Sýnir 3636 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Ungmennafélagið Æskan

  • E00026
  • Félag/samtök
  • 20.10.1905 - 17.4.1990

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi 20. október 1905. Stofnfélagar voru í upphafi 15 manns. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar (U.M.S.S) ásamt tveimur öðrum félögum þegar það var stofnað 17. apríl 1910.
Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Félag/samtök
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Rósa Petra Jensdóttir

  • IS-HSk
  • Person
  • 1929-1993

Rósa Petra Jensdóttir var fædd 11. maí 1929 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Jens Pétur Erikssen kaupmaður á Sauðárkróki og Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 18, húsið var lengi vel kallað Jenshús eða Jensahús. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri og var við nám í Húsmæðraskólann á Löngumýri 1948 - 1950. Rósa hóf störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma á Sauðárkróki árið 1944, þar starfaði hún í rúm tvö ár og fluttist svo til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, hún hóf svo störf hjá langlínumiðstöðinni í Reykjavík og starfaði þar af og til á tímabilinu 1949-1960, en óslitið frá 1964 - 1974 og yfir sumartímann á árunum 1980-1982. Frá 25.júlí 1988 starfaði Rósa óslitið hjá langlínumiðstöðinni, eða þar til hún lét af störfum árið 1993, hún lést síðla það sama ár.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Pétur Pétursson (1945-)

  • IS-HSk-S00001
  • Person
  • 1945-

Fæddur í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 9. mars 1945. Faðir: Pétur Sigfússon. Fæddur í Blöndudalshólum í Blöndudal, A-Hún. 28. janúar 1917. Látinn á Sauðárkróki 23. september 1987. Móðir: Sigrún Ólafsdóttir. Fædd í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 8. janúar 1914. Látin á Sauðárkróki 6. júní 1990. Eiginkona Péturs er Elísabet Petrea Ögmundsdóttir, fædd á Sauðárkróki 9. nóvember 1948.

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Opinber aðili
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Hólahreppur

  • N00477
  • Opinber aðili
  • 1921 - 1998

Hólahreppur eru tvö byggðalög Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Líkur benda til að landsvæði Hólahrepps og Viðvíkurhrepps hafi í öndverðu verið einn hreppur, víst er að þeir voru ein þinghá með þingstað í Viðvík til ársins 1921. Þá urðu Hólar þingstaður Hólahrepps og hélst svo meðan hreppurinn var sjálfstæður, þar til hann sameinaðist svo 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði 1998.

Sparisjóður Hólahrepps

  • N00478
  • Opinber aðili
  • 1909 - 2004

Í gögnum einkaskjalasafns Harðar Jónssonar er handskrifað ljósrit Útdráttur úr fundargerðum málfundarfélagsins " Hjalta " viðvíkjandi sparisjóð Hólahrepps. Þar segir: Árið 1909 þann 11 júlí hafði málfundarfélagið "Hjalti " til meðferðar málefni um stofnun sparisjóðs í Hólahreppi. Kom fram eindreginn vilji fundarins að koma sjóðnum á fót. Loks var málið rætt á aðalfundi sem haldin var á Hólum 28.des.1909 og kosin stjórn sjóðsins. "Vér undirritaðir stofnendur Sparisjóðs Hólahrepps tökumst hér með á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn 500. kr ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 18 stofnfundarmenn undirrita á Hólum í Hjaltadal 28.des 1909. ( bréfsefni sett í ýmis gögn ). Gögnum ber ekki saman hvenær sparisjóður Hólahrepps var stofnaður því eins og segir í Gjörðabók Hólahrepps: Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður sparisjóður Hólahrepps í Skagafjarðasýslu, stofnendur eru fyrst um sinn 12. Eins er það tekið fram hjá Afl sparisjóð ( linkur hér að neðan ) að sparisjóður Hólahrepps hafi verið stofnaður 1907.
Sparisjóðir voru staðbundnar stofnanir sem ætlað var að þjóna ákveðnum landsvæðum, með tilgang að gefa íbúm kost á að varðveita og ávaxta peninga sína en löggjöf þeirra varð strangari og takmarkaðri en bankanna.
Sparisjóðurinn hét Sparisjóður Hólahrepps þar til síðla árs 2004, þá Sparisjóður Skagafjarðar. Samruni varð síðan með Sparisjóð Siglufjarðar 13. ágúst 2007 og hinn sama dag var samruninn samþykktur í Sparisjóði Skagafjarðar. Bókhaldslegur samruni þeirra miðaðist við 1. janúar 2008. Sameinaður sparisjóður starfaði síðan undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, þar til nafni hans var breytt í „Afl sparisjóð“ á fundi 18. apríl 2008. Í lok árs 2007, fyrir fall bankanna, námu heildareignir sparisjóðsins 8 milljörðum króna. https://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/21-kafli/.

Pálína Halla Ásmundsdóttir (1921-2009)

  • N00479
  • Person
  • 30.05.1921-11.05.2009

Pálína Halla var fædd í Ásbúðum á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu og þar ólst hún upp. Pálína giftist Leifi Gíslasyni 22. Nóvember 1940, þau eignuðust tvo syni, Baldvin og Ásmund. Pálína og Leifur bjuggu í Ásbúðum til ársins 1965 þá brugðu þau búi og fluttust til Kópavogs og bjuggu til æviloka.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

  • N00479
  • Person
  • 19.10.1941 - 29.05.2022.

