Showing 6397 results

Authority record

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Einarsson (1898-1967)

  • S02711
  • Person
  • 29. okt. 1898 - 23. feb. 1967

Sigurður Einarsson f. 29.10.1898 að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar: Einar Sigurðsson og María Jónsdóttir. Stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1922 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1926. Vígðist til Flateyjar á Breiðafirði sama ár og settur prestur þar. Skipaður sóknarprestur þar árið eftir en fékk lausn frá prestsskap 1928 og dvaldist þá erlendis áralangt. Skipaður eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum og síðan kennari við kennaraháskólann og dóesent í guðfærði við HÍ. Fékk lausn frá því embætti og var um tveggja ára skeið skrifstofustjóri fræðslumálaskrifstofunnar. Árið 1946 var hann skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Rangárvallasýslu og þjónaði þar til dánardags. Maki: Guðný Jónsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. Maki 2: Jóhanna Karlsdóttir, þau eignuðust einn son.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Aldís Guðnadóttir (1867-1943)

  • S02714
  • Person
  • 30. júlí 1867-

Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Maki: Jón Jónsson. Þau eignuðust einn son. Voru búsett á Gilsbakka og Aldís bjó þar með Hjörleifi syni þeirra eftir að Jón féll frá og allt þar til Hjörleifur tók við búin 1918. Hún ól upp eina stúlku, Aldísi Sveinsdóttur frá Skatastöðum.

Jón Jónsson (1828-1906)

  • S02715
  • Person
  • 1828 - 9. júlí 1906

Foreldrar: Jón Gíslason á Strjúgsá í Eyjafirði og Guðrún Jóhannesdóttir. Jón fluttist að Tyrfingsstöðum í Akrahreppi frá Hofi í Dölum 1858 og bjó þar til 1861. Fór að Gilsbakka 1861 og eignaðist jörðina, bjó þar til 1882, brá þá búi og var þar í húsmennsku. Bjó þar aftur 1893-1906. Jón var mikill hagyrðingur. Maki 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Ábæ í Austurdal, f. 1824. Þau eignuðust einn son sem upp komst. Maki 2: Aldís Guðnadóttir, f. 30.07.1867, frá Tyrfingsstöðum. Þau eignuðust einn son og Aldís ól upp stúlku.

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Jóhanna Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02717
  • Person
  • 9. maí 1907 - 24. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður, f. 1875 og Ólína Björg Benediktsdóttir, f. 1883, búsett á Sauðárkróki. Jóhanna er skráð þjónustustúlka á Njálsgötu 5 í Reykjavík árið 1930. Starfaði um 20 ár í Sælgætisgerð Nóa í Reykjavík og var síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna var ógift og barnlaus.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Margrét Stefánsdóttir (1876-1960)

  • S02719
  • Person
  • 16. apríl 1876 - 20. feb. 1960

Foreldrar: Stefán Sölvason, f. 1841, síðast bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd og Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Maki: Sigurjón Jónasson, f. 1877, bóndi og hreppstjóri. Bjuggu í Hólakoti 1903-1922 og frá 1922-1953. Jónas sonur þeirra tók við búi á Skefilstöðum og voru þau búsett hjá honum fram til hins síðasta. Þau eignuðust sex börn, þar af fimm syni sem náðu fullorðinsaldri.

Elín Vigfúsdóttir (1841-1916)

  • S02720
  • Person
  • 24. des. 1841 - 15. apríl 1914

Foreldrar: Vigfús Vigfússon, f. 1814, bóndi á Geirmundarstöðum og fyrri kona hans, María Jónsdóttir, f. um 1804. Maki: Stefán Sölvason bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd, f. um 1841. Þau eignuðust tvö börn. Eftir lát Stefáns bjó Elín áfram á Daðastöðum til 1902 en brá þá búi og flutti með dóttur sinni að Hólakoti á Reykjaströnd og dvaldi hjá henni til æviloka.

Stefán Þorsteinn Sölvason (1841-1897)

  • S02721
  • Person
  • 1841 - 28. mars 1897

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum en fór til frænda síns Stefáns Bjarnarsonar á Geirmundarstöðum nokkru áður en móðir hans andaðist. Stefán fór að vinna fyrir sér strax eftir fermingu. Hann var bóndi á hluta af Dúki 1874-1875, Borgargerði í Borgarsveit 1875-1889 og Daðastöðum á Reykjaströnd 1889-1897. Maki: Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Þau eignuðust tvö börn.

