, var yfirskoðunarmaður landsreikninga 1923–1925 og 1932–1937. Hann átti sæti í Grænlandsnefnd 1925, í milliþinganefnd í bankamálum 1925–1926, í alþingishátíðarnefnd 1926–1930, í bankaráði Landsbankans 1927–1928 og 1930–1957, var formaður þess 1946–1957, Í dansk-íslenzkri ráðgjafarnefnd átti hann sæti frá 1935 og þar til hún var lögð niður, í milliþinganefnd í skattamálum árin 1938–1939, í orðunefnd 1939–1942, í útvarpsráði 1942–1956, formaður þess 1945–1946 og 1953–1956. Hann átti sæti í skólanefnd barnaskóla á Ísafirði og í Reykjavík, var í skólaráði verzlunarskólans og tónlistarskólans. Í félagsmálum vann hann mikið starf, var í stjórn Prestafélags Íslands, Sögufélagsins, Listvinafélags Íslands og Skagfirðingafélagsins og átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann var ritstjóri Eimreiðarinnar 1918–1923, Iðunnar 1923–1926, Stefnis 1929–1934 og Kirkjuritsins 1940–1948 og 1954–1955. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Tartu í Eistlandi árið 1932."

Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)

  • S00642
  • Person
  • 07.08.1930-05.04.2010

,,Foreldrar hennar voru Snæbjörn Sigurgeirsson, bakarameistari á Sauðárkróki og Ólína Björnsdóttir. Guðjón Sigurðsson seinni maður Ólínu, gekk Evu í föðurstað eftir fráfall Snæbjörns. Eiginmaður Evu var Kári Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Þau gengu í hjónaband 28. apríl 1960 og eignuðust tvo syni. Eva ólst upp á Sauðárkróki en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1948. Hún hélt þá til Reykjavíkur í tónlistarnám. Hún lagði stund á píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Hermínu Björnsdóttur og síðar Rögnvaldar Sigurjónssonar. Hún lauk burtfararprófi frá skólanum árið 1953. Á árunum 1953-1956 stundaði Eva framhaldsnám í píanóleik í New York í Bandaríkjunum. Eftir að Eva sneri heim settist hún að í heimabæ sínum Sauðárkróki og stundaði einkakennslu á píanó frá árinu 1957. Við stofnun Tónlistarskólans á Sauðárkróki var Eva fastráðinn kennari árið 1965 og árið 1974 tók hún við skólastjórn af Eyþóri Stefánssyni tónskáldi. Uppbygging og viðgangur tónlistarskólans var hugðarefni Evu en hún lét af störfum árið 1999 eftir 34 ára starf við skólann. Fyrstu árin eftir starfslok hélt Eva þó áfram að stunda kennslu í hlutastarfi. Eva tók á árum áður virkan þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks ásamt Kára eiginmanni sínum. Síðasta hlutverk Evu var Kate, eiginkonan í Allir synir mínir eftir Arthur Miller, sem Leikfélagið frumsýndi í febrúar 1972 í leikstjórn Kára. Áður hafði Eva meðal annars farið með hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson árið 1963 og með eitt aðalhlutverka í Skálholti eftir Guð- mund Kamban. Síðustu æviárin bjó Eva á Seltjarnarnesi."

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

  • S00643
  • Organization
  • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Tónlistarskóli Skagafjarðar (1999-)

  • S00644
  • Public party
  • 1999-

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999. Tónlistarskólinn hefur aðsetur á Sauðárkróki en sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði. Kennslustaðir eru 5 talsins og fara kennarar á milli kennslustaða eftir því sem þörf er á hverju sinni. Skólinn hefur útibú á Hofsósi og Varmahlíð en fær aðstöðu í Grunnskólunum á Hólum og Sólgörðum.

Björgunarsveitin Grettir (1976-)

  • S00645
  • Organization
  • 1976

Björgunarfélag Hofshrepps var stofnað árið 1934 en lá í dvala frá árinu 1950. Það var endurvakið árið 1976 og fljótlega eftir það var tekið upp nafnið Grettir.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

  • S00646
  • Organization
  • 1939-

Félagið var stofnað 26. maí 1939 að Helgustöðum í Fljótum. Stofnendur voru 6. Tilgangurinn var að auka kynningu og samstarf meðal kvennanna á félagssvæði Holts- og Haganeshrepps. Í fyrstu stjórn kvenfélagsins voru Þuríður Þorsteinsdóttir frá Helgustöðum, formaður, Karólína Kristjánsdóttir frá Stóru-Þverá, gjaldkeri og Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum, ritari.