Baldvin Leifsson fæddist 19.10.1941 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en ólst upp í Ásbúðum í Skagabyggð. Baldvin flutti síðar til Kópavogs og starfaði þar sem vélsmiður, rennismiður, bátasmiður og vélstjóri. Baldvin bjó í Kópavogi til æviloka, hann var ókvæntur og barnlaus. Hann lést 29.05.2022.

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir

  • N00497
  • Person
  • 22.10.1885 - 23.2.1983

Fæddist á Ketu í Hegranesi (Rípursókn), Skagafjarðarsýslu og ólst þar upp. Stefana fluttist að heiman 1904, sama ár og móðir hennar dó, fyrst réð hún sig sem vinnukonu hjá sóknarprestsins á Ríp, sr. Jóns Ó. Magnússonar og fluttist með fjölskyldu hans vestur að Fróðá á Snæfellsnesi. Næst lá leið hennar til Reykjavíkur, þar lærði hún karlmannafatasaum og setti upp saumastofu að Bergstaðastræti 4 sem hún starfrækti lengi. Allan sinn starfsaldur dvaldi Stefana í Reykjavík en fluttist norður yfir heiðar til frændfólks síns að Ártúni, A-Húnavatnssýslu 85 ára að aldri, þar bjó hún í rúmlega 5 ár og fluttist á Sauðárkrók og bjó á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki sín síðustu ár. Stefana giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur, hún lést á Sauðárkróki á 98. aldursári. Foreldrar Stefönu voru Björn Stefánsson 06.06. 1857 - 25.06. 1919, bóndi í Ketu í Hegranesi, Skagafirði og kona hans Helga María Bjarnadóttir 05.09.1852 - 19.01.1904.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Frosti Fífill Jóhannsson (1952-)

  • S0
  • Person
  • 27. apríl 1952

Fæddur að Ljósalandi í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. For: Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Frosti er þjóðfræðingur að mennt.

Helgi Dagur Gunnarsson (1956-)

  • S00002
  • Person
  • 1956-

Helgi Dagur Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 21. október 1956. Foreldrar: Gunnar Guðjón Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir.

Seyluhreppur

  • S00003
  • Corporate body
  • 1000-1998

Seyluhreppur var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóru-Seylu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.

Til hreppsins töldust fjögur byggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.

Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi. Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð. (https://is.wikipedia.org/wiki/Seyluhreppur)

Í skjalasafninu eru skjöl frá Seyluhreppi í Skagafirði frá árunum 1790-1998 þegar hreppurinn sameinaðist tíu öðrum sveitarfélögum og til varð sveitarfélagið Skagafjörður. Röðun innan flokka er í tímaröð en sumstaðar eru eyður þar sem gögn hafa glatast m.a. í bókhaldinu.

Jón J. Dahlmann (1873-1949)

  • S00005
  • Person
  • 14.02.1873-08.04.1949

Jón Jónsson Dahlmann var fæddur í Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu árið 1873. Faðir hans var Jón Jónsson (1834-1873), bóndi í Vík, móðir hans var Margrét Þorsteinsdóttir (1841-1911) húsfreyja í Vík. Jón tók upp ættarnafnið Dalmann árið 1901 en síðar var það stafsett "Dahlmann". Jón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla (1895) en lærði ljósmyndun hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði 1895-1897. Jón var ljósmyndari á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1897-1900. "Rak ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Akureyri ... 1900-1901, keypti hana síðan 1902 og rak í eigin nafni til 1910 ... Rak verslun á Akureyri 1907-1912. Keypti ljósmyndastofu Daníels Davíðssonar í Ljósmyndarahúsinu á Sauðárkróki og rak hana frá vori 1910 til hausts 1911. Fékkst við ljósmyndun á Seyðisfirði 1911-1912. Setti á stofn ljósmyndastofu með Ólafi Oddssyni í Þingholtsstræti 3 í Reykjavík 1913 og ráku þeir hana til 1918. Leigði 1918-1922 ljósmyndastofu Carls Ólafssonar á Laugavegi 46 og keypti hana 1922 og rak til 1940." Jón var stofnfélagi Ljósmyndarafélags Íslands 1926 og heiðursfélagi þess 1944. Maki var Ingibjörg Jónsdóttir (1875-1940). Þau áttu 7 börn. Jón dó árið 1949.

Björn Pálsson (1862-1916)

  • S00006
  • Person
  • 24.03.1862-15.02.1916

Björn Pálsson fæddist á Kjarna, Arnarneshreppi, Eyjafirði árið 1862. Faðir hans var Páll Magnússon (1833-1874) hreppstjóri og söðlasmiður á Kjarna. Móðir hans var Hólmfríður Björnsdóttir (1835-1920), húsfreyja á Kjarna. Björn lærði vélfræði í Vesturheimi 1881-1885. Talið er að hann hafi lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1889 og stundað framhaldsnám m.a. í tinplötugerð 1893. Björn vann við ýmis verslunarstörf, kennarastörf og vélar. Rak ljósmyndastofu á Ísafirði 1891-1916. Rak útibú frá ljósmyndastofunni á Akureyri 1900-1901. Hafði jafnan starfsfólk til að sjá um rekstur stofunnar. Eiginkona hans var Kristín Snorradóttir (1868-1945), húsfreyja og eignuðust þau 13 börn.