Guðmundur Stefánsson (1877-)

  • S02722
  • Person
  • 10.11.1877-

Guðmundur Páll Stefánsson, f. 10.11.1877. Foreldrar: Stefán Sölvason og Elín Vigfúsdóttir á Daðastöðum á Reykjaströnd. Guðmundur fór til Vesturheims samkvæmt skagfirskum æviskrám (1890-1910 I, bls. 301), finnst ekki í Íslendingabók og því er dánardagur óviss.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935)

  • S02724
  • Person
  • 6. mars 1859 - 5. nóv. 1935

Foreldrar: Þorkell Þorsteinsson á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Þóra var um langt skeið ljósmóður í Akrahreppi. Maki: Jón Jónasson, f. 1857, bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Þau eignuðust átta börn.

Gunnlaug Friðrika Thorlacius (1897-óvíst)

  • S01258
  • Person
  • 03.05.1897-óvíst

Dóttir sr. Hallgríms Thorlacius prest í Glaumbæ og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Kvæntist norskum manni Fr. Stang, þau voru búsett í Noregi.

Sölvi Guðmundsson (1868-1953)

  • S02726
  • Person
  • 17. okt. 1868 - 15. maí 1953

Foreldrar: Guðmundur Sölvason hreppstjóri og síðast b. á Fagranesi og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Auðnum. Sölvi missti móður sína nýfæddur og ólst upp með föður sínum og eftir lát hans hjá Benedikt föðurbróður sínum, oddvita á Ingveldarstöðum. Bjó fyrst ókvæntur á parti af Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en brá búi og flutti að Kálfárdal í Gönguskörðum og var þar í húsmennsku næstu árin. Maki: Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 1865, frá Kálfárdal. Þau eignuðust átta börn en eitt dó á fyrsta ári. Eftir að Sölvi tók saman við heimasætuna Sigurlaugu fengu þau allan Kálfárdal til ábúðar og bjuggu þar 1896-1920, á Skíðastöðum 19320-1945. Dvaldi til skiptis hjá börnum sínum eftir að Stefán sonur hans tók við búi á Skíðastöðum. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og var lendir deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Skefilstaðahreppi.

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

  • S02727
  • Person
  • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.

Alfreð Guðmundsson (1962-)

  • S02728
  • Person
  • 20. maí 1962

Foreldrar: Guðmundur Helgason bifreiðastjóri og lögreglumaður á Sauðárkróki, síðar póstur og k.h. Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir. Kennari í Árskóla á Sauðárkróki.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Sölvi Guðmundsson (1806-1869)

  • S02730
  • Person
  • 1806 - 20. júní 1869

Foreldrar: Guðmundur Björnsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Sölvi ólst upp í Skarði með foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1834 og faðir hans brá búi. Bóndi í Skarði 1834-1841, á Sauðá 1841-1848 og á Sjávarborg 1848-1857. Þar missti hann konu sína og brá búi. Fluttist til Hofsóss og gerðist verslunarmaður við Hofsósverslun. Bóndi á Geirmundarstöðum 1863-1864 og á hluta Glæsibæjar 1864-1869 og Auðnum síðasta árið.
Maki 1: María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Þau eignuðust sex börn sem upp komust.
Maki 2: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust.

Benedikt Sölvason (1848-1913)

  • S02731
  • Person
  • 15. okt. 1848 - 22. júní 1913

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Benedikt missti móður sína í bernsku og faðir hans brá þá búi. Eftir það var hann aðallega hjá Guðmundi elsta bróður sínum sem var bóndi á Skarðsá og víðar. Bóndi á Fagranesi 1878-1883, Ingveldarstöðum 1884-1913. Sat lengi í hrepppsnefnd Sauðárhrepps hins forna og óslitið í hreppsnefnd Skarðshrepps til æviloka, eftir að Sauðárhreppi var skipt. Oddviti Sauðárhrepps 1880-1883, 1886-1889 og 1895-1907. Oddviti Skarðshrepps 1907-1913.
Maki: Málfríður Jónsdóttir frá Dæli í Sæmundarhlíð, f. 13.02.1853. Þau eignuðust einn son.

María Sölvadóttir (1860-óvíst)

  • S02732
  • Person
  • 1860-óvíst

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og seinni kona hans Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827 á Skarði í Gönguskörðum. María var búsett í Danmörku. Dánardagur ekki skráður.