Skagfirðingafélagið í Reykjavík (1936-)

  • S00647
  • Organization
  • 06.12.1936-

Sunnudaginn 6. desember 1936 var haldinn fundur á Hótel Borg samkvæmt fundarboðum í dagblöðum Reykjavíkur, af Árna Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði. Boðaði hann fyrst og fremst Skagfirðinga í Reykjavík á fundinn og svo þá aðra er "vinveittir væru Skagafirði". Fundinn sóttu um 30 manns. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, stýrði fundinum. Árni hélt framsögu og gerði grein fyrir tilefni fundarins en það var hin sú hugmynd Skagfirðinga að koma upp menningarmiðstöð fyrir Skagafjörð við Reykjahól (Varmahlíð). Lög félagsins voru samþykkt á öðrum fundi, haldinn 20. maí 1937. Þar er félagið nefnt "Varmahlíð" og helsti tilgangur félagsins vera að vinna að stofnun mennta- og menningarsetur við Reykjahól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Fyrsti formaður félagsins var Magnús Guðmundsson, alþingismaður en hann lést 28. nóvember 1937. Strax á 3ja fundi, 20. febrúar 1938, var nafninu breytt í "Skagfirðingafélagið í Reykjavík". Starfssemin varð fjölbreyttari og fljólega var farið að halda "Skagfirðingamót", samkomu brottfluttra Skagfirðinga í Reykjavík. Félagið er enn starfandi í dag.

Hermann Jónasson (1896-1976)

  • S00648
  • Person
  • 25.12.1896-22.01.1976

Hermann Jónsson, f. á Syðri-Brekkum í Skagafirði 25.12.1896, d. 22. 01.1976. Faðir: Jónas Jónsson (1856-1941) bóndi og trésmiður á Syðri-Brekkum í Skagafirði. Móðir: Pálína Guðný Björnsdóttir (1866-1949) húsmóðir að Syðri-Brekkum. Maki (30. maí 1925): Vigdís Oddný Steingrímsdóttir (1896-1976).
Hermann tók stúdentspróf við MR árið 1920. Lögfræðipróf við HÍ tók hann árið 1924 og hrl. árið 1945. Var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1924–1928. Lögreglustjóri í Reykjavík 1929–1934. Skipaður 28. júlí 1934 forsætisráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra, einnig atvinnu- og samgöngumálaráðherra frá 20. mars til 2. apríl 1938 og fór með kennslumál og utanríkismál frá 20. mars 1938 til 17. apríl 1939, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 forsætisráðherra að nýju og jafnframt dómsmála- og landbúnaðarráðherra, lausn 16. maí 1942. Varð þá lögfræðilegur ráðunautur Búnaðarbankans. Skipaður 14. mars 1950 landbúnaðarráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður 24. júlí 1956 forsætisráðherra og jafnframt landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, lausn 4. desember 1958, en gegndi störfum til 23. desember 1958. Glímukóngur Íslands árið 1921. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930–1938, í bæjarráði 1932–1933. Skipaður 1930 í landskjörstjórn. Kosinn 1942 í stjórnarskrárnefnd og 1943 í milliþinganefnd um undirbúning verklegra framkvæmda. Í bankaráði Búnaðarbankans 1943–1972, formaður 1943–1960. Í skilnaðarnefnd 1944. Í Þingvallanefnd 1946–1968 og í fjárhagsráði 1947–1950. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950–1967. Í sölunefnd setuliðseigna 1953–1972. Kosinn 1954 í togaranefnd og 1955 í atvinnumálanefnd. Formaður Framsóknarflokksins 1944–1962. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947, 1948 og 1955.

Alþingismaður Strandamanna 1934–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

Forsætisráðherra 1934–1942 og 1956–1958, landbúnaðarráðherra 1950–1953.

Árni Hafstað (1883-1969)

  • S00649
  • Person
  • 23.05.1883-22.06.1969

Árni Jónsson Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði f. 23. maí 1883 á Hafsteinsstöðum d. 22.júní 1969. Foreldrar hans voru Jón Jónsson (1850-1939) bóndi og hreppsstjóri á Hafsteinsstöðum og kona hans Steinunn Árnadóttir (1851-1933). Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til 18 ára aldurs en þá fór hann til náms einn vetur til sr. Árna Björnssonar á Sauðárkróki. Næstu tvo vetur var hann á Bændaskólanum á Hólum en fór að því búnu til Akureyrar og lærði garðyrkju og meðferð garðyrkjutækja í Gróðrarstöðinni. Vorið 1906 hélt hann til Danmerkur og Noregs til frekara náms í búfræði. Þar dvaldist hann á annað ár. Vorið 1908 hóf hann búskap í Vík í Staðarhreppi ásamt Sigríði systur sinni. Þar reistu þau stórt hús úr steinsteypu, eitt hið fyrsta þeirrar gerðar í Skagafirði. Í utanför sinni kynntist Árni lýðháskólahreyfingunni á Norðurlöndum og fékk þar mikinn áhuga á alþýðufræðslu. Það varð til þess að hann hann stofnaði unglingaskóla í samvinnu við sveitunga sinn Jón Sigurðsson frá Reynistað. Skólinn tók til starfa í ársbyrjun 1909 í hinu nýreista steinhúsi í Vík. Hann starfaði þó ekki nema í tvö ár en þá var kominn unglingaskóli á Sauðárkróki sem tók starfssemina yfir.