Hallgrímur Einarsson (1878-1948)

  • S00007
  • Person
  • 20.02.1878-26.09.1948

Hallgrímur Einarsson var fæddur á Akureyri árið 1878. Faðir hans var Einar Hallgrímsson Thorlacius (1846-1926), verslunarstjóri á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, N.-Múlasýslu og síðar kaupmaður á Vopnafirði. Móðir hans var Vilhelmína Pálsdóttir (1847-1921), húsfreyja. Hallgrímur lærði ljósmyndun hjá Christian Christiansen í Kaupmannahöfn 1894-1895. Hann rak ljósmyndastofu á Vestdalseyri, Seyðisfirði, 1895-1901. Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri frá 1901 og rak sína eigin ljósmyndastofu frá 1903 til dánardægurs, ýmist einn eða í félagi með öðrum. Rak einnig verslun með ljósmyndavörur.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

  • S00008
  • Person
  • 04.09.1890-16.04.1963

Sigurður Einarsson var fæddur í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Skagafirði þann 4. september 1890. Hann lést á Sauðárkróki 16. apríl 1963. Sigurður var bóndi í Stokkhólma í Seyluhreppi og á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Margrét Þorsteinsdóttir fædd á Ytri-Hofdölum í Hofstaðabyggð, Skagafirði þann 8. janúar 1889. Hún lést á Sauðárkróki 10. nóvember 1989.

Gísli Gottskálksson (1900-1960)

  • S00009
  • Person
  • 27.02.1900-04.01.1960

Gísli var fæddur á Bakka í Vallhólmi, 27. febrúar árið 1900. Foreldrar hans voru Salóme Sigrún Halldórsdóttir og Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka. Móðir hans fór með hann að Geldingaholti og var með hann þar fyrstu þrjú árin, þar hefur hann stigið sín fyrstu spor. Þá flyst hún með hann að Syðstu-Grund í Blönduhlíð og verður það æskuheimili Gísla. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf frá Gagnfræðiskóla Akureyrar árið 1919. Var barnaskólakennari í Akrahreppi frá 1927. Tók kennarapróf árið 1934. Það sama ár hóf hann búskap á eigin jörð, Sólheimagerði í Blönduhlíð. Árið 1934 var hann einnig ríkisvegaverkstjóri og hélt því starfi áfram til ársins 1959 þegar hann var settur yfirmaður vegamála í Skagafirði. Árið 1931 kvæntist Gísli Nikólínu Jóhannsdóttur og áttu þau saman 5 börn. Gísli lést 1960.

Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

  • S00010
  • Person
  • 08.01.1886-21.01.1965

Jón Jónsson, síðar nefndur Jón Skagfirðingur, var fæddur í janúar 1886 á Valabjörgum í Skörðum. Foreldrar hans voru Jón Guðvarðarson og Oddný Sæmundsdóttir og áttu þau tvö önnur börn, þau Moniku og Nikódemus. Jón ólst upp að Valabjörgum til 15 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum að Holtskoti í Seyluhreppi. Árið 1915 kvæntist Jón Soffíu Jósafatsdóttur frá Krossanesi og eignuðust þau þrjú börn; Sæmund, Hansínu og Valtý. Jón og Soffía bjuggu fyrst í Holtskoti, síðan í Glaumbæ og svo á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Árið 1941 fluttu þau til Sæmundar sonar síns að Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Soffía lést árið 1960 og eftir dauða hennar orti Jón kvæðið um Ekkilinn í Urtuvík.
Jóni er lýst svo: ,,Jón er prýðilega greindur maður, gjörhugull og víðlesinn. Hann er algjörlega sjálfmenntaður. Lítið hefur farið fyrir honum á veraldar-vettvangi, því að hann er maður hlédrægur og óhlutdeilinn og flíkar ógjarnan sínum innra manni. Fíngert og ljóðrænt eðli hans birtist einkanlega fáum og völdum vinum, - og í stökum hans og kvæðum, sem orðið hafa til á stopulum tómstundum fátæks bónda."

Jón virðist hafa byrjað ungur að yrkja en það virðist hafa verið honum mikil hvatning að hitta Stephan G. Stephansson árið 1917 og fá tækifæri til þess að yrkja til hans. Stephan heillaðist mjög að kveðskapi Jóns og heimsótti hann í Holtskot þar sem þeir ræddu lengi um kveðskap. Jafnframt var Jóni vel til vina við Stefán frá Hvítadal og Friðrik Hansen og hvöttu þeir hann mjög til að virkja skáldskapargáfu sína. Jón lést árið 1965 þá 79 ára gamall.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Ólafur Magnússon (1889-1954)

  • S00012
  • Person
  • 15.06.1889-26.11.1954

Ólafur Magnússon fæddist á Akranesi árið 1889. Faðir hans var Magnús Ólafsson (1862-1937), ljósmyndari í Reykjavík. Móðir hans var Guðrún Jónsdóttir (1862-1926), húsfreyja. Ólafur lærði ljósmyndun hjá föður sínum fyrir 1908 en var í framhaldsnámi hjá Sophus Junker Jensen í Kaupmannahöfn og í Berlín 1911-1913. Vann sem ljósmyndari hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík um tíma fyrir 1911. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1913 til 1954. Maki Ólafs var Guðrún Árnadóttir (1915-1993). Ólafur dó árið 1954.