Ingjaldur Þorsteinsson (1808-1867)

  • S02725
  • Person
  • 09.02.1808-03.09.1867

Fæddist 9. febrúar 1808 í Holtskoti í Seyluhreppi. Faðir: Þorsteinn Ingjaldsson, bóndi og smiður í Holtskoti og Stóru-Gröf. Móðir: Engilráð Sæmundsdóttir, húsfreyja í Holtskoti/Stóru-Gröf. Ingjaldur ólst upp hjá foreldrum sínum. Vann á búi þeirra á Húsabakka til 1831, á Reynistað 1831-38 og í Stóru-Gröf 1837-39. Bóndi í Stóru-Gröf 1839-44, á Ríp 1844-47, á Víðivöllum 1847-49, í Eyhildarholti 1849-51 og á Balaskarði 1851 til æviloka.
Kvæntist Guðrúnu Runólfsdóttur (um 1800-1864) í kringum 1831-1832. Saman áttu þau 10 börn.
Eftir lát Guðrúnar bjó með Ingjaldi Sigurlaug Guðmundsdóttir. Saman áttu þau tvö börn.

María Einarsdóttir (1882-1962)

  • S02733
  • Family
  • 12. sept. 1882 - 25. ágúst 1962

Foreldrar: Margrét Jónsdóttir frá Bræðraá og Einar Ásgrímsson á Arnarstöðum. Maki: Jón Hallgrímsson, f. 1883. Þau eignuðust einn son. Jón og María voru fyrstu hjúskaparárin í vistum í Sléttuhlíð en fóru til Siglufjarðar 1906. Þau voru í húsmennsku á Árbakka (hjábýli Skútu) 1906-1908 en talin búendur á hluta Neðri-Skútu 1908-1909. Þá slitu þau samvistir og Jón fór í siglingar. María var í Neðri-Skútu fá ár eftir skilnaðinn en fór síðan yfir í kaupstaðinn. Er skráð á Siglufirði 1930 og síðast búsett þar.

Jón Hallgrímsson (1883-1961)

  • S02734
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 16. des. 1961

Foreldrar Hallgrímur Jónsson, f. 1849 og Ingibjörg f. 1856, lengst af búsett á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Jón var húsmaður á Árbakka á Neðri-Skútu í Siglufirði 1906-1908, bjó í Neðri-Skútu í tvíbýli við móður sína og stjúpa 1908-1909. Fór þá til Noregs og var þar næstu ár en kom svo aftur heim og bjó á Siglufirði eftir það, síðast að Túngötu 10b. Maki: María Einarsdóttir, f. 1882. Þau slitu samvistum þegar Jón fór til Noregs. Þau eignuðust einn son.

Ósk Gunnlaugsdóttir (1833-1932)

  • S02735
  • Person
  • 22. jan. 1833 - 22. maí 1932

Foreldrar: Gunnlaugur Benediktsson og Oddný Ólafsdóttir á Litlu-Giljá. Skráð ómagi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Tökubarn í Kúvík, Árnessókn, Strand. 1845. Húsmannsfrú í Brekku, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsmannsfrú á Þorbrandsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880.
Maki: Sveinn Eiríksson, f. 07.10.1831, d. 04.10.1892, frá Stóru-Giljá. Þau eignuðust níu börn, fjögur þeirra komust upp. Bjuggu á ýmsum jörðum í Langadal og víðar í Húnavatnssýslu. Fóru að Illugastöðum í Laxárdal ytri og bjuggu þar til æviloka Sveins. Ósk flutti vorið eftir andlát Sveins að Smyrlabergi á Ásum.

Anna Jónsdóttir (1867-1911)

  • S02736
  • Person
  • 13. ágúst 1867 - 6. nóv. 1911

Var í Reykjavík. Húsfreyja á Höfða í Skutulsfirði. Maki: Kristmundur Jónsson bóndi þar.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Gísli Ólafsson (1888-1931)

  • S02738
  • Person
  • 9. sept. 1888 - 15. ágúst 1931

Foreldrar: Jón Ólafsson og Helga Eiríksdóttir. Byrjaði á námi í Latínuskólanum, fór 1904 til Danmerkur og nam símritun. Var síðan í þjónustu Landsímans í Reykjavík frá 1927. Maki: Polly Grönvold frá Siglufirði, f. 1889. Þau eignuðust tvær dætur.