Árni var hugsjóna- og félagsmálamaður. Hann átti þátt í stofnun Ungmennafélagsins Æskunnar í Skagafirði og Ungmennafélagsins Tindastóls [1] á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagasambands Skagafjarðar og fyrsti ritari þess. Hann var samvinnumaður og deildarstjóri í Staðardeild Kaupfélags Skagfirðinga, í stjórn Kaupfélagsins sat hann 1938-1947 og var kjörinn heiðursfélagi þess er hann varð 75 ára. Árni var einn af aðalhvatamönnum þess að koma á stofn héraðsskóla í Varmahlíð sem var fyrsti vísir að þorpinu sem þar er nú.

Árni Hafstað kvæntist 13. mars 1914. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir f. 16. júlí 1893 í Valadal, þau áttu saman 11 börn.

Magnús Guðmundsson (1879-1937)

  • S00650
  • Person
  • 06.02.1879-28.11.1937

Magnús Guðmundsson var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal. Magnús lauk stúdentspróf Lsk. 1902. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Hrl. 1923. ,,Var aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1907–1912 (1. janúar—31. mars 1909 vann hann þó í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). Jafnframt fulltrúi hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni og málaflutningsmaður Landsbankans. Skipaður 1912 til þess að takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1912–1918, sat á Sauðárkróki. Skipaður 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Skipaður 25. febrúar 1920 fjármálaráðherra og 2. febrúar 1922 jafnframt atvinnu- og samgöngumálaráðherra eftir lát Péturs Jónssonar (20. janúar 1922), lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum áfram til 7. mars. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1922–1924, 1927–1932 og frá 1934 til æviloka. Skipaður 22. mars 1924 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, jafnframt forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar (23. júní 1926) til 8. júlí 1926, en þá tók Jón Þorláksson fjármálaráðherra við störfum forsætisráðherra. Skipaður 8. júlí 1926 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum áfram til 28. ágúst. Skipaður 3. júní 1932 dómsmálaráðherra, lausn 11. nóvember, en skipaður að nýju 23. desember 1932, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934."

,,Í miðstjórn Íhaldsflokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um skeið. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1922 og 1928–1929. Stofnandi vikublaðsins Varðar 1923. Sat í Þingvallanefnd frá 1928, landsbankanefnd frá 1928, dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni frá 1934 og í stjórn kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga frá 1936, allra til æviloka. Sat og um skeið í stjórnarnefnd vátryggingarsjóðs sjómanna. Skipaður 1929 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf, 1936 í milliþinganefnd til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Kosinn 1937 í milliþinganefnd í bankamálum."

Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

  1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Sigríður Sveinsdóttir (1846-1915)

  • S00652
  • Person
  • 09.01.1846-02.04.1916

Fædd í Enni í Viðvíkursveit. Kvæntist Jakobi Pálmasyni (1849-1916). Húsfreyja í Dæli í Sæmundarhlíð, Skag. Fór til Vesturheims 1887 frá Elivogum á Langholti.

Anna Petrína Jakobsdóttir (1881-1970)

  • S00653
  • Person
  • 22.06.1881-1970

Dóttir Jakobs Pálmasonar b. í Dæli, síðar í Auðnum í Sæmundarhlíð og Sigríðar Sveinsdóttur frá Enni í Viðvíkusveit. Anna Petrína fluttist til Vesturheims með móður sinni árið 1887. Kvæntist Albert Kristjánssyni frá Ytri Tungu á Tjörnesi, hann var prestur og fylkisþingmaður Bændaflokksins (progressive) og sat eitt kjötímabil.

Gísli Sigurðsson (1884-1948)

  • S00654
  • Person
  • 26. feb. 1884 - 27. nóv. 1948

Fæddur og uppalinn á Víðivöllum, foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. ,,Gísli útskrifaðist frá Hólaskóla 1906. Hann sat í mörg ár í hreppsnefnd, varð hreppstjóri Akrahrepps 1929 og sýslunefndarmaður 1937 og gegndi báðum þessum störfum til lokadægurs." Gísli kvæntist Helgu Sigtryggsdóttur frá Framnesi, þau voru barnlaus en áttu tvær fósturdætur.