Pétur Sigurðsson (1919-2012)

  • S00013
  • Person
  • 21.03.1919-28.08.2012

Pétur Sigurðsson var fæddur á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 21. mars 1919. Hann var bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Ragnheiður Marta Þórarinsdóttir (1919-2003). Pétur lést á Sauðárkróki 28. ágúst 2012.

Þórólfur Pétursson (1942-)

  • S00014
  • Person
  • 21.01.1942

Þórólfur Pétursson fæddist á Hjaltastöðum þann 21. janúar 1942. Hann var bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona: Anna Jóhannesdóttir (f. 1956).

Margrét Hjaltadóttir (1950-)

  • S00015
  • Person
  • 16.02.1950

Margrét Sigrún Hjaltadóttir (Gréta) fæddist í Reykjavík þann 16. febrúar 1950. Hún bjó um skeið á Hjalla í Akrahreppi ásamt manni sínum Þóri Jóni Ásmundssyni (f. 1947). Þau flluttu suður.

Leifur Sigurðsson (1921-2006)

  • S00016
  • Person
  • 31.05.1921-17.06.2006

Leifur Sigurðsson var fæddur í Stokkhólma í Vallhólma, Skagafirði þann 31. maí 1921. Hann var rennismiður, síðast búsettur í Reykjavík. Kona hans var Friðrika Elíasdóttir (1913-2004).
Leifur lést í Reykjavík 17. júní 2006

Bryndís Pétursdóttir (1947-)

  • S00017
  • Person
  • 06.05.1947

Bryndís Pétursson fæddist 6. maí 1947 á Sauðárkróki. Maður hennar var Bjarni Leifs Friðriksson (1940-2009), bóndi á Sunnuhvoli.

Sveinn Jónsson (1857-1955)

  • S000175
  • Person
  • 23.05.1857-01.01.1955

Fæddur á Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir. Bróðir hans var Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Sveinn var bóndi á Hóli frá 1886-1923 en þá tók Jón sonur hans við. Kvæntist Hallfríði Sigurðardóttur (1862-1921) árið 1881, þau eignuðust átta börn, sex þeirra komust upp. Einnig átti Sveinn son með Bergnýju Magnúsdóttur. Sveinn sat í hreppsnefnd Staðarhrepps árin 1916-1922. Hann bjó á Hóli hjá Jóni syni sínum til æviloka.

Margrét Þorsteinsdóttir (1889-1989)

  • S00018
  • Person
  • 08.01.1889-10.11.1989

Margrét Þorsteinsdóttir var fædd á Ytri-Hofdölum í Hofstaðabyggð í Skagafirði, 8. janúar 1889. Hún var húsfreyja í Stokkhólma og á Hjaltastöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Hún var kona Sigurðar Einarssonar. Margrét lést á Sauðárkróki 10. nóvember 1989.

Halldór Sigurðsson (1925-2003)

  • S00019
  • Person
  • 12.05.1925-18.11.2003

Halldór Sigurðsson (Dóri) fæddist í Stokkhólma í Akrahreppi í Skagafirði 12. maí 1925. Hann var gullsmiður. Halldór lést á Stokkseyri 18. nóvember 2003.

Ragnheiður Þórarinsdóttir (1919-2003)

  • S00020
  • Person
  • 13.05.1919-25.06.2003

Ragnheiður Marta Þórarinsdóttir (Ragna) var fædd á Ríp í Rípurhreppi, Skagafirði, 13. maí 1919. Hún var búsett á Hjaltastöðum í Akrahreppi ásamt manni sínum, Pétri Sigurðssyni (1919-2012). Ragnheiður lést 25. júní 2003.

Magnús Helgi Helgason (1896-1979)

  • S00021
  • Person
  • 21.12.1896-31.12.1979

Magnús Helgi Helgason var fæddur á Ánastöðum í Svartárdal, Skagafirði, 21. desember 1896. Magnús var bóndi í Kolgröf á Efribyggð og í Héraðsdal í Tungusveit í Skagafirði. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki. Kona hans var Jónína María Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1988).
Magnús lést á Sauðárkróki 31. desember 1979.

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Stefán Jónsson (1892-1980)

  • S00023
  • Person
  • 08.07.1892-31.12.1980

Stefán Jónsson var fæddur í Skagafjarðarsýslu þann 8. júlí 1892. Hann var bóndi á Höskuldsstöðum í Akrahreppi. Hann lést þann 31. desember 1980.

Sveinn Guðmundsson (1912-1998)

  • S00024
  • Person
  • 28.04.1912-12.05.1998

Sveinn Guðmundsson var fæddur í Litladalskoti í Lýtingstaðarhreppi í Skagafirði þann 28. apríl 1912. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Kona hans var Valgerður Elín Hallgrímsdóttir (1920-1996). Hann lést 12. maí 1998.