Leifur Vilhelmsson (1934-2011)

  • S02739
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 11. apríl 2011

Leifur Vilhelmsson var fæddur á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Maki: Sæunn Eiríksdóttir, f. 1938. Þau eignuðust einn son. Síðast búsettur á Seltjarnarnesi.

Birgir Vilhelmsson (1934-2001)

  • S02740
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 8. júlí 2001

Fæddist á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Var í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1948-1951. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli 1952-1957. Tók sveinspróf í setningu 1963. Starfaði í Ingólfsprentsmiðju og Félagsprentsmiðjunni. Síðast búsettur að Skúlagötu 40a í Reykjavík.

Friðvin Ásgrímsson (1865-1923)

  • S02741
  • Person
  • 19. júní 1865 - 8. okt. 1923

Foreldrar: Ásgrímur Pálsson bóndi á Brattavöllum í Eyjafirði, f. 1830 og Þorbjörg Jónatansdóttir frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum. Friðvin ólst upp hjá foreldrum sínum og hefur líklega flust að Reykjum á Reykjaströnd með Páli Halldórssyni sem þangað kom 1888. Þegar Páll brá búi 1894 og flutti til Vesturheims fékk Friðvin ábúð á Reykjum og bjó þar til æviloka. Ásamt búskap stundaði hann sjómennsku þar. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1858, frá Stóru-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir (1877-1965)

  • S02743
  • Person
  • 23. sept. 1877 - 3. mars 1965

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir f. 23.09.1877 á Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Foreldrar: Sr Ísleifur Einarsson prestur á Hvammi og síðar á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sesselja Jónsdóttir frá Miklabæ í Blönduhlíð. Ólst upp í foreldrahúsum á Hvammi og á Stað og fluttist síðan með þeim til Reykjavíkur. Faðir hennar lést fáum árum síðar og eftir það var Lovísa mikið hjá föðursystur sinni, Önnu Breiðfjörð. Fór ung til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík. Var eftir það um tíma hjá frændfólki í Skagafirði. Maki: Jón Eyvindarson kaupmaður. Þau eignuðust einn son og ólu auk þess upp Guðrúnu Jónsdóttur. Bjuggu alla sína búskapartíð á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík.

Ísleifur Einarsson (1833-1895)

  • S02744
  • Person
  • 24. ágúst 1833 - 27. okt. 1895

Ísleifur Einarsson, f. 24.08.1833, d. 27.10.1895. Var í Reykjavík 1845. Prestur í Reynisstaðaklaustri 1864-1867, Nesþingum á Snæfellsnesi 1867-1868, Stað í Grindavík 1868-1871, Bergsstöðum í Svartárdal 1873-1875, Hvammi í Laxárdal 1875-1883 og Stað í Steingrímsfirði 1883-1892. Fluttist þá til Reykjavíkur. Maki: Sesselja Jónsdóttir (1841-1898) frá Miklabæ í Blönduhlíð.

Svanlaug Bjarnadóttir (1905-1982)

  • S02745
  • Person
  • 11. okt. 1905 - 18. mars 1982

Foreldrar: Bjarni Björnsson bóndi í Hlíð við Reykjavík og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Svanlaug missti föður sinn á áttunda ári og brá móðir hennar þá búi. Maki: Ísleifur Jónsson. Þau hófu búskap hjá foreldrum hans, Lovísu Ísleifsdóttur og Jóni Eyvindarsyni, á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík en bjuggu lengst af á Túngötu 41. Svanlaug var virk í ýmsu félagsstarfi kvenna og var heiðursfélagi í Thorvaldsen félaginu.

Jóhann Jónsson (1925-1971)

  • S02746
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 8. mars 1971

Foreldrar: Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir f. 1892 og Jón Gíslason f. 1891 í Krossanesi, síðar á Sauðárkróki. Var bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus. Bjó lengst af með föður sínum á Freyjugötu 1 á Sauðárkróki.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Eggert Bergsson (1929-2013)

  • S02748
  • Person
  • 28. nóv. 1929 - 29. maí 2013

Eggert Bergsson f. 28.11.1929 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar: Bergur Magnússon bóndi á Unastöðum, f. 1896 og kona hans Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Maki: Ingunn Jónsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Ingunn einn son. Eggert ólst upp í Skagafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar árið 1948. Þremur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og nam húsasmíði. Hann starfaði lengst af við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðs vegar um landið. Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf. Var virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins og vann til fjölda verðlauna á því sviði.