Sigurður Þorvaldsson (1884-1989)

  • S00656
  • Person
  • 23. jan. 1884 - 21. des. 1989

Sigurður var fæddur í Álftaneshreppi á Mýrum 23. janúar 1884. ,,Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum við nokkra fátækt og hrakhólabúskap en komst snemma á unglingsárum í sumarvinnu við vegagerð og gat þannig safnað saman fé fyrir námsdvöl í Flensborgarskóla. Þaðan tók hann gagnfræðapróf 1904 og kennarapróf 1905. Haustið 1905 réðst hann kennari að Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann kenndi í tvo vetur en sigldi svo til Danmerkur vorið 1907 til frekara náms, fyrst við Lýðháskólann í Askov og síðan við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Sneri aftur til Íslands vorið 1910 og kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Blönduhlíð. Það sama ár fluttu þau til Ísafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem kennari. Vorið 1914 keyptu þau Sleitustaði þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 40 ár. Samhliða myndarlegum búskap starfaði Sigurður sem kennari í Óslandshlíð og Hólahreppi, einnig tók hann að sér kennslu í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og á Skagaströnd. Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveit sína um áratugaskeið, var hreppstjóri í rúma fjóra áratugi (1930-1971) og sat í hreppsnefnd um tíma. Var formaður Búnaðarfélags Óslandshlíðar og endurskoðandi Kaupfélags A-Skagfirðinga um langt skeið, umboðsmaður Esso og rak verslun með olíuvörur á Sleitustöðum um langt árabil." Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.
Sigurður náði 105 ára aldri.

Ágústa Þorkelsdóttir (1875-1960)

  • S00658
  • Person
  • 7. ágúst 1875 - 2. september 1960

Fædd á Refsteinsstöðum í Víðidal. Vinnukona á Víðivöllum í Blönduhlíð í 40 ár, kvænt Þorsteini Guðmundssyni.

Jóhann P. Jónsson (1882-1971)

  • S00659
  • Person
  • 01.12.1882-11.10.1971

Sonur Jóns Jónssonar síðast b. í Stóru-Seylu og Bjargar Pétursdóttur. ,,Fluttist að Vatni á Höfðaströnd með foreldrum sínum 18 ára gamall og fór fljótlega eftir það að vinna við Grafarósverslun. Árið 1908 lauk hann prófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Kom til Ísafjarðar í kringum 1913 og fór að vinna í Tangsverslun (verslun Leonhard Tangs & Sön), einnig vann hann sem bókari og sýsluskrifari hjá sýslumanninum á Ísafirði. Árið 1925 flutti Jóhann til Vestmannaeyja þar sem hann setti á stofn verslun og sat í bæjarstjórn. Árið 1928 flutti hann til Siglufjarðar og hóf síðar búskap í Vík / Neðra-Haganesi (Haganesvík), bústofninn var lítill svo Jóhann þurfti að sækja vinnu annað, fór m.a. á vertíðir. Árið 1941 sótti Jóhann um leyfi hreppsnefndar að fá að byggja og reka veitingaskála í Haganesvík, leyfið var veitt og gekk reksturinn vel á meðan framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun stóðu yfir. Árið 1949 seldi Jóhann Vík og flutti til Siglufjarðar þar sem hann stofnaði verslunina Dröfn." Jóhann kvæntist Herdísi Þorsteinsdóttur frá Vík (Neðra-Haganesi), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Jóhann einn son.

Guðrún Sigurðardóttir (1886-1969)

  • S00660
  • Person
  • 29.06.1886-04.07.1969

Guðrún var fædd og uppalin á Víðivöllum í Blönduhlíð, dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Pétursdóttur. Tvítug fór hún til náms við Alþýðuskólann á Hvítárvöllum og kynntist þar mannsefni sínu, Sigurði S. Þorvaldssyni. Á árunum 1910-1914 bjuggu þau á Ísafirði en fluttu þá að Sleitustöðum þar sem þau bjuggu til ársins 1955. Guðrún og Sigurður eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.

Rögnvaldur Þorleifsson (1851-1908)

  • S00661
  • Person
  • 07.09.1851-05.03.1908

,,Rögnvaldur bjó á Lambanesi í Fljótum 1873-1884, Saurbæ í Fljótum 1884-1886, Óslandi 1886-1889, Brekkukoti 1889-1902, er hann brá búi. Húsmaður á Torfhóli 1902-1906. Efra Hóli í Óslandshlíð 1906-1908. Hann stundaði sjó vor og haust alllengi, átti sexróinn bát, er hann kallaði Svan, og þótti hann gott siglingaskip. Að vorinu hélt Rögnvaldur honum út frá Drangey til fugl- og fiskveiða, en að haustinu ýmist úr Óslandshlíð eða úr Grafarós. Rögnvaldur var mjög aflasæll og talinn með bestu skipstjórnarmönnum. Var einn af stofnendum Bindindisfélagsins Tilreyndin 1898 sem síðar varð Ungmennafélagið Geisli, (nú Neisti)." Rögnvaldur kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Hreppsendaá í Ólafsfirði, þau eignuðust fimm börn.