Magnús Halldór Gíslason (1918-2013)

  • S00025
  • Person
  • 23.03.1918-03.02.2013

Magnús Halldór Gíslason (Abbi) var fæddur á Frostastöðum í Akrahreppi í Skagafirði þann 23. mars 1918. Hann var bóndi á Frostastöðum í Akrahreppi og síðar blaðamaður í Reykjavík, síðast búsettur á Frostastöðum. Magnús var varaþingmaður og sat um tíma á þingi. Kona hans var Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (f. 1921-2018).
Magnús lést á Sauðárkróki 3. febrúar 2013.

Egill Bjarnason (1927-2015)

  • S00026
  • Person
  • 09.11.1927-15.04.2015

Egill Bjarnason var fæddur í Uppsölum í Akrahreppi, Skagafirði þann 9. nóvember 1927. Egill var Búfræðikandídat, héraðsráðunautur á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands og Ræktunarsambands Skagafjarðar um áratugaskeið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var handhafi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðursfélagi í Sögufélagi Skagfirðinga og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Egill var búsettur á Öldustíg á Sauðárkróki. Kona hans var Anna Alda Vilhjálmsdóttir (f. 1928).
Egill lést á Sauðárkróki 15. apríl 2015.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

  • S00027
  • Person
  • 26.05.1889-01.11.1963

Stefán Vagnsson var fæddur í Miðhúsum í Akrahreppi, Skagafirði þann 26. maí 1889. Hann var bóndi, skáld og kennari á Flugumýri, Sólheimum og Hjaltastöðum í Akrahreppi. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki og starfaði þar sem skrifstofumaður. Kona hans var Helga Jónsdóttir (1895-1988). Hann lést á Sauðárkróki 1. nóvember 1963.

Pétur Hannesson (1893-1960)

  • S00028
  • Person
  • 17.06.1893-13.08.1960

Pétur Hannesson var fæddur á Skíðastöðum, Neðribyggð, Skagafirði árið 1893. Faðir hans var Hannes Pétursson (1857-1900) bóndi á Skíðastöðum, móðir hans var Ingibjörg Jónsdóttir (1857-1945) húsfreyja á Skíðastöðum. Pétur var við nám í Unglingaskólanum í Vík í Skagafirði 1908-1909. Útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum 1911. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri árið 1914 til 1915 og framhaldsnám í sömu iðn hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1917-1918. Pétur var verslunarmaður á Sauðárkróki 1912-1914. Keypti ljósmyndastofu Jóns Pálma árið 1914 og rak þar ljósmyndastofu frá 1915 til 1928. Starfaði sem gjaldkeri í Sparisjóði Sauðárkróks 1923-1932 og sem sparisjóðsstjóri þar frá 1932-1946 og aftur 1951 til 1954. Var starfsmaður endurskoðunardeild Landsbankans í Reykjavík 1946-1947. Skrifstofustjóri Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1947-1948. Póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki 1948-1958 og símstjóri frá 1954 til 1958. Póstafgreiðslumaður í Kópavogi 1958 til 1960. Starfaði einnig sem fréttaritari Ríkisútvarpsins árið 1949-1958.

Ólöf Ólafsdóttir

  • S00029
  • Person
  • seinni hluta 19. aldar

Frá Álftagerði, kona Guðmundar Jóhannssonar á Siglufirði.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Pétur Jóhannsson (1913-1998)

  • S00031
  • Person
  • 12.04.1913-12.02.1998

Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp.
Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir, húsfreyja, og Jóhann Ísak Jónsson, útvegsbóndi og baráttumaður í sinni sveit.
Pétur ólst upp við sjóróðra, sveitastörf og stöðuga umræðu og umhugsun um velferð sveitarinnar. Við fráfall föðurs 1933 varð hann að leggja mest af námsáætlunum sínum á hilluna og taka við búsforráðum í Glæsibæ ásamt ýmsum trúnaðarstörfum sem faðir hans hafði gegnt. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936.
Pétur bjó í Glæsibæ næstu 10 árin með móður sinni en 1943 kvæntist hann konu sinni Sigríði Guðrúnu Stefánsdóttur, fósturdóttur hjónanna Guðríðar og Jónatans Líndal á Holtastöðum í Langadal. Sigríður var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Smyrlabergi á Ásum. Sigríður fæddist 15. ágúst 1916 og dó 26. mars 1997. Börn þeirra hjóna eru: Margrét, Guðríður, Jóhann Ísak. Pétur bjó í Glæsibæ til 1974 og fluttist þá til Akraness og síðan til Þorlákshafnar 1976, þar sem hann vann sem skrifstofustjóri hjá útgerðarfélaginu Glettingi til 1992. Pétur tók virkan þátt í félagsstörfum bæði í Þorlákshöfn og Skagafirði og voru falin margs konar trúnaðarstörf.

Klemenz Guðmundsson (1892-1986)

  • S00032
  • Person
  • 14.03.1892-18.06.1986

Fæddur í Bólstaðarhlíð í A-Húnavatnssýslu 14. mars 1892. Látinn 8. júní 1986
Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Eiginkona: Elisabet Magnúsdóttir (1891-1964). Saman áttu þau fjóra syni.