Margrét Bergsdóttir (1924-2007)

  • S02749
  • Person
  • 17. ágúst 1924 - 2. nóv. 2007

Margrét Bergsdóttir, f. 17.08.1924 í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Foreldrar: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir og Bergur Magnússon. Maki: Júlíus Þórarinsson, f. 18.08.1923. Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp Inga Bergmann Vigfússon. Húsfreyja á Enni í Viðvíkursveit og síðar á Siglufirði.

Guðrún Bergsdóttir (1922-1996)

  • S02750
  • Person
  • 19. feb. 1922 - 26. feb. 1996

Guðrún Bergsdóttir, f. 19.02.1922 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Bergur Magnússon og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir. Maki: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Bjuggu á Ytri-Hofdölum 1944-1986 en fluttu þá á Sauðárkrók.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.

Helga Gunnlaugsdóttir (1893-1922)

  • S02752
  • Person
  • 3. mars 1893 - 10. sept. 1922

Foreldrar: Gunnlaugur Pétur Tómasson, f. 1848 og Nikólína Helga Magnúsdóttir f. 1855, búsett á Miðgrund. Helga dó ógift og barnlaus.

Valgerður Rögnvaldsdóttir (1892-1927)

  • S02753
  • Person
  • 16. okt. 1892 - 28. ágúst 1927

Valgerður Rögnvaldsdóttir, f. 16.10.1892 á Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Rögnvaldur Björnsson, f. 1850, bóndi í Réttarholti og kona hans Freyja Jónsdóttir, f. 1859. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann á búi þeirra þar til hún stofnaði eigið heimili. Valgerður veiktist af berklum og lést úr tæringu aðeins 34 ára.
Maki: Halldór Vídalín Magnússon frá Syðstu-Grund, f. 15.01.1898. Hófu búskap í Réttarholti 1919. Þau eignuðust ekki börn.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Jón Gunnlaugsson (1899-1970)

  • S02755
  • Person
  • 13.02.1899-19.10.1970

Jón Gunnlaugsson, f. 13.02.1899 á Mjóafelli í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Gunnlaugur Magnús Jónsson húsmaður á Mjóafelli og Sigríður Guðvarðardóttir. Jón var bóndi á Deplum í Stíflu 1921-1924 og á Mjóafelli 1924-1963. Jón missti föður sinn á unga aldri, en ólst áfram upp hjá móður sinni og í skjóli föðurafa og ömmu og var þar til 18 ára aldurs. Árið 1921 hóf hann búskap í félagi við móður sína á Deplum en fluttist árið 1924 að Mjóafelli og bjó þar samfleytt til 1963. Var móðir hans bústýra lengi vel en síðan Guðrún systir hans. Skólagöngu naut Jón ekki utan barnaskóla eins og hann var á þeim tíma. Var virkur í félagsstörfum og var m.a. einn af stofnendum ungmennafélagsins Vonar í Stíflu og lengi gjaldkeri þess. Sat í sveitarstjórn 1938-1942 og aftur 1946-1963 og var oddviti allt síðara tímabilið. Einnig forðagæslumaður um árabil og sýslunefndarmaður 1947-1965. Jón var ógiftur og barnlaus. Oft voru börn og unglingar á heimilinu og Haukur Gíslason systursonur hans ólst alveg upp á heimili hans. Er Jón hætti búskap fluttist hann í Haganesvík og starfaði þar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna. Síðan fluttist hann suður og starfaði þar hjá BYKO.

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Jón Guðmundur Jónsson (1880-1971)

  • S02756
  • Person
  • 28. maí 1880 - 15. feb. 1971

Jón Guðmundur Jónsson, f. 28.05.1880 á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Jón hóf snemma störf til sjós og lands og vann á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1902-1903. Jón hóf búskap á Brúnastöðum 1906 en keypti Tungu í Stíflu árið 1910. Árið 1914 keypti hann að auki jarðirnar Háakot og Þorgautsstaði og sameinaði þær Tungu. Árið 1944 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar og bjó þar til dánardags. Jón rak stórbú á landsvísu í Tungu og var vel efnum búinn. Jón gegndi flestum opinberum störfum á vegum sveitarinnar. Hann var t.d. einn af stofnendum málfundarfélagsins Vonar í Stíflu 1918 og fyrsti formaður þess, sat í hreppsnefnd Holtshrepps 1923-1936, þar af oddviti 1925-1934, sýslunefndarmaður 1920-1937 og hreppstjóri 1938-1944. Maki: Sigurlína Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 1886 á Uppsölum í Staðarbyggð, Eyjafirði. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Einnig ólu þau upp þrjú fósturbörn.