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

  • S00662
  • Organization
  • 1951-

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Guðrún Jónsdóttir (1850-1921)

  • S00663
  • Person
  • 29. apríl 1850 - 12. maí 1921

Frá Hreppsendaá í Ólafsfirði. Kvæntist Rögnvaldi Þorleifssyni, þau bjuggu m.a. að Lambanesi í Fljótum, Saurbæ í Fljótum, Óslandi og Brekkukoti.

Símon Gunnlaugsson (1874-1915)

  • S00665
  • Person
  • 29. október 1874 - 25. janúar 1915

Fæddur og uppalinn í Saurbæ í Kolbeinsdal, sonur Gunnlaugs Pálmasonar b. í Brimnesi og Margrétar Guðmundsdóttur frá Tungu í Stíflu. Bóndi á Læk í Viðvíkursveit 1903-1908, í Langhúsum í Viðvíkursveit 1908-1912 og aftur á Læk 1912-1915. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Lóni í Ólafsfirði, þau eignuðust einn son.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1863-1954)

  • S00667
  • Person
  • 7. ágúst 1863 - 27. júní 1954

Fædd og uppalin fyrstu árin á Vík í Héðinsfirði en fór svo með móður sinni að Siglunesi og síðan að Bæ á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Ólafssyni, þau bjuggu í Ártúni á Höfðaströnd, á Mannskaðahóli, í Hornbrekku, að Læk í Viðvíkursveit, að Vatni á Höfðaströnd og síðast í Mýrakoti.

Þorsteinn Gunnlaugur Símonarson (1905-1945)

  • S00668
  • Person
  • 10. janúar 1905 - 22. september 1945

Sonur Símonar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur á Læk. Stud. jur. á Höfða, Reykjavík 1930. Bæjarfógeti á Ólafsfirði. Dó ókvæntur og barnlaus.

Ragna Sigurðardóttir (1907-1980)

  • S00670
  • Person
  • 24.06.1907-30.06.1980

Dóttir Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum, var í Reykjvík 1930. Síðast búsett í Ölfushreppi.

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Jón Jónsson (1850-1939)

  • S00673
  • Person
  • 06.01.1850-20.03.1939

Jón Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 06.01.1850, d. 20.03.1939 á Hafsteinsstöðum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppsstjóri á Hóli í Sæmundarhlíð og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Bóndi og hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Jón var elstur í stórum systkinahóp og fór því ungur að leita fanga fyrir heimilið. Reri hann þá margar vertíðir á Siglunesi, Reykjum á Reykjaströnd og við Drangey. Bóndi á Hafsteinsstöðum að mestu óslitið 1879-1920. Þá tók Jón sonur hans við jörðinni og dvöldu Jón og kona hans eftir það hjá honum til æviloka. Jón var framkvæmdamaður, húsaði vel eingnarjörð sína Hafsteinsstaði sem hann keypti af landssjóði árið 1891. Hann var um langt skeið talsverður áhrifamaður í héraðinu og var í framboði við alþingiskosningar árið 1900, en féll fyrir Stefáni frá Möðruvöllum. Þegar Jón var 70 fékk hann blóðeitrun og varð að taka af honum taka af honum hægri höndina eftir það tamdi hann sér að rita með vistri hendi. Síðustu 11 árin var hann blindur.

Jóhannes Jóhannesson Norðfjörð (1875-1952)

  • S00674
  • Person
  • 07.09.1875-17.06.1952

Var á Vestdalseyri, Dvergsteinssókn, N-Múl. 1880. Leigjandi á Hótel Tindastóli, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Úrsmiður og kaupmaður á Sauðárkróki og í Reykjavík. Úrsmiður á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930.

Hallur Jóhannsson (1853-1918)

  • S00675
  • Person
  • 31.07.1853-11.04.1918

Bóndi í Garði í Hegranesi, Sat lengi í hreppsnefnd og var formaður sóknarnefndar um skeið. Einnig var hann prófdómari barnafræðslu eftir að hún var lögskipuð. Fyrri kona Halls var Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir, þau eignuðust fjögur börn. Seinni kona Halls var Kristín Sigurðardóttir frá Skriðulandi í Kolbeinsdal, þau eignuðust engin börn.

Ólafía Elísabet Rósantsdóttir (1897-1931)

  • S00676
  • Person
  • 20. okt. 1897 - 8. apríl 1931

Fædd í Árnesi í Trékyllisvík. Foreldrar hennar voru Rósant Andrésson seinna verkamaður á Sauðárkróki og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks frá Gjögri í Strandasýslu árið 1909. Elísabet kvæntist Jóni Eðvald Guðmundssyni verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni sem upp komust.