Ingimundur Bjarnason (1886-1976)

  • S00033
  • Person
  • 16. sept. 1886 - 6. mars 1976

Ingimundur var fæddur á Illugastöðum í Laxárdal fremri, foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Ingimundur ólst upp í Kirkjuskarði í Laxárdal hjá Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Árið 1919 kvæntist Ingimundur Sveinsínu Bergsdóttur og tóku þau við búi að Kirkjuskarði. 1925 brugðu þau búi og fluttu í húsið Árbakka (Suðurgötu 5) á Sauðárkróki. Í kjallara hússins opnaði Ingimundur járnsmíðaverkstæði og starfaði þar sem járn/eldsmiður. Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Jórunn Sigurðardóttir (1926-2015)

  • S00034
  • Person
  • 12.11.1926-24.04.2015

Jórunn Sigurðardóttir (Nunna) var fædd í Stokkhólma í Vallhólma í Skagafirði þann 12. nóvember 1926. Hún var gift Frosta Gíslasyni (1926-2001). Þau bjuggu á Frostastöðum í Akrahreppi. Jórunn var síðast búsett á Sauðárkróki og lést þar 25. apríl 2015.

Sigríður Márusdóttir (1930-)

  • S00035
  • Person
  • 01.03.1930

Sigíður var fædd á Ystu-Grund í Akrahreppi, Skagafirði 1. mars 1930, heitir fullu nafni Hermína Sigríður Márusdóttir, kölluð Sigga. Hún býr í Hjaltastaðahvammi, en þar höfðu þau bú, hún og maður hennar, Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011).

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.

Hjalti Sigurðsson (1920-1995)

  • S00037
  • Person
  • 22.03.1920-18-11.1995

Hjalti Sigurðsson var fæddur í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi í Skagafirði. 22. mars 1920. Hann var bóndi og vélsmiður á Hjalla í Akrahreppi í Skagafirði. Kona hans var Ingibjörg Kristjánsdóttir (1928-2012). Hjalti lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Páll Zóphóníasson (1886-1964)

  • S00038
  • Person
  • 18.11.1886-01.12.1964

Páll Zóphóníasson var fæddur í Viðvík í Viðvíkurhreppi, Skagafirði þann 18. nóvember 1886. Páll var kennari á Hvanneyri. Síðar skólastjóri, búnaðarmálastjóri og alþingismaður í Reykjavík. Páll bjó m.a. á Ránargötu 6 a í Reykjavík. Kona hans var Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963). Páll lést 1. desember 1964.

Magnús Sigmundsson (1891-1952)

  • S00039
  • Person
  • 14.11.1891-28.05.1952

Magnús Sigmundsson var fæddur á Írafelli í Svartárdal, Skagafirði 14. nóvember 1891. Hann var bóndi á Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Kona hans var Anna Sigríður Jóhannesdóttir (1900-1985). Magnús lést á Sauðárkróki 28. maí 1952.

Jónas Egilsson (1864-1942)

  • S00040
  • Person
  • 31.10.1864-16.09.1942

Jónas Egilsson var fæddur á Skarðsá, Staðarhr. 31. október 1864, látinn 16. september 1942. Bóndi á Völlum í Vallhólmi, Skag.
Kona hans var Anna Kristín Jónsdóttir (1864 - 1941) húsfreyja á Völlum.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir (1887-1960)

  • S00044
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 30. sept. 1960

Húsfreyja í Útskálum í Gerðahreppi 1920. Húsfreyja og prestfrú á Akureyri 1930. Maður hennar var Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Kristín Sigurbjörg Ögmundsdóttir (1952-)

  • S00049
  • Person
  • 11.12.1952

Kristín Sigurbjörg Ögmundsdóttir er fædd á Sauðárkróki 11.12.1952. Faðir hennar var Ögmundur Eyþór Svavarsson (30.3.1928-23.8.1999) sem bjó á Sauðárkróki og vann við Mjólkursamlag Skagfirðinga. Móðir hennar var María Pétursdóttur (11.11.1927-10.08.2001).

Þorlákur Sigurðsson (1879-1953)

  • S00050
  • Person
  • 10.05.1879-30.06.1953

Þorlákur Sigurðsson (Láki) fæddist á Hofi í Vesturdal þann 10. maí 1879 (sagði sjálfur þann 5. maí). Hann var í vistum og vinnumennsku í Skagafirði og einkum í Lýtingsstaðahreppi til að byrja með. Árið 1910 var hann leigjandi í Litladalskoti í Dalsplássi, húsmaður á Ánastöðum í Svartárdal árið 1920 og húsmaður í Héraðsdal árið 1930. Hann var einnig á Vindheimum, í Gilhaga og síðast á Hjaltastöðum hjá Sigurði Einarssyni.
Þorlákur lést 30. júní 1953.

Þórunn Sigurðardóttir (1881-1968)

  • S00051
  • Person
  • 22.08.1881-26.02.1968

Fædd á Völlum, Saurbæjarhr., Eyj. 22. ágúst 1881
Látin á Sauðárkróki 26. febrúar 1968
Símastúlka á Sauðárkróki 1930. Símavörður á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Heimildir: Þjóðskrá, Skagf.1910-1950, Skagf.1910-1950 III. Íslendingabók.is 20.08.2015.