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir (1923-2020)

  • S02759
  • Person
  • 25. des. 1923 - 8. mars 2020

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir, f. 25.12.1923 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir, f. 1890 og Ásgrímur Halldórsson f. 1886 á Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún kvæntist Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Tjörnum. Sigrún var síðast búsett á Sauðárkróki.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Jóhann Guðmundsson (1876-1940)

  • S02763
  • Person
  • 24. okt. 1876 - 31. júlí 1940

Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876 á Hagakoti í Hjaltadal. Foreldrar: Guðmundur Þorleifsson bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og kona hans Guðrún Júlíana Þorleifsdóttir. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi þar fram yfir tvítugt. Árið 1902 fór hann í vinnumennsku í Brimnesi og var þar að mestu næstu sjö árin. Þaðan kom hann að Hofi í Hjaltadal árið 1909. Kynntist konu sinni þar og þau byrjuðu búskap á hluta Hofs en fluttust vorið 1913 að Brekkukoti (nú Laufskálar) og bjuggu þar í 25 ár. Tvö síðustu búskaparárin voru þau í Hlíð. Jóhann sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd Hólahrepps. Maki: Birgitta Guðmundsdóttir, f. 28.04.1915. Hún átti tvö börn fyrir hjónaband og saman eignuðust þau 6 börn, 5 þeirra komumst til fullorðinsára.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1918-1975)

  • S02762
  • Person
  • 3. júní 1918 - 4. júlí 1975

Sigurlaug Jóhannsdóttir, f. 03.06.1918 í Brekkukoti (nú Laufskálum) í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881. Sigurlaug lærði kjólasaum í Reykjavík. Maki: Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson, f. 1916. Þau bjuggu á Kóngsstöðum í Skíðadal 1939-1941 og Ytri-Másstöðum 1941-1950 en fluttu þá til Dalvíkur sökum heilsubrests Sigurlaugar. Þau eignuðust þrjár dætur. Sigurlaug fékkst við ljóðagerð og var hefti með ljóðum hennar prentað fyrir fjölskyldu og vini í tilefni af 90. ártíð hennar 2008.

Birgitta Guðmundsdóttir (1881-1966)

  • S02764
  • Person
  • 23. feb. 1881 - 20. des. 1966

Birgitta Guðmundsdóttir, f. 01.03.1881 á Óslandi í Óslandshlíð. Foreldrar: Guðmundur Gíslason bóndi í Ártúni á Höfðaströnd og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Birgitta ólst upp hjá foreldrum sínum framundir tvítugt. Maki 1: Einar Ásmundsson frá Hólkoti í Unadal. Þau eignuðust tvö börn en skildu eftir nokkurra ára sambúð. Fór þá sem ráðskona til Gísla Þorfinnssonar bónda á Hofi en 1909 í húsmennsku að Gröf á Höfðaströnd. Maki 2: Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876. Þau eignuðust sex börn. Árið 1910 fór Birgitta aftur að Hofi og settist í húsmennsku með Jóni þar til þau hófu búskap að Brekkukoti 1913 og bjuggu svo þar í 25 ár.

Júlíana Jóhannsdóttir (1915-1987)

  • S02765
  • Person
  • 23. sept. 1915 - 16. júní 1987

Júlíana Jóhannsdóttir, f. 23.09.1915í Brekkukoti í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881.
Maki: Páll Jóhannes Þorsteinsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 1900. Þau eignuðust fimm börn.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Anna Björnsdóttir (1867-1917)

  • S02768
  • Person
  • 12. nóv. 1867 - 29. sept. 1917

Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867 í Stóragerði. Foreldrar: Björn Illugason og Helga Jónsdóttir í Enni í Viðvíkursveit. Maki: Snorri Bessason, f. 18.09.1862. Þau hófu búskap í Stóragerði í Óslandshlíð 1890 og bjuggu þar þrjú ár. Bjuggu í Hringveri 1893-99, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-1918 en Snorri brá búi ári eftir andlát Önnu. Anna og Snorri eignuðust fimm börn sem upp komust.