Gisli L. Pétursson (1870-1946)

  • S00677
  • Person
  • 20.09.1870-20.09.1946

Fæddur og uppalinn á Læk í Viðvíkursveit, sonur Péturs Guðmundssonar og Lilju Sigurðardóttur. Bóndi á Kýrholti frá 1892-1915 en brá þá búi, en átti heima þar til æviloka og einhver afnot hafði hann af jörðinni enn um skeið. Auk þess nytjaði hann Læk í nokkur ár. Gísli sat í hreppsnefnd um skeið og var lengi úttektarmaður. Hann mun hafa verið með fyrstu bændum í Skagafirði sem lét vinna að túnsléttun með hestvinnsluvélum í stórum stíl. Gísli kvæntist Margréti Bessadóttur frá Kýrholti, þau eignuðust þrjú börn og áttu einn fósturson.

Sigurður Þorsteinsson (1864-1928)

  • S00678
  • Person
  • 22.08.1864-09.03.1928

Fæddur á Daufá, sonur Þorsteins Jónssonar b. á Daufá og Elínborgar Sigurðardóttur. Sigurður var á barnsaldri er faðir hans lést. Móðir hans var við búskap, nokkur næstu ár, á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi og var Sigurður á hennar vegum flest þau ár. Ungur fór hann að fást við smíðar og náði nokkurri leikni í þeirri iðn og náði nokkuri leikni í þeirri iðn. Hann hóf búskap ókvæntur á hluta af Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1894 og bjó þar eitt ár. Gerðist lausamaður og vann að smíðum. Átti heima á Uppsölum í Blönduhlíð og Keldulandi á KJálk, en flutti þaðan vorið 1897 með Sigfúsi Dagssyni, er síðar varð tengdafaðir hans að Lóni í Viðvíkursveit 1900-1903, Bakka 1903-1907, Ásgeirsbrekku 1907-1912, Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1912-1928. Sigurður kvæntist Dagnýju Sigfúsdóttur, þau eignuðust einn son.

Þorleifur Rögnvaldsson (1876-1947)

  • S00679
  • Person
  • 06.04.1876-18.02.1947

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Karlsá í Ólafsfirði árið 1900, Guðrún var áður kvænt Rögnvaldi bróður Þorleifs en hann drukknaði 1899. Þorleifur og Guðrún hófu búskap í Brekkukot í Óslandshlíð til 1902 en þá fluttu þau búferlum að Stóragerði, en þar bjuggu þau til 1915 en fluttu það ár til Ólafsfjarðar og hófu búskap að Hornbrekku ásamt vélbátaútgerð frá Ólafsfirði. Árið 1924 var búskapnum hætt í Hornbrekku, en vélbátaútgerð hélt Þorleifur áfram frá Ólafsfirði til ársins 1933. Hann starfaði í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti nefndarinnar 1910-1913. Í Ólafsfirði gegndi Þorleifur ýmsum opinberum störfum, átti meðal annars lengi sæti í hreppsnefnd, var oddviti og starfaði að ýmsum framfaramálum hreppsins. Þorleifur og Guðrún eignuðust fimm börn.

Sigurlaug Anna Rögnvaldsdóttir (1877-1956)

  • S00680
  • Person
  • 15. mars 1877 - 20. mars 1956

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Sigurlaug ólst upp á Lambanes-Reykjum og hóf svo búskap þar með manni sínum Jóni Gísla Gunnlaugi Halldórssyni frá Teigum í Flókadal. Þau bjuggu síðan á Berghyl, á Molastöðum og í Stóru-Brekku í Fljótum þar til þau fluttu suður, fyrst í Hafnarfjörð en síðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Jón eignuðust 14 börn, 10 þeirra komust til fullorðinsára.

Anna Rögnvaldsdóttir (1878-1955)

  • S00681
  • Person
  • 05.08.1878-02.05.1955

Dóttir Rögnvalds Þorleifssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Kvæntist Jóni Erlendssyni frá Gröf á Höfðaströnd, þau bjuggu myndarlegu búi að Marbæli í Óslandshlíð. Anna og Jón eignuðust sjö börn.

Haraldur Júlíusson (1885-1973)