Sigurjón Páll Ísaksson (1950-)

  • S00052
  • Person
  • 27.08.1950

Sigurjón Páll Ísaksson er fæddur í Reykjavík 27. ágúst 1950. Faðir: Ísak Jónsson, fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múl. 31. júlí 1898. Látinn 3. desember 1963. Sigrún Sigurjónsdóttir, fædd á Nautabúi í Hólahr., Skag. 1. desember 1913. Látin 26. október 1978.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Félag/samtök
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Bjarni Haraldsson (1930-2022)

  • S00054
  • Person
  • 14.03.1930-17.01.2022

Bjarni Haraldsson fæddist 14.03.1930 á Sauðárkróki og var annað tveggja barna Haraldar Júlíussonar verslunarmanns og Guðrúnar Ingibjargar Bjarnadóttur. Bjarni giftist Ásdísi Kristjánsdóttur og eiga þau saman einn son, fyrir átti Bjarni tvær dætur og Dísa þrjú börn. Bjarni starfaði við akstur stóran hluta ævi sinnar, frá 1950-1954 ók hann norðurleiðarrútu fyrir Norðurleið. hf á leiðinni Akureyri – Reykjavík. Árið 1954 stofnaði hann fyrirtækið Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar og tók að sér flutninga á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur á Bens bifreið. Eftir því sem árin liðu stækkuðu bílarnir og útgerðin jókst. Bjarni seldi flutningafyrirtækið árið 2001 eftir farsælan rekstur. Bjarni tók við rekstri verslunar Haraldar Júlíussonar árið 1973 en hann tók fyrir alvöru að vinna innanbúðar með föður sínum árið 1959. En verslunin hefur starfað óslitið frá 1919 og að mestu óbreytt frá 1930 þegar húsið sem hún er í nú var reist. Það ár hóf Olíuverslun Íslands BP samvinnu um eldsneytissölu við verslunina. Verslun Haralds Júlíussonar, sem í daglegu tali er nú oft kölluð verslun Bjarna Har. er fyrir löngu orðin mikilvægur þáttur í menningarlífi Sauðárkróks og í ímynd allra Skagfirðinga sem dregur ferðamenn að, enda fáar ef nokkrar búðir sem hans eftir á Íslandi. Alkunnur er húmor Bjarna og tilsvör hans orðin landsþekkt, en Bjarni er með ríka þjónustulund og hefur gaman af því að spjalla við fólk og greiða götur þess.
Bjarni var sæmdur heiðursborgara titli af Sveitarfélaginu Skagafirði sumarið 2019 fyrir framlag hans til verslunar- og þjónustureksturs til íbúa sveitarfélagsins og gesta í um 70 ár og fyrir að gera skagfirskt samfélag enn betra.

Snæbjörn Sigurgeirsson (1886-1932)

  • S00055
  • Person
  • 22. mars 1886 - 3. sept. 1932

Snæbjörn var fæddur að Grunnasundsnesi við Stykkishólm. Foreldrar hans voru Sigurgeir Snæbjörnsson og Ólafar Jónsdóttur. Árið 1900 hóf Snæbjörn að læra bakaraiðn á Ólafsvík, 18 ára sigldi hann svo til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn. Haustið 1913 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við rekstri brauðgerðarhúss Guðrúnar Þorsteinsdóttur, þar sem nú er Aðalgata 25. Húsið keypti hann 1921 og rak þar bakarí allt til dauðadags. Jafnframt hafði hann búrekstur bakatil á lóðinni með fáeinar kýr og talsvert af hænum, því mikið þurfti af mjólk og eggjum til brauðgerðarinnar. Snæbjörn tók virkan þátt í leiklistarstarfi og söngmálum, var einn aðalhvatamaður að stofnun Skákfélags Sauðárkróks og var einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar. Jafnframt sat hann í hreppsnefnd frá 1916-1922.
Snæbjörn giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur og eignuðust þau sex börn.

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

  • S00056
  • Person
  • 20.12.1926-

Ásdís Vilhelmsdóttir, f. á Hofsósi 20.12.1926. Foreldrar: Vilhelm Magnús Erlendsson (1891-1972) og Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977).

Sigríður Zoëga (1889-1968)

  • S00057
  • Person
  • 14. apríl 1889 - 24. sept. 1968

Ljósmyndari í Reykjavík.
Faðir: Geir Tómasson Zoëga rektor (1857-1928)
Móðir: Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja (1858-1924)
Sigríður lærði ljósmyndun hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík 1906-1910. Sótti námskeið við Teknologisk institut; Fagskolen for Håndværkere og mindri Industri drivenda í Kaupmannahöfn í mars 1911. Framhaldsnám hjá August Sander í Köln í Þýskalandi 1911-1914.
Vann um tíma á ljósmyndastofu Noru Lindstrøm og hjá Rosu Parsberg í Kaupmannahöfn 1910-1911. Vann hjá Otto Kelch í Bad Freienwald í Þýskalandi 1911. Rak ljósmyndastofu í Austurstræti 14, Vöruhúsinu í Reykjavík frá 1914 til 1915 en þá brann húsið. Keypti ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar 14. maí 1915 með Steinunni Thorsteinson. Sigríður Zoëga & Co. var fyrst til húsa á Hverfisgötu 18 en frá 1917 á Hverfisgötu 4 og frá 1934 í Austurstræti 10. Myndatökum hætt á stofunni 1955 en stofan hélt áfram að sinna ljósprentun. Sigríður starfaði á stofunni til 1967.