Steinn Marínó Snorrason (1891-óvíst)

  • S02769
  • Person
  • 13. maí 1891-óvíst

Steinn Marinó Snorrason, f. 13.05.1891. Ekki er vitað hvenær Steinar lést, en hann mun hafa verið ungur. Foreldrar: Snorri Bessason, f. 1862 og Anna Björnsdóttir, f. 1867, þá búsett í Stóragerði í Óslandshlíð. Maki: Steinunn Ísaksdóttir, f. 02.12.1890, d. 17.12.1962. Steinunn er skráð á Lambanes-Reykjum 1901 en var hjúkrunarkona á Siglufirði um 1930. Þau eignuðust eina dóttur.

Pétur Guðmundsson (1887-1987)

  • S02770
  • Person
  • 18. júní 1887 - 19. mars 1987

Pétur Guðmundsson, f. 18.06.1887. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og Þuríður Lilja Stefánsdóttir, búsett í Vatnshlíð í A-Húnavatnssýslu. Maki: Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau eignuðust þrjár dætur. Bjuggu í Vatnshlíð en fluttu á Sauðárkrók 1938 og bjuggu þar til æviloka.

Páll Steinar Guðmundsson (1926-2015)

  • S02771
  • Person
  • 29. ágúst 1926 - 13. feb. 2015

Páll Steinar Guðmundsson f. 29.09.1926 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1894 Guðmundur Guðni Kristjánsson, f.1893. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagnfræðaprófi tók hann skíðakennarapróf og vann við skíðakennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann tvo vetur og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State College, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1995. Auk þess starfaði Páll sem fararstjóri á sumrin, jafnt innanlands sem utan. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa sem tengdust starfi hans. Maki: Unnur Ágústsdóttir kennari. Þau eignuðust fimm dætur.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

  • S02772
  • Person
  • 4. jan. 1900 - 13. jan. 1983

Sigmundur Baldvinsson, f. 04.01.1900. Foreldrar: Baldvin Jóhannsson, útvegsbóndi á Þönglabakka, f. 1857 og kona hans Anna Sigurlína Jónsdóttir, f. 1863. Sigmundur átti eina systur, Sigurbjörgu, sem fluttist með honum í Hofsós árið 1953. Maki: Efemía Jónsdóttir, f. 04.07.1904, d. 27.07.1976. Sigmundur var útgerðarmaður á Þönglabakka og síðar á Hofsósi. Er hann flutti frá Þönglabakka 1953 fór jörðin í eyði.

Eufemía Jónsdóttir (1904-1976)

  • S01935
  • Person
  • 4. júlí 1904 - 27. júní 1976

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Mannskaðahóli og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Var á Mannskaðahóli á Höfðaströnd, Skag. 1930. Maki: Sigmundur Baldvinsson, f. 1900, þau bjuggu á Þönglabakka og síðar á Hofsósi.

Skráð Eufemía bæði í Íslendingabók og í Skagfirskum æviskrám.

Sólveig Jónsdóttir (1917-2007)

  • S02054
  • Person
  • 25. sept. 1917 - 9. jan. 2007

Sólveig Jónsdóttir fæddist í Smiðsgerði í Kolbeinsdal hinn 25. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir frá Fornastöðum í Fnjóskadal og Jón Ferdinandsson, þau bjuggu um tíma í Smiðsgerði. ,,Sólveig giftist hinn 13. apríl 1941 Óla A. Guðlaugssyni frá Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1944 hófu Sólveig og Óli sinn búskap á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Fjórum árum síðar fluttust þau hjónin með dætrum sínum til Akureyrar að Lækjargötu 6 þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Árið 1955 fluttust þau í Oddeyrargötu 10. Sólveig vann nokkur sumur í mjólkursamlagi KEA á Akureyri og þaðan lá leið hennar í klæðskeraverslun Sigurðar Guðmundssonar þar sem hún vann í nokkur ár. Árið 1974 fluttust Sólveig og Óli að Ásvegi 13 þar sem þau bjuggu til ársins 1994 er þau fluttu í Lindarsíðu 4. Þar bjuggu þau til ársins 2003." Sólveig og Óli eignuðust fjórar dætur.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Jón Guðmundsson (1857-1940)