  • S00682
  • Person
  • 14.02.1885-27.12.1973

Haraldur var fæddur á Barði (Eyrarlandsvegur 25) á Akureyri 14. febrúar 1885. Faðir: (Kristján) Júlíus Kristjánsson, "keyrari", á Barði. Móðir: María Flóventsdóttir, húsmóðir að Barði.
Haraldur ólst upp í foreldrahúsum við kröpp kjör. Hann hóf bakaranám á unga aldri hjá Olgeiri bróður sínum en líkaði ekki og réði sig í vinnu á Hótel Oddeyri og vann þar í nokkur ár. Því næst hóf hann verslunarstörf, fyrst há Karli Schiöth þar sem hann vann í sjö ár. Árið 1912 tók hann sig upp og flutti til Sauðárkróks. Til að byrja með, eða í sjö ár, vann hann hjá Kristni P. Briem við verslun hans en stofnaði sína eigin verslun árið 1919 og rak hana til dauðdags - Verslun H. Júlíussonar.
Haraldur var einn stofnenda Sjúkrasamlags Sauðárkróks sem hóf starfsemi sína 1913. Hann stofnaði, ásamt fleirum, útgerðarfélagið Garðar árið 1921 og gerði út samnefndan mótorbát ásamt því að reka fiskverkun. Hann var einn af forgöngumönnum og eigendum Útgerðarfélags Sauðárkróks sem stofnað var árið 1945. Hann var einn af forgöngumönnum Móvinnslufélagsins sem stofnað var árið 1940 og var ætlað að afla eldsneytis ef skortur yrði í stríðinu. Haraldur var umboðsmaður B.P. frá árinu 1931 og sá um alla dreifingu á vörum þeirra á svæðinu. Hann stofnaði fyrstu bifreiðastöðina á Sauðárkróki, Bifreiðastöð Skagafjarðar ásamt Sigurði Björnssyni og rak hana í á annan áratug. Þeir félagar höfðu sérleyfi á leiðinni Sauðárkrókur/Varmahlíð og einnig Sauðárkrókur/Haganesvík. Haraldur gerði sjálfur út vöruflutningabíl til Reykjavíkur. Þá hafði Haraldur umboð fyrir H/F Hamar í Skagafirði og seldi mikið af búvélum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Haraldur tók einnig virkan þátt í félagsmálum. Hann tók þátt í stofnun og/eða starfssemi fjölda félaga, svo sem Heimilisiðnaðarfélagsins, Talsímafélagsins, Taflfélags Sauðárkróks, Lúðrasveitarinnar, Verslunarmannafélags Sauðárkróks, Náttúrulækningafélags Íslands og fleira. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps frá 1922-1934. Kjörinn fyrsti heiðursfélagi Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks árið 1970. Kona Haraldar var Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir (1897-1971) en þau giftu sig 21.07.1928.
Saman áttu þau tvö börn, Bjarna Har og Maríu Kristínu.

Hermann Jónsson (1891-1974)

  • S00683
  • Person
  • 12.12.1891-30.09.1974

Hermann var fæddur á Bíldudal 12. desember 1891. Faðir: Níels Jón Sigurðsson verkstjóri. Móðir: Halldóra Bjarney Magnúsdóttir. Hermann lauk prófi frá Verslunarskólanum. Að námi loknu réðst hann til verslunarstarfa hjá verslun Popps á Hofsósi. Hermann stundaði síðan verslunarstörf á Hofsósi og Sauðárkróki til ársins 1914. Eiginkona Hermanns var Elín Lárusdóttir (1890-1980) en þau gengu í hjónaband 31.08.1912. Árið 1914 fluttu þau búferlum í Málmey og bjuggu þar næstu fjögur árin. Hermann og Elín fluttu að Ysta-Mói í Fljótum vorið 1918 og bjuggu þar það sem eftir var búskapartíð þeirra. Í fyrstu voru þau með jörðina á leigu en keyptu jörðina 1927. Hermann var hreppstjóri Haganeshrepps frá 1924 til 1970. Jafnlengi sat hann í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, í hreppsnefnd sat hann í 39 ár, þar af oddviti í 26 ár. Elín og Hermann eignuðust níu börn.

Jakobína Petrea Jóhannsdóttir (1872-1948)

  • S00684
  • Person
  • 02.06.1872-16.06.1948

Hún var meðalhá kona, frekar þrekvaxin. Hún var hlédræg og lítillát, en mikil gæðakona. Jakobína mátti ekkert aumt sjá og þótti sérstaklega natin við sjúklinga og barngóð. Hún starfaði í Hinu Skagfirska kvenfélagi.

Maríus Pálsson (1873-1950)

  • S00684
  • Person
  • 27.01.1873-20.04.1950

Maríus Pálsson ólst upp á Akranesi en fluttist til Sauðárkróks 19 ára gamall. Hann stundaði sjómennsku og almenna landvinnu. Kvæntist Jakobínu Jóhannsdóttur frá Bægisá, þau eignuðust tvö börn og tóku tvö fósturbörn.

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir (1921-)

  • S00685
  • Person
  • 02.08.1921-

Fósturdóttir Maríusar Pálssonar og Jakobínu Jóhannsdóttur. K. Valgarðs Björnssonar, bjuggu á Skagfirðingabraut 4. Búsett á Sauðárkróki.