Jón Ólafur Möller (1911-1965)

  • S00058
  • Person
  • 20. júní 1911 - 24. sept. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Verslunarmaður í Reykjavík. Kona Jóns var Dórothea M. Óskarsdóttir (1926-). Saman áttu þau tvö börn.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996)

  • S00060
  • Person
  • 4. apríl 1925 - 24. des. 1996

Málfríður Óskarsdóttir húsfreyja. Fædd 04.04.1925. Faðir: Óskar Lárusson (1889-1954). Móðir: Anna Sigurjónsdóttir (1892-1975).
Eiginmaður: Pálmi Möller (1922-1988), prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum.

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972)

  • S00061
  • Person
  • 31.05.1885-15.09.1972

Björg Lovísa Pálmadóttir fæddist á Hofstöðum í Hofsstaðabyggð, Skag. 31. maí 1885. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946).
Eiginmaður: Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950), skrifstofustjóri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Björg Lovísa lést 1972.

Þórður Sveinbjörnsson (1918-1977)

  • S00062
  • Person
  • 05.06.1918-16.06.1977

Þórður Sveinbjörnsson (eftirnafn), skrifstofumaður í Reykjavík, var fæddur í Reykjavík 5. júní 1918. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Móðir: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972).
Látinn 16. júní 1977.

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950)

  • S00063
  • Person
  • 09.10.1871-08.04.1950

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri, var fæddur á Húsavík 9. október 1871. Faðir: Lárus Edvard Sveinbjörnsson (1834-1910). Móðir: Jörgine Sigríður Margrethe Thorgrímsen (1849-1915). Eiginkona: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972). Guðmundur lést 8. apríl 1950.

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf (1906-1994)

  • S00064
  • Person
  • 13.04.1906-02.07.1994

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf fæddist í Reykjavík 13. apríl 1906. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Vann sem vélritari í Reykjavík. Fluttist svo til Kaupmannahafnar og giftist þar Georg Wolf kommandörkaptein. Látin í Kaupmannahöfn 2. júlí 1994.

Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959)

  • S00065
  • Person
  • 29.10.1887-17.05.1959

Jóhann Marinó Pálmason var fæddur á Felli, Fellshr. 29. október 1887. Starfaði sem verslunarmaður á Akureyri og Hvammstanga en þar sinnti hann einnig bókhaldsstarfi.
Ókvæntur. Barnsmóðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889 - 1993). Barn þeirra var Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011). Jóhann lést 17. maí 1959.

Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011)

  • S00066
  • Person
  • 13.02.1924-24.03.2011

Freyja var fædd á Akureyri 13. febrúar 1924. Faðir: Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Móðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993).
Freyja bjó á Akureyri. Ókvænt og barnlaus. Hún lést 24. mars 2011.

Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993)

  • S00067
  • Person
  • 24.04.1889-12.11.1993

Rannveig Jósefsdóttir, tvinningakona á Akureyri, var fædd á Stóra-Eyrarlandi, Eyj. 24. apríl 1889. Faðir: Jósef Vilhelm Jóhannsson(1850-1921). Móðir: Jósefína Guðmundsdóttir (1856-1934). Barnsfaðir Rannveigar var Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Barn þeirra: Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011).
Rannveig lést 12. nóvember 1993.

Hans Vilhelm Pálsson (1857-1933)

  • S00068
  • Person
  • 14. ágúst 1857 - 25. apríl 1935

Hans Vilhelm Pálsson fæddist 14. ágúst 1857 á Norðurlandi. Faðir hans var Páll Erlendsson en móðir hans hét Guðrún. Vilhelm flutti til Kanada 1883. Árið 1897 kvæntist hann Önnu Kristínu Nikulásdóttur. Vilhelm var verslunarmaður en hafði einnig brennandi áhuga á innflytjandamálum og virðist hafa unnið mikið að þeim málum, sérstaklega 1896-1905. Vilhelm var fyst kosinn á Saskatchewan lögþing 1912 og endurkosinn 1917. Aftur var hann kosinn á lögþing 1924 í aukakosningum og endurkosinn 1925 og 1929 fyrir Quill Plains. Hann lést árið 1935.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Jón Sigurður Pálmason (1886-1976)

  • S00070
  • Person
  • 29.07.1886-19.11.1976

Jón Sigurður Pálmason, bóndi á Þingeyrum. Fæddist að Felli í Sléttuhlíð, 29.07.1886. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Eiginkona: Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897 - 1989). Jón Sigurður lést 19.11.1976.

Þorbjörg Pálmadóttir (1884-1944)

  • S00071
  • Person
  • 24.06.1884-29.05.1944

Þorbjörg Pálmadóttir Möller, húsfreyja á Sauðárkróki. Fæddist í Glaumbæ í Seyluhreppi 24. júní 1884. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Giftist 1906 Jóhanni Georgi Jóhannssyni Möller kaupmanni og verslunarstjóra (1883 - 1926). Þorbjörg lést 29. maí 1944.

Niðurstöður 1 to 85 of 3636