  • S02774
  • Person
  • 23. mars 1857 - 8. sept. 1940

Jón Guðmundsson, f. á Hömrum 23.03.1857. Foreldrar: Guðmundur Hannesson bóndi á Hömrum og kona hans María Guðrún Ásgrímsdóttir. Jón var bóndi á Fremri-Kotum 1883-1884, á Hömrum 1884-1919. Fluttist þá með Jóel syni sínum að Ökrum og átti þar heima til æviloka. Maki: Katrín Friðriksdóttir (1857-1930) frá Borgargerði í Norðurárdal. Þau eignuðust 4 börn.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Bjarnfríður Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02776
  • Person
  • 30. des. 1907 - 25. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Bjarnason, f. 1875, bóndi í Grundarkoti í Blönduhlíð og kona hans Björg Sigfúsdóttir, f. 1877. Bjuggu á Minni-Ökrum fyrstu ár Bjarnfríðar. Maki: Sigurður Pálsson. Þau bjuggu í Reykjavík, Hverfisgötu 104b.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

  • S02779
  • Person
  • 20. mars 1878 - 25. nóv. 1966

Valdimar Helgi Guðmundsson, f. 25.03.1877 á Myrká í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Valdimar fór ungur úr foreldrahúsum til móðurbróður síns, Jóhanns í Flöguseli og var þar fram yfir fermingu. Stundaði svo vinnumennsku í nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal. Fluttist að Efra-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Á yngri árum fékkst Valdimar við nautgripakaup fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og eitt vorið rak hann í einni ferð um 30 naut, mörg fullorðin og mannýg, í einni ferð niður yfir heiði til Akureyrar. Með honum í för var aðeins Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Árið 1910 fluttist hann ásamt konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur, að Fremri-Kotum og bjuggu þau þar til 1924. Keyptu þá jörðina Bólu og fluttu þangað og bjó Valdimar þar lengst af síðan, síðast hjá Guðmundi syni sínum. Valdimar og Arnbjörg eignuðust tvo syni og eins fósturdóttur.

Axel Guðmundsson (1882-1948)

  • S02780
  • Person
  • 27. júlí 1882 - 4. feb. 1948

Tók sér viðurnefnið Snæland og skrifaði sig Axel G. Snæland eftir það. Bóndi, lengst af í Stóragerði í Myrkárdal í Eyjafirði. Áður bóndi í Melgerði.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Einar Gísli Jónasson (1885-1977)

  • S02783
  • Person
  • 23. apríl 1885 - 10. des. 1977

Einar Gísli Jónasson, f. 23.04.1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Jónsson. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist þaðan árið 1909. Gerðist kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Hóf búskap í Grjótgarði á Þelamörk 1922 en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan. Var kosinn í hreppsnefnd 1916 og litlu síðar oddviti en hreppstjóri og sýslunefndarmaður 1938. Var einnig um langa hríð formaður Sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjarhrepps og í skattanenfnd. Sat einnig á milli 40-50 aðalfundi KEA.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Guðmundur Valdimarsson (1911-1976)

  • S02785
  • Person
  • 7. nóv. 1911 - 17. okt. 1976

Foreldrar: Valdemar Helgi Guðmundsson bóndi á Fremri-Kotum og síðar Bólu og kona hans Arnbjörg Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fremri-Kotum og fór með þeim að Bólu 1924. Eftir að móðir hans lést í nóvember 1938 bjuggu þeir feðgar áfram í Bólu. Valdemar lést í nóvember 1966 en Guðmundur bjó í Bólu til æviloka, oftast einn. Nokkur síðustu árin var hjá honum piltur, Gunnar Sigurðsson að nafni, er kom til hans ellefu eða tólf ára. Guðmundur var lengi formaður sóknarnefndar Silfrastaðakirkju og vann mikið að málefnum hennar. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.

Halldór Ásgeirsson (1893-1976)

  • S02786
  • Person
  • 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

Helgi Jónsson (1877-1954)

  • S02787
  • Person
  • 31. jan. 1877 - 28. apríl 1954

Helgi Jónsson, f. 31.01.1877 á Þröm í Blöndudal. Foreldrar: Jón Davíðsson og Steinunn Jónsdóttir. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum á Þröm. Maki: Þóra Kristjánsdóttir frá Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau bjuggu fyrstu tvö árin á Þröm en síðan á Hafgrímsstöðum. Þar lést Þóra 1903, viku eftir fæðingu níunda barns þeirra. Síðar bjó Helgi þrjú ár í Stapa en frá fardögum 1923 í Merkigarði og hafði látið af búskap tveimur árum áður en hann dó. Ráðskona hans í Merkigarði var Ingigerður Halldórsdóttir. Helgi var lengi formaður Lestrarfélags Mælifellssóknar. Hann átti lengi sæti í sveitarstjórn.

Results 4251 to 4335 of 6397