Haraldur Sigurðsson (1882-1963)

  • S00686
  • Person
  • 12.07.1882-18.10.1963

Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki. Haraldur var fæddur 12. júlí 1882 í Viðvík í Viðvíkursveit. Faðir: Sigurður Haraldsson bóndi á Bakka í Viðvíkursveit. Móðir: (Sólrún) María Magnúsdóttir. Foreldrar Haraldur vou í húsmennsku í Viðvík, er hann fæddist, og fluttist hann með þeim fjögurra ára gamall að Vatnsleysu í Viðvíkursveit, er þau fóru þangað til búskapar, en tveimur árum síðar að Bakka. Þar missti hann föður sinn, sem drukknaði í fiskiróðri á Skagafirði vorið 1893. Fluttist Haraldur þá með móður sinni að Hvammi í Hjaltadal, en þar gerðist hún ráðskona hjá Ásgrími bónda Gunnlaugssyni til ársins 1903. Þarna naut hann góðs uppeldis og heimilisöryggis, stundaði nám í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1905. Næstu ár stundaði Haraldur ýmis störf, m.a. barnakennslu nokkra vetur í Óslandshlíð. Haraldur réðst til verslunarstarfa, fyrst í Kolkuósi hjá Hartmanni Ásgrímssyni bónda og kaupmanni þar, en árið 1910 fluttist hann þaðan til Sauðárkróks til sömu starfa, sem hann stundaði síðan til æviloka. Fór hann að vinna hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og var þar um árabil, en um 1940 réðst hann til Kaupfélags Skagfirðinga og vann lengst af við vöruafgreiðslu.
Haraldur kvæntist Ólöfu Sesselju Bjarnadóttur (1904-1984) 15.5.1927. Þau eignuðust þrjú börn.
Haraldur dó 18.10.1963 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Elenóra Lovísa Jónsdóttir (1903-1992)

  • S00688
  • Person
  • 15. apríl 1903 - 20. des. 1992

Foreldrar: Elísabet Gísladóttir frá Æsustöðum og Jón Jónsson b. á Eyvindarstöðum, þau voru ekki kvænt. Elenóra ólst upp á Sauðárkróki með móður sinni. Kvæntist Steindóri Benediktssyni frá Kimbastöðum, þau bjuggu alla sína búskapartíð í Birkihlíð í Staðarhrepp, árið 1968 fengu þau viðurkenningu úr Fegrunarsjóði Sparisjóðs Sauðárkróks fyrir góða umgengni og þrifnað. Elenóra og Steindór eignuðust einn son.

Guðmundur Björnsson (1894-1956)

  • S00689
  • Person
  • 20.07.1894-08.04.1956

Guðmundur er fæddur 20. júlí 1894 á Veðramóti í Göngusköðrum. Faðir: Björn Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Veðramóti. Móðir: Þorbjörg Stefánsdóttir, húsfreyja á Veðramóti.
Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Veðramóti, næstyngstur 10 systkina. Móðir hans lést þegar hann var ungur að aldri. Skólagöngu Guðmundar lauk við barnanám. Að því loknu vann hann á búi föður síns og bræðra á Veðramóti til ársins 1918 er hann kvæntist og fluttist Sauðárkróks. Þar bjuggu þau hjónin til vorsins 1922 er þau fluttu að Tungu í Gönguskörðum og reistu þar bú.
Eftir níu ára búsetu í Tungu fluttu þau aftur á Sauðárkrók. Guðmundur átti við heilsubrest að stríða en einnig spilaði kreppan inn í. Á Króknum stundaði Guðmundur þá daglaunavinnu sem gafst. Hann, ásamt nokkrum samborgurum á Króknum, stofnaði hjónaklúbb sem nefndur var „Gömlu dansa klúbburinn“. Einnig starfaði hann allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks. Fyrri kona Guðmundar var Þórey Ólafsdóttir (1895-1945) en þau giftust 14. júlí 1918. Saman áttu þau þrjú börn.
Seinni kona hans var Lára Sigurlín Þorsteinsdóttir (1900-1980) en þau giftust á Sauðárkróki 27. nóvember 1954.
Guðmundur lést í Reykjavík 8. apríl 1956 í Reykjavík.

Björn Árnason (1893-1956)

  • S00691
  • Person
  • 06.01.1893-21.10.1956

Björn Árnason, f. 06.01.1893 á Víðimýri, d. 21.10.1956. Foreldrar: Árni Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Bóndi á Krithóli 1914-1929, í Hamrasgerði á Fremribyggð 1929-1930 og aftur á Krithóli 1930-1931, í Krithólsgerði 1931-1956. Maki: Jóhanna Sæmundsdóttir, f. 07.09.1896 á Breiðargerði í Tungusveit. Hófu búskap í tvíbýli við foreldra hennar. Bjuggu þau hjón þar í 15 ár alltaf í tvíbýli, en árið 1929 fluttu þau að Hamarsgerði til eins árs búskapar og fluttust þá aftur að Krithóli og hóf Björn þá að byggja yfir þau Krithólsgerði, þar sem voru rústir gamals eyðibýlis án beitilands, sem taka þurfti á leigu á öðrum bæjum. Þarna settust þau hjón að og þar stóð heimili þeirra til æviloka.

Results 681 to 765 of 6397